Dýrka ég Torres eða hvað…

Hann Fernando Torres er nú ekkert mikið í því að minnka aðdáun manns á sér. Hann gerir allt rétt og segir alla réttu hlutina, ég held að hann sé á góðri leið með að gera sjálfan sig að algjörum legend hjá klúbbnum ef fram heldur sem horfir. Sjáið þessi quote í kappann:

“I’m very happy with my contract at Liverpool and wouldn’t leave just to earn a little more somewhere else where I wouldn’t be that happy. To want any more would be greedy and that is not me. As long as Liverpool want me, I will stay.”

Og í sömu grein fjallar hann um það hversu vel Javier Mascherano líkar lífið hjá Liverpool:

“Javier loves it at Liverpool, that is all I can tell you. In the summer people like to make a lot of noises about world-class players – and Javier is a world-class player. He has said himself that he is very happy at Anfield and there is no reason for him to want to leave.”

Og ef einhver var í vafa á sínum tíma með það hvaða félög komu til greina hjá honum þegar hann yfirgaf uppeldisfélag sitt, þá er sá vafi horfinn með þessum orðum:

“It was hard for me to leave Atletico, it was where I grew up and I have lost count how many times I have said I would only have left them for Liverpool. I’m very excited about what the boss is doing here at Liverpool. We came close last season and, with the experience we now have, I believe we can be champions next season. As long as Liverpool want me, I will stay.”

Í öðrum fréttum, þá ættum við að vera endanlega laus við einhvern fífla orðróm um að Pepe Reina sé á útleið, Valdes er sem sagt við það að skrifa undir hjá Barca.

Það er einnig fjallað um það að Chelsea hafi jafnað tilboð Liverpool FC í Glen Johnson og er það haft beint upp eftir Peter Storrie. Þá er bara að vona að drengurinn sé skynsamur og velji góða og fallega félagið okkar.

50 Comments

 1. Torres er snillingur. Getur hann ekki komið með svipaða yfirlýsingu fyrir hönd Xabi Alonso? 🙂

 2. Ást mín á Fernando Torres er orðinn jafnmikil og á sjálfum Robbie Fowler aldrei hélt ég að það myndi gerast 🙂

 3. Mikið rosalega kann ég að meta svona skynsama einstaklinga, þá er bara að vona að Alonso og Torres spjalli aðeins saman.

 4. Torres er frábær. Engu líkara en að hann hafi verið uppalinn hjá félaginu. Ég dýrka drenginn.

  Ég get ekki lesið það öðruvísi úr þessum ummælum Xabi Alonso en að honum langi til Real Madrid. Madridingar voru búnir að gefa það út opinberlega að þeir væru hættir að eltast við hann þar sem Liverpool voru ekki tilbúnir að selja. Þarna galopnaðist tækifæri fyrir Xabi að klára dæmið og jarðasyngja þessa umræðu endanlega, en í staðinn þá togaði hann umræðuna með krafti aftur inn á forsíður slúðurblanna. Hann er byrjaður að fara verulega í taugarnar á mér. Rafa ætti að skoða hvað Real vilja bjóða fyrir hann.

 5. Var sem sagt minna mark takandi á fréttinni sem ég linkaði í að ofan Rósi, ekki staðfest fyrr en visir.is sé búinn að staðfesta? 🙂

 6. Þar sem Real synda í seðlum þá gæti ég alveg trúað þeim til þess að bjóða allt að 30 milljónir punda í Alonso. Hugsanlega væri líka hægt að fá einhvern af Hollendingunum eða annanhvorn Diarra sem hluta af kaupverði.

  Fyrir ári síðan hefði maður ljómað með að fá Wesley Sneijder í skiptum fyrir Alonso.

  • Fyrir ári síðan hefði maður ljómað með að fá Wesley Sneijder í skiptum fyrir Alonso.

  uuuu NEI

 7. Það besta sem hefði getað gerst væri að Utd hefði fjárfest í Valdes, lélegri markmaður í stórliði er vanfundinn, afhverju Barca semur aftur við hann er skrítið í besta falli…

 8. Sammála síðasta ræðumanni. Valdes er alls ekki á pari við bestu markmenn heims og í þeim hópi er Pepe Reina svo sannarlega.

  Hér með skora ég á Barca, hið stórkostlega sóknarlið, að hætta að spila með markmann og láta bara Puyol spila sem aftasta mann. Þeir þurfa ekkert markmann 🙂

 9. Glen Johnson sagði í viðtali fyrir stuttu síðan að Chelsea hafi eyðilagt ástríðu sína fyrir knattspyrnu. Ef hann velur Chelsea á endanum þá verð ég sáttur, þá kemur hans innri “gold-digger” í ljós. Ég á hef hins vegar fulla trú á því að hann komi til með að spila í rauðu á næsta tímabili.

 10. To want any more would be greedy and that is not me.

  Já ok, þannig að það var ekki græðgi sem leiddi til þess að hann skrifaði undir samning í fyrra og fór úr £70.000 á viku upp í £110.000 á viku. Hann gat greinilega bara ekki borgað reikningana á þessum lágu launum sem hann var áður á. Gott að vita að Torres er ekki gráðugur.

 11. Ertu til í að útskýra aðeins hvað þú ert að meina Halldór og hvaða samningur það var í fyrra sem hann skrifaði undir?

 12. Er ekki frá því að hann hafi skrifað undir nýjan samning í ár og var það í samræmi við loforð sem hann fékk frá Liverpool þegar hann var keyptur sem snérist um það að honum yrði umbunað í samræmi við framfarir hans hja félaginu. Ef eitnhver á þessa launahækkun skilið þá er það hann.

 13. Algjörlega sammála þér, Ari Jóns! Veit ekki hvað við værum án Fernando!

 14. Sammála nokkrum hérna um Valdes hjá Barca hann er svo langt frá því að vera einn af 10 bestu markvörðum í heimi. Hann er bara mistækur finnst mér og ég hefði sko alveg fílað það ef united hefði keypt hann..

 15. 15 — Bull!

  Torres snillingur, mætti vera svona hugarfar hjá fleirum í liðinu

 16. Sammála sumum hérna inni, öðrum ekki. Það er nú það sem ég hef til málanna að leggja í þessari umræðu 😉

  Annars las ég einhversstaðar í dag (sorry man ekki hvar), að Liverpool væri að íhuga 5 milljón punda tilboð í Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry. Ekki það að ég taki nokkuð mark á því sem þetta Silly season hefur uppá að bjóða, þá væri nú gaman ef þetta væri satt. Þá fyrst yrði auðvitað skothelt að við myndum vinna dolluna, ef það væri Akureyringur í liðinu 😉
  Hafið það gott um helgina piltar… Carl Berg

 17. Torres er með Liverpool hjart úr gulli svo mikið er víst, trygð hans við Liverpool sínir bara hve þroskaur einstaklingur hann er. Þegar leikmaður af hans kaleberi talar um að hann myndi ekki yfirgefa Liverpool bara til þess að fá meira af peningum þá sér maður hvað við vorum heppnir að fá hann til klúbbsinns, það þarf meira af leikmönnum í nútíma fótbolta með sama hugar far og hann…

 18. Nokkrir punktar:

  1) Torres fekk nyjan samning med launahaekkun. Tad er mjog edlilegt tar sem ad hann er einn af top 5 knattspyrnumonnum i heimi. Audvitad a ad verdlauna tad og halda honum anaegdum. Tetta var munnlegt samkomulag tegar hann skrifadi undir ad ef hann staedi sig vel ta mundi samningurinn vera beattur.

  2) Benitez reyndi ad selja Alonso sidasta sumar, en eftir rosa timabil er tad buid ad breytast. Mer finnst mjog skyljanlegt ad Alonso vilji kynda sma bal og syna ad hann er wanted player og lata Liverpool finna ad teir seu heppnir ad hafa hann. Sma payback og hver veit, kannski faer hann launahaekkun. Ekkert ad tessu.

  3) Mascherano er sennnilega ad yta undir launahaekkun med tvi ad lata linka sig vid Barca. Tegar tu serd menn fa rosa laun i kringum tig, Liverpool bunir ad endurnyja samninga vid marga, ert talinn vera einn besti leikmadur i heiminum i tinni stodu, plus ad skattarnir eru ad haekka, er edliegt ad umbinn reyni ad pressa haerri laun

  4) menn eru ad kvarta ad tad se ad bendla marga af okkar leikmonnum vid onnur lid. Tetta hefur ekki gerst i tessum maeli adur (adeins Gerrard). Tetta er i raun bara stadfesting a ad Benitez er buin ad bua til horku lid og menn verda tvi eftirsottir. Benitez hefur gert mun betur a leikmannamarkadnum en margir gefa honum credit fyrir. Mikid af kaupum sem hafa floppad voru odyrir menn sem var sjalfgefid ad yrdi ahaetta. Tetta vard hann ad gera vegna peningaskorts. Tad tydir ekki ad vera ad daema Benitez fyrir menn eins og Kromkamp, hann er ad reyna ad finna odyra lausn. Ef 1 af 3 svona monnum endar i 16 manna hop ta er tad success ad minu mati (hja topp klubb). Fabio Aurelio kom fritt. Madur getur ekki gert rad fyrir soleidis kaupum an tess ad fa nokkur flopp med. Nuna er Liverpool sennilega ad borga 17M fyrir Glen Johnson, tad eru svona 7-8 Josemi’s. Tad er tvi sjalfgefid ad margir odyrir leikmenn muni enda sem slaem kaup (annars vaeru teir ekki odyrir)

  Ekkert islenskt lyklabord i vinnunni, sorry

  svenni

 19. Atli það er ekki hægt a skila honum neitt aftur því að samningurinn hans er að renna út og því er hann laus allra mála hjá okkur, en væri nokkuð vitlaust að halda honum sem backup fyrir Kuyt ?
  Svona fyrst að félagið er í peningavandamálum.

 20. Þú ert sem sagt að meina Torres, sem tók á sig launaLÆKKUN þegar hann skipti yfir til Liverpool fyrir tveim árum síðan? Og þú ert greinilega ekki að skilja orð af því sem hann er að tala um í viðtalinu Halldór. Hann er að tala um það þar að hann gæti fengið langtum hærri laun annars staðar, því það er fact að Liverpool borgar ekki næstum jafn há laun og Chelsea, Man.Yoo, Barca og Real Madrid, meira að segja Arsenal toppa Liverpool í launamálum. Vonandi hjálpar þetta eitthvað við að skýra út fyrir þér hvað hann var að tala um í greininni.

 21. Mér líst mjög illa á það ef að við missum Mascherano.. Það létta alltaf yfir manni þegar að maður sá Mascherano á miðjunni. Það er enginn Miðjumaður í heiminum að fara að leysa hann af. Ef að hann fer þá skiptir litlu að fá einhverja framherja. Vonandi er þetta bara eitthvað slúður..

 22. Góð grein í Liverpol Echo þar sem talað er um að Liverpool verði að stefna á að auka breiddina í hópnum nú sem aldrei fyrr þar sem næsta season mun verða 2 vikum styttra en venjulega sökum HM næsta sumar og álagið því enn meira. Þetta finnst mér athyglivert þar sem við Liverpoolmenn erum klárlega með sterkt 11 manna lið sem gefur engu öðru neitt eftir en höfum ekki breidd td. Man utd og Chelsea. Þetta er eflaust eitthvað sem hinn útpældi Benitez gerir sér grein fyrir og það verður fróðlegt að sjá hvað hann hyggst gera. Náum vonandi að halda okkar mannskap sem mest og bæta í hópinn í sumar sterkum leikmönnum. Tek svo undir með öðrum með Mascherano, vil alls ekki missa hann, þessi týpa er nauðsynleg í öllum liðum og það vrður ekkert hlaupið að því að fylla hans skarð ef hann fer.

 23. Hvorki Alonso né Masche mega ekki fara, það þarf að stoppa þessar sögusagnir strax að hálfu klúbbsins ef að ekki stendur til að selja þá.
  Ég er samt skíthræddur um að við gætum misst báða 🙁

 24. Ef Mascherano er að fara vegna þess að konan vill ekki snúa aftur til Englands er ekki bara hægt að skrá þau hjónkornin í fjarbúð og málið leist 🙂 Nei grínlaust þá er þetta ekki gott ef satt er, hvar eru þessar blessuðu konur ekki til vandræða. Ég trúi því bara ekki fyrr en það fæst staðfest að Mascherano sé að fara og ef hann fer þá er hann mun verðmeiri en 35 miljónir punda minst 40… En ég trúi að Rafa muni leysa þetta mál og hann verði áfram hjá okkur….

 25. Getur masca ekki bara verið að ríða breskum stelpum og málið er dautt hvað að láta einhverja konu fokka upp öllu fyrir okkur poolurum

 26. Það er nokkuð ljóst að ef við ætlum að eiga einhvern séns á titlinum á næsta tímabili, þá er algjörlega CRUCIAL að halda Alonso og Mascherano. Við megum einfaldlega ekki missa þá. Ég tel þessa leikmenn vera eina þá bestu í sinni stöðu í dag. Alonso er einn besti dreifarinn í boltanum og leiksskilningur hans, sendingargeta og yfirvegun á bolta er ómissandi. Hvað Mascherano varðar, þá er hann algjör mannæta á vellinum og lokar svo vel í svæði og étur menn uppi með krafti sínum og áræðni. Þessir menn eru algjörir lykilmenn hjá okkur, þannig að Rafa, þú verður að nota sannfæringarkraft þinn!! Án þeirra verður staða okkar mun verri, það er ljóst!!!

 27. Algjörlega sammála þér, Siggi. Ef við missum þá, getum við alveg eins bara slept því að reina að fá þennan blessaða titil.

 28. Hafliði (#34)…Klúbburinn er búinn að gefa frá sér yfirlýsingu þess efnis að engin tilboð hafi borist í leikmennina og að þeir séu EKKI til sölu. Þessi yfirlýsing kom í byrjun vikunar eða í lok þeirrar síðustu á heimasíðu félagsins (hef ekki tíma til að leita af linknum).

 29. Damn……er kominn með fráhvarfseinkenni….get ekki beðið eftir að enski boltinn byrji á ný,,,þoli ekki að silly season!

 30. Hvaða fokking tilvitnun ertu að tala um? Tekur kvót upp úr frétt, sem þú segir vera eftirfarandi frétt ef maður fylgir hlekknum: “Liverpool FC confident of beating Chelsea to Glen Johnson signature”

  I love the guy, en mér er sama þótt hann hafi tekið á sig launalækkun til að koma til Liverpool. Hann var með 89.000 pund á viku, og lækkaði í 70.000 pund á viku við að koma til Liverpool. Á hann að fá verðlaun fyrir það? Það að vera með 20.000 pund á viku er fáránlega mikið, svo ég gef honum ekki kredit þótt hann hafi tekið á sig launalækkun úr 90 þús niður í 70 þús þegar hann kom til Liverpool. Mér finnst eðlilegt, úr því hann vildi koma til Liverpool, að hann væri reiðubúinn að taka á sig launalækkun, þar sem klúbburinn gat á þeim tímapunkti greinilega ekki borgað honum meiri laun.

  Mér finnst bara það vera ákveðin hræsni fólgin í því að segja það vera græðgi að vera að biðja um meiri pening, þegar hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning, sem gaf honum 40.000 punda launahækkun á viku. Það er augljóst að umboðsmaðurinn hans hefur nú sagt “ok… drullist þið til að gefa Torres hærri laun á viku”. Svo skrifar hann undir samning, 110 þús pund á viku, og segir í blaðaviðtali það vera græðgi ef hann myndi biðja um örlítið meiri pening.

  Þótt ég hafi ekki nákvæmar tölur, þá er Torres örugglega einn af 15 launahæstu leikmönnum heims.

  Ég gef honum þó prik fyrir að átta sig á því að 110 þúsund pund í vikulaun eru nógu djöfulli mikið, til að hann þurfi ekki að leita á önnur mið til að fá hærri laun.

 31. Eitthvað bitur Halldór? Hvað eru margir leikmenn klárir í að taka á sig launalækkun fyrir það eitt að fara í annað/stærra lið? Þeir eru afskaplega fáir, flestir krefjast hærri launa við að fara í ný lið. Torres aftur á móti var tilbúinn til að lækka í launum í það minnsta tímabundið til að tryggja að félagsskiptin gætu gengið eftir. Hvað hann er svo með í laun er algjört aukaatriði. Hann áttar sig alveg á því sjálfur að hann er með góð laun. En hann áttar sig líka á því að hann gæti fengið tvöföld þau laun annars staðar ef hann vildi bara elta peninga en væri ekki drifinn af knattspyrnumetnaði.
  Svo þarf að kynna þér skilgreiningu á orðinu gráðugur. Sú staðreynd að Torres þiggur þau laun sem Liverpool er tilbúið til að borga honum er ekki merki um græðgi. Ef hann myndi biðja um lægri laun en Liverpool er tilbúið til að borga þá væri það líklega frekar heimska en nokkuð annað.

 32. Var að lesa um að Gillet væri búinn að selja íshokkyliðið sitt fyrir 550.000$ svo að kanske verður bara til nóg af peningum fyrir okkar ástkæra klúbb.
  Las það líka að Alonso væri aðalega að hugsa um að koma sér heim til Spánar út af nýjum hátekjuskatti á Englandi og hann sagði líka að það mundu margir af þeim bestu hugsa sig um að leika á Englandi í framtíðinni út af þessum skatti.En hann segir að hann sé samningsbundinn og sé ekkert á förum að sjálfsdáðum frá Liverpool og ætli sér að halda samninginn. Ég horfði á Spán vinna SAfríku í gærkvöldi og þar voru í byrjunaliði Spánar fjórir leikmenn LFC og Alonso á bekknum. Riera stóð sig best af þeim og lagði upp fyrsta markið með stórglæsilegri sendingu á Villa. Svo að ég held að við ættum bara að taka því rólega í áhyggjum okkar um að fá kanntmenn því að ég er á því að mannskapurinn sem við höfum í dag dugi alveg til að vinna deildina . Það eru semsagt 5 LFC leikmenn í kanske besta landsliði heims og svo auðvitað Gerrard og það dugir mér.
  En ég verð að segja að það er eins og að vera í rússibana að fylgjast með umfjöllun fjölmiðlaum LFC á silly season og ábyggilega ekki holt fyrir deprimeraða íslenska stuðningsmenn LFC að lesa of mikið af þessum getgátum í miðju efnahagshruninu uppi á Islandi.

 33. Liverpool midfielder Xabi Alonso is not happy with the weakness of sterling against the Euro. “Of course we think about it,” he said. “We are not stupid. When you see your contract down by 30% you cannot be happy.”

 34. Er ekki allt í lagi Halldór? Er ekki nóg fyrir þig að um sé að ræða beina tilvitnun í viðkomandi, þrátt fyrir að fyrirsögnin sé um annað sem í greininni sé? Og ferðu viljandi framhjá hinni fréttinni sem vitnað er í? Ef menn hafa einbeittan vilja til að sjá öllu til foráttu, þá er það eflaust hægt og þú sýnir fram á það. Það er nokkuð sama hversu mikið þú röflar, það breytir ekki þeirri staðreynd að Torres er LANGT, LANGT að baki þeim launahæstu í bransanum, þrátt fyrir að vera einn af þeim allra bestu í þessum sama bransa. Hvort þér líki almennt illa við hversu launaháir menn séu, er bara allt önnur Elín. Reyndu bara að ræða svona mál á málefnalegum nótum, ekki í sandkassanum. Ef þú skilur ekki um hvað ræðir, spyrja þá, einfalt.

 35. Það er rétt Tommi. Gillett er að selja íshokkíliðið sitt. 500 til 550 millj cad held ég. Vonandi kemur það LFC til góða á leikmannamarkaðnum, efast samt um að það gerist strax núna.

 36. Grétar (#49) Það hefur komið eitthvað um það í fjölmiðlum að Liverpool séu dottnir út úr kapphlaupinu um Tevez þar sem að leikmaðurinn vilji ekki ganga til liðs við okkur sem mér finnst svosem skiljanlegt þar sem hann er fyrrverandi leikmaður Manure. Talið að Man City og Chelsea séu að berjast um hann og það er alveg klárt að þau félög eru að bjóða töluvert betri samning en við gætum nokkurn tímann boðið

  Ég vona þó að þessar fréttir séu ekki réttar og að við fáum Tevez til okkar í sumar.

Að vita hvað maður á að gera og segja.

Gillett að eignast pening!