Framför

Eins og flestir hafa eflaust séð vann Man Utd auðveldan sigur á Man City í nágrannaslagnum fyrr í dag, og svo í seinni leik dagsins vann Chelsea auðveldan útisigur á Arsenal. Staðan hvað baráttuna um titilinn varðar er því frekar slæm hjá okkar mönnum; United eru þremur stigum á undan okkur og eiga þrjá leiki eftir, við tvo. Ef þeir fá fjögur stig úr leikjunum gegn Wigan og Arsenal á næstu sex dögum verða þeir orðnir meistarar þegar okkar menn leika næst eftir viku. Það verður að teljast nánast öruggt að United hirði titilinn úr þessu.

Engu að síður verður deildarkeppnin í ár að teljast mjög jákvætt og stórt skref fram á við fyrir liðið okkar. Með sigrinum á West Ham í gær tryggðu okkar menn sér eitt af þremur efstu sætunum þar sem Arsenal geta ekki lengur náð okkur að stigum. Samkvæmt breytingum á aðgengi liða í Meistaradeildina sem kveða á um að þrjú efstu liðin í ensku Úrvalsdeildinni fara nú beint inn í riðlakeppnina þýðir það að okkar menn eru öruggir inn í riðlana í haust og þurfa ekki að spila tvo leiki í forkeppni. Það er að mig minnir í fyrsta sinn síðan 2002 sem okkar menn fara beint inn í riðlana og það er jákvætt að þeir virðast ætla að gera það með því að enda í öðru sæti í deildinni, frekar en því þriðja.

Að mínu mati er mjög mikilvægt, tryggi United sér titilinn á næstu dögum, að klára tímabilið samt sem áður af krafti og tryggja okkur annað sætið af þeirri einu ástæðu að frá árinu 1992 hefur ekkert lið unnið deildina nema að hafa lent í fyrsta eða öðru sæti árið áður. Það voru Leeds Utd sem unnu síðast titilinn, vorið 1992, eftir að hafa verið neðar en í öðru sæti árið áður. Þannig að bæði sögulega séð og andlega séð fyrir leikmennina er að mínu mati sterkt að klára deildina í öðru sæti og geta sagt við okkur að það sé búið að leggja grunninn að mögulegum titli á næsta ári.

Þar að auki er jákvætt að sjá stöðu liðsins í deildinni þetta árið; við erum búnir að skora 72 mörk í deildinni eða sjö mörkum fleira en næsta lið, United. Þetta er örugglega í fyrsta skipti í einhver tuttugu ár sem okkar menn skora mest allra í deildinni – ég man að við skoruðum flest mörk í öllum keppnum í fyrra en ekki flest í deildinni. Þá sitja okkar menn núna með 80 stig eftir 36 leiki og geta með tveimur sigrum endað tímabilið með 86 stig. Rafa hefur á sínum fjórum tímabilum hingað til endað á eftirfarandi hátt:

* 2008: 76 stig, 4. sæti.
* 2007: 68 stig, 3. sæti.
* 2006: 82 stig, 3. sæti.
* 2005: 58 stig, 5. sæti.

Af þessu leiðir að ef við náum a.m.k. þremur stigum í viðbót og höldum allavega öðru sætinu verður þetta besta tímabilið af fimm hjá Rafa í deildinni. Ef við bætum við þetta að við erum að skora mest í deildinni og að við erum búnir að tapa fæstum leikjum allra liða, aðeins tveimur, þá held ég að við getum, þessa erfiðu viku á meðan við horfum upp á United tryggja sér enn einn titilinn, verið nokkuð bjartsýn á framhaldið.

Það er erfitt að horfa á United vinna deildina, en við erum að þokast í rétta átt. Biðin er bráðum á enda. 😉

45 Comments

 1. Fínn pistill, klárlega miklar framfarir hjá okkar mönnum miðað við síðustu tímabil og varla hægt annað en að vera bjartsýnn fyrir næsta season.

  United er nú samt bara 3 stigum á undan okkur, óþarfi að gera hlutina verri en þeir eru í raun 😉

 2. Næsta ár ætti LFC að leggja inn beiðni til FA um að eiga einn leik inni seinni helming tímabilsins eins og Man U fengu í ár. Að minnsta kosti að koma í veg fyrir að manu fái þetta aftur að ári ef þeir vinna meistaradeildina.

 3. Maður sá svosem eftir leikinn gegn West Ham að þetta var orðið vonlítið, ManU þurfti bara 7 stig í 4 leikjum gegn liðum sem eru mun lakari (Arsenal alveg sérstaklega meðtalið, hneyksli þetta 4-4 jafntefli gegn þeim um daginn).

  Útivallatölfræðin er aðeins betri hjá Liverpool, svo það eru öll þessi sjö jafntefli heima, sem samsvara 2 sigurleikjum, sex tapleikjum og einu jafntefli.

  Þá er það munur á LFC og ManU hvað derby leikja andstæðingar LFC (Everton ) eru mun heilsteyptari, sterkara og hjartabetra lið heldu en nokkurn tíma andstæðingar ManU (Mansjester City). Hugsiði ykkur ef Borgarslagurinn í Manchester væri jafn spennandi og sá í Liverpool.

  En ég er sammála þeim sem segja að framför hafi orðið. Það er 10. maí í dag og fyrsta markmið allra fótboltaliða er framför frá síðasta ári.

 4. Fjórum tapleikjum, einu jafntefli og tveimur sigurleikjum á þetta að vera í nr. 4, þegar ég ræði jafnteflin 🙂 Fór aðeins fram úr…

 5. Vá hvað jafnteflin tvö gegn Stoke og tapið gegn Boro er DÝRT. Pælið í því. Þetta þarf að laga á næstu leiktíð og kaupa menn sem geta unnið þessi litlu lið sem hrynja í vörn í 90 mínútur, með því að kaupa kantara sem getur skorað og stræker sem (þarf að geta skorað) getur spilað með Torres og verið bakkupp fyrir hann.

  En núna geri ég miklar væntingar til liðsins og á næstu leiktíð er ekki neitt annað en 1. sæti til í hausnum. Sumarkaupin verða að vera first class og verðum að losna við áhorfendur (eins og Gaupi kallar þá) eins og Dossena, Babel, Voronin og Itjande. Jafnframt er númer eitt tvö og þrjú að halda Alonso, því án gríns ef ekki væri fyrir hann værum við á svipuðum slóðum og Aston Villa.

 6. Góðar hugleiðingar og hjartanlega sammála.

  Betur má ef duga skal og á næsta tímabili er stefnan sett á sigur í deildinni og allt annað er bónus.

 7. Sammála þessum pistli.
  Ég skal alveg játa að ég er ánægður með seasonið þegar upp er staðið (þó því sé ekki lokið) en auðvitað fúllt að sjá drauminn um #19 fjara út.
  En það er stígandi í þessu hjá okkur og því segji ég eins og ég hef sagt svo oft áður…………við tökum þetta á næsta ári : )

 8. Já, að ná titlinum hefur verið ansi langsótt síðustu vikurnar þótt maður sé enn ekki búinn að gefa það upp á bátinn. En það er enn langsóttara núna, those we do not speak of þurfa 4 stig í 4 leikjum, m.a. gegn Wigan, sem eru nú þegar komnir í sumarfrí og Hull, sem hafa náð einum sigri og 4 jafnteflum síðan á annan í jólum.

  En að pistlinum og því sem stendur upp úr eftir tímabilið. Ég man að ég sagði þeim sem vildu heyra að eftir Tottenham leikinn þyrftum við að vinna alla leiki fram að jólum til að geta unnið deildina. Það voru leikir gegn Hull, Wigan og Stoke svo einhverjir séu nefndir. Úr þeirri sex leikja hrinu komu að mig minnir 12 stig af 18 mögulegum en samt dugði það til að komast á toppinn því Chelsea hikstaði. Á sama tíma var Man U að skríða upp töfluna og nálgast okkur og Chelsea með 1-0 sigrum, sigrum sem við náðum ekki að knýja fram á þessu stigi tímabilsins. Þetta lagði grunninn að því að þeir náðu okkur í febrúar.
  En tímabilið í ár hefur samt verið gríðarleg framför frá því sem við höfum séð síðan seint á síðustu öld. Liðið er heilsteypt, grimmt og sókndjarft og getur spilað mjög vel þrátt fyrir að lykilmenn vanti. Breiddin er nokkuð góð, Liverpool hefur 16-17 leikmenn sem geta komið inn í byrjunarlið og spilað hjá toppliði. Liðið hræðist ekkert annað lið og getur á sínum degi unnið hvaða lið sem er.

  Það sem þarf að gerast á næsta tímabili er samt fjölmargt. Benítez er eflaust löngu búinn að nótera hjá sér og hann veit manna best að munurinn á fyrsta og öðru sæti er töluverður. Við vitum að liðið þarf mun meiri stöðugleika en það hefur sýnt á þessu tímabili. 7 jafntefli á heimavelli þurfa að breytast í sigra, a.m.k. 5 þeirra. Liðið þarf að vera fljótara upp úr lægð (Benítez þarf að læra á janúar) og mæta jafn mótiverað í alla leiki. Þrjú stig töpuð gegn Middlesborough telja jafnmikið og þrjú stig unnin gegn Chelsea.

  Hvað leikmannamál varðar þá vantar okkur mun frekar breidd hægra megin en vinstra megin. Það er nokkurt ójafnvægi í liðinu hvað þetta varðar og kaup á Pranjic gera ekkert til að laga það, en það bendir hins vegar sterklega til þess að Ryan Babel sé á útleið, sem er á margan hátt slæmt.

  En upp úr þessu öllu stendur að liðið er mun betra en undanfarin ár, það er kominn geysiöflugur kjarni sem kann fílósófíu Benítez utanað. Veikleikum er að fækka og ég tala nú ekki um að ef gamli Ferguson er farinn að huga að ellilífeyrinum þá getur næsta ár orðið ansi gott. Við skulum samt ekki gleyma að eflaust verða Arsenal og Chelsea bæði með sterkari lið en þetta tímabil. En ég hlakka til að sjá leikmannakaup í sumar, þau gætu orðið lykillinn að næsta tímabili.

 9. Fyrir mér hefur það alltaf verið ljóst að liðið þurfti að eiga season sem það var að berjast um titilinn að alvöru (eins og núna), áður en það gat unnið hann. Næsta tímabil verða menn reynslunni ríkari og klára dollunna, um það er ég sannfærður.

 10. Svo er náttúrulega svona tölfræði aldrei leiðinleg 🙂

  Árangur risanna í innbyrðisleikjum í vetur:

  1. Liverpool 14 stig (af 18), markatala +7 (14-7)

  2. Arsenal 8 stig (af 12), markatala +2 (9+7)

  3. Manchester United 4 stig (af 15), markatala -2 (7-9)

  4. Chelsea 1 stig (af 15), markatala -7 (2-9)

 11. ummm.. já og þegar betur er að gáð, þá var þessi tölfræði síðan í fyrradag þeas. fyrir leik dagsins hjá Arsenal og Chelsea svo Chelsea aumkaðist upp í 4 stig og með markatöluna -5 , og Arsenal uppfærlði markatöluna sína í 0 .. svo þegar upp er staðið, þá er Liverpool EINA liðið í + í markatölu , og það er nú ekkert lítill plús !! 🙂

 12. Þetta er framför hjá liðinu og hægt að gleðast yfir því…. eða hvað. Það getur vel verið að þetta sé dæmi um hálftóma glasið, en ef við gefum okkur t.d. að manutd hefði unnið okkur í báðum leikjunum þá værum við 15 stigum á eftir þeim og þeir með leik til góða. Staðreyndin er reyndar sú að við unnum báða leikina gegn þeim en það breytir því ekki að við stöndum þeir of mikið að baki og það þurfa að verða þónokkrar breytinga að mínu mati áður en við brúum þetta bil.
  Það er bara vonandi að leikmennirnir hafi fengið blóð á tennurnar svo að þeir klári þessa hálfleiki á næsta tímabili.

 13. Ég er ekki samála því að það þarf að gera miklar breyttingar á liðinu. Ég vill sjá 2 sterkaleikmenn koma inn í þetta á hægri kanntinn og í sóknina. Svo einn þokkalegan miðvörð til þess að vera fyrir aftam Carra,Agger og Skrtel.
  Við vorum með lið í ár til þess að verða meistara.
  Við höfum tapað tveimur leikjum. Einn á móti Boro þar sem við byrjuðum af krafti en fengum mark á okkur, héldum áfram að sækja og fengum hraðasókn á okkur og leikurinn búinn.
  Svo töpuðum við fyrir Tottenham en þetta er samt að mínu mati besti útileikurinn okkar á tímabilinu. Við vorum að spila frábærlega þangað til að við skoruðum sjálfsmark. Ég er að tala um að við vorum að yfirspila þá.

  En það má samt ekki gleyma því að við höfum líka að vera að vinna leiki á lokar andartökum leikja en þeir sigrar hafa oftar en ekki verið þegar við erum að sækja og sækja en ekki eithvað upp úr þurru.

 14. Góður pistill og flestir hljóta að vera sammála honum í öllum megin dráttum. Ég átti aldrei von á að vinna titilinn, hvorki fyrir tímabilið né þegar við vorum komnir með forystu. Það er samt auðvitað svekkjandi að ná kannski 86 stigum, vinna innbyrðis keppnina hjá fjórum stóru með yfirburðum og samt ná ekki titlinum. Liðið hlýtur þó að geta byggt á þessari reynslu og núna þekkja leikmennirnir hvernig það er að spila leik eftir leik og verða að vinna þá alla. Næsta er bara að byrja af þessum krafti og sigurvilja strax í fyrsta leik.

  Ég er á því að það eigi ekki að breyta hópnum mikið. Pælið bara í því hvað Torres og Gerrard hafa verið fáranlega fá leiki saman í byrjunarliðinu?
  Það vantar klárlega hægri bakvörð (Glen Johnson?). Ég held við þurfum ekki mann fyrir Hyypia en við höfum ekki efni á því lengur að nota Carra í bakverðinum. Auraelio og Insua eru flottir vinstra megin.
  Gerrard er í raun orðinn framherji hjá okkur. Því finnst mér vanta einn góðan á miðjuna, m.a. til að geta leyst Alonso af. Ég sé fyrir mér að Gareth Barry komi þar sterkur inn. Miðjuhópur með Alonso, Masch, Barry og Lucas … gerist varla betra.
  Síðan finnst mér vanta “ekta” hægri kantmann. Einhvern sem tekur menn á og dælir góðum boltum fyrir markið (Lennon?). Með slíkum manni getur Kuyt dottið meira fram og því ekki endilega nauðsynlegt að kaupa sterkan framherja.

  Kv
  Gummi

 15. Bara til að undirstrika að með því að kaupa Barry og Lennon værum við að fá leikmenn sem væru öðruvísi týpur en núverandi leikmenn. Þeir myndi því “víkka út” hópinn okkar. Johnson væri svo bara auðvitað nauðsynleg viðbót þar sem við erum undirmannaðir í hans stöðu að mínu mati.

  Þessi 3 nöfn eru ekkert heilög, þau hafa bara verið í umræðunni og passa inn í þær leikmannatýpur sem ég held að okkur vanti.
  Að mínu mati væru þeir hrein og klár viðbót. Svo má svo sem alveg deila um hvort einstakir leikmenn séu nógu góðir fyrir okkur (eins og t.d. vinstri kantmennirnir) en þá geri ég ráð fyrir að þeir verði bara seldir og aðrir keyptir í staðinn.

  GD

 16. Tek undir með Gumma Daða, það vantar ekki mikið upp á og þessi nöfn væru frábær viðbót við hópinn. Það sem ríður á í sumar er einmitt þetta, kaupa 2-3 sterka leikmenn, selja þá sem hafa verið hjá liðinu án þess að setja mark sitt á það: Voronin, Itandje, jafnvel Dossena og Babel. Sá hópur sem fer síðan inn í haustið þarf síðan að vera mjög einbeittur og ráða við þau vandamál sem ég nefni hér að ofan.

 17. Gummi Daða segir nákvæmlega það sem þarf að segja um leikmannahópinn, þurfum að fá alvöru miðjumann í stað Gerrard sem er orðinn framherji, skil ekki þá sem enn vilja setja markahæsta manninn okkar á miðjuna, og þar kemur Barry til með að styrkja liðið VERULEGA í mörgum leikjum.

  Aaron Lennon væri frábær kostur, en því miður held ég að hann verði vart falur í sumar, nema að við sendum leikmann til Spurs sem þeir myndu vilja fá. Franck Ribery eða David Silva held ég að væru kostirnir, auðvitað dýrir, og með Johnson overlappandi Silva stútum við Stoke, Hull og Fulham á heimavelli.

  En það er ótrúlegt ef okkur tekst að ná 86 stigum er það besti árangur félagsins í 20 liða deild eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp, reyndar duga 83 stig til þess. Við erum líka að tapa 2 deildarleikjum í mótinu ennþá, það verður jöfnun á meti frá 1987 – 1988 og í fyrsta sinn síðan ég veit ekki hvað erum við að verða það lið sem skorar flest mörk í deildinni. Það er því alveg ljóst að árið í ár er að stefna í einn besta árangur félagsins í ensku deildunum fyrr og síðar.

  Allt þetta, en ef fer sem horfir ekki meistarar, það bara sýnir hversu svakalegur árangur United er í vetur, þrátt fyrir misjafna leiki.

  En svo er það stóra, stærsta skrefið. Úr sæti númer tvö í númer eitt. Ef það klikkar í vetur verður það að gerast þann næsta…

 18. Burt séð frá allri tölfræði, þá þarf ekki annað en horfa á liðið spila til að sjá að þaðhefur tekið stórstígum framförum.

  Hinsvegar held ég að það sé nánast útilokað að vinna titilinn úr þessu. U þarf bara 4 stig úr 3 leikjum, þ.e. vinna einn og gera eitt jafntefli til að tryggja þetta.

  Hinsvegar gæti komið upp skemmtileg staða ef þeir tapa fyrir Wigan eða Arsenal og við klárum WBA. Þá værum við enn í séns fyrir síðustu umferðina þar sem við spilum við Spurs heima og U þarf að fara til Hull sem á þeim tímapunkti gæti verið að berjast fyrir lífi sínu. Sbr. West Ham hérna um árið.

  YNWA

 19. Ég er engann veginn sáttur að við vinnum ekkert á þessu keppnistímabili. Hvað á maður að þurfa að bíða í mörg ár í viðbó?

 20. Sýnist þér virkilega Magnús að það séu mörg ár í að við vinnum þennan #19?
  Sérðu virkilega ekki framförina hjá liðinu?

 21. Magnús Ólafsson hefur svosem gert það ljóst hér áður að hann vill bara Benitez burt, og einhvern annan þjálfara í staðinn. Hann virðist halda að titlarir fari þá að rúlla inn.

  Afar mikil einföldun finnst mér.

 22. Sælir félagar
  Ég hefi lítið verið hér á spjallinu undanfarnar vikur og veit að þið hafið saknað mín sárt. 😉 En hvað um það ég er eins og fleiri gáfaðir menn hér á spjallinu sammála Gumma Daða og það er ekki miklu við að bæta þar. Ég vil einnig minna ykkur á að ég sagði í upphafi tímabils að ég vildi reka Rafael Benitez ef við værum ekki í toppbaráttu (1. til 2. sæti) fram á síðasta dag. Ég hefi því ákveðið að RB verði ekki rekinn og er til í að hækka við hann kaupið svona í sárabætur fyrir það hvað ég hefi oft verið vondur við kallinn. :o)
  Það er nú þannig

  YNWA

 23. Mér finnst að við þurfum ekki neitt nema einn striker til að koma af bekknum og skora mörk eigum engan svoleiðs vantar einn super sub þá er þetta bara komið held að kantarnir eru góðir miðjan og vörnin er ánægður með þetta allt hef engan ahuga að fa barry ne johnson því liðið sem er nuna verður bara betra a næstu leiktið vantar bara almennlega varamann

 24. Jæja newcastle vann þannig að við getum ennþá náð þeim og orðið jafntefliskóngar deildarinnar 🙂
  En að öllu gamni slepptu eins og staðan er í dag þá hafa 30% leikja okkar endað með jafntefli, 64% leikja hafa unnist og 6% leikja hafa tapast…
  Aðeins eitt lið hefur unnið fleiri leiki en við, 2 lið hafa gert fleiri jafntefli og ekkert lið hefur tapað færri leikjum en við.
  Við höfum skorað mest liða í deildinni og aðeins tvö lið hafa fengið á sig færri mörk.
  Við vinnum 4 liða deildina frægu sem er gott ego búst.
  En “ljóti” bletturinn á þessu seasoni eru þessi blessuðu jafntefli okkar.
  Allt of mörg lið hafa fengið að komast upp með að spila 9-1-0 á Anfield og ná stigi.
  Ég hef sagt það oft á þessari síðu að okkur vantar mann með creativity og flair. Mann sem getur gert hið ómögulega og brotið upp varnir andstæðinganna með hárnákvæmum sendingum gegnum vörnina.
  Fyrir mér er sá sem er líklegastur til að vera sá leikmaður í núverandi leikmannahóp Lucas… Rólegir… Mascha getur ekki gefið langar sendingar til að bjarga lífi sínu, Alonso hefur sérhæft sig í löngum krosssendingum og Gerrard er kominn framarlega nánast í senterinn og í leikjum á móti lakari liðum hafa hvorki Babel né Kuyt sýnt að þeir geti komið með killer sendingar…
  4-2-3-1 kerfið gerir okkur soldið erfitt fyrir að fá réttu mennina inn.
  Vörnin: er góð, væri fínt að bæta við Glen Johnson þarna inn.
  Miðjan: Hér er stórt spurningarmerki hvað við eigum að gera. Sumir vilja Barry með Alonso á miðjuna, ágætislausn en þessir tveir sem sitja þurfa að hafa hraða sem að Alosno hefur ekki og Barry er ekki mikið hraðari.
  Sóknin: Torres er einráður þar og hægt að nota Ngog og Kuyt til að fylla uppí þegar á þarf.
  Þær stöður sem ég tel okkur þurfa að styrkja okkur eru vængmennirnir tveir við hliðina á Gerrard. Babel lofaði góðu en hefur ekki verið að skila, Kuyt er duglegri en andskotinn en skilar ekki mörgum boltum fyrir og á afskaplega erfitt að taka mann á. Benni er meira svona second string og fínn til að skella inná(Luis Garcia einhver…)
  Þeir leikmenn sem ég mundi vilja sjá Liverpool eru Diego eða Rafael van der Vaart en gallinn er að þeir spila eiginlega sömu stöðu og Gerrard…
  Draumurinn væri að fá Messi/Ronaldo týpu á annan hvorn kanntinn og þá væri þetta komið en svoleiðis leikmenn eru af mjög skornum skammti.

 25. Eftir leik Newcastle og Middlesboro, ta er komin upp su stada ad Hull tarf ad na stigum ur badum synum leikjum til ad eiga moguleika a ad halda ser uppi. Teir eiga Manu i sidasta leik.

  Tetta er kannski oskhyggja, en svo lengi sem Manu tapar 3+ i naestu tveimur leikjum ta er sma moguleiki. Hull munu vera bandodir til ad halda ser uppi.

  Svo held eg lika ad Arsenal hafi point to prove, eftir ad tapa tvisvar fyrir Scum united og svo rasskelltir af Chel$ki, allt a ~einni viku.

  Um ad gera ad halda i vonina

  YNWA

 26. Tevez á leiðinni til Liverpool, ég væri mjög sáttur með það !! En ætli Rauðnefurinn kaupi ekki Tevez fyrst Liverpool sýnir honum áhuga.

 27. Held að þetta Teves dæmi sé nú eitthvað sálfræðidæmi. Annað hvort er Teves að gefa þetta út til þess að rauðnefur taki við sér og semji við hann eða að þetta er uppspuni hjá bresku blöðunum til þess að krydda spennuna í lokabaráttunni um titilinn.
  Held að hlutverk Teves myndi ekki breytast hjá Liverpool frá því sem er hjá Man Utd, það er að hann þyrfti að sætta sig við bekkjarsetu þegar Torres og Gerrard væru báðir heilir.

 28. Ef United vill ekki kaupa Tevez þar sem þeim finnst hann of dýr (sá e-s staðar verðmiðann 26 millj punda nefndan á Tevez ) þá efast ég um að Liverpool sé tilbúið til þess að greiða uppsett verð.

  Það verður reyndar fróðlegt að sjá hversu mikil áhrif kreppan mun hafa á leikmannamarkaðinn í sumar. Ýmsar sögur eru í gangi um hvað Rafa hafi á milli handanna í sumar allt frá 20-60 milljónum punda og jafnvel að hann hafi bara þann pening sem hann fær fyrir að selja leikmenn. Þrátt fyrir að okkur vantar smá Englishness þá segi ég nei takk við stewart downing og vill frekar: Lennon (hversu viðeigandi er að fá Lennon til Liverpool??) eða Young og Barry. Veit ekki með Glen Johnson, held við ættum að finna e-n ódýari kost í hægri bakvörðinn þó hann sé fínn leikmaður.

 29. Þetta lag er mikið sungið á Anfield þessa dagana. Þetta lag rennur fínt og verður auðvelt að muna. Hér er það á youtube og textinn fyrir neðan:

  http://www.youtube.com/watch?v=S1ADuaiFE0Q

  Fields of Anfield (Sunday Morning Version) by James Walsh

  Outside the Shankly Gates
  I heard a Kopite calling
  Shankly, they have taken you away
  But you left the great eleven
  Just before you went to heaven
  The Redmen are still playing the same way

  All round the fields of Anfield Road
  Where once we watched the King Kenny play
  Stevie Heighway on the wing
  We had dreams and songs to sing
  Of the glory, round the Fields of Anfield Road

  Outside the Paisley Gates
  I heard a Kopite calling
  Paisley, they have taken you away
  But you left the great eleven
  Back in Rome in 77
  And the Redmen are still playing the same way

  All round the fields of Anfield Road
  Where once we watched the King Kenny play (and could he play!)
  Stevie Heighway on the wing
  We had dreams and songs to sing
  Of the glory, round the Fields of Anfield Road

  Outside the Hillsborough flame
  I saw a young boy mourning
  Why were so many taken on that day?
  Justice has never been done
  But their memories still carry on
  There’ll be glory round the Fields of Anfield Road:

  All round the fields of Anfield Road
  Where once we watched the King Kenny play (and could he play!)
  Stevie Heighway on the wing
  We had dreams and songs to sing
  Of the glory, round the Fields of Anfield Road

 30. Ég held að Tevez myndi nýtast liðinu frábærlega. Í fyrsta lagi, þótt hann væri dags daglega ekki inni í fyrstu ellefu – þegar allir eru heilir. Hann væri fyrstur inn í sóknarlínuna – hvar sem er í hana, annað hvort einn uppi á topp í fjarveru Torres, eða hvar sem er fyrir aftan hann, í fjarveru Riera (Pranjic), Gerrard eða Kuyt. Eða fyrsti kostur vinstra megin? Eða með Torres í 4-4-2? Hvernig væri hann hægra megin með Arbeloa overlappandi, komandi inn á miðjuna a la Messi og væri að ógna þar á móti Stoke og Wigan? 17 milljónir væri fínt verð fyrir hann. En Silva og Johnson er líka annar option – Silva er reyndar meira vinstra megin held ég.

 31. Þetta Tevez slúður virðist aðallega byggjast á frétt í The Sun, sem vitnar hvorki í neinn tengdan Tevez né Liverpool (sjá hér).

 32. Þetta slúður er líklega skáldað út frá því sem kom fram í ruslinu fyrir nokkrum dögum þar sem var mikið af tilvitnunum í Tevez. Þar á meðal þetta:
  “We want to stay. I want to play in England because it is the best League in the world and it suits my style.
  Any club I join, whether it be Arsenal, Chelsea, Manchester City, Liverpool or Everton, will be a rival of Manchester United. I would like to thank the United fans for their support.”

  Hvað af þessum liðum ætli þyki mest grípandi í fyrirsögn m.t.t. núverandi félags og þeirra sem hann telur upp.. ? 😛

 33. Þetta er árstími sem ég hef alveg svakalega mikinn fyrirvara á öllu slúði hvað varðar nýja leikmenn…..hvað þá þegar um er að ræða leikmann United, liðið sem við erum að keppa við ennþá um titilinn!!! Það er sterkari fnykur af þessu heldur en dönskum osti. En Tevez væri afar velkominn á Anfield, það er ekki það.

  Ég hef mun meiri trú á að þessi króata vinstri kanntur í Hollandi sé eitthvað sem hægt er að taka örlítið mark á.

 34. QUOTE(johngibo YPC @ May 12 2009, 12:35) *
  Just been told that Silva is a ‘done deal’
  £18m plus add ons.
  Source is ‘hit and miss’ but i thought i’d pass it on

  tekið af ynwa

  here is a hope 🙂

 35. Shit hvað það er gaman að lesa þetta comment hjá þér kiddi (#36) væri alger draumur!
  En að sjálfsögðu miklar líkur á slúðri….

 36. Er Tevez ekki bara svipaður leikmaður og Kuyt? Vinnuhestur mikill. Sé það ekki að Rafa kaupi hann og hef nákvæmlega engan áhuga á honum. Hvað þá fyrir 20+ milljónir punda.

 37. Persónulega hef ég ekki nokkurn einasta áhuga á að fá einhvern fyrrverandi Scums leikmann í mitt lið, hann myndi ekki einu sinni fagna þegar hann skoraði gegn þeim, nei takk.

  Vonandi er þetta rétt sem kemur fram hjá Kidda # 36, það væri fínt.
  Svo er ég til í rauða treyju handa Álvaro Negredo, held að hann væri fín við bót í liðið.

 38. Ætli Guðlaugur Victor og Benayoun séu saman að fagna úrslitu evróvisin keppninnar?

 39. Israeli-Iceman Duo future in doubt at Liverpool after drunken night out. Rafa Benitez is considering enforcing alcaholic ban at Liverpool following alcaholic fuelled Eurovision Song Contest celebration by Victor Palsson and Yossi Benayoun…

 40. hahaha ég fór í alvöru á newsnow og gáði að þessu áður en ég fattaði þetta.

 41. Það er ekki alveg rétt að það þurfi að leita aftur til sigurs Leeds til að finna lið sem var ekki í topp 2 áður en það varð meistari. Arsenal vann 98 eftir að hafa verið í þriðja sæti árið áður og það sama gerði United árið 2003.

West Ham 0 – Liverpool 3

Gerrard leikmaður ársins hjá blaðamönnum!