Innsýn í byltinguna og spjaldið hans Friedel fellt niður

Rakst á samantekt á spjalli við Paco Herrera, fyrrum þjálfara hjá Liverpool og nú stjóra Castellon á Spáni.

Þarna getum við lesið það sem maður fær að heyra í samtölum úti við fólk sem fylgist grannt með félaginu og maður getur lesið í gegnum t.d. ævisögur Steven Gerrard og Jamie Carragher.

Rafael Benitez er fagmaður fram í fingurgóma og hefur búið til lið sem virðing er borin fyrir á ný, það verður aldrei af honum tekið. Auðvitað erum við ekki alltaf öll sammála honum, en ég tel vinnubrögð eins og lýst eru í þessari grein nákvæmlega það sem þarf hjá toppliði í fótbolta og nákvæmnin í öllu muni skila okkur fram á veginn.

Hvort sem það er gagnagrunnur 14000 leikmanna, möguleiki á að sjá fótbolta frá öllum heimshornum á stórum skjám, mataræðið eða einbeitingarhótelið. Allt er hannað til að besta mögulega aðstaðan sé á staðnum, til alls!

Svo bætum við því við að hann er alltaf í stuttbuxunum og með á æfingunum, vakir yfir varaliðinu og er orðinn aðalstjórnandi unglingaliðsins. Svona vinnubrögð vil ég sjá!

Svo voru að berast hinar ágætustu fréttir, þær að Brad Friedel verður ekki í banni gegn United þegar keppni í deildinni hefst að loknu landsleikjahléi. Spjaldið virðist hafa verið fellt niður.

Sanngjarnt finnst mér, hann átti ekki rautt spjald skilið í mínum bókum. Væri gaman ef hann myndi svo verja víti í uppbótartíma og tryggja Villa 0-1 sigur á Old Toilet. Ímyndið ykkur vælið þá!!!

21 Comments

  1. Ég elska Rafael Benítez, og vona svo innilega að Brad félagi okkar síni Manchester United hversu rautt blóðið, sem rennur í æðum hanns, er.

    Helvítis landsleikjahlé.

  2. Frábært að Fridel verði með á OT. Mér líst allavega ekkert á varamarkvörð Villa.

  3. Brad er gæða blóð. gult hefði verið í lagi en aldrei Rautt enda hefði það ekki skipt nokkru fyrir okkur við vorum í stuði. Svo er gott að vita að Villa getur telft sterkari liði á móti m.F.utd

  4. Ég biðst afsökunar á þráðráni en mér bókstaflega svelgdist á þegar að ég las gestapistilinn sem Avram Grant skrifaði á heimasíðu Guillem Balague. Það sem að stóð svona allsvakalega í mér var eftirfarandi:

    “It was unacceptable for a club to have invested the level of resources that Chelsea Football Club has, without ever having played in a Champions League Final – especially when we consider that MUCH SMALLER CLUBS have achieved that goal in recent seasons.”

    Getur verið að hann sé að tala um Liverpool í þessu samhengi, hversu veruleikafirrtir hafa menn innan Chelsea herbúða verið. Ef að það er raunin að þá er eitthvað mikið að í hausnum á þessum manni, margur verður af aurum api!

    Linkurinn á þennan pistil:
    http://www.guillembalague.com/guestwriter_desp.php?id=22

  5. Það er ekki langt síðan Porto og Monaco spiluðu til úrslita í meistaradeildinni. MUCH SMALLER CLUBS.

  6. Stjóra Castellon? Já hérna, heldur betur hátt risið á honum eftir að hafa yfirgefið Liverpool.

  7. Og ég stórefa að Avram Grant hafi átt við Liverpool í þessu samhengi og myndi nú ekki kalla hann neinn góðvin Abramovich heldur.

  8. Tek undir með Kára um að Grant hafi ekki verið að meina Liverpool, frekar lið eins og Porto. Ég las þetta viðtal og fannst flest af því sem hann segir meika sens, maðurinn er fagmaður fram í fingurgóma og alveg ótrúlegt að ekkert lið sjá sér hag í að notfæra sér krafta hans. Og hvað hefur Chelsea grætt á að reka hann? Í mínum huga ekkert, heldur eru þeir komnir á sama stað og þegar the special one var með þá, sem sagt góðir en hundleiðinlegir og vonandi tapa þeir stórt fyrir LFC í CL.

  9. Flott umfjöllun um besta striker-inn í veröldinni í dag.
    Einnig hressandi klámmyndatónlistin sem var í myndbandinu.

  10. Hér fyrir neðan er viðtal SKY SPORTS (http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_5098931,00.html) við Fletcher (ég klippti búta úr viðtalinu). Hversu tregur heldur hann eiginlega að maður sé ?

    “It’s easy to talk about it, but you’ve got to go out on to the pitch and prove it is only a setback.

    “It’s easy for me to say it’s only a blip, but we’ve got to go out on to the park and show it’s only a blip.

    “I think it’s easy talking about it, it’s hard to go and do it. We’ll all be desperate to go out and show when we get back that it is only a blip.

    “As I say, it’s easier talking than it is to go and produce results.”

  11. Ég heimta eitt stykki góðan pistil meðan þetta landsleikja hlé er að ganga yfir.. Maður er að fara yfir um hérna, og bara fáeinir dagar frá síðasta leik!

  12. Sammála Fan, ég verð að frá pistil, ekki seinna en strax
    ég er farin að fá fráhvarfseinkenni.

    Maggi, eða einhver sýnið miskun og hristið 1 stk snildarverk fram úr ermini

Robben?

Nýr varabúningur!