Masche

Rafael Benitez segir:

>”Barcelona could not afford to match his value to Liverpool Football Club. “We do not want to sell and Javier is very happy here.

>”I have spoken to Javier two or three times this summer – the last time was only last week – and he was very happy, very positive.

>”He has a long contract and any club can forget about bidding for him. They can offer £40m or even £50m, we don’t want to sell.”

Er það skilið?

22 Comments

 1. Bara spurning hvort að Hicks og Gillet myndu hafna svona boði m.v. fjárhagserfiðleikana sem fjallað hefur verið um í bresku pressunni.

 2. Sama frétt um Alonso og ég er góður, Perez virðist reyndar vera aðeins að draga í land hvað hann varðar.

 3. Snilld. Ég ELSKA þegar Rafa kemur fram og kálar slúðrinu svona afdráttarlaust. Mascherano verður s.s. kyrr á Anfield og miðað við baráttuhuginn í að halda Alonso sýnist mér Rafa muni ná að halda honum líka. Það var að mínu mati lykilatriði að missa hvorugan þeirra. Ef við höldum þeim og seljum frekar bara menn eins og Dossena og/eða Voronin og kaupum svo þessa 1-2 toppmenn sem Rafa talaði um á þriðjudag yrði ég helsáttur við liðið. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það þurfi ekki miklar breytingar í sumar, hvorki í kaupum né sölum, heldur einfaldlega að bæta örfáum, réttum mönnum við hópinn til að auka breiddina.

  Dæmi: Halda Alonso og Mascherano, kaupa Glen Johnson, Sylvain Distin og David Silva, og þá er ég alveg sáttur. 😉

 4. Djöfull er þetta flott hjá Rafa. Ég yrði vægast sagt reiður ef við seldum Javier.

 5. Ég fatta ekki alveg afhverju menn eru að tala um að við verðum að kaupa góðan hafsent í stað Hypia (Distin t.d) ekkert af þessum topp liðum eru með 4 frábæra hafsenta innan sinna raða. Hljótum að geta notað einhvern af okkar ungu mönnum í hallæri, annars eigum við að kaupa sterkan hægri bakvörð í sumar sem gæti einnig reddað hafsenta stöðunni.

 6. Kaupa Johnson. Hann tekur hægri og EF við lendum í bobba með hafsentana að þá getur Arbeloa hoppað þangað. Þurfum ekki að eyða púðri í að kaupa annan hafsent. Kaupum frekar gæði og fáa leikmenn.

  Silva – Dýru kaupin (einnig bráð nauðsynleg)
  Johnson – Mjög solid kaup, styrkja okkur sem og að hann er Englendingur sem hjálpar með CL.
  Owen – kostar ekki krónu, getur verið backup og spilað með Torres í 4-4-2 sem og að hann er uppalinn sem hjálpar einnig uppá CL.

  3 frábær kaup tel ég sem eiga ekki að þurfa að kosta mikið. Kannski 35 í allra mesta lagi. Og það er ekki mikið fyrir svona leikmenn tala nú ekki um ef við seljum ca Dossena 5 ? Voronin 3 ? Degen 1-2 ? Itjande 1-2 ? og hugsanlega Babel/Riera 8-9 ? Við erum þarna allavega með einhverjar 10 hugsanlega 18 með sölum, ég væri frekar til í bara 10 og þá eru kaupin dottin strax niður í 25 millz. Ég veit að þetta er einfalt að sjá en þetta getur vel orðið að veruleika en þetta er draumur í bili, meira að segja býsna góður draumur.

 7. Held að við ættum ekki að eyða púðrinu á hafsent, hægri bak og alvöru striker með torres og málið er dautt

 8. 9 Jón

  30 í mesta lagi er fjarri lagi að mínu mati….

  Englendingar hafa aldrei verið ódýrir, hvað þá ungir Englendingar í byrjunarliði enska landsliðsins. Kostar ekki minna en 13-15 hið minnsta.

  Silva er eftirsóttur og fer mjög líklega á 18-25m , ungur, búin að vera góður í nokkur ár, fastamaður í landsliði Spánverja … fer aldrei ódýrt.

  Bara fyrir þessa tvo þarf að punga út amk 35m punda, launakostnaður væri svo stór pakki að auki.

 9. Ég sagði 35. Svo eru Valencia í mjög vondum málum og hugsanlega ef LFC bíður 20 millur take it og leave it boð að þá hreinlega geti þeir ekki hafnað því og segjum að Johnson kosti 15 að þá eru þessar 35 sem ég nefndi komnar.

 10. Mín mistök, kann greinilega ekki að lesa 😉

  Þeir virðast nú vera að fá topp prís fyrir D.Villa, kanski styrkir það þá í þeirri stöðu að halda Silva, hver veit…

  En er ekki rétt hjá mér að það var haft eftir Benitez fyrr í vetur/vor að þeir myndu ekki eltast frekar við Silva ?

 11. Mascerano á að spila með Liverpool.
  1. Hann er einn besti varnartengiliður í heimi(held að við fáum ekki annan svona í bráð).
  2. Benitez vill halda honum og treystir honum
  3. Hann var ný búinn að skrifa undir langan samning við Liverpool.

  Maður vill halda Gerrard,Torres,Reina,Alonso,Mascerano,Carragher,Agger og Skrtel. Aðra leikmenn er hægt að selja ef rétt verð fæst fyrir þá.
  Auðvita vill ég halda Benayoun,Kuyt,Arbeloa,Insua og Riera en ef gott tilboð kemur þá má skoða það.
  Dossena og Babel mega fara
  Ég vill halda Lucas annað tímabil. Sá miklar framfarir hjá honum.

 12. Aldrei myndi mér detta hug í að selja kuyt 🙂 nema fyrir mjög góða upphæð 🙂

 13. Er mikilvægi Mascherono svona mikið? Ég bara spyr.
  40M pund hljómar ekki illa í mínum eyrum..

 14. Emm, nú er ég bara að hugsa um alt og ekkert, en ef manchester selja Tevez og Ronaldo, hvernig ætla þeir að hafa séns á að vinna deildina? Ef lið með 4 markaskorara er 4 stigum á undan næsta liði í deildinni, hefði maður haldið að þeir myndu styrkja liðið, ekki öfugt.. En vona samt að þeir selji alt. Og að Villa fari til Madrid. Ef hann færi til Chelsea yrði ég heldur betur fúll.

 15. Óóó Kristjana, þessi deild mun aldrei verða sú sama án þín! Verður erfitt að fylla þetta Smjörmennis tómarúm sem myndast.

 16. Ég get ekki annað sagt en ég sé ánægður að sjá hann fara frá Utd….

  Að mínu mati er ekki hægt að verðleggja það sem hann kemur með til liðsins, hann er ekki bara svokallaður “match-winner” , heldur Season winner. Sbr formið á honum síðarihluta 08/09 og allt tímabilið 07/08.

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_5374142,00.html

Ezequiel Lavezzi? + Vangaveltur um ekkert

Kristjana Rögnvalds …