Hverjir koma? #3 – Sanli Tuncay

Það er oft þannig að liðin sem falla missa sína bestu leikmenn og í liði Boro eru nokkrir vel brúkhæfir fótboltamenn. T.d. Sanli Tuncay sem getur spilað allar stöðurnar í 4-3-3 leikkerfinu, ekki ósvipaður og kannski Babel en bara kominn lengra í sínum fótboltaþroska en hann. Það sem einnig ýtir undir það að Tuncay gæti verið líklegur er að Babel má fara frá félaginu og er ljóst að Tuncay er ódýrari kostur en Babel. Fleiri leikmenn hjá Boro sem er líklegt að fari frá félaginu eru Stewart Downing og David Wheater.

Sanli Tuncay er tyrkneskur landsliðsmaður og hefur spilað eina 65 landsleiki og skorað í þeim 19 mörk. Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu síðan 2002 en hann er 27 ára gamall (síðan í janúar). Tuncay hóf ferilinn sinn hjá Sakaryaspor (66 leikir og 32 mörk) en var strax keyptur til Fenerbahçe þar sem hann varð fastamaður undir eins. Hjá Fenerbahçe spilaði Tuncay 154 leiki og skoraði 59 mörk sem er fín tölfræði. Fyrir tímabilið 2007-08 fékk Boro hann frítt en samningurinn hans var útrunninn hjá Fenerbahçe, Zico mun hafa syrgt drenginn mjög og sagði þessi orð þegar hann fór:

“Tuncay has been a great loss to us, he was the one giving us the soul and the hope. Now that he is gone we miss that piece of soul and hope. He is a great person, and I wish him the best of luck in his new team. Even though he is now gone, I still wish he will come back.”

Hjá tyrkneska liðinu varð Tuncay þrisvar sinnum tyrkneskur meistari (2004,2005 og 2007).

Það tók Tuncay smá tíma að aðlagast enska boltanum og spilaði hann 12 leiki áður en hann náði að setja fyrsta markið. Eftir það var stíflan brostin og hann skoraði mark í næstu 3 leikjum í röð. Fyrir þetta tímabil sem var að ljúka var Tuncay valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum félagsins sem og af leikmönnunum sjálfum. Matt Le Tissier lét hafa þetta eftir sér:

“If they [Boro] had 11 Tuncay’s they’d be in the top half of the table; this boy is quality, he works his socks off as well. He showed great technique with the overhead kick and was a great example for the rest of the team – it’s just a shame there are not a few more like him in the side.”

Þar sem er ljóst að tími Babel hjá félaginu er búinn þá myndi ég gjarnan vilja fá Tuncay til félagsins. Hann er leikinn, getur skorað mörk, hefur sýnt það í Tyrklandi að hann er “winner” sem og það er gríðarleg vinnsla í þessum leikmanni. Það er eitthvað sem Benitez kann vel að meta og er líklegast helsta ástæðan fyrir því að Babel verður ekki áfram. Í raun má segja að Tuncay sé vinstri fótar Kuyt nema hvað bara með betri tækni. Ennfremur eru þetta frekar “solid” kaup þar sem Tuncay er búinn að aðlagast enska boltanum og ætti að vera klár frá upphafi sem og hann er örugglega tilbúinn að sitja eitthvað á bekknum til að vinna titla.

Líkur á að hann komi: 4/5

Hverjir koma? #2 – Glen Johnson
Hverjir koma? #1 – David Silva

34 Comments

 1. Maður sem ég vil nefna unsung hero deildarinnar. Miklu uppáhaldi og ef hann kemur mun hann koma til með að styrkja hóp Liverpool mikið.

 2. Þekki alveg nógu vel til Tuncay en lýst ágætlega á hann (og ágætlega er ekki alveg það sem ég er að vonast eftir í þessa stöðu).

  En hefur hann verið orðaður eitthvað við okkur?

  Hann er allavega í það minnsta mikið áhugaverðari heldur en Drowning

 3. Ég sá einhversstaðar að hann var orðaður við okkur en það sem mestu máli skiptir er:
  A) Babel er að fara
  B) Hann er ekki dýr
  C) Er með reynslu úr deildinni
  D) Gríðarlega vinnslusamur leikmaður sem Benitez fílar.

  Ef Benitez er ekki að spá í hann alvarlega þá þarf ég bara að bjalla í kallinn 🙂

 4. Ég hef ekki séð umræddan leikmann orðaðan við okkur, en ég hef verið aðdáandi hans síðan EM í sumar, hann er virkilega duglegur leikmaður og hefur frábæra tækni í þokkabót.

  Að horfa á Boro leiki var álíka spennandi eins og að lesa transfer-news um C.Ronaldo, en hann var þó leikmaður sem aðrir komust ekki nálægt, sá eini sem eitthvað gat í þessu arfa-slöppu liði! Ég myndi fagna komu hans, efast ekki um að hann verði keyptur til top liðs í sumar, klassa leikmaður.

 5. Ég veit ekki alveg hvað á að halda. Það virðist vera einróma samþykki aðdáenda að vilja Babel burt en ég spyr hvort að ég sé sá eini sem sá virkilegar framfarir hjá stráknum núna undir lok tímabils. Það er greinilegt að fundurinn sem Babel fór á hjá Rafa skilaði sínu vegna þess að leit út fyrir að vera annar leikmaður eftir hann. Afhverju segi ég það? Jú, Babel fór að vinna meira til baka sem og var hann miklu duglegri að senda boltann og reyna ekki eins mikið sjálfur. Ég er mjög hrifinn af Babel sem leikmanni og ég vil gjarnan sjá hann áfram á Anfield en ég skal líka vera fyrstur að taka undir með þeim sem segja að hann hafi ALLS EKKI staðið undir væntingum þetta season því miður. Ég vil gjarnan sjá hann áfram og fá fleiri tækifæri því ég veit að það býr meira í honum sem leikmanni en ég skil það vel ef Benitez lætur hann fara til þess að fá pening.
  En þetta sá ég á teamtalk eftir umboðsmanni kappans:
  http://www.teamtalk.com/football/story/0,16368,2483_5352072,00.html

  Ég geri mér grein fyrir því að þetta er að öllum líkindum þráðrán en þið voruð bara að tala um Tuncay sem betri kost en Babel þannig að ég ákvað að setja þetta hérna inn.
  Bestu kv.
  Hjalti

 6. Ef við ætlum okkur að ganga skrefinu lengra á næsta tímabili þá er Tuncay ekki sá leikmaður sem að við þurfum. Við þurfum ekki leikmenn sem styrkja bara hópinn. Við þurfum að fá mann, menn sem að labba inn í byrjunarliðið og hafa hæfileika til að gera gæfumuninn í jöfnum leikjum.
  Er ekki komið nó af mönnum eins og Pennant, Dossena, Voronin og fleirrum….?

 7. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir kaupum á Tuncay… eiginlega bara alls ekki.
  Þetta er sjálfsagt ekkert slæmur fótboltamaður, þannig séð, en ég hef ekki trú á því að hann hafi þann styrk og þau gæði sem við erum að leita að.

  Le Tissier sagði: If they [Boro] had 11 Tuncay’s they’d be in the top half of the table; this boy is quality, he works his socks off as well

  Ég veit ekki hversu góður hann er, ef það nægði ellefu slíkum mönnum bara til að komast í efri helming deildarinnar! Ef það væru 11 Gerrard í liðinu okkar, þá held ég að við myndum gera gott betur en að vera í efri helmingnum…svona til að taka fáránlegt dæmi.

  Annars er ég ekki búinn að gera þetta endanlega upp við mig, en á þessum tímapunkti er ég þannig í skapinu, að ég held bara ekki.

  Carl Berg

 8. Þessi Sanli Tuncay er ekkert betri en Yossi Benayoun og til hvers að fá þennan mann ?
  Setja markið aðeins hærra en þetta að mínu mati.

  Sanli Tuncay = NEI TAKK.

 9. Tuncay er nú í mun betri klassa en Voronin og Pennant. En er hann ekki mjög svipaður leikmaður og einn ónefndur David Silva. Ég held það sé ekki pláss fyrir þá báða. En ef Tuncay fæst á 5-6 milljónir þá verða það líklegast kjarakaup.

 10. Líkurnar 4 af 5? Ekki sammála því, Rafa hefur til að mynda opinberað áhuga á Silva og það er staðfest að Liverpool hefur verið í viðræðum við Valencia um hann. Það er því 4 af 5 en varla þetta (ég veit samt að þetta er til gamans gert :))

  Annars er varla pláss fyrir þá báða, Tuncay og Silva, þó svo að Babel fari. El Zhar er líka þarna, en mun meiri varaskeifa. Við erum þá með á bekknum (ef byrjunarliðið er Silva – Gerrard – Kuyt fyrir aftan Torres, (hljómvar vel!)) þá Riera og Benayoun sem geta leyst þessar stöður. Riera vinstra megin og Benayoun hinar tvær, auk El Zhar. Aurelio hefur líka spilað þarna vinstra megin. Hvort fleiri svona Attacking Midfielder-ar, svo ég noti FM mál, komist fyrir í hópnum veit ég ekki.

  Nema þá að hann kaupi báða og sleppi því að kaupa framherja, og noti Kuyt eða Tuncay fremstan. Vona þó að það gerist ekki…

 11. Þurfa ekki að vera solid kaup þó svo að hann hafi spilað á Englandi. Sáum nú hvernig fór fyrir Keane. Held að þessi leikmaður sé einfaldlega ekki í LFC klassa.

 12. Ég er ekki spenntur fyrir Tuncay. Mér finnst hann verri en Youssi B. og ég sé ekki að hann muni koma til að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil. Það er lykilatriði á þessum tímapunkti að kaupa rétta leikmenn og við viljum ekki endurtaka það sem gerðist 2002 en ég hef trú á því að Benitez geri það ekki. Tuncay getur spilað allar stöðurnar fremst á vellinum og er fjölhæfur og vinnusamur. Við höfum menn eins og Kuyt og Benayoun sem geta það sama.Mér finnst hann of líkur þeim leikmönnum sem við höfum fyrir og þess fyrir utan finnst mér hann ekki styrkja liðið.

 13. Tuncay er góður en mér finnst hann samt ekki það góður að hann myndi gera gæfumuninn. Auk þess er óvíst hvort hann þoli pressuna að spila fyrir einn af stærstu klúbbunum. Ég vil því ekki fá hann.

  Mér finnst menn mega ekki dæma Babel eingöngu af síðasta tímabili. Vissulega var hann ekki góður en ef tekið er mið af því að hann missti af undirbúningstímabilinu og fyrstu leikjunum auk þess sem hann fékk aldrei nokkra leiki í röð til að sýna sig þá held ég að hann eigi mikið inni. Mér finnst Rafa aldrei hafa sýnt honum nægt traust í vetur til að Babel öðlaðist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég er ekkert æstur í að selja Babel en ef við fáum yfir 10m fyrir hann má skoða það.

  Kv
  GD

 14. Ég er algjörlega ósammála því að við þurfum ekki leikmenn sem styrkja bara hópinn. Að sjálfsögðu þyrftum við að bæta við í byrjunarliðið, en það sem ég tel að hafi meðal annars orðið okkur að falli, er skortur á breidd, sér í lagi fram á við. Tuncay er ágætis leikmaður og myndi styrkja hópinn og auka breidd. En ég tel heldur ekki að hann sé að koma á kostnað stóru kaupanna.

  Varðandi Babel, þá neitar umbinn hans þessum fréttum: http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article6380687.ece

 15. Akkurur að versla af einhverju liði sem skeit á sig þessa leiktíð ég vill fá heimsklassa menn ekki en einhverja meðal jóa jú að vísu tungay er mjög tekniskur og duglegur en ekki liverpool týpa en hver veit kannski gæti hann virkað þess vegna eg er á báðum áttum

 16. Elías Hrafn, eigum við ekki bara að vera með 11 klassa leikmenn og svo 7 pappakassa á bekknum. Auðvitað þurfa lið sem ætla að vera á vígstöðvunum í öllum keppnum að vera með 22-25 frambærilega leikmenn, sem þekkja hlutverk sitt hjá liðinu og geta komið inní liðið án þess að veikja það mikið.

 17. smá þráðrán.
  Javi Martinez væri kannski góður arftaki Alonso
  Spanish starlet welcomes Liverpool interest

 18. Youssi efur nú heldur betur sannað sig seg góður leikmaður, og ég legg bara mitt traust á að Benitez viti hvað hann sé að gera + það að hann fái peninga til þess að eyða.

 19. Hefur nokkuð einhver hér sé einhverja í gær eða fyrradag vera bera hvítt/kremað leðursófasett 3+1+1 einhversstaðar í bænum?? Sófasettinu okkar var stolið nefnilega…

 20. Það er nú ekki svo langt síðan það var vinsæll sannleikur, m.a. hér á þessum vef, að YB klárlega ekki nógu góður leikmaður fyrir Liverpool.

 21. Tuncay….. er það…

  Er hann virkilega það sem við þurfum til að landa þessum stóra

 22. Fínt að fá mann sem breikkar hópinn en auðvitað er það stórt ?-merki hvort hann sé einhver rúsína í pylsuenda. Eru nokkur önnur stór lið að reyna að næla í Tuncay? Held ekki. Punkturinn er sá að við þurfum klárlega meira en bara þennan kauða.

 23. Skil ekki afhverju folk er að segja hann er ekkert skarri en yossi.
  Veit nu ekki betur en að benayoun hafi verið besti eða næst besti leikmaður liverpool seinni part timabilsins, eða það fanst mer allaveganna

 24. Sammála Tedda. Yossi var klárlega einn af top 3 leikmönnum okkar frá áramótum, skil ekki þessa samlíkingu.

 25. Ég var að lesa það að leikmenn Liverpool væru að biðja Rafa um að fá Owen aftur til Liverpool…… Hann er minn uppáhaldsleikmaður þannig að það væri bara Draumur að fá hann aftur … Hvað finnst ykkur?

 26. Ef hann kemur frítt og sættir sig við mikla launaskerðingu miðað við fyrri samning þá er mér svo sem sama.
  Hann dó svolítið í mínum huga þegar hann fór til RM.

 27. Ef það eru nokkrir vel brúkhæfir leikmenn hjá Boro af hverju féllu þeir þá?
  Það er enginn leikmaður í þeirra hópi sem verðskuldar að klæðast Liverpooltreyjunni meira er svo sem ekki um málið að segja

 28. Þórhallur, þetta er liðsíþrótt og góðir leikmenn passa ekkert alls staðar inní. Tuncay, Weather og Downing eru frambærilegir knattspyrnumenn og myndu breikka hópinn hjá bestu liðum deildarinnar.

 29. Allir leikmenn breikka hópa ef horft er á málið þannig. Við þurfum ekki þessa leikmenn. þurfum menn sem taka liðið á næsta stall ekki einhverja til uppfyllingar eigum nóg af svoleiðis mönnum.

Úrslit í Fantasy Premier League.

Torres skrifar undir nýjan samning