Blackburn á hádegi á morgun

Ef Haukur vinur okkar er með þetta á hreinu þá er næsta verkefni okkar manna heimaleikur gegn Blackburn á morgun kl: 11:45 að Playerskum tíma (þá líklega 13:45 á Allanum). Sjálfur get ég enganvegin sagt að ég sé alveg búinn að jafna mig eftir þennan skell á móti Chelsea enda ekki oft hreinlega sem maður sér Liverpool mæta liði sem er bara betra yfir heilan leik…og það á Anfield og vinna svo sanngjart að maður getur afar lítið sagt. En nóg um það, notum flottar pælingar Kristjáns Atla í pistli gærdagsins til að ræða þann leik, ef einhver í alvörunni vill það.

Ég veit ekki með þennan leik á morgun, er ég einn um að finnast við vera að fara spila við Bolton ? Það hefur allavega sannað sig á þessu tímabili að við höfum ekki ennþá almennilega náð að koma með lausn á því að brjóta á bak aftur ofur varnarsinnuð lið og trúið mér þegar ég segi að Big Sam Allardyce er ekkert að fara finna upp hjólið á morgun. Blackburn mun mæta með langferðabifreið inn í vítateig Liverpool frá fyrstu mínútu. Ég veit að þetta Blackburn lið er ennþá ekki nándarnærri eins sterkt lið og Big Sam var búinn að byggja upp hjá Bolton, en mig setur illan bifur af því að þurfa að spila við kraftakögglalið a la Allardyce (honum finnst hann reyndar vera frábær)……bæði hvað úrslit varðar og möguleg meiðsli, meiðslasagan er ekki beint með okkur þegar kemur að Blackburn og þeir eru grófasta lið deildarinnar, með 71 spjald það sem af er tímabili og þar af þrjú rauð.

Það er þó ekki þarf með sagt að ég skjálfi hreinlega á beinunum fyrir þennan leik, Liverpool er nokkrum klössum betra en Blackburn og til að afreka það að vinna þá ekki á Anfield þá verður að öllum líkindum fyrst og fremst hægt að kenna andlegu hliðinni um. Liðið fékk ROSALEGAN skell í síðasta leik og ef einhver karakter er í þessu liði (og við vitum að það er töluverður) þá tökum við Blackburn á morgun og refsum þeim fyrir að vera svo óheppnir að þurfa að mæta okkur núna……………en á móti kemur þá var ég að segja svipaða hluti fyrir Fulham – United… ég hálf vorkenndi Fulham að þurfa að mæta þeim strax á eftir tapið gegn okkur. Vonum samt að það sé nú meiri Carragher…….karakter í Liverpool heldur en United.

Meiddur í nára?

Hvað mögulegt byrjunarlið varðar þá er maður kominn í töluverð vandræði og það er smá trikkí að spá því hvernig Rafa setur þennan leik upp. Auðvitað var tapið gegn Chelsea ekki nógu slæmt eitt og sér á miðvikudaginn heldur þurfti Steven Gerrard, einn besti leikmaður í heiminum, endilega að grafa upp gömul meiðsli í nára (sjá mynd :p) og er því tæpur fyrir Blackburn leikinn og jafnvel Chelsea. Hann er þó í hóp og maður vonar það besta, en það er spurning hvort hann geti spilið að 100% getu. Svo er það spurningin hvernig Benitez leggur seinni leikinn við Chelsea upp, ég trúi því enganvegin að hann gefi þá baráttu bara upp á bátinn og því gæti ég trúað að einhverjar breytingar verði á liðinu á morgun, einnig vegna þreytu nokkurra lykilmanna.
Ég tippa allavega á að liðið verði svona á morgun……

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger- Insua

Alonso- Mascherano
Benayoun – Gerrard – Dossena

Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Skrtel, Kuyt, Babel, Aurelio, Lucas

Ef við miðum við síðasta leik þá gæti ég fyrir það fyrsta trúað að Aurelio og Lucas fái að verma tréverkið. Það getur þó verið að Lucas verði frekar inná en Alonso en Xabi er samt líklegri og töluvert mikilvægari. Ekki veit ég hvað var að Aurelio en ég gæti trúað að hann verði frekar í byrjunarliðinu í seinni leiknum á Stamford. Ef Agger er heill þá bara hlítur hann að spila þennan leik og miðað við síðasta leik þá má Skrtel alveg hvíla sig, yrði ekkert svo hissa ef Hyypia kæmi inn líka á kostnað Carra eða Arbeloa.

Kuyt þarf svo sárlega hvíld á kanntinum, hann verður með gegn Chelsea í seinni leiknum og því kjörið að hvíla hann á morgun, hann hefur heldur ekki opnað margar varnir sem spila hart og mjög aftarlega. Sama á við um Riera, hann gat afar lítið gegn Chelsea og ég efa að hann hafi úthald í að spila þrjá leiki á viku, Dossena kemur inn eða Babel. Ef það er svo minnsti vafi með Gerrard þá verður hann á bekknum, en án Torres megum við ekki vera í margar mínútur.

Af gestunum er það að frétta að þeir hafa náð sér í 11 stig af 18 mögulegum í síðustu sex leikjum og hafa með því komið sér aðeins frá fallsætunum. Big Sam er að virka þarna virðist vera og hann er með ágætis lið í höndunum. Þeir glíma reyndar við svolítil meiðsli, Santa Cruz er tæpur, Jason Roberts er líka tæpur og Morten Gamst er einnig tæpur fyrir þennan leik. Síðast rændu þeir þremur stigum af Tottenham og það um hábjartan dag og er því nokkuð vel gíraðir fyrir þreytt Liverpool lið.

Ekkert svakalega líklegt lið (ekki að ég hafi mikið vit á þessu hjá þeim):

Paul Robinson

Andrews – Samba – Nielsen – Givet
Tugay
Diouf – Dunn – Mokoena- Warnock
McCarthy

Blackburn hefur ekki unnið á Anfield í síðustu 12 viðureignum, við unnum 7 þeirra og 5 fóru jafntefli. Svona til “gamans” má geta þess að síðast þegar þeir unnu á Anfield (1993) þá skoraði Mike Newell sigurmarkið og Souness var að stjórna Liverpool (hrollur).

Spá. þó þetta sé ekki neitt æðislegur tími til að mæta liði í botnbaráttu og svo ég tali nú ekki um eftir síðasta leik þá ætla ég nú samt að spá því að okkar menn girði sig í brók og taki nú þennan leik, 3-1 með mörkum frá Benayoun, Alonso og Torres.

18 Comments

 1. Sammála, held að okkar menn taki sig saman í pungnum og skelli þessu Blackburn liði.
  Spái 2-0 með mörkum frá Torres og Babbel : )

  Koooma svo!

 2. Tippa á að Gerrard byrji á bekknum. óþarfi að fórna honum á kostnað Chelsea leiksins í næstu viku. Ef við þurfum að nota hann þá skellir Benitez honum inná en annars gæti hann fengið nauðsynlega og verðskuldaða hvíld ef Liverpool er að vinna örugglega.

 3. Skemmtileg skýrsla hjá Babu. Það verður mjög gaman að sjá liðið á morgun og ég giska á að Gerrard byrji á bakknum. En ég ætla þó ekki að goodera Kuyt/Agger heilkennið hjá Babu :). En ef það er einhver sem spilar þennan leik þá er það Kuyt. Ég er reyndar sammála Babu með Skrtel….hann átti mjög slakan leik á móti Chelsea…en við ræðum það ekki frekar.

  Ég vona bara að hann fari að spila Insúa reglulega því hann hefur varla stigið feilspor þegar hann hefur spilað. Það er eins og hann hafi spilað í efstu deild í mörg ár. En dagurinn á morgun verður áhugaverður. Hvað er betra en 4 tímar fyrir framan sjónvarpið með kaffi/bjór á páskunum?

 4. Ég er sammála með Insua drengurinn hefur verið frábær í vetur og nýtt sín tækifæri virkilega vel og í sumar ætti að vera óhætt að losa okkur við Dossena.
  Kuyt vil ég halda í liðinu á morgun enda er enginn sem getur leyst þessa stöðu nema Yossi og ég vil hafa hann fyrir aftan Torres á morgun nema að við förum í 4-4-2 og höfum N’gog á toppnum með Torres og Yossi á kantinum og Babel á hinum kantinum með Alonso og Javier á miðjunni.
  Ég vil fá Agger inn á morgun og þá fyrir Skrtel sem hefur verið slakur undanfarið.
  Ég vil fá blússandi sóknarbolta á morgun og kaffæra þetta leiðindarlið sem allra fyrst.

 5. skrtel undanfarið ertu ekki bara meina í leiknum á móti Chelsea? ekki eins og þeir hafi verið fá mörk á sig.

 6. Nú vil að Insua taki endanlega við keflinu hjá Benitez sem vinstri bakvörður nr.1. Hann er yngstur af þeim þremur (Dossena, Aurilio), hefur sýnt mestar framfarir og stöðugleika.

  Það eru fáir stjórar jafn pirrandi og Big Sam. Lið hans spila hundleiðinlegan fótbolta og afsakanir hans hljóma oft á tíðum aumkunarverðar. Kemst auðveldlega í lista yfir leiðinlega stjóra með Ferguson, Mourinho, O’Leary, Wnger og S. Bruce. Hreinlega höndla ekki að sjá Big Sam taka óverðskuldug stig á morgun þannig að 3 stig eru algjör skilyrði á morgun.

  Það eina sem kemur í veg fyrir 3 stig á morgun er að liðið hafi misst neistan eftir leikinn í gær, tapleikir hafa því miður oft haft slæm áhrif á sjálfstaust Liverpoolmanna undanfarin ár.

 7. Myndi halda að Dossena tæki vinstri bakvörðinn og Babel vinstri kant. Við verðum að klára þennan leik og ég held að það gerist. Maður er enn svekktur eftir tapið gegn Chelsea en eins erfitt og er að játa það þá voru þeir bláklæddu bara betri. That´s it. Við klárum þennan leik á morgun 2-0. Kuyt og Babel skora. Svo gera man u jafntefli gegn Sunderland. Cisse jafnar í uppbótartíma :). Þá færist bros aftur á okkur Púllarana. Díll?

 8. Auðvitað á Gerrard að byrja inn á ef hann getur. Hann getur þá hvílt sig á þriðjudaginn. Við erum svo gott sem dottnir út úr þessari meistaradeild og viljum vinna enskku deildina. Þetta er alls ekkert flókið. ALlt kapp á því að fara á að tryggja sér öll stig sem eru í boði í deildinni.

 9. Auðvita eigum við að klára þennan leik og við áttum líka að klára síðasta leik við Ce#$#”#$$$. Ef að á að dekka Gerrard, þá á hann að færa sig á kantinn.. þannig er það bara.

 10. Ákvörðun Rafa og co. varðandi Gerrard er sennilega einhver sú erfiðasta sem hann þarf að taka á tímabilinu. Ég er á því að hann eigi að byrja, þá þarf bara að taka hann út af ef hann kennir sér meins. Það verður að segjast eins og er, við erum í meiri séns í deildinni heldur en Meistaradeildinni þannig að nú þarf að leggja 100% í þennan leik. Stilla upp sterkasta liðinu gegn slöku liði á Anfield. Það þýðir eins og Babu segir – Benayoun inn fyrir Kuyt. Sem ég tel þó ekki líklegt. Ég myndi segja að vinstri kanturinn sé líka algjörlega óráðinn – Gæti þessvegna verið Babel og Dossena, Babel – Aurelio, Babel – Insúa eða Insúa-Dossena, Aurelio – Dossena. Eníhú, ef Gerrard verður ekki með þá kemur Benayoun inn í holuna og Kuyt á kantinn.
  Annars er ég hræddur við föstu leikatriðin hjá Blackburn (ef þeir fá einhver). Dunn er með fínar spyrnur og svo er Samba þarna risi sem getur gnæft yfir okkur, nema Hyypia verði hent inn í þetta. Vonast samt eftir sigri.

 11. The Reds XI in full is: Reina, Arbeloa, Insua, Agger, Carragher, Alonso, Mascherano, Riera, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Gerrard, Dossena, Lucas, Ngog, Skrtel, El Zhar.

 12. Það á klárlega að hvíla Gerard þurfum á honum heilum að halda þegar við ruslu Chelsea út á þriðjudaginn, Benayoun hefur spila vel í holunni ég treysti honum alveg til þess að afgreiða Blackburn. Þetta verður vinnusigur

 13. hehe, Mascha ætlaði aldrei að fara niður, vissi það að hann hefði aldrei fengið að taka vítið 🙂

Nýr dagur, ný áskorun

Liverpool 4 – Blackburn 0