Koma svo Wigan

Jæja, í kvöld fara Man U menn til Wigan.

Við verðum að leggjast á eitt og senda fallega strauma til Wigan manna. Því miður spilar gamli Liverpool markvörðurinn Chris Kirkland ekki leikinn þar sem hann er (wait for it…) meiddur.

KOMA SVO WIGAN!!!

62 Comments

  1. haha alltaf gott að hafa trú. En verkefnið er afar einfalt hjá Man Utd í næstu leikjum. 4 stig í 3 leikjum ætti ekki að vera flókið fyrir lið eins og United. Þeir VERÐA að ná þeim og það er það sem þeir gera… því miður… Hef líka aldrei mikla trú á þjálfurum sem mæta Ferguson sem eru fyrrverandi leikmenn. Og hvað þá Richard Kingson í markinu!

    En vonin lifir svosem…

  2. Ég hef voða litla trú á að þeir taki stig, en ég hef endalausa von..!

  3. Jæja þá er ærlegri bænastund lokið. Hún hófst á faðirvorinu og endaði á Elvis Presley ábreiðu og svo YouTube-markasýningu með Fowler í aðalhlutverki. Maður biður til allra guða á svona ögurstundu. 😉

    Mikið er þetta Wigan-lið nú samt frábært. Menn eins og Kirkland, Palacios, Heskey og Ryan Taylor. Þetta lið getur alveg velgt United-mönnum undir uggum.

    Nei, bíddu við … þeir eru víst allir farnir. Koma svo MIDO!

  4. Wigan komið yfir. Nú er bara að pakka EKKI í vörn. Áfram svona drengir. Frábær leikur annars.

  5. jaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaááááááá!!!!!! ekki taka svo Tottenham á þetta … takk….

  6. ég þori bara ekki að fagna þessu marki….miðað við það sem ég fékk í andlitið á mér þegar ég fagnaði stöðu Tottenham.

  7. Fögnum ekki, annað Tottenham dæmi getur gerst og Macheda getur gert eitthvað leiðinlegt.

    Ég segi eins og Jónsi, eki jinxa þeetta!

  8. Ég sendi Figueroa góða strauma með því að velja hann sem fyrirliða í fantasy, það þykir veita gífurlega lukku.

  9. Ég fæ ekki einu sinni bros á mig fyrr en þetta verði niðurstaðan í leiks lok.
    júnætid eru bara svo ótrúlega sterkir og Ferguson sparkar skóm í leikmennina og þeir mæta vitlausir í seinni hálfleik.
    Júnætid dugar alveg 1 stig úr þessum leik.

  10. Maður hefur alltaf þessa tilfinningu þegar United er að spila að það skipti ekki máli hversu mörgum mörkum andstæðingar komist yfir, United nær samt að vinna… vona að sú verði ekki raunin í kvöld!

  11. þá getum við kvatt titilinn þetta tímabilið bless…. helvítis…

  12. Þá er það ljóst að Man Utd. verða krýndir meistarar á laugardaginn kemur, þar af leiðandi verður leikurinn á Sunnudaginn nokkuð þýðingalaus fyrir Liverpool. Held að það verði erfitt að gíra sig upp í þann leik….

    Það hefur ýmislegt gengið á í vetur hjá LFC og vonandi að það verði hægt að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í deildinni í vetur.

  13. Hvaða máli skiptir þótt þeir eigi Hull í lokaumferðinni?
    Þeir munu vinna Arsenal á laugardag og munu svo vinna Hull líka.
    Þetta helvítis lið er bara winner winner winner 🙁
    En þetta verður síðasti Englandstitill þeirra í mörg ár, því lofa ég ykkur.

  14. á næsta ári tökum við þetta. Lið sem bara tapar tvisvar ( nota bene aldrei fyrir 3 stærstu liðunum, Chelsea, Gönners og Aston Villa) á að vinna titilinn. Gerum ekki svona skítajafntefli næst.

  15. núna verður maður bara að vona að utd taki Keflavík á þetta og tapi 2 síðustu leikjunum. það er samt ALDREI að fara að gerast 🙁

  16. Er farinn að halda að Guð hafi yfirgefið mann. Kreppa dauðans, kommúnistastjórn, vetrarveður í sumar og fokkings manjúr vinna alltaf í restina(nema á móti Liverpool).

  17. Ég man nú ekki betur Svavar en að það hafi einmitt verið bullandi kreppa í þjóðfélaginu síðast þegar Liverpool verð meistari 🙂

  18. Ég vil bara segja það eitt að ég vona á næsta ári að okkar menn nái að vinna titilinn og geri það með því að vera skrefinu á undan frekar en eftir. Ég nenni ekki að upplifa annað vor eins og þetta þar sem maður horfir á hvern einasta United-leik og vonar að þeir tapi einhvers staðar stigum, og er hvað eftir annað fyrir vonbrigðum þökk sé heimsku andstæðinga þeirra. Enn og aftur voru andstæðingar þeirra yfir og með öll tök á vellinum í kvöld þangað til hálftími var eftir og þeir drógu sig skyndilega aftar á völlinn til að reyna að halda fengnum hlut. Ég hætti að horfa þegar Tévez jafnaði, las svo bara um óumflýjanlegt sigurmark Carrick.

    Svona endasprettur er næstum því jafn leiðinlegur og að vera alls ekkert með í titilbaráttunni. Næstum því. Á næsta ári vona ég að okkar menn hafi þetta í eigin hendi.

  19. Af hverju getur Liverpool ekki farið í mál við manchester útaf tevez fyrir það að hafa tryggt þeim sigurinn og hugsanlega titilinn alveg eins og sheffield united fór í mál við west ham fyrir sömu hluti nema að hafa fallið….við verðum líka af peningum EF við vinnum ekki deildina!!!!!
    Einn hugsandi.

  20. hmmm, nr. 37… ætli það sé ekki útaf því að félagaskipti Tevez voru lögleg í þetta skiptið…

  21. Æ stundum held ég að Guð sé man.utd aðdáandi. Það eru svo margir leikir sem þeir að drullast til að vinna með einu marki. Liverpool er með betra lið en utd enda unnum við þá í báðum deildarleikjunum. Eini munurinn á meðan við gerum jafntefli við lið, þrátt fyrir að eiga stórskotahríð að marki þeirra, þá breyta þeir jafntefli í sigur með einhverjum potum. Það er eins og lukkan fari öll þeirra megin. En vonandi breytist það á næstu leiktíð!

  22. Við kaupum bara Tevez… hann er búinn að vera örlagavaldur í þessum sigurleikjum í vor bölvaður.

    1. ég vil þá að vita fyrst að Utd hefur ekki keypt hann, hver á hann þá ef ekki einhver þriðji aðili?? Á Tevez þá ekki að vera nákvæmlega jafn ólöglegur með Utd og hann var hjá West Ham.

    Ég hef rætt þetta við nokkra á undanförnum vikum og þeir vilja líkja þessu við mál Mascherano þegar hann var að koma til okkar.

    Mascherano spilaði 5 leiki með West Ham og WH tapaði þeim öllum þannig að ekki getur hann haft það mikil áhrif á þá.

  23. 3 efstu línurnar koma kannski út eins og eitthvað kvót í annan en það á ekki að vera þannig.

  24. jáá.. þetta er nú eithvað skrítið með þennan guð okkar, rauðu DJÖFLARNIR að vinna allt.. mætti halda að guð væri að blaze-a eina feita seinustu ár.

  25. 29#
    Ég held einmitt að þetta Secret dæmi virki. Það eru bara mun fleiri Man Udt aðdáendur í heiminum þar sem þeir eiga einn asíubúa og þeir Secretuðu á sigur sinna manna í kv 🙁

  26. Fuck this kjaftæði maður einn eitt skíta sumarið með enga bikara úffff ég meika ekki að hlusta á þessa fucking man utd menn eitt ár í viðbót og eg tala nu ekki um ef þeir vinna barcelona það verður helvíti á jörðu

  27. Strákar mínir við klúðruðum þessu sjálfir og verðum að sætta okkur við það.

    ÁFRAM LIVERPOOL!

  28. Vissulega súrt að fá engan titil í ár en ég er hlandviss um að næstu misseri verða hlaðnar gulli og skarti á Anfield. Tilkoma Dalglish og framfarir liðsins því til stuðnings. Svo er eitthvað sem segir mér að við eigum von á frábærum kaupum í sumar auk þess sem ungir óslípaðir demantar eru byrjaðir að banka á dyrnar úr Akademíunni.

  29. Drengir og stúlkur !!! vitiði hvort það sé til eitthvað myndbrot af því þegar að Ronaldo var tekinn útaf á móti Man City ??? Þegar hann var að svekkja sig á því að vera tekinn útaf með því að hrista hausinn og hegðandi sér eins og barn. Er svoleiðis myndbrot til ??

  30. þetta er ekki BÚIÐ. MU tapar síðustu leikjunum JESS JESS. 🙂 😉

  31. Það var lagið, Már. Ég er búinn að vera að hugsa það sama.

    Arsenal þarf að rétta við heiðurinn og þeir vinna á Old Trafford. Og Hull er í bullandi vandræðum og nær loksins 3 stigum sem tryggja þeim veru í deildinni svipað og West Ham gerði fyrir einhverjum 2 árum.

  32. Ég var einmitt að hugsa þetta sama núna í morgun. Arsenal og uglan gera þeim grikk á laugardaginn og vinna. Þá fer leikurinn að æsast, United verður að fá stig úr síðasta leik á móti brjáluðum Hull mönnum sem hafa mikið í húfi, halda sér í deild og lemja titilinn úr höndunum á United. Ég er allavega ekki búinn að gefa upp vonina með þetta. Sagði við United vin minn eftir að þeir komu sér í úrslitin í CL að þeir væru ekki að fara að vinna fleiri titla á þessu ári. Ég stend við það!

  33. Strákar, strákar, strákar … ekki búa til einhverja pípudrauma sem munu aldrei rætast. United þarf eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og það mun aldrei, aldrei, ALDREI gerast að þeir tapi þeim báðum. Þeir eru komnir með titilinn.

    Þessi grein í Daily Mail segir allt sem segja þarf um það af hverju United eru að verða meistarar og hvar við klúðruðum þessu. Við höfum hirt 14 stig gegn toppliðunum þremur en þeir bara fjögur, við vinnum báða innbyrðisleikina gegn þeim en svo gefum við þetta tíu stiga forskot og vel rúmlega það frá okkur með endalausum jafnteflum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar.

    Horfið á töfluna í þessari grein. Liðin í níunda sæti og niður úr, eða ellefu neðstu liðin í deildinni, tapa öll báðum leikjum sínum fyrir United með einni undantekningu. Aðeins Newcastle náði jafntefli gegn þeim, í fyrsta leik tímabilsins á Old Trafford og svo eiga þeir eftir að spila við Hull. Öll hin liðin fyrir neðan áttunda sæti hafa tapað tvisvar fyrir United.

    Berið heimaleiki okkar og þeirra saman. Þeir gera eitt jafntefli á heimavelli, við Newcastle, og tapa svo fyrir okkur. Það gera fimm stig töpuð á heimavelli í vetur. Við hins vegar erum taplausir á heimavelli, sem er frábær árangur, en höfum á móti gert SJÖ JAFNTEFLI á Anfield. Það gera fjórtán stig töpuð heima, gegn þeirra fimm. Ef við hefðum unnið fimm af þessum leikjum og tapað tveimur værum við með átta stigum meira en við erum með núna og værum að vinna deildina, þrátt fyrir að hafa tapað oftar en United.

    Munurinn á liðunum er ekki í gæðum. Okkar menn sönnuðu það í vetur með því að vinna United tvisvar sem og Chelsea og stórlið Real Madrid. Munurinn er sá að framan af vetri spilaði Rafa of varfærnislega á heimavelli gegn lakari liðum, auk þess sem liðið var ekki að spila af sama sjálfstrausti og það hefur gert eftir sigurinn á Old Trafford. Sá sigur breytti öllu því það var eins og liðið sæi að ef það gæti skorað fjögur mörk á OT gæti það skorað mark alls staðar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – liðið hefur skorað þrjú mörk eða meira í sex deildarleikjum í röð sem ég held að sé met hjá okkur.

    Við erum að tapa þessum titli af því að við leyfðum allt of mörgum liðum að sleppa frá Anfield með jafntefli. Skoðið listann: Stoke City, Fulham, West Ham, Hull City, Everton, Man City, Arsenal. Þessi lið hafa fengið að labba í burtu frá Anfield með stig í vetur.

    Gleymið útileikjunum. Tap gegn Boro og Tottenham, fjögur jafntefli og tólf sigrar á útivelli er besti árangur nokkurs liðs í deildinni í vetur. Það eru þessi jafntefli á heimavelli sem fóru með okkur. Af jafnteflisleikjunum heima voru það bara Everton-menn sem rændu okkur með jöfnunarmarki á lokamínútunum, og svo náttúrulega átta marka þrillerinn gegn Arsenal. Í hinum fimm leikjunum vorum við einfaldlega í þeirri stöðu að geta ekki brotið vörn andstæðinganna á bak aftur. Hull og Man City komust yfir gegn okkur en við jöfnuðum fljótlega og svo kaus Rafa að þétta liðið. Í hinum leikjunum vantaði okkur áþreifanlega annað hvort Gerrard eða Torres auk meiri sóknarþunga í liðinu.

    Þetta ár, fyrir mér, flokkast einfaldlega undir HVAÐ EF. Ég vona, eftir sigurinn á Old Trafford í vor, og eftir að hafa skorað þrjú mörk í sex leikjum í röð núna í byrjun sumars, eftir að hafa skorað flest mörk allra liða í deildinni í vetur og eftir að hafa fylgt góðu öðru sæti eftir með því að kaupa fleiri matchwinnera í sumar að liðið byrji af sömu trú og sóknarþunga strax í ágúst og það virðist ætla að ljúka þessu tímabili. Þá er ég að tala bæði um Rafa, sem verður að treysta meira á sóknarþunga liðsins á heimavelli í stað þess að vilja stjórna leikjum umfram allt og leikmennina sem verða að hafa meiri trú á eigin getu án SG og FT.

    Ég verð bjartsýnn á framhaldið í allt sumar, þrátt fyrir deildarsigur United þetta vorið, en ég veit hins vegar ekki hvað ég geri ef við förum að sanka að okkur jafnteflunum aftur strax í haust. Þá verð ég verulega pirraður. Svona aulaskapur hjá liði sem hefur annars alla getu til að vinna deildina má bara gerast einu sinni. Þetta má ekki endurtaka sig. Sérstaklega þar sem það er engin trygging fyrir því að við náum heilum 14 stigum af þremur stóru liðunum aftur á næsta ári. En eins og Utd sýndu í vetur þarf ekki góðan árangur í þeim leikjum ef þú fokking klárar öll hin liðin.

  34. Sammála Kristján Atli (55). Þú ert mjög nálægt mínum þankagangi þarna. Liðið er loksins á réttu róli eftir brokkgeng fyrri tímabil í deildinni. Eiginlega hálf grátlegt hvernig við köstuðum þessu frá okkur í ár.

  35. Einn kunningi minn labbaði heim af pöbbnum í hálfleik í Istanbul leiknum 2005. Hann fór að sofa þegar hann kom heim og hélt að vinnufélagarnir væru að stríða sér þegar þeir óskuðu honum til hamingju morguninn eftir.

    Það var ekki fyrr en hann heyrði hádegisfréttirnar að hann gerði sér grein fyrir því að Liverpool hefði unnið. Í stað þess að gleðjast fór hann bara í fýlu yfir því að hafa misst af því.

  36. Þessi hundleiðinlegi pistinn KAR Nr.55 sem var hundleiðinlegur allann tímann sem hann skrifaði hann er því miður allt of réttur! Enn eitt sumarið án titilsins og líklega mest pirrandi í ár þar sem eingöngu um er að kenna eigin aulaskap….auðvitað vegna þess hversu grátlega nálægt við erum, spilamennsku undanfarið og af því að HELVÍTIS FOKKINGS UNITED sem á þetta (næstum) ekki skilið vann enn eitt árið!

    Auðvitað ekki búið fyrr en það er búið en það er langt síðan maður lærði að treysta aldrei á Arsenal og ég tel líklegra að ég frelsist og addi Jesús Krist á Facebook heldur en að Hull vinni United……þ.e.a.s. ef United þarf að ná í stig í þeim leik.

    Ég er hættur að segja að við höfum þetta á næsta ári, þetta er grautfúlt þrátt fyrir að tímabilið sé mjög gott ef litið er á heildarmyndina og liðið er á hárréttri leið, ungt og öflugt.

    p.s. ef United klúðrar þessu á stend ég við það að adda Jesús krist á Facebook

  37. Strákar! stelpur! það getur allt gerst í fótbolta. Við höfum séð svo margt gerast sem er ótrúlegt, s,b Istanbúl eins og Kristinn bendir á( ljótt að benda) .Ef mu nær stigi á laugardag þá skal ég viðurkenna að þetta er búið. EN ÞETTA ER EKKI BÚIÐ FYRR EN ÞETTA ER BÚIÐ OG HANA NÚ…….

  38. Sammála Kristjáni Atla Ég hef sjaldan orðið jafn brjálaður yfir Liverpool leik eins og í jafnteflinu gegn West Ham á Anfield í byrjun Desember. Það var þá þriðja 0-0 Heimavallar jafnteflið. Allt svo mikið klúður að hálfa væri nóg.

    En ef það eru einhverjir sem gera sér grein fyrir hvar titillinn skrapp þeim úr höndum þá eru það leikmennirnir sjálfir.

    Tökum þetta á næsta ári…. !!
    YNWA

Gerrard leikmaður ársins hjá blaðamönnum!

Tólfti maðurinn / Nýr búningur