Liverpool – Newcastle 3-0

Það er ekki hægt að segja að maður hafi verið mikið stressaður fyrir þennan leik gegn Newcastle í dag, þó sagði ég fyrir leik að þetta Newcastle lið væri nú alltof gott til þess að falla…………já, ég held ég taki það bara endanlega til baka núna, þeir yrðu í basli í næstu deild fyrir neðan líka.

Öruggur 3-0 sigur í dag í næst auðveldasta leik tímabilsins (fyrri leikurinn við þá var léttari) og það þrátt fyrir að Kristján Atli hafi verið á leiknum, en sá kappi hefur hingað til talist vera óhappa á Anfield og raunar bannaður í því húsi.

Svo ég rúlli yfir þetta helsta þá var byrjunarliðið í dag svona:

Reina

Arbeloa – Agger – Carragher – Aurelio

Alonso – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Riera

Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Skrtel, Ngog, Dossena, Babel, Lucas, El Zhar

Torres meiddur en Gerrard kom aftur inn. Agger fagnaði svo nýjum samning með því að koma inn í liðið fyrir Skrtel.

Leikurinn sjálfur byrjaði reyndar ekkert allt of vel þannig séð, það var kraftur í Newcastle fyrstu 15 mínúturnar og við vægast sagt ekki sannfærandi. En eftir þetta korter settu okkar menn loks í 2. gír og hreinlega völtuðu yfir gestina. Steven Gerrard byrjaði með góðu skoti sem Harper varði vel, mínútu síðar fékk Kuyt dauðafæri en skallaði rétt framhjá. Svona héldum við áfram að auka pressuna fram að 22.mín þegar hún bar loks árangur, Kuyt fékk boltann í teignum, kom með góða sendingu inn á rangstæðan Benayoun sem skoraði stórglæsilegt mark með hnénu að mig minnir, 1-0. Benni Jón var svo rétt búinn að bæta öðru marki við á 26. mín en Harper varði stórvel í markinu. Mínútu síðar fengum við síðan hornspyrnu á hættulegum stað, Gerrard sendi fyrir og stórgott no marking kerfi Newcastle brást illilega er Kuyt stangaði blöðruna í netið með stæl, 2-0 og game over. Svona hélt þetta áfram út hálfleikinn, á 39.mín kom Alonso reyndar með fyrsta sláarskot dagsins eftir frábært spil Liverpool manna í góðan hálftíma án þess að þeir röndóttu kæmu við boltann.

Í hálfleik var ég með mun meiri áhyggjur af því hvort hefði betur ég eða þynnkan heldur en nokkurntíma að Newcastle færi að koma með einhverja spennu inn í þennan leik. Það fór líka þannig í seinni hálfleik að Newcaslte kom bara mest lítið við boltann og t.d. þegar Martins var tekinn útaf um miðjan hálfleikinn hljóp hann beinustu leið í miðasöluna og borgaði sig inn. Það sem helst stóð uppúr var að Alonso átti annað skot í slánna, sama á við um Gerrard, semsagt þrjú góð skot í þverslá.
Það versta við þennan leik var þó klárlega árásin frá heimska g****inu Joey Barton á Xabi Alonso sem var til þess að við þurftum að horfa á Alonso yfirgefa svæið á sjúkrabörum og lýst mér satt að segja ekki nógu vel á þessi meiðsli hans. Barton fékk auðvitað rautt og ég er ekki frá því að hann mætti bara fara að fá rautt frá þessari íþrótt yfir höfuð. Lucas kom inná fyrir Alonso og hann var ekki lengi að nýta sér no marking vörn Newcastle, stangaði aukaspyrnu í bláhornið framhjá Harper í markinu á 86.mín. 3-0. Í lokin meiddist síðan Javier Mascherano og var kippt útaf fyrir N´Gog.

Flottur sigur og alveg átakanlega auðveldur, þetta virtist ekki vera lið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Val á manni leiksins er frekar erfitt enda nokkuð jafn leikur hjá liðinu í dag. Líklega kom þó Reina best út úr þessu enda gerði hann ekki nein mistök í leiknum…….hann gerði reyndar svipað mikið í leiknum og Kristján Atli. En ef ég verð að velja þá held ég að ég setji þetta bara á Gerrard, ég hef saknað hans í síðustu leikjum og það var gott að hafa hann þarna inná í dag. Kuyt og Benayoun mættu alveg fá þennan heiður líka, sama má reyndar segja um Steve Harper og þverslánna á marki Newcasle sem varði meira í dag heldur en Reina.

43 Comments

 1. Flottur sigur. Hefði mátt vera 5-0. Hvað voru þetta, 3 eða 4 skot í slána. Það er hreint magnað.

  Alltaf gaman að sjá Barton, Butt, Smith og Viduka tapa fótboltaleik. 🙂

  Vonandi er Alonso ekki meiddur eftir þetta fávitabrot hjá Barton. Og gaman að sjá líka Lucas skora, hann var greinilega gríðarlega ánægður með að ná loksins að skora í deildinni.

 2. Fínn sigur, hefði mátt vera stærri en 3 stig eru bara 3 stig. En annars finnst mér æðislegt að geta verið farinn að segja að Liverpool hafi BARA skorað 3 mörk og vera hálfpartinn fúll að hafa ekki skorað meira.

 3. Frábær sigur og öruggur. Barton sýndi sitt rétta skítlega eðli með þessari tæklingu.

  Aðeins 3 stig í titilinn!

 4. Alonso með 2 skot í slánna og Gerrard 1.
  3 stig í hús en því miður þá dugar þetta okkur ekki því ég held að United séu búnir að vinna þetta.
  Þeir eiga eftir Arsenal en þar sem að þeir eru búnir að tryggja se´r 4 sætið þá munu þeir ekki verða erfiðir fyrir United.
  Fúlt að tapa bara 2 leikjum á tímabilinu en vinna ekki deildina.

 5. Þægilegur sigur gegn ótrúlega slöppum Njúkastel-sveinum. Mér fannst enginn standa uppúr í dag en til að nefna einhverja þá fannst mér Benayoun, Alonso, Mascherano og Kuyt allir sýna skínandi leik. Það var einna helst Riera sem ekki náði að sýna sitt rétta andlit.

  Hvernig er þetta með Alonso, er þetta ekki í fimmta eða sjötta skiptið í vetur sem maður er rekinn útaf vegna brots á honum. Þetta hlýtur að vera einhverskonar met.

 6. Fáranlegt brot hja Barton, gjörsamlega tilgangslaust, hvernig nennir nokkur þjálfari að hafa svona bjálfa í sínu liði? Er rétt að vona að Alonso sé ekki illa meiddur, en það lofar aldrei góðu þegar menn geta ekki gengið sjálfir út af vellinum…

  Annars var þetta góður leikur, hefði alveg getað farið 6-0. Reyndar var mótstaðan lítil sem engin, en við spiluðum enga að síður vel. Kyut og Benayoun eru að smella afar vel saman, sem er jákvætt… Annars er Kyut maður leiksins að mínu mati… Hann er búinn að vera flottur í ár

  Líka gaman að sjá Lucas skora, fyrsta úrvalsdeildarmarkið hans er það ekki?

 7. Jú fyrsta mark Lucasar í deildinni.
  Ég vel Kuyt mann leiksins þar sem hann skoraði 1 og lagði upp annað og barðist eins og ljón en það er svo sem ekkert nýtt.
  Flott að sjá Gerrard kominn aftur en það hefði verið gott að hafa 1 stk Torres þarna fyrir framan hann.
  En við erum að tryggja okkur annað sætið.

 8. Þetta er í sjöunda sinn í vetur sem leikmaður fær rauða spjaldið fyrir að brjóta á Alonso. Það hlýtur að vera einhvers konar met.

  Gaman að sjá hversu vel Liverpool getur spilað þegar það er í þeim gírnum. Vissulega var ekki mikill mótstaða en samt…

 9. Sælir félagar
  Afslappaður og góður sigur. Enn sýnir Barton sitt innra eðli með sóðalegu broti. Hann er eins og Gaupi sagði bara fangelsismatur. Sigurinn hefði getað orðið 4 -6 mörkum stærri en þetta var samt nóg.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 10. Segi það enn og aftur að Barton á heima í fangelsi en ekki inná fótboltavelli.

  Annars var þetta öruggur sigur og hefði átt að vera miklu stærri, besti maður Newcastle í þessum leik voru klárlega tréverkin á Anfield sem björguðu þeim frá útreið.
  Þó svo að útlitið sé svart að Liverpool vinni titilinn þetta árið þá er ég ekki alveg tilbúinn að gefa upp vonina fyrr en tölfræðin útilokar það….það hjálpar reyndar ekki til að gjafmildi dómara í garð Utd. sbr. í Tottenham leiknum.

  Það sem stendur uppúr eftir þennan leik var fyrsta mark Lucasar og Benayoun heldur áfram að skora grimmt. Newcastle er komið í verulega slæm mál og klárt að það verður útsala á fínum leikmönnum í sumar ef liðið fellur. Verð að játa að ég vil frekar sjá Newcastle í efstu deild frekar en Hull. Allavega hafa leikir Liverpool og Newcastle yfirleitt verið fabær skemmtun.
  Kaldhæðnislegt verður að sjá Owen í deild neðar hann sem yfirgaf Liverpool til að vinna fullt af titlum og Duff sem vildi frekar fara til Newcastle frekar en Liverpool þar sem hann fengi meira að spila. Well…hann getur væntanlega glaðs yfir því að það eru 46 umferðir í deildinni fyrir neðan.

 11. Við sonur minn vorum að horfa á leikinn saman eins og við gerum nánast alltaf og hann sagði við þegar leikurinn var að hefjast: “Barton fær rautt fyrir brot á Alonso”

  Hann var illa ánægður með sig þegar þetta gekk eftir.

 12. I dönsku sjovanrpi var sagt að umboðsmaður Agger hefdi neitad thví að Agger væri búinn að skrifa undir nýan samning og hann sagdist ekki skilja hvad Rafa veiri að tala um. Hann er bara búinn að samtþykkja samninginn en ekki skrifad undir hann var sagt. Veit einhver meira um þetta?

 13. Auðvelt, spiluðum vel gegn hauslausu liði. Vorum lausir út um allan völl með allan heimsins tíma gegn aarfaslöku liði. Vonandi Alonso ekki alvarlega meiddur. Sammála mönnum með Barton sem er náttúrlulega bara ekki heill á geði og á að vera á stofnun.

  Verst þykir mér að Liverpool eru að sigla í gegnum tímabilið án þess að fá bikara en samt að spila feykivel og heilt yfir sterkasta liðið í deildinni í vetur.

 14. Skyldusigur sem heldur okkur áfram áleiðis til að tryggja 2.sætið og beint inn í meistaradeildina á næsta ári. Ég hef enga trú á að við náum ónefndu liði úr þessu en þegar stigin eru til staðar er alltaf von.

  Fann þessa frétt áðan og varð afskapelga ánægður að sjá.

  http://www.newsoftheworld.co.uk/sport/287263/MICAH-RICHARDS-ON-WAY-OUT-Mark-Hughes-set-to-axe-pound7million-England-defender.html

  Ef 7m er það sem þarf fyrir hann er ekki spurning að við eigum að fara í röðina og bjóða í leikmanninn! Hann spilar vel hægri bakvörð og miðvörð til að koma smá samkeppni á hægra megin í vörninni. Sjö milljónir er bara djók fyrir hann!

 15. Eitt mark og stoðsending er að mínu mati nóg til að vera valinn MOM í svona leik.

  Ótrúlegt samansafn af rejects í þessu newcastle liðinu.
  Owen
  Smith
  Butt
  Viduka
  Barton
  Duff

 16. Góður sigur yfir arfaslöku Newcastleöliði, hefð getað farið 10-0 ef menn ehfðu nýtt færin sín.

  ÁFRAM LIVERPOOL

 17. Vandamálin hjá þessu Newcastle-liði eru stærri en Alan Shearer – reynslulaus stjóri getur dílað við. Liðið þarf að fara í mikinn og stóran uppskurð, losna við fjöldann allan af leikmönnum og byggja upp lið með leikmönnum sem hafa hausinn í þetta.
  Skyldusigur hjá okkar mönnum í dag, mér fannst Kuyt besti maður liðsins og sigurinn hefði getað verið miklu stærri. Átakalaust, rétt eins og Man U í gær. Nú er bara að halda áfram til síðasta blóðdropa, láta allavega Man U hafa fyrir því að vinna rest líka.

 18. Snilldar umfjöllun um ótrúlega auðveldan leik. Það verður mjög gott yfir Newcastle (og Middlesbrough reyndar líka) að falla í Championship. Þeir verða að fara að hreinsa út þessa bavíana úr liðinu en það er spurning hvort að Shearer sé maðurinn í það. Núna er bara að halda í vonina um að Man City, Wigan og Arsenal nái að taka stig af United og að við munum valta yfir Tottenham. Anything is possible!

 19. Vel gert hjá okkar mönnum Kuyt maður leiksins að mínu mati.
  Joey Barton er einfaldlega æxli sem þarf að skera burt úr boltanum og það strax.
  Ekkert meira um það að segja, til lukku öll 🙂

 20. Aaaaaaaarg! Ég myndi ekki snerta við Richards með sjö feta priki. Hann er skelfilega ofmetinn.

 21. Þetta var ótrúlega léttur sigur hjá okkar mönnum og hefði leikurinn með réttu átt að enda 6-0. Við fórum þetta samt eiginlega bara í 2-3 gírnum allan tímann þar sem Newcastle liðið er arfaslakt.

  Ég skora á hvern þann sem segir að Newcastle eigi ekki skilið að falla að rökstyðja mál sitt vel og vandlega. Það sjá það allir að vinnubrögðin innan vallar endurspegla einfaldlega þvílíka óstjórn í rekstri þessa liðs undanfarin ár og vitleysisgangurinn með knattspyrnustjóranna er aðeins ein birtingarmynd þess. Ég fílaði Newcastle undir stjórn Keegan, Dalglish og Bobby Robson en þetta er ekki sama liðið.

  Joey Barton þarf að dæma til spilamennsku í ensku fangadeildinni því hann er ekki húsum hæfur. Þvílíkur endemis vitleysingur sem þessi drengur er. Ég vona bara að þessi fáránlega tækling hans hafi ekki valdið Xabi Alonso miklum skaða.

 22. Flottur sigur og við tikkum inn á það að eiga góðan möguleika að ná hæstu stigtölunni okkar lengi og ég gefst ekkert upp fyrir titlinum fyrr en allt er búið.

  Liðið tikkaði eins og vel smurð vél og vissulega hefði verið skemmtilegt að setja 1 – 3 mörk til viðbótar á Newcastleliðið. Ég svei mér þá vorkenndi Michael Owen að koma inná á Anfield, enda voru bestu vinir hans mættir til hans um leið og flautan gall, þeir Carra og Gerrard. Watch that space……

  Svo ætla ég að vera ósammála félaga Babu með rangstöðuna, tel pottþétt að línuvörðurinn hafi metið sendingu Kuyt á Benayoun sem þversendingu, en ekki fram-á-viðsendingu og þá flaggar hann ekki.

  En sammála öllu öðru, líka manni leiksins. Næsti leikur verður hörkuerfiður, en liðið virðist ekkert vera að bogna undan pressunni, sem er mjög gott!

 23. Er þetti sjötti maðurinn sem fær rautt eftir tæklingu á Alonso þessa leiktíð?
  Vonandi er þetta ekki alvarlegt með Alonso. Hann er tvímælalaust okkar jafnbesti maður í vetur.
  Flottur sigur í höfn. Það þyrftu að vera eins og tíu leikir eftir að leiktíðinni núna… 🙂
  YNWA

 24. Þetta var jafn auðvelt og lautarferð. Sama hvaða tilfinningar menn bera til Newcastle þá finnst mér þeir ekki eiga neitt annað skilið en að falla. Því miður fyrir Alan Shearer þá býr maður ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít eins og Gaui Þórðar sagði 🙂

 25. HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA sammála Örvari #25….. ógeðslega góður punktur.

 26. Vonandi fáum við fleiri hornspyrnur á hættulegum stað í framtíðinni…

 27. Þeir sem segja að Newcastle eigi ekki að falla eru væntanlega að horfa á allar þessar “stjörnur”, sem eru í liðinu. Menn sem spiluðu með stórliðum, voru orðaðir við stórlið, eða voru einu sinni góðir. Menn einsog Owen, Martins, Coloccini, Viduka, Smith, Butt og svo framvegis. En málið er bara að þrátt fyrir að þetta lið virki ágætlega á pappírnum, þá er það alveg skelfilegt í raun.

 28. Maggi, ef boltinn fer fram á við ( sem hann gerir klárlega hjá Kuyt) að þá er það fram á við sending! auðvitað var þetta rangstæða, barnalegt að halda öðru fram.

 29. Yossi er samsíða Kuyt…. EKKI rangstaða….. og ef það ykkur finnst lykta rangstöðu-smelli af þessu þá á sóknarmaður að njóta vafans…

 30. Elska þetta Newcastle lið. Maður getur uppfært alla gömlu Tottenham brandarana yfir á þá.

  What’s the difference between Alan Shearer’s carreer as a manager and a Triangle?
  A Triangle has three points.

  Did you hear they’re covering St. James’ Park with sheets of paper?
  They say on paper Newcastle should be able to win at least one match!

  What’s the difference between a wall and the Newcastle defence?
  The wall is at least capable of stopping an entire team running through it for 90 minutes.

  What do a used tissue and the Newcastle strikers have in common?
  Both are useless in a football match and should be thrown away.

  What do pepper-spray and the Newcastle starting XI have in common?
  Both make you cry fiercely.

  What’s the difference between wearing adult diapers and being a Newcastle fan?
  Wearing diapers is nothing to be embarressed about.

  Og margir, margir fleiri.

 31. Fínt leikur hjá Livepool og frekar áreynslulaus. Ætla ekki að bæta neinu við almenna umfjöllun en tók eftir einu með Babbel. Það virðist sem að Rafa hafi tekið þann dreng dáldið í gegn en ég sá Babbel gefa boltan frá sér núna. Líka í fyrstu snertingu. Enda er leikstíllinn hjá Babbel að sóla 3 og hlaupa upp í horn og reyna að komast í gegnum fimm frekar skrýtinn. Vonandi fer drengurinn að slípast og vera meira opin fyrir einföldu spili.

 32. Fyrir mér virðist Youssi ekki vera samsíða og því samkvæmt skilgreiningu er hann rangstæður, en það er mjótt á munum og sóknarmaðurinn fékk að njóta vafans.

 33. Umræðan bara orðin það harkaleg að fólk er dæmt barnalegt út af þessu marki 🙂
  Ég var ekki viss þegar þetta var að gerast, en sýndist Kuyt vera kominn með boltann inn fyrir varnarmennina þegar þeir sýndu markið aftur og frystu myndina. Kíkti á aftur á markið núna, prófaði að fikta smá með perspective og fékk þetta út með því að reyna að láta markteiginn vera sem réttastan í fljótu bragði. Setti beinu línurnar til að ath hvort réttingin hefði ekki heppnast ágætlega, ein líka til að sýna stöðu tuðrunnar í línunni.

  http://img412.imageshack.us/img412/5372/katijon.jpg

  Held þetta sé í það allra minnsta vafaatriði, eins og Kristján V segir. Ef ekki bara fullkomlega löglegt mark.

 34. Kobbih.

  Hef nú staðið nokkrum sinnum á línu og reynt að veifa sem réttast, það er barnalegt að reikna með því að maður sem stendur á línunni geti reiknað út horn. Þú sást væntanlega sömu línu í útsendingunni og ég þar sem þeir félagar virkuðu samsíða í sjónvarpinu, hvað þá standandi á línu með sól í augun.

  Svo er það mitt skýra mat á þessu að allur vafi á að liggja með sóknarmanninum.

  Ekki það að það hafi skipt neinu máli, við hefðum alltaf krúsað í gegnum þennan leik og unnið hann minnst 3-0…

 35. Benayoun var klárlega réttstæður, því það er staðsetningin á boltanum þegar honum er spyrnt sem ræður en ekki staðsetningin á manninum sem spyrnir. Þegar boltanum er spyrnt er Benayoun klárlega fyrir aftan hann og því réttstæður.

 36. Ég tek það nú fram að ég var ekkert búinn að velta því neitt svakalega fyrir mér hvort hann væri réttstæður eða rangstæður þegar ég gerði skýrsluna, fannst þetta allavega tæpt og skildi vel að sjónarhorn línuvarðarins væri erfitt þar sem það eru þrír röndóttir á milli línuvarðar og Benayoun.

  En gott og vel, ef réttstæður þá er það bara ennþá betra, þetta skiptir ekki neinu máli og það er ekki eins og okkur hafi verið gefið víti til að komast aftur inn í “tapaðan” leik.

  (skiptir ekki neinu máli þar sem þetta Newcastle lið hefði ekki getað haldið hreinu á móti Selfoss í 90.mínútur miðað við leikinn hjá þeim í gær).

 37. Fói #32
  Ég tek eftir því að þú kallar Babel 3 sinnum Babbel en hann er farinn til þýskaland að þjálfa.

 38. Mikið rosalega er ég sáttur við Benayoun, sá hefur stimplað sig sterklega inn og eru að reynast afar sterk kaup hjá Benitez.

  Það kemur mér persónulega ekkert á óvart að Newcastle séu í þessari stöðu enda gríðarleg óstjórn ríkt á þessum bæ í fjöldamörg ár.

  Pant fá Owen fyrir klink í sumar!

 39. Takk fyrir að benda mér á þetta Ásmundur. Ég missti mig aðeins í b-unum 🙂

 40. Sami Hyypia has today brought a decade of service to Liverpool Football Club to an end by signing a two-year deal with Bayer Leverkusen.

  hvad finnst monnum um tetta?

Liðið gegn Newcastle

Hyypia fer til Leverkusen