Mark ársins í Evrópu

Það gerist sárasjaldan að við fjöllum um önnur lið en okkar eigið á þessari síðu, en af gefnu tilefni þá ætla ég að gera undantekningu.

Stórlið Bayern Munich tapaði illa fyrir Wolfsburg í þýsku Bundesligunni um helgina, 5-1. Það sem er þó enn ótrúlegra en niðurstaða leiksins er fimmta mark Wolfsburg-manna. Þar er á ferðinni brasilíski framherjinn Grafite sem skorar eitthvert það ótrúlegasta einleiksmark sem ég man eftir að hafa séð gegn toppliði á evrópskan mælikvarða.

Og við sjáum myndband:

Hver segir svo að Brassarnir kunni þetta ekki? 🙂

27 Comments

 1. Ég verð nú eiginlega að segja að ég hafi séð mörg mörkin flottari en þetta ? Messi svona 100 sinnum.. Þetta er bara frekar simple, eða tja ekkert simple en þetta er ekkert sem fær mann til þess að rísa úr sætinu

 2. Þetta er ekki spurningin um ‘flott’. Þetta er spurningin um að manninum hafi dottið þetta í hug með tvo menn á milli sín og marklínunnar, og tekist það. Eftir að hafa sólað þrjá aðra.

 3. Þetta er frábært mark. Engin ástæða að vera að telja upp einhver snilldarmörk annarra því að þetta mark stendur algjörlega fyrir sínu. Eruð þið að grínast með hælspyrnuna?!

 4. Mér fynnst eins og hann niðurlægi endanlega Bayern með þessu marki. lætur boltan rúlla í slow motion í markið og brýtur þá endanlega niður. það væri ekki leiðinlegt að vera mæta Bayern í staðin fyrir Ch$$$$$$ núna í vikunni 😉

 5. Ég var búinn að sjá þetta……þvílíkt mark. Hann er ekki eðlilega kaldur að rúlla honum með hælnum þegar hann gat alveg hamrað hann á markið í þessari stöðu. Algjör snilld.

  Og þetta er á móti liðinu sem átti að vinna meistaradeildina……ræææææt!!

 6. Vá þvílík, afsakið orðbragðið fucking andskotans snilld. Hef ekki séð fallegara mark í langannnnnnn tíma.

 7. Fokking hell, þetta er nú eitt fallegasta mark sem ég hef séð.
  Djöfull elska ég þessa íþrótt

 8. En hvað er samt að frétta??? Svakalegt mark, en var ekki Byern að vinna sporting 7-0 um daginn???

 9. Snilldarmark….maður veit eiginlega ekki hvort að maður eigi að segja bjánaskapur eða snilld að taka hælspyrnu eftir að vera kominn framhjá markverðinum. Ef hún hefði klikkað þá hefði viðkomandi verið ásakaður um kæruleysi í stað þess að reyna “örugga” spyrnu í markið. Allavega var heppnin með honum sem gerir markið enn eftirminnilega og niðurlæginguna enn meiri fyrir Munich.

 10. Skil ekki hvað menn eru að hrósa þessu…
  Hann hefði náttúrulega löngu átt að vera búinn að gefa boltann á næsta mann…

 11. Mín skoðun er sú að það hefði verið bjánaskapur að gera þetta í stöðunni 0-0 eða 1-1. En í stöðunni 4-1 með þrettán mínútur til leiksloka var þetta í lagi. Og fyrir vikið, fyrst hann mátti þetta, er þetta náttúrulega bara gargandi ósvífni í manninum.

 12. Djöfull er hann einfættur !!! notaði bara hægri.
  Flott múv og kuldi dauðans …

 13. Þetta er gull !

  Samt mikil heppnisfýla af þessu en þvílíkt diss fyrir Bayern, ekki gott nesti fyrir Barca leikinn.

 14. Hvernig er það, á ekki að koma með upphitun fyrir Chelsea leikinn ?

 15. Er ekki nóg að skella bara inn “sjá færslur 2005(x4), 2007 og 2008”? Innihaldið verður hvort sem er meira og minna það sama og þá.

 16. 22 tek undir það.

  Maður er orðinn svo góðu vanur að það fer allt úr skorðum ef ekki er komin upphitun árla dags daginn fyrir leik 🙂

 17. Já hvernig væri að koma með upphitun? þetta er orðið frekar súr færsla

 18. Strákar, strákar, andið rólega. Upphitunin er á leiðinni. Það er nú einu sinni svo að þessa síðu skrifa vinnandi menn og því miður getur það stundum gerst að færslur koma inn seinna en við hefðum viljað. 😉

Fulham 0 – Liverpool 1

Liverpool – Chelsea, taka nr. ???