Torres skrifar undir nýjan samning

Fernando Torres fylgdi í dag í kjölfarið á þeim Steven Gerrard, Dirk Kuyt, Daniel Agger og Rafa Benítez með því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool FC. Nýji samningurinn gildir til ársins 2013, en það er klásúla um árs framlengingu á honum, eða til 2014. Frábærar fréttir alveg hreint.

23 Comments

  1. Glæsilegt!
    Það er greinilegt að okkar aðal leikmenn hafa fulla trú á því að framtíðin sé björt hjá þessu liði.

    Svo er ljóst að svona lagað eru frábær skilaboð til leikmanna sem eru að hugsa sér til hreyfings, David Silva t.d. 🙂

  2. jafnvel betri frétt en sigur Barcelona í gær:)
    En já það er klárt mál að leikmenn liðsins eru að senda skýr skilaboð um það sem koma skal.

  3. Það er nú vonandi að hann fari að sanna sig. Ég er enn að meta það hvort þetta hafi verið rétt kaup hjá Rafa.

  4. hlakka til að sjá markasúpuna hja honum og steven gerrard á næsta tímabil og vonandi fáum vð einhverja aðra til liverpool sem kunna að skora og skora jafn mkið og þessir 2. það er líka að vera að senda frábær skilaboð um að við gættum verið að reyna að kaupa eitt að bestu leikmönnum í heimi eins og david silva og carlos teves sem yrði bara hrein og tær snild að fá til liðið því þarna er verið að ræða um 2 gaura sem kunna að nýta færin og skorað mikið og þá held ég að við munum koma sterkir til leiks á næsta ári förum að minka þessa jafnteflisleiki og vinnum næstum þvi alla leikina okkar á næsta tímabili

  5. Sterkt að klára lykilmennina sem eru nú þegar á langa samninga og síðan sækja viðbótina…

    já og til hamingju með sigurinn hjá Barcelona í gær 🙂

  6. Torres er hreint stórkostlegur leikmaður. Kappar eins og Rush, Fowler og Owen þurftu fleiri leiki en Torres til að skora 50 mörk fyrir félagið og Torres er ekki einu sinni vítaskytta liðsins.
    Að auki er pilturinn sérdeilis fágaður og vandaður. Hefði verið til í að semja við hann til 2020.

  7. hugsa sér…. alla veganna 5 ár í viðbót að horfa á Torres hjá Liverpool….
    Hlakka til næstu 5 ára

  8. Andskotin! ég nenni ekki að horfa á þennan leikmann mikið lengur hjá liverpool! seljan strax!

  9. Frábærar fréttir, einn af 2-3 bestu sóknarmönnum í heimi verður áfram á Anfield – gerist ekki betra! Nú er bara að hætta þessu meiðslabulli öllu saman og ná annarri heilli leiktíð eins og í fyrra!

    Þar sem maður getur ekki stofnað þráð hérna á þessu ágæta bloggi 😉

    Smá rán þarsem ég hef ekki lengur aðgang að YNWA og fleiri góðum síðum …. er einhver með inside-information um Alosno ? Er þetta rétt með að hann hafi óskað eftir sölu ? Þetta hlýtur að hafa lekið einhversstaðar út ef eh sannleikskorn er í þessu….

  10. Getur einhver sagt mér hvernig svona klásúla um framlengingu um eitt ár gæti virkað ? Báðir aðilar hljóta að þurfa að vera sammála um að framlengja samningnum.. ekki satt ? Nú ef leikmaðurinn er ekki með svona klásúlu í samningnum sínum, en báðir aðilar eru sammála um eitt ár í viðbót, þá væntanlega búa þeir bara til slíkan samning og setja nöfnin sín á hann….Þannig að ég fatta ekki alveg hver tilgangurinn með svona klásúlu er…svona ef ég er að skilja þetta rétt.

    En að sjálfsögðu frábærar fréttir, og mér finnst þetta vera ákveðið “statement” hjá okkur, að þessar stóru Kanónur okkar skuli vera búnar að framlengja samningum sínum við klúbbinn!!

    Insjallah…Carl Berg

  11. Ég heyrði það allavega að eins og málið var með Pennant að ef hann hefði spilað 15 leiki á tímabilinu þá hefði samningurinn hans framlengst um 1 ár sjálfkrafa.
    En með mann eins og Torres þá skil ég ekki þörfina á því að setja einhverja klásúlu í samninginn enda fengi hann aldrei að renna út á samning.

  12. Bara minna á að fernando torres var að gifta sig ekki alls fyrir löngu.:)
    gleðifréttirnar streyma inn í kringum torres.

  13. Er þetta ekki bara eins og með Casillas. Hann má ekki skrifa undir eilífðarsamning svo hann er með klásúlu í samningnum að ef hann spilar (20?) leiki á tímabili framlengist samningur hans um eitt ár.

Hverjir koma? #3 – Sanli Tuncay

Á morgun byrjar júní!