Hitt og þetta

Til að byrja með á þessari yfirferð verð ég bara að setja þetta fagn hjá fyrirliðanum á virðulegri stað hér inni heldur en falið í commentum………….það er svo gaman að sjá þetta aftur og aftur

Þetta er á mörkum þess að vera of mikil snilld hjá okkar manni og ég get lofað ykkur að þetta hlaup var langt frá því að vera einhver tilviljun. Þessi á svo auðvitað skilið einn Thule, ef ekki tvo.

Síðasta vika er ein af þeim betri sem maður man eftir lengi hvað úrslit varðar, maður var búinn að vera stressaður í smá tíma fyrir Real leikina enda okkar menn ekki sannfærandi eftir áramót og Real vægast sagt ógnvekjandi heimafyrir. Þeir voru ekki einungis sigraðir, heldur niðurlægðir, teknir í gryfjunni sinni á Spáni og síðan bara slátrað á Anfield, svo illa að margir hafa talað um að hafa ekki séð þá svona lélega í háa herrans tíð. Ekki hversu góðir Liverpool voru sem mun réttara væri að tala um eftir að eitthvað lið slær Real Madríd út með markatölunni 5-0.

En gott og vel, ef maður var búinn að vera með ónot í maganum fyrir Real Madríd leikinn þá var það bara sýnishorn miðað við United leikinn, United er nánast búið að vinna deildina eftir fáránlegt run hjá þeim eftir áramót og tap á Old Toilet væri ekki bara endanleg uppgjöf í titilbaráttunni heldur líka ofsalega sárt tap, þar sem við erum jú að tala um fo****ings United. Það er sárt að tapa fyrir þeim í æfingaleik, í blaki, hvað þá svona stórum leik í deildinni. Miðað við gengi liðanna vikurnar fyrir þennan leik var ég einmitt að grínast með það á spjalli við SStein fyrr leik að sigur á Old Trafford væri eiginlega ekki nóg, við þyrftum helst niðurlægingu eins og Madríd fékk.

Trúið mér,  Steini fékk fallegt SMS þegar hinn nýji Igor Biscan, Andrea Dossena,  skoraði fjórða markið, í því stóð einfaldlega “Niðurlæging” ……………og mikið óskaplega var fallega gert hjá þeim að uppfylla þessa “hógværu” ósk mína. We needed that.

Aftur er það í umræðunni að United hafi sjaldan verið svona lélegt og allt í einu voru þeir orðnir þreyttir. (svo má ekki gleyma þessum sem var á því að United hefði verið betra) Minna gert úr því hvað Liverpool voru góðir. Það er engin tilviljun að lið eins og Real og United eigi “óvenju dapran dag” gegn Liverpool, þessi lið hafa fyrir það fyrsta verið gjörsamlega kortlögð, leikur þeirra gjörsamlega núllaður út og veikleikarnir nýttir.

En þó maður gerir sér grein fyrir því að rúst gegn United og Real Madríd í sömu vikunni er eitthvað sem maður á ekki endilega að venjast eða gera sér vonir um að verði “norm-ið” hjá Liverpool þá er ekki annað hægt en að hugsa út í breytinguna á Liverpool liðinu frá því Benitez tók við. Við erum núna í baráttunni um titilinn lengur en nóvember, við eigum ekki eins sterkt lið og t.d. hin rándýru lið United og Chel$ki og finnum mun meira fyrir meiðslum lykilmanna, en við erum þrátt fyrir mun minni eyðslu í leikmannakaup með vel samkeppnishæft lið núna og lið sem er mjög líklegt til að bæta sig töluvert á næstu árum, hryggsúlan í liðinu er á afar flottum aldri.

Eins er mest áberandi munurinn á liðinu sjálfstraustið og bara boltinn sem við spilum. Slíkt tekur nokkur ár að byggja upp og Rafa Benitez virðist vera á hárréttri leið ef eitthvað á að taka mið af síðustu viku og bara nokkrum flottum úrslitum og frammistöðum í vetur. Það eru ekki mjög mörg ár síðan Liverpool var stillt upp eins og vegg á móti liðum eins og Barcelona, Arsenal og Valencia sem gátu gjörsamlega sundurspilað okkur. Jú jú við gátum sannarlega varist þeim og liðið stóð sig oft á tíðum afar vel gegn svona liðum með afar skipulögðum og stífum varnarleik og …. já t.d. Michael Owen.

En í dag getum við ennþá varist á svipaðan hátt, en dagarnir virðast vera taldir þar sem við þurfum að bíða í skotgröfunum og vona að vörnin haldi þar sem það að Liverpool kæmi til baka frá því að lenda undir var óskhyggja, þ.e. okkar menn þurfa ekki að biðja um að fá að leika aðeins með boltann líka eins og Fowler gerði einu sinni á Nou Camp. Núna getum við tekið leiki þar sem Real Madríd mega teljast ljónheppnir að sleppa með einungis 4-0 tap á Anfield. Við höfum unnið meistaradeildina, lent í öðru eftir leik sem við vorum betri í, fallið út í undanúrslitum í framlengingu og erum núna komnir í 8 liða úrslit og teljumst nú það lið sem hin liðin vilja helst forðast þegar dregið er á föstudaginn. Það er heilmikil breyting á fimm árum, heilmikil.

Þetta má líka líta á sem byrjun, núna er búið að byggja upp þrusu sterkt lið sem auðvitað má bæta, þetta lið getur sannarlega unnið hvert eitt og einasta lið sem spilar þessa íþrótt í þessu sólkerfi. Næsta verkefni er að byggja upp lið sem getur spilað á fullu gasi yfir heilt tímabil og unnið bæði sóknarlið og varnarlið. Núna er þetta þannig að Liverpool dominerar flesta leiki og tapar nánast aldrei, helsta vandamálið er að við eigum einmitt helst í vandræðum með þau lið sem nota sömu herferð og við notuðum gegn liðum sem stóðu okkur “framar” fyrir nokkrum árum, liðum sem mæta Liverpool með það eitt að markmiði að verjast, gera sem fæst mistök og reyna að halda Liverpool í skefjum frekar heldur en að hætta sér fram á völlinn (þau sem gera þetta ekki er oftar en ekki refsað).

Því miður hefur þetta herbragð gengið upp hjá allt of mörgum liðum á þessu tímabili, augljóslega vegna þess að okkur hefur vantað okkar bestu sóknarþenkjandi menn í toppformi of stóran hluta af tímabilinu. Þeir sem koma í stað Torres og Gerrard þegar þeirra nýtur ekki við hafa ekki verið nógu góðir (hafa þó verið að batna), sérstaklega ekki ef við miðum t.a.m. við United og þeirra hóp. Það telur t.a.m. svakalega að kaupa 20.m.p. mann og selja hann í janúar, eins að kaupa sóknarþenkjandi hægri bakvörð sem er meira meiddur heldur en Harry Kewell.

Svona horfi ég á þetta eins og staðan er núna, að ætla frekar að gefast upp á Bentitez frekar en að gefa honum tækifæri og helst almennilegt backup til að bæta þetta fyrir næsta tímabil finnst mér ógnvekjandi. Ég veit að krafan hjá mörgum hefur verið að við þurfum að losa okkur við hann til að vinna deildina……en menn hljóta að sjá það á vikum eins þessari að hann er á góðri leið með þennan klúbb og hefur í raun ekki gert nógu mikið af sér til að fá á sig alla þessa gagnrýni og vera undir þessari pressu.

Yfir í annað, fréttir.

Þessi vika hefur verið svo öflug að meira að segja Andrea Dossena er kominn með bullandi sjálfstraust, skorar eins og hann hafi aldrei gert annað og svei mér ef hann sé ekki  bara á góðri leið með að komast á stall með hetjum eins og Igor Biscan hjá klúbbnum.

Reyndar kom hann inn á svolítið áhugaverðan punkt í viðtali á Official síðunni um ástæður þess að hann byrjaði svona HERFILEGA hjá klúbbnum.

Dossena also shed light on why he initially found life hard in England.

“Compared to last season, I have changed my position – I have gone back 20 metres,” he said.

“This change and adapting to English football gave me some difficulties to start with, but with the help of a great coach like Rafael Benítez, I’m starting to understand how to play in the team. You adapt step by step.”

Þetta útskýrir að einhverju leiti byrjunina hjá kallgreyinu ásamt því auðvitað að hann var að skipta yfir í mun stærri klúbb, hraðari bolta, allt aðra menningu og mun meiri pressu.

En það er ljóst að þetta er mun betri leikmaður en leit út fyrir í fyrstu og fær um að framkvæma ótrúlegustu hluti…..

Andrea Dossena is to join the Magic Circle. It comes after he made 60,000 Man Utd fans disappear on Saturday.

Annar sem hefur mikið verið gagnrýndur, reyndar ekki alltaf sanngjarnt, tjáði sig einnig á Official síðuna í dag, eða Lucas Leiva. Leikurinn sem hann spilaði síðast gegn United ætti að gera gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið hjá honum og leggja gríðarlega mikið inn á reynslubankann. Það gleymist stundum að þetta er ungur pjakkur sem er ennþá að venjast Englandi og er langt í frá tilbúinn vara.  Hann átti flottan leik gegn United, leysti það vel að koma inn fyrir Alonso (þó ég hafi saknað hans) og það er mjög gott ef hann færi að koma til hjá okkur. Vona allavega að við höldum honum í rotation hópnum, hann er allavega ekki verri en Flecher og O´Shea t.d sem spila svipað hlutverk hjá United.

Gerrard hefur svo verið að fá hrós frá virðulegum stöðum undanfarið, þarf svosem ekki mikið að ræða þetta enda vitum við allt um manninn. Það er samt ákveðinn gæðastimpill að vera álitinn bestur í heimi af mörgum á sama tíma og hinn fáránlega góði Lionel Messi er að spila þessa íþrótt (og Kristjana hjá United).

Guði sé lof að við eigum Gerrard.

Tímabilið verður að öllum líkindum ekki okkar í ár (þó aldrei megi afskrifa CL). Maður gat samt ekki annað en notið síðustu daga.

Hvað sem öllum vangaveltum liður…þá hefur þessi alveg verið notaður undanfarið

Kveðja

Babú

35 Comments

 1. Svo var Guðlaugur Victor að skora fyrir varaliðið líka.

  Þetta er alltsaman bara massahelvíti fínt, í alla staði.

  Ég er þó bara alls ekkert búinn að gefa það uppá bátinn, að þetta verði sísonið okkar… bara alls ekki.

  Áfram Liverpool…. Carl Berg

 2. gott lesefni þetta, og þrátt fyrir að ég vilji alls ekki gefast upp á titlinum, þá get ég ekki, í miðað við væntingarnar fyrir tímabilið, verið það ósáttur við stöðuna eins og hún er núna um miðjann mars. söxum svo bara hægt og rólega á rúdolf og félaga í manchester, og tökum þetta í seinasta leik tímabilsins á markamun, hversu sætt yrði það?

 3. vill minna menn a sem ætla eithvad ad fara ad væla og segja RB burt ad Fergusson (gamla konan) turfti 5 eda 6 ar til ad vinna deildinna fyrst (tad var reyndar a steinöld en…) svo gefid RB breik… 😀 En djofull elska eg ad lesa pistlana her a kop.is 🙂

 4. Frábær póstur hjá þér Babu.
  Ér er alveg á þeirri skoðun að Benitez er á hárréttri leið með liðið og ef við bætum við okkur 2-3 sóknarþekjandi leikmönnum í sumar þá verðum við með rosalega sterkt lið.
  Ekki vissi ég að Dossena hefði verið kantmaður á Ítaliu og kannski þess vegna sem að varnarleikurinn hans hafi verið hálflsappur ril að byrja með en við eigum bara of mikið af leikmönnum á vinstri vænginn en engan nema Kuyt og Yossi á þann hægri.
  Aurelio, Dossena, Insua, Babel, Riera og svo á næsta ári Leto.
  Ef að Aurelio heldur svona áfram þá verðum við í góðum málum og mætti kannski skoða þann möguleika að selja Dossena í sumar og halda Insua.
  Ég held að við tökum CL þetta árið og endum í 2 sæti í deildinni 3 stigum á eftir United.

  En ég segi, höldum Benitez.

 5. Fór allt í einu að spá í vinstri bakverðina okkar. Nú eigum við 3 heimsklassa menn í þessa stöðu! Í desemberbyrjun áttum við engan og enginn keyptur í millitíðinni …

 6. Birkir

  – Ég er þó bara alls ekkert búinn að gefa það uppá bátinn, að þetta verði sísonið okkar… bara alls ekki.

  Innst inni ekki ég heldur, maður þorir samt eiginlega ekki að vona.

  Ásmundur

  – Ekki vissi ég að Dossena hefði verið kantmaður á Ítaliu

  Ég tek þetta sem að hann hafi frekar verið svona wing back á ítalíu. Spilað mun framar, verið sókndjarfari og með minni varnarskyldur.

 7. Ásmundur #4: “mætti kannski skoða þann möguleika að selja Dossena í sumar”
  Ertu brjálaður?

  Snilldar pistill, Babu (og flott treyja!)

 8. Frábær pistill. Menn eru byrjaðir að tala um sumarið, og það sem þarf að gera er að kaupa einn flottan fram og sv verðum við bara að styrkja hægri hliðina. Vantar backup fyrir Arbeloa, vinnst svo skelfilegt að sjá Carra þarna, á eki heima þar. Svo verðum við að fá kantara, þótt Gyðingurinn sé búinn að vera frábær eftir áramót.

 9. Flottur pistill. Ég er sannfærður. Keep on with the Rafalution. Hvað svo sem gerist héðan í frá… 🙂

  Ég er búinn að hlæja mig máttlausan yfir FanZone klippunni…. Félagi okkar þar er alveg magnaður.. og sjá viðbrögðin og svipbrigðin hjá Mancaranum er óborganlegt…
  Oh my Red…. 🙂

 10. Við þurfum að taka upp veskið og splæsa í einn alvöru og dýrann mann. Ribery ef það er séns jafnvel þó við séum að tala um 30m eða tékka td á hvort Sneider sé falur.

 11. Þetta líkar mér. Ég er á því að ef við klárum okkar leiki – vinnum rest, þá eigum við séns, annars ekki. En hvort sem við tökum titilinn þá er þessi sigur á Júnæted nóg til að maður verði glaður til loka tímabilsins. Þetta var óhemju ljúft.

 12. Þetta season er alls ekki búið. Man U verða með hnút í maga í næsta leik sem er á útivelli gégn Fulham…..
  ……Fulham klikkuðu síðast fyrir okkur en nú hef ég tröllatrú á þeim.

 13. Sammála Tryggvi. Ég tel að manu hafi verið að klára of mikið undanfarið miðað við spilamennskuna.

  Og Guðlaugur Victor að skora sitt fyrsta í gær!

 14. Ég hef nákvæmlega enga trú á Fulham, enda stjórinn talið sig þurfa að segja að þeir eigi ekki sjens gegn man u fyrir báða leiki þessara liða á tímabilinu. Hann notar því eflaust tækifærið og hvílir menn eða segir þeim að taka því rólega eins og síðast.

 15. Mikið hefur verið talað um að slæmt gengi okkar hafi verið að stærstum hluta vegan þess að Torres hefur verið meiddur mikið í vetur og einnig Gerrard eitthvað líka. Rafa hefur bent á þetta sem ástæðu og einnig hefur þessari ástæðu oft verið haldið á lofti hér á þessari síðu.
  Ég fór að velta þessu fyrir mér og tók því saman í hversu mörgum af þeim leikjum í úrvalsdeildinni sem hafa endað annaðhvort með jafntefli eða tapi Torres hefur ekki verið mað í, og hve mörgum af þessum leikjum Gerrard hefur misst af.
  Hér fyrir neðan er listi yfir þessa leiki.

  Aston Villa – Liverpool 0-0 Fernando Torres með, Gerrard ekki með
  Liverpool – Stoke city 0-0 Fernando Torres með, Gerrard með
  Tottenham – Liverpool 2-1 Fernando Torres ekki með, Gerrard með
  Liverpool – Fulham 0-0 Fernando Torres með, Gerrard ekki með
  Liverpool – West Ham 0-0 Fernando Torres ekki með, Gerrard með
  Liverpool – Hull City 2-2 Fernando Torres ekki með, Gerrard með
  Arsenal – Liverpool 1-1 Fernando Torres ekki með, Gerrard með
  Stoke City – Liverpool 0-0 Fernando Torres byrjar á bekknum, kemur inn á 61. Mín, Gerrard með
  Liverpool – Everton 1-1 Fernando Torres með, Gerrard með
  Liverpool – Man. City 1-1 Fernando Torres með, Gerrard ekki með
  Middlesbrough – Liverpool 2-0 Fernando Torres ekki með, Gerrard með

  Þetta eru 11 leikir, af þeim var Fernando Torres ekki með í 5 þeirra, og kom inná í einum, þannig að hann var með í 5 af þessum leikjum, 4 enduðu með jafntefli og 1 með ósigri.

  Gerrard er ekki með í 3 af þessum leikjum sem allir enduðu með jafntefli.

  Í engum af þessum 11 leikjum er hvorugur þeirra með, þannig að það vantar annanhvorn þeirra í 8 leiki af þessum 11.

  Í þessum 3 leikjum sem þeir eru báðir með eru 6 töpuð stig vegan jafntefla gegn; Stoke City heima, Everton heima og Stoke City úti, (Torres kom inn af bekknum á 61. Mín)

  Í leikjunum sem Torres er með eru 11 töpuð stig.

  Í leikjunum sem Gerrard er með í eru 18 töpuð stig.

  Þannig að ég tel ekki allskostar rétt að benda á að slæmt gengi sé vegna þess að Torres hafi ekki verið með í svo mörgum þeirra, þó við höfum vissulega saknað hans þegar hann hefur verið fjarverandi.

  Og já og við unnum Manutd heima án þeirra félaga.

  Ég er ekki að segja með þessum orðum að ég vilji Rafa burt, en ég hled að hann verði að kannast við mistökin sem hann hefur sjálfur gert á tímabilinu, vegna þess að ég álít að hann eigi stærstan þátt í þeim stigum sem við höfum tapað á tímabilinu með ákvörðunum sínum með uppstillingu á leikmönnum og leikaðferðum í þeim leiknum sem við höfum tapað stigum. Ef hann gerir það ekki er lítil von um að hann lagi það sem aflaga hafur farið.

  Að lokum verð ég að setja inn hér stóra kvörtun um Rafa, það er algerlega honum að kenna að ég verð með harðsperrur í brosvöðvunum langt fram í næsta mánuð, það er ekki hægt að maðurinn geri manni þetta svona á einni viku.

  kv
  ipj

 16. Ég vissi að þetta myndi mistakast hjá mér, ég var að reyna að setja aðra málsgrein upp sem töflu en tókst ekki betur en þetta. Reyni aftur:

  Aston Villa – Liverpool 0-0 Fernando Torres með, Gerrard ekki með

  Liverpool – Stoke city 0-0 Fernando Torres með, Gerrard með

  Tottenham – Liverpool 2-1 Fernando Torres ekki með, Gerrard með

  Liverpool – Fulham 0-0 Fernando Torres með, Gerrard ekki með

  Liverpool – West Ham 0-0 Fernando Torres ekki með, Gerrard með

  Liverpool – Hull City 2-2 Fernando Torres ekki með, Gerrard með

  Arsenal – Liverpool 1-1 Fernando Torres ekki með, Gerrard með

  Stoke City – Liverpool 0-0 Fernando Torres byrjar á bekknum, kemur inn á 61. Mín, Gerrard með

  Liverpool – Everton 1-1 Fernando Torres með, Gerrard með

  Liverpool – Man. City 1-1 Fernando Torres með, Gerrard ekki með

  Middlesbrough – Liverpool 2-0 Fernando Torres ekki með, Gerrard með

 17. Nr. 18/19 ijp
  Gott og vel, en í hversu mörgum þessara leikja var Torres/Gerrard varamaður, að stíga upp úr meiðslum og ekki í topp formi eða meiddist ?

  Liverpool er alls ekki bara þessir tveir menn, síður en svo, eins getum við alveg unnið hvaða lið sem er án þeirra í one off leik (og höfum gert það). En það skiptir okkur gríðarlega miklu máli þegar til lengri tíma er litið að hafa þá með og í formi, ekki hálf meidda eða einfaldlega meidda.
  Auðvitað kemur það samt stundum fyrir að við gerum jafntefli eða töpum þrátt fyrir að ekkert ami að þessum tveimur, skárra væri það nú.

 18. Flottur pistill Babu, og segir mjög vel það sem ég hef hugsað að undanförnu og er algerlega sammála því að síðustu tveir leikir kalla á nýjan samning.

  Menn eru auðvitað að gera sér grein fyrir hvílíkum stórvirkjum við urðum vitni að síðustu daga og ljóst að slík verk vinna bara snillingar!!!

  Andrea Dossena var wingback í 352 kerfi með Udinese og svo sóknarbakvörður þegar hann var með ítalska landsliðinu. Þess vegna var töluvert erfitt hjá honum í haust og ég var eiginlega búinn að afskrifa hann þangað til nú að undanförnu. Flott væri nú bara að halda honum og Insúa, auk Aurelio er vinstri bakvarðarstaðan að verða flott.

  Skulum sjá hvað setur, maður allavega gat byrjað að vona aftur kl. 15:00 síðasta laugardag!!!!!

 19. Það eina sem þessi tölfræði segir okkur er að við eigum skýlaust að selja Lucas og kaupa Gareth Barry í sumar.

  Lucas er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hentar bara því miður ekki í enska boltann. Eins og er bent á commentum við þennan link vinnur Liverpool hlutfallslega færri leiki þegar Lucas er inná.
  Hann oozar heldur ekki neinu sjálfstrausti yfir Liverpool liðið þegar hann er inná. Slíkt er ekki hægt að mæla með tölfræði.

  Lucas tekur nánast engan þátt í sóknarleiknum (jafnvel enn minni en Alonso) og hann gefur ávalt stuttar sendingar á miðjunni í stað þess að líta upp.

  Varðandi Dossena þá er hann búinn að taka miklum framförum, en nú þegar Aurelio er loksins meiðslalaus og aldrei spilað betur, ásamt því að Insúa er orðinn vel þroskaður framtíðarleikmaður þá er hlutverk Ítalans óljóst. Mér finnst 8m punda vinstri wing-back sem er notaður af og til yfir veturinn full mikið bruðl. Barry getur spilað þarna, sem og Agger(ef hann verður áfram). Mér yrði það að meinalausu ef Dossena yrði seldur í sumar, vörnin er eitt en ég hef ekki séð þá sóknartakta hjá honum í vetur sem réttlæta 8milljón pund. Hann hefur ekkert verið að spæna varnarmenn í sig með ógnarhraða og tækni þó maður hafi séð slíkt frá honum á Youtube.

  Þurfum hraða og líkamlega sterka leikmenn sem geta spilað fleiri en 1 stöðu á borð við Gareth Barry og enska leikmenn sem þurfa ekki ár til að aðlagast. Meiri sóknarkraft á næsta tímabili ef við ætlum að vinna titilinn. Leikmenn sem þora að taka virkan þátt í sókninni og taka pressuna af Gerrard og Torres. Hægri bakvörð, Hraðan hægri kant og Power-forward. Hugsanlega Aron Lennon og Luca Toni.
  Þá erum við komnir með þetta.

 20. Þú last það vonandi líka Sölvi að Lucas vinnur fleiri bolta en Mascherano. Það fannst mér merkilegast því hingað til hefur hlutverk Mascherano verið það eitt og ef að Lucas er að standa sig betur í því en fyrirliði argentínska landsliðsins hlýtur hann að vera gera eitthvað rétt! Það er líka fullkomlega rangt hjá þér að hann gefi bara stutta bolta eftir miðjunni. Fullkomlega. Svo eru ansi margir að gleyma því að Mascherano og Alonso ráða ekki við heilan vetur tveir og það hlýtur fullkomlega að hafa komið í ljós á Old Toilet um helgina hvar best er að hafa Gerrard. Það er ekki inni á miðjunni, heldur fyrir aftan senter.

  Svo skil ég ekki hvers vegna í ósköpunum við ættum að breyta Daniel Agger í bakvörð???? Hann hefur alls ekki hraðann í það. Hann er góður hafsent, en þó ekki nógu góður til að komast í liðið hjá okkur og ekki nokkur ástæða að búa til úr honum bakvörð til þess. Hef trú á því að við missum Agger í sumar, einfaldlega af því að hann kemst ekki í liðið hjá okkur.

  Við fáum örugglega fínan pening fyrir hann, eigum ennþá pening frá Keane. Barry, Johnson og Agbonlahor á diskinn minn. En yrði líka sáttur við Ribery, en ég held að hann fáum við ekki.

 21. Biðst afsökunar að taka grafskriftina úr Optaþræðinum sem ég benti á hér að ofan, en hér kemur semsagt álit sérfræðingsins sem tók út miðjumennina okkar, og bætti Barry við. Er um Lucas……

  “Given these stats it seems as though Lucas may develop into a crucial box-to-box midfielder for Rafa Benitez’s side, so far outclassing even Mascherano in terms of tackling, but also with the ability to get up the pitch to fire off more shots on target and create more chances than his Argentine rival.”

  Þess vegna er mér enn fyrirmunað að sjá hversu illa þessum strák er tekið og það er að mínu viti til skammar að á hann hafi verið baulað.

  En við erum auðvitað með þráðrán hér við flottan pistil….

 22. Nóttina fyrir útileikinn gegn RM dreymdi mig langan og skrítinn draum, ætla ekki að fara mikið útí innihald draumsins en get sagt ykkur að hann endaði á því að ég hoppaði og fagnaði því að Liverpool væru bestir, enda hafði ég einhverstaðar í draumnum séð knattspyrnuvöll þar sem okkar ástkæra var að spila við andstæðing sem ég bar ekki kennsl á.
  En mikið fagnaði ég í draumnum, hló og skrýkti eins og skólastelpa og endaði svo á að faðma Gulla Helga : / en hann er harður púllari : )
  Þegar öllu þessu var svo lokið og ég loks vaknaði var ég viss um að við myndum vinna Meistaradeildina enda fannst mér og finnst reyndar ennþá að EPL sé okkur runnið úr greypum.

  Aníhú, my point is………við vinnum stóra dollu í ár : )
  Þess má svo til gamans geta að ég hef alltaf verið berdreyminn……..þá á ég ekki við að ég sé alltaf ber þegar mig dreymir…….sem ég er reyndar líka : )
  En það er önnur saga : )

  Góður pistill b.t.w

 23. Mæli með að fólk lesi þessa dóma um besta/versta lið umferðarinnar að mati Setanta. Liverpool með 5 menn þarna.

  http://www.setanta.com//uk/Articles/Football/2008/12/01/BestWorst-Teams-of-the-Week/gnid-29622/

  Left back: Fabio Aurelio – Liverpool
  “Apparently the world’s best player was on the pitch at Old Trafford at the weekend – some guy called Ronaldo. You wouldn’t have known though, as he spent the whole afternoon hiding in the Fabio Aurelio’s pocket. The Liverpool left back was as solid as a rock at the back and netted The Reds’ third with a magnificent free-kick.”

 24. Tek þetta tilbaka með Luca Toni, ekki sá besti. Auk þess stöðugt meiddur í Þýskalandi. Datt bara ekki neinn annar stór og stæðilegur leikmaður í hug sem væri raunhæft að kaupa. Ekki fer maður að nefna Emile Heskey eða Adriano. Ef Nistelrooy eða Klose vilja koma þá er ég til.

  Maggi, ekki misskilja mig viljandi! Lucas er eins og ég segi stórfínn leikmaður. Skil hvað þú ert að fara, en hann bara hentar ekki í enska boltann að mínu mati. Hefur ekki sjálfstraustið í það og ekki nógu hrokafullur eins og t.d. Fabregas.
  Rafa notar Mascherano aðallega í stórleikjum sem gæti skýrt þessa tölfræði. Mascherano er líka búinn að vera langt langt frá sínu besta í vetur. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er í heimsklassa. Lucas á eftir að sýna slíkar hæðir.
  Er síðan hjartanlega sammála með hversu hrikalega skammarlegt þetta baul var á strákinn, hann á slíkt engan veginn skilið.

  Ég talaði ekki um að gera Agger að vinstri bakverði. Hann getur hinsvegar spilað þarna í hallæri, sama og Barry. Það er andskoti nóg að hafa 2 góða leikmenn (Aurelio og Insúa) að berjast um hverja byrjunarliðsstöðu. Þess vegna er Dossena ofaukið að mínu mati.

  Góður draumur maður! 🙂

 25. Í sambandi við Dossena, þó Aurelio hafi líklega átt sinn besta leik úti gegn real og verið algjörlega frábær síðan þá þýðir það ekki að hann hætti allt í einu að meiðast. Sem hann gerir nokkuð reglulega. Þá er fínt að hafa Dossena og vissulega Insua, tel því ekkert endilega ofaukið ef Dossena fer hugsanlega einnig að deila stöðunni framar á vellinum með Riera. Riera hefur verið að dala og jafnvel endast stutt í leikjum og Dossena er oftast með flottar fyrirgjafir og getur augljóslega klárað færi.

 26. Ég er allt of væminn til að halda niðri í mér andstöðu minni við Benitez og vildi því henda þessari ræmu inn á ykkur áhangendur, sem eflaust hafið séð þetta í tonnavísu!
  http://www.youtube.com/watch?v=haeBNC0Ipbw

  Ég bara vil benda ykkur á litla strákinn sem hamast á flöskunni á meðan “merkjagaurinn og co” fara hamförum á borðinu! Strákurinn er hetj! 🙂

  PS: Miða á Anfield í apríl please let me know.

Ég …

Rafa skrifar undir!!!!!