Pæling í landshleikjahléi, hluti 1.

Í dag er 28.mars árið 2009.

Auðvitað ekki merkilegt í sjálfu sér en þó er gaman að velta aðeins fyrir sér stöðu liðsins okkar á þessum tímapunkti. Þar sem ekki verður leikið í deildinni aftur í þessum mánuði vegna ótrúlegra stórleikja víðsvegar um heiminn næstu daga mun staðan vera sú sama 1.apríl og hún er nú.

Staða Liverpool í deildinni verður þá sú besta hjá liðinu síðan allavega 1997. Reyndar má eiginlega ýta því ári kannski eilítið til hliðar, því satt að segja var ástæða þess að Liverpool var í baráttunni það ár sú að þau lið sem sterkust voru á þeim tíma, United og Arsenal voru í breytingaferli. Deildin vannst það ár á 75 stigum, sem er auðvitað lág stigatala meistara.

1.apríl árið 1997 var Liverpool í efsta sæti deildarinnar með 60 stig, nýbúnir að vinna erfiðan útileik á Highbury. Það ár var landsleikjahlé líka á þessum tíma, fríhelgi og að henni lokinni horfðu leikmenn fram á næsta leik, Coventry City á heimavelli. Auðveld þrjú stig……..

En annað kom á daginn, Liverpool tapaði 1-2, missti ónefnt félag fram úr sér, fékk einungis 7 stig úr næstu 6 leikjum, féll út úr evrópukeppni og sá draumur úti. Auðvitað er ekki sjálfgefið að svipuð staða komi upp núna, því fótbolti er ekki alltaf vísindi, heldur einmitt allt annað. Lið LFC á þessum tíma hafði ekki yfir mikilli breidd að ráða og að loknu þessu heimatapi sem áður er nefnt hrundu menn í pressunni, fæstir höfðu verið í svipaðri stöðu og satt að segja kunnu fáir í liðinu að taka við titlum.

Þar held ég að munurinn liggi á liði þess tíma og liði dagsins í dag. Í liði LFC eru nefnilega nú fullt af leikmönnum sem hafa unnið titla. Ef við skoðum byrjunarliðið okkar t.d. Reina, Arbeloa, Alonso og Torres nýlega EM meistarar, Aurelio, Skrtel, Kuyt og Mascherano unnið meistaratitla með félagsliðum og Gerrard og Carra hafa fína reynslu í að lyfta bikurum og standast pressu.

Því pressan er það sem að allt snýst um næstu vikurnar. Ég hef haft gaman af því að sjá okkar menn í viðtölum fyrir landsleikina framundan. Fókusinn hjá þeim öllum er enska deildin, þeir ræða í drep þá staðreynd að við þurfum einfaldlega að vinna þá leiki sem fyrir okkur liggja og treysta á að United bogni undir sinni pressu. Fyrir einhverjum vikum trúði maður ekki á það, en nú að undanförnu hafa augljósir brestir komið í ljós hjá ríkjandi meisturum sem ég er handviss að liðin sem eiga eftir að mæta þeim hafa tekið eins vel eftir og við!

Í dag eru 8 leikir eftir og við með 64 stig. Þegar við skoðum þessa átta leiki sem eru eftir finnst mér hægt að segja að fimm þeirra séu verkefni sem skylda er að klára. Hull og W.B.A. úti, Newcastle, Blackburn og Tottenham heima. Fulham og West Ham úti hafa oft reynst okkur afar erfiðir leikir og Arsenal á Anfield er klassískur stórslagur sem erfitt er að reikna út. Útfrá því að við klárum “auðveldu” leikina og vinnum einn, töpum einum og gerum jafntefli í einum þeirra erfiðari endar liðið okkar með 83 stig. Sem yrði besti árangur síðan tímabilið stórkostlega 1987-1988.

En vandinn er kannski sá að síðustu fimm ár hefði þessi stigatala ekki dugað til meistaratitils. Þess vegna auðvitað er Rafa að tala um að við þurfum að vinna alla leiki og enda með 88 stig.

Ég tel 99% líkur á því að við verðum meistarar með 88 stig. Ég er líka á því að hin stigatalan, 83 stig, fari nálægt því að duga, sér í lagi þar sem markatalan okkar mun verða betri en hjá öðrum liðum. Þegar leikjatafla andstæðingana er skoðuð fram á vorið sér maður fullt af leikjum sem gætu valdið þeim vandræðum, allavega ef að þeir sýna sömu frammistöðu og í undanförnu!

En til þess að við eigum möguleika er lykilatriðið að stjörnurnar okkar haldist heilar og leikgleðin sem geislað hefur að mönnum að undanförnu verði við völd og við sem styðjum við liðið beinum allri okkar orku í jákvæðar áttir. Það er líka fínt að æfa sig í að taka þátt í baráttu um enska meistaratitilinn.

Því eins og ég ætla að lýsa aðeins í pistli á morgun er ég handviss um að framtíð liðsins er björt, mun bjartari en hjá mörgum öðrum liðum!

17 Comments

 1. En ekki má gleyma því að liðið er aðeins með 2 stigum meira á þessu tímabili en gegn sömu liðum á síðasta tímabili (nýliðum skipt inn fyrir falllið), skv. Prem38.com.
  Þarna eru engin sérstök vísindi eða feluleikir að baki bara einföld tölfræði. United stendur á 0, Chelsea er með -11 og Arsenal -17. Það segir manni að Liverpool er að gera betur en í fyrra en munurinn er sáralítill. Raunar virðist það aðallega vera Chelsea og Arsenal sem eru að gera rækilega í sig sem veldur því að staða liðsins lítur jafn vel út í deildinni og raun ber vitni.
  En kannski er ástæðan fyrir fúlum skrifum sú að ég vaknaði þunnur og áttaði mig á því að það er enginn bolti í dag sem horfandi er á.

 2. Fínar pælingar.

  En smá þráðrán; (gilda þráðránsreglur nokkuð í derhúfuhléum?) þeir sem vilja fylgjast með Spánverjunum, Mascherano eða jafnvel Hyppia þá eru hérna linkar á leikina, sumir í fínum gæðum: http://www.atdhe.net/

  P.s. Bið til Fowlers að enginn meiðist í þessu landsleikjahléi 7,9,13!!!

 3. Ætli munurinn milli þessa tímabils og síðasta sé nú ekki aðallega fólginn í því að við höfum unnið stóru leikina en á móti glatað nokkrum “öruggum” stigum á heimavelli…
  Getum rétt ímyndað okkur ef við hefðum tapað báðum ManU og Chel$ki leikjunum, þá væri staðan nú önnur og verri!

  Megi liðið halda áfram að ausa úr skálum gleði sinnar, okkur öllum til ómældrar ánægju.

 4. Þetta snýst auðvitað bara um að vinna alla sína leiki. Hvað Man Utd gerir verður bara að koma í ljós og við verðum bara að vona það besta.

  Tímabilið 1996-1997 er mér enn í fersku minni enda grátlegt hvernig það endaði. Ég er ekki sammála því að Man Utd hafi verið í breytingaferli þetta tímabil. Liðið vann tvennuna tímabilið á undan, var með mikla reynslu í vörninni og unga kynslóð þeirra búin að slíta barnskónum í liðinu. Þetta var líka síðasta tímabil Eric Cantona sem var náttúrulega hjartað í liðinu. En hverjum er ekki skítsama um Man Utd… ég biðst afsökunar á þessu þráðráni 🙂

 5. Mig dreymdi í nótt, að ég hefði sofið yfir leikinn sem væri þessa helgi, við töpuðum og Rafa fór frá okkur. Ég vaknaði í reiðiskasti! sló í rúmið brjálaður, svo fattaði ég að þetta var draumur. þetta var hræðilegt!

 6. Flottur pistill. En er ekki að fara koma tími á að fara skoða hvaða leikmenn gætu komið í sumar ? Ég sé allavega Glen Johnson sem nokkuð solid kaup, og svo eitthvern eins og Carlton Cole(West Ham) eða jafnvel Geovanni hjá Hull, eða þá bara að annar hvor Pacheco eða Németh komi inn í liðið. Afar spenntur fyrir sumrinu hjá okkar mönnum.

 7. Jói: afhverju væri það gott ? utaf hann er í Everton að gera svo góða hluti ?

 8. Heyrði einhver í Ian Rush á X-inu í dag? Hann var víst í viðtali þar sem hefði verið gaman að heyra.

  Anyone?

 9. Ég………………….. hata landsleikjahlé, takk fyrir pistlana Maggi & Babú þið eruð algerir “lifesafers”. Svo annað, ég var að fatta að brúðkaup litla bróðurs er á sama tíma og leikurin um næstu helgi.

  Eg segi bara hvurslags hálviti giftir sig á miðju seasoni

 10. Vil bara benda Liverpool hjörtum a lysingar guardian unlimited a framistödu
  viss liverpool manns i kvöld. Honum er tharna lyst eins og hann er, gud.

 11. Hvaða spánverji var þetta sem var borinn af velli ? Guð minn góður ekki var þetta Torres ?

 12. Benayoun var allavega borinn af velli eftir ad hafa verid negldur nidur a moti Grikklandi… Jeijj. DJofulsins rugl ad hann hafi faridi tennan leik.

 13. Þetta stendur einfaldlega allt og fellur með leikgleði liðsins. Það einfaldlega skín af liðinu þessa dagana hvað það er, afsakið orðbragðið, sjúklega FOKKING gaman að spila saman. Þeir einfaldlega slátra bara andstæðingnum trekk í trekk.

  Hins vegar ættum við líka að fara varlega í svona yfirlýsingar eins og 99% líkur að við tökum þetta. Hugsa að við ættum bara að sjá hvað gerist og taka því. “Höfum engu að tapa” syndrommið hefur alltaf hentað Stevie og félögum nokkuð vel.

Fowler blessi fótboltann…..

Landsleikir kvöldsins