Agger hreinskilinn.

Núna þegar það er ljóst að Rafa verður komandi ár hjá félaginu hljóta forráðamenn félagsins vilja ganga frá langtímasamningum við lykilmenn og framtíðarlykilmenn félagsins. Það er ljóst að Carragher er ekki að verða yngri og kannski ekki langt þangað til að hann getur ekki spilað á fullu krafti eins mikið og undanfarin tímabil og margir sjá þá fyrir sér Skrtel og Agger í hjarta varnarinnar. EN það hefur verið mikið rætt um framtíð Agger síðustu misseri bæði vegna tíðra meiðsla hjá honum sem og að samningurinn hans rennur út eftir næsta tímabili.

Rafa var nýverið að mæra Agger í enskum fjölmiðlum og er klárt mál að hann vill tryggja sér krafta hans áfram en Agger sjálfur hefur verið tregur til enda lítið fengið að spreyta sig þegar hann hefur verið heill (kannski skiljanlega þar sem liðinu hefur gengið mjög vel). Agger segir sjálfur um þessi ummæli Rafa að hann geti lítið notast við þau og hann vilji frekar heyra þetta beint frá Rafa.

Er þá ekki málið að hittast á fimmtudaginn og klára þetta mál Rafa?

22 Comments

 1. Madur skilur danan alveg, mjog godur leikmadur sem vill audvitad spila i hverri viku. Eg vil samt semja vid hann sem fyrst, hann er ennta ungur og hann a framtid fyrir ser hja liverpool.

 2. Klárlega verðugur til þess að taka við af King Carragher einhvern daginn þó svo að ég vonist til þess að halda honum sem lengst auðvitað. Það á að semja við drenginn og það helst í gær og ekkert kjaftæði, þetta er frábær varnarmaður og skemmtilegur á vellinum.

 3. Þetta samskiptakerfi hjá leikmönnum og þjálfurum í boltanum í dag er voðalega skrýtið. Eru menn ekki á sama svæðinu til að ræða saman eða er þetta bara aðferð hjá aðilum beggja megin borðs til að gera tilboðin hærri/lægri? Það er samt ljóst að Agger þarf að sýna það að hann vilji vera áfram hjá Liverpool og Benitez þarf einnig að sýna þann vilja varðandi Agger líka til að klára þessa þvælu.

  En annars langaði mig til að pósta inn nýjasta slúðrinu í dag sem ég las af BBC slúðrinu (og eflaust búið að þýða inn á fótbolta.net):

  Liverpool manager Rafael Benitez is preparing an £18m bid for Barcelona striker Samuel Eto’o. (Daily Mirror)

  Ég endurtek sem ég hef sagt áður, fyrst Rafa spilar mjög sjaldan 4-4-2, afhverju að kaupa annan world class framherja til þess eins að henda á kantinn eða bekkinn, sérstaklega þegar okkur vantar menn í aðrar stöður.
  Nei, bara pæling sko….

 4. Já með þetta dæmi með Eto’o er eitthvað skrýtið, vissulega vantar okkur klassa framherja til þess að spila stundum með Torres enda vil ég sjá liðið spila 4-4-2 á móti flestum liðum en geta farið í 4-2-3-1 á móti stærri liðunum og í CL. En væri ekki hagstæðara að reyna að fá Owen frítt í staðinn ?
  Til hvers að spila 4-2-3-1 á móti liðum eins og Stoke og WBA og fleirum ?
  Það hefur sýnt sig að þau pakka einfaldlega í vörn og við spilum samt með 1 framherja og þau taka 2 stig af okkur. Það væri frábært að geta notað Eto’o og Torres saman frammi í flestum leikjum í deildinni með Gerrard og Alonso þar fyrir aftan.
  ——–Torres—-Eto’o——–
  Riera–Alonso–Gerrard–Kuyt

  Suddalegt………..

 5. Fyrst Agger, áður en ég verð með í þráðráninu 😀

  Daniel Agger er flottur leikmaður í flesta staði og klárlega einhver sem ég vill hafa áfram hjá liðinu. Hins vegar viðurkenni ég það að mér finnst þetta stöðuga blaðaferli hans, þ.e. að vera að þvælast stöðugt í blöðin með þessar viljayfirlýsingar eilítið pirrandi orðið. Það eru fleiri leikmenn með útrunna samninga sumarið 2010 sem við fréttum lítið af. Svona mál vinnast ekki í fjölmiðlum, og það þarf auðvitað að vera klárt að Agger sætti sig við það að hann þarf að vinna sér sæti í liðinu á þeim forsendum að vera betri en Skrtel og Carra sem hafa leikið feykivel nú seinni part vetrar.

  Eto’o er ekki bara senter, hann hefur líka leikið sem vængframherji hægra megin og undir framherjanum. Því væri hann stórkostlegur kostur tel ég að hafa með Gerrard og Torres. Hann þekkir leikkerfið fullkomlega, er með svakalegan hraða og þegar þeir þrír væru saman, hvort sem Kuyt, Riera, Benayoun eða Babel myndi fylla sóknarkvartettinn myndum við stúta öllum liðunum sem koma á Anfield til að verjast. Þetta væri ég vel til í!

 6. Það á klárlega að leggja allt uppúr því að semja við Agger aftur, hann hefur sýnt það þegar hann er heill og fengið að spila að hann er klassa-miðvörður, og þeir eru ekki á hverju strái! Eins og komið var inná þá er Carra ekki nýliði í boltanum og hann mund detta út eftir 2-3 ár kanski, en málið er að Agger er líklega ekki tilbúin að bíða eftir því , engin klassaleikmaður með metnað væri tilbúin til þess, og ekki er það vænlegt til árangurs að ætla að rótera miðvörðum leik eftir leik. Eina lausnin sem ég sé er að spila kerfið með væng-bakverði og 3 miðverði… Þó svo að við verðum auðvitað að eiga sterkan menn á bekknum þegar og ef Carra/Skrtel meiðast, því við getum ekki treyst á Hyypia í 10 ár í viðbót…

  Með Eto, það er klárlega hluti af þessu silly-season … okkur vantar vissulega cover fyrir Torres …. en forgangsatriði hlýtur að vera skapandi maður á miðjuna – helst á kanntinn, því ég er ennþá á því – þrátt fyrir gott spil að undanförnu , að við getum fengið mun betri kosti á kanntana hjá okkur en Kuyt og Riera, og ef hann ætlar sér að spila 4-4-1-1 sem virðist vera hans uppáhalds kerfi, þá þurfum við ekki 20m punda striker á bekkinn.

  Hægri bak (treysti Aurelio og Insua fyrir þeim vinstri) vantar – amk sem cover fyrir Arbeloa. Svo vantar okkur amk einn skapandi miðjumann ( helst í match-winner-klassa) og svo cover fyrir Torres (hef ekki séð nægilega mikið af Ngog til þess að geta dæmt um hvort hann spjari sig frammi ef Torres lendir í miklum meiðslavandræðum).

  Owen var hent í umræðuna hér að ofan … vissulega væri það sterkur leikur að fá hann frítt í lok tímabilsins, vitum allir hvað hann getur þegar hann er heill ….. en ég efast stórlega um að hann sé tilbúin að koma til Liverpool þar sem Benitez getur eflaust ekki lofað honum byrjunarliðssætis. Hef það á tilfinningunni að hann vilji komast í landsliðið fyrir næsta stórmót, enda verður hann ekki yngri og er ekki í náðinni eins og er.

 7. 5 Maggi

  Þeir leikir sem ég hef séð (sem eru gríðarlega margir, viðurkenni það) þá er Eto nær undantekningalaust fremsti maður. Það er ekki oft sem ég hef séð hann í þeirri skapandi stöðu sem Gerrard er í t.d – mér finnst Gerrard vera blómstra sem aldrei áður og vil halda honum þar með Alonso/Masch á miðjunni.

  Eto er klassaframherji, ekki spurning, en ég tel hann ekki búa yfir þeim kostum sem Gerrard gerir til dæmis, til að hann væri betri kostur í stöðuna fyrir aftan Torres. Og annan framherja á kanntinn …. nei takk.

 8. *Sem eru ekki gríðarlega margir átti þetta auðvitað að vera

 9. Skil ekki þetta væl í Agger hann hefur verið mikið meiddur og er einfaldlega ekki eins sterkur og Skrölti og Carra í augnablikinu. Hann á að Skrifa undir og í framhaldi af því einbeita sér að því að bæta sig sem leikmaður bæði andlega og líkamlega og þá er framtíðinn hans á Anfield

 10. Kerfið sem Liverpool er að spila í flestum leikjum er gott og það er að virka fyrir liðið. Ég vil því sjá kaup sumarins í samhengi við það og styrkja þær stöður sem þarfnast styrkingar. Hryggsúlan í liðinu, frá marki upp í gegnum miðjuna til fremsta manns, er mjög góð. Ég vil halda Stevie G í holunni þar sem hann blómstrar.

  Ég hélt að Robbie Keane gæti tekið kantstöðu öðru hvoru megin við Torres en það kom á daginn að það gat hann ekki. Ég hef lilta trú á Eto’o í þá stöðu og tel hann ekki rétta leikmanninn fyrir okkur þrátt fyrir ótvíræða hæfileika sem fremsti maður. Þeir sem spila þessar kantstöðu okkar, Riera og Kuyt, eru að verjast frekar djúpt og það hentar ekki Eto´o.

  Okkur vantar samkeppni í hægri bakvarðarstöðu og öflugan sóknarleikmann / leikmenn sem eru fjölhæfir. Það þarf ekki að kaupa marga leikmenn og ég spái því að 2-3 verði keyptir og svipað margir seldir í staðinn. Ég tel líklegt að Dossena sé á heimleið í sumar, Voronin verði seldur til Hertha Berlin og kannski verði losað um einn miðjumann ef Gareth Barry verður keyptur.

 11. Daniel Agger er farinn að minna mig á stelpur sem eru “hard to get”. Hann er augljóslega frábær varnarmaður og öll lið hefðu not fyrir hann og ég vil sjá hann hjá Liverpool. En ef hann er svona rosalega erfiður karakter og erfitt að gera honum til geðs, er ekki spurning um að finna bara annan leikmann sem getur spilað hans stöðu? T.d. Raul Albiol? Hann er ungur og mjög sterkur leikmaður.

  Annars vil ég miklu frekar halda Agger, þar sem mér finnst hann eiga möguleika á því að verða með betri varnarmönnum heims ef hann helst heill, en hann virðist hugsanlega ekki vera Liverpool karakter.

 12. Það sem Agger hefur fram yfir Carra og Skrtel er að hann er frábær á boltanum en hinir ekkert sérstakir. Agger byrjar margar sóknir og honum líður vel með boltann en það er ekki hægt að segja það sama um Carragher. Mér hefur það fundist oft í vetur á móti lakari liðum þar sem miðverðirnir fá mikin tíma á boltanum en miðjumennirnir eru stífdekkaðir að Carra og Skrtel geti komið upp með boltann reynt að búa eitthvað til. En Carragher og Skrtel eru reyndar báðir sterkari en Agger, bæði líkamlega og í loftinu. Það er spurning hvort er mikilværa.

 13. Eto´o og Torres frammi? Já takk! Hver mundi ekki vilja það? Tveir heitustu framherjarnir í heiminum í dag! Gerrard og Alonso á miðjunni eða bara hreinlega búa til leikkerfi sem hentaði 2 framherjum og Gerrard fyrir aftan þá!

 14. Eru menn virkilega ekki ennþá að sjá liðið hefur besta leikmann í heimi í einni ákveðinni stöðu? Steven Gerrard er by far langbesti support striker sem sennilega þessi heimur hefur séð. Hann hefur skorað 6 mörk í síðustu 3 leikjum í þessari stöðu þar sem tveir þeirra voru gegn tveimur ríkustu liðum heims. Og samt viljiði kaupa annan striker, breyta um leikkerfi og það sem mér finnst fáránlegast setja Stevie minn í aðra stöðu. Ég væri allavega móðgaður. Þarf að minna á hvað skeði síðast þegar framherji var keyptur ? Það var Robbie Keane. Þannig að Rafa í guðanna bænum ekki kaupa annan framherja nema þá strictly backup fyrir Torres. Hvernig væri nú líka að fara að þjálfa eitthvað af þessum strákum almennilega upp? Torres hefur líka sýnt það aftur og aftur að hann spilar best þegar hann er einn frammi. Þurfum því lítið annað en ungan strák til að halda honum á tánum. Þar nefni ég Nemeth t.d. sem væri örugglega farinn að banka ef ekki væri fyrir meiðsli þetta tímabilið.

  Númer 4, Ásmundur. Af hverju viltu spila 4-4-2 gegn litlu liðunum ? Ég vil frekar allavega sjá 4-1-4 kerfið sem við sáum gegn Aston Villa (varla lítið lið) þar sem bakverðirnir spiluðu varla vörn.

  Svar Liverpool liggur ekki í rándýrum sóknarmönnum sem hafa þann eina tilgang að taka besta leikmann heimsins úr sinni stöðu. Það liggur í bakvörðum. Eins og ég sagði t.d. um daginn virðist þó vera að rætast úr þessum málum, Aurelio og Insúa eru það sem koma skal og Arbeloa hefur staðið sig vel. En með aldnandi Hyypia sé ég alveg Arbeloa fyrir taka sér stöðu sem backup miðvörður og bakvörður sem spilar slatta af leikjum ef sú ósk mín rætist að Glen Johnson verði keyptur.

  Ég held meira með fótbolta en Liverpool og frábærir leikmenn, sbr Gerrard og Agger, eiga að fá að spila sína bestu stöðu burtséð frá því í hvaða búningi það er. Ég þrái að Rafa semji við Agger og fleygi honum í byrjunarliðið. Alltaf. Hins vegar ekki semja við hann ef þú ætlar ekki að nota hann. Guð forði okkur hins vegar frá því að kaupa Eto’o eða annan striker til að lenda aftur í Keane vitleysunni.

 15. Brúsi þú meinar sennilega 4-2-4 ekki nema að Liverpol séu farnir að spila einum færri, það er kannski það sem koma skal þegar við spilum gegn svona smáliðum eins og Real Madid 🙂 svo þetta fari að verða sanngjarnt

 16. Yes Mr. Magnús that is a good idea, very good indeed. I will meet Daniel on thursday. But you know, and all people know in football one day can be like one month so we will see, we will see.
  But I can tell you that, Daniel will start in Fulham match, for sure.

  Keep up the good work guys, I always read a translated version of your blog, gives me good ideas sometimes and this guy BABU sure knows what he is talking about when it comes to tactics.

  RB.

 17. Alveg sammála Don-inum þarna :p

  Ég fékk símann hans Rafa hjá Rush um helgina og fór aðeins yfir þetta með honum …á laugardagskvöldið 🙂

 18. Ég veit ekki hvað á að gera með Dagger, en þetta Eto’o mál er væntanlega bara kjaftæði. Eða það vona ég allavega, vegna þess að við höfum ekkert með hann að gera. Ég vona ekki að við kaupum Barry, eða semsagt vona ég ekki að við seljum Alonso. Hann hefur verið mjög góður í ár. Ég vil líka halda í Dossena, hann er meira að segja skipting fyrir Riera á vinstri kantinn. Mér finst ekki að okkur vanti svo mikið, svosem. Bara fleiri menn sem geta skorað eitthvað að viti. Það er svolítið skrítið að treysta á að Gerrard skori öll mörkin, þó að hann geri það. -Markahæsti maður í meistaradeildinni og númer 2 í deildinni.

 19. Ég hef eins og flestir haft mikið álit á Agger,en þessi eilífu comment hjá honum upp á síðkastið eru farin að fá mig til að efast um kallinn.
  Ef það er rétt eins og sagt er í linknum hans Magga að hann vilji helmings launahækkun eftir eitt ár á sjúkralistanum þá má hann bara fara fyrir mér,því að það er einginn leikmaður stærri en klúbburinn.

Pæling í landsleikjahléi – hluti 2.

Ian Rush um síðustu helgi