Liverpool að eltast við David Silva

Þetta flokkast undir slúður en af slíku að taka er Tony Barrett hjá Liverpool Echo með þeim áreiðanlegri sem finnast. Hann segir frá því í dag að Liverpool séu búnir að setja sig í samband við Valencia með kaup á spænska vængmanninum David Silva í huga:

“Reports in Spain suggest the La Liga outfit are holding out for a fee in the region of £25m for Silva and with Barcelona and Juventus also both believed to be interested in snapping him up the battle for his services could be hard fought.

Liverpool are unlikely to be willing to pay that kind of asking price but Benitez will move fast it a compromise deal can be struck.

Reds chief scout Eduardo Macia – who took Silva to Valencia when the attacking midfielder was a teenager – was recently dispatched to Spain to check on Silva’s availability and was not discouraged by what he learned.”

Sem sagt, hann gæti verið of dýr fyrir okkur en á móti kemur að þörf Valencia á að selja toppmenn sína gæti neytt þá til að lækka verðið aðeins.

Það skal þó taka þessum fréttum með þeim fyrirvara, þótt þetta sé Tony Barrett og Echo, að við höfum einnig verið orðaðir við bæði David Villa og Raúl Albiol á undanförnum vikum. Þó er talið næsta víst að Villa fari til annað hvort Barcelona eða Real Madrid, þar sem hann sé víst ekki til í að yfirgefa heimalandið, en þá er bara spurning hvort okkar menn tryggi sér ekki bara hina tvo?

Ég væri allavega til í að sjá Silva endurtaka þetta mark á Stamford Bridge næsta vetur, nema þá að sjálfsögðu í rauðri treyju.

32 Comments

 1. ósköp einfalt seljum babel á 8-10 m og svo notum við það sem við fengum fyrir Keane fyrir restinni.

 2. Þetta væri magnað.
  Ég vill nú samt meina/vona að í dag séum við spennandi lið að koma til og þá sérstaklega fyrir Spánverja. Við erum með einn virtasta þjálfara Evrópu, einhverja 5 spænska landsliðsmenn sem allir dásama karlinn og náttúrulega lið sem er á fljúgandi siglingu sem jarðaði real madrid sælla minninga.
  Maður vonar að leikmenn velji okkur framyfir City eða chelsea.

 3. Hann spilar vinstri kannt, en getur einnig spilað hinar stöðurnar á miðjunni. Vinstri fóturinn er hans sterki, en hann er enginn varnarjaxl, en getur ekki verið verri en Babel í þeim bransanum.

  Hann yrði geggjuð viðbót við liðið í sumar.

 4. Það væri draumur í dós að fá David Silva. Hann gæti mannað vinstri kantinn ásamt Riera en Babel og Kuyt sæu síðan um hægri kantinn. Gæti alveg trúað því að Benitez hugsi sér að spila honum og Kuyt saman á vængjunum í stóru leikjunum líkt og Ferguson gerir með Ronaldo og Park. Til að fá gott balance í liðið.
  Ég er á móti því að kaupa annan striker þar sem að það eru ekki margir klassa strikerar sem sætta sig við að vera alltaf kostur nr. 2 og spila bara stöku leiki miðað við það leikkerfi sem við spilum núna. Kaup á öðrum striker gæti líka þýtt það að Gerrard yrði færður aftar sem ég tel vera glapræði.
  Ef svo óheppilega vill til að Torres meiðist síðan á næsta tímabili þá eru menn eins og Babel, N’gog og Kuyt tilbúnir til að stíga upp, einnig gætu efnilegir varaliðsleikmenn fengið sjénsa í minni leikjunum sbr. Nemeth og Pacheco.
  Svo vona ég að við fáum þokkalega góðan hægri bakvörð til að berjast við Arbeloa. Þetta er það sem mér finnst við eiga að einbeita okkur að bæta fyrir næsta tímabil. Svo eru skemmtilegustu kaupin alltaf þau sem koma algjörlega upp úr þurru… en ég er kominn langt fram úr sjálfum mér hérna, vonum bara að allir komi heilir heim úr landsleikjahlénu (þá sérstaklega Gerrard og Torres) og fókusum á næsta leik.

 5. Það ætti að vera algert forgangsatriði að ná í þennan snilling, jafnvel þó það þýddi að Babel eða Riera yrðu seldir.

  Hvað framherja varðar þá skulum við ekki gleyma Voronin sem er að skora grimmt í þýskalandi.

 6. Hver hefði trúað því að Torres myndi koma til Liverpool? Ég trúi því að það sé meira spennandi fyrir metnaðarfullan leikmann að fara til Liverpool en R.Madrid eða Barcelona í dag.

 7. Það væri indælt ef einhver góður stjórnandi þessarar síðu myndi setja nokkur greinarskil inn í ummæli mín hér að ofan þar sem þau komust ekki alveg til skila

  Takk fyrir

 8. Hann ætti að vera kaup nr.1 í sumar. Ég held að hann sé akkurat þessi týpa sem okkur vantar til að fullkomna liðið!

 9. Það eina sem Liverpool vanntar eru fleirri matchwinnera. Erum með 2 jafnvel 3 enn vanntar nauðsynlega allavega einn fyrir næsta season. David Silva er matchwinner og matchwinnerar kosta pening. Svo einfalt er það. Það er bara einfaldlega ekki hægt að fara fabúlera um 3-4-5 millur til eða frá. Ef matchwinnerinn David Silva kostar 20-25 millur þá eigum við að kaupa hann! Þetta er ekki flókið

 10. okkur vantar andskotinn hafi það ekki annan vinstri kant! Riera, Babel og núna Dossena! við erum ágætlega vel settir.

 11. Sigmar
  Riera, Babel og Dossena eða hver sem er annar hjá Liverpool hefur eitt né neitt í Silva. Þetta eru miðlungsleikmenn meðan Silva er toppleikmaður.

  No offense gagnvart þessum ágætu Liverpool leikmönnum sem hafa átt einstaka ágætar stundir í liðinu. Silva er bara miklu betri.

 12. Silva getur hæglega verið hægra megin líka og jafnvel undir senternum í stöðunni hans Gerrard.

  Væru frábær kaup ef tækjust, nákvæmlega það sem við þurfum með Johnson og Barry….

 13. já Silva væri snild en væri samt meira til í Ribery en vissulega er hann mikið dýrari. En Silva, Johnson, Barry, Owen frítt og Walcott( því samningur hans segir að það sé hægt að kaupa hann á 400.000pund í sumar) Þá væri ég mjög sáttur…

 14. Walcott kemur ekkert til okkar fyrir 400.000 pund. Þetta er ekki tölvuleikur og hann mun ekki skipta á London og Liverpool á þennan hátt.

 15. Jóhann (#18), ég er viss um að Arsenal semji við kauða áður en að önnur lið fá tækifæri til að klófesta Walcott. Aftur á móti er Walcott mikill Liverpool aðdáandi og hefur ávallt verið., þannig ef hann hefði fengið að velja á sínum tíma, þá held ég að hann hefði valið Liverpool. Það væri óskandi ef við fengjum hann, en ég hef enga trú á því að Arsenal missi/klúðri honum úr sínum höndum.

 16. Það yrði dream come true ef að Silva yrði keyptur, þetta er stórkostlega góður leikmaður og klárlega matchwinner, hefur gott auga fyrir spili, hreyfir sig mikið án bolta, er hraður, tekur menn á, er ekki mikið í einhverjum krúsidúllum og er góður skotmaður.

  Að mínu mati á þetta að vera TOP-PRIORITY í kaupum í sumar.
  Þú færð einfaldlega ekki svona góða leikmenn á hverjum degi og ef að Valencia þurfa að selja leikmenn sína útaf skuldum þá er þetta leikmaðurinn sem að við eigum að kaupa af þeim, klárlega!

  Liverpool eru með nógu mikla breidd og það þarf ekki að kaupa fleiri “miðlungsleikmenn”, það þarf að bæta og styrkja liðið og það er gert með því að kaup betri leikmenn en þá sem eru til staðar núna, þannig að ég er ekki sammála því að við séum nógu vel mannaðir á vinstri vængnum.
  Silva mundi styrkja liðið gríðarlega þannig að ég segji JÁ TAKK við kaupunum á Silva.

  Smá profile af Silva :
  http://www.youtube.com/watch?v=dWRN8cUPE_w&feature=related

 17. það hefur nú reyndar gerst áður að eitthver innanbúðarmaður hefur notað TB hjá Echo sem smokescreen fyrir eitthver önnur target. Ef þetta fer ekki fljótlega í gegn þá myndi ég halda að david Silva sé einmitt smokescreen fyrir eitthvern annan.

 18. Það væri hreint út sagt frábært að fá Silva, ég held að hann myndi frekar koma til Liverpool heldur en til Real eða Barsa. Við höfum Spánverja sem stjóra og svo höfum við spánska leikmenn sem lofa félagið í hvert skipti sem þeim gefst kostur á því, þetta sjá aðrir leikmenn. Og svo er það Meistaradeildinn þar vilja allir góðir leikmenn spila og þar er Liverpool klárlega besti kosturinn sé litið til síðustu ára. Og svo vilja leikmenn hafa öfluga stuðningsmenn og þar erum við ekki bestir heldur lang bestir, munm hvað Del Piero sagði þegar Juve kom í heimsókn um árið (ég hef spilað á völlum um allan heim, en ég hef aldrey upplifað aðra eins stemningu og á Andfild) En við skulum samt halda okkur á jörðinni þar til þetta eru orðnar áreiðanlegir fréttir heldur en þær eru í dag…

 19. Sigmar (#11) og fleiri, þetta er ekki spurning um að kaupa vinstri kantmann. Þetta er spurning um að kaupa fjölhæfan sóknarmann. Ef við hugsum um sóknarmennina í okkar sterkasta byrjunarliði í dag, þá eru þeir (réttsælis frá toppnum): Torres, Kuyt, Gerrard og Riera. Það sem hefur háð okkur í vetur er að ef einn þeirra hefur meiðst hefur, með undantekningu Benayoun, sá sem kemur inn í staðinn ekki verið á sama staðli. Babel ætti að geta haldið uppi standardnum en hann hefur einfaldlega átt dræmt tímabil, en ég vona þó að hann geti komið sterkur inn næsta haust.

  Ef við eigum hann og Benayoun, og kaupum svo mann eins og Silva og mögulega einn framherja til viðbótar, erum við komnir með aðra fjóra sem gætu haldið uppi staðli sóknarlínunnar þótt einn eða tveir af hinum meiðist. Auðvitað eru Gerrard og Torres alveg sérstakir og ósanngjarnt að ætla þeim sem koma inn að ná að spila jafn vel og þeir tveir hafa gert, en þess utan er maður eins og David Silva vel til þess fallinn að auka samkeppnina og breiddina í hópnum hjá okkur.

  Hann er nýorðinn 23ja ára (nú í janúar) þannig að það er líka annað sem hægt er að taka með í reikninginn. Hann er jafngamall og Torres var þegar hann kom, hann er mjög reyndur miðað við aldur og þetta er bæði rétti tíminn fyrir klúbbinn hans að selja og hann að fara. Ef hann velur Liverpool tel ég að við munum fá hann sama hvað aðrir bjóða, eins og gerðist með Torres, og hver veit nema hann geti stigið næsta skref upp á við á ferli sínum hjá okkur eins og Torres gerði?

  Segjum, bara sem dæmi, að við keyptum framherja eins og Roque Santa Cruz í sumar (ef Blackburn fellur) og svo David Silva. Þá værum við komin með tvo fjögurra manna sóknarhópa – þá Torres, Kuyt, Gerrard og Riera sem voru fyrsti kostur í vetur og svo þá Santa Cruz, Benayoun, Silva og Babel. Santa Cruz er góður en enginn Torres, Silva er góður en enginn Gerrard, en fyrir utan drottnun þessara tveggja á enskri grundu værum við þarna komnir með sex aðra leikmenn sem gætu flest allir spilað fleiri en eina stöðu í framlínunni og væru af nógu góðum gæðum til að gera liðið ekki steingelt ef það vantar annað hvort Torres eða Gerrard, eða báða.

  Um það snýst þetta. Ekki ellefu manna liðið heldur hópinn. Og David Silva, miðað við aldur, þjóðerni, reynslu, fjölhæfni og auðvitað stórkostlega getu, væri eins góð viðbót við sóknarmannahópinn okkar og við gætum óskað okkur.

  Já, og þeir sem segja að örfættir leikmenn geti ekki spilað hægri kant eru vinsamlegast beðnir um að hringja í 1-800-LEO-MESSI og útskýra mál sitt. 😉

 20. Kristján Atli klárar í sjálfu sér umræðuna. Ég hef einmitt haldið að Silva nýttist jafnvel betur hægra megin þar sem hann er ekki out-and-out kantmaður, miklu meira í ætt við umræddan 1-800-LEO-MESSI, leikmaður sem ógnar frá kantinum inn á miðjuna. Ég hreifst mjög af Silva á EM í fyrra og tek undir með Kristjáni að hann myndi bæta möguleikum í sóknina. Hann yrði pottþétt byrjunarmaður á öðrum hvorum kantinum, færi eftir því á móti hverjum væri verið að spila. Það sem ég hræðist hins vegar er að Benítez myndi þá selja annað hvort Benayoun eða Babel, því hingað til hefur ekki verið pláss fyrir marga leikmenn af þessari gerð.

 21. Ég útiloka ekki neitt í þessum efnum þrátt fyrir neitun Rafa á þessum tímapunkti. Af hverju ætti hann að játa, eða gefa eitthvað í skyn, núna á opinberum vettvangi?

 22. “Confirming the ECHO’s version of events, Benitez said: “It is true that we were asking about the situation with him but we are not happy with the situation now and he will not be a target for us.””
  – Segir Echo í dag: http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2009/03/27/liverpool-fc-pull-out-of-the-race-to-sign-spanish-midfielder-david-silva-100252-23248876/

  Annars vil ég sjá deildina klárast áður en ég fer að trúa megninu af því sem enska pressan er að bjóða uppá í landsleikjahléi, þó blaðið heiti Echo… Kristján Atli súmmerar þetta flott upp, það væri frábær viðbót að fá hann til liðs við okkur!

 23. Þeir hafa bara beðið um silly price og Rafa bregst svona við til að taka þá niður úr skýjunum. Hann ætlar ekki að láta taka sig í bakaríið.

 24. Það vantar vissulega leikmenn sem geta skapað hluti, aðra en Torres og Gerrard, en ég spyr bæði og svara spurningnunni: Afhverju alltaf útlendingar? Svarið kemur í tveimur liðum:

  Jákvætt:
  +þeir kosta minna
  +oftast teknískari en breskir leikmenn
  +hafa lífgað upp á enska boltann og auglýst hann um allan heim og fært meira fjármagn til liðanna

  Neikvætt:
  -Öfugt við ferskleikann í boltann að þá koma þeir með leikaraskapinn (diving) inn í boltann sem áður þekktist varla, enda breskir fótboltamenn að spila mjög direct fótbolta. Ef menn duttu niður og stóðu ekki upp var eitthvað að ólíkt í dag þegar þarf að stoppa leiki í 2-5.mínútur af því að viðkomandi útlendingur oflék brotið svo mikið að hann fékk garnaflækju á öllu rúllinu.
  -margir breskir klúbbar missa þettta sanna “hjarta” sem heimamenn koma með og það á við þjálfara líka (Benitez er að læra það smá saman)
  -nýja 6+5 reglan á eftir að reynast mjög dýrkeypt þeim liðum sem hafa mikið af útlendingum í sínum liðum.

  Mín niðurstaða:
  Ég vil sjá Benitez koma meira jafnvægi á hlutfallið í liðinu og fá 2 góða breska leikmenn í sumar ásamt einni útlenskri stjörnu. Ef við lítum á hópinn í dag er ljóst að við þurfum á liðsstyrk að halda og einnig að trimma niður hópinn og fá meiri gæði inn í hópinn. (Guðjón Þórðarson meira að segja talar um það hjá Crewe að vilja minnka hópinn og hafa færri leikmenn en betri hjá sér á næsta tímabili).

  Við fyrstu sýn tel ég að Voronin (2-4m) sé á leiðinni í burtu í sumar og vona ég að Philipp Degen (1 pund) fari líka þar sem menn hljóta að vera farnir að læra af meiðslasögu Kewell og að það er heimskulegt að vera að bíða endalaust eftir slíkum manni til að geta séð hann spila í 2 leiki áður en hann meiðist aftur. Einnig set ég stórt spurningamerki við El Zhar og Ngog en ef við miðum þá við unga leikmenn hjá ónefndu liði sem við unnum 1-4 um daginn, þá finnst mér við vera undir í þeirri samkeppni.
  Ef Benitez bætti við Gareth Barry og David Silva í hópinn í sumar yrðum við mun nærri því sem við leitumst eftir. Við megum einnig ekki gleyma því að það MUN hjálpa okkur í framherjastöðunni líka þar sem Kuyt ER framherji en ekki “kantliggjandi” framherji ef svo mætti kalla. Þetta BULL sem ég leyfi mér að kalla að fá David Villa fyrir fáránlegan aur aðeins til að henda honum á kantinn eða bekkinn (því Benitez spilar ekki 4-4-2 og hefur sannað það oft!) er algjör þvæla og bara önnur “Keane” saga! Kuyt mun skora minnst 10-15 mörk á tímabili ef hann fengi að spila í upprunalegri stöðu með því að skiptast á við Torres og leysa af ÞEGAR Torres meiðist. Hann fengi nóg af leikjum og gæti leyst af á katninum líka við tækifæri sem gæfi Benitez meiri möguleika en áður og hann myndi tala minna um þreytu leikmanna.
  Ég minntist á þrjá leikmenn og að þeir yrðu 2 breskir (2 komnir þar af 1 breskur) en það myndi algjörlega velta á því hvernig Agger málið alræmda fer. Ef Agger færi þá þyrftum við leikmann inn og ég er ekkert á móti því að fá breskan leikmann þar (Wheater hjá Boro hefur komið á óvart og verið nefndur við sögu, Micah Richards er samt alltaf einhver sem ég vildi sjá koma inn en það yrði dýrt).
  Þetta “continuity” sem Benitez er að tala um og skýrir þá afstöðu sína með því að endurnýja samninga lykil starfsmanna og leikmanna, er hárrétt hjá karlinum! Þess vegna tel ég að það sé betra að koma inn 2 og í mesta lagi 3 leikmönnum og losa um sama magn til að breyta hópnum ekki of mikið.
  En nóg af einhverfu í bili!

 25. Ég er sammála eikafr um að þörg sé á enskum leikmönnum í hópinn, þ.e. leikmönnum sem hafa getu til að komast í starting XI og bæta vonandi einhverju við það sem fyrir er (það er nauðsyn og segir sig sjálft). En því að trimma niður hópinn er ég ekki sammála. Breydd er það sem þarf þegar lið vill eiga möguleika á öllum titilum í boði.
  Því sem ég er spenntastur fyrir er að frá Silva, Barry (án þess að Xavi verði seldur), Glen Johnson og Owen frítt frá Newcastle… Mér er sama um hvernig hann fór á sínum tíma, ófagmannlega staðið að því hjá honum, en hann væri upplagður til að vera rotation framherji og ég held hann kæmi til með að sætta sig við það. Hinsvegar gæti þetta kostað slatta og einhverjar sölur þurft að koma til. Zahr, Voronin, Degen er ok að losna við og vonandi fær Rafa að nota peningana af sölu Keane til að eyða í sumar (svo ekki sé minnst á ef nýr fjárfestir kæmi inn).
  Þarna eru þrír klassa tjallar og wonderkid frá Spáni sem enn er sem leir; mögulegur til frekari mótunar meistara Rafa… Kannski draumórar en það má veita sér þá, svona á þessum síðustu og verstu.

Dómarar vilja útskýringar á afturköllunum

Fowler blessi fótboltann…..