Fulham 0 – Liverpool 1

Tæpt var það, en hafðist þó. Okkar menn fóru í dag til London og léku þar við Fulham á Craven Cottage. Eftir fjörugan leik höfðu okkar menn 1-0 sigur og tylltu sér á topp Úrvalsdeildarinnar, að minnsta kosti þangað til á morgun.

Rafa Benítez stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Alonso
Kuyt – Gerrard – Dossena
Torres

Bekkur: Cavalieri, Agger, Mascherano, Babel, Benayoun, Riera, Ngog.

Það er frekar auðvelt að lýsa þessum leik í einni setningu: okkar menn voru í stórsókn allan tímann, fengu fleiri færi í fyrri hálfleik en þeim seinni en þegar allt stefndi í markalaust jafntefli kom sennilega mikilvægasta mark tímabilsins og tryggði okkar mönnum ómetanlegan sigur og toppsætið í deildinni um stundarsakir.

Ég beið spenntur fyrir þessa helgi eftir því að sjá leiki okkar manna og Man Utd því ég þóttist viss um að það væri hægt að bera liðin ágætlega saman eftir þessa leiki. Eftir að hafa tapað illa á Anfield fyrir tveimur vikum fara Aston Villa-menn til Old Trafford á morgun og reyna að standa sig betur, á meðan okkar menn mættu á Craven Cottage tveimur vikum eftir að Fulham fór illa, mjög illa, með Man Utd og vann verðskuldaðan sigur.

Það var aldrei uppi á teningnum að sá sigur Fulham-manna endurtæki sig í dag. Okkar menn mættu þeim framarlega frá fyrstu mínútu, pressuðu ofarlega og unnu boltann jafnan mjög fljótlega af þeim hvítklæddu. Niðurstaðan á þessu varð sú að okkar menn voru meira með boltann og í nær stanslausri sókn í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins var tölfræðin 13-1 okkar mönnum í vil hvað varðaði marktilraunir. Fjórar af þessum marktilraunum okkar manna höfnuðu í tréverki Fulham-marksins og Mark Schwarzer í marki heimamanna varð einnig hvað eftir annað vel úr góðum færum okkar manna. Með smá heppni og slakari markverði í liði andstæðinganna hefði sigurinn getað verið orðið innsiglaður í hálfleik í dag en allt kom fyrir ekki og liðin drukku teið án þess að hafa skorað mark.

Roy Hodgson, stjóri Fulham, þétti lið sitt í hálfleiknum og þeir voru skipulagðari í vörninni eftir hlé. Það, ásamt sýnilegri þreytu nokkra lykilmanna okkar, þýddi að þótt Liverpool-liðið væri enn með tögl og höld á vellinum var minna um færi framan af seinni hálfleik. Það var í raun ekki fyrr en að Rafa tók vængmennina Dossena og Kuyt út af fyrir óþreytta Babel og Benayoun, þegar um 20 mínútur voru eftir, að sóknir okkar manna lifnuðu við aftur. Það kom svo á daginn eftir mikla og örvæntingarfulla pressu okkar manna undir lokin að fyrirgjöf Babel, ætluð Gerrard, barst út til Benayoun sem var óvaldaður hægra megin í vítateignum. Ísraelski fyrirliðinn, einn af fjölmörgum fyrirliðum í liði Liverpool í vetur, gerði engin mistök og klíndi boltanum upp í markhornið fjær. 0-1 útisigur staðreynd og sennilega um mikilvægasta mark tímabilsins hjá okkar mönnum að ræða.

Maður leiksins: Liðið fannst mér allt eiga góðan leik og það eina sem mætti nefna á neikvæðu nótunum var sýnileg þreyta í nokkrum mönnum, og þá sérstaklega Torres, Kuyt, Gerrard og Skrtel, sem sýndi sig einna helst í kæruleysislegum sendingum þeirra á köflum. Það var eins og fæturnir hefðu ekki alltaf orku í að klára það sem hugurinn ákvað hjá þeim, en þeir áttu samt alls ekki slaka leiki fyrir því.

Það stóð sem sagt enginn upp úr í jöfnu og sterku liði okkar manna og því hlýtur maðurinn sem reið baggamuninn að hljóta nafnbótina. Yossi Benayoun tryggði okkur stigin þrjú á ögurstundu í kvöld með sínu fimmta marki í vetur og fyrir það er hann minn maður leiksins.

Næsti leikur er gegn Chelsea á Anfield í Meistaradeild á miðvikudag, áður en titilbaráttan heldur áfram með heimaleik gegn Blackburn á laugardag eftir viku. En fyrst verða augu hvers einasta Púllara á Old Trafford á morgun. Okkar menn eru búnir að setja alveg hrikalega pressu á lið United, nú er bara að vona að álagið segi til sín þeirra megin.

82 Comments

 1. Ég er svo smælandi þessa dagana … enda varla hamingjusamari maður á ferð … eða þannig. Glæsilegt að taka þetta svona í lokin – Go Yossi!!!!! Áfram Liverpool!

 2. Matarboðinu bjargað, þvílíkt refresh á soccernetgamecastinu í gangi og nú er bara að hella í sig vökva !!!!!!!

  On top 4.apríl. Koma svo Gareth Barry, become a legend tomorrow!!!

 3. Djöfull er orðið erfitt að horfa á Liverpoolleikina. Maður er með hjartað í buxunum öskrandi á skjáinn hægri vinstri nær allan tímann og svo loksins þegar markið kemur þá lendir maður í spennufalli. Þetta var ljúfur sigur. Til hamingju allir saman 😀

 4. Guð minn góður, þetta er svo fallegt/frábært/dásamlegt lið!!!!!!!!!!! Ég missti röddina rétt í þessu, hef aldrei öskrað eins mikið. Lífið er dásamlegt, Liverpool eru bestir, við erum betri en Scum Utd., það er ljóst!!! 1. sætið okkar, alla vega til kl. 18 á morgun…en ég hef það á tilfinningunni að Villa geri jafntefli…

 5. Svo ég vitni í vin minn eftir markið hjá Yossi: “ég ætla að umskera mig” .. svo sáttur var hann við mark ísraelans !

 6. GLÆSILEGT DRENGIR!!!!

  Þetta myndi kallast meistarabragur…. það er eitthvað stórkostlegt að fara að gerast á Anfield.

 7. Þetta var erfiðasti leikur ársins á að horfa. Við áttum fleiri dauðafæri í þessum leik heldur en gegn United og Villa til samans.

  En jesús minn ég er svo sáttur við þetta mark hjá Benayoun að ég er ekki frá því að gaurinn sé orðinn bara alveg þræl myndarlegur og aukinheldur er ég á því að gyðingar og þá sérstaklega ísraelar séu toppfólk alveg hreint 🙂

  Skál

 8. Það sem það getur tekið á fyrir hjartað að halda með þessu liði!
  En ég ætla að njóta þess að vera á toppnum í bili og vona bara að Villa geri okkur stóran greiða 😀

 9. þessir leikir fara ílla með hjartað í mér…. veit ekki hvort ég höndla meira á þessari leiktíð, enn þetta bjargaði deginum

 10. Fagnaði Rafa??

  Er að leita að Zodiac á góðu verði til að komast í lokaleikinn á Anfield í maí. Þrjú sæti laus…

 11. Ég var á bar þar sem ég var nánast sá eini, sem var að æsa mig yfir þessum leik. Hinir á barnum voru bara að tala við annað fólk eða gera eitthvað annað en að missa sig yfir leiknum.

  Ég held að ég hafi lamið svona 20 sinnum í borðið þegar að okkar menn voru að klúðra tækifærunum. Svo þegar að Yossi skoraði tók ég stórkostlegt hljóðlaust fagn þar sem ég stökk uppúr sætinu, steytti hnefann útí loftið, snéri mér í heilan hring og var nánast að missa mig af fögnuði. Einhvern veginn tókst mér samt að öskra ekki.

  Við vorum í sókn allan tímann og áttum þennan sigur fyllilega skilinn. Fulham liðið er gríðarlega erfitt, en við áttum þessi 3 stig skilin!

 12. Það sem mér fannst best við þennan leik var hvað það var aldrei inni í myndinni að tapa þessu. Aldrei. Stevie félagi minn allra fór í bókstaflega alla bolta, Torres hljóp og hljóp og enginn hengdi haus. Þarna er þessi leikgleði að spila inn í. Hún einfaldlega skilar úrslitum það er ekkert flóknara en það.

  Dossena er svo auðvitað að verða nokkurs konar cult hero. Hann var ekkert nema óheppinn í þessum leik.

 13. Snilldin ein, en tæpt var það: )
  Ég var farinn að finna fyrir kunnuglegri tilfinningu þegar langt var liðið á leikinn, þessi ömurlega tilfinning að þrátt fyrir algera yfirburði þá væri þetta bara ekki okkar dagur.
  Svo kom fyrirliði Ísra-elska(þig Yossi) landsliðsins og trampaði yfir þessa skítatilfinningu: )
  Koooma svo Aston Villa!

 14. Hvílík gleði í liðinu eftir leikinn! Ekkert smá gaman að horfa á þá spila þessa dagana!

 15. Sælir félagar
  Og ég meina sælir. Er á Hilton Hotel í bæjarferð og sem betur fer er beinasleggjan ekki á staðnum. Fór á Glaumbarinn til að sjá leikinn. Niðurstaða mín eftir þessa algjöru yfirburði er í tvennu lagi.

  1. hvaða lið er þetta muuuuuuuuuuuuuuu?????????

  2. Yossi Benayoun er einhver fríðasti leikmaður deildarinnar. Algjör palestínuarabi.

  Það er nú þannig og svo blúsveisla í kvöld. En ég veit ekki alveg hvort maður nær sambandi við tregasl´ttinn eftir svona dásamlegan dag

  Það er nú þannig.

  YNWA

 16. Þegar ég var að meta möguleika Liverpool í haust þá hafði ég þær væntingar til liðsins að það yrði í mesta lagi 4-5 stigum frá toppnum í byrjun apríl. Ég átti ekki von á að Liverpool yrðu meistarar þessa leiktíðina en að liðið yrði að berjast um titilinn í fyrsta skipti í langan tíma. Það hefur svo sannarlega gengið eftir og meira að segja er ég farinn að gæla aðeins við þá tilhugsun að þetta gæti orðið leiktíðin okkar.

  Hvað sem gerist í næstu umferðum þá skulum við allavega njóta þess að sjá liðið okkar á toppnum í byrjun apríl. Það hefur ekki gerst í alltof langan tíma.

  Ef Liverpool nær ekki titlinum þetta árið þá get ég allavega huggað mig við þá tilhugsun að sagan sýnir að lið þurfa yfirleitt að vera í trúverðugri toppbaráttu áður en þau taka síðasta skrefið og vinna sjálfan titilinn. Ég trúi því fullkomlega að ef sá 19. kemur ekki í maí þá gerist það að ári liðnu.

 17. Váá hvað þetta var spennandi og erfið fæðing. Fann sko vel fyrir jafnteflis óbragðinu sem svo oft hefur gert vart við sig í leikjum Liverpool fyrr á tímabilinu, þrátt fyrir að ég var farinn að naga á mer olbogan þar sem neglurnar svo sem hendurnar voru búnar.

  Fáránlegt að heyra í sumum stuðningsmönnum man.utd að halda því fram að þetta sé óþolandi heppið Liverpool lið(pabbi djöfull) Við áttum fjögur skot í tréverkið hjá Fullham og áttum fullt að færum sem á venjulegum degi hefði eitt eða ekki fleiri endað í netinu. Við vorum ekki heppnir við vorum hrikalega óheppnir í þessum leik.

  Þessi tilfinning sem maður er með í maganum og þessi bragur á liðinu þessa dagana hefur fætt með manni þá hugsun að er það sé titill í loftinu.

  Lið sem tekur tvennuna á móti chelski og man.utd getur ekki klúðrað því að vinna deildina.
  Ég meina það er ekki bara titill í boði heldur hinn stóri heiður að hada því sem við liverpool höfum haldið í sem fastast þessi mögru 20 ár við eru sigursælasta lið enskrar knatspyrnu sögu og er hefur það verið okkar haldreipi í kreppuni í deilum við hrokafulla man.utd menn (pabbi djöfull)

  Það eru akkúrat svona sigrar sem hafa fallið meisturum síðustu ára í skaut, í dag er ég þess full viss að við aukum forustuna í þeirri keppni sem ég kom að orði hér áðann svo Ferguson getur þannig bara hætt og leift arftakanum sínum oðrum andSKOTA að taki við liðinnu því hann nær ekki því takmarki sínu að skilja við lið sitt sem það sigursælasta í enskri sögu. Ekki séns mr. Ferguson ekki séns í helvede.

  Þrátt fyrir það sem allir sjá að þetta sé ENNÞÁ í höndunum á andSKOTANUM og lærisveinum hans er momentumið klárlega með okkur en vindurinn er farinn að blása í fangið á utd mönnum og það sterklega að hætti Hafnarfjalls.

  Þeir eiga eftir að spila á morgunn erfiðan leik á móti Villa liði sem er búið með sinn slaka mánuð undir stjorn Martinn O’neill. Mars er búinn og það hefur verið afar erfiður mánuður fyrir þá,Martinn O’neill hefur aldrei þá meina ég aldrei unnið deildar leik með Villa í marsmánuði. En nú er kominn Apríl og mars að baki og nú geta Villa menn gleymt hrakförum marsmánaðar og mæta man.utd dýrvitlausir taka stig af þeim á morgunn.

  Já ég er búinn að drekka bjór og það þónokkra enda var það eina sem hélt manni gangandi í leiknum áðan.

  Liverpool barclaycard champions árið 2009.

 18. Frábær sigur hjá okkur í gær og núna er bara að leggja sig allan fram í restina af leikjunum og sjá hverju það skilar okkur.
  Ef við vinnum ekki titilinn þá lít ég samt á þetta tímabil sem gott tímabil hjá liverpool því að við erum komnir í toppbarátuna fyrir alvöru í deildini.

  p.s Andri(sá sem skrifar á undan mér) mér fannst það ekki við hæfi að kalla Pabba sinn djöfull þótt að hann haldi með erkifjendunum. Allavega ég var ekki alin svoleiðis upp en tímarnir breytast víst.

 19. Átti auðvita að vera í dag en ekki gær.
  Gleymdi að segja að ég var mjög ánægður með Lucas í leiknum og er hann að vinna mig á sitt band.

 20. Shalom! Yossi kallinn er einfaldlega að stimpla sig inn sem einn af mikilvægari leikmönnum liðsins. Þetta er akkurat leikmaðurinn sem þarf að spila gegn þessum slakari liðum sem pakka í vörn. Þessi hæfileiki að geta ógnað andstæðingnum með nánast ekkert pláss til að athafna sig er einfaldlega ómetanlegur. Frábært! Koma svo Villa.

 21. Var sambandslaus við umheiminn á meðan leiknum stóð en náði þó að hringja í félaga minn, sem var staddur bar að horfa á leikinn, um það leyti sem uppbótartími byrjaði. Trúði ekki mínum eigin eyrum þegar hann sagði mér að staðan væri 0-0. Síðan skoraði Yossi í Beinni og ég tapaði uþb. 60% heyrn á hægra eyra þegar vinurinn gargaði af öllum lífs og sálarkröftum í eyrað á mér. Heyri enn bara suð en er slétt sama, var vel þess virði.

  Til hamingju Púllarar.

  Hér er svo markið ef einhver hefur misst af þessu.
  http://www.101greatgoals.com/videodisplay/2320163/

  YNWA

 22. Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun
  Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun Benayoun….

  Djöfull var þetta f o k k i n g sætt…Var alveg viss um að við myndum hafa þetta.Ef bara eitthvað af þessum færum í fyrrihálfleik hefði farið inn þá er ég handviss ´+a að við hefðum horft á svipaðar tölur og undanfarið..Bara geggjað

 23. Gleymdi að taka það fram að mér fannst Insúa flottur og hann er að koma með flottan hraða inní þetta lið.

 24. Ég vil taka undir með mönnum sem lofsyngja frammistöðu Lucas í dag. Hann var afskaplega góður í dag og það er ljóst að hann er að ná betri og betri tökum á enskri knattspyrnu. Ef hann fer að koma með svona frammistöður week-in week-out er ég ansi hræddur um að við séum með algjöran gullmola í höndunum.

 25. Nú er að vona að Aston Villa taki stig af ónefndu liði í dag en til þess að það gerist þarf að koma stórleikur frá Gareth Barry, Agbonlahor og Ashely Young. Svo í sumar hirðum við Barry á 8m og höldum Alonso.

 26. Þetta var snild, og Benayoun er á góðri leið með að verða Anfield goðsögn með þessu áframhaldi. Annars tek eg undir með mönnum, Insua og líka Lucas voru virkilega góðir í gær. Mér fannst líka Alonso eiga glimmrandi leik. Reyndar vorum við bara að spila vel í gær, 4-0 í hálfleik hefði bara verið sanngjarnt… En það er sætara að vinna þetta svona 🙂

 27. FRÁBÆRT já það var þreyta í mönnum en samt var spilið allsekki slæmt óheppni að skora ekki fleiri mörk. Getur verið að markramminn sé of lítill hjá fulham, Dosena bara drullufínn. Nú verða Aston V, að taka MU, ekki fara þeir að láta fara illa með sig aftur…………

 28. Búinn að horfa á leikinn á lfc.tv og er glaður í gegn.

  Glaður með spilamennsku liðsins, sem var urrandi sóknarfótbolti á háu tempói í 75 mínútur af 90.

  Glaður með skynsemina í varnarleiknum sem var mikil þrátt fyrir sóknarþungann.

  Glaður að sjá samvinnu Gerrard og Torres.

  Glaður að sjá að við þurfum ekki að efast um Insua, Lucas og Dossena. Þetta eru fótboltamenn, ekki nokkur einasta spurning. Frábært að sjá leik þeirra í gær, svona menn þurfum við að eiga þegar stærri nöfnin þurfa hvíld.

  Glaður að Yossi Benayoun hafði líkama í að leika þennan leik í gær. Mjög, mjög glaður. Fyrirgef honum fullkomlega að hafa spilað með Ísrael og ítreka þá skoðun mína að hann sé búinn að vera mikilvægasti leikmaður liðsins frá áramótum, reyndar með Captain Fantastic.

  Skrifaði nýlega að ég teldi erfitt fyrir okkur að fara á Craven Cottage og taka þar öll stigin.

  Er í áttunda himni með að það tókst og er sannfærður um að við munum eiga möguleika á titlinum í lokaumferðinni. Sannfærður.

 29. Snillllllld!!!
  Heyrst hefur að Benitez hafi fagnað eins og óður maður við markið… hefur einhver séð myndir af því?

 30. “And where were Reina’s goal assists? Totally anonymous yesterday”.
  http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=229936.1560

  Tekið af þræði þar sem Liverpool er líkt við eitthvað miður fallegt.

  En munið þið eftir trufluninni hjá leikmanni Fulham þegar Reina var að sparka út og sendingin rataði á Torres? Dómarinn dæmi aukaspyrnu, beiti ekki hagnaðarreglunni og gaf Fulham leikmanninum gult spjalt. Þarna var verið að ræna Liverpool augljósu marktækifæri, því beint rautt.

  Menn eru farnir að “trufla” Reina til að stöðva sóknir Liverpool. Sóknarþungi Liverpool er svo mikill að þeir farnir að hafa áhyggjur af markmanninum líka.

 31. Afsakið smá þráðrán en þetta er bara of fyndið:

  “Andriy Voronin warned before Wednesday’s international that he was going to show the Premier League exactly what it’s missing.

  And the Hertha Berlin loanee did indeed show us what we are missing.

  Someone who looks like a sharp-shooter in one of the weakest leagues in Europe, but when up against half-decent Premier League defenders looks like a lost porn star who’s wandered off the set of King Dong II.”

  http://www.mirror.co.uk/sport/columnists/reade/2009/04/04/andriy-voronin-shoots-himself-in-foot-115875-21252364/

 32. Já, tæpt var það. Ég tek undir með mönnum sem hrósa Lucasi. Hann átti sennilega besta leikinn sinn á tímabilinu. Babel og Benayoun hresstu verulega upp á sóknarleikinn og þrátt fyrir að Dossena hafi átt ágæta spretti og þrjú færi þá er hann ekki nándar nærri því eins ógnandi og Babel. En skiptingarnar virkuðu, liðið er á feiknalegri siglingu og étur hvert liðið á fætur öðru. Hlakka til Chelsealeiksins, verður gaman að sjá tvö lið sem eru að spila vel, á von á mun fjörugri leik en síðustu Evrópuleikir liðanna. Svo er það bara að leggjast á bæn með Aston Villa í dag.

 33. Ég er svo glaður…………………………………………

 34. Benayoun er sönnun þess að fegurðin kemur að innan 🙂

  Enn og aftur kemur hann okkur til bjargar á ögurstundu, að mínu mati mjög vanmetinn leikmaður.

  Svo er spurning um að hætta að nota Dossena í bakvörðinn … mér sýnist hann plumma sig miklu betur bara á kantinum, hann hefði getað sett 2-3 mörk í leiknum með smá heppni.

  Einhverjir (líklega Utd. fans) eru að tala um hvað við vorum ógeðslega heppnir að vinna þennan leik. Spurning hvort það teljist ekki frekar óheppni að setja boltann 4 sinnum í rammann? Að fá þetta mark undir lokin var einfaldlega stórkostlega sanngjarnt og réttlátt miðað við gang leiksins.

  Ég hef held ég aldrei fagnað marki eins rosalega áður. Go Yossi!

 35. Glæsilegt hjá Villa 1-1 í hálfleik og Villa menn sterkari finst mér.

 36. Djöfuls harka. Villa bara að taka þetta! Það væri nú ekki leiðinleg niðurstaða eftir þessa helgi.

 37. Alltaf með hor er búinn að vera góður fyrir Villa… Vonandi endar þetta vel 🙂

 38. ok nú spyr ég hver í andskotanum vil sja Martin o´neill sem stjóri hjá liverpool ? ef man utd hefur einhvern timan verið vængbrotið þa var það þessi leikur….. vantar ferdinand – vidic – rooney – Scholes – Berbatov – Anderson og Aston villa með miklu öflugra lið á pappírnum en attu bara ekki break í united í lokinn. fáranlegt að horfa á þetta varaliðið tekur aston villa rúllar þeim á síðusta korterið…. Aston villa á ekki skilið að vera svona ofarlega í deildinni það er JUST FACT

 39. FOKK!! Þeir höfðu þetta, en svo lögðust þeir í vörn, og fengu þar af leiðandi 2 mörk á sig. Þetta sínir betur en nokkuð annað dæmi, að sókn er besta vörnin.
  DJÖFULLINN!!!!

 40. Ég vil meina að þegar Stórstjarnan Reo-cocker kemur inná þá loksins fer lukkan á band United. ekki flókin geimvísindi hann var frábær 12 maður liverpool í síðustu umferð og varð nátturlega að klæðast united treyjunni í dag 😉 Martin o´neill klárlega maður leiksins 😀

 41. Lukkan fylgir United ekkert frekar en hún fylgdi okkur í gær. Þeir voru undir, jöfnuðu óvænt með langskoti (sem Friedel var einfaldlega of gamall til að verja – allir markverðir deildarinnar undir þrítugu hefðu náð skoti Ronaldo) og þá bara gáfust Villa upp, höfðu hvorki yfirvegun né orku í að klára þetta. United höfðu trú á þessu, rétt eins og við í gær, og uppskáru eftir því.

  Hrikalega spennandi helgi. Bæði lið nálægt því að tapa stigum. Hef á tilfinningunni að við eigum eftir að vera sveittir yfir þessari titilbaráttu fram á síðasta leikdag.

 42. Aston Villa átti nú klárlega að fá allavegana stig úr þessum leik.

  En þetta mark hjá þessum Ítala var algjörlega ótrúlegt. United var klárlega heppið að fá öll 3 stigin.

 43. Hvaðan komu þessar 5 min í uppbótartíma???? Þvílíka sérmeðferðin sem þetta fokking lið hefur

 44. Ég skil ekki hvað sumir hérna inni eru spenntir fyrir þessum Gareth Barry. Ég vil ekki sjá hann í Liverpool, hefur ekki gæði. Ef ég væri Martin O’neill myndi ég sekta menn eins og Gabby og Ashley Young fyrir að vera latir á síðustu mínútunum. Þvílíkir aumingjar. Eiga ekki skilið að fara í umspil í Meistaradeildinni.

 45. Línuvörður dauðans, óteljandi vitlausir rangstöðudómar hitta heppilega á Villa. Dæmir ekki brotið á Villa manninum rétt áður en Man U fer í sóknina sem þeir skora 3ja markið í. 3 skiptingar -> 5 mín Siralex time? Missti ég af einhverjum töfum? Samsæri!!!

 46. það eru þónokkrir búnir að spyrja út í þessar 5 mínútur, A. Young fékk gult spjald fyrir töf, og þeir töfðu mest frá 75.-79. mínútu. Ég bjóst við einhverjum 4-6 mínútum. En svo var það línuvörðurinn. Ómægat. Villa komust að minsta kosti þrisvar sinnum í gegnum vörnina, og hann dæmdi rangstæðu, þar sem ekki átti að vera. Þetta er auðvitað pirrandi, en við unnum okkar leik, og meira getum við ekki gert þessa helgi. Við tökum Chelsea í nefið á miðvikudaginn. 4 til 5 – 0.

 47. Ótrúlegt alveg hreint að sjá þennan viðbjóð gerast og þessar 5mín í viðbótartíma… þarf nokkuð að ræða hvað er í gangi?

 48. 60: Barry átti nú þátt í báðum mörkum Villa í þessum leik, og var mjög góður. Til dæmis fyrirgjöfin hja honum í fyrsta markinu, heimsklassi ! Svo er hann líka mjög vinnusamur.. Ég væri alveg til í að fá hann til Liverpool

 49. Keli, værirðu til í að skipta Alonso út fyrir Barry? Ég hef ekkert á móti Barry, hann er mjög góður og alt, en mér finnst ekki að við þurfum að kaupa hann, þegar við höfum Alonso, Gerrard og Mascherano á mið-miðjuna.

 50. hvaða máli skiptir þótt það væri 5 mínútur í uppbótartíma, hann skoraði á 93.

 51. Nonni, það má alveg setja spurningarmerki við 5 mín.. sama hvort þeir skori á 93. mín eða alls ekkert. Mitt comment að ofan var passlega semi-alvarlegt. Agbonlahor meiddist þegar hann skoraði og svo gaurinn sem Friedel klessti á plús skiptingarnar, það er hin hliðin til að réttlæta 5 mín. Finnst það samt pínu óvenjulegt, álíka hlutir eru að gerast í öðrum leikjum og þó er viðbótartími yfirleitt 2-3 mín. Skiptir þó nákvæmlega engu, taktískt getuleysi Marting LOL’Neil kostaði þá leikinn. Mætti kannski segja að hann skorti hreðjar, þar sem Rafa er búinn að leggja upp taktíkina fyrir hann. Hann einfaldlega chokaði undir pressu og gerði allt vitlaust í stöðunni 1-2. Fyrsta markið þeirra er eftir algjört rugl í Milner, annað er laflaust skot fyrir utan teig sem Friedel ákvað að reyna að verja í slow motion en þriðja var bara flott mark. Man U eru enn að leka mörkum og ósannfærandi finnst mér, eiga eftir að tapa stigum.

 52. Er heimurinn blindur eða hvað sér það enginn að manchester fær alltaf sérstaka meðhöndlun frá dómurum á old trafford hvaða kjaftæði er þetta 5 mín fyrir hvað ? Og ég tala nú ekkki um þessar rangstöður á villa það er allt gert til að hjálpa man utd það er bara FACT !!!!!!!!!!!!!!!!

 53. Það er vissulega styrkleikamerki hjá ManU að vinna með svona vængbrotið lið. En Aston Villa þessa dagana eru líklegir til að tapa fyrir meira að segja WBA því það skortir allt sjálfstraust í þetta lið.

  ManU vann sig flott inn í þennan leik. Reyndar var þetta blessaða jöfnunarmark eitthvað sem Friedel á venjulegum degi hefði varið. En sigurmarkið hjá hinum ítalska Filipo Berio (12 ára) var virkilega vel gert.

  Við erum ennþá einu stigi á eftir ManU og það er í raun það sem ég bjóst við fyrir þessa helgi. Við skulum ekkert tapa okkur þrátt fyrir einn sigur ManYoo því þeir eiga eftir að tapa einhverjum stigum.

 54. Hvenær ætla menn hér að átta sig á því að Gerrard er ekki miðjumaður heldur púra senter nr. 2.

  Gareth Barry var frábær í dag, er frábær leikmaður og frábær karakter.

  Svoleiðis menn styrkja bara okkar lið!!!

  Sammála mönnum hér að United leit illa út. Afar illa. Höldum áfram að trúa….

 55. Skil ekki að menn séu eitthvað að tuða yfir uppbótartíma og heppni ManUtd. Þetta er nákvæmlega sama væl og heyrðist í þeirra herbúðum eftir sigur LFC í gær.

  Leikurinn er spilaður þar til dómarinn flautar hann af. Liðið sem skorar fleiri mörk innan þess tímaramma vinnur. Skiptir engu hvenær mörkin eru skoruð, þau telja nákvæmlega jafn mikið.

  Þeir voru ekkert heppnari í dag en við í gær. Bjánalegt að nöldra yfir því og hneykslast um leið á sama tuði frá hinu liðinu. Finnst líka einstaklega aulalegt þegar menn halda því fram að ManUtd fái alltaf sérmeðferð og hjálp við að vinna leiki. Þeir eru með hörku lið og þurfa enga hjálp, alvöru sigurvegarar væla ekki eins og kellingar um svona hluti heldur skipta bara í hærri gír og gefa allt í botn. Það er það sem LFC hefur verið að gera uppá síðkastið og heldur vonandi áfram að gera, þannig vinnur maður eða tapar með reisn.

 56. barry meiddist og þá var stopp í svona 2-2.30. Agbonlahor meiddist þegar hann skoraði 1-.30 og united skipti 2 sinnum og villa 1 eða 2svar. Þessar 5 mín eru ekki neitt óraunhæfar. Man ekki eftir sérstökum töfum í leiknum í gær en þá var bætt við 4 mín. Ekki er er kvartað yfir því.

 57. verðum að fara hætta þessu væla… það var ekkert hægt að kenna dómara um eitt né neitt í þessum leik….
  5 mín í uppbótartíma er eðlilegt… margar skiptingar… og menn að liggja lengi þannig að 5 mín var allt í góðu…
  Man Utd eru bara með betri hóp

  1. Man.Utd. 30 21 5 4 52:20 68
  2. Liverpool 31 19 10 2 55:21 67
  3. Chelsea 31 19 7 5 51:17 64
  4. Arsenal 31 16 10 5 50:27 58
 58. Þó ManU hafi unnið þennan leik þá eru þeir einfaldlega ekki mjög sannfærandi. Liverpool lítur út eins og lið sem getur unnið alla sína leiki, ManU er að kreista út þessa sigra sem gengur ekki til lengdar.

 59. Skulum alveg slaka á að segja svona Elías Már, hafa skal á hreinu að 5 sterka byrjunarliðsmenn vantaði í gær hjá Utd, Vidic og Ferdinand hefðu ekki fengið þessi mörk á sig! Ekki í milljón ár! Við höfum líka verið að vinna sigra ósannfærandi, málið er að United missa aldrei trúna á að geta klárað leikina sína og hafa þeir sýnt það margsinnis í gegnum árin að allt er hægt! Þetta verður blóðug barátta fram á lokadag deildarinnar.

 60. Þetta er bara game on, engir auðveldir leikir hjá hvorugu liðinu. Nú snýst þetta um karakter, greddu, reynslu og heppni.

Liðið gegn Fulham komið

Mark ársins í Evrópu