Tuttugu ár

Words alone cannot express the feelings deep inside
For families, friends and neighbours of those who died
At the Sheffield stadium on that awful April day
As they went to watch their beloved Liverpool play.

“Flowers of Merseyside” e. Mary M. Summer
(þetta og fleiri ljóð á opinberu síðunni)

Ég var eitt sinn spurður hvers vegna Liverpool-aðdáendur utan Englands létu sig Hillsborough-harmleikinn svona miklu varða. Svarið var einfalt – af því að Liverpool-aðdáendur eru ekki bara stuðningsmenn fótboltaliðs heldur fjölskylda. Það er erfitt að útskýra það fyrir aðdáendum annarra liða en svoleiðis er það. Hvert sem maður ferðast sameinar klúbburinn aðdáendurna – ég hef á ótrúlegustu stöðum í heiminum kynnst fólki bara af því að það þekkir treyjuna, derhúfuna eða hvað það er sem maður klæðist.

Hillsborough er órjúfanlegur hluti af sögu þessarar fjölskyldu. Þar að auki er Hillsborough áhrifavaldur í sögu enskrar knattspyrnu. Ef þú hefur heimsótt knattleik á enskri grundu geturðu litið til aðstöðunnar í kringum þig – öryggið, sætið, skipulagið – og vitað að níutíu og sex Liverpool-aðdáendur létu lífið til að þessi mál yrðu sett í jafn góðan farveg og þau eru í dag.

Næst þegar þið farið á leik með uppáhalds liðinu ykkar, spyrjið ykkur þá, ætli ég deyji í dag? Asnaleg spurning, ekki satt? Spurning sem enginn spurði sig þennan örlagaríka dag fyrir tuttugu árum, en samt sneru níutíu og sex aðdáendur rauða liðsins aldrei heim. Aðdáendur eins og þið og ég. Þetta hefðu getað verið þið eða ég.

Þessi vefsíða hefur verið endurinnréttuð í tilefni dagsins. Ég mæli með að menn lesi flóð greina, ljóða og minninga á opinberu síðunni í dag.

**Smá viðbót (EÖE)**: Við höfum breytt útliti síðunnar til að heiðra þá sem létust. Vinsamlegast smellið á “Refresh” til að sjá örugglega nýtt útlit.

Ég mun aldrei gleyma þessum degi þar sem ég horfði á leikinn í sjónvarpinu heima hjá mér. Síðan þá hef ég alltaf vitað að það að halda með þessu liði snýst um svo miklu meira en bara fótbolta.

Það er öllum hollt að lesa um þennan atburð. Ég vil benda á [samantekt Times á greinum sem þeir skrifuðu daginn eftir slysið](http://timesonline.typepad.com/thegame/2009/04/the-hillsborough-disaster-how-the-times-reported-it.html), ásamt skýringamynd. Einnig er mögnuð myndasería hér. Ég get varla horft á mynd númer 6 án þess að hugsa hversu líkt þetta er mínu herbergi þegar ég var 12-13 ára gamall.

YNWA!

20 Comments

 1. Nákvæmlega meistarar!

  Þessi dagur er alltaf rammaður inn með svörtu á mínu dagatali, gleymi þessum degi aldrei, var að halda uppá afmælið mitt með félögunum fyrir framan sjónvarpið (á afmæli 14.apríl). Ömurlegur dagur og þeir næstu á eftir verri, því á tíma var ekki vitað hvort Liverpool FC yrði áfram til.

  Var í Liverpool 15.apríl 2001 og fór þá á Hillsborough Memorial messuna á The Kop. Skora á alla Poolara sem eiga á því möguleika að sækja þá kyrrðarstund, veruleg virðing er þar sýnd þeim sem létust í Sheffield á fótboltaleik.

 2. Virkilega smekkleg og falleg minning hjá ykkur!

  You’ll Never Walk Alone.

 3. YNWA – Remember the 96!

  “How did you feel when you couldn’t find your mate.
  Did you feel guilt that you didn’t share his fate.
  How did you feel when you couldn’t find your Bud.
  And later, when McKenzie dragged your name through the mud.

  NEVER FORGET, NEVER FORGIVE<br
  JFT96

 4. Virkilega falleg minning, kæru vinir og félagar – og fjölskyldumeðlimir.

  “You’ll never walk alone”

Chelsea – Liverpool 4 – 4

Hillsborough harmleikurinn