Ferleg tölfræði

Lið Liverpool FC hefur alls leikið 35 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Steven Gerrard og Fernando Torres hafa byrjað saman inná í heilum 11 leikjum af þessum 35. Það er innan við einn þriðji af leikjum okkar í deildinni. Einn gám af lýsi takk á Melwood fyrir næsta tímabil.

7 Comments

 1. Sorgleg staðreynd, en þó gott að vita að liðið á þá allavega mikið inni fyrir næsta ár 🙂

 2. Ef þeir hefðu spilað þó ekki væri nema 20 af þessum 35 leikjum saman værum við að vinna þessa deild nokkuð örugglega. Staðreynd.

  Auðvitað vonum við að þeir nái að spila oftar saman á næsta ári en að sama skapi verður Rafa í sumar að kaupa sér einhverja B-áætlun. Þ.e.a.s., betri varaframherja en Ngog fyrir þau skipti sem Torres er frá. Við eigum ágætis varaskeifu í holuna í Yossi Benayoun.

 3. Þetta er agalegt….við þetta vil ég þó bæta að öll kaup sumarsins voru hálf döpur eða mjög döpur og munar þar mestu um 20.m.p leikmanninn sem að öllu eðlilega ætti að vera nógu góður til að “labba” inn í byrjunarliðið!

  Okkur vantaði sárlega þennan 20.m.p. mann, sérstaklega þegar Gerrard og Torres voru ekki með.

  Þetta er eitthvað sem ég vona innilega að klikki ekki 2 ár í röð.

 4. Er einhvers staðar til tölfræði yfir gengi okkar þegar að Torres og Gerrard byrja versus þegar þeir byrjuðu ekki?

 5. Mér finnst þetta jákvæð tölfræði miðað við stöðuna okkar í deildinni. Get nú ekki sagt annað, eigum greinilega mjög mikið inni en vonandi hrista þessir snillingar öll meiðsli af sér í sumar!

 6. Núna 14. maí var ég að skoða tölfræðina yfir þetta. Af þessum 15 leikjum sem þeir hafa nú spilað samtímis í deildinn þá hafa þeir aðeins spilað 5 leiki án þess að öðrum eða báðum hafi verið skipt útaf. Reyndar eru sumar skiptingar undir lok leikja. Þegar maður tekur mínúturnar sem þeir hafa verið saman á vellinum gera þetta 12 leikir. Það gerir 33,6% spilatímans. Þetta hlýtur auðvitað að vera óvenju slæmt, en ég veit ekki betur en Torres hafi líka verið eitthvað frá á síðast tímabili.

Framrúðubikarinn….

Enn af undanúrslitum