Nýr varabúningur!

Hér gefur að líta nýjan varabúning félagsins sem við öll elskum frá og með næsta hausti. Hann á að leysa gráa varabúninginn heima fyrir af hólmi en svo á líka eftir að koma evrópuvarabúningur.

Ég veit ekki með ykkur hin en mér finnst svörtu búningarnir okkar í gegnum tíðina hafa heppnast vel og þessi er einn af þeim betri undanfarin ár, all veruleg framför frá þeim sem við höfum notað í vetur, á Englandi og í Evrópu. Gyllingin á auglýsingunni og adidasröndunum kemur flott út og ég er afar glaður með að adidas hafa lagt verulega í að gera “svalt” útlit á búninginn sem mun fá andstæðinginn til að hræðast enn meir þegar þeir mæta okkar jöxlum. Stuttbuxur og sokkar eiga líka að vera í svörtum lit með gyllingu í röndum.

Kannski maður kaupi sér varabúning á næsta hausti

17 Comments

  1. Eru rendurnar á erminni líka gylltar ? Ef svo er þá er búningurinn mjöög flottur…

  2. Snilld! Mér hefur aldrei líkað grái búningurinn, og þetta er bara flottur galli.

    En er hann með kraga?<

  3. Fínn búningur en ekki jafnvel heppnaður og svarti búningurinn. Annars sá ég á netinu um daginn (minnir að það hafi verið á visir.is en bara fin ekki linkinn núna) grein með myndum af nýjum búningum efstu fjögurra og þar var nýi manu búningurinn soldið spes.

  4. fyrir mitt leiti þá er þetta afturför, ég er mjög hrifinn af Retro gráa búningnum og svo finnst mér kraginn ekki vera að hjálpa til. En hvað veit ég svosem þar sem ég hef ekki enn séð Nýtt útlit á Skj1

  5. Since switching from Reebok to Adidas for their official kit-maker, it seems the Scousers have had first dibs on all the good designs, while Chelsea have had to settle with some rubbish day-glo efforts.

  6. Þetta er nú meira peningaplokkið.

    Nýr varabúningur á hverju ári. Eru leikmennirnir einhverjar tískudrósir inná vellinum?

    Hégómi.is

  7. Búi, þessi sem þú linkar á er ekki alveg eins og sá sem er kynntur hér. Það vantar kragann á hann og það er aðeins minna rautt í honum.

    Ég mundi vilja sjá þá blandaða saman. Þ.e. taka litapælinguna úr þessum sem er kynntur hér á síðunni en fá hálsmálið úr þeim sem Búi bendir á. Annars er ég hæstánægður með þennan búning og vona að varabúningurinn í Evrópu verði jafn flottur. Þetta er alla veganna mikil framför frá gráa búningnum sem er notaður núna, sérstaklega þegar við þurftum að mæta Arsenal í gráum treyjum en rauðum buxum og sokkum. Nú ættum við að losna við þá niðurlægingu 🙂

  8. Grái er náttla sjúklega flottur.

    Þessi er mjög flottur líka en allir litirnir í merkinu skemma hann finnst mér. Hann væri ótrúlega töff ef merkið væri bara svona gyllt á svörtum bakgrunninum.

Innsýn í byltinguna og spjaldið hans Friedel fellt niður

Dómarar vilja útskýringar á afturköllunum