Babel má fara

Liverpool Daily Post fullyrða að Rafa Benitez hafi tjáð umboðsmanni Ryan Babel að hann geti farið frá Liverpool í sumar ef ásættanlegt tilboð fæst fyrir hann.

11 Comments

  1. Kemur mér alls ekki á óvart. Hefur staðið sig mjög illa ef maður orðar það fallega. Held að þetta gefi til kynna að Rafa hafi augstað á leikmanni í hans stöðu og kvarta ég ekki ef það væri David Sila, eða þá að Leto sé að fá atvinnuleyfi.
    Það er ljóst að í Babel er mikill peningur og um að gera að casha út á honum til að styrkja hópinn. Henda jafnvel Dossena, El Zhar og Cavalieri sem geta farið án þess að veikja hópinn.

  2. Þetta kemur nú varla á óvart. Var samt að vona að hann fengi eitt season í viðbót. Jæja, ætli maður verði ekki bara að sætta sig við eitt stykki David Silva í staðinn 😀

  3. Ef Silva eða sambærilegur leikmaður er að koma þá er annar að fara. Ég sé ekki fyrir mér að Kuyt, Benayoun eða Riera sé að fara fet og líklega verður Gerrard 😉 áfram svo að þetta kemur ekki mikið á óvart.

    Hefði samt viljað sjá mun meira af Babel, vonaði alltaf að hann fengi meira traust.

    Ætli hann fari ekki núna á tiltölulega lítinn pening til Arsenal og verði þar aðalkallinn!

    p.s. set þó fyrirvara á þessa frétt, efa að Benitez færi að útvarpa þessu.

  4. Ég hef alltaf bundið rosalegar vonir við Babel en aldrei neitt gerst hjá honum en hann er samt ennþá ungur og getur ennþá sprungið út og ég hefði viljað halda honum í 1 ár í viðbót en ef það fæst betri leikmaður í staðinn þá græt ég það ekki en vona þá að hann verði seldur frá Englandi.

  5. p.s. set þó fyrirvara á þessa frétt, efa að Benitez færi að útvarpa þessu.

    Ég er sammála því. En umboðsmaður Babel er hins vegar líklegur til þess.

  6. Ég væri vel til í Silva í staðinn, en ég er samt heitastur fyrir Ribéry í þessa stöðu…
    Annar þeirra, Teves og Glen Johnson til liðsins og þá erum við komin með lið sem mun vinna deildina.

  7. Hef verið að velta fjármagni Benitez fyrir mér. Nú hefur verið sagt að hann fái 20 millj. punda í leikmannakaup frá eigendum. Eru 15 milljónirnar sem hann fékk fyrir Keane í janúarglugganum inn í þeirri tölu, eða bætist sú summa við upphæðina frá Könunum? Veit þetta einhver?

  8. Sammála síðasta….
    Ég veit að það veit það enginn fyrir víst nákvæma tölu sem Benitez fær til að eyða.. Væri mikið til í blogg frá einhverjum af þessum heldrimönnum sem reka þessa síðu um hugsanlegar sölur og verð fyrir hvern og 1 cirka (að sjalfsögðu) og hvað Rafa fær miknn pening, geta myndast skemmtilegar umræður kringum það, en eg er sammála þvi að Babel hefur ekkert að gera i þetta lið, en eins og sagt er að ofan, myndi hann brillera hja arsenal td. þannig að senda mannin ur landi takk

  9. Babel hefðu því miður ekki staðið undir væntingum og alls ekki náð að byggja á ágætis frammistöðu á síðasta tímabili (þar síðasta í dag).
    Held samt að það búi heilmikið í þessum strák og ég er reyndar skíthræddur um að hann finni sig allsvakalega hjá öðru félagi þar sem hann fengi að spila meira.

    En hann má sum sé fara mín vegna og bætist þar með í hóp ungra leikmanna sem maður batt vonir við að gætu orðið verulega góðir, enn eitt glópagullið 🙁

Upphitun – Allir vegir liggja til Rómar…

Úrslit í Fantasy Premier League.