Hull á morgun

Það er ennþá möguleiki á titlinum, ég mun aldrei viðurkenna ósigur fyrr en það er tölfræðilega útilokað fyrir okkar menn. Við förum í leikinn á morgun gegn Hull með það að markmiði að halda áfram að skora mörk og setja pressu á Man.Utd. Að sjálfsögðu er ekkert gefið í þessu og Hull eru þessa dagana að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og munu því pottþétt gefa allt sem þeir eiga í leikinn. Þeir hafa allt að vinna gegn okkar mönnum, því fyrirfram eru þeir ekki taldir eiga mikla möguleika í leiknum. En það telur bara akkúrat EKKERT þegar á hólminn er komið.

Ég ætla hreinlega ekkert að fjalla um lið Hull að öðru leiti en því að þeir eru afar brothættir varnarlega. Það má í rauninni það sama segja um okkar menn að undanförnu, en við höfum reyndar verið að fá þessi mörk á okkur gegn liðum eins og Chelsea og Arsenal. Ég sé í rauninni ekkert í stöðunni sem segir mér að við ættum ekki að geta sett nokkur kvikindi gegn Hull á morgun. Ég meina við erum búnir að skora 4 mörk gegn Real Madrid nýverið, 4 gegn Man.Utd, 4 á útivelli gegn Chelsea, 5 gegn Aston Villa og 4 gegn Arsenal. Það er ekki eins og um sé að ræða einhver slor lið. Það eru mörg ár síðan maður hefur verið með þessa free scoring tilfinningu, ég hef í rauninni á tilfinningunni að við getum skorað að vild þessa dagana. Nú er bara að halda því áfram, ekkert að hugsa of mikið um lekann í vörninni okkar heldur bara að skora nógu mikið af mörkum.

Þá að liðinu. Stevie G ekki með um helgina frekar en undanfarið en annars er enginn annar leikmaður á meiðslalistanum. Það er ekki þar með sagt að það sé einfalt að giska á byrjunarliðið, síður en svo. Arbeloa og Aurelio voru ekki beint sannfærandi í síðasta leik og eins er vinstri kanturinn alltaf spurningamerki þar sem Riera virðist vera ansi hreint mikið jó jó. Það væri svo sem í lagi ef Rafa myndi grípa fyrr inn í þegar hann sér að leikmaður er bara hreinlega ekki í gírnum. Ég ætla að spá því að Arbeloa, Carra og Agger haldi sætum sínum í liðinu, en að Insúa komi inn í vinstri bakvörðinn. Þeir Javier og Xabi stjórna áfram á miðjunni og svo verði það Babel, Benayoun og Kuyt sem styðji við bakið á Torres sem verður að sjálfsögðu frammi. Svona ætla ég því að spá liðinu:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Insúa

Mascherano – Alonso
Kuyt – Benayoun – Babel
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Skrtel, Riera, Aurelio, Lucas, El Zhar og Ngog

Nú þýðir ekkert droll, bara keyra á þetta Hull lið frá fyrstu mínútu og klára leikinn strax. Skorum við snemma, þá á ég von á stórum sigri. Við höldum ennþá í vonina og því mikilvægt að hafa markahlutfallið sem allra allra best ef þetta skyldi go to the wire. Ég ætla að spá því að við höldum áfram free flowing spilamennskunni okkar og að við skorum 5 mörk í 1-5 sigri. Eigum við ekki að segja að Torres setji 2 mörk, Kuyt 1, Benayoun 1 og Babel kemur sér svo á blað í restina. Allir sáttir?

24 Comments

  1. Ég get sætt mig við þetta, en ég held að þetta verði ekki alveg jafn mikið walk in the park. Býst þó fastlega við því að einhverjir mæti og helli í sig á Park á morgun….þetta fer 0-2 við komumst yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki frá stráknum og svo tryggir þrennu Yossi þetta í seint í seinnihálfleik!

  2. Já sæll félagi!
    Er samt á því að Riera verði látinn halda sinni stöðu út af sóknarbakverðinum hjá Hull þarna hægra megin. Spái sigri og því að við verðum nær í baráttunni á sunnudag en fyrir hann!!!

  3. “Ég meina við erum búnir að skora 4 mörk gegn Real Madrid nýverið, 4 gegn Man.Utd, 4 á útivelli gegn Chelsea, 5 gegn Aston Villa og 4 gegn Arsenal. ” ….
    … bara afþví að þessi upptalning er það sem maður yljar sér við þessa dagana, lof mér þá að bæta við jú , og 4 gegn Blackburn 🙂 …

  4. Ég spái að Carra og Hyypia verða í vörninni. Mér finnst meiri yfirvegun þegar Sami er í vörninni enda legend og reynslubolti þar á ferð. Ástæðan afhverju ég held þetta er að vörnin er búin að kúka á sig í síðustu leikjum og ég veit að Rafa hefur miklar áhyggjur af þessu. Annars vona ég að þeir raði inn mörkun eins og undanfarið!

  5. Er þetta ekki einkennandi fyrir man.utd skíthausa. “Ég kem í friði” og svo kemur skítkastið. Enn og aftur á þessi brandari við: Hvað eiga 1 milljón sæðisfruma og 1 milljón man.utd áðdáenda sameiginlegt? Aðeins einn af þeim á smá möguleika á að verða mannlegir!

  6. Fói, ummælum Daníels og Frikka var eytt enda er hér ætlunin að ræða leikinn en ekki svara skítkasti eða stríðni frá sjálfumglöðum United-mönnum. 😉

    Annars að upphituninni. Eins og venjulega er SSteinn alveg með þetta, ég sé alveg sama byrjunarlið fyrir mér og hann. Aurelio og Riera voru ekki upp á sitt besta gegn Arsenal og því um að gera að setja tvo ferska þar inn, annars var liðið allt gott (utan aulamistaka Masch og Arbeloa) og óþarfi að rótera því mikið þegar langt er á milli leikja.

    Ég er samt eitthvað svo skíthræddur við þennan leik. Eftir hetjulega frammistöðu gegn hverju toppliðinu á fætur öðru í mars og apríl væri eitthvað svo týpískt að fara að tapa stigum gegn liði eins og Hull City sem hefur verið langlélegasta liðið í deildinni eftir áramót og er í raun bara í séns á að sleppa við fallið af því að þeir byrjuðu fyrstu tíu leiki mótsins frábærlega. Ef þeir hefðu ekki verið spútnikliðið í haust væru þeir í kjallaranum núna, það er alveg ljóst. Ég vona að okkar menn misstígi sig ekki.

    Svo er ég líka að fara á völlinn á leikinn eftir viku, næsta leik eftir þessum, gegn Newcastle heima. Það er alveg ljóst að ef leikurinn á morgun vinnst og liðið er enn í bullandi séns á titli verður stemningin talsvert önnur og meiri gegn Newcastle heldur en ef liðið misstígur sig á morgun og United vinnur Tottenham. Þannig að ég segi bara áfram Liverpool og áfram Tottenham á morgun, sjáiði til þess að ég fái rífandi stemningu gegn Newcastle eftir rúma viku! 😉

  7. Afsakið þráðaránið en mér liggur eitt á hjarta eftir síðasta leik. Það virðast flestir álíta að það hafi verið Arbeloa sem beri ábyrgð á þriðja markinu gegn Arsenal (minnir að það hafi verið Þriðja…leiðréttið ef rangt er). Ég vil biðja menn um að líta á þetta svona; Carra er með boltann, hann snýr fram á völlinn og sér hvar leikmenn Arsenal eru og svo hvar Liverpool leikmenn eru. Carra ákveður að gefa á Arbeloa, en ekki langt frá Arbeloa er Arsenal leikmaður. Arbeloa fær ekki sekúndubrot til að átta sig á aðstæðunum og nær því ekki að taka við boltanum. Arsenal skorar. Ég tel að þarna hafi það verið Carra sem klikkaði en ekki Arbeloa.

    En að leiknum gegn Hull. Við eigum eftir að spila glimmrandi sóknarbolta allan leikinn en ég er með littla flugu í hnakkanum sem segir mér að þessi leikur verði einsog að ríða án þess að fá það….við munum liggja í sókn en einhvernveginn ekki ná að setja boltann yfir marklínuna.

  8. Vill ekki sjá Mascherano í þessum leik, höfum enga þörf fyrir hann gegn Hull. Spái liðinu á þessa vegu: Reina – Arbeloa – Carra – Skrtel – Insúa – Alonso – Lucas – Kuyt – Benayoun – Dossena – Torres.
    1-1 samt sem áður.

  9. ég held við fáum að sjá 4-4-2 á morgun með Torres og Babel frammi..

    3-0 sigur og 3 stig í hús! kommasso Tottenham!

  10. 7, Dóri Stóri :

    “þessi leikur verði einsog að ríða án þess að fá það….” …

    hmm.. ríða án þess að fá það.?. ..Are you sure you are doing it right ?? 😉

    Annars verður þetta fínn leikur og úrslitin rétt.. þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið, og ég hef trú á okkur.

    Insjallah… Carl Berg

  11. Lolli, alveg sammála þér. En ég væri alveg til í að hafa Barry á miðjunni í staðinn fyrir Lucas. Hef svosem ekkert á móti Brasilíumanninum, sem er allur að koma til, en ég vil samt meiri gæði þarna á miðjuna.

    Þetta er einmitt dæmi um leik sem við þurfum ekki Mascherano en væri betra að hafa annan en Lucas á miðjunni…

    En án þess að fara út fyrir efni lítur byrjunarliðið hjá Steina vel út. Spái 0-2 sigri, Torres og Benayoun skora.

  12. Þessi leikur verður að vinnast og með Benayoun og Torres í stuði eru alltaf líkur á mörkum. Tek undir með nafna og vonandi fær Insua sénsinn í vinstri bakverðinum. Veit ekki með Babel finnst meira jafnvægi í liðinu með Riera á kantinum, vonandi hittir hann á góðan dag.

    Til að styðja við val mitt á Insua, þá vil ég benda á að Aurelio gerði sig sekan um hræðileg mistök í síðasta leik sem gaf Arsenal þriðja markið. Það var þegar hann lagði fyrirgjöf inn í teig fyrir lappirnar á Arshavin með sínum góða vinstri fæti. Þar hefði eflaust hægri löppin gefið betur og skilað boltanum út úr teignum.

    Varðandi þráðrán Dóra Stóra þá vil ég leiðrétta það:
    Þegar Carra sendir á Arbeloa er Arshavin mörgum metrum frá honum, auk þess sem Arbeloa er að hlaupa til baka á móti boltanum. En þegar Arbeloa nálgast boltann hægir hann á sér og bíður eftir því að boltinn komi til sín. Það er einmitt þá sem Arshavin stelur boltanum fyrir framan tærnar á Arbeloa og skorar svo þetta flotta mark (skora á þig að horfa aftur á þetta þá sérðu mistökin svart á hvítu). Þetta var mark númer 2 hjá Arsenal.

    Áfram Liverpool koma svo.
    Krizzi

  13. Höfum við einhver meiri not fyrir Lucas á miðjuna heldur en Mascherano ???

  14. Krizzi: 12

    Ég er enn á báðum áttum, en miðað við þessar aðstæður (Carra með skalla) þá hafði Carra ekki aðra möguleika en að gefa á Arbeloa. Arbeloa hefði svosem mátt hlaupa á móti boltanum og taka betur við honum….en þá hefðum við samt ekki fengið svona asskoti flott mark 😉 (líta á björtu hliðarnar).

    Carl Berg: 10

    Ég get vel séð um mig sjálfur….það vill samt stundum verða smá seinkun eftir aðra kippu 😉 Kannastu við vandamálið sjálfur? 😉

  15. Höfum ekkert við Mascherano að gera í þessum leik. Ég vil sjá Alonso og Benayoun saman á miðjunni. Við munum stjórna þessum leik frá byrjun og þá er engin ástæða í að hafa Javier þarna ef hann þarf ekkert að elta boltann. Ég væri til í að sjá liðið svona:

    ——————– Reina ——————-
    — Arbeloa — Skrtel — Agger — Aurelio —
    — Kuyt —– Alonso — Yossi —– Riera —
    ————– Torres — Babel ————–

  16. Við vinnum þennan leik 3-0 og ekkert meira með það.
    Svo vil ég benda á einn leikmann sem ég væri til í fyrst leikmannamál eru svona mikið í umræðunni, og hann er Zlatan nokkur Ibrahímóvlkajdfbgaæ.
    Væri til í að sjá hann í fallegri rauðri Adidas treyju næstu síson, hann vill í það minnsta fara frá Inter : )

  17. Hafliði þú mátt eiga hann skuldlausan fyrir utan vesenið sem fylgir honum. Þú varst gáfaður ! að setja ekki hvað verðið á þessari Svíadúkka/annað þjóðerni ætti að kosta? Hvað þú væri sáttur við að borga fyrir ÞENNAN sóknarmann? Hvaða aðra sóknarmenn mundurður sætta þig við? Hvaða aðra stöðu vantar í liðið????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

  18. Kæri Hafliði. Vildi benda þér á það að hvaðan sem hann hefur farið, veri það Malmö, Ajax eða Juventus, hefur brotthvarfi hans verið fagnað.

  19. Kæra Varmenni. Zlatan er kannski enginn engill en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað ómögulegt að starfa með honum. Ættir frekar að benda á að hvar sem hann hefur verið hefur hann raðað inn mörkunum.

  20. Oll lid i heiminum vaeru heppin ad hafa leikmann einsog zlatan i herbudum sinum. En hann mundi aldrei passa inn i leikstil liverpool, tad eru margir betri kostir a markadinum i sumar fyrir svipada summu af peningum. Ta er eg helst ad tala um david villa. Tad sau allir hvad hann og torres geta gert tegar teir spiludu saman i sumar.

  21. Ha ha ha voðalega eru menn viðkvæmir gagnvart Zlatan, vildi bara benda á leikmann sem hefur mjög gott record í markaskorun hvar sem hann hefur spilað 🙂
    Biðst samt afsökunar á að hafa ollið þráðráni 🙂

  22. Held að Zlatan sé hæðst launaðasti knattspyrnumaður veraldar, hvernig ætlum við að geta borgað slíkum manni laun? Held að það væri nú betra að vera með 3 x 20 milljón punda menn á eðlilegum launum.

  23. The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Insua, Skrtel, Carragher, Alonso, Mascherano, Lucas, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs to come.

Fyrsti pistill sumarsins!

Byrjunarliðið í dag