Kristjana Rögnvalds …

er að öllum líkindum að fara til Real Madríd fyrir 80 millijón pund og 50 kg af geli sérhönnuðu af Loga Geirs. Ja hérna!

Voru þeir ekki að kaupa Kaka fyrir metfé!?

Þetta skiptir Liverpool ekki beint máli en líklega er sala á Ronaldo stærsta frétt sumarsins og því líklega við hæfi að opna fyrir smá umræðu á það hér.

Á meðan ég er GRÍÐARLEGA ánægður með að sjá Kristjönu yfirgefa England og United þá er ég að sama skapi smá smeykur við þetta. United er að fá allt of mikinn pening og að öllum líkindum verður þetta til þess að þeir kaupi eins og 1-2 mega leikmenn nú í sumar.Grenji

Á hinn bóginn þá hefur United nú þegar hrottalega sterkt lið og það er bæði erfitt og tímafrekt að bæta mikið við það. Ronaldo er fyrir United, svolítið eins og verðmiðinn sýnir fram á, „ómetanlegur“ og miðað við hvernig hann hefur spilað undanfarin tvö tímabil þá er ég ekki að sjá neinn koma inn í liðið og taka strax upp þráðinn. Þó til lengri tíma litið komi þetta líklega ekki til með að veikja United mikið.

Ég virði þennan sívælandi og síhrasandi mann þó mikið fyrir það að hafa lengi lengi lýst því að hann vilji yfirgefa United og með því svolítið gefið skít í klúbbinn.

Bottom line: Ef Kristjana fer þá missum við frábæran leikmann úr enska boltanum, einn af þeim betri sem hafa spilað á Englandi … hans verður ekkert saknað.

65 Comments

 1. ohhh, nú vantar bara að fréttir berist um að Drogba verði seldur frá Chelsea. Ef það myndi gerast, þá væri búið að hreinsa ensku deildina af þessum allra, allra leiðinlegustu karakterunum. En sammála Babú, þetta veikir United liðið, því nýjir menn munu ekki fylla hans skarð strax á fyrsta tímabili. Í rauninni sé ég ekki marga fylla skarðið hans, helst kannski Ribery.

 2. Perez er samur við sig. Ég held reyndar að þetta komi Liverpool mjög mikið við vegna þess að upprúllunin í Meistaradeildinni í vor gerði það að verkum að Madrídingar áttuðu sig á því hversu langt að baki ensku liðunum þeir stóðu. En söknuðurinn úr deildinni er akkúrat enginn, en eins og menn benda á þá eru Manjúmenn í kjörstöðu til að kaupa 2-3 toppleikmenn fyrir peninginn, geta t.d. bætt miðjuna mikið og t.d. Ribery er ekkert einhverjum kílómetrum fyrir aftan Reagan. Ég vona hins vegar að þeir séu að fara á hausinn og þeir geti ekki notað peninginn í neitt annað en að greiða upp skuldir.

 3. Real eru að borga allt of mikinn pening fyrir hann, 80m punda eru algjört rugl, það er hægt að kaupa heilan klúbb fyrir þennan pening. Hvað þá þegar Real eru nýbúnir að eyða 56m punda í Kaka! Ég trúi því ekki að Ronaldo eigi eftir að eiga annað eins season og hann átti 2007-2008 og því er þetta svakalegur díll fyrir United.

  En hvernig er það, þurfa Real ekki að fara að selja eitthvað útúr hópnum hjá sér á móti? Sneijder, Robben, Van Der Vaart t.d., eða er það bara gamaldags hugsunarháttur?

 4. Þetta hlýtur bara að þýða það að þeir ganga frá kaupunum á Teves og kaupa þá væntanlega eina stórstjörnu í viðbót … spurning hversu mikið liðið veikist við það að fá t.d. Ribery sem ætti ekki að vera mjög lengi að aðlagast, tala nú ekki um ef þeim skildi detta í hug að kaupa Zlatan í staðinn …

  En ánægjulegt að sjá þennan mann yfirgefa England, tek undir með Sigursteini, nú bíður maður bara eftir fréttum um að Drogba sé á leiðinni til Inter eða bara eitthvað annað en England 🙂

 5. En það verður líka gaman að sjá hversu hratt kappinn færist úr því að vera bestur í heimi hjá ákveðnum hópi stuðningsmanna, eins og ávallt þegar leikmenn yfirgefa liðið. Ruud Van Nistelrooy var besti sóknarmaður í heimi þangað til daginn eftir að hann fór frá félaginu, sömu sögu er að segja af Miss Beckham er varðar besta miðjumann í heimi og Stam sem besti varnarmaður í heimi. Hver verður bestur í heimi hjá þeim á morgun? 🙂

 6. Það er nú þegar vitað Sigursteinn , það er hann Fletcher, þeir unnu nú ekki CL vegna fjarveru hans mannstu…. og Barca er ekki heldur besta félagslið í heimi þó þeir hafi unnið (samt er UTd best í englandi því þeir unnu …. merkilegur hugsunarháttur alveg hreint)

 7. Sammála því að þetta þýðir að Carlos Tevez spilar á Old Shithouse næsta vetur, þeir þora ekki að sleppa tveimur “crowdpleasers” frá sér sama sumarið!

  Það sem mér finnst verst er að á einni viku er búið að snúa markaðnum á haus. Fyrst Kaka fyrir 56 milljónir og nú Ronaldo fyrir 80 milljónir. Samkvæmt fréttum á Spáni eru enn um 110 milljónir punda í kössum Real og sökum þess hve pundið stendur illa gagnvart evrunni er Perez enn að horfa til Englands.

  Ég er handviss að næsta tilboð hans verður í miðjumann, hvort sem það verður djúpur miðjumaður (Alonso) eða aggressívur miðjumaður (Fabregas).

  Ég er klár á því að City á eftir að berjast inná þennan markað og þegar við skoðum það að útlit er fyrir það að Liverpool fái 20 milljónir + það sem við seljum fyrir er ljóst að við munum eiga afar erfitt með að ná stóru fiskunum í tjörninni þetta sumarið!

  Þess vegna gleðst ég yfir brotthvarfi Kristjönu en er um leið á því að þessar bullupphæðir muni skaða plön Rafa Benitez og Liverpool mikið.

  Og enn kemur í ljós mikilvægi þess að kaupa unga menn snemma og ala þá upp heima!

 8. En eins og ég kom að í öðrum þræði , þá tel ég enga peninga koma í stað Ronaldo – við erum að tala um 40 marka mann í fyrra þegar hann vann deildina fyrir UTD einn og óstuddur….

  Og er 30 marka leikmaður í ár á “slæmri” leiktíð, þrátt fyrir að missa af undirbúningstímabilinu og fyrstu 2 mánuðum tímabilsins.

  Það eru til nokkrir match-winnerar, Ronaldo er að mínu mati meira en það, hann er liggur við “Season winner”. Ég ætla nú ekki að fara að spá UTD falli samt sem áður, þeir eru með frábært lið og koma til með að styrkja það enn frekar. En það er ekki auðvelt að fá leikmann sem kemur með það sama í lið UTD og Ronaldo bjó yfir, þú kaupir heldur ekki hræðslu, og við höfum sér fjölmörg viðtöl við varnarmenn annarra liða þar sem þeir viðurkenna að það sé hrein og bein hræðsla að mæta þessum leikmanni. Hugarfarið er mikið í þessari íþrótt.

  En maður spyr sig svo …. ef þeir ætla að kaupa Ribery og/eða Zlatan í staðinn (sem dæmi), hvað koma þeir til með að kosta eftir svona bull kaup. 40 millur ? Eru þeir sem sagt helmingi lélegri og ódýrari en C.Ronaldo ? Þetta hækkar verðmiðan á öllum stórum nöfnum í boltanum, það er alveg á hreinu.

 9. Mér finnst SSteinn ofmæla full mikið um RVN og Beckham. Þetta eru menn sem eru í miklum metum hjá United stuðningsmönnum og þá sérstaklega sá síðarnefndi. Þeir sýndu það jafnframt með nýjum liðum hversu öflugir leikmenn þeir eru.

 10. United voru góðir áður en Kristjana kom til þeirra og verða góðir eftir að hann fer. Þetta verð er auðvitað fáránlegt en það kemur til vegna þess að liðið vill ekki selja.. ekki vegna þess að virði leikmannsins sé þetta mikið.

  annar finnst mér óþolandi að missa bestu leikmenn ensku deildarinnar til annarra landa, ég vill fá Kaka og Ribery og alla þessa gæja í ensku, svo ég geti séð þá leika listir sínar.

  annars er þetta auðvitað rétt hjá Magga, erfitt er að reyna að næla í stórum nöfnin þegar þessi félög eyðileggja markaðinn með peningakasti

 11. Fyrst að Kaka fer til Real á hátt í 60 og Ronaldo virðist stefna sömu leið fyrir 80, og enn eru hátt í 100 milljónir eftir í sjóðnum hjá þeim og líklega bjóða þeir í David Villa og miðjumann á borð við Alonso eða Fabregas.

  Gerist það að þeir komi aftur með tilboð í Alonso þá finnst mér að Liverpool ætti að reyna að kreista út eins mikinn pening frá Real og þeir gætu. Ég vil alls ekki missa Alonso, bara ekki neitt, en ef það er satt að hann vilji fara til heimalandsins þá ætti Liverpool að krefjast 50+ fyrir hann.

 12. Eruð menn ekki átta sig á þvílík vitleysa þetta er orðið? 80 m pund fyrir einn leikmann. R.Madrid er nýbúið að kaupa Kaká á 56 m pund. FIFA verður að fara að setja þak á þessa vitleysu. Hvernig er hægt að keppa við R. Madrid og Man. Utd á jafnréttisgrundvelli? Man.Utd fær jafn mikið og 4 X Fernando Torres í vasan fyrir að selja dúkkulísuna. Þeir geta notað þann pening og mera til þess að kaupa enn fleiri leikmenn.

  Þetta er komið út í vitleysu og hækkar alla aðra leikmenn ef kaupin fara svona. Ef Kaká kostar 56 m pund og Ronaldo 80 m þá hlýtur Gerrard að vera metinn á 100 m og Torres á 75 m. Fjárhæðirnar eru slíkar að við getum selt okkar besta leikmann og keypt Newcastle fyrir það. Það væri kannski ráð og eðlileg þróun í þessu kapitalíska fótbolta umhverfi að Liverpool opni bara útibú í Newcastle eins og stórfyrirtæki gera.

 13. Ef Zlatan kemur í enska boltann þá erum við á pari hvað varðar leiðinlega leikmenn 🙂

  • Ef Zlatan kemur í enska boltann þá erum við á pari hvað varðar leiðinlega leikmenn

  Þetta er svona leiðindar hrokagikkur sem skemmir svo út frá sér að það er bara fáránlegt að hann sé ekki nú þegar kominn til United.

 14. …. og að þessi met-kaup séu bæði árið 2009, þegar ein mesta fjármálakrísa í sögunni ríður yfir heiminn er eitthvað mjög undarlegt.

  Greinilega engin kreppa hjá Real 🙂

 15. Ég vona að Man Utd kaupi Zlatan fyrir fullt af peningum, yrði flottur í framlínunni með Berbatov, þá værum við líklega að tala um ofmetnasta og latasta framherjapar deildarinnar og þó víðar væri leitað. Annars er þetta verð algjörlega út úr kortinu og getur hreinlega eyðilagt íþróttina.

 16. Platini á ekkert eftir að kippa sér upp við þetta því þetta er ekki “ný-ríkt” enskt lið. Heldur eitt af “gömlu” völdunum í evrópskum bolta.
  Hugmyndir Platini hafa alltaf lyktað af afturhaldssemi og löngun til að viðhalda valdajafnvægi “gömlu” stóru liðana.
  Ef að þetta hefði verið Manc Shitty eða Chel$ki (og núna einnig Cashmouth á suðurströndinni) þá væri Platini búinn að vera emjandi og óandi í öllum fjölmiðlum.

 17. Þessi upphæð er auðvitað algjör klikkun. Ég gleðst samt yfir því að losna við að horfa á þessa væluskjóðu gegn Liverpool.

  Það er samt ein spurning. Við Liverpool menn erum auðvitað afskaplega frjálslyndir, þetta skiptir náttúrulega engu máli, en mun flutningurinn til Spánar gera það að verkum að hann loksins kemur út úr skápnum? Not that there’s anything wrong with that.

 18. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvaðan Real Madrid fær þessa peninga? Er þetta Perez sjálfur, sem er að leggja peninga í félagið, eða hvað er í gangi? Þeir geta varla selt þetta æfingasvæði sitt oft einsog var sagt vera uppspretta peninganna fyrir Galacticos kaupin öll.

  Þeir töpuðu auvðitað 4-0 á síðasta tímabili, en það var gegn Liverpool. Það er engin skömm í því og engin ástæða til að panic-a svona. 🙂

  En já, mikið er gaman að sjá Ronaldo vera seldan. Án efa lang, lang, langbesti leikmaður United síðustu ár. Svo góður að honum hefur m.a.s. verið hrósað á þessari síðu.

 19. Maður getur ekki annað en glaðst yfir þessu. Ronaldo hefur í gegnum árin “bailað” Man Utd. út úr erfiðum aðstæðum einhverju einstaklingsframtaki og töfrum. Það eina sem maður hræðist er að þeir kaupi einmitt mann eins og Ribery sem er mjög skapandi og góður leikmaður. Tala nú ekki um að þeir ætli að bæta Villa við ef Tevez fer, en maður verður að vera jákvæður og vonast til að Real kaupi þá bara líka:)

  En án efa gleðifrétt að Christiano sé farinn frá liðinu sem við elskum að hata!!!

 20. Held að peningarnir komi frá sjónvarpstekjum. Eiga sjálfir útsendingaréttinn af sínum leikjum (líkt og önnur félög á Spáni) og fyrir 7 ára samning fengu þeir einn milljarð evra.

 21. How Real Madrid can afford to buy Kaká
  Zinedine Zidane (Getty Images)
  Gabriele Marcotti, European Football Correspondent

  Now that Florentino Pérez appears to have delivered on his election promise and Kaká is bound for the Bernabéu, you may be wondering just how Real Madrid’s business model allows them to compete with the Premier League.

  Without a Russian oligarch or Arab sheikh, where do Real find the money to outspend everyone? For a start, Real are a massive club, with possibly the biggest footballing brand name in the world. Not coincidentally, they have topped Deloitte’s Money League for each of the past four seasons and they’ve done so despite doing poorly in the Champions League.

  They have the third-highest average attendance in Europe and while their stadium revenue cannot compete with Manchester United, it still packs a punch. They have been extremely aggressive in pursuing sponsorship opportunities, including overseas tours (on several occasions they have held pre-season training camps in places such as Vietnam and China).

  Anything else going for them? Oh yes. Their domestic television contract is by far the richest in the world. They are also helped greatly by tax legislation – originally intended for overseas bankers and executives – that allows their foreign players to pay tax at about 23 per cent for the first five years that they are in the country.
  Related Links

  * Chelsea turn their attention to Ribéry
  
  * Chelsea could return to Milan for Pato
  

  This means that, in headline figures, if they want to pay Kaká £8 million after tax, it would cost them less than £10 million a year, whereas it would cost United £16 million (thanks to the new 50p top marginal rate introduced at the last Budget). Over five years, that’s a difference of £30 million.

  Finally, there’s Real’s status as, effectively, a non-profit social trust. This means they do not need to generate £30 million a year just to service their debt (like United).

  Whatever debt they hold (and detail here is murky) is with local banks, many of whom are under political and social pressure not to tighten the screws. Real are too big and too important to fail or to come under the kind of debt pressures that affect traditional clubs. The club’s social, political and economic significance dwarfs that of any other club in the world, with the possible exception of Barcelona. In that sense, they play by a different set of rules.

  Just how much is their TV contract worth? Well, according to the club, in 2006 they signed a seven-year deal with MediaPro guaranteeing €1.1 billion (now about £956 million) for their domestic league TV rights. At least, that’s Real’s version of events: MediaPro has never disclosed the figure and some dispute the amount. But, if it is true, they earn £135 million a season from their domestic league rights, more than twice what United receive.

  How does the structure of the club differ from other leading sides? Real are one of four Spanish clubs – the others are Barcelona, Osasuna and Athletic Bilbao – who were exempted from a 1991 law forcing teams to become plcs. This means they hold regular elections to determine who will lead the club. The president then selects his board and appoints his men to key positions within the club.

  So what do you need to do to get elected? To stand for election you have to be a Spanish citizen who has been a club member for at least ten years. And, crucially, you have to submit a deposit equal to 15 per cent of the club’s budget, or about £50 million. (But you don’t need to come up with the cash yourself, you just need a bank to vouch for you.) Once that’s done, you campaign, just like in any other election, and, ultimately, it’s the members who decide.

  Now that Pérez has been elected, does he have to fund the club? No. In fact, he’s not allowed to. He simply runs the club. Of course, Pérez is one of the wealthiest men in Europe, with wide-ranging business interests. No doubt he can leverage them to help the club, particularly when it comes to their relationship with banks and sponsors. Ultimately, though, he cannot finance the club. And, of course, he’s not supposed to benefit from it financially.

  http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/european_football/article6426983.ece

 22. Tek undir með öðrum hér að þetta verð er tóm vitleysa, hvaða áhrif hefur þetta á verðmiða góðra leikmanna? Nýjasta slúðrið er að Ribery muni kosta 60 millj punda en var 40 millj í síðustu viku. Vonandi Liverpool vegna munu manu ekki getað notað allar milljónirnar sem fást fyrir Ronaldo til að kaupa nýja leikmenn. Það myndi skila sér í 2-3 klassa leikmönnum sem gæti jafnvel bætt liðið til lengri tíma litið. Er samt mjög sáttur við að sjá besta leikmann manu seldan úr landi vonandi kaupa þeir bara tvö stykki Berbatov í staðin.

  Varðandi Liverpool þá hef ég mun meiri áhuga á því hvað gerist þar í leikmannamálum. Vonandi verða þessi tvö útspil Real í vikunni ekki til þess að okkar ástsæla lið verði undir í baráttunni um þá bestu.

  Kv
  Krizzi

 23. mér er svo sem alveg sama hvaðan real fær þessa peninga. það sem ég veit fyrir víst er hins vegar að þessi klúbbur er ógeðslegur og jafnframt sorglegasti klubbur evropu og þo viða væri leitað.

  þetta lið hefur verið með allt a hælunum í vetur og í rauninni ekkert sérstakt lið á evrópskum mælikvarða. ég horfði á nokkra leiki með þeim í spænska boltanum og sá svo afhroðið sem þeir biðu gegn liverpool og það var nóg. byrjunarliðið var ekki samkeppnishæft við stærstu liðin í álfunni síðasta tímabil og leikmenn algjörlega andlausir í mörgum leikjum.

  en þá er bara um að gera að taka upp á því að kaupa fyrir 136 milljónir punda og laga þetta bara aðeins, 136 MILLZ! hvað gerist næst? bjóða þessir favitar í steven gerrard og fá sendan kúk í poka frá liverpool borg?

  þetta eru fífl, knattspyrnan er á góðri leið með að fara til anskotans og þetta verður alltaf óraunverulegra fyrir mér og íþrottin sjálf er svo sannarlega að láta í minni pokann fyrir peningum, þetta er ógeðsleg þróun og FIFA VERÐUR að gera e-ð til að taka í taumana, annars halda skítaklubbar eins og City og Real Madrid áfram þessum fíflalátum.

  Topparnir í þessum klúbbum líta á þá sem fyrirtæki sem þarf að reka með hagnaði, þetta snýst ekki um neitt nema hagnað, fótboltinn sjálfur er algjört aukaatriði. það er ekki eins og perez sé á höttunum eftir því að vinna e-ar dollur (Real Madrid vinnur ekki 1 einustu dollu á næsta ari því þetta er bara 1 stór spilakassi og það er ekki eins og titlar gefi e-ar rosalegar upphæðir), það sem hann er að leita eftir er að græða á stjörnum eins og Ronaldo og Kaká.

  þetta virðist bara vera forgangsröðun. a hverju græða liðin mest á? miðasölu, auglýsingum, stjórstjörnum, treyjusölu…þessu ættu ronaldo og kaká að ýta aðeins upp á við hja real og laga ársreikninginn hja þeim, þa eru allir sáttir.

  eg spyr mig: hvaða knattspyrnulegi metnaður er það að fara til real madrid?
  svarið er: þetta snýst ekkert um knattspyrnulegan metnað, ef það myndi gera það þá væru hvorki kaká né ronaldo að ganga til liðsins, þetta snýst því miður um peninga og fótboltinn er á leið til helvítis.

  kv, einn brjálaður

 24. eg spyr mig: hvaða knattspyrnulegi metnaður er það að fara til real madrid? svarið er: þetta snýst ekkert um knattspyrnulegan metnað, ef það myndi gera það þá væru hvorki kaká né ronaldo að ganga til liðsins, þetta snýst því miður um peninga og fótboltinn er á leið til helvítis.

  Fyrirgefðu, en ég gæti ekki verið meira ósammála. Real Madrid er ekki Manchester City. Fyrir krakka, sem elst ekki upp á Norðurlöndunum eða á England, þá er ansi líklegt að Real Madrid sé akkúrat heitasti draumurinn. Í Suður-Ameríku eru Real og Barca gríðarlega vinsæl og ég er fullviss um að Kaká hefur haft taugar til liðsins og horft á það þegar hann var lítill.

  Þannig að maður getur fundist það asnalegt að Real geti borgað svona upphæðir, en þegar að þeir borga svona upphæðir þá koma þær allavegana til vegna velgengni og tekjuöflunnar klúbbsins en ekki vegna þess að liðið er í eigu Araba eða Rússa.

 25. Sammála Olla (24). Alltaf fundist þessi klúbbur fráhrindandi.
  Núna stigeykst þessi tilfinning í klígju-tilfinningu – ég mun fá ógeðisverk í magann í hvert skipti sem ég sé þetta lið spila. Guð hjálpi fótboltanum … og Íslandi.

 26. Hann á eftir að skíííta á sig á Spáni, verður alltaf í skugga Messi. Það er Ferguson að þakka hvernig leikmaður hann er í dag og þvílík skítaframkoma við hann maður, þetta er ótrúlegt. En frábært að hann sé að fara, Ferguson að hætta bráðum, við verðum besta lið Englands innan við 3 ár.

 27. Ja hérna. Fyrst 56m punda fyrir Kaká á mánudag og svo núna 80m punda fyrir CR7 á fimmtudag. Þetta er algjörlega ótrúlegt upp á að horfa. Það er ljóst að hér er að spilast út ferli sem hófst þegar okkar menn slátruðu Real-liðinu 4-0 á Anfield í mars. Í kjölfarið á þeim leik þurftu þeir að horfast í augu við að þeir væru langt á eftir ensku liðunum í Evrópukeppni. Sú staðreynd varð svo enn sárari þegar þeir fengu Börsunga í heimsókn í deildinni og létu rústa sér, horfðu svo upp á Barcelona-liðið vinna þrennuna í vor, þ.m.t. United í úrslitum CL.

  Real-menn hafa séð það svart á hvítu síðustu þrjá mánuðina að það þurfti byltingu hjá klúbbnum í sumar til að geta keppt á sama grundvelli og ensku liðin, hvað þá að geta keppt við Barcelona. Enter Florentino Pérez. Hann hefur núna staðið við stóru orðin og maður spyr bara hverja kaupir hann næst, ef hann á enn 100m+ eftir í bankanum?

  Áhrifin á önnur stórlið í Evrópu eiga eftir að vera mikil. Við vissum að Man City og Chelsea voru rík og ætluðu sér að eyða í sumar en núna skyndilega hafa AC Milan og Man Utd mikið fé á milli handanna og munu hella sér af fullum krafti út í leikmannakaup, þá sér í lagi Man Utd ef þeir eru að missa Carlos Tévez (sem mér skilst að sé búinn að ákveða að yfirgefa þá). Þetta þýðir einfaldlega að öll stóru nöfnin á markaðnum í sumar – Glen Johnson og David Silva þar á meðal – eru nánast örugglega ekki að fara ódýrt til neins liðs. Ef okkar menn voru að gera sér vonir um að kaupa Silva ódýrt geta þeir gleymt því núna, ég hugsa að verðmiðinn á honum hafi hækkað upp í allavega 30m+ þessa vikuna. Sama mætti segja um Alonso sem okkar menn hefðu kannski selt fyrir 20m í síðustu viku en vilja örugglega fá allavega 30m fyrir núna, fari svo að hann vilji fá að fara til Real Madríd.

  Annars er Madríd-liðið nokkuð áhugavert í ljósi þessara kaupa. Að mínu mati gera þeir vel í að ná í bæði CR7 og Kaká, þar sem þeir eru enn báðir á besta aldri, og ef ég skoða liðið þeirra finnst mér þeir þurfa að styrkja hjá sér miðja vörnina meða allavega einum heimsklassasenter og svo þurfa þeir að fá playmaker á miðjuna. Ef þeir kaupa t.d. Alonso eða Fabrégas á miðjuna gæti sá maður verið ásamt Lassana Diarra á miðjunni, með CR7 og einum öðrum (Robben? Ribéry?) á köntunum og Kaká fyrir aftan einn fremsta mann. Hvort sá maður er Higuaín eða nýtt nafn verður svo að koma í ljós, en þetta er allavega ógnarsterkt lið á pappír.

  Þetta verður áhugavert sumar. En já, mikið er ég feginn að losna við CR7 úr enska boltanum. Það er alveg sama hverja United-menn kaupa, þeir eru alltaf að taka áhættu um að slík kaup heppnist, og sé það borið saman við manninn sem þeir gátu treyst á að myndi poppa upp með sigurmörkin og þrennurnar sl. 2-3 ár þá eru þeir ALLTAF að tapa á þessum leikmannaskiptum. Þú einfaldlega bætir ekki skarðið sem svona leikmaður skilur eftir sig.

 28. 24 – RM og Barcelona eru í eigu stuðningsmanna og þurfa ekki að sýna hagnað. Þau þurfa hinsvegar að ná endum saman hvernig sem farið er að því.

 29. “gæti sá maður verið ásamt Lassana Diarra á miðjunni”

  Ef þessi leikmaður á að vera “akkerið” á miðjunni hjá þeim, þá vantar þá ennþá heilmikið uppá. Diarra er með orðið “miðlungs” ritað á ennið á sér afturábak og áfram. Hann komst ekki að hjá Arsenal, ekki hjá Chelsea og ef Real Madrid ætlar sér stóra hluti, þá þurfa þeir öflugri mann en þetta sem holding midfielder. Eins er miðvarðarstaðan þeirra ansi hreint dodgy.

 30. Gaman að skoða þróunina í þessum sölum

  …………………………………EUR…….GBP…….ISK (GBP)….ISK (EUR)
  Zidane………….2001….73,5……45,5……6688,5…………..6468
  Kaka…………….2009…..68………56………11872…………..12240
  C. Ronaoldo…2009….97……….80………16960…………..17460

  innsk. Arnar, ég brasaði aðeins í þessu og reyndi að setja betur upp – Babú

 31. Real Madrid voru rétt í þessu að bjóða 30 milljónir punda í David Villa skv. Setanta Sport. Hvernig endar þetta eiginlega?

 32. Einar Örn: Í Suður-Ameríku eru Real og Barca gríðarlega vinsæl og ég er fullviss um að Kaká hefur haft taugar til liðsins og horft á það þegar hann var lítill.

  það má vel vera að kaká hafi haft taugar til real þegar hann var lítill, maður veit svo sem ekkert um það, en það er orðið mjög langt síðan og hann hefur spilað með milan í langan tíma þannig það er spurning hvað þessar taugar séu sterkar í dag.
  ég undra mig bara á því að leikmenn eins og kaká velji spænska boltann og real madrid fram yfir stórliðin á englandi. enska deildin er sú sterkasta í heimi og því hefði mér fundist eðlilegast að næsta skref fyrir kaká til að sanna sín gæði og styrk, að fara til englands, en ekki til real madrid.

  liðið er töluvert slakara og langt á eftir topp 4 klúbbunum á englandi og klárlega mun slakara en barca

  en eins og áður segir þá er ég hundfúll með að kaká ætli að svamla um í s-evrópu áfram.

  og ronaldo, æji er ekki öllum sama

 33. Olli, þetta er svo sem efni í annan pistil og/eða aðra umræðu en enska deildin er ekki nærri því jafn sterk og spænska deildin. Það sem skekkir umræðuna er að fólk horfir alltaf á fjögur stóru liðin í Englandi þegar það talar um styrkleika ensku Úrvalsdeildarinnar. Ef þú tekur þessi fjögur lið frá, og svo Barca og Real frá á Spáni, ætti að vera nokkuð augljóst að það eru miklu sterkari lið og miklu fleiri góð lið á Spáni; Villareal, Atlético, Valencia, Sevilla, Espanyol, Athletic Bilbao, o.sv.frv. Berðu lið eins og Getafe saman við lið eins og Bolton og sjáðu hvort þér þykir betra knattspyrnulið.

  Það er stórt skref fram á við fyrir hvern leikmann í dag að spila fyrir eitt af fjórum stóru liðunum sem hafa einokað fjögur efstu sætin á Englandi og eru farin að drottna yfir Meistaradeildinni, og hver veit nema Man City takist kannski að gera þetta að Fimm Stóru, en hvað deildarkeppni varðar er enska deildin enn langt að baki þeirri spænsku að mínu mati. Ef eitthvað er myndi ég segja að sú þýska sé betri en sú enska líka, af sömu ástæðum og sú spænska er betri; þar er jafnari keppni og fleiri góð lið, lið sem þora að spila knattspyrnu og láta stóru liðin hafa fyrir hlutunum.

  Svo þarf ekkert að fjölyrða um það af hverju Real Madrid og/eða Barca ættu að teljast skref upp á við fyrir jafnvel leikmann ársins skv FIFA sem hefur unnið allt með stórliði Man Utd. Real og Barca verða alltaf í sérflokki hvað frægð varðar.

 34. Kristján ætli lið eins og Everton, Tottenham og Aston villa geti ekki talist svipuð af styrkleika og liðin i 5-8 sæti á spáni????? ég held það nú og held að flestir séu sammála um að enska deildin sé sú sterkasta en það er allavega mín skoðun og líklega ansi margir sammála henni….

 35. Margt rétt hjá Einari Erni, en það eru ekki mörg ár síðan Madrídarborg þurfti að bjarga Real Madrid fjárhagslega. Það segir okkur að þeir sem stjórna klúbbnum hafa eytt langt um efni fram enda tekjumöguleikar Real gríðarlegir eins og hefur verið tíundað hér að ofan og því ótrúlegur glæfraskapur að fara með svona félag á bjargbrún fjárhagslegs stöðugleika. Nú virðist vera að taka við annað svona tímabil algerrar geðveiki hjá Real og það er varla jákvætt fyrir knattspyrnuna.
  En hárrétt samt að Real Madrid er allt annað og heilbrigðara viðskiptamódel en Chelsea eða City.

 36. Þar kom að því 🙂 Er alveg gjörsamlega ósammála KAR í kommenti #35. Sjáum bara Kanoute til dæmis, 3-4 senter hjá sjálfu Tottenham á sínum tíma, en lykilmaður hjá Sevilla. Að mínum dómi eru leikmannahópar liðanna á eftir topp 4 og niður í kannski allra neðstu sætin, mun sterkari en sambærilegir á Spáni og í Þýskalandi. Bara það eitt að skoða fjölda landsliðmanna sem féllu með WBA, Boro og Newcastle segir sína sögu. Var einmitt að skoða leikmannahópa liðanna sem féllu á Spáni um daginn.

 37. Þessu fylgja kostir og gallar.

  Kostirnir eru að nú losnar maður við að þurfa horfa uppá vælukjóann og Mun Utd missir þarna sinn besta mann sem átti stóran þátt í tveimur titlum undanfarin tvö ár.
  Gallarnir eru hins vegar þeir að Man Utd fær 80 mill. punda fyrir kvikindið. Sem þýðir að þeir eiga möguleika að kaupa til sín 3-4 heimsklassa leikmenn. Ansi hræddur um að þeir eigi eftir að nappa Silva, Villa eða Ribery. Þá eiga þeir örugglega eftir að nota tækifærið og taka Buffon eða einhvern öflugan markmann, þar sem Van der Saar er nú kominn á lokasprettinn.

  Held að þegar uppi verður staðið þá verði Utd sterkara lið.

 38. Djöfull ætla ég að vona að United kaupi Ribery á 30+, Tevez á 20+, markmann og unga gaura og rest í skuldir. Þýska deildin er nottla bara djók, Wolfsburg af öllum liðum vann sem var búið að vera held ég í 2 ár í efstu deild. Grafite, rúmlega 30 ára brazzi brilleraði og rústaði öllum vörnum sundur og saman, þar á meðal Bayern liðinu hans Ribery. Er ekki að segja að hann sé lélegur, flottur fótbolta maður en.. er líklegt að hann sé eftirmaður Ronaldo, ó neeiii. Ribery mun í besta falli vera bara ágætur.

 39. Skil ekki hvernig hægt er að fá það út að bæði þýsku og spænsku deildirnar séu sterkari en sú enska þetta er það mesta bull sem maður hefur lesið lengi

 40. Hey, það var kominn tími til að ég segði eitthvað umdeilt hérna. Það er orðið allt of langt síðan síðast. 😉

  Ég stend samt sem áður við það að SP og DE deildirnar séu bæði sterkari og á heildina skemmtilegri. Enda eru fleiri en fjögur lið sem spila sóknarbolta í þeim deildum. 🙂

  Enda, fyrir þá sem vilja meina að það sé meiri breidd af góðum liðum í Englandi, þá spyr ég: hvað hafa mörg ensk lið unnið Evrópukeppni félagsliða síðustu árin? En spænsk eða þýsk? Hmmm? Það er nefnilega málið – síðast þegar enskt lið vann E.fél. var þegar LIVERPOOL lék í þeirri keppni. Fyrir utan fjögur stóru liðin sem gera það gott í Meistaradeildinni eru hin liðin einfaldlega ekki á pari við keppinauta sína í Evrópu þegar kemur að félagsliðakeppinnni.

 41. Ég held þetta snúist líka talsvert um hvernig augum ensku liðin horfa á þessa Evrópukeppni félagsliða. Við höfum séð ensku liðin þar hvíla vel fyrir leikina á Englandi, t.d. þá fóru Villa með algjört varalið til Rússlands í vetur.

  Varðandi peninginn sem Man.Utd fær fyrir CryBaby, þá held ég að þeir hafi ekki alveg úr 80 milljónum punda að spila, þó svo að Real Madrid staðgreiði hann. Ef mér skjátlast ekki, þá fær leikmaður 10% af söluverðinu hafi hann ekki farið fram á að vera settur á sölulista. Ég hef hvergi (og aldrei) séð neitt í þá veru að Kristjana hafi farið fram á að vera settur á sölulista. Eins fær Sporting Lissabon dágóða summu í uppeldisbætur af kaupverðinu. Mér skilst að þar séu önnur 10%. Ef þessar tölur eru réttar, þá eru þetta 64 milljónir punda sem Man.Utd eru að fá til að setja áfram í leikmannakaup (eða sem betra væri, að greiða niður skuldir).

 42. KAR – þú ert kominn með efnivið í ekta ekki nógu mikið að gerast tengt Liverpool sumarpistil 😉

  Annars held ég að það sé voðalega erfitt að meta þetta og líklega eru þessu lið 5-20 sæti frekar svipuð.

  Mesta vandamálið er að meistaradeildin gerir lítið annað en að stuðla að því að bilið milli toppklúbbana (topp 4 á Englandi) og restar verður meira og meira. Í sumum deildum er það nánast eitt lið sem vinnur bara alltaf, heppni ef það er 2-3 að berjast. Enda fara þeir klúbbar ár eftir ár í CL og græða fáránlega mikið meira en andstæðingurinn.

  Á Englandi og sumstaðar annarsstaðar skekkist myndin stundum þegar einhver milli í live útgáfunni af manager þarf að losa sig við peninga og bætir einhverju liði við topp listann í viðkomandi deild (Chelsea, City (bráðum) o.s.frv.)

  Það að Wolfsburg hafi unnið í Þýskalandi er bara tær snilld þó mér finnst þessi óvæntu úrslit ekki endilega gera Þýsku deildina sterkari en sá ensku (eða veikari) þegar á heildina er litið.

  p.s. ef allt fer til fjandans á englandi og hérna heima, missum sýningarétt af enska boltanum og þurfum að taka þýska boltann aftur á rúv til að horfa á fótbolta þá er ég klárlega tilbúinn með lið til að halda með…..http://www.youtube.com/watch?v=zEPuKuXqU8E&feature=related

  Hvað er þetta töff einkennislag :p

 43. “Olli:
  það má vel vera að kaká hafi haft taugar til real þegar hann var lítill, maður veit svo sem ekkert um það, en það er orðið mjög langt síðan og hann hefur spilað með milan í langan tíma þannig það er spurning hvað þessar taugar séu sterkar í dag.”

  Líttu á þetta svona, Þú ert að spila með Juventus og ert búin að vera góður og vinna titla í mörg ár. Nú kemur Liverpool og vill fá þig til sín. Þeir hafa ekki unnið ensku deildina í 19 – 20 ár myndir þú segja nei við þeim eða stökkva á tækifærið að spila með félaginu sem þú hélst með frá barnsaldri?
  Jú nú er framtíðin björt hjá Liverpool (að mínu mati allavegna) en með svona kaupum sem eru að eiga sér stað hjá RM gætu titlarnir aftur farið að renna í hlað.
  Ég tel það ekki knattspyrnulegt metnaðarleysi að fara til Real á þessum tímapunkti því Perez hefur sýnt að hann er tilbúin að eyða vel til að ná árangri.
  Hinsvegar finnst mér það knattspyrnulegt metnaðarleysi að fara til Man. City frekar en Liverpool því þú fáir örugglega að spila meira þar. (Barry)
  Ef menn hafa trú á eigin getu og trú á því að þeir geti rifið klúbb upp á nýtt “level” er það aldrei “knattspyrnulegt metnaðarleysi” (að mínu mati í það minnsta) en ég hef svosem aldrei verið spurður…..:)
  Kv. Guðni

 44. Hversu lengi þurfum við að bíða eftir því að fíflið hann Benitez byrji að bjóða í eitthvern leikmann ? Ætlar hann að bíða þangað til að aallir eru farnir til R. Madrid, Chelsea eða Man City ?

 45. Nei er ekki best að við bjóðum í þá á meðan verið er að bjóða 40 – 80 mp í þá… Ég held að við verðum að leifa “sjúkheitunum” að róast aðeins!
  Þetta er eins og þegar maður fer á húsgagnauppboð og öll húsgögnin eru að fara á fáránlegu yfirverði, td. borð á 800 þ. og stóll á 560 þ. þá verður maður bara að býða og vera rólegur. Það kemur annað uppboð fljótlega og þá verða “brjálaðingarnir líklega búnir að kaupa sitt. þá getum við kannski fengið húsgagn á viðráðanlegu verði. (þó ekki lampa vonandi!)
  kv G

 46. Ég held að Man Utd. séu ekkert að fara að kaupa 3-4 stjörnur eins og menn tala um hérna. Félag með þessar skuldir á bakinu er varla að fara að bæta 3-4 stjörnum á launalistann hjá sér, fyrir utan það að þeir fá ekkert 80 millur beint í vasann, alls kyns greiðslur og dót eins og talað er um hér að ofan.

  Ég sé Man Utd. kaupa Tevez og Valencia og rest fer uppí skuldir.

 47. nr 45 guðni r.. veist þú alveg fyrir víst að kaká hafi haldið með real madrid sem krakki, eða erum við bara að gefa okkur það, þetta er soltið að skekka þessa umræðu. það getur vel verið að hann hafi gert það ég er ekkert að draga það í efa.

  og kar, ég bara get engan veginn verið sammála þér með að spænska deildin se sterkari en sú enska. það eru flinkari leikmenn á spáni, en la liga hefur ekki mikið fleiri breytur fram yfir enska boltann. sjáðu bara hvað torres sagði um muninn á la liga og premier league, hann sagði að enski boltinn væri erfiðari og miklu miklu hraðari. en allavega fyrir mér þá eru sæti 5-20 á englandi sterkari en á spáni.
  ég horfði á nokkra leiki með þessum litlu liðum á spáni í vetur þegar þau voru að kljást við toppliðin og sum liðin þarna voru hálfgert djók.

  svo eru real madrid að sjálfsögðu frægt fótboltafélag og ég er nokkuð viss um að kaká og ronaldo munu bæta þetta lið, enda ekki annað hægt, en ég var bara að varpa ljósi á það að real madrid eru ekkert jafn frábært lið og menn vilja meina.
  mér er alveg sama hversu frægt lið þetta er og hvað þeir eiga mikinn pening, þeir voru alveg jafn frægir í fyrra með þessar “stórstjörnur” og voru BAÐAÐIR þegar þeir mættu stórum liðum á borð við liverpool og barca, loksins þegar þeir mættu alvöru liðum því mér finnst mörg af þessum liðum í la liga vera djók, en það er bara ég og þetta þarf ekkert að endurspegla mat annarra 🙂

 48. Fyndið hvað kemur upp í hugann þegar maður hugsar um Real Madrid.
  Butragueno, Sanchez, Zidane, Kaka, Ronaldo, FL Group, Baugur, Landsbankinn, Kaupþing, Glitnir, Fons, Alfresca….

 49. Já, maður verður ekki svikinn af umræðunni hérna á kop.is , frekar en fyrri daginn. Ég fullyrði, að ef maður hefði ekki kop.is til að lesa, þá væri maður löngu búinn að slá garðinn sinn og vaska upp og svona….

  En að skemmtilegri umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ég gríðarlega feginn að næst-leiðinlegasti leikmaður evrópu sé búinn að yfirgefa England.
  Í öðru lagi, þá er þessi verðmiði svo útúrkorti fáránlegur að það tekur engu tali.
  Í þriðja lagi, þá líst mér illa á það hvað United kemur fjárhagslega vel út úr þessu.
  Í fjórða lagi, þá held ég að Madridingar séu að gera stór mistök og þetta verði algert flopp hjá þeim. Svo ég slett smá ensku, þá eru þeir algerlega fucked ef planið þeirra gengur ekki 100% upp !
  í fimmta lagi þá er mér reyndar drullu sama þó svo að þetta gangi ekki upp hjá þeim, en vona innst inni að það leynist lítill útrásarvíkingur í Forseta Real Madrid, og hann ætli sér bara aldrei að borga þetta 😉 Þá verða bæði RM og M.U fucked;)
  Í “sexta” lagi, þá er ég ósammála KAR að spænska deildin sé sterkari en sú enska. Ég er til í að rökræða það síðar, en ég þarf að hlaupa og ná í pizzuna mína núna…

  Insjallah…Carl Berg

 50. Svo er kappinn búinn að fagna þessu með stæl http://www.thesun.co.uk/sol/homepage/showbiz/bizarre/2476901/Ronaldo-scores-with-Paris-Hilton-in-LA-night-club.html

  innsk Babú – Brynjar, varstu of lengi í úritandeildinni í dag eða? linkur frá The S*n á Liverpool síðu!!! Sláðu þig utan undir fyrir mig!
  Hérna er þetta frá öðrum miðli http://www.dailymail.co.uk/tvshowbiz/article-1035615/EXCLUSIVE-Ronaldo-snubs-Paris-Hilton-late-night-frolics-Hollywood-club.html

 51. Nokkuð góð grein um Galacticos II (http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1192297/THE-MONEY-MEN-Ronaldo-deal-winger-leapfrog-Kaka-Zidane-Figo-expensive-player-history.html), ef það er eitthvað að marka þetta á Perez eftir að kaupa Ribery, Villa og Silva ásamt Alonso og Albiol. Búinn að kaupa Ronaldo og Kaka.

  Maður hefði hlegið að þessu fyrirfram, en hann er búinn að redda feitustu/dýrustu bitunum í hús.

  Og takk fyrir að laga þarna listann babú.

 52. Brynjar. ALDREI nokkurn tíma setja inn link frá þessum snepli inná Liverpool-síðu!!

 53. gaman að hugsa um það að liverpool var næstum því búinn að kaupa ronaldo þegar houllier var las viðtal um það en rick parry vildi ekki borga 4 millum meira en sporting vildi svo má segja að þarna töpuðum við miklu með lélegum fjárfestingum nuna er rick parry og ronaldo farinn og rafa kominn í stjórn næsta ár er liverpool ár við munum kannksi ekki kaupa stórt nafn en það sem við munum kaupa mun vera rétt enginn parry

 54. Það að scum united sé að missa sinn besta mann eru mikið tap fyrir þá sama hverning er litið á það. Peningurinn sem þeir fá skiptir voða littlu máli. Þeir hafa keypt dyra menn seinustu ár. Ef við gefum okkur það að þeir kaupa Tevez á 25M og svo einhverja stórstjörnu fyrir 40M þá eru þeir búnir að eyða 65M og með veikara lið. Vandinn er sá að allra bestu leikmennirnir verða ekki seldir frá félögunum sínum. Þeir geta keypt Ribery, Zlatan eða eitthvað álíka en það er samt stórt skref niður á við. Ef þeir missa svo Tevez líka þá eru þeir í slæmum málum.

  Maður á ekki að fagna yfir misförum annarra en ég verð að viðurkenna að mér leiðist þetta ekki.

  Hvað varðar okkar heittelskaða lið þá verða menn að sætta sig við að Liverpool hefur ekki fjármagn til að keppa við ríkustu klúbbana. Leikmenn sem verða seldir á háar upphæðir eru líklegir til að fara til Manu, Man city, Chelsea, Real, Barca, Milan. Ef að Liverpool býður 15M i leikmann og Man City vilja hann þá bjóða þeir 20M. Það er bara ekki hægt að keppa við þetta. Þess vegna finnst mér líklegt að Liverpool endi á að kaupa 2 15M leikmenn og þeir dýrari fari annað. Ég vona að ég hafi vitlaust fyrir mér.

  Það verður samt að hrósa Benitez fyrir að vera með alla bestu menn Liverpool á löngum samningum. Þetta gerir það að verkum að önnur lið eiga erfitt með að reyna að stela mönnum. Við Liverpool menn erum ekki vanir því síðustu ár að vera með eftirsótta menn, fyrir utan Captain Fantastic. Núna erum við með marga menn sem eru eftisóttir. Ég held að besta transfer þessa sumars er að halda í alla okkar bestu menn. Ef maður skoðar bestu 11 hjá Liverpool þá held ég að einungis Barca getur státað af betra liði (lið ekki einstaklingar). Vandinn er að við höfum ekki luxus bekk, þannig að meiðsli eru verri fyrir okkur.

  Ef Benitez kaupir 2 klassa menn sem geta dottið inní 16 manna hóp þá er það mjög gott. Draumur væri Tevez, Silva eða Eto. Eto gæti verið einn á toppnum ef Torres meiðist og hann ætti að geta spilað á kantinum. Tevez væri perfect. Getur verið hvar sem er frammi. En sjálft byrjunarliðið þarf í raun ekki að bæta.

  Reina
  Arbeloa Carra Agger/Skertel Aurelio/Inusa
  Mascherano Alonso
  Kuyt Gerrard Benayon/Riera
  Torres

  Þetta lið hefur allt, gott flair og góðan balance. Mér finnst þetta betra lið en Manu (serstaklega eftir ad Ronaldo for). Vandinn er breiddin

  YNWA

 55. Það sem United er að missa verður ekki bætt. Það sem Ronaldo hefur er að minni liðin enga engan séns í mannfjandann, þó lið eins og Liverpool og Chelsea geti tekið sæmilega á honum, þá eru 17 önnur lið í þessari deild sem Ronaldo vinnur oftar en ekki leikina gegn.

  Mér finnst að Liverpool ættu að pressa mjög á Eto að koma, hann er maður sem vill vera í vinningsliði og fer aldrei í þennan City-pakka, svo finnst mér eins og hin liðin sem er á markaðinum hafi ekki það mikinn áhuga á honum. Mér finnst líka líklegt að hann ætti ekki í einhverjum bullerfiðleikum með “að aðlagast enska boltanum”, eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Bestu leikmennirnir eru bestir hvort sem það er úti í garði, á Ítalíu, Englandi eða Spáni.

 56. Þetta “bull” sem þú skilur ekki með að aðlagast enska boltanum er einfaldlega fólgið í því að þú færð mikið minni tíma á boltanum í Englandi en annarsstaðar. Þar er einnig hefð fyrir meiri hörku og dómarar leyfa mun meiri snertingar þar en til að mynda á Ítalíu og á Spáni. Ef þú hefur æft og keppt alla þína ævi í öðruvísi fótboltamenningu, þá er ekkert ólíklegt að það taki menn mismikin tíma að læra inná “tempóið” sem er á Englandi …. sumir þurfa engan tíma, sumir tímabil eða tvö, aðrir aðlagast aldrei og hverfa af braut til annars lands þar sem þeir slá í gegn. Þarf ekki að líta lengra en á góðvin okkar Forlan, maðurinn er markamaskína á Spáni en var heilt yfir mikil vonbrigði á Englandi.

  Annað “öfga” dæmi er á hinum endanum, Fernando nokkur Torres, sem tók heilar 5 mínútur í að aðlagast enska boltanum.

 57. 58Svenni
  þann 12.06.2009 kl. 05:00
  Þeir geta keypt Ribery, Zlatan eða eitthvað álíka en það er samt stórt skref niður á við

  WHAT!!!!!!!!!!!!

 58. Ójá Jónas, ég er alveg sammála Svenna þarna. Þetta yrði skref niður á við. Ef þeir keyptu Zlatan, þá myndi Man.Utd setja heimsmet í latri framlínu (Zlatan og Berbatov) 🙂

 59. Ég er nú sammála Svenna að mörgu leiti líka, þetta er slæmt mál fyrir United, allavega til skammst tíma litið, en eftir 1 – 2 ár held ég að Ronaldo verði nánast gleymdur hjá þeim. Fyrir 80 m.p. er ansi líklegt að þeir versli vel, mest óttast ég að þeir hitti á það að kaupa góðan markvörð.

  og annað hjá Svenna

  Bestu leikmennirnir eru bestir hvort sem það er úti í garði

  Ég er einmitt bestur þar :p

 60. Já Babú það er reyndar rétt að þú ert bestur úti í gerði, en samt ekkert svakalega góður:)

 61. Ronaldo er eða (var) besti fótbolamaðurinn í enska boltanum og hans verður sárt saknað hjá bæði mér og aðdáendur hjá United

Masche

Allt að gerast…