Fótbolta pub quiz

Við vorum beðnir um að koma eftirfarandi á framfæri:

Fótbolta Pub Quiz Sammarans

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvort þú vitir meira um fótbolta en aðrir? Nú geturðu fengið svarið.

Pub Quiz Sammarans fer fram í fyrsta skipti mánudagskvöldið 8. júní kl 20:00 á Enska Barnum. Það eru strákarnir á sammarinn.com sem standa fyrir viðburðinum og eins og einhver hefur eflaust getað sér til um tengjast allar spurningarnar fótbolta.

Formið er hefðbundið þar sem tveir eru saman í liði og hafa nú þegar nokkur sigurviss tvíeyki búin að boða komu sína á viðburðinn. Sammarinn reiknar með að halda keppnirnar á nokkurra vikna fresti hér eftir.

Efstu þrjú liðin hljóta í verðlaun 1 metra af bjór en auk þess verður bjórspurningin á sínum stað.

Hvað: Fótbolta Pub Quiz Sammarans
Hvar: Enski Barinn, Austurstræti 12
Hvenær: Mánudagskvöldið 8. júní kl 20
Hvers vegna: 1 metri af bjór og fyrsta flokks félagsskapur

Frekari upplýsingar: tumi@sammarinn.com

Uppgjör: Tímabilið 2008/09

Snilld