Molar

Auðvitað er FA helgi og því lítið að frétta af okkar mönnum. Lykilleikur dagsins er auðvitað leikur þeirra tveggja liða sem mér er verst við, en af virðingu fyrir David Moyes og viðveru hans á Anfield síðasta miðvikudag vonast ég til þess að þeir verði tapliðið í úrslitaleiknum í vor.

Helstu fréttirnar sem koma frá Anfield snúast um mögulega endurkomu King Kenny á Anfield eftir rúmlega 18 ára fjarveru. Hlutverk hans væri að stjórna Akademíustarfinu auk þess að vera Benitez til ráðgjafar. Það held ég að gæti orðið frábært samstarf, handviss um að Dalglish hefur enn ýmislegt til málanna að leggja og bætir bara frábært starfslið liðsins.

Rafa virðist ætla að leyfa gamla Skotanum að gráta einum, sem er vel og hann virðist ætla að halda áfram að rita nafn sitt á nýja samninga. Nú voru það ungu mennirnir, Darby og Spearing.

Eftir að Evrópusambandið tilkynnti það að UEFA gæti sett upp 6+5 regluna án athugasemd frá regluverki Evrópu er það afar mikilvægt að við nýtum tímann vel og fjölgum heimamönnum í liðinu.

Annars höldum við áfram að telja niður til þriðjudagskvöldsins og lykilleiksins gegn Arsenal…

Uppfært

Í kjölfar spurninga í athugasemdum um 6 + 5 regluna ákvað ég að bæta aðeins við um hana…

Heimildirnar koma hérna.

Hér sjáiði allt það helsta um þessa reglu, en svo ég segi í stuttu máli gengur reglan út á það að í upphafi leiks verða minnst 6 leikmenn frá heimalandi deildarinnar (enn hefur þetta verið skilgreint sem England, ekki Bretland). Ekki eru aðrar hömlur, t.d. mættu 7 varamennirnir vera annarrar þjóðar svo að í lok leiks gætu hlutföllin orðið 3 + 8.

Allt virtist í hnút en rannsóknarnefnd á vegum Evrópusambandsins gaf út yfirlýsingu þann 26.febrúar síðastliðinn að nefndin teldi regluna rúmast innan regluverksins. Ef þetta gengur eftir verður gildistaka reglunnar útfærð svona:

1. 4+7 leiktímabilið 2010-2011
2. 5+6 leiktímabilið 2011-2012
3. 6+5 leiktímabilið 2012-2013

Flestir telja fullljóst að FIFA muni láta reyna á þetta og með yfirburðum enskra og spænskra liða í Evrópu- og Heimsmeistaramótum verða líkurnar stöðugt meiri. Allir virðast reikna með því að FIFA standi við þetta og það eitt tel ég eina af stóru ástæðunum vera að endurnýjun samninga við yngri ensku mennina sé nú í töluverðum gangi auk þess að við kaupum Johnson, Barry og hugsanlega Downing í sumar.

En sjáum til. Í dag erum við bara með Carra og Gerrard sem falla undir þessa reglu eins og hún er útfærð.

8 Comments

 1. Varðandi þessa ensku leikmenn þá vonast ég til þess og hef reyndar trú á því að allavega annar þeirra verði okkur mikilvægur í framtíðinni.
  Ég held auðvitað með Everton í dag og vonandi að þeir gjörsamlega valti yfir þessa kjúklinga hjá United.

 2. Þessi 6+5 regla er svo mikið bull.
  Alltílagi kannski 8+2 eða eitthvað. Held að þetta eigi eftir að hafa slæm áhrif einhverneginn fyrir alla.
  Og ég eiginlega get ekki sagt að ég haldi með Everton í dag. Tippaði á að Man Utd muni taka þetta í seinni eftir jafntefli í hálfleik.

 3. Heldurðu virkilega frekar með united scum í þessum leik ?
  Þó svo að rígurinn sé mikill á Englandi á milli Liverpool og Everton þá er aðalrígurinn hér á landi á milli united og Liverpool.

 4. Ég væri allavega ekki til í 8+2 reglu, það myndi þýða að einungis yrðu 10 leikmenn eftir á vellinum í stað 11 eins og staðan er í dag 🙂

 5. Hvenær tekur þessi 6+5 regla gildi?

  Síðan ein spurning, ef einhver veit þetta. Verða þetta að vera enskir leikmenn eða uppaldir leikmenn?

  Svona eins og Fabregas er uppalinn hjá Arsenal, þrátt fyrir að vera Spánverji, Giggs hjá litla liðinu í Manchester er frá Wales en samt talinn uppalinn, Ireland hjá stóra liðinu í Manchester o.s.fr.

 6. Jæja,,,,dásamlegt, af tvennum slæmum kostum þá fór Everton áfram. Dásamlegt að sjá niðurbrotna Man Utd menn og vonandi að þetta eigi eftir að brjóta niður sjálfstraust þeirra. Það var yndislegt að sjá Ferguson strumsa af velli, hann á örugglega eftir að kvarta yfir dómgæslunni að vanda og örugglega fagnaðarlátum andstæðinganna.
  Ljóst að Utd vinnur ekki alla titla sem eru í boði þetta árið og ætti það að minnka hrokann í þeim í einhvern tíma 🙂

 7. Þessi nefnd sem Maggi vísar til er og var ekkert á vegum Evrópusambandsins. Það hefur frá upphafi haft þá afstöðu að reglan samrýmist ekki reglum Evrópusambandsins og þar við situr. Þetta verður ekki að veruleika.

 8. Þvílíkur hroki og vanvirðing hjá David Moyes að fagna mörkunum í vítaspyrnukeppninni þrátt fyrir að leikurinn væri ekki búinn.

Ferguson væl

Niðurtalning