Framrúðubikarinn….

Ja hérna hér!!!

Það er ennþá verið að keppa í meistaradeildinni! Reyndar bara á þriðjudögum og miðvikudögum þegar það er hvort eð er ekkert gáfulegra en einhver stelpudagskrá í sjónvarpinu…og þá helst í opinni dagskrá.;)

En þið megið ræða þetta frekar hér ef þið endilega viljið, ég man ekki hvaða lið eru eftir í þessari keppni

25 Comments

 1. Já já.. 4-0 Djöfull eru Manchester fokking júnæted á klikkuðu róli.. Vona bara að Arsenal hefni sín í deildinni..

 2. Klikkuðu róli? Það eru nú frekar Arsenal sem eru á geðsjúku óróli 🙂 Runnu á rassg… í fyrsta markinu, álverið í markinu blindaðist af geimfari eða einhverju í öðru markinu og svo fóru menn í skjaldbökukeppni í þriðja markinu. Eitt bitlausasta lið sem ég hef séð í undanúrslitum CL ever.

 3. ég held að því miður þá er þetta sambland af góðu róli Man U og slöku gengi Arsenal.
  Líkt og Liverpool leikurinn um helgina eða Liverpool gegn Real.
  Og slæmt ról Arsenal og gott gengi Man U hræðir mig varðandi framhaldið í deildinni

 4. Ekki að tala um að þeir séu á slæmu róli, það væri heimska að halda því fram. En mér hefur nú ekki fundist vera neitt klikkað við spilamennsku þeirra undanfarið, hlutirnir einfaldlega að falla virkilega vel með þeim.

 5. Þetta Arsenal lið er algjörlega vonlaust. Fabregas ömurlegur, Adebayor latur og ömurlegur og Gibb, vonlaus og ömurlegur.
  Ætla ekki einu sinni að minnast á næsta landsliðsmarkmann Englendinga með spænska vegabréfið.
  Eins gott að Barca vinni rússamafíuna á morgun!

 6. Mikið hrikalega yrði ég sæll og glaður ef Barcelona stæðu uppi sem sigurvegarar í CL þetta árið, það yrði algjörlega dásamlegt.

 7. Djöfull var að vona að Arsenal myndi slá man utd út 🙁

  -hels samt mð liverpool 😉

 8. Mér er nokkuð sama um meistaradeildina – vonum bara að eftir blaðaskrif morgundagsins muni Arsenal-menn finnist þeir þurfa að “prove a point” gegn Utd í deildinni. Okkar von liggur hjá City og Arsenal, ásamt okkar leikjum auðvitað.

  Að velja á milli Arsenal og Utd er eins og að velja á milli kúk og ælu, þar sem við erum ekki með lengur þá er mér nokkuð sama hver fer í úrslitin ….. svo framarlega sem að Barca vinni 😉

 9. Væri ekki best ef Barca myndi vinna CL, Liverpool deildina og Everton FA Cup. Þó þetta sé Everton þá vona ég frekar að þeir vinni en Chelsea enda er Everton ekkert að fara vinna neitt á næstu árum 😉

 10. jæja drengir, núna er ég búinn að vera að flakka um á þessum íslensku stuðningsmanna síðum og spjallborðum upp á síðkastið og hef ekki séð leiðinlegri mannskap skrifa heldur en þeir sem kommenta á þessa síðu. Alveg ótrúlegt hvernig biturleiki síðustu 20 ára getur farið með hugsunarhátt stuðningsmanna Liverpool.

  Arsenal menn hafa nú flestir á spjallborði sínu viðurkennt að betra liðið hafi unnið leikinn og þar fram eftir götunum á meðan það sem þið talið um hérna er sem dæmi að kalla önnur lið ælu og kúk.. Þetta gengur ekki og þið ættuð að halda kjafti frekar en að láta þetta út úr ykkur, þetta er til háborinnar skammar.

 11. Arnar:
  Waaaaah.. waaaahhhhhhh, viltu benda á allan þennan mannskap sem þú ert að meta hugsanarhátt stuðningsmanna Liverpool út frá á þessum þræði.
  Einnig mjög stórt af þér að viðurkenna að betra liðið hafi unnið í leik sem var algjör einstefna.

 12. wahh wahh? á ég að vera að væla? Mitt lið er komið í úrslit meistaradeildarinnar og ég er mjög sáttur. Mér finnst bara fáránlegt að menn eins og Eyþór í kommenti 9 í þessum skuli vera að líkja öðrum liðum við ælu og kúk… Þetta er eitt dæmi af mörgum, ég nenni ekki að fletta í gegnum allar færslur hérna síðustu vikur. Þetta er bara svakalegur biturleiki og leiðinlegt fyrir ykkar hönd finnst mér.

 13. Ég veit ekki betur en að þið getið bara verið stoltir af ykkar liði sem loksins er farið að spila fótboltann sem það á að spila…
  Algjör óþarfi að vera með einhvern biturleika í dag.

 14. Ég hef lesið þessa síðu og fannst bara nokkuð gaman að gera það vegna þess að sumar pælingar hér “voru mjög góðar” en guð minn góður hvað það er mikil hörmung að skoða þetta núna og síðustu daga… menn eiga að hafa vit á því að vera ekki að tjá sig um keppni sem þeir eru fallnir úr og drulla yfir allt og alla… afhverju í andskotanum er þið ekki í þessari keppni af því að þið eruð svo góðir og hinir lélegir!

  Kveðja,
  Hjörvar

 15. Ef þú breytir um skoðun og ferð að flétta þessu upp Arnar, kíktu þá á upphitunina fyrir United – Liverpool núna um daginn, hún er á spjallborði United klúbbsins á íslandi, ekki óháðri bloggsíðu líkt og þessari 😉

  þetta var btw fyndin upphitun….sérstaklega eftir leikinn

 16. Það var samt ótrúlega mikið Malt í þessum Arsenik gaurum þegar þeir mættu á Anfield um daginn. Þeir hefðu má spara maltið þar og drekka það fyrir undanúrslitin á móti scum utd. Wino Wenger er búinn með sinn tíma hjá þessu
  liði og ætti að drífa sig til Munchen í rottuholu Rumenigge og Beckenbauer.

 17. Ég er nú hræddur um að Arsenal og Wenger eigi þó nokkuð inni og vel það. Þá vantar Gallas, Rosicky, Arshavin, Clishy (stafs), Eduardo o.fl. og það bara skiptir máli fyrir þá.

  Það er ekki svo langt síðan sumir voru að tala á svipuðum nótum um Fergie.

 18. Cry me a river. Hver er í rauninni tilgangurinn hjá United manni að fara eftir sigur sinna manna í Undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, inn á LIVERPOOLBLOGG og væla? Við hverju bjóstu? Heldur þú virkilega að hérna myndir þú sjá glaðbeitta Poolara yfir úrslitum þinna manna? Liverpool er ekki einu sinni í keppninni og sumir bara lýsa sínum tilfinningum gagnvart þessu Man.Utd liði í kommentum.

  Það er akkúrat enginn biturleiki, jú ég viðurkenni það alveg að ég verð alltaf fúll yfir sigrum Man.Utd, en það er bara af því að ég þoli liðið ekki og ekkert sem tengist því. Hversu mörg ár séu síðan við unnum á Englandi hefur ekkert með það að gera, þetta nær mun lengra aftur en það byrjaði.

  Bara ráðleggja þér eitt Arnar, ef hérna skrifar sá leiðinlegasti mannskapur sem þú hefur séð skrifa, af hverju í andskotanum ertu þá að þvælast hérna eftir að liðið þitt er að fagna því að hafa komist í úrslitaleikinn í CL?

 19. Held að Wenger þurfi að fá tvo til þrjá reynslubolta í þetta kjúklingalið. Þeir eru alltaf við það að ná í titil en vantar alltaf herslumunin til að klára stóru leikina. Oft á tíðum eru þeir að tapa á mistökum sem skrifast á reynsluleysu kjúlkinganna. Eins og Babu bendir á þá vantaði nokkra lykilmenn og þar af þrjá reynslubolta, það munar um minna í svona stórum leikjum. Þá held ég að Adebayor sé að spila sínu síðustu leiki. Vissulega með hæfileika en þvílíkur letihaugur sem virkar letjandi á lið sitt. Hann nær engan veginn að fylla uppí það skarð sem Henry skildi eftir sig.
  Man Utd komið í úrslit og liðið virkar á blússandi siglingu, því miður sér maður þetta lið ekki misstíga sig í síðustu leikjunum. Liverpool náði í 16 stig af 18 mögulegum gegn stóru liðunum í vetur. Hræddur um að það verða jafnteflin gegn litlu liðunum í byrjun vetrar sem ráða úrslitum þetta árið í deildinni. Það væri gaman að sjá Barcelona fara í úrslitin í CL gegn Man Utd og það þarf ekki að spyrja með hvorum maður heldur í þeirri viðureign.

 20. Ég ætla að loka á þennan ummælaþráð. Babú stofnaði hann í góðri trú svo þeir Púllarar sem hafa enn áhuga á Meistaradeildinni þrátt fyrir að okkar lið sé dottið út gætu rætt hlutina sín á milli á viðeigandi stað. Hann og/eða aðrir okkar sem höldum þessari síðu úti hefðu átt að henda fyrstu ummælum Arnars út og stöðva umræðuna um gæði umræðunnar áður en hún fékk vængi en því miður gerðist það ekki og þegar ég sá þetta fyrst núna er eiginlega of seint að ætla að henda út síðustu 20 ummælum. Þannig að fyrst menn eru hættir að ræða leikinn í kvöld er þessum þræði hér með lokað.

Hyypia fer til Leverkusen

Ferleg tölfræði