Agger búinn að skrifa undir.

Daniel Agger hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool og gildir hann til 2014. Þetta er einfaldlega frábærar fréttir!

9 Comments

 1. flott mál, vona að hann fari að fá fleiri sénsa, klárlega efni í klassaleikmann

 2. Góðar fréttir, miðvarðar staðan verður vel mönnuð næstu ár, gott mál:)

 3. Glæsilegt! Hlakka til að sjá hann og Skrtel saman líka þegar Carra kemst á aldur (ef það gerist einhverntímann), yrði vígalegt miðvarðarpar.

 4. Frábærar fréttir !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
  Þegar hann kom til Liverpool þá var hann að spila eins og engill þar til hann meiddist.
  Hann hefur nú ekki náð sama flugi ennþá en það kemur vonandi að því.
  Hann þyrfti að vera í byrjunarliðinu í nokkrum leikjum í röð.

 5. Þetta eru miklar gleðifréttir. Það hefði ekki verið hægt að ná í annan eins góðan og Aggerinn ef hann hefði yfirgefið okkur. Nú er bara að negla Alonso og Mascherano og við erum með Championship kjarna í Reina – Carra – Skrtel – Agger – Mascherano – Alonso – Gerrard – Torres. Segir þetta okkur ekki að okkur vanti einn frískan flair dúdda á miðjuna fyrir næsta vetur?

 6. 5 diddinn þú mátt ekki gleyma Yossi Whinehouse maður! Hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum eftir áramót! Spilar eins og engill!

 7. Einfaldlega stórkostlegar fréttir. Á góðum degi er Agger jafn góður og Skrtl varnarlega, en með milljón sinnum betri leikskilning – og hann er snillingur í að spila boltanum út úr vörninni eins og Alan Hansen var vanur að gera. Þetta er frábært.

Newcastle koma til Liverpool á morgun.

Liðið gegn Newcastle