Ferguson væl

Jæja, þessi helgi lítur ekkert alltof vel út fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn, þar sem að um helgina er ekkert leikið í ensku úrvalsdeildinni, heldur aðeins í FA bikarnum. Við fáum ekki að sjá okkar menn spila fyrr en næsta þriðjudag.

Í fréttum ber hæst sú STÓRFRÉTT að Alex Ferguson er að væla. Af hverju ætti okkur ekki að vera sama? Jú, hann er víst að væla yfir því að Rafa Benitez sé ekki nógu góður við Feita Sam!

Skoski spekingurinn segir:

>”When Liverpool scored their second goal he signalled as if the game was finished. I do not think Sam deserved that. Sam has worked so hard for the LMA [League Managers’ Association] and he’s had a weakened team. I just thought it showed contempt.

Jesús almáttugur. Ég táraðist hreinlega við að lesa þetta. (Þröstur bendir í kommentum á myndband af þessu ROSALEGA atviki.

Einnig er það að frétta að Charles Itandje (sem ég hélt að væri farinn frá félaginu) hagaði sér víst einsog fífl á Hillsborough minningarathöfninni.

52 Comments

 1. Maður getur nú ekki annað en brosað yfir þessu Ferguson/allardice rugli. Það að krossleggja hendur er semsagt ofboðslega dónalegt. Ég held að gamli skotinn ætti að lýta í eigin barm áður en hann gagnrýnir annað fólk.

 2. Er þetta afþví Benitez brosti? Það er það eina sem ég man eftir, hann brosti. Ferguson hoppar og dansar við hvert einasta mark sem man utd. skorar,
  samanber þegar manu skoraði fyrsta markið gegn okkur.
  Hver er munurinn? VÆLL

 3. Benitez er mjög oft með krosslagðar hendur, þetta hlýtur að vera brosið.

  Það er svo gott að heyra að ég sé ekki sá eini sem hélt að Itandje væri farinn.

 4. HAHAHAHAHAHAHA!!!! Var ekki Ferguson að væla yfir því um daginn að Rafa væri að tala um United daginn út og daginn inn? Ferguson er á leið í undanúrslit bikarsins og notar tækifærið til að væla um það sem Rafa sagði fyrir einhverjum árum um Everton og væla um það hvernig Rafa hreyfði hendurnar í leik Liverpool og Blackburn um síðustu helgi. Þetta er klassi!

 5. Þetta er svei mér þá líklega Bretlandseyjamet í væli hjá Fat Sam!!!
  http://www.football365.com/story/0,17033,8652_5199893,00.html

  ……….og það fyndna við þetta, þó ég sé þess nokkuð fullviss að þetta var ekki meining hjá Rafa……þá var þetta vissulega fokkings game over HAHAHA. Verum aðeins meira bitrir váá.

  Svo er furðulegt hjá honum að furða sig á því að fá kallinn ekki með sér í bjór eftir leik, eftir að hafa úthúðað hann í fjölmiðlum í nokkur ár. Þar fyrir utan er ég ekki einu sinni viss um að ég næði að halda í við Fat Sam í áfengisdrykkju….hvað þá Benitez!

  p.s. Hver er þessi Ferguson? Traktor?

 6. Svo er ekkert verið að minnast á tyggjó-jórtrið á þessum mönnum!
  Það er nú alveg efni í einn blaðamannafund, óvirðing við leikinn að vera að jórtra tyggjó eins og 12 ára skólastelpa…. no respect.

 7. Þetta er bara bull og vitleysa. Fergie er bara skít hræddur við velgengni okkar manna, og reynir að gera þetta erfiðara fyrir okkur.

  En þetta með Itjande. Ég veit ekki hvað á að gera við þessu. Mér finst full mikið að reka hann, eða hvað sem það er, sem Rafa vill, en þetta er auðvitað ekki ásættanlegt.

 8. MÁLIÐ ER AÐ BENITEZ ER MEÐ MINNIMÁTTARKENND FYRIR Man Utd og með þá á heilanum…

 9. Nákvæmlega, Nonni. Það er af því að Benitez er með svo mikla minnimáttarkennd að Ferguson talar um handahreyfingar hans í leik á móti Blackburn í síðustu viku á blaðamannafundi sem fjallar um leik Utd. og Everton. 😀

 10. Snilldar grein hjá Tom! Alveg er það merkilegt hvað maður getur látið Ferguson fara í taugarnar á sér.. Kanski ekki skrýtið m.a. eftir að hafa séð og heyrt þetta comment hjá honum um þetta atvik… Þvílíkur brandari!!!

 11. Ég er nú farinn að hallast að því að “kastið” sem Benítez tók í janúar og margir voru ósáttir með og þar með talið ég, hafi verið vel útpælt og sé núna nokkrum mánuðum seinna að skila árangri. Margir vinir mínir sem er United menn voru gríðarlega hneykslaðir og jafnframt ánægðir, því þeim fannst Benítez vera fara á taugum af hræðslu við United. Ég held að þetta sé aðeins búið að snúast við síðan þá. Ferguson notar hvert tækifæri til að skjóta á Benítez og hverju hefur það skilað? Engu nema því að nú er Liverpool farið að narta allverulega í hælanna á United og þeir eru orðnir ansi hræddir.
  Ég er á því að Benítez hafi sigrað þetta sálfræðistríð, þó svo það hafi ekki litið út fyrir það í fyrstu 🙂

 12. Benitez var nú ekki að keppa við neina aukvisa í munninum á meðan hann var á Spáni og þessa dagana er það hann sem er rólegur með glottið á meðan sá gamli hjá United er “obsessed” af Benitez.

  Talar um hann á hverjum blaðamannafundinum af öðrum.

  En Rafa getur auðvitað glott vel eftir 1-4 niðurlæginguna, þá stærstu á þjálfaraferli gamla mannsins, og nokkuð sem hann aldrei mun ná að má af sér, sama hvað hann vælir!!!

 13. Í fyrsta lagi, þá ættu menn bara að gleðjast yfir því að Rafa skuli yfirhöfuð hafa fagnað marki. Það gerist ekki oft. 😉

  Í öðru lagi, þá mætti Sam Allardyce til leiks á Anfield með miðvörðinn Christopher Samba einan í framlínu Blackburn. Hann átti ENGA virðingu skilið fyrir að stilla upp varnarsinnaðasta liði allra tíma gegn okkur. Maðurinn er andfótbolti frá tásum og upp í hvirfil.

  Í þriðja lagi, þá finnst mér frábært að Ferguson sé loksins orðinn nógu hræddur við Liverpool til að vera að röfla yfir stjóranum okkar í símann við vini sína seint á kvöldin. Hann og Allardyce geta vælt eins og þeir vilja þegar við lyftum deildarmeistarabikarnum í vor og Blackburn fellur.

  Í fjórða lagi, er Charles Itandje ennþá hjá Liverpool? Var búinn að gleyma því. Verð búinn að gleyma honum eftir nokkra mánuði.

 14. Getur einhver útskýrt þessa miklu vanvirðingu sem Benitez átti að hafa sýnt. Ég tók eftir mjög svo sjaldgæfu glotti á þeim gamla, er það sem fór svona fyrir brjóstið á Allardyce??

 15. Má ég líka benda á að þetta video sem er linkað á hérna að ofan er rétt endirinn á viðbrögðum Benitez. Sky var með lengri útgáfu á meðan á leiknum stóð og þá sá maður að Benitez var eitthvað að góla á Alonso og var svo pirraður þegar hann tók spyrnuna. Byrjaði að sveifla höndunum og ætlaði greinilega að fara að tuða yfir þessu en svo skoraði Torres og þá koma þetta bros frá Benitez og handahreyfingin. Handahreyfingin var því ekki að segja að þetta væri búið heldur að Alonso átti að gleyma því sem hann var að segja.

  Líka merkilegt að Ferguson sagði þetta á blaðamannafundinum ÁÐUR en Fat Sam sagði eitthvað.

  Einnig sagði Ferguson fyrir meistaradeildarleikina um daginn að honum fynndist skrítið að Rafa væri að tala um sig daginn fyrir mikilvægan leik. Hvað gerir Ferguson síðan? Það nákvæmlega sama hahaha.
  Þvílíkur hræsnari.

 16. Það er nú alveg greinilegt að hann var að koma skilaboðum á framfæri og síðan kom markið og þá kom þessi handahreyfing þar sem hann var að taka skilaboðin til baka. Þvílík heimska að halda því fram að hann hafi verið að meina að leiknum hafi verið lokið eftir um hálftíma leik, Benitez veit nú manna best að leikir eru ekki búnir fyrr en búið að er að flauta þá af.

 17. Ég verð eiginlega að segja að þetta lúkkar sem óvirðing við Blackburn og ef það er svo þá er það algjör óþarfi og bara illa gert af Benitez.

 18. Þetta er engin vanvirðing hjá Rafa. Hann var búinn að segja Alonso að setja boltann á fjær í þessari aukaspyrnu en svo tekur Alonso boltann á nær og Torres skorar, þetta er ekki meira mál en það.

 19. Enn einu sinni eru menn tengdir manutd fyrstir upp á dekk þegar Liverpool er til umræðu. Benitez hlýtur að vera skemmt núna.

 20. Smá leiðrétting Einar Örn: Það er leikið í deildinni um helgina, við fáum bara frí 🙂

 21. Blackburn eru í 16 sæti og í bullandi fallhættu þó svo að þeir hafi bara misst einn mann frá því í fyrra að ég held (Bentley) og núna eru þeir að skíta á sig og Big Sam ætti bara að hætta þessu væli og einbeita sér að þvi að bjarga sínu liði.
  Þessi hræsnari hjá United má alveg halda áfram að blaðra eins og hann vill enda bara gaman að bullinu í honum.

 22. Jeminn …. ég hélt að Rafa hefði lyklað bílinn hans Big Sam, brotist svo inn hjá honum spreyjað “Good luck in the Coca Cola championship next season Sammy Boy” á rúmmstokkinn hjá honum en svo horfði ég á myndbandið og trúði varla mínum eigin augum.

  Er virkilega verið að gera veður útaf þessum handahreyfingum? Hvernig er hægt að túlka þetta sem einhverskonar vanvirðingu, hann er greinilega að gefa einhver merki inná völlinn til Alonso og félaga.

  Ég sá þetta atvik einmitt um helgina þegar ég horfði á leikinn og vanvirðing er það síðasta sem flaug í gegnum kollinn á mér. Mér fannst bara skemmtilegt að sjá loksins einhver svipbrigði og lífsmark hjá karlinum eftir flott mark.

  Svo held ég að Massey Ferguson ætti bara að einbeita sér að sínu liði. Skil ekki afhverju hann er að tjá sig um þetta? Var hann ekki að setja út á að Benitez hefði verið að tjá sig um Manu í janúar? Þetta kallast hræsni.

 23. Þetta er bara smjörklípa hjá Mister Ferguson, ekkert annað. Og ekki eyða meiri tíma í að hugsa um þetta því það er akkúrat það sem hann vill að allir geri. Það sjá það allir að þetta er kjaftæði, ekkert sem Benitez gerði er hægt að túlka sem vanvirðingu. Eina vanvirðingin sem ég kem auga á í þessu máli öllu saman er kjaftbrúkið og vælið í Allardyce og Ferguson! Og ekki orð um það meir!

 24. Ég held að Sörinn sé kominn með tyggjóeitrun! Ef til viller þetta bara stoltið í bresku stjórunum, reyna að standa saman á móti þeim erlendu. Eða kannski er þetta bara svona misskilningur eins og hjá Árna Matt og Darling, þeir bara skilja ekki alveg handahreyfingar á spænska vísu 🙂

 25. Þessi maður (Ferguson) er náttúrulega ekki í lagi ! Og það þarf ekkert að fjölyrða um Sam the man heldur ! Var að vona að ég sæi á ensku miðlunum einhver skot á Ferguson vegna þessa en sá það nú ekki. Las hins vegar greinarnar á Sky og comment lesenda og ég bara var svo hjartanlega sammála honum Steve Treacle að það hálfa hefði verið miklu meira en nóg en hann segir:

  While there is some validity in what Ferguson says about Benitez, I really think it is rich coming from him. Speaking as a neutral to such Premier League matters (a Gillingham fan), I would opine that, whilst Ferguson’s achievements on the pitch have been outstanding, his attitude over the years has been tantamount to a disgrace to football. How he can criticise another manager’s conduct when he has never shown an ounce of dignity, respect or praise to opponents or referee’s is beyond me. Whenever, United lose it is always the refereee’s fault or the other team was fortunate- ie even when his team were battered 4-1 by Liverpool the other week, he still claimed that his losers were the better side. On the touchline, he shows more arrogance and less dignity than any one else in the game with his constant whingeing, moaning and berrating of opponenents and bullying referees. He has won everything in the game and bullied referees into favouring his team more than any other over the years, yet every one is still against United according to him, whereas in quite the opposite is true. Add to that the conduct of his players, whether it be the wonky-faced snarling of Ferdinand, verbal abuse and fouling of Rooney, diving/feigning injury/cheating of Ronaldo or nastiness of Neville, and you really see the man in a bad light. If you add to that the football that his team are playing at the moment is pretty unexciting when compared to the other top 4, you wonder why Sir Ferguson isn’t being criticised in the same manner Jose and George Graham’s teams were for being lucky and boring (which they are), but alas Fergie seems to be a Press/Media darlingdue to the old pal’s network. I have no time for Bentiez (or Wenger), and they have their faults, but Ferguson is the most arrogant of them all by far and, as a fan who likes watching the Premiership as a neutral, I can’t wait until he leaves the game. Up the Gills!

  http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_5199884,00.html

 26. http://www.youtube.com/watch?v=9YKPi3SvKIc

  Hér má sjá hinn dagfarsprúða Ferguson sýna stuðningsmönnum Reading mikla virðingu enda er það honum hjartans mál að menn sýni hvorum öðrum virðingu.

  Aumingja Fat Sam sem var búinn að vera svo stilltur vikuna fyrir leikinn gegn Liverpool þegar hann sagðist vera betri stjóri en Rafa og að því ógleymdu þegar hann sagði að Rafa væri heppinn að vera stjóri Liverpool árið 2007 – http://www.liverpooldailypost.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2007/09/18/john-aldridge-slams-allardyce-over-benitez-attack-64375-19808820/

  Glerhús kemur upp í hugann hjá mér

 27. Mér finnst Allardyce meira vera eina ferðina enn að útvarpa heimsku sína og biturð yfir því hvernig staða hans er í dag miðað við hvað honum finnst hann sjálfur góður.

  Fergson er að reyna að búa til mind game úr þessu…………og enn einu sinni er hann að útvarpa heimsku sinni, hroka og hræsni.

  Sé það ekki að þessir menn eigi roð í Benitez þegar kemur að mind games

 28. Já góðann daginn öll sömul. Sit hér í sólinni í Sandnes í Noregi og les blöð og blogg og að sjálfsögðu les maður um sitt litð og hvað er betra en að lesa það hér á KOP.

  Já menn og konur hafa verið að velta því fyrir sér hversvegna Benítez brosir lítið og þessháttar í öllum þessum hamagangi og umtali frá TRAKTORNUM F og með handahreyfingar og læti og alllllllllta það sem menn geta dregið upp.

  Ég segi nú bara að hann er að sýna andstæðingnum virðingu með því að brosa ekki HELDUR hendast í bókina sína og skrifa glósur um hvernig markið bar að og hvað má bæta og breyta fyrir næsta mark, er það ekki betra heldur en að sjá TRAKTORINN hann F hendast upp úr sæti sínu með þvílíkum hamagangi og látum, hef séð hann slá í menn sér við hlið í öllum æsingnum, og öskra eins og smástelpa og hoppa eins og flóðhestur. Nei ég vil heldur sjá virðinguna sem Meistari BeníteZ sýnir í næstum hverjum leik, ekki gleima því að eftir leiki þá fer hann inn í búningsklefann og tekur utan um og klappa á kolla og axlir á þeim öllum og þar er sko hægt að sjá hvað hann er stoltur af sýnum OKKAR mönnum.

  Og þetta með síðustu handahreyfingarnar hans í leiknum um daginn, bendi öllum fótboltaáhugamönnumogkonum á að horfa á allan leikinn aftur og helst að sjá útsendinguna frá SKY, þar er sýnt hverning þetta bara afð eins og hefur komið framm hér að hofan PUNKTUR

  Látum ekki smástelpuvæl koma okkur í ójafnvægi heldur brosum og verum góð hvort við annað. Það er hinn eini og rétti andi Liverpool Y N W A

  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

 29. Mér finnst þetta ótrúlega heimskulegt komment hjá Lady Fergie. Maður fer að velta fyrir sér hvort hann sé að verða elliær sbr þegar hann sagði að manjúr hafi verið betri aðilinn á móti Liverpool á Old Toilett. En það eru frábærar fréttir að hann sé kominn með Liverpool á heilann, það segir bara sína sögu og klárlega hefur taktíkin hjá Benitez virkað fyrst svo er.

 30. úff #36, skil vel að menn séu brjálaðir útí drenginn, hann dirfist að hreyfa sig í augnablik : /
  Það er eitthvað að fólki ef að þetta er ámælisvert hjá varamarkverðinum.
  Held að almenningur og fjölmiðlar verðu nú aðeins að fara að slaka á í fingrabendingum.

 31. Ég er ekki alveg að skilja um hvað Ferguson er að tala. Samt má hann hoppa eins og fáránlingur þegar sitt lið skorar og er það engu líkara en að hann sé búinn að vinna leikinn.

 32. Þráðrán !
  Benitez er sá flottasti, aðeins 95 leikmenn undir með fyrirhuguð kaup og við kaupum ekki Silva þar sem áhuginn var gerður opinber. Þetta er toppmaður.

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1170516/Valencia-ruined-chance-selling-Silva-claims-Liverpools-Benitez.html

  Benni sagði: ‘People are OK. I am more worried about the number we are signing. We have a list of 95 players – more or less – players that we could sign this year.’

 33. Hvaða djók er það að hafa Arsenal, Everton, Manchester United og Chelsea í undanúrslitunum í sömu keppninni? Gæti þetta mögulega verið verra?

 34. Einar: Ætlarðu ekki að leiðrétta þetta með að það sé ekki leikið í deildinni í dag og á morgun?

 35. sá gamli er bara orðin hræddur tyggjóið hefur hrokkið niður í maga:d en Itjande hvað var hann að gera ég hélt reyndar a’ hann væri farinn

 36. 45: Jóhann

  Hann var bara að fíflast og reyna vera fyndinn og ýtti eitthvað í Plessis sem sat við hliðina á honum. Mér fannst Plessis reyndar vera magnaður með því að hunsa hann algjörlega og leit ekki einu sinni við Itandje.

 37. mér sýnist gamla bara takast ágætlega upp á þessum skrifum hérna.

 38. Man u ætla að hvíla Van Der Sar, Rooney og Ronaldo. Þeir eru greinilega að spara þá fyrir deildina á miðvikudaginn. Liverpool verða að vinna Arsenal á Þriðjudaginn, algjör úrslitaleikur fyrir okkar menn.

 39. Jói, það er satt hjá þér. En Arsenal eru sennilega erfiðasti andstæðingurinn sem eftir er…en vissulega meigum við ekki missa eitt einasta stig. Ég er alveg vissum að Man U eiga eftir að misstiga sig í lokinn

Hillsborough harmleikurinn

Molar