Gerrard heill á ný

Þetta eru afskaplega góðar fréttir!

Já, og umboðsmaður Xabi Alonso segir að sögur um samskipti við Juventus séu bull. Hann hafi ekkert við þá talað síðan síðasta sumar. Ef að Juventus gátu ekki borgað nógu hátt verð fyrir Alonso síðasta sumar, þá eru nákævmlega engar líkur á að þeir geti það núna þegar að virði Alonso hefur klárlega aukist gríðarlega á þessu tímabili nú þegar hann er orðinn fastamaður í spænska landsliðinu og hjá Liverpool.

6 Comments

 1. það væri stórt skref aftur á bak að selja Xabi Alonso í sumar, stórt skref! Hann hefur verið eins og kóngur á miðjunni og algjörlega fáránlegt að hugsa út í það að selja hann!

 2. Ef Gerrard kemur aftur þá þarf Benayoun örugglega að byrja á bekknum sem er vont miðað við hvernig hann hefur verið að spila

 3. Mér finnst samt sem að Benitez vilji selja Alonso og ég veit ekki af hverju það er, kannski er Alonso bara kominn með leið og vill breytingu og þess vegna sem Benitez segir þetta.
  Allavega sé eg ekki tilgang með því að segja að hann útiloki ekki sölu á Alonso og að allt sé falt fyrir rétt fé.
  Er hann ekki beinlínis að óska eftir góðum tilboðum í Alonso ?

 4. Já og rosalega er flott að fá Gerrard aftur og vonandi að við klárum tímabilið með sæmt og vinnum þá leiki sem eftir eru.

 5. Ég var í þeim hópi í fyrrasumar sem bölvaði hvað mest yfir því að fá Barry og láta Alonso fara, sá síðarnefndi er klassa betri þrátt fyrir dapurt tímabil á undan. Þennan vetur hefur Alonso verið lykilmaður á miðjunni þar sem Lucas og Masche hafa ekki verið að spila vel yfir allt tímabilið. Hvar væri Liverpool í deildinni núna ef Alonso hefði ekki verið???
  Held að það sé algjört must að halda honum alla vega eitt tímabil í viðbót. Það má vissulega deila um hvenær rétti tímapunkturinn er að selja leikmenn til að fá sem mest fyrir þá og meta hvenær þeir hafa toppað hjá félaginu en ég held að Alonso eigi margt inni ennþá.

Macca um Liverpool

Vörn