Rafa

Eins og öllum ætti að vera ljóst hefur hinn frábæri knattspyrnustjóri okkar, Rafael Benítez, skrifað undir 5 ára samning við Liverpool FC. Ég gladdist gríðarlega þegar ég las þessar fréttir nú áðan og langar mig að útskýra af hverju ég gladdist svona mikið.

Rafa kom til Liverpool þann 16. júní 2004. Þar kom hann að liði sem þarfnaðist uppbyggingar og skorti peninga til að keppa við stærstu liðin á leikmannamarkaðinum. Það var alveg ljóst að Rafa var kominn í mjög svo krefjandi starf, hann átti að rétta úr kútnum, vinna titla, en spila samt úr minna fé en keppinautar sínir. Sjáum aðenis hvernig það hefur gengið.

Lítum á heildarfjölda stiga hjá Liverpool undir stjórn Rafa milli tímabila og hversu mörgum stigum hann var frá meistörum hvers árs.

Tímabil 1 hjá Rafa: 58 stig. 37 stigum frá 1. sæti.

Tímabil 2 hjá Rafa: 82 stig. 9 stigum frá 1. sæti.

Tímabil 3 hjá Rafa: 68 stig. 21 stigi frá 1. sæti.

Tímabil 4 hjá Rafa: 76 stig. 11 stigum frá 1. sæti.

Staðan í dag: 61 stig. 4 stigum frá 1. sæti.

Mig langar líka að skoða bætingu hans í innbyrðisviðureignum við aðal keppinautana í ensku deildinni.

Man Utd. í deild. 1 jafntefli og 7 töp fyrir þessa leiktíð. 2 sigrar á þessari leiktíð, sá síðari flokkaðist undir niðurlægingu af sverustu sort.

Chelsea í deild. 1 sigur, 2 jafntefli og 5 töp. 2 sigrar á þessari leiktíð, full house.

Arsenal í deild. Nei æji fyrirgefið, til hvers að telja þá með, þeir eru ekki nema 9 stigum á eftir okkur í dag, gæti alveg eins farið að grúska í tölfræði Wigan.

Ég er ekki frá því að þetta sé smá bæting hjá Rafa, ekki frá því.

Liverpool er sem stendur með jafn mörg stig og rándýrt lið Chelsea, 4 stigum á eftir Man Utd og heilum 9 stigum á undan hinu æðislega liði Arsenal. Það er á hreinu að hér hefur átt sér stað stórbæting og bilið í toppinn er alltaf að styttast. Við erum komnir fram úr Arsenal, orðnir jafnir Chelsea og ekki er langt í toppliðið sem við niðurlægðum á dögunum.

Það er deginum ljósara að Rafa hefur verið að brúa bilið í toppinn jafnt og þétt og endalaus smámunasemi hans og fíniseringar á leik liðsins hefur skilað sér. Hann hefur bætt leikmannahóp sinn, þjálfarateymið og sjálfan sig í leiðinni og sést það best í tölfræðinni hér að ofan. Hann er mikill fullkomnunarsinni og pælir mikið í smáatriðum, árangurinn af slíkum heilabrotum sést ekki bara á liðinu, heldur sést hann best í framförum Steven Gerrard að mínu mati. Sá leikmaður hefur bætt sig ótrúlega á síðustu 5 árum og er orðinn besti alhliða knattspyrnumaður heims í dag að mínu mati og margra annarra, m.a. að mati gamla keflsins Zidane. Hann er farinn að skora meira, leggja upp meira, er orðinn prúðari, frábær fyrirliði og nýtur meiri virðingar með hverjum deginum sem líður. Stevie hefur sjálfur sagt að Rafa hefur fært leik sinn upp á næsta level og er afar þakklátur fyrir að hafa jafn gagnrýnin og smámunarsaman þjálfara. Það eru stuðningsmenn klúbbsins líka.

Það er margt í fari Rafa sem mér líkar við og sumt líkar mér ekki við. En það sem ég fýla mest við þennan snilling er það hversu pollrólegur hann er alltaf. Það er alveg sama hvaða rugl er í kringum hann, alltaf skal hann vera eitursvalur, svolítill Bond í kallinum. Þjálfarar og pressan skýtur á hann, hann svarar aldrei með leiðindum eða hroka, er alltaf rólegur. Andstæðingar Liverpool hafa oftar en ekki byrjað að skjóta á liðið í fjölmiðlum fyrir viðureignir liðanna, aldrei heyrir maður nein skot eða pillur frá þjálförum eða leikmönnum Liverpool, eina sem þeir segja er að liðið sé að undirbúa sig að krafti og beri virðingu fyrir andstæðingnum. Rafa vill að menn einbeiti sér að sjálfum sér og eyði tíma sínum og einbeitingu í að bæta eigin leik. Slíkan aga er maður ekki að sjá hjá mörgum liðum í dag. Súkkulaðistrákurinn Sergio Ramos er afar gott dæmi um þetta, skaut fast á Liverpool fyrir leik liðanna á Anfield, skeit upp á herðablöð þar og fór heim með skottið á milli lappanna. Liverpool lét verkin tala og rétt rúmlega það í þeim viðureignum og orð Ramos féllu um sjálf sig.
Eigendurnir hafa nú líka verið með afar mikið drama síðan þeir keyptu klúbbinn en alltaf er Rafa pollrólegur í kringum slíka vitleysu. Hann er einfaldlega þessi “strong-silent-type” og minnir helst á gamlan sjóhund sem lætur verkin tala, það líkar mér.

Mig langar að enda þessa grein á nokkrum tilvitnunum frá Rafa sjálfum og frá öðrum um hann.

“We are preparing a special weightlifting plan for Gerrard’s shoulders because we want him to lift a lot of trophies for Liverpool in the next few years! I am not in favour of selling him and we are building a great team around him because we want him to be the skipper who wins the most titles in Liverpool’s history.”
-Rafa about Stevie G in June 2005-

“It feels as if I have been on a permanent honeymoon since I arrived here, I am on a cloud and I feel as if with Liverpool I have found the love of my life.”
-Rafa appreciates life at Liverpool-

“It is a really positive day for the club to be in the record books and get the go-ahead for the new stadium makes a lot of people really happy. It’s almost a perfect day.”
Why not perfect?
“They had one chance,” -smiled the perfectionist Reds manager.
Rafa Benítez in November 2007 after the record Champions League win vs. Besiktas-

“My first fortnight at the club was inhumane. Rafa Benítez criticised everything I did, from the way I did some basketball practice to how I played my football. But now I am grateful to him for filling me in on how the team works.”
-According to Alvaro Arbeloa his first two weeks at Liverpool were no picnic-

“If you understand Carra, you’ll understand everyone”
-Benítez to Morientes when he arrived at the club-

Takk í bili.

35 Comments

    • Hann er einfaldlega þessi “strong-silent-type” og minnir helst á gamlan sjóhund sem lætur verkin tala, það líkar mér.

    Sammála þessu. Margir kvarta yfir því að hann megi vera líflegri á línunni og svona, en ég er ekki á því. Hann er einfaldlega svona og menn verða bara að sætta sig við það.

    In Rafa we trust!

  1. Ég er einn af þeim sem finnst að bíða hefði fram á sumarið með þessi samningamál þó mér detti reyndar fáir í hug til að taka við liðinu fyrir utan Mourinho sjálfan sem virðist varla mega nefna á nafn.
    Hins vegar þætti mér gaman að vita hvað þessir allra hörðustu stuðningsmenn Rafa vilja sjá gerast á næsta ári, ef liðið verður annað ár í þessum 3-4 sætis pakka, hvað þá? Ef það verða engar framfarir frá þessu tímabili, er það ásættanlegt?

  2. Alltaf líður mér eins og haldi með einhverjum ræflum þegar ég les svona þvaður um hvað allir hafa úr miklu að moða en við lepjum dauðann úr skel. Svona minnimáttarkend er engum til framdráttar og alls ekki LFC. Benitez skrifar undir þennan samning og veit vel hvað bíður hans með því. Nú vona ég bara að hann tali ekki oftar um hvað aðrir stjórar hafi það gott með sína peninga og einbeiti sér frekar að því að styrkja liðið okkar með færri kaupum frekar en fleiri. Það væri líka vonandi að hann myndi taka uppá því að mæta hinum 15 liðunum í deildinni með öðru hugarfari. Ef Man Utd klárar titlinn í vor, mun ég allavegana hugsa um þetta sem leiktímabilið sem við töpuðum titlinum og Utd jafnaði við okkur, ekki tímabilið sem Man Utd vann og jafnaði titlafjölda okkar.

    Áfram Liverpool.

  3. Flott grein. Ég hló upphátt þegar ég las þetta: “If you understand Carra, you’ll understand everyone” hahaha, þetta er bara svoo satt!
    Snilld að þurfa ekki að hugsa um þjálfaraskifti næstu 5 árin!

  4. Ta vantar bara ad skipta um eigendur og fa meiri peninga inn i klubbin, ta verdur tetta komid.

  5. Ég er mjög ánægður með að Rafa hafi framlengt samning sinn við félagið. Ég hef mikla trú á honum sem stjóra, hann hefur náð frábærum árangri gegn sterkari liðum á þessari leiktíð og það vantar bara herslumuninn að við verðum með lið sem getur valtað yfir öll lið sem mæta okkur með 11 varnarmenn, það kemur með kaupum á 2-3 góðum sókndjörfum leikmönnum í sumar(vonandi). Svo held ég líka að Agger skrifi undir samning í kjölfarið á þessum samningi Rafa, innan tveggja vikna.
    YNWA

  6. Ég hætti að horfa í hálfleik þegar Ac Milan og Liverpool mættust 2005. Vildi reka Benitez og veit ekki hvernig leikurinn fór. En ég er vissum að hann hefur farið fimm, sex, núll. Miðað við fyrri hálfleikinn.

  7. Góðar fréttir. Rafa er að mínu mati besti þjálfarinn fyrir LFC.
    Ég held líka að peningarnir hafi ekki verið vandamálið hjá Rafa, heldur að hann hafi ekki fengið að eyða þeim eins og hann vildi. Í sumar mun hann að sýna okkur hvernig peningunum verður varið þegar hann fær að ráða.
    Hópurinn er það sterkur að hann mun sennilega ekki þurfa að kaupa nema 2 nýja leikmenn, en þeir verða vonandi á sama kalibreri og G&T.
    YNWA

  8. Það er enn ekki hægt að dæma Rafa af þessu tímabili. En eitt atriði sem ég er þreyttur á að heyra sí og æ og æ og sí o.s.frv. að við séum að gera frábæra hluti af því að Chelsea og United eigi miklu meiri pening. Eigum við þá bara að gefast upp? Auðvitað skipta peningar miklu og eru stór factor en margt annað spilar inní. LFC er búið að eyða yfir 200 mills í leikmannakaup síðustu árin, mér finnst það bara hellingur og mér finnst við alveg eiga rétt kröfu um að vera í fremstu röð með þennan mannskap.

  9. Vill bara koma því að að Villa leikurinn er sagður vera á dagskrá á laugardaginn hérna á síðunni en hann er í raun spilaður á sunnudaginn. Bara til að fyrirbyggja allan misskilning.

  10. Rafa er topp þjálfari og þetta eru góðar fréttir fyrir Liverpool . Hef ekki verið Liverpool fan en er orðinn það núna. Þetta er frábært lið og ég hlakka til að fylgjast með því í framtíðinni. Besta liðið í heiminum í dag og um alla framtíð!
    YNWA
    Óli B. Guðmundsson fyrrum stormsenter.

  11. Held að King Kenny hafi talað um það á opinberu síðunni hversu mikilvægt það sé að skrifað hafi verið undir á þessum tímapunkti. Þá getur Rafa og liðið einbeitt sér að lokakafla tímabilsins og (ekki síður mikilvægt) Rafa farið í þá vinnu að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil á þess að þessi samningsmál séu hangandi í lausu lofti… Vonandi verðum við þá laus við einhver neyðarkaup undir lok gluggans, einsog alltof oft hefur orðið.
    In Rafa We Trust

  12. Ég var nú einn af þeim sem vildi bíða með nýjan samning við Benitez þangað til eftir tímabilið og þá meta árangur vetrarins.
    Ég fer ekkert af því að Bentiez er frábær þjálfari, frábær árangur í meistaradeild hefur sýnt það. Hins vegar hefur enska deildin verið vandamál hjá honum þar sem liðið hefur hvað eftir annað tekið 2-3 mánaða lægðir á miðju tímabili sem gera útum allar vonir um sigur í þeirri keppni. Benitez má þó eiga það að hann hefur sýnt liðinu mikla hollnustu í gegnum allt rugl sem hefur verið á klúbbnum utan vallar undanfarin ár.
    Það verður gaman að sjá breytingarnar sem Benitez gerir á liðinu í sumar í ljósi þess að völd hans innan klúbbsins hafa aukist og eru orðin eðlileg.
    Framundan eru spennandi tímar hjá Liverpool og manni sýnist leikmenn almennt ánægðir með þessa endurráðningu.
    Þessi ráðning hefur vissulega þá kosti að nú er allri óvissu í kringum stjóramál eytt næstu misserin og hægt er að marka stefnu til framtíðar í leikmannamálum.
    Nú er ekkert annað en að horfa framá veginn og styðja við bakið á liðinu og Benitez….

  13. Mér finnst athugasemd #8 frábær. Nákvæmlega málið. Við erum í hálfleik.

    Mér finnst of margir hér vera búnir að gleyma tímabilinu okkar frá 1992 – 2004. Það tólf ára tímabil var auðvitað hrein skelfing fyrir okkur. Fyrir utan árið 2001 vissulega. Við fengum t.d. 59 stig 1993. Vorum í áttunda sæti 1994. Árið 2003 fengum við 64 stig í fimmta sæti og 2004 fengum við 60 stig í fjórða sæti. Fyrsta ár Rafa, með liðið frá Houllier fengum við 58 stig í fimmta sæti!!!

    Auðvitað viðurkenni ég það að tímabil 2006-2007 urðu mér vonbrigði, þó ekki fyrr en við töpuðum í úrslitum CL, en að öðru leyti hefur framþróun okkar verið stöðug.

    Rafael Benitez er alls ekki fullkominn. Alls ekki. En hann er stöðugt að leita eftir því. Mér sýnist við komast upp fyrir 79 stig í annað skiptið síðan hann kom til liðsins. Það er sú stigatala sem að skilaði okkur síðast meistaratitli á Englandi, þá vorum við 9 stigum fyrir ofan liðið í 2.sæti. Á tíma hans erum við orðin jafnfætis Arsenal og Chelsea, og kroppum í United. Það hefur ekki gerst í 20 ár. Á tíma hans erum við orðin HÆST RAÐAÐA LIÐIÐ Í EVRÓPUKEPPNUM!

    Eigum við eitthvað að ræða frammistöðu liðsins í Evrópu hjá Souness, Evans og Houllier.

    Rafa tók við risa sem var fast að því hættur að kunna að vinna titla og var að missa af lestinni varanlega í deildinni. Við eigum enn séns, allavega afskrifa ég það ekki, á að vinna deildina í vetur og það er enn einn áfanginn sem enginn hefur náð frá tíma Dalglish svo nokkru nemi.

    En síðast og ekki síst er nú verið að treysta Rafa fullkomlega fyrir öllum þáttum félagsins. Reyndar utan markaðsdeildarinnar, sem fær nýjan mann í sumar.

    Þau völd er hann að fá eftir að hann hefur sýnt það að hans leið hefur fært liðið fram á þeim sviðum sem hann hefur verið að stjórna. Unglingastarfið skilar sigrum, og ungum mönnum í aðalliðshópinn. Varaliðið er komið til virðingar á ný eftir skelfilega, skelfilega stöðu. Sammy Lee þurfti t.d. að spila leik sjálfur á tíma Houllier, því leikmennirnir máttu neita að spila!!!

    Það þurfti nefnilega að byggja allt liðið upp. Allt þjálfarateymið var skoðað og allir látnir fara sem ekki voru tilbúnir að fylgja hans sýn og stefnu. Reyndar var erfitt með suma, eins og t.d. meistara Heighway.

    En mér finnst það sjálfgefið að framkvæmdastjóri fyrirtækis sem er að sýna það að honum er treystandi fyrir öllu fyrirtækinu fái alvöld til þess að stjórna því. Auðvitað með eftirgrennslan stjórnenda og í samvinnu. En hans stefna ræður.

    Á Old Toilet sáum við árangur þeirrar vinnu, hans leikmenn fóru eftir því sem hann lagði upp, miskunnarlaust.

    Ég er alveg sannfærður um að hann er meira en við að velta fyrir sér hvernig síðustu hindruninni, því að slátra öllum smáliðum eins og litla djölfaliðinu um helgina.

    Það er sko alls ekki víst að einhver annar geti það, og alveg er viðbúið að nýr maður myndi setja félagið á sama stað og Souness, Evans og Houllier komu því.

    Því við sem munum það fögnuðum öll Souness og glöddumst yfir Houllier.

    Mourinho tel ég slakasta kost allra mögulegra og rökstyð það með dæminu frá Ítalíu. Tók við Inter með stórum orðum í fyrra að það væri skandall hjá Inter að fara ekki lengra í CL. Er hataður af Ítölum fyrir hroka, sem ég skil fullkomlega, og er í miklum vanda með liðið.

    Hver er lausnin?

    Jú HANN ÞARF 100 MILLJÓNIR PUNDA til að búa til lið!!!! Eins og hann fékk hjá Chelsea.

    José hafði enga þýðingu í því að Chelsea vann. Abramovich sá til þess að kaupa liðið tvö skref framúr United, um leið og United fattaði það og náði þeim á ný átti Chelsea ekki séns. Ekkert frekar en Inter á í Evrópu.

    Það að fá hrokafullan strigakjaft sem hugsar mest um sig væri stærsta skref afturábak í sögu LFC. Hugsanlega, með því að fá 100 milljónir punda strax, næði hann árangri. En svo fljótlega myndi hann ekki nenna þessu, og bara fara. Skilja liðið eftir í tætlum eins og að er að koma í ljós á Stamford Bridge.

    Við skulum frekar öll vona að hann fái skuldsettasta lið í heimi, Scum United, til að stjórna og steypa hægt í glötun!

  14. Mér finnst frábært að hann hafi verið ráðinn áfram, og skil ekki alveg alla gagnrýnina sem hann er að fá.

    Hann tók við handónýtu liði frá Houllier og er búinn að gera liðið að því sem það er í dag. Benitez talaði um 5 ára plan og er búinn að vinna FA cup og er með besta árangur í Evrópukeppninni á þessum árum. Við höfum jafnt og þétt orðið betri og betri, og erum núna búnir að vinna Man U og Chelsea 2 sinnum hvort á leiktíðinni. Ég trúi því að sú næsta verði sú besta, við vinnum 2 titla, EPL og FA/CL.

    Rafa hefur ekki fengið sömu upphæðir og hin félögin sem Liverpool er að berjast við um 1 sætið og Rick Parry hefur skemmt alltof mikið fyrir Benitez. Ekki er allt ruglið í kringum eigendurnar að bæta ástandið heldur.
    En núna er Parry hættur, eigendurnir að gefa eftir og Benitez að fá það sem hann vill.

    Ég vil meina að hann verði að fá að halda áfram með það sem hann er búinn að byggja upp úr engu, ekki skófla honum í burtu og leyfa einhverjum öðrum að bæta við 2 leikmönnum í sumar og eiga heiðurinn að því að Liverpool er komið á meðal þeirra allra bestu aftur.

  15. ,,Jú HANN ÞARF 100 MILLJÓNIR PUNDA til að búa til lið!!!! Eins og hann fékk hjá Chelsea.”

    hann hefur nú verið með fleiri lið en Chelsea…. varð t.d. Evrópumeistari með Porto, líklega með “ódýrari” liðum sem hefur unnið keppnina á seinni árum. Þegar þetta er ritað er Inter með 7 stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar, held hann hafi keypt þrjá dýra leikmenn (Muntari, Mancini og Quaresma) fyrir leiktíðina og held að enginn þeirra hafi staðið undir væntingum. Þannig að það er erfitt að segja að hann hafi “keypt” fyrsta sætið í Serie A. AC Milan hefur nú fengið til sín stærri nöfn á þessu tímabili t.d. scheva, ronaldinho og beckham.

    Vissulega féll liðið snemma úr leik í Meistaradeildinni í ár en það er engin skömm að því þegar svona stórlið mætast. Ekki frekar en hjá Juventus eða Roma. Ensku liðin hafa einfaldlega verið sterkari heilt yfir en þau ítölsku á síðustu árum.

    Þótt hann er yfirlýsingaglaður og hrokafullur þá þýðir það ekki að hann sé lélegur knattspyrnustjóri.

  16. Drengir, Rafa er yndislegur og Liverpool stórkostlegt. En í guðanna bænum reynum að halda umræðunni á málefnalegu plani. Taki til sín sem eiga.

  17. Ég er aaaaagalega sáttur við að kappinn hafi skrifað undir nýjan samning og það langan. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að Rafa er rétti maðurinn fyrir okkur. Ef við spólum slatta af árum aftur í tímann, þá voru við svo fjarri því að teljast með sterkustu liðum Evrópu að það hálfa væri nóg. Núna erum við það svo sannarlega. Við höfum heldur ekki verið jafn nálægt titilbaráttu í fjölda fjölda ára, þrátt fyrir að allir séu sammála um það að við séum ekki með sömu breidd og Chelsea eða Man.Utd. En við erum komnir með 11-13 manna hóp sem stenst hvaða liði í heiminum sem er snúning.

    Þetta er breytingin. Það er ýmislegt sem ég fýla ekki með Rafa, en það eru svo langtum minni þættir en þeir sem ég er ánægður með hjá honum. Hann er í þessu af lífi og sál og hefur aukið stolt mitt mikið. Það hefur skort hjá okkur að hann hafi fengið að ráða meira málum í sambandi við samninga leikmanna og kaup á leikmönnum, en nú horfir til betri vega þar. Ég sé ekki einn framkvæmdastjóra í dag sem ég myndi vilja fá til að taka við liðinu, eða það sem meira er, sem ég treysti betur en Rafa til að bæta liðið næstu árin. Það er ekkert sjálfsagt að velta liðum eins og Chelsea og Man.Utd úr sessi á toppnum, en ég er handviss um að við komum til með að gera það.

    Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað maður var spenntur á sínum tíma þegar kom að undanúrslitaleikjum gegn Paris St. Germain í UEFA keppninni. Það voru stór skref þá, en í dag er það langt fyrir neðan okkur því við trónum á toppnum í styrkleikalista UEFA. Þetta er stórt stökk og stallur sem ég er ákaflega ánægður með að vera á.

    Jú, við höfum ekki verið nógu stabílir í deildinni. Við erum þó byrjuð að vinna innbyrðisleikina við okkar helstu keppinauta og nú þarf að ná í nokkur púsl í viðbót til að auka gæði og breidd í hópnum. Rafa, the floor is yours.

  18. Rafa er snillingur, hefur sannað það aftur og aftur í miklivægum leikjum. Mér þótti líka ágætt að sjá Arbelóa-setninguna…hann nánast brýtur menn niður og byggir þá svo upp..eitthvað sem ekki allir þola. Nokkuð vissum að það er það sem Robbie Keane var ekki að höndla, það sést á síðustu kommentum hans, þar sem hann segir að hann hafi ekki fengið virðinguna sem hann átti skilið…Þessi taktik sem Rafa notar á nýliða er mikið notuð í herþjónustu, þannig að Rauði herinn fær nýja merkingu 🙂 …Admiral Rafa gæti verið nýja “nickname-ið” hans

  19. “It is worth noting that Benitez was not short of suitors: Inter Milan wanted him and informed him that Mourinho was as good as sacked if the Liverpool boss agreed to take over”

    Tekið af Balague-síðunni……

  20. Flottur pistill sem vert er að skoða…

    ttp://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/5017279/Liverpool-Arsenal-and-Aston-Villa-all-fall-foul-of-curse-of-scoreless-draw.html

  21. Ummæli Hicks um Rafa. Tekin af mbl.is “Hann hefur oft verið að pirra sig yfir þessum málum undanfarin fimm ár, en þetta verður nú þannig, að hann mælir með viðkomandi leikmanni við stjórnina, sem ásamt framkvæmdarstjóranum og eigendunum munu hafa síðasta orðið um hvort viðkomandi leikmaður verði keyptur eða ekki. Þannig verður það að vera,“

    Því miður hafa ofangreind ummæli Hicks staðfest ótta minn. Ég man ekki hve mörg ár eru síðan ég og fleiri fórum að gagnrýna hið langa ferli sem það tekur Liverpool að kaupa leikmenn.

    Hversu oft höfum við misst leikmenn vegna þess að það er ekki hægt að ganga frá kaupum strax. Mínútur geta skipt máli og ef það þarf að bera öll leikmannamál undir stjórnina og eigendurnar þá missum við einfaldlega bestu leikmennina.

    Heyrði einhverntímann að þegar Morinho var hjá Chelsea þá settust einfaldlega hann og P. Kenyon niður með leikmanninum og sömdu við hann á staðnum. Heyrði einnig að Hollier/Rafa og e.t.v. Parry sömdu við leikmann án heimildar til undirskriftar – fóru svo og báru samninginn undir stjórnina og þegar þeir komu til baka vildi leikmaðurinn eða félagið hærri fjárhæð eða leikmaðurinn var einfaldlega farinn í annað lið. (Fullyrt án ábyrgðar og byggt á minni).

    Hversu oft höfum við verið dregnir á asna eyrunum í leikmannamálum? Simao, Alves og Barry svo fáeinir séu nefndir.

    Ef Rafa vill fullt umboð til að kaupa og semja við leikmenn verður hann að fá það.

    Svo er ég sammála þeim sem vildu bíða til sumarsins með að semja. Við höfum ekki náð þeim árangri sem við höfum stefnt að og þjálfarinn verður að bera ábyrgði á því þrátt fyrir að meiri fjármunir séu til staðar hjá öðrum liðum. Áttum okkur á því að Liverpool er þrátt fyrir allta eitt af ríkustu félögum í heimi.

    M.ö.o. tel að Rafa sé rétti maðurinn í starfið en hann verður að skila okkur enska meistaratitlinum á þessu ári eða þá næsta.

    Vil svo taka fram að lokum að ég er afar ánægður með liðið og spilamennskuna í vetur – sérstaklega síðustu viku sem verður lengi í minnum höfð.

    ÁFram Liverpool!

  22. Eins oft og ég hef gefist upp á Rafa þá hef ég jafn oft hrifist af honum upp á nýtt.
    Samband okkar virðist ætla að verða klassísk ástarsaga.

  23. Mér finnst nú fulldjúpt í árinni dekið með að Houllier hafi skilið allt eftir í rúst. Jú, vissulega hafði alls ekki allt gengið upp en hann vann m.a. UEFA Cup fyrir okkur, kom Melwood í þokkalegt ásigkomulag og þótt hann hafi keypt ýmsa slaka leikmenn þá er ekkert hægt að segja að Benítez hafi komið að ónýtu liði. Ég nefni Gerrard, Carragher, Hyypia, Istanbulhetjuna Dudek, Smicer, Baros, Finnan, Riise ofl. Istanbulliðið var meira og minna arfur Houllier.

    Varðandi Benítez þá er ljóst að hann hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir að fá ekki alltaf þá leikmenn sem hann hefur viljað. Hann hefur jú lappað mjög upp á unglingasystemið og Insúa er fyrstur til að koma sterkur upp úr því og fleiri væntanlegir á næstu árum. Það er hárrétt sem menn segja að hann hefur prófessjónalíserað klúbbinn til mikilla muna. Það er frábært að hann verði áfram og það kemur í veg fyrir mikla óvissu leikmanna. Þá sýnist mér á Hicks að leikmannakaupaferlið muni verða einfaldara en það hefur verið þótt Benítez geti ekki fengið alla leikmenn sem hann vill, fjármagnsins vegna.

    En það er klárt mál, framtíðin er björt með hann við stjórnvölinn.

  24. “aldrei heyrir maður nein skot eða pillur frá þjálförum eða leikmönnum Liverpool, eina sem þeir segja er að liðið sé að undirbúa sig að krafti og beri virðingu fyrir andstæðingnum. Rafa vill að menn einbeiti sér að sjálfum sér og eyði tíma sínum og einbeitingu í að bæta eigin leik…”

    And now i’m just talking about facchhts?

  25. Ég er eflaust einn af þeim sem andmæli því sem Rafa hefur gert (ekki öllu en einhverju!), en er samt að senda inn póst til að samfagna því að Spánverjinn hafi skrifað undir. Vissulega finnst mér RAFA betri þjálfari en 99% af þjálfurum þarna úti. Martin O´Neill myndi ekki verða laus þannig að Rafa yrði sá kostur til að leið liðið áfram.
    Þar sem maður er undir enskum mjöð kominn á þessari stundu er lítið annað en að segja: “GETUR EINHVER REDDAÐ MÉR MIÐA Á LIVERPOOL-ASTON VILLA Á SUNNUDAGINN”? 🙂 Helst á viðráðanlegu verði!

  26. Ekkert tengt þessu…..

    En villdi bara segja til hamingju með afmælið okkar ástkæri Fernando Torres. Ætti í raun að vera löggiltur frídagur í dag 🙂

  27. Kannski er erfitt að velja orð, Ívar, en í báðum ævisögum þeirra Carra og Gerrard kemur í ljós að leikmenn höfðu algerlega tapað trúnni á Houllier, fullkomið vonleysi ríkti.

    Það gekk svo langt að þegar Rafa kom til Spánar og lýsti fyrir Carra, SG og Owen framtíðarsýn sinni fyrir Liverpool sagði Gerrard þessa fleygu setningu.

    “I’m sorry mr. Benitez, I don’t think you know how bad we are”!!!!

    Svo gleymum við of mörg að það eru bara tveir stjórar í sögu LFC sem voru fljótari að vinna 100 deildarleiki. Það voru þeir Dalglish og Paisley! Þeir tóku við talsvert sterkari liðum en Benitez. Þessir 100 sigrar komu held ég í 176 leikjum, á meðan t.d. Ferguson tók 231 leik í þann áfanga.

    En við erum allavega að horfa fram á að þessi “rekum Rafa” umræða er algerlega tilgangslaus. Hann er klárlega við stjórn þetta ár og næstu tvö hið minnsta.

  28. Maggi, það er alveg rétt, leikmenn og áhangendur voru búnir að missa trúna á Houllier en innanborðs voru góðir leikmenn sem hann hafði keypt. Þannig að mannskapslega séð (ef vitnað er í Gumma Gumm) þá var klúbburinn ekkert í mjög vondum málum. En Istanbul hefði aldrei unnist með Houllier við stjórnvölinn.

    Og svona by the way, þá var ég á vellinum haustið 2001 þegar leiðin fór að liggja niður á við hjá Houllier, þegar hann fékk fyrir hjartað. Fram að því var maður nú ansi bjartsýnn.

    En ekkert verður tekið af Benítez, hann hefur gjörbreytt öllu í kringum klúbbinn.

  29. Þrátt fyrir að hafa verið hundóánægður með störf hans á köflum sem setti skugga yfir heildarmyndina, þá tel ég að nýr samningur við Rafa sé það rétta í stöðunni í dag. Ef ekkert betra fæst í staðinn er betra að finna stöðugleikann með sama stjórann en að breyta um. Hann væntanlega lærir af þessu tímabili og veit hvað hann á að kaupa í sumar.

    Svo þetta með “strong, silent type” að þá er það kannski rétt á meðan fréttamenn eru ekki nálægir.

    Að lokum, drátturinn í meistaradeildinni var að sjálfsögðu erfiðari leiðin og ákveðið annað lið fær nánast gefins sæti í úrslitum ef maður skoðar leikina svona af pappírunum (sem maður gerir samt aldrei!). Það er allavega ljóst að Chelsea var EKKI það sem maður vænti. Ég hefði miklu frekar fá Bayern eða Barcelona strax, ef ekki ónafngreint lið.

  30. Var aðeins að gurfla í leikmannakaupum Liv og mu á Transfer League.
    Ef við skoðum hvað liðin eru með marga menn sem keyptir eru á meira en 12m pund þá erum við með 2: Masch og Torres en þeir með 8: Ferdinand, Ronaldo, Rooney, Carrick, Hargreaves, Anderson, Nani og Berbatov.

    Þeirra 20 manna hópur er keyptur á ca. 200m pund þar af 6 uppaldir.
    Okkar 20 manna hópur er keyptur á ca. 130m pund þar af 2 uppaldir.

    Samt eyðum við á síðustu 5 árum a.m.t. 22m pundum nettó á ári á meðan mu eyðir nettó 19m pundum.

    Á þessum sama tíma er athyglisvert að við fáum til okkar 49 leikmenn en losum okkur við 56 á meðan mu fær til sín aðeins 20 leikmenn en losa sig við 48.

    mu kaupa sem sagt færri en dýrari leikmenn …

Rafa skrifar undir!!!!!

Meistaradeildardráttur (Uppfært: Chelsea, eins og venjulega!)