Og þá er það Arsenal

Jæja, næst síðasti leikur Man U á tímabilinu er í dag gegn Arsenal. Einsog ALLIR sem að lesa þessa síðu vita, þá þarf United bara eitt stig í síðustu tveimur leikjunum sínum til að tryggja sér titilinn.

Það eru svona 98,5% líkur á að það gerist, en maður hefur svo sem lært það í gegnum tíðina að missa aldrei trúna á Liverpool. Við gefumst því ekki upp fyrr en allt er búið.

Arsenal liðið vill varla leyfa United að fagna titlinum fyrir framan þá, þannig að það hlýtur að vera nægileg hvatning fyrir þá til að gera eitthvað í dag. Þeirra tímabil er búið og þetta er þeirra síðasti sjens til að sýna að þeir eru ekki bara samansafn brothættra kjúklinga. Þeir hreinlega verða að sanna sig í dag. Arshavin mun líklega spila með Arsenal í dag og það að sjá hann taka sitt bjánalega fagn nokkrum sinnum í dag myndi aðeins lækka í mér reiðina eftir hið hrikalega ósanngjarna jafntefli sem að Arsenal náði á Anfield fyrir nokkrum vikum.

Ég er orðinn hundleiður á að halda með öðrum liðum en Liverpool síðustu vikurnar, en svona er ástandið víst. Þannig að ég segi bara ÁFRAM ARSENAL!

25 Comments

 1. Ég neita að gefast upp….trúi því að við tökum titilinn. Arsenal vinnur 2-1 í dag og svo verða úrslit tímabilsins þegar Hull tekur ManUre 1-0.

 2. Auðvitað heldur maður með Arsenal í þessum leik, en mér líður svolítið eins og feitum maðk sem þrátt fyrir að vera kominn með öngulinn í gegnum sig, heldur enn í þá von að veiðimaðurinn hætti nú við að kasta inn í miðja þvögu stökkvandi stórlaxa :/

  Vil nú samt benda á þá tölfræði að af þessum 10 titlum Scums í Úrvalsdeildinni þá hafa þeir aðeins einu sinni getað tekið á móti dollunni á Gömlu Skítavöllum.

  Þetta var mitt framlag til uppbyggingu vonar 🙂

  Áfram Arsenal!

 3. Ég ætla að koma með síðbúið þakklæti til Liverpool og stuðningsmanna að liðið þeirra skaut Man U. niður á jörðina með því að rótbursta þá fyrir nokkrum vikum. Markið sem Torres skoraði, og kom Liverpool í leikinn, var afhjúpun drambs hjá Vidic sem hélt að hann gæti gengið á vatni og væri sprettharðari en spænska eldflaugin. Mínir menn voru að vísu full lengi að jafna sig eftir löðrunginn og töpuðu í beinu framhaldi fyrir Fulham en við verðum að vera sanngjarnir í umræðunni: ManU er búið að vera jafnbesta liðið á þessari leiktíð.

 4. Sælir félagar
  Það er gaman að svona sæmilega málefnalegum Mu aðdáanda eins og Páli Vilhjálms og ég held að ég verði bara að vera sammála honum.
  Hvað Arsenal varðar þá er ekki nokkur ástæða til að búast við neinu af þeim. “Snillingurinn” í stjórastólnum hjá þeim átti ekkert svar við leik MU í meistaradeildinni og þeð er ekki ástæða til að halda að hann eigi þeð í dag.
  Í leik okkar manna við þá var einstök heppni Arsavin sem skóp jafntefli þeirra við okkur þrátt fyrir að Liverpool væri betra á öllum sviðum fótboltans í leiknum. Það var semsagt ekki snilld “snillingsins” sem bjargaði Arsenal frá stórtapi þar heldur sá eiginleiki fótboltans að allt getur skeð í þeim leik. Það er líka eina breytan sem getur gefið Arsenal vinning í dag þrátt fyrir að MU sé mikið, mikið betra lið en Arse.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Uss.. Það er altílagi að vona að Arsenal vinni, en Hull.. það á ég erfiðara með að trúa. En ég vona það náttúrulega!

 6. Ég er að fara í partý með fullt af Mönnum í kvöld. Ef þeir vinna titilinn í dag þá er nokkuð ljóst að ég kem til með að gista fangageymslur í nótt og næstu daga.

 7. Hehe, flottur Eisi! En er að horfa á danska útsendingu frá Trafford, og það lítur út fyrir að ManUtd aðdáendum langi mjög mikið að vinna þennan 18. titil. Það væri náttúrulega flott að taka hann af þeim í ár, en líka, ef þeir vinna hann í ár, og fara að monta sig, svo tökum við hann á næsta ári. og þarnæsta. og altaf bara.

 8. Hvað er að Asharwin?! Hann er hálfum metra frá gaurnum sem hendir sér upp í loftið í slíku sirkúsatriði að annað eins hefur ekki sést síðan.. tja… neinei, þetta er svosem daglegt brauð meðan Ronaldo er meðal vor, .. .en kommon!! Hann tók gula spjaldinu eins og það væri hrós…

 9. Sigkarl, þessi “snillingur” hefur nú unnið deildina 3 sinnum, eitthvað sem ykkur hefur ekki tekist í 19 ár, og gerði það án þess að tapa leik í eitt skiptið.

 10. Tevez….þetta er greinilega maður sem var að fara út af í síðasta sinn fyrir félagið. Kæmi mér mjög á óvart ef hann verður áfram hjá ManUre.

 11. Jæja, Man U er 5 mín. frá þessu. Tökum þetta á næsta ári. Fáum mögulega Tevez og þá erum við með svo gott framherjapar.

  Eigum ekki að lenda í öðru sæti með bara 2 töp. Það er bara þannig.

 12. Voru ekki 3 mínútur í uppbótartíma ? Undarlegt að dómarinn bætti ekki meira við vegna skiptingarinnar á Rooney en jæja maður verður víst að óska Man.Utd mönnum til hamingju 🙁

 13. æjji fokk… Þetta er nú samt búið að vera besta árið uppá deildina í mjög langan tíma.. Við tökum þetta pottþétt á næsta ári. Man Utd ættu að fagna eins og þeir geta, vegna þess að þeir fá deildina ekki gefins eftir þetta.

 14. Minimum of 3 minutes added time fer greinilega niður í 2:54 ef gerð er skipting sem tekur 1 mín í uppbótartíma.

 15. Það væri betra að enda í 4 sæti en vera svona stutt frá þessu og það á eftir scum United.

 16. Vil óska United-mönnum til hamingju með þennan titil. Get ekki sagt að það séu hjartanlega innilegar hamingjuóskir, en maður verður að vera góður tapari til að geta verið góður sigurvegari. Og hafið það á hreinu, okkar sigurstund í þessari blessuðu deild nálgast.

 17. Sælir félagar
  Það fór eins og ég spáði. “Snillingurinn” Wenger og hinir “frábæru” lærisveinar hans sýndu hvað þeir eru góðir. Markaskorun þeirra í samræmi við gæðin og Arsavin sannaði hvað hann var heppinn í leiknum á móti Liverpool á dögunum.
  3 titlar eins og Joe minnist á eru frábærir í safni Arse og “snillingsins”á titlum. Það eru færri titlar en bara meistaradeildar Liverpool. Hlægilegt lið þetta Arse lið og hafa heilt yfir spilað ömulega í vetur. Því miður. MU vel að titlinum komið en við skulum vona að það verði öllu erfiðara hjá þeim á næstu leiktíð. Ég á von á að 3 efstu liðin verði þá í harðri baráttu en lið “snillingsins” mun verða í allt öðrum flokki og verður ekki áhyggjuefni næstu leiktíðar Til hamingju MU og fylgismenn þeirra!
  Það er nú þannig

 18. jæja. ætli maður verði ekki að óska frændunum í manchester til hamingju með titilinn, þótt að maður hefði náttúrulega frekar viljað sjá hann koma til Anfield.

 19. Á þeim tíma sem ég hef fylgst með Man Utd hafa þeir orðið meistarar 11 sinnum en Liverpool aldrei.

  18 TIMES AND THATS A FACT!

 20. Er það þá ekki bara málið að leyfa öllum ungu og fersku strákunum að spila leikina 2 sem eftir eru ? Ég vil sjá bara ungan leikmann í hverri stöðu á morgun, skiptir engu andskotans máli hvort við verðum í 2 eða 3 sæti !

 21. Joe, já já en ég var ekki fæddur þegar Arse vann meistaradeildina!!!

 22. Svar númer #24 er mér mjög að skapi!!!

  Það skiptir okkur miklu máli að ná 86 stigum í þessari deild og enda hana á fullum krafti. Marklaust að henda ungum mönnum inn bara til að henda þeim inn…..

Tólfti maðurinn / Nýr búningur

WBA á morgun.