Hyypia fer til Leverkusen

Það er orðið ljóst, ferli Sami Hyypia hjá Liverpool lýkur núna á vormánuðum. Hann hefur staðist læknisskoðun hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi og hefur skrifað undir 2ja ára samning hjá þeim. Mikið er ég ákaflega glaður að hann skyldi fara til liðs utan Englands til að klára ferilinni fyrst hann þurfti á annað borð að fara. Þetta er total snillingur og er svo sannarlega orðinn algjör legend hjá Liverpool FC. Ég vona að hann slái vel í gegn í Þýskalandi og nái að framlengja feril sinn um nokkur ár. Takk Sami, þú ert BARA snillingur.

52 Comments

  1. Sammala ter SStein med ad hyppia fari til lids utan englands, tad vaeri rosalega leidinlegt ad horfa a hann i ensku deildinni ef hann vaeri ekki ad spila med liverpool. Aetli hann spili ekki tessi 2 ar og komi svo aftur og byrji ad tjalfa hja liverpool. Algjor Legend tessi madur og madur mun aldrei gleyma honum.

  2. Já þar kom að því að þessi snillingur færi frá okkur en hann hefur gert frábæra hluti fyrir þetta félag og hann á nóg eftir en vonandi kemur hann aftur í þjálfarateymið.

  3. Gott mál. Á hann ekki rétt á góðgerðarleik eftir 10 ár hjá félaginu?

    Þvílíkur snillingur og gott að sjá hann spila aðeins áfram. Hann á það alveg inni. Vonandi kemur hann aftur eftir að ferlinum líkur. Las einhversstaðar að honum yrði boðin staða í þjálfarateyminu í sumar. Svo fer þá auðvitað ekki.

    Spurning hvað gerist með leikmannakaup. Ætli Rafa kaupi ódýran miðvörð þar sem búið er að selja Hobbs? Kannski kemur Stephen Darby bara inn í aðalliðið.

  4. true legend, hann spilar fyrstu 89 minuturnar gegn spurs og fær svo heiðursskiptingu

  5. Eitt hundrað prósent sammála Steina í öllu þarna.

    True legend, alger argandi snillingur, hræðilega gott að heyra að hann sé að fara í alvöru lið í öðru landi.

    Thanx a million Sami!

  6. grátlega góðar fréttir. Einn af fáum leikmönnum sem maður vill hvergi sjá annars staðar en fyrst hann varð að fara þá fagnar maður að Leverkusen varð fyrir valinu.
    He will be missed

  7. Hyypia er búin að reynast klúbbnum frábærlega á síðustu 10 árum og myndaði frábær miðvarðapör, fyrst með Stephane Henchoz og svo seinna með Carra. Maður skil það vel að hann vilji fara og fá að spila meira enda er hann orðinn 34 ára og hann hefur ekki spilað ýkja mikið hjá okkur á þessari leiktíð. En þegar hann hefur spilað þá hefur hann staðið sig frábærlega. Honum verður sárt saknað hjá Liverpool og spurning hvort Hangeland verði keyptur sem arftaki hans eða Rafa treysti Carra,Skrtel og Agger fyrir þessari stöðu. Svo eigum við Kelly en hann er ungur og óreyndur.

  8. Frábær leikmaður og goðsögn hjá þessum klúbbi.

    Þetta er besta mögulega niðurstaða fyrir alla aðila. Það var ósanngjarnt að ætlast til að hann væri sáttur við að vera miðvörður númer 4 hjá liðinu á síðustu árum ferilsins þegar hann var að nýta tækifæri sín jafn vel og hann hefur gert.

    Takk, Sami

  9. Ég verð að játa það að ég er frekar svekktur að lesa þetta. Var að vonast til þess að honum yrði boðinn framlenging sem spilandi þjálfari. Hægt að nota hann í einstaka leiki en væri að þjálfa unglingaliðið. En svo er víst ekki…

  10. Ég var að vonast eftir því að hann kláraði ferilinn hjá Liverpool, maður mun sjá á eftir honum. En ég vona bara að honum gangi sem allra best hjá Leverkusen, hann á vonandi eitthver ár eftir í boltanum.

  11. Auðvitað vill kallinn bara spila fleiri leiki og langar ekkert til þess að vera einhver spilandi þjálfari sem fengi ekkert að spila.
    Kannski og vonandi kemur hann aftur enda eini miðvörðurinn okkar sem kann að vera hættulegur í teig andstæðingana og má hann alveg kenna Agger, Carra og Skrtel hvernig á að gera þetta áður en að hann fer frá okkur.

  12. Líklega ein bestu kaup Liverpool fyrr og síðar. Algjörlega óþekkt nafn þegar hann var keyptur til liðsins og gjörbreytti varnarleik þess til hins betra. Besta moment-ið hans fyrir mitt leyti er markið sem hann skoraði gegn Juventus í Meistaradeildinni 2005. LEGEND

  13. Sami Hyypia er einn besti varnarmaður sem hefur verið í þessari deild. Ég hefði samt viljað að hann hefði klárað ferilinn hjá LFC en auðvitað skilur maður menn sem eru í góðu líkamlegu ástandi og hafa getu til að spila áfram.
    Hans verður sárt saknað á Anfield

  14. alvöru goðsögn ekta atvinnumaður eg mun sakna hans mikið en hann er að gera það rétta gott að hann sé allavegna ekki að styrkja neitt lið á englandi

  15. Hef einhvern veginn aldrei getað fundið mér lið til að styðja í þýsku deildinni, þá er búið að redda því!
    Respect Sami ! Og vonandi gengur honum allt í haginn! Eðal maður!

  16. Einn af mínum uppáhalds leikmönnum sl. áratug (á meira að segja búning með Hyypia aftan á) og hann er þegar byrjaður að mynda skarð sem við höfum hreinlega ekki ennþá náð að fylla í vörninni. Ég held að í dag sé það nánast svolítið vanmetið hversu helvíti góður Hyypia var þegar hann var upp á sitt besta hjá liðinu! Tala nú ekki um þar sem við fengum hann fyrir grín verð og algjörlega óþekktan.

    Það er nokkuð ljóst að Kop á eftir að kveðja Hyypia með stæl þegar Tottenham leikurinn verður flautaður af…

  17. WHAAAT!!! Djöfusis dónaskapur af Liverpool að framlengja ekki við hann og leifa honum að spila öðruhverju… Þessi maður á ekkert annað skilið en að klára ferilinn hjá liverpool og fara svo beint i þjálfara stöðu, Afsakið frönskuna en mér finnst þetta allger skandall

  18. Snillingur. Kom inn í vörn sem hafði verið ÖMURLEG árin á undan og breytti henni í einn mest solid múr sem sést hefur. Lyfti bikurum, skoraði mörk og reyndist frábær squad-player síðustu árin. Hef keypt mér þrjár treyjur á þessu árþúsundi og ein þeirra er með Hyypia á bakinu.

  19. Teddi þó að Hyypia sé góður miðvörður þá getur Liverpool ekki lofað honum mörgum leikjum og þá er þetta það besta fyrir báða aðila.

  20. Jaa hélt að ég myndi aldrei sjá þennan dag en svona er þetta víst. Sýndi og sannaði gæðin sín í mars þegar hann þurfti óvænt að taka stöðu gegn United. Það er ekki að spyrja að því að hann var maður leiksins. Hans besta moment með Liverpool kom einmitt í þeim leik, markspyrna frá der Saar, Rooney í bakinu. Ekkert verið að stressa sig heldur drepur boltann einfaldlega með vinstri ristinni (grípur hann basicly), hendir Rooney í burtu neglir honum fram og Torres niðurlægir Vidic. Pure talent einfaldlega.

    Verður sáknað en maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir þessu. Hvað hefur þessi maður ekki gert fyrir þennan klúbb…

  21. Skrýtið að hann skuli vera kominn í annað lið náttla búinn að vera hjá Liverpool síðan ’99 en frábært ef að hann fær að spila. Gott líka að hann hafi ekki farið til eitthvers ensks liðs, leiðinlegt að mæta honum enda frábær varnarmaður og verður alltaf Liverpool Legend

  22. Ömurlegar fréttir. Það verður hálfeinkennilegt að sjá djásnið í annarri treyju!

  23. Okkar jafnbesti miðvörður síðustu 10 ár og sennilega bestu kaup Houllier. Ég mun sakna hans gríðalega enda minn uppáhalds leikmaður LFC. Tek undir með öðrum hér vonandi kemur hann aftur til að taka við stöðu sem þjálfari hjá Liverpool. Nú er vonandi að Agger og Skertel hafi lært eitthvað af snillingnum því þeir eiga ennþá talsvert í land með að ná hans gæðum.

    kv
    Krizzi

    1. Hyypia kom ekkert nálægt markinu hans Torres gegn United, þ.e.a.s. ef þúrt að tala um það. Það var Skrtel sem kom boltanum fram á Torres þar.

    En það breytir því ekki að Hyypia er legend hjá Liverpool og verður sárt saknað.

  24. Nú er bara að kveðja kallinn almennilega með PL titlinum sem er eini titillinn sem Sami kallinn hefur ekki landað með Liverpool.

    YNWA Sami og takk fyrir allt.

  25. Algjör snillingur þessi maður. Hans verður sárt saknað enda einn albesti haffsent sem hefur leikið fyrir Liverpool.
    Skelli inn einni vísu sem samin var hérna um árið (við lagið María, María) á Anfield, áður en hann settann gegn Bolton í 4-0 sigri í desember ’07.
    Hver er sá sem að aldrei bregst okkur, Hyypia, Hyypia
    Hver er traustur sem finnskur trukkur, Hyypia, Hyypia
    Tekur alla á sprettinum
    Étur alla í skallanum
    Hyypia, Hyypia, Hyypia, Hyypia, SAMI HYYPIA
    !!!!!!

  26. Já og formatið í steik;
    Hver er sá sem að aldrei bregst okkur, Hyypia, Hyypia

    Hver er traustur sem finnskur trukkur, Hyypia, Hyypia

    Tekur alla á sprettinum

    Étur alla í skallanum

    Hyypia, Hyypia, Hyypia, Hyypia, SAMI HYYPIA

    !!!!!! (einhvern veginn svona var þetta)

  27. já ég var kannski full harðorður þarna, gangi þessum mikla meistara allt i haginn, ég elska þennan mann. og mundi gjarna vilja sjá hann lengur, en what do you do.. svo eftir 2 ár að henda pellegrino og ráða sami sem aðal varnarþjálfara.
    Finnst hann samt svo eiga skilið að enda ferilinn heima hjá sér.

  28. Grátlegar og góðar fréttir. Ég er mikill stuðningsmaður Sami og ég vildi óska þess að hann hefði náð að klára ferilinn hjá Liverpool. Einn af mínum uppáhaldsmönnum allra tíma hjá Liverpool. Algjör hetja í mínum augum. Ég vona að hann brilleri hjá Leverkusen – mun sársakna hans.

  29. Sami Hyypia er algjört legend og búinn að reynast liðinu frábærlega þessi 10 ár. Frammistaða hans gegn Man Utd í vetur sýndi að hann er ennþá klassaleikmaður og ég skil hann fullkomlega að vilja framlengja feril sinn og fá fleiri tækifæri til að spila. Þegar hann kom til Liverpool höfðum við ekki átt almennilegan miðvörð í ansi mörg ár og vorum vön að horfa upp á algjöra skussa spila þessa stöðu. Takk fyrir árin 10 Sami!

  30. Hans verður sárt saknað :)… vonandi að strákarnir ungu séu búnir að læra nægilega vel af þessum klassa manni 🙂

    Takk Sami

  31. Ég var að vonast til að hann mynda taka við þjálfara stöðu þegar að hann myndi hætta. Við verðum bara að bíða í 2 ár til viðbótar eftir því að hann verði gerður að þjálfara…

  32. Goðsögn yfirgefur liðið. Hefur skilað sínu og rúmlega það. Án efa ein bestu kaup í sögu Liverpool sérstaklega með tilliti til verðmiða.
    Tel að þetta sé hárrétt tímasetning hjá bæði Liverpool og Hyypia að láta leiðir skilja. Það er oft sorglegt að sjá Goðsagnir daga uppi í liðum sínum og haldast inní liðinu eingöngu nafninu vegna t.a.m. hefðu Barnes og Rush mátt hætta einu-tveimur tímabilum fyrr en þeir gerðu hjá Liverpool.
    Hyypia hins vegar sýndi það í vetur að hann stóðst öllum andstæðingum sýnum snúning og hættir því í fínu formi.

  33. Jahá
    Afhverju líður mér eins og einhver sem ég þekki hafi dáið?
    Það er svona tilfinning í mér eins og ákveðnu tímabili sé lokið og að kannski maður hafi ekki kunnað að meta það nægilega vel á meðan því stóð.
    En svona er þetta.
    Hann hefði nú alveg mátt kenna hinum miðvörðunum hvernig á að skora í hornum, svona rétt áður en hann fór.

  34. ekki enn farinn 🙂 hann hefur ennþá nokkra daga til þess að ganga frá þeim málum.

  35. Stórkostlegur leikmaður og frábær persónuleiki!

    Sammála(38). En hann kemur til baka eftir 2-3ár og þá í þjálfaraliðið, enga trú á öðru.

    Milljón þakkir Sami!!

  36. Sami Hyppia er goðsögn. Hans verður sárt saknað og eru hann ein bestu kaup klúbbsins.
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!

  37. Takk fyrir mig og þakka YÐUR fyrir frábæra vakt.
    Það er yður að þakka að við áhangendur getum við sátt setið og klappað nokkrum titlum. Hef ávallt talið þennan mann gulls ígildi ef ekki meira ! Kveð hann með söknuði og mun ávallt fagna honum aftur, sama hvaða formi það mun verða (þjálfari, andstæðingur, leikmaður).
    YNWA Hyypia.

  38. Þráðarán.

    Þetta er jákvætt fyrir LFC að ManUtd komist áfram í CL. Þá þurfa þeir að berjast á fleiri vígstöðvum og við getum bókað það að Arsenal munu leita hefnda þegar þessi lið mætast í deildinni. Spái því að ManCity og Arsenal vinni Utd í deildinni og LFC standi uppi sem Englandsmeistarar. Og svo tapar Utd fyrir Barcelona í úrslitaleiknum.

    Maður má allavega láta sig dreyma 🙂

  39. þetta er fallegur draumur, en mjög hættulegur.
    Ég sé bara ekkert jákvætt við það að Man U séu að fara áfram í úrslitaleikinn.

  40. Styð það að gera haus á síðuna til að heiðra kappann. Minna má það ekki vera!!!

Liverpool – Newcastle 3-0

Framrúðubikarinn….