Liverpool – Chelsea, taka nr. ???

Það er sá tími ársins.

Liverpool og Chelsea að etja kappi í Meistaradeildinni. En krakkar mínir, það er nýjung í spilunum! Við erum núna að spila í 8 liða úrslitum!!!!

Geisp.

Eða hvað? Ég var alveg svakalega hundsvekktur þegar drátturinn komst á hreint en í dag er ég ekkert að svekkja mig á því lengur, því ég er farinn að hlakka svo mikið til að sjá liðið mitt spila. Enda geislar það af leikgleði og sjálfstrausti frá aftasta manni til þess fremsta og ég er handviss um að Anfield mun skjálfa og titra meðan barið verður á bláliðum. Enda er það nú okkar að hefna, mér líkar ekki sú hugsun að Chelsea slái okkur út úr keppninni tvö ár í röð!

Þá byrjunarliðið. Mín spá er þessi:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Aurelio

Alonso – Lucas
Kuyt – Gerrard – Riera

Torres

Semsagt, Agger inn fyrir Skrtel. Munum auðvitað að Mascherano er í leikbanni og ég held að Lucas verði valinn. Einfaldlega sökum mikilvægis Gerrard undir Torres. Auðvitað gætum við séð Gerrard á miðjunni og Benayoun undir senter. Ég veit ekki út af hverju ég set Agger inn fyrir Skrtel en ætla að reyna að standa við það!

Ég er alveg sannfærður um að okkar menn leiki þennan leik af fullum krafti. Enn einu sinni hefur Benitez náð að skila liðinu í góðu líkamlegu ástandi að vori og þar vona ég, og held, að munurinn í þessum leikjum liggi.

Ég spái því að Chelsea verði ákaflega varkárir, líkt og í deildarleiknum okkar nýverið, og ætli sér að reyna að halda hreinu þar sem að þeir voru nálægt því að halda núllinu allan þann leik. Okkar menn munu pressa hátt, reyna að vinna boltann ofarlega og skora.

Ég tel okkar lið vera sterkara þessa dagana en Chelsea og stöðugt fleiri leikmenn sem hafa náð að sýna mikilvægi sitt í liðinu. Ég spái því að við vinnum þennan leik 1-0 og vinnum svo þann seinni líka. Jamie Carragher verður langbesti leikmaður þessara viðureigna, eins og alltaf gegn Chelsea!

Í dag er svo komið að ég treysti mér ekki til að spá fyrir um skorarann en einhver engill á öxlinni segir mér, hvíslandi…..Xabi Alonso

KOMA SVO!!!

43 Comments

 1. Já, ég hlakka til að sjá liðið mitt spila, og hef trú á okkur í þessari rimmu, þó svo að ég hefði viljað sjá leikinn á Anfield sem seinni leikinn.

  En að öðru.. er ekki tímasetningin vitlaus hérna hægrameginn á síðunni? Byrjar leikurinn ekki 18:45 ?

  Insjallah…Carl Berg

 2. Vinnum 2-0 Essien með sjálfsmark í fyrri hálfleik og síðan klárar Torres þetta í uppbótartíma

 3. Ég ætla að vera graður í spádómunum sökum þess að ég get ekki séð leikinn. Það verður keyrt yfir Chelsea menn frá byrjun og leikurinn fer 3-0. Torres, Gerrard og Lucas skora mörkin. 🙂

 4. Ashley Cole á eftir að skora með fljúgandi skalla í sitt eigið mark.

 5. Gleymdi að gera ráð fyrir daylight savings þegar ég skráði inn leikina … my bad.

  Er búinn að laga þetta og einnig alla hina leikina sem eftir eru tímabils. Framvegis ætti því rétt tímasetning að sjást hér á síðunni.

  Leikurinn á morgun fer annars 2-0, spái því að það verði spænsk tvenna, Riera og Torres.

 6. Ég spái því að okkar besti maður verði Frank Lampard eins og svo oft áður 🙂

  KOMA SVO LIVERPOOL!!!

 7. Þetta verður æsispennandi 4-3 leikur þar sem varnarleiknum verður hent út um gluggann og liðin skiptast á að sækja. Nei annars… þetta verður 1-0 sigur Liverpool. Djöfull er leiðinlegt að þurfa að mæta þessu liði á hverju einasta fjandans ári. Og það er greinilega gagnkvæmt því Frank Lampard sagði að þetta væri eins og Groundhog Day þessi blessuðu einvígi Liverpool og Chelsea.

 8. Sé ekki Agger byrja þennan leik.
  Hann er ekki búinn að spila mikið að undaförnu og Benitez vill örugglega ekki prufa að koma honum í leikform í svona mikilvægum leik(það væri rugl).

  Aftur á móti þá held ég að Agger gæti spilað á móti Blackburn því þar fær hann að njóta sín betur sem varnamaður sem getur borið upp boltan og reinir minna á hann varnarlega(sem er gott á meðan að hann er að koma sér í gang).

  Annars er ég mjög sáttur við Carragher og Skrtel saman og segji afhverju að laga eithvað sem virkar?

 9. Ég spái 4-0 sigri okkar manna; Gerrard með tvö, Torres með eitt, og svo klárar Riera þetta í uppbótartímanum. Ég er ekki einu sinni að grínast, ég held að við rassskellum þá í eitt skipti fyrir öll, og mætum þeim ekki í meistaradeildinni næstu 5 árin. Þetta verður allt annað enn síðustu 10 leikir á móti þeim í CL, þetta verður burst. (Kanski vona ég þetta meira enn spái, en ég stend fastur hér.) Svo vinnum við seinni leikinn 2-1. Við erum búnir að vinna þá tvisvar í ár, og ætlum ekkert að hætta núna.

  Hlakkar til.

 10. held að við vinnum þetta 2-0 en sé það samt ekki gerast með lucas í byrjunarliði þessi leikmaður hefur ekkert að bera hef aldrei séð hann taka mann á mann og eiginlega bara getað sent hann til baka og hægt á sóknarleiknum… en gerrard verður með bæði mörkin á morgun og torres og gerrard eiga eftir að verða svakalegir á morgun 🙂 áfram liverpool !!!

 11. 15 Sverrir

  Kannski þú ættir að kíkja Man-utd leikinn um daginn.
  Einnig mæli ég með að þú sendir Brasilíska landsliðsþjálfaranum athugasemdir þínar. Hann hefði gaman af að heyra um þetta getuleysi Lucasar.
  En að öllu gamni slepptu.
  Lucas er ekki nema 21 árs gamall. Nóg skammast menn yfir að yngri menn fái ekki sénsa, þótt þeim sé ekki slátrað þegar sénsanir gefast.
  Að leiknum.
  Öll skynsemi segir manni að þetta verði taktískur leikur með fáum mörkum, eins og þeir hafa alltaf verið. Það er samt eitthvað sem segir mér að það verði ekki tilfellið…
  Ég held að á morgun sleppi Rafa villidýrinu lausu (Eins og KAR orðaði það fyrr í vetur) LFC hápressar frá fyrstu mínútu og það verður keyrt stanslaust á Ivanovic í hægri bakverðinum. Sanniði til, það verður 2-0 í hálfleik, Fowler einn veit hvað verður eftir það.

  YNWA

 12. Ég spái leiknum sigri liverpool. Ég get því miður ekki horft á leikinn því ég er að keyra yfir landið og á leiðinni á snjóbretti í hlíðarfjalli. En já aftur að leiknum þá spái ég leiknum þannig að gerrard skori geggjað mark og alonso eftir horn. Sem sagt 2-0 fyrir okkar mönnum. !!YNWA!!

 13. Af hverju í ósköpunum ætti Benítez að taka einn besta varnarmann deildarinnar út liðinu í mikilvægasta leik tímabilsins? Ég skal gefa þér bílinn minn ef Agger kemur inn í stað Skrtel!

  En annars hef ég áhyggjur af Lucas ef hann spilar. Hann er ekki að fara að vinna eitt návígi á móti Essien eða Ballack. En reyndar eru Lampard og Lucas svipað góðir leikmenn þannig að kannski jafnast þetta út 🙂

 14. Það er hugsanlega ekkert í verkarhing Lucas að taka menn á? Hann er kannski ekki að fara að taka 50 m sprett með yfir 9000 þríhyrningsspilum og skora eins og Gerrard eða skora af eigin vallarhelming eins og Alonso. Hann er fínasti leikmaður, liðið hefur átt frábæra leiki með hann á miðjunni.

 15. Já alveg sammála…Lucas er mjög fínn í sínu hlutverki. En á móti physichal liðum þá hefur hann stundum orðið undir í þeim leikjum.

  En ég held að Benítez muni spila 4-4-2 á morgun með:
  Frammi: Torres og Kuyt
  Miðja: Riera – Gerrard – Alonso – BennaJón
  Vörn: Insúa – Skrtel – Carra – Arbeloa
  Mark: Reina

  Þetta er okkar sterkasta liðið sem hann getur stillt upp á morgun.

 16. Lucas þykir mér flottur leikmaður…. á samt talsvert inni. Mér finnst hann oft hafa sýnt af sér góðan knattspyrnu skilning þegar hann er með boltan en á móti kemur þá er hann oft full bráður í varnarleiknum og telur sig oft hafa meiri tima með boltan og gleymir mönnunum sem geta komið aftan af honum. Hins vegar þegar hann spilar með Gerrard og Alonso þá er hann iðulega flottur enda stýra þeir honum… Og það með réttu þar sem hann er bara ungur strákur að ná að átta sig. Ef það ætti að bera hann saman við einhvern í Chelsea þá væri það Mikel (þá bara útaf aldri) og þá er Lucas mun betri

 17. Lucas hefur verið að koma til síðustu vikur, rétt eins og restin af liðinu. Ekkert að því að hafa hann á miðjunni með Alonso. Leikurinn verður ólíkur fyrri viðureignum liðanna, bæði lið eru á fínni siglingu og eru að spila fínan fótbolta. Þetta verður ekki skotgrafahernaður heldur opinn og fjörugur leikur sem endar 3-1 fyrir okkar mönnum. Ég á ekki von á að Drogba eigi eftir að geta rassgat með Skrtel andandi ofan í hálsmálið og Lucas og Alonso pakka Lampard saman. Þessvegna verður lítið bit í sóknarleik Chelsea meðan Torres og Gerrard run riot á vallarhelmingi Chelsea og baka þungum varnarmönnum mikil vandræði.

 18. Ég veit ekki hvað það er, en ég er ekki of bjartsýnn fyrir þennan leik.
  Held að Chelsea vinni 0-1 með marki snemma leiks…

  Skulum vona að ég hafi rangt fyrir mér!

 19. Oft og tíðum hefur mér fundist Liv vera að spila tilviljunarkennt, langar sendingar sem rata ekki og fl, þó hafa nokkir í liðinu vitað hvað Rafa vill. En nú undanfarið fynnst mér allir vera að kveikja á því hvað á að gera og hvað Rafa er að fara, það er bara að ganga upp sem gekk ekki áður. Er bara bjartsýnn fyrir þennan leik, 3-0 JESSSSSSSS.

 20. Ég er gríðarlega ánægður með hugarfarið hjá okkar mönnum og spilamennsku í undanförnum leikjum. Anfield kvöld í Evrópukeppninni er einhver flottasta sýning í veröldinni. Tel að tjelskí verði yfirspilaðir en við vinnum samt bara 1-0. El Nino 63mín.

  Sé ekki núna að það hefði verið betra að fá Porto eða eitthvað annað lið. Þetta snýst fyrst og fremst um að okkar menn mæti tilbúnir í slaginn og þá þarf ekki að spurja að leikslokum!

  YNWA!!!!

 21. Það liggur við að ég tími varla að fara á Mongó og horfa á leikinn … en ætli maður skutli sér ekki. Það er bara svo freistandi að vera heima.

  Ég hins vegar spái hiklaust sigri. Sjálfstraustið er gott og þó svo að Hiddink sé starfandi þjálfari, þá sé ég það ekki breyta Chelski á móti okkur. Jú, þeir unnu okkur í fyrra en ekki var það vegna þeirra eigin framlags… þannig að ef við höldum okkar striki … þá vinnum þetta með mörkum frá Torres, Gerrard og Alonso … já, spá mín er 3:0 – beat that! 🙂

  Áfram Liverpool!

 22. það er einn maður sem ég er skíthræddur við í chelski liðinu, maður sem getur rifið alla á fætur og látið þá vinna á sálfræðinni….Guus Hiddink

  • það er einn maður sem ég er skíthræddur við í chelski liðinu, maður sem getur rifið alla á fætur og látið þá vinna á sálfræðinni….Guus Hiddink

  Svosem enginn aukvisi á þessu sviði okkar megin !!

 23. Flott upphitun Maggi, en þú ert greinilega ákveðinn í að hafa ekki 100% rétt fyrir þér með byrjunarliðið. Ég veit að menn hafa mikið álit á Agger en Rafa er ekki, ekki, EKKI að fara að hrófla við miðvarðaparinu sínu fyrir þennan leik af öllum. Restin af liðinu er nánast sjálfvalin, og svo ímynda ég mér að Benayoun sé fyrsti maður inn af bekknum þá/þegar hans er þarfnast í kvöld.

  Miðað við umfjöllun ytra fyrir þennan leik (dæmi) og sum af ummælunum hérna fyrir ofan mig ættum við öll að skjálfa á beinunum af því að Chelsea eru með Meistara Guus Hiddink Töframann í stjórasætinu hjá sér. Og já, það tekur það enginn af honum að hann er sennilega á svona topp 5 í heiminum hvað varðar ferilskrá. En eru menn alveg búnir að gleyma því hvaða stjóra við erum með? Eru menn virkilega svo hræddir við Hiddink að þeir hunsi þá staðreynd að við erum með stjórann með besta árangur allra í Evrópu síðustu fimm árin? Stjórann sem hefur kálað hverju stórliðinu á fætur öðru, þar af Chelsea í tvö af þremur skiptum í útsláttarkeppni?

  Annars eru þetta bara jafnar viðureignir fyrir mér. Við töpuðum fyrir þeim í framlengingu á Stamford Bridge í fyrra, en þá vorum við með talsvert lakara lið en í ár og þeir með betra lið ef eitthvað er. Í vetur unnum við síðan báða deildarleikina en það var enn og aftur ekki sama Chelsea-lið og er að spila undir stjórn Hiddink í dag. Þannig að þessir fjórir leikir sl. árið gefa enga hugmynd um hvernig þessi rimma verður að mínu mati.

  Þetta verður jafnt. Ég hlakka til að sjá okkar menn í kvöld en í raun hlakka ég meira til að komast framhjá Chelsea, takist það, en að ég hlakki til að sjá okkur mæta þeim. Erum bara búnir að mæta þeim of oft til að maður spennist upp við leik kvöldsins.

  Vonandi verður stemningin á Anfield í kvöld samt rafmögnuð. Held að þetta einvígi snúist eins og einvígið í fyrra um það hvort við getum tekið með okkur smá forskot á þá yfir í seinni leikinn á þeirra heimavelli. Verðum að mínu mati að vinna í kvöld, annars verður þetta mjög erfitt.

 24. ég er alls ekki sammála ykkur að lucas sé góður leikmaður hann hefur ekkert gert fyrir liði jú nema að gefa vítaspyrnu á seinustu mínutu og láta hirða af sér boltan á miðjunni og ef maður skoðar muninn milli mascherano og honum þá þarf ekki að ræða þetta meir…

 25. shit hvað ég er orðinn spenntur… þetta verður rosalegur leikur. Hef engar áhyggjur af Lucas hann mun klárlega standa sig í þessum leik.

  17 Arnór — þetta er algjör grundvallarmistök hjá þér að plana aðra hluti á leikdögum. Forgangröðin á að vera 1. Liverpool, 2. Aðrir hlutir sem ótengdir eru liverpool 🙂

 26. Frí á morgun, bjór í kvöld og Liverpool sigrar 2-0. Sammy Lee gerir bæði mörkin.

 27. Vá Robert það eru sennilega allir á jarðkringlunni búnir að sjá þetta myndband.

 28. lucas inna það yrði slappt þar sem hann á ekki break í essien, lampard, ballack

 29. Það gerist alltaf öðruhvoru milli liða sem þekkja hvort annað eins og handarbakið á sér að einn og einn leikur stingur algerlega í stúf. Undartekningin sem sannar regluna.

  Þetta verður sá leikur.
  Ég er nokkuð viss um að bæði Liverpool og Chelsea munu skora útivallarmörk í þessari rimmu. Hiddink er langt í frá jafn varnarsinnaður og Mourinho og Avram Grant. Hann veit eftir leikinn á Old Trafford að Liverpool getur skorað á hvaða útivelli sem er. Þess vegna er must fyrir Chelsea að skora í kvöld.

  Ég spái Liverpool 1marks sigri í hálf steiktum leik. Segjum 3-2. Kæmi mér ekki á óvart að sjá 1-2 rauð spjöld.

 30. Þetta verður auðveldur 3-0 sigur, öll mörk skoruð á fyrstu 65 mínútunum, Torres með 2 og Gerrard með 1

 31. Byrjunarliðin eru klár.

  Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Xabi Alonso, Lucas, Kuyt, Riera, Gerrard, Torres. Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Benayoun, Babel, N’Gog.

  Chelsea: Cech, Ivanovic, A Cole, Terry, Alex, Essien, Lampard, Ballack, Kalou, Malouda, Drogba. Varamenn: Hilário, Carvahlo, Mikel, Deco, Belletti, Anelka, Mancienne.

 32. The Reds XI in full is: Reina, Aurelio, Arbeloa, Skrtel, Carragher, Alonso, Lucas, Riera, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Ngog, Benayoun, Babel, Hyypia, Agger, Dossena.

  ekki mikið sem kemur á óvart

 33. Not Found

  The requested URL /forxru2/zadanie.txt was not found on this server.

  404 Not Found

  Apache/2.2.3 (Debian) mod_python/3.2.10 Python/2.4.4 PHP/5.2.0-8+etch15 mod_ssl/2.2.3 OpenSSL/0.9.8c Server at allhomedecor.org Port 80

Mark ársins í Evrópu

Sigurliðið í kvöld!