Newcastle koma til Liverpool á morgun.

Það er ljóst að eina sem Liverpool getur gert í dag er að vinna alla sína leiki og vonast til að Man Utd tapi eitthvað af sínum. Við eigum 4 leiki eftir (Newcastle (h), West Ham (ú), WBA (ú) og Tottenham (h)) á meðan Man Utd á 5 leiki eftir. Leikurinn á morgun gegn Newcastle er s.s. fyrsti leikurinn af 4 sigurleikjum í maí!

Það er klárt að Steven Gerrard er leikfær og mun byrja á morgun og eru það góðar fréttir því þótt liðið hafi staðið sig ágætlega í hans fjarveru þá er liðið einfaldlega betra þegar hann er með. Þetta þýðir væntanlega að Lucas mun detta á bekkinn fyrir fyrirliðann. Aðrar góðar fréttir eru að Agger sé nálægt því að semja við Liverpool að nýja og því mun hann spila þennan leik ásamt Carragher í vörninni. Annað ætti að vera hefðbundið:

Reina

Arbeloa – Agger – Carragher – Aurelio

Alonso – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Riera

Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Skrtel, Insua, Kuyt, Babel, Lucas, Ngog.

Eins og glöggir lesendur hafa séð þá set ég Riera inn á kostnað Kuyt og er þetta bara hugsað til að hvíla vinnuhestinn aðeins. Ennfremur set ég Aurelio inn fyrir Insúa vegna þess að Aurelio er betri en Insúa… ennþá! Þetta er feiknarsterkt lið og ætti að vera sterkt bæði frammá við sem og tilbaka.

Af liðinu hans Shearer er það helst að frétta að þeir eiga í meiðsla vandræðum í vörninni og er m.a. talað um að Damien Duff muni spila sem vinstri bakvörður en José Enrique meiddist í síðasta leik. En þrátt fyrir ömurlegt gengi Newcastle á þessu tímabili er alveg á tæru að liðið er með leikmenn til að vera miklu ofar á töflunni. Hvort hins vegar Alan Shearer takist að snúa skútunni við verður tíminn að leiða það í ljós. Michael Owen er fyrirliði þeirra og verður í fremstu víglínu á morgun, hann skoraði ófá mörkin fyrir okkur og hann ætti að kannast vel við sig á Anfield, vonandi ekki of vel.

Newcastle liðið er í harðri fallbaráttu, í 18.sæti með 31 stig. 3 stigum á eftir Hull City sem er í 17.sæti. Þetta er undarleg staða hjá þessu stórliði en á móti kemur er búið að vera svo mikið endemis rugl á stjóramálum, eigendum og já leikmönnum undanfarin misseri að þessi staða á kannski ekkert að koma á óvart.

Ég get með engu móti séð hvernig Newcastle eigi að eiga séns í okkur á morgun. Við erum að spila feiknarlega góðan fótbolta um þessar mundir, sóknarknattspyrnu eins og hún gerist best og ekkert bendir til þess að það ætti að breytast. Við gáfum 3 mörk gegn Arsenal vegna ótrúlegra einstaklings mistaka og svoleiðis mistök gerast ekki aftur næstu 10 árin. Allir ættu að vera með sjálfstraustið í botni og í raun vonast ég til að sjá lið sem nýtur þess að spila fótbolta, afslappað og þá koma úrslitin að sjálfu sér.

Með Gerrard aftur í byrjunarliðið, Benayoun að spila eins og heimsklassa leikmaður, Alonso að stjórna miðjunni, Reina í markinu, Agger brosandi hringinn með nýja samninginn þá tel ég 100% öruggt að við vinnum þennan leik. Það eru tveir möguleikar, annað hvort skorum við seint og vinnum seiglu sigur á lánlausu Newcastle liðinu 1-0 eða við skorum snemma, þeir gefast upp og við rústum þeim 5-0. Á endanum er 3 stig bara 3 stig og við eigum þau!

Áfram Liverpool!

17 Comments

 1. Ég hef bara ekki trú á því að Kuyt verði kvíldur í þessum leik eftir frábæran leik síðast. Ég hef oft verið gagnrýninn á hann, en ég tel samt að hann eigi að halda sæti sínu.

 2. Liðið hjá man utd í dag: Foster(ekki toppmarkmaður), O’Shea(ekki toppmaður), Vidic(toppleikmaður), Evans(ungur “óreyndur”), Evra(alls ekki verið uppá sitt besta þetta tímabil), Park(ágætur), Scholes(gamall), Giggs(gamall), Rooney(toppleikmaður), Berbatov(toppleikmaður en ekki hans besta tímabil), Macheda(17 ára gutti)

  Fer í taugarnar á mér að þetta lið getur teflt hálfgerðu B-liði en vinnur samt mikilvæga leiki. Sé fyrir mér liverpool vera á toppnum og ekki mega tapa stigum, gera jafntefli eða tapa svona leikjum með svipað lið.

  En vonum það besta í dag….
  ps. Mjöög óformlegt mat á leikmönnum… 🙂 en bara aðeins til að styðja mitt mál…

 3. Ég skil eiginlega ekki þessa umræðu um að hvað allir séu hissa á slöku gengi Newcastle. Þetta er einfaldlega uppskera vinnu síðustu ára. Það má vel vera að það séu ágætis leikmenn í þeirra hóp en í heildina er þetta bara slakt lið og andlaust og hefur ekkert að gera í úrvalsdeildinni.

  Ég hafði gaman að þessu liði í mörg ár en þetta er ekki sama Newcastle liðið og var að heilla áhorfendur á árum áður. Vonandi kemur liðið strax upp aftur og sýnir fyrri takta.

  Við vinnum 3-1 á morgun.

 4. Gummi, það er af því hann segir að Liverpool hafi ekki verið nógu nálægt því að vinna titilinn 2005. Það var það ekki fyrr en núna og því er væntanlega verið að rifja þetta upp. Loksins er liðið samkeppnishæft eða eitthvað þannig…

  Að leiknum. Þetta á auðvitað að vera öruggur sigur og þetta Newcastle lið er ótrúlega slappt á köflum. Ég hef enga trú á því að Liverpool missi dampinn núna, þó svo að United hafi unnið Boro.

  3-0 sigur. Torres, Alonso og N’gog.

 5. Giggs og Park skora fyrir Man Utd. Fokk! Boro voru ágætir í fyrri hálfleik, en lélegir eftir fyrstu 44 min.

 6. Boro gátu ekkert, ekki eins og lið á heimavelli að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Batt vonir við að þeir myndu stríða man utd en það var nú aldeilis ekki. Vona bara að Newcastle verði jafn andlausir á morgun og þá verður þetta létt verk.

 7. Benayoun og Kuyt eiga skilið að byrja inná á morgun, eru búnir að spila vel að undanförnu. Riera má finna sér þægilegt sæti á bekknum, að öðru leyti er ég sammála þessari uppstillingu.

 8. Strákar, þetta er ekki gott. M U 34 leiki= 80 stig
  Liv. 34 leiki= 74 stig. Sem sagt að MU verður að tapa 2 leikjum eða gera 3 jafntefli eða eitthvað svoleiðis. Sem sagt við erum 6 stigum á eftir. Jú við vinnum leikinn i dag og við vinnum alla leiki sem eftir eru en djöfull er ég svektur að hafa verðið með Keane sem gerði ekki rassgat og jan,+ feb, sem voru arfa slakir hjá Liv. En þetta er ekki búið og lukku dísirnar verða að vera með okkur en óheilladísirnar með MU. Og ekki segja,,,,, ÞAÐ ER EKKI KEANE AÐ KENNA,,,, Það hefði verið betra að halda RISANUM……..

 9. Djöfull er ég orðinn pirraður á þessum meiðslum hjá Torres, ég meina maðurinn vissi varla hvað meiðsli voru áður en hann kom til Liverpool og núna er hann sífellt meiddur.

 10. Enginn Torres í dag.Hann var ekki í liðsrútunni sem kom á Anfield.Þá fer Kuyt eflaust upp á topp.

 11. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Agger, Mascherano, Alonso, Kuyt, Benayoun, Gerrard, Riera. Subs: Cavalieri, Skrtel, Ngog, Dossena, Babel, Lucas, El Zhar.

Agger nálægt samningi!

Agger búinn að skrifa undir.