Macca um Liverpool

Þar sem að það er enginn fótbolti í sjónvarpinu þessa dagana, þá verðum við að gera okkur góðar stuttar fréttir af okkar liði.

Steve McMannaman, sá miklu snillingur segir að Liverpool sé með besta lið á Englandi í dag. Nokkuð sem fáir þora að segja opinberlega:

>“Normally you say it’s United who are the most creative team around, but it’s not, it’s Liverpool at the minute. It’s just unfortunate they’ve let in a few goals.

>“I fancied them to win the title this year but certain things didn’t go their way. They finished last season strongly as well, but this year they look a different team.

>“The so-called lesser players, the Benayouns the Rieras, something has happened over the past four or five games and they seem to have clicked.

>“They are all closing the ball down, they are all aggressive and they are not giving anybody space to pass the ball.

Athyglisvert er að líka er bent á þá staðreynd að öllum líkindum munum við skora fleiri en 70 mörk í deildinni í ár í fyrsta skipti síðan árið 2001.

26 Comments

 1. Við Púllarar vijum fara að vinna eitthvað, ég er sammála Jóa það er ekki nópg að spila vel.

 2. Mér finnst að fyrsta málgreinin í þessum pistli ætti að fá Nóbelsverðlaun 😀

 3. Þar er ég ósammála ykkur, ég allavega held meira með fótbolta en Liverpool, kannski of langt síðan þið tveir spiluðuð fótbolta til að muna það.

  Ég hef einfaldlega sjaldan verið stoltari Liverpool maður en akkúrat núna, þó að öllum líkindum endum við tímabilið titlalausir. Baráttan í síðustu leikjum hefur einfaldlega verið ómannleg. Það vinna allir saman, pressa andstæðinginn í drasl og spila svo þar á milli frábæran sóknarleik. Þetta lið getur hæglega orðið meistari á næsta tímabili með einni eða tveimur góðum breytingum, ef ekki bara í ár.

  Svo er Stevie að mæta aftur, er hægt að vera fúll…

 4. Sammála Macca karlinum þarna, og er sannfærður um að liðið hefur ekki verið nálægar titlinum í 18 ár, mikilvægi þess að byggja á tímabilinu er gríðarlegt.

  En er svo ekki málið að fara að breyta þessari keppni, þarna keppninni “Varnarlið Evrópu”, eitthvað. Hvaða afsökun á íþrótt sá maður í gær???

  Ég get lofað því að ef að annað árið í röð úrslitaleikurinn verður Scum-Russki þá mun ég ekki horfa á mörkin úr leiknum í fréttatímum hvað þá meira!!!

  En ég hlakka til sunnudagsins, mikið!

 5. Maggi, ég man nú ekki betur en að við höfum lagt upp með nákvæmlegu sömu taktík og Chelsea þegar við fórum á Nou Camp. Að liggja til baka, loka svæðunum fyrir aftan vörnina og freista þess að skora eitt mark.

  Það sem gerðist hins vegar var að Deco skoraði snemma sem varð til þess að leikurinn opnaðist. Ef Barca hefðu ekki skorað þá hefði leikurinn líklega bara fjarað út.

  Leiðinlegt að horfa á en engu að síður góð úrslit fyrir útiliðið.

 6. Geir munurinn á Liverpool og Chelsea á Nou Camp er sá að Liverpool skoraði 2 mörk á þesum velli en Chelsea ekki og þó að Deco hafi skorað hvað með það ?
  Veist þú bara um hluti sem gerðust ekki ?

 7. Geir, ertu að tala um leikinn sem við pressuðum stíft allan völlinn og við unnum með mörkum frá Bellamy og Riise sem stuttu áður höfðu verið að slást með golfkylfu??
  Það var einfaldlega frábær leikur hjá Liverpool þar sem menn sóttu.

  Ég er ekki að kaupa þessi rök þín um að það hafi verið Deco að þakka að leikurinn opnaðist, leikurinn spilaðist bara svona punktur.

  Hvernig var leikurinn barcelona manutd í fyrra? hann var svo leiðinlegur að leikurinn í gær var hressandi.

 8. Smá þráðrán, getur einhver sagt mér frá slóð til að sjá Man U – Arsenal í beinni í kvöld?

 9. Liverpool er ekki með betra lið heldur en MUFC annars væru þeir efstir. Síðan með það að segja að Liverpool hafi verið varnarlið Evrópur er algjör sannleikur, þeir eru það ekki lengur enda spila skelfilegan varnarleik upp á síðkastið. En ómögulegt er að segja það að EF Liverpool hefði farið á Nývang hefðu þeir ekki pressað allan völlinn. Þeir hefðu legið til baka með Kuyt (senter sem skoraði yfir70 mörk í Hollandi) sem wing back og Riera ( sem gat ekkert með Man City og Everton vildi en Liverpool keypti, einn af 10 meðalmönnum í Pool) á köntunum ég veit ekki hvernig það hefði gengið.

 10. Ingi nr.9

  Viltu vinsamlegast aldrei, ALDREI gera það aftur hér að fremja svona þráðrán. Það að biðja um link á Man Utd á Liverpool spjalli er ekki bara heimskulegt.

  Það er guðlast. 🙁

 11. Á myp2p.eu má einnig finna linka á liv-newc. reserves, þar sem staðan er 3-0 fyrir liverpool og Guðlaugur Viktor Pálsson er með. Afsakið þráðrán.

 12. Maður hefur nú getað komið hérna inn og fengið frið fyrir annara liða pakki,sem mér finnst munurinn á þessari síðu og Liverpool.is. En nú eru Manu liðið komið hingað og ekki búið að henda þeim út enþá,en vonandi taka stjórnendur fljótlega í taumana.
  En að ummælum Macmanamann þá er ég sammála honum LFC er sennilega besta liðið í dag og það segir sína sögu að vinna bæði UTD og Chelsea heima og heiman í deildinni.I rest my case!!

 13. Sölvi nr 12…ég veit þetta er eins og að guðlast, þessvegna fer ég ekki meðal fólks til að horfa á þá, fyrir utan það þá ætlaði ég að styðja Arsenal í þessum leik, það er allavega smá afsökun fyrir mig 🙂

 14. Hlægilegur bullpóstur hjá United manni #10.

  Greinilega ekki horft á leiki Liverpool og Real Madrid Í VETUR, hvað þá stórkostlegan leik okkar gegn Barca fyrir tveimur árum, þar sem ég er argandi ósammála því að lagt hafi verið útfrá varnarleik.

  Chelsea varðist á 9 leikmönnum allan leikinn. Tölfræðin í skotum var 25 – 3. Ég er algerlega sammála því sem Pep Guardiola sagði á blaðamannafundinum sínum varðandi stanslausar tafir Chelsea og getuleysi dómarans að stoppa slíkt. Hvers vegna Cech fékk aldrei spjald fyrir útspörkin eða Malouda fyrir hornlabbið skil ég ekki. Og er starfandi dómari.

  Svo verða menn að lesa það sem McManaman segir, að Liverpool sé sterkara en United, Í DAG. Tölfræðin frá 1.mars segir enda það…..

 15. Svo var fótbolti í kvöld.

  Liverpoolvaraliðið vann Newcastlevaraliðið 5-1. Victor Pálsson stóð sig vel og labbaði svo beint til mömmu sinnar og systur eftir leik og þær kysstu hann til hamingju.

  San Jose, Ngog, Plessis og Pacheco x 2 skoruðu í flottum leik varaliðsdrengjanna.

 16. Það verður að segjast eins og er að það er söknuður af Liverpool í undanúrslitum CL. Tveir miður skemmtilegir leikir búnir. Man Utd virðist ætla klára Arsenal auðveldlega, þar sem Arsenal átti ekki færi í leiknum, greinilega bitlaust framávið án Arshavin og Rosicky. Ansi hræddur um að það verði boring repeat í úrslitum Chelsea-Utd….vona bara að úrslitin verði önnur en síðast þó að maður eigi ansi erfitt að gera upp á milli ógeðs og viðbjóðs.

 17. Ömurlegir leikir í þessum undanúrslitum, mikil vonbrigði. Það er greinilega mun betra fyrir alla að Liverpool sé þarna á hverju ári 😉

 18. Skil ekki alveg af hverju við erum að kasta grjóti úr glerhúsi.

  Leikir Liverpool í Meistaradeildinni undanfarin ár hafa ekkert verið hin besta skemmtun. Við lékum í undanúrslitum gegn Chelsea í hrútleiðinlegum leikjum sem var ekki til útflutnings.

  Liverpool fór eitt sinn með Heskey sem vinstri bakvörð á Nou Camp.

  Liverpool hefur leikið frábærlega frá því í lok janúar. Titilinn er runninn eflaust úr greipum okkar og titlalaust tímabil blasir við.

  Núna þarf liðið að sýna slíka frammistöðu í heilt tímabili áður en menn fara að tala um eitt besta lið Evrópu. Við eigum langt í land en það er styttra í land en margir halda.

 19. Er sammála honum Brúsa #4. Ég vil heldur sjá liðið mitt spila flottan fótbolta og skemmtilega fótboltaleiki þó svo að engin titill náist kannski í ár. Ekkert útséð með það ennþá en líkurnar eru ekkert miklar.

  Miðað við þær breytingar sem orðið hafa á liðinu á þessu tímabili þá tel ég alveg raunhæft að hækka væntingarstuðulinn um einn heilann fyrir næsta tímabil. Mér finnst líðið vera að spila klassafótbolta oft á tíðum þó svo að ekki hafi allt gengið upp í öllum leikjum.

  Þeir hafa skeint stóru liðunum nokkrum sinnum og verið að ná úrslitum á útivöllum. Þetta er allt bætingar frá undanförnum tímabilum. Það sem hefur verið að klikka í vetur er þegar lið koma á Anfield með 9-1 leikskipulag. Þar hafa þeir lent í vandræðum með að knýja fram sigurinn og niðurstaðan eru nokkur gríðarlega svekkjandi jafntefli á heimavelli. Það er að öllum líkindum að kosta liðið titilinn í ár. Eg ætla að spá því að Rafa sé með plan til að stoppa upp í það gat á næsta tímabili.

  Bætingar hjá leikmönnum á borð við Benayoun og Kuyt og jafnvel Riera á seinni hluta tímabils eru alveg ótrúlegar. Ég var ekki hrifin af Yossi fyrri hluta móts en er orðin aðdáandi #1 í dag. Menn voru líka duglegir að drulla yfir hollendinginn en það er ekki hægt að gera það í dag án þess að hljóma eins og fáviti.

  Ég ætla að spá því að 2009/10 tímabilið verði upphafið að nýrri gullöld hjá Liverpool fc. þar sem eigendur liðsins munu fljótlega þurfa að taka upp veskið og fjárfesta í nýrri hillu undir bikarana.

 20. Liverpool fór eitt sinn með Heskey sem vinstri bakvörð á Nou Camp.

  Ætlarðu í alvöru að fara að tala um leik undir stjórn Houllier?? Hvað hefur það með liðið í dag að gera?

  Síðustu ár hefur Liverpool einfaldlega boðið uppá stórkostlega leiki í Meistaradeildinni (Chelsea leikirnir fyrstu eru þar undantekning, en það getur líka haft ansi mikið með mótherjana að gera).

 21. Afsakið ef þessi athugasemd á ekki heima í þessum þræði, en mig langaði að koma þessu á framfæri.

  Sem mikill United aðdáandi (og þ.a.l. anti-púlari), kem ég reglulega hingað inn til að kíkja á umræðurnar hér. Þið eigið heiður skilinn fyrir þessa síðu. Ykkur tekst yfirleitt að halda umræðum á eðlilegum nótum og talið oftast út frá staðreyndum, frekar en lituðum skoðunum. Það er þó engan veginn algilt, eðlilega, þar sem menn hafa rétt á sínum skoðunum.

  Það væri gaman að sjá sambærilega íslenska United síðu, sem ég hef enn ekki fundið.

 22. Alveg ótrúlegt hvað þið liverpoolmennirnir lýtið stórt á ykkur þó að þið hafið komið boltanum í netið nokkuð oftar en venjulega á þessu tímabili. Skyndilega haldið þið að þið séuð brasilíumenn norðursins og að öll önnur lið spili hundleiðinlegann varnarbolta. Kominn tími fyrir ykkur að trítla af þessum háa hesti ykkar. Þið eruð að að verða meira pirrandi en Man U

 23. Ég bara get ekki skilið afhverju menn eins og Grétar nenni að skoða spjall á síðum hjá öðrum liðum. Alveg nákvæmlega er mér sama hvað fer fram á utd síðunni. Hvort menn er með skítkast, sjálfshól, væl eða hvað annað. Jú ég kíkti einu sinni á utd síðuna og las upphitunarpistil fyrir síðasta leik man.utd – Liv. Sá pistill var uppfullur af staðreyndarvillum, niðurlægingu og bulli um Liverpool. Þetta var svona hrokafyndni eins og Davíð Oddsson kemur með. Allavegana langar mig að væla, vera með skítkast, sjálfshól og hrósa á Liverpool síðu með Liverpool mönnum 🙂

 24. Steve McMannaman ætti að drullast til að halda kjafti. Hann er ekki legend í okkar sögu. Vann sama og enga titla meðan hann var og hét Liverpool maður.
  Dró svo félagið á asnaeyrunum og fór svo frítt til Real þar sem bekkjarseta olli
  flísum og gyllinæð í afturenda hans. Enda var Real ekki lengi að kasta honum þegar í ljós kom að hann var ekki match-winner gaur heldur dripplari sem getur fátt annað en það. Vera hans hjá City kórónaði svo niðurlægingu hans sem knattspyrnumanns. Þar var hann eingöngu club-player sem engin merki bar um að hafa verið hjá tveimur stærstu liðum heims…Liverpool og Real.
  Maðurinn er fáviti og ætti að banna fés hans á Anfield að eilífu.

Spáð í leikmannakaupin í sumar

Gerrard heill á ný