Leikjalisti næsta tímabils…..

Það styttist í að menn geti farið að skipuleggja næsta ár betur og jafnvel farið að herða sig í bænum sínum um að pundið fari nú að lækka eitthvað, leikjalisti næsta árs er væntanlegur….

Ég datt inn á ansi áhugaverða grein á BBC þar sem blaðamaðurinn kafar aðeins ofan í það hvernig þessi umdeildi listi sem við bölvum stundum er í raun og veru smíðaður, ansi áhugvert þó ekki sé greint beint frá fundunum sem Sörinn á með þessum mönnum. Það sem ég hafði ekki spáð í hvað þetta varðar var hvað minni liðin á Englandi geta haft mikil áhrif á þennan leikjalista.

Efa ekki að einhver hér hafi líka gaman af því að fræðast meira um þetta enda er EKKERT að frétta  af neinu Liverpooltengdu á leikmannamarkaðnum sem mark er takandi á……. fyrir utan auðvitað að Diego Maradonna ætlar að draga fram skóna að nýju og ganga til liðs við Liverpool til að spila með Mascherano.

48 Comments

 1. Ég er algjörlega ósammála um að það sé of mikið. Erum við ekki alltaf að væla um að Liverpool sé ekki tilbúið til að keppa við hin stóru liðin um feitu bitana? Glen Johnson er klárlega einn af þessum feitu bitum, er ungur, enskur og leikmaður sem Liverpool vantar sárlega. Ég vil frekar fá first choice leikmenn en að sættast á leikmenn sem Benitez hefur minni áhuga á.

 2. Sammála, það er alt of mikið. Sérstaklega miðað við, að Torres kostaði 20 millur, og það voru talin dýr kaup.

 3. Samt er 18,5 alltof mikill peningur, á sínum tíma tímdum við ekki að borga 12 kúlur fyrir Daniel Alves og nú er kreppa, samt ekki í fótboltanum að virðist. Glen er ekki 18,5 milljóna virði þótt að hann sé góður.

 4. Ég er ánægður með að við ætlum ekki í enn eitt skiptið að láta einhverjar 2-3 milljónir punda koma í veg fyrir að Rafa fái sinn fyrsta kost. Rafa vill þennan leikmann og hefur engan áhuga á að endurtaka einhvern fáránlegan eltingaleik eins og síðasta sumar við Aston Villa, og skellir því rausnarlegu tilboði strax fram á borðið til að klára dæmið. Það þarf einfaldlega að borga toppverð fyrir gæðaleikmenn í dag. Ég yrði gríðarlega sáttur ef Rafa nær að klára þessi kaup. Glen Johnson er besti hægri bakvörðurinn í ensku deildinni í dag að mínu mat.

 5. Ég kem seint til með að trúa því að við ætlum að kaupa Glen Johnson á 18.5 m.p. Það hljóta að vera ansi margar add on í þessu og eitthvað held ég að kaupin á Crouch séu inn í þessu líka sem Pompey eru ekki búinir að klára.

  Mest held ég þó að það sé bara mest lítið satt í þessu frekar en öðru slúðri.

  Bent fór á 17.mills í fyrra og ég hló að Spurs.

 6. Sammála flestum hérna – eins mikið og mér líkar Glen Johnson og held að það væri fín kaup þá tel ég 18,5m vera of mikið, sérstaklega í ljósi þess að við eigum Arbeloa sem hefur verið nokkuð sterkur, og alveg á hreinu að Glen Johnson er ekki 11,5m punda meira virði en Arbeloa – að því gefnu að Arbeloa fari á þær 7m sem blöðin töluðu um …

  Annað í þessu, það vita ALLIR að við erum með minna í buddunni en Utd, Chelsea og City – því skiptir meira máli en ella að vanda til verks á leikmannamarkaðnum, og mér finnst jafn vitlaust að ætla að eyða stórum (öllum?) hluta buddunar í stöðu þar sem við erum ágætlega settir, hefði haldið að kanntmaður eða sóknarmaður væri priorit.

  Ef Glen Johnson er keyptur þá er alveg ljóst að dagar Arbeloa eru taldir á Anfield. Það er helsta ástæða þess að ég tel að eh sannleikskorn gæti verið í þessum fréttum. Þá þurfum við sterkan mann inn, sem Johson er vissulega + hann er enskur, reyndur og öðruvísi leikmaður en þeir sem við erum með og höfum verið með í gegnum árin ….

  En það skal þó koma fram, að ég er ekki á móti þessum kaupum – finnst þau bara skrítin m.v. þær forsendur sem ég gef mér, þeas að buddan hjá Liverpool sé í minnikantinum og við ættum frekar að einbeita okkur að vinstri kanntinum fyrst. En hinsvegar þá vil ég frekar kaupa Johnson á 15-18m en tvo meðalmenn á 18/2. Við hérna á blogginu tölum um það hvað eftir annað að við viljum gæði umfram magn ….. að mínu mati eru ekki margir betri bakverðir til í augnablikinu en Glen johnson. Þar fyrir utan er hann enskur, hungraður og á besta aldri.
  Ég man enn eftir viðtalið við Eið smára hérna um árið þegar hann var spurður hver í Chelsea heillaði hann mest – þetta var “stóra-transfer-sumarið” eftir komu Abramovich. Hann sagði strax Glen Johnson, sem var 18 ára á þeim tíma (ef ég man rétt), sagði að hann væri mesta efni sem hann hefði séð…. og við förum nú ekki að rengja hann eið okkar 😉

 7. Eyþór! Slúðrið segir líka að Arbeloa sé á leiðinni til Real Madrid fyrir 8 millur og þá verður nú gott að hafa Jhonson. Ég skil ekki menn sem eru að tala um að hann kosti of mikið,því ef mig misminnir ekki þá hafa flestir þeir sömu kvartað yfir að það væru alltaf keyptir margir ódyrir og efnilegir ,en betra væri að kaupa fáa góða og dýra og það er nú einmitt það sem Rafa er að gera núna þegar hann ræður þessu einn.
  Ég segi nú bara In Rafa we trust. Og vertu velkominn Glen Jhonson .

 8. Ég skil ekki hvað menn eru alltaf að spá í hvað menn kosta? Mér er bara slétt sama hvað góður leikmaður kostar ef hann styrkir liðið það er bara ekki mitt mál ég vonast bara eftir góðum mönnum og svo titilinn heim. Stjórnarmenn og eigendur geta haft áhyggjur af því hað menn kosta.
  Og ég treysti Rafa algerlega í þessum kaupum.

 9. The Liverpool Echo (sem telst traustasti miðillinn fyrir utan sjálfa official vefsíðu félagsins þegar kemur að leikmannakaupum) talar um að kaupverðið sé 17 milljónir punda. Miðað við það sem áður þekkist þegar okkar menn eiga í hlut, þá er hluti af því árangurstengt og svo skulda þeir okkur ennþá 7 milljónir punda fyrir Crouch. Það er því væntanlega ekki að fara of mikið cash út frá okkur í þessum kaupum. Ég hef ávallt verið hrifinn af sóknargetu Glen Johnson, en varnarleikur hans hefur ekki alltaf hrifið mig. Hann hefur þó mikið bætt sig í honum, en það er samt engu að síður alveg ljóst að Rafa þurfti að bæta við sig enskum leikmönnum út af CL kvótanum. Það eru fáir enskir leikmenn í dag sem ég væri sáttari við að fá en Glen Johnson.

 10. Tek undir það með þér SSteinn.

  Svo kemur þarna fram í greininni að Glen Johnson hafi nú þegar upplýst Portsm. um að hann vilji fara til Liverpool, og muni velja þá framyfir Chel og City – sem eru frábærar fréttir að mínu mati!

  Hérna er smá youtube klippa 😉 Alltaf gaman að horfa á þær.
  http://www.youtube.com/watch?v=FFmzTt1aK6k

 11. Torres hvetur Rafa til að kaupa David Villa, því samstarf þeirra sé eitt það besta í heiminum. Þetta má lesa á Skysport. Þar má líka lesa í annari frétt að samningaviðræður Valencia og Real varðandi Villa séu að sigla í strand. Framtíð hans er því algjörlega óráðin. Það yrði stórbrotið að fá David Villa á Anfield við hliðina á Torres. Ég held þó að við höfum ekki efni á honumm í augnablikinu.

 12. Nenni ekki lengur að velta fyrir mér upphæðum, er alltaf endalaus vogarskál, ef við kaupum Johnson á 17 er það 21,25% af kaupverði Ronaldo sem er ekki mikið miðað við enskan landsliðsmann á besta aldri.

  Aðalmálið að þarna er á ferðinni maður sem styrkir ákveðna þætti byrjunarliðsins hjá okkur og svoleiðis menn þurfum við að kaupa í sumar. Hann mun pottþétt leika bakvörð í leikjum gegn veikari liðum deildarinnar (sem let’s face it eru 15 talsins) og síðan sé ég hann alveg geta hjálpað í hægri kanti gegn þeim liðum sem við ætlum að loka á.

  Við þurfum að kaupa enska leikmenn og ég vona innilega að við gerum það í sumar, ég tel miklar líkur á að heimalandskvóti komi á næstu árin og því verðum við að fara að ná í Breta sem geta spilað í treyjunni.

  Vona að þetta sé rétt, viðurkenni það að ég er vongóður fyrst Echo-ið er farið að ræða þetta, þar fáum við traustustu fréttirnar án vafa.

  En er þetta ekki þráðrán elskurnar? Greinin sem þessi pistill hefst á er mjög áhugaverður og skemmtileg lesning. Skil t.d. alveg að reynt sé að forðast að Liverpool og Everton leiki sömu helgi, nálægðin milli valla er svo fáránlega mikil að þvílík umferðarteppa dytti á ef það væru tveir stórir í gangi sama daginn…

 13. Já, rétt Maggi, þetta er nánast þráðrán. En varðandi heimaleiki Liverpool og Everton, þá er ekki einungis um það að ræða að það sé reynt að forðast það, heldur fengist það aldrei samþykkt vegna löggæslumála. Lögreglan á Bretlandi þarf að kvitta undir leikdaga í borgunum, og hún útilokar heimaleiki þessara liða sömu helgina.

 14. Hvernig er það, stóð það ekki einhversstaðar um daginn að þeir skulduðu okkur ennþá slatta af pening frá Crouch kaupunum.

  Og því er þetta kannski ekki að hafa eins mikil áhrif á eyðslu sumarsins.

  • En er þetta ekki þráðrán elskurnar?

  Ég nennti ekki að spá í því og því síður að gera sér frétt um hugsanleg kaup Glen Johnson svo þetta sleppur alveg svona, það er gúrkutíð. :p

 15. Jú Gummi, það stendur í kommenti 13 hjá Steina.

  Annars er ég sammála Halla í 7. Auðvitað eigum við bara að borga þetta fyrir Johnson. Hann var besti hægri bakvörður síðasta tímabils í ensku úrvalsdeildinni að margra mati og er auk þess enskur. Allir vita að enskir leikmenn kosta meira en aðrir. Arbeloa fer væntanlega og þá er þetta nánast bein skipti á bakvörðurm, Arbeloa plús skuld Portsmouth og við fáum Johnson. Flottur díll finnst mér.

  Ég vona þó að Degen fari frekar en finnst það nú ólíklegt. Verður ekkert sérstaklega auðvelt fyrir Arbeloa að sitja á bekknum hjá Real Madrid held ég, hann er jú að keppa við Sergio Ramos, sem er afar góður leikmaður.

 16. Já og Real á líka Michel Salgado og Miguel Torres, sem getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar. Mér finnst skrýtið að Arbeloa sé orðaður við þá, en það er svosem í tísku.

  Aðrar góðar fréttir eru að Marca segir (og ekki endilega trúa því en slúðrir verður að byrja einhversstaðar) að Real Madrid sé hætt að reyna við Xabi Alonso. Hugsaði Torres einmitt þegjandi þörfina í gær þegar ég las að hann “skammaði” spænsk félög fyrir að eyða háum upphæðum bara í útlendinga, ekki Spánverja og sá fyrir mér risaboð í Xabi!

 17. Ég skil ekki alveg þetta tal um að Johnson komi í staðinn fyrir Arbeloa og að aðrar stöður séu í hærri forgangi en hægri bakvörðurinn.

  Degen er símeiddur og alveg óvíst um hans getu. Ennþá hefur enginn komið upp úr unglingastarfinu og gert alvöru tilkall um að verða framtíðar bakvörður.
  Að mínu mati erum við því bara með einn hægri bakvörð í dag. Það á að vera forgangsmál að fá sterkan hægri bakvörð og við eigum að hafa tvö sterka leikmenn í hverri stöðu. Það býr til samkeppni um stöður í liðinu.
  Ég sé því pláss fyrir bæði Johnson og Arbeloa í hópnum.

  GD

 18. Sammála Gumma Daða, ég vil halda Arbeloa, enda sá drengur á besta aldri, landsliðsmaður hjá Evrópumeisturunum og er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað hvar sem er í vörninni og hefur tekið miklum framförum. Við þurfum á breidd að halda.

 19. Hvað ætli Villa kosti mikið? Ræður Valencia því eða hann sjálfur? Hann hlýtur að vilja spila með Torres, þeir tveir eru hið fullkomna framherjapar.

 20. 24 – einhversstaðar sá ég 40 milljónir Evra.

  Barcenlona er víst líklegasti áfangastaður hans í augnablikinu.

  Við komum aldrei til með að fá Villa vegna þess að ….

  Hann vill spila á Spáni, hefur sagt það líka 20 sinnum.
  Við höfum ekki efni á honum.

  En ég væri meira en til í hann ef aðstæður væru aðrar

 21. Ætli kaupverðið á Dossena sé ekki bara hugsað upp í þessi kaup. Vonandi fáum við nálægt því sem við keyptum hann á. Ef hann og Voronin fara kannski saman á 10 milljónir punda erum við á “núllinu” með Johnson (útaf skuldinni sem eru vissulega peningar sem annars hefðu farið í leikmannakaup).

  Þá hefur engu verið eytt af peningum Kananna sem ætti að duga fyrir einum klassaleikmanni, enda þurfum við ekkert meira. Er þá að tala um 20 milljón punda mann. En hver það er…

 22. Mér finnst þessar ca. 17 millur punda vera of mikið fyrir Glen Johnson. vissulega þurfum við hægri bakvörð, en veit einhver hver verðmiðinn er á Dario Srna?

 23. Núna, þegar Glen Johnson er að koma á 17 millur (mínus 7) er bara alt gott og blessað. Vona bara að Rafa næli í einhvern almennilegan framherja. Mér finst ekki að okkur vanti væng. Láta Riera fá allavega eitt ár að sanna sig almennilega. Hann lagði nú upp í tvö af mörkunum í þrennuni hanns Nando, ef ég man rétt.

 24. eitt sem ég skil reyndar ekki, við erum að kaupa johnson á 17 en selja arbeloa á 8. er svona mikill munur á verði bara afþví að johnson er enskur. þetta er allavega ekki í getumuninum á eikmönnunum að mínu mati.

 25. Ég er bara alls alls ekki að sjá fyrir mér að Liverpool fari að taka upp á því að selja Arbeloa, við eigum ekki að selja neinn byrjunarliðsmann og Arbeloa er klárlega meðtalin þar, Johnson kemur á kostnað Degen fyrst og fremst og líklega þarf Dossena að yfirgefa skipið til að skapa pláss fyrir GJ. Við eigum þrjá vinstri bakverði sem hægt er að nota en bara einn hægri bakvörð, you do the math.

  Annars er ég sammála Nr.27 og skil í raun ekki afhverju nafn Dario Srna hefur ekki verið meira í umræðunni á þessu Silly seasoni, hann er fáránlega góður og afar fjölhæfur, góður kostur á móti Arbeloa sem er betri varnarmaður.

  og Sigmar nr. 30 ég er ekki alveg viss, stóð ekki á miðvikudaginn í þessari grein?

 26. Hvað eru menn hérna að væla um það hvað hann kostar ?
  Þetta er sá leikmaður sem kemur til með að styrkja liðið okkar mikið og þá sérstaklega sóknarleikinn. Þetta er 24 ára Enskur landsliðsmaður og ég vil fá fleiri svoleiðis leikmenn sama hvað þeir kosta.

 27. Babu og Sigmar, jú, á miðvikudaginn klukkan 10 að enskum tíma. Flott grein annars um það hvernig þetta er gert! Kemur meðal annars fram að margt hefur áhrif á þetta, til dæmis stórviðburðir á borð við tónleika (sem krefst lögreglumanna í gæslu ofl).

 28. Glen jhonson væru prýðiskaup, skil ekki af hverju þið eruð að væla þetta núllast allt út, pompey skuldar okkur 7 millur og peningurinn fyrir voronin er 4-5 ef ég man rétt dossena kannski svona 6-7 ef við erum heppnir vegna áhuga juventus en reyndar keyptum við hann á 8 mills. Arbeloa fer á 8 sem mér finnst að mætti alveg fara í 10-11 millur svo við erum bara í hagnaði punktur 🙂

 29. Nennti ekki að lesa öll commentin orð fyrir orð en mér finnst margir tuða um að 17 milljónir séu of mikið fyrir Johnson. Þá langar mig einfaldlega að benda mönnum á þessa litlu setningu úr Echo greininni, sem hefur örugglega verið komin inn svo ég nenni ekki að setja linkinn aftur.

  • The fee handed over, however, will be significantly less than £17m, with money still owed for last summer’s transfer of Peter Crouch
 30. Anton, Benitez spurðist fyrir um Johnson í janúar og þá fannst honum 9m punda of hátt verð. Hvað gerðist á þessum 6 mánuðum? Ég sem hélt að leikmenn ættu að vera dýrari í janúarglugganum en um sumarið sama ár þegar minna er af samningnum? Takk Real Madrid og Chelsea…

  Þetta er leikmaður sem Liverpool þarf klárlega, enskur, betri sóknarlega og mun meiri skrokkur en Arbeloa. En 17-18,5m punda samtals fyrir varnarmann sem hefur aldrei unnið meistaratitil eða náð árangri í alþjóðabolta? Ég vissi að Liverpool ætti enn inni pening frá Portsmouth útaf Crouch svo ég hélt að við myndum borga út hámark c.a. 3 m punda fyrir Glen Johnson.

  Þó það sé oft ekkert að marka tölur í slúðurmiðlum þá er þetta skritið mál vð fyrstu sýn. Sérstaklega þar sem hann vildi mun frekar fara til Liverpool en Chelsea. Trúa ekki öðru en að liðin hafi komist að samkomulagi um 11-12 m punda samtalsgreiðslu og þá kannski bónusar fyrir góðan árangur í CL og/eða meistaratitil.

  Hef unnið í stjórnum með svona mótaáætlanir sem pistillinn fjallar um. Þetta er oft mikið púsl og ótrúlega mörg smáatriði sem þarf að taka tillit til. Menn geta þurft að liggja yfir þessu dögum eða vikum saman til að allir sitji við sama borð og hafi séns á að hámarka gróða af miðasölu og slíku. Takmarkið er líka að bestu liðin fái svipaða dagskrá og mætist helst í úrslitaleikjum undir lok tímabils sé þess kostur.

 31. Mér finnst mörg commentin frekar skrítin….

  Menn heimta að Liverpool hætti að kaupa ódýra meðalmenn og kaupi frekar gæði en magn. Við erum við það að festa kaup á besta hægri bakverði englendinga.

  Hann er ekki bara mjög góður leikmaður sem hefur reynslu af deildinni, heldur er hann ungur og Ensku, sem er crucial með þennan CL kvóta og hugsanlegar breytingar sem UEFA vill ná í gegn (hverning sem lendingin í því verður með Evrópusambandinu).

  Þeim sem eru að kvarta sáran undan þessu verði, eru sumir hverjir talsmenn þess að kaupa Silva, strákur sem fer aldrei undir 20-25m. Þar er Spænskur landsliðsmaður (var á bekknum í fyrradag, er ekki fastur byrjunarliðsmaður þar) á besta aldri sem er stórt spurningarmerki í enska boltanum.

  E.t.v. er hægri bakvarðastaðan ekki sú staða sem mönnum fannst helst þurfa að styrkja, en sjáið til – við erum bara með Arbeloa þar.
  Við erum að kaupa mann sem styrkir byrjunarliðið, og þegar hópurinn er orðin þetta góður þá kostar það peninga. Við gátum ekki farið neðar ef við vildum okkur hann held ég að ég geti fullyrt, City og Chelsea eru á eftir honum líka, og þar vaxta peningar á trjánum.

  Þannig að menn verða ákveða sig, eigum við að halda okkur í 5-6m punda mönnunum, eða borga hærra fyrir betri leikmenn ?

 32. Sölvi, ég sagði aldrei að þetta væri sanngjarnt verð fyrir hann. Ég var bara einfaldlega að benda á að við erum aldrei að fara borga 17 milljónir fyrir hann. Eigum einhverjar 7-8 inni hjá þeim fyrir Crouch og ef Dossena fer á 6-7 þá erum við að tala um einhverjar 3-5 milljónir af “budget” sem fara í þessi kaup. S.s. Salan á Dossena + 3-5 milljónir > 17 milljónir sem Chelsea og/eða City hefðu þurft að borga. Einfaldlega það sem ég er að benda á.

 33. Sammála því að Arbeloa er fínn leikmaður sem gott væri að halda.

  En…..

  Ég viðurkenni alveg að ég er að verða eilítið þreyttur á pirringi eiginkvenna og/eða því að leikmenn felli sig ekki við aðstæður í borginni. Arbeloa er einn af þeim sem sú umræða snýst um og það er ein af ástæðum þess að ég vill fara að fá fleiri Breta.

  Ef Johnson er að koma er ljóst að tækifærum Arbeloa myndi fækka, hann yrði að sætta sig við svipaða rotation hluti og við sáum í vinstri bakverði. Ef hann er sáttur við það OG sér sig hjá LFC um ókomna framtíð er það besti kostur.

  Eiginkonufréttir eins og maður heyrir af Xabi og Masch, eða það að menn felli sig ekki við Liverpool eða Bretland eins og Voronin er ekki það sem ég vill heyra. Í dag kemur fram á nokkrum miðlum að Arbeloa vilji ólmur heim til Madridar, eins og maður heyrir daður Dossena við heimalandið og Juventus.

  Ég vill fá menn sem vilja deyja í búningnum! Þess vegna hafa góðvinir okkar, Lucas og Babel hækkað í mínu áliti á meðan ég viðurkenni að þeir fimm sem ég tala um hér að ofan þurfa að fara að segja réttu hlutina fyrir mig….

  En besti, langbesti, kosturinn er sáttur Arbeloa OG Glen Johnson í LFC næsta tímabil.

 34. Sölvi, ég man nú ekki betur en að Glen Johnson eigi 2 stk meistaratitils medalíur frá Chelsea dögum sínum þar sem hann spilaði bara slatta leikja. Hann einn og sér nær auðvitað ekki árangri í alþjóðabolta (ef þú átt við landsliðið) því það enska hefur ekki verið upp á marga fiska og ég held að það sé nú ekki hægt að útiloka kaup á enskum mönnum sökum þessa. Ef þú átt við Meistaradeildina líka, þá eru það nú ekki mörg lið (eða margir strákar á svipuðum aldri) sem detta inn í þennan flokk.

  En af því að menn eru að ræða kaupverðið, sem er svo sannarlega hátt. Þá er það kannski ekki neitt hærra en gengur og gerist í þessu. Skoðum bara hægri bakverði sem keyptir hafa verið á milli félaga undanfarin ár hjá þessum stóru liðum:

  Paolo Ferreira – 13,2 milljónir punda

  Jose Boswinga – 16 milljónir punda

  Daniel Alves – 35 – 41 milljónir evra

  Sergio Ramos – 27 milljónir evra

  Zambrotta – 13 milljónir evra (á síðustu dropum ferils síns)

  Meira að segja hafa menn eins og Alan Hutton farið á um 9 milljónir punda, sem og Ivanovic.

  Málið er bara einfaldlega það að Glen Johnson er enskur landsliðsmaður, á kjör aldri og hefur slegið algjörlega í gegn. Þegar verið er að ræða um 9 milljónir punda í janúar glugganum, þá var það tilboð sem var umsvifalaust hafnað af Portsmouth, þar sem þeir mátu hann mun hærra.

  En ég er sammála Sölva, slúðrið er yfirleitt með hærri tölur en raunveruleikinn segir til um.

 35. … og varðandi pistlalinkinn Sölvi, þá gef ég ekki mikið út á hann. Sarah blessuin minnist ekkert á Sergio Ramos þar og ég held að kaupverðið á Boswinga sé nú ekki fjarri þessu. Hvar voru pistlarnir frá þessari London gellu þegar Chelsea keyptu hvern hægri bakvörðinn á fætur öðrum á metfé? Og hún virðist heldur ekki fatta það að Liverpool spilar í Meistaradeildinni og þar er þessi regla við lýði, hvort sem henni líkar betur eða verr. Meistaradeildin gefur miklar peningaupphæðir á hverju tímabili og því þarf einnig að hugsa um þá keppni.

 36. Mer personulega finnst stor getumunur a tessum leikmonnum. Glen litli er svakalega 0flugur fram a vid og eg veit ekki hvad hann hefur buid til morg mork fyrir hemma og felaga en tau eru ansi morg hvort sem stodsending eda eftir ad hafa sprengt upp v0rnina hægra megin. eg er ekki ad sja hvad vantar svona mikid vinstra megin frekar en hægra megin vid erum gjorsamlega getulausir soknarlega hægra megin og er glen tvi frabær ftrir okkur og face it hverjum hefur ekki langad ad kyla arbeloa tegar hann krossar boltan ut i rassgat tad gerist oftar en god sending hja honum.
  Glen vertu velkominn. Mer finnst alveg 10m munur tad er bara tannig malid er bara ad manni tykir vænt um arbeloa en titlar koma ekki a væntumtykju.

 37. Bara svona þar sem það er lenska að svara Sölva, þá var Johnson ekki orðinn fyrsti hægri bakvörður Englendinga í janúar og því vildi Rafa kannski ekki borga þetta þá, en nú er landslagið öðruvísi, Real, Man City og Chelsea búin að hækka ránna í verði og Johnson orðinn bakvörður númer 1 hjá enskum, og svo skrifaði hann víst undir nýjan samning, eins og einhver benti á.

  Ef allt þetta er sett með í kökuna, þá stækkar hún, ekki satt.

 38. Ef þetta er rétt með Glen Johnson þá fagna ég þeim fréttum. Miðað við kaupverð og skuld Portsmouth þá sé ég ekki að Liverpool sé að punga út mikið meira en 4-5 milljónum Punda núna þar sem restin er skuldajafnað og árangurstengt.

  Mín skoðun á leikmannakaupum þetta sumarið er einföld: Við þurfum ekki marga leikmenn en við þurfum að styrkja réttu stöðurnar með heimsklassa leikmönnum. Hægri bakvarðarstaðan er ein þeirra þar sem við höfum aðeins einn leikmann og hann á að sjálfssögðu að vera áfram hjá liðinu svo fremi að heimþráin sé ekki að buga hann. Ef Real kemur með 12-15 milljón Punda tilboð í Arbeloa þá má líka endurskoða málið 🙂

  Svo þurfum við að bæta við okkur sóknarleikmönnum, leikmönnum á borð við Tevez sem geta spilað fleiri en eina stöðu í sókninni. Að auki þurfum við að tryggja að allir okkar bestu leikmenn sem mynda hryggjasúlu liðsins verði áfram hjá okkur.

  Miðað við þá upphæð sem fæst fyrir sölu á leikmönnum plús Robbie Keane peningarnir þá held ég að nettó eyðsla Liverpool þetta sumar þurfi alls ekki að vera svo mikil.

 39. David Villa: hann kann að skora mörk.
  Raul albiol hann er góður varnarmaður .
  David Silva: hann kann líka að skora mörk en hann er líka fljótur og er betri en Albert Riera

Tímabilið hans Sigvalda

Portsmouth samþykkir tilboð Liverpool í Glen Johnson