West Ham 0 – Liverpool 3

Okkar menn brugðu sér til Lundúna í dag og mættu þar spútnikliði West Ham í Úrvalsdeildinni. Það er skemmst frá því að segja að okkar menn unnu auðveldan 0-3 útisigur og tylltu sér þar með enn og aftur á topp Úrvalsdeildarinnar, alla vega þar til Man Utd taka á móti Man City á morgun.

Rafa stillti upp eftirfarandi byrjunarliði í dag:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypiä, Insúa (inn f. Aurelio), Degen, Dossena (inn f. Benayoun), Babel (inn f. Torres), Ngog.

Leikurinn var varla byrjaður þegar okkar menn voru komnir yfir. Á annarri mínútu fékk Torres boltann inná miðjum vallarhelmingi andstæðinganna. Hann stakk boltanum innfyrir steinsofandi vörn Hamranna þar sem Steven Gerrard var sloppinn í gegn, sólaði Robert Green í markinu og lagði boltann í tómt netið.

Eftir þetta voru Hamrarnir nokkuð slegnir í örfáar mínútur en svo jafnaðist leikurinn út. Mest ógnuðu þeir marki okkar manna þegar Matthew Upson skallaði yfir af markteig eftir góða fyrirgjöf frá vinstri, og svo þegar Carra hitti ekki boltann í sendingu aftur á Reina og David Di Michele keyrði einn innfyrir vörnina, lék á Pepe Reina en datt þar sjálfur og reyndi á endanum að fiska víti á hinn liggjandi Reina á meðan boltinn rúllaði aftur fyrir endamörk. Hann uppskar lítið annað en gult spjald fyrir erfiðið.

Okkar menn útkljáðu svo leikinn á mestu hasarmínútu dagsins rétt fyrir leikhlé. Þá braut Mascherano klárlega á Luis Boa Morte inni við miðjan vallarhelming okkar manna en slakur enskur dómari (hafiði heyrt það áður?) leiksins, Alan Wiley, dæmdi ekkert. Okkar menn keyrðu upp með boltann og Yossi vippaði honum innfyrir vörn Hamranna á Torres, nema hvað þá var áðurnefndur Boa Morte þar mættur og togaði Torres greinilega niður og Wiley dæmdi réttilega vítaspyrnu. Gerrard steig upp og tók ágætis spyrnu en Green fór í rétt horn og varði vel, nema hvað Gerrard fékk boltann úr frákastinu og skoraði auðveldlega. 2-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var svo hálf tíðindalaus. Okkar menn lágu aðeins aftar, stjórnuðu leiknum og stöðvuðu sóknartilraunir Hamranna auðveldlega svo sigurinn var aldrei í hættu eftir hlé. Þegar fimm mínútur voru eftir kom svo þriðja markið en það skoraði Ryan Babel með frákasti eftir að Green hafði varið vel skalla hans eftir flotta skyndisókn upp hægri kantinn. Lokatölur því 3-0 eins og fyrr segir.

MAÐUR LEIKSINS: Liðið var frekar dapurt á heildina í dag fannst mér, sem er skrýtið að segja miðað við að það vann 0-3 útisigur á liðinu í sjöunda sæti. Vörnin hélt vel og varamennirnir áttu allir fína innkomu í dag, þá sérstaklega Babel sem skoraði gott mark. Á miðjunni sinntu Mascherano og Lucas sínu vel en þeir Kuyt og Benayoun hafa báðir átt betri daga á köntunum að mínu mati, og það sama mætti segja um Torres í framlínunni þótt hann hafi vissulega leikið lykilhlutverk í báðum mörkum fyrri hálfleiks. Maður leiksins var að mínu mati Steven Gerrard sem skoraði tvennu og leiddi sóknarleik liðsins af strakri prýði í dag. Bara eins og fyrirliðar eiga að vera. 😉

Næsti leikur er á sunnudag eftir rúma viku gegn W.B.A. á útivelli en sú sérkennilega staða er komin upp að fram að þeim leik mun Man Utd leika heila þrjá deildarleiki – á morgun heima gegn Man City, á miðvikudag úti gegn Wigan og á laugardag heima gegn Arsenal. Það er því ljóst að næstu sjö dagarnir munu hafa nánast úrslitaáhrif á titilbaráttu okkar manna þetta árið og það er skrýtið að hugsa til þess að þótt liðið hafi verið að tylla sér á toppinn í dag gæti United verið búið að tryggja sér titilinn þegar okkar menn leika við W.B.A. eftir átta daga. En til þess þurfa þeir að ná sjö stigum af níu mögulegum í þessum þremur leikjum. Við verðum því að vonast eftir því að þeir tapi stigum í fleiri en einum af þessum leikjum. Vonandi byrjar það á morgun gegn Man City.

36 Comments

 1. Flottur útisigur hjá okkar mönnum! ánægður með að sjá Babel skora

 2. Sælir félagar.
  Sanngjarn og afslappaður sigur. Ekkert meira um það að segja.
  Það er nú þannig

  YNWA

 3. fínn sigur en þetta var rosalega mikill ZzZzZ, ZzZzZz leikur….
  ZzZzZ= hrotur skiljiði hehe

  Kristján V
  áfram LFC

 4. Góður sigur og allt það en voðalega var ég nálægt því að sofna yfir þessum leik. Ekki sammála með að dómarinn hafi verið slakur, þó hann hafi átt einstaka slaka dóma þá finnst mér samt skemmtilegra þegar leikirnir fá að ganga bara eins og þessi leikur fékk að gera, heldur en að vera að flauta endalaust.

 5. Sammála þetta var afslappað og þægilegt en ég er sammála þetta með dómarann mér fannst Wiley dæma vel ég tók eftir 1 mistökum hjá honum í leiknum svo teljandi sé,þegar masca braut af sér,mér finnst þessi dómaraumræði kominn út í algjört bull,það má ekki sjást fótboltadómari á leik þá er hann orðinn hræðilegur,ömulegur og þar eftir götunum,ég er 100% viss um að dómarar gera mun færri mistök í leik en leikmenn svo það mér finnst að leikmenn og aðrir sem tengjast fótboltaliðum ættu að leggja höfuðið í bleiti og hætta þessu endarlausu væli út í dómara,ég er ekki dómari en stundum finnst mér dómarar fá virkilega ósanngjarna umfjöllun fyrir mér eru það ekki dómarar sem eru að skemma fótboltann heldur eru það fífl eins og Drogba og margir aðrir leikmenn eins og hann sem eru að skemma boltann ekki dómarar,það gleymist stundum og þeir eru mannlegir og gera sýn mistök…en vitið þið eitt leikmenn gera líka mistök og það markfallt fleiri en DÓMARAR.

 6. Strákar,
  það var 7. flokks standard á þessum leik, guð minn góður hvað þetta var fokking lélegt en samt unnum við 3-0, það er ótrúlegt.

  Með Mascherano, Lucas og Benayoun er ekki von á blússandi sóknarleik og hröðu spili – liðið spilar ALLT öðruvísi með Alonso og Agger inni, það var oft átakanlegt að horfa á þetta í dag.

  3 stig í hús, það er nóg samt.

  “Sendingin” hans Carra á Skrtel sem endaði á Di Michele og afgreiðslan hjá Di Michele tilþrif leiksins. 🙂

 7. Ef að menn ætla að kvarta yfir þægilegum 0-3 sigri hjá Liverpool þá veit ég ekki alveg hvernig knattspyrnu þeir vilja að okkar heittelskaða lið spili…

 8. Frábærlega öruggur sigur í dag.

  Var alveg drullukvíðinn fyrir þennan leik enda West Ham búnir að vera í fínum gír og við alltaf átt erfitt á þessum velli.

  En vandinn kláraðist á fyrstu mínútu, þvílíkt sem maður er svekktur yfir því að Nando og SG hafi ekki náð að spila fleiri leiki saman, samvinna þeirra er hreint fáránleg. Eftir þetta fyrsta mark var uppsetning West Ham á leiknum auðvitað farin, en þeir héldu samt áfram að verjast á 7 mönnum og við bara í fínum málum. Eftir 2-0 reiknaði ég með að West Ham myndu reyna að brjótast út úr skelinni. En aldrei tókst Hömrunum að komast framhjá okkar mönnum, mér fannst allt sem Rafa hefur lagt upp í dag virkað. Þéttir varnarlega og sóttu hratt þegar við höfðum unnum boltann.

  Seinni hálfleikinn spiluðu Liverpool eins og þeir sem eru fyrir utan i reitnum og bara spurning hvað við myndum skora mörg mörk.

  Alvöru frammistaða, skulum átta okkur á því að þennan leik héldu margir Unitedmanna að við myndum ekki klára, það er frábært statement í þeirri baráttu sem við erum að berjast. Vanalega erum við Andri Fannar á svipaðri línu en ég er algerlega ósammála hans mati á leiknum. Við stjórnuðum leiknum í 90 mínútur og unnum 3-0. Svoleiðis á diskinn minn takk!

  Yfir til Mark Hughes og Manchester City!

 9. Var að lesa núna það sem Andri Fannar skrifaði um Benayoun, þar er ég hróplega ósammála, enginn betri í liðinu á fyrstu snertingu og er alltaf að láta boltann ganga hratt framávið.

  Það er allavega mín skoðun á Ísraelanum sem mér finnst lykilatriði að halda í nú í sumar!

 10. Já blessaður Maggi, við erum oft á svipaðri línu eins og þú segir og það er rétt.

  En strákar, gott að vinna 3-0 í dag þannig lagað, en mér fannst þetta bara svo döpur frammistaða. Hvað voru eiginilega margar feilsendingar til dæmis? Við áttum afskaplega fáar uppbyggilegar sóknir, alltof fáar.

  Varðandi Benayoun þá sást alveg augljóslega að honum vantar allan kraft og styrk í dag, hann er klókur leikmaður og kann fótbolta, mun betri spilari heldur en Mascherano til dæmis en Mascherano er með kraftinn sem Benayoun hefur ekki. Benayoun væri frábær ef hann myndi bæta á sig nokkrum kílóum af vöðvum og fá smá kraft, þá yrði hann flottur.

  En við erum allavega á sömu línu varðandi Man City á morgun 😉

 11. Sammála, Benayoun hefur verið yfirburðarleikmaður undanfarnar vikur, sbr. markið hans á móti Fulham í uppbótartíma og útivallarmarkið á móti Real. Andri Fannar er greinilega sick gæi 😛

 12. Andri: Að bera saman Mascheranog og Benayoun er eins og að bera saman ísland fyrir og eftir kreppu…….allt önnur staða. Og Mascherano er t.d. ekki með sendingagetuna sem Benayoun er með.
  Benayoun er búinn að vera frábær eftir áramót, og sjálfstraustið sem hann er með í dag er frábært. Hann er með frábært auga fyrir spili og leikskilningur er frábær líka, nauðsynlegt eintak í þessa blöndu sem við erum með.

 13. Skil ekki alveg óánægju Andra. En hugmyndin um að láta Benayon bæta á sig talsverðum vöðvamassa finnst mér góð.

 14. Undarleg umræða um Benayon. Helstu kostir hans eru þeir að hann er klókur leikmaður og nettur og vöðvamassi myndi lítið gera fyrir kappann.
  Fislegir líkamsburðir hans og nettleiki koma oft að góðum notum gegn þungum en vöðvaskreyttum varnarmönnum.

  Varðandi leikinn sjálfan þá þótti mér hann fínn. WH er gott lið en okkar menn tóku vel á þeim og settu nokkur mörk án þess að vera í snilldartilþrifunum. Það telst afar gott á erfiðum útivelli að vinna þriggja marka sigur.
  Það var alltaf viðbúið að með Mascherano og Lucas á miðjunni og Carra og Skrtel sem miðverði að leikurinn yrði ekki eins og kennslumyndband í uppbyggingu sóknarleiks. Það skipti ekki nokkru máli, okkar menn eru orðnir ansi lunknir í að skora mörk og WH óð ekki beinlínis í færum. Auk þess skoruðu okkar menn snemma í leiknum og gátu mallað þægilega í gegnum hann.

  Nú er bara að vona að man.utd geri í brækur fljótlega, byrji jafnvel á því á morgun.

 15. Ég á til með að hrósa sjálfum mér fyrir eftirfarandi athugasemnd; nr. 3 við upphitunarpistil Kristjáns:

  “Þetta verður töff leikur gegn liði sem mér hefur fundist vera nokkurn vegin ósýnilegt í vetur.. Okkar menn vita þetta mæta vel – þeir koma klárir til leiks og verða búnir að vinna leikinn í fyrri hálfleik, að ég tel. Spái 0-3… (0-2 í hálfleik)” Hefði átt að veðja á þetta… Sá reyndar ekki leikinn – var við vinnu – en sé hann síðar…

  YNWA – Sæmund

 16. Tímasetning Andra Fannars í skotum á Akurnesinginn knáa Youssi Benayoun er að mínu mati fullkomlega fáránleg enda Benni greyið búinn að vera frábær þar sem af er þessu ári og jafnvel okkar besti maður þegar á heildina er litið. Með þeirri spilamennsku sem hann hefur sýnt eftir áramót hefur hann verið mun betri heldur en hetja margra Luis Garcia náði nokkurntíma að vera…..þ.e. í deild aðallega.

  En ef ég er ekki að ruglast á Andra Fönnurum þá vona ég heitt og innilega að hann vanmeti andstæðinga sína á morgun jafn illa og hann metur Benayoun og eigi afar dapran leik 🙂

 17. Góður sigur okkar manna og áreynslulaus líka.
  Svo er bara að vona að Man City standist pressuna í dag : )

 18. Þetta lið okkar er einfaldlega orðið suddalega gott. Nú leggst ég á bæn í dag, miðvikudag og laugardag og vona að erkifjendurnir tapi tveimur af þessum þremur leikjum. Ef þeir ná hins vegar að klára alla leikina get ég ekki annað sagt en að ég sé frábærlega sáttur við þær framfarir sem hafa orðið undir stjórn Rafa Benítez og bíð spenntur eftir 19. titlinum næsta vor.

 19. Ég horfði á leikinn á pöbb. Þegar Carragher klikkaði illa í fyrri hálfleik og Di Michele komst einn í gegn þá hélt ég í eitt augnablik að nú kæmu mistökin sem gerðu út um vonir okkar. Það var síðan alveg drepfyndið að sjá þetta í endursýningu hvernig Di Michele klúðrar þessu gjörsamlega og lætur sig síðan detta með tilþrifum. Einhver lélegasta leiklist sem sést hefur síðan í stórvirkinu Plan 9 From Outer Space enda klöppuðu allir á pöbbnum fyrir þessu “performance” þegar þetta var endursýnt öðru sinni.

 20. Enn eitt liðið sem kemur á Old Trafford og heldur að það sé búið að tapa áður en leikurinn er flautaður á. Meiriháttar.

 21. Okey Andri Fannar haaa ? Benayoun er búinn að vera okkar besti maður by far eftir jól. Skil heldur ekki af hverju þú líkur áhrifum hans á leik okkar manna við áhrif Masch og Lucas, þetta er auðvitað ekki einu sinni sambærilegt. Það var hellingur jákvætt við leikinn í gær sem menn geta tekið með sér, hvað með 0-3 útisigur gegn liðinu í 7unda sæti?

  Annars einhver til í að segja mér af hverju þeir tveir leikir þar sem Manjú getur tryggt sér titilinn séu á móti Mark Hughes og Steve Bruce ? Það er ekki eins og City hafi mætt til að ná einu sinni jafntefli….

 22. ég sem hélt að man chitty ætti ekkert heitara en að komast í evrópukepnuna og svo að láta erkifénduna missa af titlinum. eða allavega reyna að taka þátt í því :S

  hverjar eru líkunar…
  Wigan á miðvikudaginn…
  Arsenal á Laugardaginn (geta trikt sér sigur í deildini þá )
  og svo Hull í lokaumferðini…

  þetta lítur aðeins of illa út :S hef trú að arsenal geti unnið þá… en hvað með wigan og hull… æi þetta er bara fúlt…

 23. Díses, sáuð þið attitjútið hjá C.R. þegar hann var tekinn útaf?
  Þvílíkt egó, stautast af velli bölvandi og ragnandi, lemur svo vatnsbrúsann úr útréttri hönd aðstoðarmanns, strunsar svo framhjá öllum liðsfélögunum sem biðja um “high five” og hlammar sér svo með fílusvip í sætið og heldur svo áfram að hrista hausinn af hneykslun!

  Þvílíkur asni.

 24. CRonaldo er frábær knattspyrnumaður, einn sá allra besti í heiminum. En karakter hans og persónutöfrar eru á við meðalgreint þefdýr.

 25. Þessi drengur er bara ógeðslegt egó dýr sem á ekki að vera í hópíþrótt eins og fótbolta, hann á bara finna sér eitthvað annað að gera.

 26. Virkilega leiðinlegt attitude í þessum leikmanni.
  Mikið rosalega fóru man.city illa með gott tækifæri til að sparka duglega í litlu frænku sína í dag.

 27. Titillinn rann okkur úr greipum þegar flautað var til leiksloka í Manchester í dag. Svo einfalt er það, verum bara raunsæir

 28. Rangt, titillinn rann okkur úr greipum með tveimur jafnteflum gegn Stoke og tapi gegn Boro. Lið sem vinnur ekki svona leiki má ekki vera meistari. Samt svekkjandi þessi úrslit miðað við gegn stóru liðunum.

  En er bjartsýnn fyrir næsta tímabil.

Liðið gegn West Ham komið:

Framför