Neil Warnock er hræsnari …

… og hreinlega, fífl.

pirringur\

Aldrei fyrr hefur skítkast verið upphafssetning færslu á þessari síðu en ég bara get ekki annað en brotið eigin reglu hér. Eins og Jökull bendir á í ummælum síðustu færslu birtist fyrr í vikunni eitthvert kostulegasta viðtal allra tíma við Neil Warnock, þjálfara Crystal Palace.

Rifjum aðeins upp: fyrir tveimur árum var Liverpool í úrslitum Meistaradeildar. Rafa Benítez brá á það ráð að hvíla leikmenn í lokaleikjum deildarinnar enda að engu að keppa þar, fyrir úrslitaleikinn, en þá var Neil Warnock þjálfari Sheffield United sem voru í botnbaráttunni. Við það tækifæri lét hann eftirfarandi orð falla um Rafa Benítez:

“Integrity, doing what is right for the game, comes way down Rafa’s list of priorities. Maybe Rafa gets a yearly hamper from Harrods for his team selections.

It’s part of a big club’s mentality. They look after themselves and they don’t bother about anyone else.

‘I’m still very bitter about it and personally I hope Liverpool never win another trophy under Benitez. I like them as a club but I would be very pleased to see them win nothing.”

Warnock fannst sem sagt algjör hneisa að Rafa hvíldi menn í leikjum gegn liðum sem voru enn í botnbaráttunni og fannst það gefa þeim liðum ósanngjarnt forskot í lokaleikjunum.

Nú, tveimur árum síðar, eru það hins vegar Man Utd sem eru í úrslitum Meistaradeildar. Þeir eiga deildarleik um helgina gegn Hull, leik sem skiptir Utd engu máli þar sem þeir hafa þegar tryggt sér titilinn en skiptir Hull öllu máli þar sem þeir eru að berjast við falldrauginn. Sir Alex Ferguson hefur þegar staðfest að hann muni hvíla lykilmenn í þessum leik.

Hér er það sem Neil Warnock hefur um þessa ákvörðun Ferguson að segja:

“It’s just the luck of the draw. It’s just how it happens, that’s life.

At the end of the day Newcastle still have to get a result at Villa and Sunderland have to get a result, possibly. They have to worry about themselves.

It is disappointing when you do see they are not playing their top man but Alex is single-minded and I don’t think for one minute he will be concerned, when he picks his team, what happened to Neil Warnock or what happens to Alan Shearer or Phil Brown.

Manchester United’s youngsters can always get a result against anybody on their day.”

Sem sagt, þegar Rafa hvílir leikmenn í deildinni fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar er það eigingirni, óvirðing við enska knattspyrnu, vottur um slæmt innræti og mögulega sönnun þess að Mohammed Al Fayed, eigandi Fulham, hafi mútað Rafa í skiptum fyrir að mæta varaliði okkar.

Þegar Sir Alex Ferguson, sem virðist hafa framið einhvern galdraseið yfir öðrum stjórum í Englandi því það sleikja allir á honum görnina, gerir slíkt hið sama er það bara hluti af leiknum og unglingar Utd munu örugglega standa sig vel hvort eð er, ekki satt?

Neil Warnock, hræsnari og fífl. Þetta er sami maður og hélt því einu sinni fram eftir bikarleik á Anfield að Stephane Henchoz hefði hrækt á sig en gat ekki sannað það, þótt myndavélar hefðu náð meintu rifrildi þeirra á myndband og þar sæist enginn hráki fljúga. Þessi sami maður vill Rafa allt illt en fær ekki nóg af því að beygja sig fram á borðið fyrir Ferguson.

Er það svo að furða þótt Liverpool-mönnum þarna ytra finnist þeir stundum vera einir á móti öllum?

Bónus: Er það venjan hjá blaðinu Guardian í Bretlandi að gera myndasyrpur um öll misheppnuð kaup þeirra Ferguson, Wenger og fleiri stjóra stórliða í Englandi? Hefur einhver gert myndasyrpur og talið upp menn eins og Kleberson, Verón, Blanc, Forlán, Nani, Anderson (og ykkur finnst Lucas vera slappur) og svona mætti lengi telja, eða þeirra Diawara, Grimandi, Stepanovs, Cygan, Diaby, Eboue og svona mætti lengi telja, hjá Utd eða Arsenal?

Nei, ég minnist þess ekki að hafa séð slíkar myndasyrpur. Sem gerir það enn meira pirrandi að horfa upp á slíka myndasyrpu til heiðurs Rafa og Liverpool, af engu tilefni, á forsíðu Guardian-vefsins þessa vikuna.

/pirringur

40 Comments

 1. Held nú, Guardian til varnar þá eru þeir að bregða upp þessari myndasyrpu vegna yfirlýsingar Benitez um að hann mætti ekki gera fleiri mistök á leikmannamarkaðnum og þ.a.l. ekki beint að grafa þetta upp bara til gamans.

  Annars er Warnock hálfgeðveikur og segir allt um hans hatur á Benitez þegar hann segir að hann voni að Benitez vinni aldrei titil með Liverpool. Merkilegt að FA skuli ekki áminna hann fyrir þessi ummæli í staðinn fyrir að reyna friða Benitez og Fergie.

 2. 3#Þetta er bara ekki í fyrsta skipti sem svona er gert.

  Ég hef oft haft á tilfinningunni að blaðamenn í UK séu að keppast við stjórana að sleikja görn Ferguson. Og svo finnst mér fréttamenn hér heima jafn duglegir að því, og þegar ég sé neikvæða umfjöllun um Liverpool á t.d vísi þá er það yfirleitt Henry Birgir eða ónafngreindur sem skrifar og vitna ekki í heimildir.
  Ég er kominn með nóg af umfjöllun fjölmiðla hér heima hvort sem það er á blaði, netinu eða sjónvarpi. Það að hlusta á Hansa Bjarna vera að fjalla um Man U eða Liverpool í kvöldfréttum er bara ekki sambærilegt, og að hafa Óla Þórðar, Magga Gylfa og Hemma Gunn í umfjöllun í meistaradeildarþætti finnst mér bara ekki sanngjarnt, nema þá að það sé einn Liverpool meður í settinu sem mótvægi við þá. Og svo er Höddi Magg talinn hlutdrægur……

  Frá því að ég var krakki og hlustaði á bylgjufréttir og las morgunblaðið sem það eina sem ég gat fengið fréttir af Liverpool hefur margt vatn runnið til sjávar. Netið hefur kennt mér það að grípa ekki upp fyrstu frétt af íslenskum miðlum og hugsa smá gagnrýnt og leita að heimild, eða ef hún er ekki fara í aðra miðla og gá hvaða fótur er fyrir henni.

 3. Fyrirgefið þráðránið

  En ég er að horfa á úrslitaleik UEFA-cup. Sem merkilegt nokk er spilaður í Istanbul.

  Mér líður eins og ég sé að kíkja á gamalt fjölskyldualbúm. klárlega uppáhaldsvöllur minn, fyrir utan Andfield auðvitað.

 4. 5 – Sigurjón:

  Þetta er ekki sami völlurinn … Leikurinn 2005 var á “Ataturk Olympic Stadium”, en þessi leikur er á “Sukru Saracoglu Stadium” … nema það sé einn og sami völlurinn. Ef það er tilfellið þá viðurkenni ég eigin fáfræði 🙂

 5. En svona on topic …. þá er spurning hvað hefur breyst í kollinum á Warnock á þessum 2 árum ??

  Afhverju gengur enginn fréttamaður á hann og spyr hann útí ummæli sín um Rafa/Liverpool fyrir tveim árum og afhverju það sama ætti ekki að eiga við um Alex/Mutd í dag?

 6. Neil Warnock getur ekki þjálfað lið í efstu deild á Englandi. Hann er of takmarkaður til þess að geta náð árangri. Hann er svona lame dude sem nýtur sín best með Gauja Þórðar í 4.deildinni. Gæti sennilega náð ,,rosa” árangri með Luton Town eða sambærilegt lið. Það er oft furðulegar ráðningar á knattspyrnustjórum í Englandi. Skítlélegir leikmenn allt í einu dúkka upp sem manager hjá liði. Gæjar sem voru bara fyrir í boltanum. Nefni ég nöfn eins og:
  Nigel,,Worthless” Worthington, Iain Dowie,Gareth,,hrossakjaftur” Southgate,
  ….ég bíð bara eftir að Nick Barmby fari að þjálfa.

 7. Klassa pistill. Gaman að lesa svona pirrings pistla. Meira af þessu í framtíðinni.

 8. warnock er náttúrlega bara djók, þessi maður er fáranlegur.

  annars er maður vanur óréttlátri umfjöllun um liverpool, e-ð sem menn virðast þurfa að lifa við, óþolandi

 9. Hver er þessi Warnock annars – og hvaða máli skiptir hvað einhver svona strigakjaftur segir? Það er vitamál að breskir framkvæmdastjórar halda vel hópinn og maður þarf bara að taka því sem gefnu. Allt tal, jákvætt og neikvætt um LFC stafar af því að fólk skynjar að við erum við það að ná toppnum!

 10. Ekki nóg með það þá stóð hann fyrir lögsókn á West Ham eftir að liðið hans féll vegna Teves. Þetta var til þess að allt varð vitlaust í kringum Mascherano þegar hann kom til Liverpool og til stóð að kæra Liverpool í þeim leikjum sem hann spilaði. Veit ekki hver var munurinn á láni hans til Liverpool á þeim tíma og Teves hjá Man Utd núna.
  Þessi ummæli dæma sig sjálf. Maður er náttúrulega ekki alveg heill og það væri bara gaman að sjá hann í úrvalsdeildinni aftur til þess eins að sjá Benitez rúlla yfir hann á vellinum.

 11. Þetta er auðvita fyndið og óþarfi að gera stórmál úr því þegar einhver afturkreystingur(finnst þetta skemmtilegt orð) tjáir sig.

 12. 9 S.Jónss:

  Já, hver man ekki eftir því þegar Arsene Wenger sólaði sig í gegnum Ítölsku vörnina og skoraði sigurmarkið á HM. Eða, þegar Rafael Benitez tryggði Spánverjum Evrópumeistaratitilinn 1970…

  En svona í raunveruleikanum, þá þarf ekki að vera mikil tenging á milli hæfileika manna sem leikmenn og sem þjálfarar / framkvæmdarstjórar. Ég er nokkuð viss um að Southgate hefur náð miklu betri árangri sem leikmaður en Benitez, en ég er alveg viss um það hvorn ég vil frekar til að stjórna Liverpool.

 13. Hjartanlega sammála þér Kristján og þetta er alveg rétt sem kemur fram.

  Alex Ferguson virðist njóta óttablandnar virðingar og Rafa sá eini sem þorir að gagnrýna hann. Svo fær Rafa gagnrýni og skammir fyrir að tala um staðreyndir varðandi þetta gamla hró. Hann virðist hafa flesta þjálfara og fjölmiðlamenn í vasanum.

 14. Þessi listi Guardian er svo bráðskemmtilegur og sýnir ef til vill kænsku Benitez best ef að þetta eru tíu verstu kaup hans.

  Josemi, Kromkamp, Nunez, og Gonzales kostuðu allir undir fimm miljónum punda og við fengum einhverja peninga fyrir þá til baka. Hvaða væntingar ber þjálfari til leikmanns sem kostar 2-3 miljónir punda???

  Bellamy gerði engar rósir en við græddum á honum samt 1,5 miljónir punda. Babel á enn séns á að sanna sig og fyrir Keane fengum við stóran hluta upphæðarinnar til baka. Itjandje kostaði ekki krónu, hvernig í ósköpunum eru það slæm kaup að fá eitthvað frítt???

  Morientes og Pennant eru þeir einu á þessum lista sem má telja sem léleg kaup.

 15. Þetta er náttúrulega bara fíflaskapur í Neil Warnock, en það þíðir víst lítið að ergja sig á þessu. Þetta sínir bara, að það eru ekki bara við Liverpool menn, sem höldum að allir séu á móti okkur, heldur er það satt. En annars, í slúðurpakka dagsins á fótbolta.net, stendur að Real bjóði 23 millur í Alonso.. Er nokkuð eitthvað vit í því?

 16. Ef Carrick er 18 miljón punda maður þá er Alonso 54 milljón punda maður. Finnst þessi listi hjá Guardian hálf kjánalegur, mörg kaup þarna sem við græddum á. Hvernig getur það verið slæmt.

 17. Þessi listi hjá Guardian er mjög skrítin, þarna eru kaup eins og Bellamy (sem skilaði gróða) tekin með, ásamt ódýrum mönnum eins og Josemi (í kringum 2m ef ég man rétt) sem og Kromk. Jú jú, vissulega voru þessir menn engin Hyypia kaup, en þeir eru hinsvegar langt frá því að vera eitthvað í líkingu við Diouf eða Nani, kostuðu brotabrot af þeim upphæðum sem voru nefndar í pistlinum hér að ofan.

  Það væri líka allt í lagi að taka “góðu” kaupin með þarna inní, Reina, Agger, Alonso, Arbeloa ofl, sem myndu allir fara á hærri upphæð í dag ef þeir yrðu seldir og eru margir hverjir toppklassaleikmenn.

 18. Mér finnst þessi listi Guardian sýna að slæmu kaup Benitez eru ekki svo slæm. Liðið tapaði ekki miklum peningum á þessum leikmönnum og þeir flestir voru ekki hjá liðinu mínútu lengur en það tók Benitez að átta sig á því að þeir myndu ekki standa sig. Þeir troða m.a.s. varamarkverði þarna inn sem kostaði ekkert og kom með engar væntingar og hann er ekki einu sinni þarna inni af knattspyrnulegum ástæðum!

 19. Ashcroft nr 23 þetta er helvíti fín lesning. gaman að sjá þetta svona vel sett fram.

 20. Bara svona til að vera “the devil´s advocat” þá vil ég nú segja að ég er óánægður með það þegar Benítez teflir fram veikara liði og tapar, sama hvort eitthvað sé í húfi eða ekki. Man reyndar ekkert hvernig umræddur leikur fór. Við erum ekki búin að sjá ennþá hvort Ferguson á eftir að tapa leiknum og hugsanlega fer þessi umræða á flug ef Hull nær að bjarga sér gegn b-liði Scums.

 21. Röfl í rugluðum englendingum….who cares?

  Annars er það einkenni á islenskum stuðningsmönnum hinna nýkrýndu meistara að röfla og tuða yfir nr 2 í ár alla þessa viku. Hvers konar sigurgleði er það eiginlega?????

 22. Hárrétt meistari Kristján.

  Rafa hefur síðan Mourinho fór setið undir stöðugum árásum breskra fjölmiðla sem pissa í sig af hræðslu yfir Alex gamla. Neil Warnock sýnir bara loks hvers kyns kjáni hann er og hversu víðáttuvitlaust þetta alla tíð var.

  Varðandi kaupin held ég að ég sé búin að skrifa nóg um þau, við erum allavega ekki með mann í stólnum sem er hálfdrættingur í leikmannakaupamistökum á við hr. Ferguson. Munurinn er bara sá að hann hefur getað keypt það marga dýra og góða snillinga að inná milli geta þeir leyft farþegum að fljóta með…

 23. Málið er bara að meðan að Benitez er ekki að vinna neina titla hjá liverpool að þá er hann gagnrýndur fyrir allt sem hann gerir, hvort sem hann á það skilið eða ekki. Ferguson hinsvegar er maður sem er búinn að skila man utd fáranlega mörgum titlum, sérstaklega á síðustu árum, þannig að hann kemst upp með ýmislegt sem að Benitez gerir ekki. Í þessu djobbi að þá vinna menn sér inn virðingu hjá blaðamönnum og öðrum þjálfurum með titlum, í ár er Ferguson búinn að vinna deildina, deildarbikarinn og er kominn í úrslit í meistaradeildinni. Hver er undir smásjánni eftir þetta tímabil? Auðvitað Benitez

 24. 28 kobbih af hverju heyrir maður þetta ekki hjá Arsenal eða Chelsea? 0 titlar hjá báðum (þó Chelsea eigi séns á einum)

 25. Sammála kobbih, held að þetta sé alveg rétt hjá þér, um leið og við tökum titilinn þá mun þetta breytast.
  Jói, held bara að það sé munur á að hafa ekki unnið deildina í 19 ár eða hafa unnið hana fyrir 3 árum (Chelsea) og svo 6 eða 7 ár hjá Arsenal.
  Svo fær Wenger frið vegna þess að hann er víst að byggja upp ungt og upprennandi meistaralið : )
  Menn mega bara helst ekki láta þetta trufla sig, svona lagað hefur áhrif á einbeitingu.
  Ég ef aldrei á mínum fullorðins árum verið eins viss um að við hömpum titlinum næsta vor, þá mun allt svona pirr hverfa 🙂

 26. Þetta er samt svo undarlegt með alla þá pressu sem er lögð á herðar knattspyrnustjóra Liverpool. Oft finnst manni á umræðunni að Benitez beri ekki einungis ábyrgð á titlaleysi síðustu 5 ára heldur öllu fjandans 19 ára tímabilinu sem “þurrkurinn” hefur staðið yfir. Það er auðvitað ekki sanngjarnt.

 27. Þetta flokkast kanski undir þráðrán. Ég var að frétta það að Teves komi til LIV, og að verðið sé 5o kúlur (eins og er kallað hér) 26 strax og 8 næstu 3 árin semsagt 3ára samning. hefur einhver frétt þetta eða er þetta bara bull?

 28. Sælir félagar
  Að mörgum ólöstuðum er Kristján líklega skemmtilegasti pistlari þessarar síðu. Hann er góður í góðu og jafnvel betri í pirringi.
  Hitt er svo annað hvort við eigum að láta vanmetakindur og mannblöðrur vera að pirra okkur. Refurinn ákvað að berin væru súr þegar hann gat ekki náð þeim. Eins er það með Warnock, aumingja kallinn, hann getur aldrei náð þeim hæðum að verða stjóri hjá stórliði hvað þá að vinna titla af neinu tagi. Því á hann þá einustu von að sleiki hann görnina á dramadrottningunni Fergie tandurhreina á hveju tímabili þá komist hann í krúið hjá kerlingunni á Gamla klósettinu.
  Við verðum að fyrirgefa hirðfíflum Frú Fergie því þau eru bara að hafa ofaní sig og á. Í rauninni hafa svona afturúrkreistingar (mér finnst þetta líka skemmtilegt orð) enga vigt og orð þeirra hitta þá sjálfa fyrir.
  Það er nú þannig

  YNWA

 29. Gummi Daða : Hvað setur þú á mannin margar kúlur. Keane kom fyrir 20 kúlur, er ekki 50 þokkalegt eða hvað?

 30. Þetta Tevez slúður er gamalt, þessi upphæð innihéldi þá laun hans út samninginn. Ferskustu fréttirnar eru að umbi Ezequiel Lavezzi staðfesti boð frá Liverpool sem var víst hafnað.

 31. Sæll Már (36)

  Ég hef reyndar ekki lagt sérstakt mat á hvað væri rétt verð og áttaði mig heldur ekki á að launin og allt væri inní þessu. Hann er augljóslega betri en Keane, sem að vísu er breskur og mér fannst hann vera dýr, og verri heldur en Torres. Með Torres og Gerrard frammi sé ég ekki að Teves ætti fast sæti í byrjunarliði. Kalt mat 20-25m.

  Ég held að Liverpool muni aldrei borga 50m fyrir einn leikmann, félagið hefur bara ekki efni á því.

  GD

 32. Teves er svo ljótur að aðeins blind móðir gæti elskað hann. hann er ekki meira en 15-18 miljón punda virði. En er eru menn að sjá að hann bæti einhverju við okkar lið…held ekki.

Hverjir fara?

Xabi …