Hverjir koma? #1 – David Silva

Við hérna á Kop.is ætlum okkur á næstunni að fjalla svolítið um þá leikmenn sem helst eru orðaðir við Liverpool FC. Silly Season er formlega hafið og eigum við eftir að sjá aragrúa af leikmönnum bendlaða við komu til liðsins. Meirihlutinn af þessum sögusögnum eru akkúrat það, bara sögusagnir, en oft er erfitt að ráða í það hvort fótur sé fyrir hlutunum eður ei. Ég ætla sem sagt að ríða á vaðið og fjalla um fyrsta leikmanninn sem hugsanlega gæti verið á leið til okkar, hann er jafnframt sá leikmaður sem ég er spenntastur fyrir af þeim sem í boði geta talist.

David Josué Jiménez Silva er fæddur þann 8.janúar 1986 og er því ný orðinn 23 ára gamall. Eins og flestir vita þá spilar hann með Valencia á Spáni og þykir ákaflega eftirsóttur. Valencia eru í gríðarlegum fjárhagsvandræðum og er talið nánast útilokað að þeir geti haldið sínum sterkustu leikmönnum. Silva er ekki mikill markaskorari, þó svo að hann geti vel skotið á markið. Hann hefur skorað alls 21 mark í 118 leikjum fyrir Valencia og 3 mörk í 23 landsleikjum fyrir Spán. Kappinn er frekar smávaxinn, eða 170 cm a hæð, en bætir svo sannarlega upp fyrir það með útsjónarsemi og boltatækni. Þetta er einn mest creative leikmaður sem er á boðstólnum í dag. Talið er að hann fari ekki á undir 20 milljónir punda í sumar, líklegast yrði talan nær 25 milljónum punda sem myndi þá gera hann að dýrasta knattspyrnumanni Liverpool fyrr og síðar.

Ég er á því að þetta sé akkúrat sú týpa af leikmanni sem okkur vantar, leikmaður sem getur sprengt upp þéttar varnir andstæðinganna sem ákveða að leggja liðsrútunni sinni inni í teig. Hann og Torres virðast ná afar vel saman með landsliðinu og þetta er leikmaður sem getur spilað allar þrjár sóknartengiliða stöðurnar, hægri kantur, vinstri kantur og svo í holunni hans Stevie G. Rafa vill geta notað leikmenn sína í mismunandi stöðum á vellinum og hann hefur einnig sagt að hann hafi áhuga á kappanum, en verðið var of hátt fyrir hann við fyrsta tékk. Aldur hans er einnig fullkominn, hann telst ekki lengur bara efnilegur, heldur er hann þrælgóður, en á öll sín bestu ár eftir. Svona kappi ætti að eiga 8-10 ár eftir á topp level.

Ég vona svo sannarlega að David Silva verði efstur á blaði hjá Rafa yfir þá leikmenn sem hugsanlega gætu verið á leið til okkar. David Silva, já takk.

Ef við leikum okkur svo aðeins með líkurnar á komu hans (eins og þetta lítur út fyrir mér) þá myndi ég segja að þær væru 4/5 (5/5 telst þá vera bara nánast öruggt, en 0/5 ekki nokkur einasti séns).

42 Comments

 1. það yrði svo sweeet að fá einn mega blaster eins og hann i liðið, þó ég mest væri til i hann david villa, en það er víst ekki í umræðuefninu en meðað við hvernig villa og torres eru með spænska liðinu þá ætti engin vörn séns. en david silva er líka alveg fáranlega góður leikmaður og gæti skapað mikið að mörkum eins og sagt hér að ofan.

  En veit einhver hvenær lfc – ac milan verður sýndur i dag á lfc stöðinni?? 🙂

 2. Ég er sammála þessu. Afar spennandi kostur að fá Silva til okkur. Nú er næsta víst að Eiður fari frá Barca. Gaman að vita hvaða skoðanir menn hafa á að fá Eið í Liverpool? 😉

 3. Eftir þetta tímabil sé ég alls ekki fyrir mér mikið action í leikmannamálum Liverpool. Vörnin er góð þó skarð Sami Hyypia sé alls ekki búið að fylla (með fullri virðingu fyrir Skrtel og Agger (og Carra) þá dominera þeir teiginn ekki nærri jafn vel og Sami þegar kemur að skallaboltum. Ekki mjög líklegt en ég yrði ekki of hissa á að sjá einn nýjan miðvörð koma (spái því samt frekar fyrir næsta season). Líklegra er að við fáum einn fjölhæfan varnarmann a la Arbeloa sem getur leyst allar varnarstöðurnar….eða í það minnsta annað cover í hægri bak. Glen Johnson er þar líklegastur og verður tekinn fyrir á þessum vettvangi innan skamms.

  Þegar við förum framar á völlinn þá vona ég fyrir það fyrsta heitt og innilega að Xabi Alonso fari ekki að taka upp á því að yfirgefa klúbbinn, Eins held ég að Lucas hafi tekið afar stórt skref á þessu tímabili og verði enn betri á því næsta, það þarf að gefa honum meira frelsi til að vera sá box to box miðjumaður sem hann var í Braselíu. Gerrard og JM verða á sínum stað og miðjan því algjörlega rock solid.

  Frammi höfum við svo Fernando Torres sem í ár sýndi að hann getur skilið á milli þess hvort við vinnum mótið eða ekki (þ.e. það efast svo gott sem enginn um að við hefðum unnið mótið með Torres heilan), hann er það góður að ég efa að miklum pening verði eytt í að kaupa annan striker. Kuyt verður notaður sem back up frammi ásamt því að ég held að N´gog eigi eftir að fá mun stærra hlutverk í liðinu (ásamt jafnvel Babel verði hann áfram). Svo yrði maður ekki hissa á að fara sjá Nemeth fá svipað season og N´gog fékk nú.

  Þannig það þó mér finnist vanta einhvern stóran larf fram til að hafa þann möguleika þá tel ég að lang líklegast sé að peningum verði eytt í fölhæfan sóknar-miðjumann sem getur spilað allar stöðurnar í milli miðju og sóknar, og gert það vel. Helst myndi ég sjálfur vilja fá Ribery eða Bastian Schweinsteiger en yrði alls ekkert ósáttur við mann eins og þann sem virðist vera líklegastur akkurat núna, David Silva. Þar er á ferðinni heimsklassa leikmaður sem spennandi væri að fá.

  Engu að síður er ég nú ekkert allt of bjartsýnn á að hann sé á leiðinni til okkar, þó ég telji víst að svona típa sé að koma og væri ekkert hissa ef Benitez færi dýpra ofan í hópinn hjá Valencia og kæmi með Juan Manuel Mata í staðinn upp úr hattinum.

  Miðað við endinn á tímabilinu hjá okkur (við skoruðum 3-5 mörk í leik, sama hver andstæðingurinn var) og þá sérstaklega hjá leikmönnum eins og Benayon og Kuyt þá er þörfin ekki eins svakaleg þannig á leikmanni í þessa stöðu, sérstaklega ef maður tekur miða af því að líklega komi Riera til með að verða ennþá sterkari á sínu öðru heila tímabili hjá Liverpool. En leikmaður í þessa stöðu og hægri bakvörður eru efstir á mínum óskalista engu sð síður. Það sem heillar mig mest við Silva er að hann er líklega betri sóknarlega heldur en bæði Riera þegar hann er vinstramegin og klárlega Kuyt þegar hann er hægra megin, hann gæti líka fyllt skarðið sem Gerrard skilur eftir sig í holunni betur heldur en þeir sem við eigum fyrir. En ég veit ekki alveg hvernig vinnusemin í honum er, ef hann er einhversstaðar á milli Riera og Kuyt þá ætti það að vera í góðu lagi.

  Ég held allavega að það sé mun líklegra að David Silva eða einhver hans líkur verði nýr í búningi Liverpool á næsta ári heldur en nokkurntíma Carlos Tevez (önnur umræða) eða einhver svipaður honum, þá báðar týpur séu velkomnar.

 4. Já shit. Nú byrjar silly seasonið af fullum krafti. En á ekkert að greina tímabilið?
  David Silva. Það væri óskandi. Hann er frábær leikmaður, með góðan leikskilning, frábæra tækni og næmt auga fyrir spili í gegnum þéttskipaðar varnir. Ég er hins vegar hræddur við að hann hafi ekki það sem Benítez þarf hjá sínum leikmönnum sem er elja, dugnaður og varnarvinna. Þá er hann lítill, sem fúnkerar ekkert mjög vel í svæðisvörnina í hornum. Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér en tilfinningin er þessi og mér sýnist eins og Benítez hafi yfirleitt haft þetta í huga þegar hann kaupir leikmenn. Ég held að 80% líkur á því að hann komi lykti af gríðarlegri bjartsýni. Því miður. En eins og ég segi, vonandi hef ég rangt fyrir mér.

 5. Silva og Johnson og málið er dautt. Þá erum við virkilega vel mannaðir og getum tekið PL og vel það.

 6. Silva hljómar mjög vel í mínum eyrum. Frábær knattspyrnumaður, getur sprengt upp varnir og hann gerir líka aðra leikmenn betri. Einnig lýst mér ljómandi vel á afmælisdag hans. 🙂

 7. Ég held að við megum ekki gleyma Voronin. Hann var ekki að brilla hjá okkur síðast en þetta er samt leikmaður sem er stór og sterkur og held ég að það væri hægt að nota hann og Torres frami ef við förum í 4-4-2.
  Ég er ekki að segja að hann eigi að vera í byrjunarliðinu heldur möguleiki af bekknum.
  Þetta er leikmaður sem var að standa sig mjög vel í þýskalandi og er í byrjunarliði úkraníska landsliðsins sem er nú bara býstna gott.
  Ef við fáum 5-6 milljónir punda fyrir hann þá má selja hann en ef við erum að fá 2-3 milljón punda tilboð þá segji ég að við eigum bara að halda honum(4 milljónir punda er á mörkunum að selja).

 8. Hvað halda menn um Owen?
  Verður hann ekki bara keyptur aftur fyrir eitthvað klink þar sem að Newcastle er fallið??

 9. Ef ég man rétt Lalli # 11 þá er Owen með lausan samning í sumar, það verður því hægt að fá hann “frítt”, en hann er þó á engum lúsalaunum, eflaust þau bestu í bransanum ef horft er á það út frá spilatíma.

 10. Ég vil ekki sjá Owen aftur á Anfield! Allavega ekki í rauðri treyju! Við værum miklu betur settir að fá Obafemi Martins á slikk heldur en að fá Owen frítt ef við ætluðum að skella okkur á brunaútsölu Newcastle Utd.

 11. Annað off topic.

  En einn merkur Liverpool viðburður á fjögurra ára afmæli í dag, giskið nú á hvaða viðburður 🙂

  Hint: Stevie G svaf hjá ágóðanum af viðburðinum um nóttina.

 12. þetta sumar verður eitt mikilvægasta sumar í mörg ár! þetta er sumarið sem Benitez ÞARF að kaupa leikmenn sem styrkir liðið, siðasta sumar var hörmung í leikmanna kaupum, kannski var það R.Parry að kenna ég veit það ekki…
  En að vísu held ég að Alonso fari í sumar óska innilega að ég hafi rangt fyrir mér. En ef það kemur tilboð uppá 22-25 þá á ég erfitt með að segja nei.
  Svo las ég einhver einhverjum link að Portsmouth skuldi liverpool einhverjar 7milljónir þannig ef við getum fengið Barry(9m),Johnson(4+þessar 7) og Silvar á einhverjar 15-18. þá erum við að tala um 30 milljónir og við varla byrjaðir að eyða peningum, þá verð ég nú ekki eins sár ef alonso fer.

 13. Ég held að þetta hafi allt saman verið planað í fyrra, Rafa þekkir vel til hjá Valencia og vissi alveg að þeir væru að fara á hausinn að ári, þannig að hann keypti eitt stykki Riera til að eiga sem skiptimynt fyrir Silva seinna meir, þannig að Valencia gerir sér að góðu þokkalegan kantmann og við fáum einn heimsklassa mann í staðinn, eða hvað? Kannski bara skjóta Babel með í pakkann til að standa á sléttu.

  • en afhverju Silva ekki David Villa ? ? ?

  Afþví að Villa hefur gert fátt annað síðan í janúar en að segja að hann vilji vera áfram á Spáni. Einnig eru Barca og Real (og reyndar Man City þrátt fyrir að þeir séu varla contenders í þessu) tilbúin að borga mun hærri upphæð fyrir hann en LFC.

 14. Góð grein SSteinn og að mínu mati væri David Silva klárlega leikmaður sem ég myndi vilja sjá hjá Liverpool. Að mínu mati gerist það þó aðeins ef Albert Riera fer frá klúbbnum, því þrátt fyrir ákveðinn hæðarmun eru þeir að mínu mati einum of líkir leikmenn til að geta verið báðir í hópnum okkar.

  Þetta fer allt eftir Rafa. Ef hann er búinn að ákveða að Riera sé ekki nógu góður fyrir topplið þá get ég séð hann fyrir mér skipta Riera út fyrir pening og pláss í hópnum til að fá David Silva en ef hann ákveður að halda Riera og eyða peningunum og athyglinni í aðrar stöður hópsins sem þarf að styrkja er það í góðu lagi mín vegna. Ég var svona heilt yfir hrifinn af Riera í vetur þótt hann hafi verið mjög kaflaskiptur hjá honum en ef hann verður áfram gætum við búist við honum stöðugri og jafnvel enn betri næsta vetur (svipað og Yossi var í vetur eftir misjafnt gengi í fyrra).

  David Silva, já takk en ég skal alveg vera sáttur við áframhald Riera líka. Það er mín skoðun. Fyrir mér gæti verið líklegra að Rafa kaupi ódýrari kost eins og Daniel Pranjic eða bíði eftir Stewart Downing í janúar (þegar hann er orðinn heill af meiðslum og búinn að spila sig í gang aftur með M’boro í Championship-deildinni) og treysti á Riera á meðan.

 15. Vá hvað ég er lítið spenntur fyrir Stewart Downing… Finnst hann ekki hafa staðið undir væntingum, en er reyndar hjá slöku félagi.

 16. Hef engan fucking áhuga að fá einhvern skíta downing það er bara skítur myndi frekar vilja fá hamann og biscan í staðinn kaupinn sem eg vill fá er silva villa ribery ramos tevez einn af þeim yrði alvöru kaup

 17. Klassa comment # 26

  Og til að bæta ofaná það …. Ramos … er þetta djók ?

 18. sergio ramos mundi aldrei hondla ensku deildina, hann mundi grenja allan timan.

 19. Ég er reyndar á því að Silva og Riera eigi báðir heima í Liverpool liðinu, Silva er einfaldlega það fjölhæfur leikmaður að hann á eftir að nýtast inná þó svo að Riera sé einnig inni á vellinum, sér í lagi þar sem við erum að eiga við lið sem pakka í vörn á Anfield.

  En leikmannaglugginn opnar 1. júlí.

 20. Það er verið að tala um David Wheater á 3m. hvernig líst mönnum á það?

 21. Skil ekki fólk sem vill fá David Villa frekar en Silva, svo ég endurtaki komment mitt hérna frá því áður, Torres var milli-slakur á EM þangað til í úrslitaleiknum eða þangað til Villa var meiddur og hann fékk second striker fyrir aftan sig, ekki þegar hann var second striker. Villa skoraði og naut þess að vera main striker en Torres skoraði 1 i fyrstu 5 leikjunum og var alltaf tekinn útaf fyrir Guiza, Silva er hinsvegar leikmaður sem getur spilað í riera stöðunni þar sem vantar mest og getur coverað Kuyt eða Gerrard ef þeir/Torres meiðast(og þá fer Kuyt upp á topp)

 22. Djöfull væri ég til í að sjá Hamann koma aftur! Langur og fagur og þýskur á velli. (#26)

  Kaup á Downing yrðu merki um að við settum ótrauðir stefnuna á UEFA sæti. Hann er í besta falli örvfætt útgáfa af Pennant, í lið eins og Portsmouth. Tevez, Barry, Johnson, Silva. Ef tveir af þessum kæmu væri ég himinlifandi, þetta verður afar spennandi í sumar.

 23. Held að það sé algjör óþarfi að kaupa Wheater, tala ekki um ef við kaupum Johnson sem hefur spilað miðvörð nokkrum sinnum.

  Verð sáttur ef Johnson, Barry og Silva koma. Ekki væri verra að fá einhvern sóknarmann til að styrkja hópinn og er ég mjög hrifinn af Kenwyne Jones. Það eru svosem margir aðrir verri kostir en Wheater fyrir 3 milljónir. Tevez er held ég bara orðrómur til að bögga Fergie.

  Tel vel hægt að fjármagna þessi kaup með sölu á Voronin, Babel og Dossena ásamt minni mönnum.

 24. Reynum kannski aðeins að hafa þetta skemmtilegt og smá pælingar á bakvið póstana……..ekki að ég taki ekki heilshugar undir með Nr. 39 😉

 25. Ég legg til að við fáum Juninho frítt (frá Lyon). Betri spyrnumaður er líklega ekki til í Evrópu í dag. Ef við fáum ekki Barry en höldum Xabi væri fínt að fá hann sem þriðja eða fjórða mann á miðjuna. Hann yrði varamaður með Lucasi og er einnig góður fyrir aftan framherjann.

  Gjörsamlega stórkostleg mörk sem þessi maður hefur skorað. Sjá hér: http://www.youtube.com/results?search_type=&search_query=Juninho+Pernambucano

  Fréttin um að hann fari frítt frá Lyon er hér:
  http://mbl.is/mm/sport/fotbolti/2009/05/26/juninho_yfirgefur_lyon/

 26. Hugmyndin hans Hjalta #41 er ekki algalinn. Þetta væri ekkert ósvipað “múv” og þegar Gary nokkur macallistair var fenginn á sínum tíma.

  Alveg eins og Gerrard talar um hvað hann lærði mikið af Macalistair. gæti Juninho kennd Lucas eitt og annað

3 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

 3. Pingback:

Liverpool 3 – Tottenham 1

Liverpool bloggið fimm ára!