Aston Villa á Anfield sunnudaginn 22.mars kl. 16

Kæru samherjar.

Þá er áfram haldið. Eftir draumatímabil sem hófst á stórsigri á Real, síðan 4-1 slátrun á S*** Utd á OT og þá undirritun nýs samnings Rafael Benitez til fimm ára var okkur kannski eilítið skellt á jörðina í gær þegar hinar stórskrýtnu UEFA kúlur röðuðu enn á ný upp viðureign við Chelsea í Meistaradeildinni. Fimmta árið í röð!

Ég efast ekki um það að leikmennirnir hafa eilítið hrist hausinn á æfingunni í gær og er alveg viss um að þeir hafa svo bölvað í hljóði. En það þarf ekkert að vera alslæmt. Alveg væri viðbúið ef við værum að fara að mæta Barca t.d. hefðu einhverjir talið liðið ekki fókuserað í deildinni.

Sem það þarf að vera, einfaldlega vegna þess að við eigum ennþá fínan séns á heimavígstöðvunum. Þegar þetta er ritað veit ég ekkert hvort Danny Murphy hefur haldið áfram sínu góða starfi fyrir LFC og séð til þess að 1-4 liðið hefur tapað stigum, en ég er alveg viss um að það mun gerast fram á vor og við þurfum að halda fullum dampi í deildinni.

Þar eigum við hörkuleik á morgun. Aston Villa á heimavelli. Fyrst skulum við sjá hvort ég næ að stilla upp byrjunarliðinu:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera

Torres

Svona er mín spá. Xabi er tæpur og ef hann verður heill tekur hann stöðu Lucas Leiva. Einfaldlega okkar besta lið, ekki nokkur ástæða til að hvíla neitt, í hönd fer nú töluverð hvíld, næsti leikur er svo 4.apríl.

Aston Villa liðið er hörku sterkt, byrjaði verulega vel í haust en hefur fallið að undanförnu, hafa nú ekki unnið síðustu sjö leiki í öllum keppnum, mörkin að þorna upp og skortur á breidd að koma í ljós. Ekki þarf að fjölyrða mikið um lykilleikmann Aston Villa sem ég tel yfirgnæfandi líkur að verði nr. 6 hjá Liverpool á næsta ári, Gareth nokkurn Barry. Barátta Barry og félaga á miðju Villa við okkar miðjumenn mun væntanlega verða það sem ræður útkomu þessa leiks. Aston Villa mun örugglega liggja töluvert til baka í leiknum og reyna að nýta mikinn hraða Agbonlahor og Ashley Young með vel útfærðum skyndisóknum.

Okkar menn eru á svakalegu sjálfstraustskeiði núna og ég er sannfærður um að þeir vilja halda sýningarfótboltanum sem við höfum séð í síðustu tveimur leikjum áfram. Eins og svo oft áður virðist liðið í verulega góðu líkamlegu ástandi á þessum tíma leiktímabilsins og leikmennirnir eru stöðugt að spila sig betur saman og breiddin virðist vera að aukast.

Enda eru sumir rauðnefir með viskýrödd farnir að óttast og farnir að fabúlera í blöðin dellu sem að sjálfsögðu er búið að fletta duglega ofan af á óteljandi stöðum. Svo tala sumir eins og Ferguson sé sá stjóri sem eigi að taka sér til fyrirmyndar í svona viðtölum.

Þvílíkt kjaftæði!!!

Ég spái því að okkar menn muni koma dýrvitlausir frá fyrstu sekúndu og muni þrýsta verulega á miðlendingana frá Birmingham í fjólubláu búningunum, nú tekst okkur að skora á fyrstu 20 mínútunum og léttum á okkur pressunni. Svo setjum við mark nr. 2 á fyrsta kortéri seinni hálfleiks, vinnum 2-0 og Pepe Reina setur nýtt met hjá Liverpool í því hversu hratt honum tókst að ná 100 “clean sheets”.

Ég ætla að taka svakalega áhættu í því að spá hverjir skora, ég held nefnilega að Fernando Torres setji bæði.

Trúum áfram, KOMA SVO!!!!

Uppfært

Ég elska Danny Murphy! Er verulega sáttur við Fulham og Tottenham! Alveg ljóst að veikleikar eru að koma í ljós hjá 1-4 liðinu og nú er bara að minnka forystuna þeirra fyrir alvöru!!! Þetta er að verða verulegur möguleiki krakkar…

65 Comments

 1. Hafðir amk. rétt fyrir þér með Danny Murphy…..koma svo Fulham!!!

 2. Ég hafði algjörlega rangt fyrir mér þegar þegar ég tjáði mig um fulham hérna síðast, þeir eru ekki að gefa neitt eftir. Ef það væri ekki fyrir Scholes í markinu væru þeir komnir með 1-2 mörk í viðbót.

 3. Þetta er magnað 2-0 fyrir Fulham (Rúnar og rauðhausinn reknir útaf) og Tottenham 1-0 yfir gegn Chelsea, það er morgunljóst að EKKERT annað en sigur kemur til greina á morgun.

 4. Með sigri á morgun getum við minnkað bilið í EITT stig! Þó að United eigi þá leiki inni þá er hann ekki unninn fyrirfram, frekar okkar leikur á morgun. Mikið lítur alltsaman mikið betur út en fyrir viku síðan. Plús það er Chelsea undir.

 5. Vidic, Rooney og Scholes verða þá allir í banni gegn Aston Villa. Allt mikilvægir leikmenn í liði Man Utd, þeir eiga reyndar nóg af mönnum til að leysa þá af en samt sem áður held ég að þeir eigi eftir að sakna þessara manna.

 6. Ekkert að marka þennan leik allt dómaranum að kenna og svo eru man utd bunir að vinna þessa deild. las það fyrir nokkrum vikum á spjalli þeirra. 😀

 7. Gomes heldur sínum mönnum á floti gegn Chelski.
  Djöfull er ég farinn að hlakka til að horfa á leikinn á morgun!!!

 8. SKYLDUSIGUR Á MORGUN! Vá maður. Djöfuls spenna er komin í þessa deild…

  Enn og aftur græt ég Stoke-stigin fjögur…

 9. Man Utd 0-2 Fulham og Chelsea 0-1 Tottenham
  við VERÐUM að vinna á morgun!!

 10. Bíddu, bíddu, bíddu. Setjum aðeins á pásu og förum yfir daginn í dag:

  Everton tapa fyrir Portsmouth þar sem okkar maður, RoboCrouch, skorar tvennu gegn gömlu erkifjendunum.

  Man Utd tapa fyrir Fulham þar sem Super Danny Murphy skorar fyrra markið í 2-0 sigri. Scholes og Rooney eru reknir útaf og verða því báðir í leikbanni, ásamt Vidic, í næsta deildarleik United. Þá gæti Berbatov verið tæpur eftir að hafa víst meiðst í dag.

  Chelsea tapa svo fyrir Tottenham – sem höfðu fyrir þennan leik aðeins unnið einn sigur í síðustu 37 leikjum gegn Chelsea – sem þýðir að við getum sett þá aftur fyrir okkur á morgun.

  ER ÞETTA GÓÐUR DAGUR EÐA HVAÐ?!?

  Menn dagsins eru klárlega RoboCrouch og Super Dan. Það verður einfaldlega ROSALEG stemning á Anfield á morgun, nú getum við farið alveg upp að United í deildinni og sett rosalega pressu á þá fyrir síðustu átta umferðirnar. Vá!

  Já, annars, góð upphitun Maggi. Þú varst sannspár með Danny Murphy, vonum að þú reynist sannspár með Torres líka. 😉

 11. Frábær úrslit í dag og um að gera að gleðjast yfir þeim. En þau fara fyrir lítið ef ekki næst sigur á morgun. 3-0 fyrir Liverpool. Torres með 2 og Alonso með 1.

 12. Ég held að liðið sé í rosalegu andlegu formi núna, fyrst eftir leikina á móti Madrid og ManU og núna eftir þessi úrslit í dag. Ég held að LFC mæti fáránlega grimmir til leiks á morgun, og að Villa sjái aldrei til sólar. Ég spái 3-0 og Torres með a.m.k. 1.

 13. Ef að síðustu tvær vikur hafa verið draumur ,,,, EKKI vekja mig þá!!

  Danny Murphy

 14. Ef að úrslit dagsins verða ekki til þess að menn spenni á sig megingjarðirnar og bíti í skjaldarendur, þá veit ég ekki hvað.

  það yrði yndislegt að mæta á árshátíð Liverpool klúbbsins eftir að hafa slátrað Madrid og United, Rafa búinn að skrifa nafnið sitt þar sem það á að vera, og kála A.Villa. Betra gæti það tæplega orðið !!
  Nú er bara að nýta sér þennan meðbyr og sína það að við erum að spila liða best á Englandi í dag. !

  Koma svo Liverpool…….

  Carl Berg … (jú og fín upphitun að sjálfsögðu…)

 15. Vá hvað þessi úrslit stafa JAFNTEFLI á Anfield á morgun.

  En þetta er frábært tækifæri til að setja verulega pressu á Manu og skilja Chelsea aðeins eftir. Koma svo.

 16. Snilldar dagur, nú er bara að sjá á morgun hvort okkar menn séu tilbúnir í þennan lokaslag.

 17. Ef það er ekki tilefni til að detta í það núna þá veit ég ekki hvað 🙂
  Auðvita er sigur á morgun ekki komin í hús en núna er þetta algjörlega undir okkar mönnum að bæta stöðuna svo um munar.
  Ég ætla allavega að detta hressilega í það og hringja í alla ManU félagana :))
  Síðan fær maður sér afréttara yfir leiknum á morgun en hann er ekkert smá mikilvægur. Mikið rosalega er þessi vika samt búin að vera skemmtileg. Ég bara trúi ekki öðru en við klárum þetta á morgun – svona til að toppa vikuna 😉
  Áfram Liverpool !!!

 18. Jæja, þá er komið að því. Leikurinn á morgun er mikill prófsteinn á okkar menn og í rauninni vendipunktur í aðra hvora áttina. Menn hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks, hef enga trú á öðru. Og já, Danny Murphy, ég elska þig enn.

  Koma svo, elsku rauðir.

 19. Þetta var góður dagur og okkar menn að standa sig, SUPER Danny Murphy stóð við sín stóru orð, Crouch sá um Everton og vonandi verður Heskey samur við sig og veldur engun vandræðum í framlínunni á morgun.

  Annar er nokkuð gaman núna að tala við þá sem sögðu að Rafa væri í bullinu að voga sér að fara í orðastríð við hinn heilaga vindbelg Sir Alex Fergie…… þetta kom frá honum eftir leikinn í dag…..
  “It’s close to him so he could have easily not given it, but it’s Phil Dowd so what do you expect?” Ferguson remarked.

  “The second one I have to say, did he (Rooney) throw the ball at the referee? The ball was thrown direct to where the free-kick was taken and did it hit the referee? No, the ball didn’t hit the referee.

  “Was it thrown in anger? Yes, because he wanted the game hurried up, he threw with pace to get the game going.”

  He´s cracking up, he´s cracking up………
  Eitthvað segir mér að þegar það kemur að sálfræði að ekki eigi að vanmeta spánverjann 😉

  Versta við þetta er samt auðvitað að leikurinn á morgun fer svo hrikalega mikið 1-1 að það er ekki venjulegt ! Ef ekki þá erum við sannarlega að tala um game on

 20. Ef við vinnum með 3 mörkum á morgun þá erum við komnir með betri markatölu en ManUtd. Er það ekki rétt?

 21. ef við vinnum með 3 marka mun jöfnum við utd. 4 mörk og við bætum hana

 22. Engar neikvæðisraddir hérna strákar. Flugir á LFC hefur verið svakalegt undanfarið og nú er bara að byggja á því að klára leikinn á morgun. Ég vil að við sendum skilaboð í þeim leik líka með því að vinna helst 2-0 eða 3-0. Þá vita önnur lið að við erum sko alveg að stefna hraðbyr á þennan fokkings titil (afsakið orðbragðið). Má ekki gleyma því að ef Utd vinnur bikarinn í ár þá jafna þeir LFC í titlum og þá erum við ekki lengur sigursælasta lið Englands. Það vil ég ekki :0)

 23. Það er svooo lífsnauðsynlegt að taka þetta á morgun. Ef við verðum 1 stigi á eftir Man Utd á morgun, er allt mögulegt í þessu.

  Drengir, er það ekki rétt hjá mér að Scholes fer í 2-3 leikja bann og Rooney í 1 leiks bann, eftir leikinn í dag??? Ef svo er, þá þýðir það að Vidic, Rooney og Scholes verða fjarri góðu gamni þegar að Aston Villa mætir á Old Trafford í næstu umferð. Það er bara plús.

  Ég held að okkar menn mæti dýrvitlausir á morgun, sýni karakter og klári leikinn.

 24. Er skíthræddur við leikin á morgun, það kæmi mér ekki á óvart að við myndum missa hann í jafntefli. Við meigum ekki tapa stigi núna, koma svo LFC

 25. Ég var fyrst eftir úrslit dagsins alveg hryllilega svartsýnn fyrir leikinn á morgun en það er allt að breytast! Ég svíf nú á bjartsýnisskýi og hugsa um sigur á morgun! Vá hvað það yrði samt mikið svekkelsi að tapa eða gera jafntefli!

 26. The Heat is on ! ‘Eg er ekki viss um að Carragher og Gerrard sofi mikið í nótt.
  En ég er sammála Magga um að á móti Aston Villa er ekki tími til að hvíla neinn og því vil ég ekki sjá Riera í byrjunarliðinu,hann hefur ekki verið að heilla mig upp á síðkastið. Ég vil sjá bæði Alonso og Yossi inná og það verður að koma mark í fyrri hálfleik annars verður þetta erfitt og ekki fyrir hjartveika til að horfa á.
  There is only one Captain Fantastic!!

 27. Ég hef sagt það áður og segi enn!OKKAR T’IMI ER KOMINN, 🙂 😉

 28. Já …. núna er að duga eða drepast!

  Spái því að þetta fari 3-0. Gerrard og Torres halda áfram að skora og Dossena rekur svo smiðshöggið í uppbótartíma.

 29. Ef við skorum 3 mörk þá erum við með betri markatölu en utd þar sem við högum þá skorað fleiri mörk. Pælið í því, varnarliðið Liverpool skuli hafa sorað fleiri mörk (svo framarlega sem við skorum á morgun) en hin frábæru sóknarlið, manudtd og arsenal!!!! Hvernig má það vera?

 30. Við verðum að vinna Aston Villa á morgun. Ég mun ekki brosa yfir úrslitum dagsins í dag nema það takist.

 31. Ferguson um rauða spjaldið á Scholes: “What do you expect, it’s Phil Dowd.”

  Ótrúlegur karakter gamla viskínefið…

 32. Ótrúlegur hann Ferguson. Vildi hann meina að það hefði ekki átt að dæma á Pál Skóls fyrir að verja boltann með höndinni á línu?

  Hvað meinar hann eiginlega með þessu commenti um Dowd? Er hann kannski bara að hrósa honum fyrir að hafa tekið eftir þessu, eða er hann að gefa í skyn að Dowd sé alltaf að dæma gegn United?

  Furðulegt. Getur maðurinn ekki bara viðurkennt að Utd. gátu ekki blautan skít í þessum leik, Rooney og Ronaldo voru að drepast úr pirringi og þeir fengu bara nákvæmlega það sem þeir áttu skilið.

 33. Verð bara að benda á þessa statistík hér http://stats.football365.com/dom/ENG/PR/oppscfst.html

  Þetta eru sem sagt tölur um það þegar andstæðingurinn skorar fyrst. Það er tvennt í þessu: Annars vegar að MU lendir langsjaldnast í því – þeir hafa lent undir í 13% leikja sinna á þessari leiktíð á meðan næsta lið á eftir hefur lent í því í yfir 30% leikja sinna, sem eru ótrúlegir yfirburðir Utd.

  Hins vegar er athyglisvert að Liverpool eru yfirgnæfandi á toppnum þegar kemur að úrslitum leikja þar sem andstæðingurinn skorar fyrst: Þetta hefur komið 10 sinnum fyrir okkur og við höfum unnið 6 þessara leikja. Meðalstigafjöldi úr leik þar sem við lendum undir er 2,1 stig – næsta lið á eftir okkur (Arsenal) nær bara 1,2 stigum úr þeim leikjum sem þeir lenda undir. Langflest liðin eru undir 1 stigi í meðaltali.

  Þetta segir okkur náttúrlega að við erum Comeback Kings – og væri það ekki lýsandi fyrir okkur ef við kæmum til baka og tækjum deildina eftir að hafa lent hrottalega undir um miðbik hennar? 😀 Við getum a.m.k. haldið í vonina og mikið rosalega skiptir þess Villa leikur miklu núna upp á að auka pressuna á Utd – sem þekkja það ekki þessa leiktíðina að lenda mikið undir…

 34. Ég er að segja ykkur það að minn GUÐ steven gerrard er nuna vakandi að dæla í sig adrenalíni og hugsa um hvernig hann á að niðurlæga gareth barry og sýna það að hann er fucking Konungur Evrópu ég spái 4-0 mascherano með öll eftir einleik frá miðju

 35. 49<– Sumir eitthvað úti á lífinu? 🙂 Haha… en já aldrei að vita:P

 36. Eiturmagnað. Nú er pressan á okkar mönnum. Ógeðslega verður leikurinn spennandi í dag. Ef okkar menn standa undir pressunni og taka Villa þá er allt orðið galopið. Ekkert game over takk fyrir.

  Koma svo Liverpoool… Taka þetta með þriggja marka mun hið minnsta.. 3-0

  Gerrard, Kuyt og Torres.

  YNWA

 37. Við verðum að taka þennan leik í dag til að setja meiri pressu á scum utd. þá kannski tapa þeir fleiri leikjum eða gera jafntefli…þó svo chelsea sé jafnt okkur að stigum þa hef ég engar áhyggjur að þeim.
  …..LIVERPOOL alla leið á toppinn…..

 38. Ég er hérna í Liverpool núna. Get lofað því að stemninginn hérna er að verða all-svakaleg.
  Liverpool hreinlega getur ekki tapað þessum leik, Þ.eir einfaldlega mega það ekki.

  koma svo!!!!!!!!!!!!!!

 39. Mistök man utd telja ekki nema við náum að sigra í dag. Við bara verðum. Þetta kemur til með að verða hörkuleikur tveggja sterkra liða. Villa liggur örugglega tilbaka og við verðum bara að fara að finna aðferðina til að afgreiða slíkt á Anfield. Koma svo.

 40. Sigurjón (#55), ég öfunda þig all svakalega. Get alveg ímyndað mér að andrúmsloftið fyrir þenna leik Í Liverpool sé magnað. Það er allt galopið í þessu ef við vinnum í dag. Koma svo strákar….!!!!!! Ég spái 2-0. Gerrard með bæði.

 41. Ég er ekki vanur að horfa á Manchester leiki, en í gær var ég eitthvað að sörfa í sjónvarpinu, og rakst á þennan leik. Fulham byrjuðu glæsilega, og allur leikurinn var skemtilegur. Hjartað var á fullu, og ég sat hérna aleinn heima, öskrandi inní stofu. Markið hanns Gera, sem endaði leikinn, var SNILLD! Ég öskraði mig hásan, grét og hló á sama tíma. Ef mér skjátlast ekki, þá voru það 5 gul og 2 rauð spjöld. Við tökum Villa á eftir, ekki spurning. Held að hann fari 2-0, G&T með mörkin, að vana.

 42. Gaman að sjá Fulham vinna Manu, og Spurs vinna Chelski. Svona í anda þess að meirihlutinn hérna inni ældi yfir Liverpool fyrir jafnteflið við Fulham og tapið fyrir Spurs. Samt spiluðum við miklu betur en ManU gegn Fulham, og miklu betur en Chelski gegn Spurs.

  YNWA

 43. 54: Djöfull er þetta flott plan sem þeir útlista í þessari grein. Ef þetta gengur eftir verður LFC ógnarsterkt næstu 10 árin!

 44. Aston Villa á Andfild, það hefur nokkrum sinnum skeð í vetur að Man Utd og Chelsea hafa tapað stigum og okkur gefist kostur á að vinna upp munin en það hefur aldrey skeð við höfum alltaf tapað ef Man Utd tapar eða gera jafntefli…. þannig að maður er bara á jörðinniu varðandi þenan leik…

 45. Usssss….. varnarsinnað lið …. tveir miðverðir á bekknum!!!!!!!!!

 46. Sælir félagar.
  Nú sem aldrei fyrr er nausyn að fylgja eftir góðri útkomu leikja í gær. Með alla heila nema ef til vill Alonso er það bara hreint skylduverk að vinna Villa á eftir. Þá verður forusta Muuuuuuuuu komin í eitt stig + einn leikur. Því verðum við að vina Villa ídag og svo vinnur Villa Muuuuuu um næstu helgi.
  Ef við vinnum ekki í dag verður einhver skotinn. Bara einhver ég veit ekki hver. En einhver verður að blæða fyrir það.
  Ég veitt að Villa menn eru hræddir því góður félagi minn vill ekki horfa á leikinn með mér. Hann vill vera einn í sínu skoti til að geta sleikt sárin í friði. Við skulum vona að hann þurfi að sleikja þau mörg.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 47. góðan dag. getur einhver bent mér á síðu þar sem ég get streamað leikinn…?

Meistaradeildardráttur (Uppfært: Chelsea, eins og venjulega!)

Liðið gegn Aston Villa