Ég …

Eftir að hafa beðið lengi eftir að fá góðan framherja, verðugan arftaka þeirrar arfleifðar sem Michael Owen, Robbie Fowler og Ian Rush skildu eftir sig, grunaði mig aldrei að við myndum fá Strák sem er mögulega betri en allir þrír. Ég veit, guðlast, en hann er bara SVONA góður!

… elska Fernando Torres!

Fleira var það ekki í bili.

63 Comments

  1. Ég hefði nú fyrir mitt leyti, viljað sjá Fyrirsögnina 1-4, aðeins lengur þarna efst á síðunni 😉
    En ég er svolítið skotinn í Torres líka, því verður ekki neitað.

    Carl Berg

  2. hehe, ég get ekki annað enn verið sammála þér, Kristján, en hvers vegna kemur þetta svona upp úr þurru? Hvað hefur hann gert í morgun?

  3. Hann hefur svo sem ekkert gert í morgun. Ég hins vegar datt í smá YouTube-æði í leiðindum og svefnleysi og horfði á slatta af mörkum kappans. Hann er bara yndislegur þessi drengur, það er ekkert öðruvísi. 😉

  4. Þetta er svo hrikalega mikil snilld hjá Gerrard að það rosalegt….United menn passa sig ávallt á því að hlaupa beint í myndavélina þegar þeir skora og því vart hægt að gera meira in your face eins og Gerrard gerir þarna í öðru markinu :p

    Gaurinn á fanzone hjá Sky toppaði þetta svo með því að kyssa á móti

  5. Torres er langbesti framherji í heimi.
    Á engan sinn líka. Hugsið ykkur, hann hefur náð þeim toppi 24ra ára gamall og við eigum hann!
    Ég er líka handviss um það að G&T er besta “one – two punch” par í fótboltanum í dag og eiga eftir að stúta öllum viðmiðum hjá félaginu okkar, hvort sem verið er að tala um Toshack-Keegan eða Dalglish-Rush.
    Nú þarf bara að fá meiðslasögu FT úr sögunni og bæta einum svakalegum sóknarmiðjumanni í mixið og fara að telja titla í bunkum.
    Tilfinningin bara batnar!!!!!!

  6. Elska hann líka og alla hina!
    Má bara til með að deila með ykkur mestu froðu og heimsku sem ég hef lesið í lífinu. Frábært að vita til þess að síðasta fíflið er ekki fætt:)

    Tekið af mansjæt spjallinu: ummæli eftir DoctorHver.

    Frá mínum bæjar dyrum séð var þessi leikur dómaraskandall.

    1. Brotið hjá Reina (hef séð markverði fjúka útaf fyrir minna.)
    2. Brot Torres (hef séð menn dæmda brotlega fyrr minna.), hinsvegar afsakar það ekki arfa slaka varnar vinnu Vidic.
    3. Brot Evra á Gerrard (hef séð sóknarmannin fá gult spjald fyrir svipað dæmi).
    4. Brot Vidic á Gerrard (hef séð menn sleppa með gult spjald)

    Tvískinungur dómara á Englandi er ótrúlegur. Taktu Gerrard út úr þessari jöfnu og settu Ronaldo í staðin, sama niður staða nei. Mann ekki betur en að Ferguson hafði talað um þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Hinsvegar er það slakkt af hálfu United að láta Liverpool komast í þá aðstöðu að geta fiskað þessi brot.

    The Doctor: “I always like to do the unexpected, it takes people by surprise”.

    YNWA
    Geiri

  7. Í guðanna bænum ekki vera að klippa ummæli úr scum-bullinu hingað yfir. Segir allt sem segja þarf þegar þeir telja Man U hafa verið betri aðilann í leiknum!! Svona liði er ekki viðbjargandi. Annars var þetta svo yndislegt að maður þurfti að klípa sig nokkrum sinnum til að trúa því að þetta væri raunverulegt. Rústa Real og svo Man U á Old Trafford í kjölfarið. Yndislegt.

  8. Getur einhver útskýrt afhverju Vidic fer ekki í 3ja leikja bann hið minnsta?

  9. torres er buinn ad vera uppáhalds leikmaður minn í mjóg langan tíma þegar eg fretti ad hann kæmi til Liverpool öskraði ég af gleði elskan svo mikið hann er langt um bestur 9132328423784238471743128738129381273872183721837823 betri heldur enn ronaldo TORRES<3

  10. Algjörlega fáránlegt að Vidic sleppi með 2ja leikja bann! Í hvern hefur Mr.Alex hringt og græjað þetta?

  11. Manchester menn eru bara vanir að hafa dómaraskandal fyrir sig, en ekki á móti sér. Þetta var í fyrsta skiftið í nokkur ár, sem dómarin hefur verið réttlætur á Old Trafford. Það er ekkert sem þeir geta sagt, sem felur það, að við vorum betra liðið, með fleiri mörk og flottari búninga.
    óver enn át.

  12. KAR: Ertu virkilega að segja að Torresinn slái út Fowlerinn ??

    “Eftir að hafa beðið lengi eftir að fá góðan framherja, verðugan arftaka þeirrar arfleifðar sem Michael Owen, Robbie Fowler og Ian Rush skildu eftir sig, grunaði mig aldrei að við myndum fá Strák sem er mögulega betri en allir þrír. Ég veit, guðlast, en hann er bara SVONA góður!”

    Hann er reyndar snillingur en betri en Fowler … sjáum til.

  13. Kannski að menn hætti að tala með rassinum og æpa í loftið með alhæfingar að Ferguson hafi kippt í nokkra spotta og fengið einungis 2 leikja bann. Mæli með að menn kynni sér reglunar áður. Hann átti einungis að fá 1 leikja bann en þeir urður 2 vegna þess að hann hefur þegar fengið rautt spjald á leiktíðinni.

    Btw terry fékk sitt rauða spjald afturkallað fyrir mjög svipað brot og hjá Vidic um helgina

  14. Pippi, þú kannski lokar rassgatinu og vísar í reglurnar þar sem þú þekkir þetta svona vel.?!?
    Ég man ekki betur en að reglurnar séu 3 leikja bann fyrir beint rautt en 1 leikur fyrir 2 gul=rautt.

  15. Þótt ég sé færasti googlari norðan Alpafjalla nenni ég ekki að gera þetta fyrir þig. Ég til dæmis vísaði í Terry brotið, lestu þig til um það og kíktu á heimasíðu FA

  16. Ég ELSKA LÍKA TORRES !!!!! Ég elska hann svo mikið að ég vill fá fleiri á hans level í liðið, Gerrard og hann eru bara ekki nóg.

    Þá verð ég enn og aftur að beina spjótum mínum að Mr. Benitez, ég veit að hann hefur ekki algerlega fengið frjálsar hendur með leikmanna kaup en núna verður hann bara að sína töfra í kaupum í næsta glugga og kaupa fleiri kónga á þeim standard sem Mr. T og Dr. Steveg eru á.

    Annars er öllum ljóst að það er kominn tími á stjórann að taka pokann sinn er það ekki annars?

    endilega tökum spennandi umræðu um þetta

    mbk toni

  17. Pippi, það má vel vera að þú sért ljómandi googlari, en tel þig ekki vera með bolta reglurnar jafn mikið á hreinu. Beint rautt spjald hefur ávallt gefið 3ja leikja bann svo vítt sem ég veit, svo lengi sem ekki er áfrýjað.
    Það sem gerðist með Terry er að hann var ekki aftasti varnarmaður, svipað og með Vidic. Ég tel þetta vera matsatriði að stytta bannið niður í 2 leiki þar sem augljósu marktækifæri var hnupplað af fyrirliðanum. Ég er þó ekki sammála styttingunni og hefði viljað sjá fulla 3 leiki.

    Vil þó taka það fram að ég er ekki með dómararéttindi, né hef lesið reglur út í þaular, en ég bý að þeirri reynslu að hafa æft fótbolta með félagsliði í hátt á annan áratug og fylgst með boltanum enn lengur.

  18. Ef ég skil þetta komment rétt hjá þér, Toni R, þá viltu að Benítez fari?

    Mér þykir það algjörlega út úr kú, að nokkrum manni geti þóst það. Eru menn þá að gefa í skyn að þeir vildu frekar fá Houllier aftur? ef ekki bara Evans? -Það er bara virðingaleysi að svo mikið sem halda að við gætum verið betri án Rafa.

  19. Þegar Terry fékk rautt dæmdi dómarinn það sem “serious foul play”, en samkvæmt skilgreiningu FA á því var brotið ekki slíkt og slapp því við 3 leikja bann. Auk þess braut hann á leikmanni sem var rétt kominn fram yfir miðju. Í tilfelli Vidic er spjaldið gefið fyrir “denied an obvious goalscoring opportunity” -> 1 leikur í bann.

  20. Pippi, það er nú ansi fróðlegt að kíkja á heimasíðu FA. Þar komst ég að því andstætt því sem þú segir, að FA hafa ekkert með hversu margir leikir er gefnir í bann fyrir ódrengilega framkomu. Mér skilst að það sé FIFA sem hefur mest með það að gera. Hins vegar sér FA um áfrýjunar ferilinn þar sem dómarar á þeirra vegum sjá um að reglum leiksins sé fylgt.
    Leiðrétti mig sá er veit betur, en þetta var það sem ég sá í fljótu bragði.

    Mæli sterklega með því að þú kynnir þér heimildir sem þú vitnar í, áður en þú kemur með ummæli slík og í færslu #25 og ennfremur að vanda orðavalið, þar sem mér finnst það ekki hæfa kvenmönnum að beita jafn óvönduðu málfari.
    Er Pippi ekki annars kvenmannsnafn?
    kv. Langsokkur

  21. Ég tel einnig að Toni R hafi verið dæmdur fyrir “obvious manc impostor posting on an opposing teams blog as if he’s that teams fan and making comments that are sly digs at anything connected to that team”.

  22. Ég mæli nú með því að menn kynni sér málin áður en þeir hengja menn eins og Pippi fyrir að halda nákvæmlega réttum hlutum fram.

    Úr reglugerðum FA (sem má lesa hér, undir disciplinary procedures, FCTM=first team competitive match):

    PLAYERS SENT OFF UNDER LAW 12 (4) and (5)
    A Player who is dismissed from the Field of Play for denying a goal or an obvious goal-scoring opportunity by physical means or by handling the ball, will be suspended automatically from FTCM commencing forthwith, until such time as his Club has completed its next FTCM.

    Sem sagt, Vidic hafði af Gerrard dauðafæri með því að kippa honum niður og fær fyir það 1 leik í bann, seinni leikurinn er vegna þess að þetta er rauða spjald númer 2 hjá honum á leiktíðinni og er fengið úr eftirfarandi klausu:

    Players dismissed from the Field of Play in a FTCM, having previously in the same season been sent off in a FTCM (or suspended under the Standard Directions set out in Schedule A in these Regulations for an incident in a FTCM), will be suspended for one extra match for each such previous sending off or suspension, in addition to the automatic suspension applicable to the dismissal.

  23. Hvaða máli skiptir það okkur hversu langt bann Vidic fær? Við erum búnir að mæta United í deildinni þetta árið og ég myndi svei mér þá frekar vilja sjá hann þurfa að rífa sig upp móralskt séð í liðinu heldur en utan þess næstu leikina. Ef hann verður ekki eilítið ótraustur eftir útreið helgarinnar, hvenær þá?

    Toni R var síðan held ég alveg örugglega að grínast með Rafa-kommentið.

    Slökum aðeins á og höldum áfram að ræða það sem þessi færsla er ætluð fyrir: snilld El Nino! 😉

  24. His armband proved he was a red Torres Torres!
    You´ll never walk alone it said Torres Torres!
    We bought the lad from sunny Spain
    He gets the ball and scores again
    Fernando Torres Liverpool´s number nine !!

    LALALALALALAAALAA……..

  25. Bounce in a minute, we’re gonna bounce in a minute, bounce in a minute, we’re gonna bounce in a minute… 🙂

  26. la la la, veistu hvað ljóminn er ljómandi góður, ljóminn er bet’ren ég hugsaði mér…

    Koma svo Púlarar allir saman nú la laaaaaaaalaa lalalalalal

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

  27. Það eru sönn forréttindi að fá að halda með Liverpool. Hefðin, sagan og hve margir Liverpool aðdáendur eru nákomnir mér gerir það ómetanlegt að halda með Liverpool.

    Svona leið mér fyrir Real Madríd leikinn fyrir þremur vikum. Núna get ég ekki komist yfir það hvað ég er ánægður með Benitez, Torres, Gerrard, Sammy Lee og aðra í kringum Liverpool.

    Hvernig mun manni líða þegar Liverpool verður enskur meistari? Frábærlega!!!! Endalaus hamingja + 1!!!!

    You will never walk alone.

    Og já ég elska Torres líka.

  28. Er það bara ég eða er það mjög skrítið að ekkert var skrifað um leikinn í fréttablaðinu í gær? Ekki ein lína.

  29. Já, tók einmitt eftir því EFE. Hefur líklega ekki verið nógu stór leikur fyrir þá. Eða kannski ekki nógu hagstæð úrslit fyrir fréttaritarana.

  30. Tók líka eftir þessu með skítasnepilinn Baugsblaðið.

    En þetta móment þegar Capt. Fantastic kyssir cameruna! Er viss um að þetta var kiss of death fyrir júnited. Þeim mun fatast flugið núna enda búnir að ganga allt of vel eftir áramót.

  31. En hvað þarf að gerast til að við eigum möguleika á titlinum?

    Svar: Við þurfum að vinna alla 9 leikina okkar og á sama tíma þarf MU að tapa þremur.
    Hverjar eru líkurnar á því? Svar 2,17%

    En Fernando Torres, hann elska ég!

  32. Sælir vinir og bræður, ef tölfræði Rafa er skoðuð þá er ljóst að við getum að sjálfsögðu verið betur settir án hans, meira að segja miklu betur !! Maðurinn hefur ekki enn verið nálægt því að vinna deildina og hefur einu sinni unni United á útivelli.

    Ekki falla í þá grifju að halda að hann sé einhver snillingur þó svo að við höfum rústað united !!!

    Þetta sníst um titla, og ef Gerrard vinnur ekki deildina þá er ferillinn að hans eigin sögn ónýtur, þætti mér það hræðileg örlög fyrir þennan snilling og þá enn verr að ekkert var í gert til að koma í veg fyrir, eins og t.d. að setja nýjan mann í brúnna. Við erum geggjaðir í CL það er rétt, en hvernig væri að fá mann eins og Mourinho sem kann að vinna deildir ??????

    fáum nú smá málefnalega umræðu um þetta.

    Ps. ég elska Torres jafnvel óeðlilega, og Gerrard sömuleiðis, but Mrs. Benitez fuck OFF

  33. Toni R….ef þú ert að byðja um umræðu um Benitez, bíddu eftir þeim þræði, ekki þræðinum þar sem er verið að tala um Torres.

    Torres er samt sem áður með fremstu framherjum í heimi þessa dagana og okkar lið, sem að Rafa hefur verið að byggja upp er að smella eins og er.
    Þetta fyllir okkur af vikilli trú, og von, um að okkar menn endi mjög ofarlega í ár og held ég að það sem mjög rökrétt markmið miðavið hvernig við höfum spilað!

    Come on you REDS!
    YNWAL – that’s to Rafa and his army!

  34. Er þetta grín, má SSteinn kalla mig grey en ég ekki svara???? afhverju er hans ummælu ekki eitt út, þetta er kjaftæði og þið vitið það,

    þó ég sé ekki skoðanbróður hans þá er ég ekkert verri en hann

  35. Frábært komment hjá John Barnes um Lucas og er hjartanlega sammála hverju orði.
    Hef ekki orðið var við neikvæðni United manna á Fletcher og O’Shea sem ég tel miklu verri fótboltamenn en Lucas.

    Sama hvað við reynum þá munum við aldrei klára tímabil á sömu 11 leikmönnunum og þá þurfum við menn eins og Lucas.

    En er það ekki magnað hvað manni líður enn vel eftir einn fótboltaleik, sem ég er reyndar búinn að horfa nú fjórum sinnum á. Í heild sinni….

  36. 52

    Þú þekkir reglur þessarar síðu vonandi vel, ég var ekki sá sem eyddi ummælunum, en var á leiðinni til þess þegar ég sá að það var búið.

    Þau einfaldlega voru á þann hátt að ekki nokkur var ástæðan til að láta þau standa!

  37. en hvað með SSteina, hann kallar mig grey er það í lagi? ég hafi ekkert gert annað en að viðra skoðanir mínar þegar hann gerir það?

  38. “Hef ekki orðið var við neikvæðni United manna á Fletcher og O’Shea sem ég tel miklu verri fótboltamenn en Lucas.”
    Fletcher og O’Shea hafa ansi oft fengið það óþvegið, var bara vandræðalegt með Fletcher á tímabili. Hann hefur hins vegar bætt sig andskoti mikið og er þrjátíu sinnum betri leikmaður í dag en Lucas.

  39. Þessi færsla var ætluð sem smá gleðispjall um uppáhalds framherjann okkar. Ef menn geta ekki haldið sig á þeim nótum verður lokað á umræðuna. Það er bara svo einfalt. Ef menn vilja ræða málefni leiksins á laugardaginn eða annað tengt United eru til þess þrír þræðir frá því á föstudag og laugardag.

  40. Toni R, það að vilja Benitez burt er bara fásinna og ekkert annað. Þessi maður er að gera fáránlega flotta hluti með þennan klúbb. Hann tók við klúbbi sem var í dauðakippunum liggur við og er búinn að snúa honum aftur við í stórklúbb sem öll önnur lið óttast. Við erum að tala um besta árangur Liverpool í ár síðan að Úrvarlsdeildin var stofnuð og flest stig. Hvaða bull er þetta, þessi maður er bara snillingur og nákvæmlega rétti kosturinn fyrir LFC. Það þarf tíma til að byggja upp stórveldi og ná árangri s.br. Ferguson, s.br Wenger og meira að segja s.br Martin O’neill. Þessir menn fengu tíma til að byggja sitt lið upp og það fær Benitez líka. Það gerist ekki allt á einu tímabili, því þetta er ekki þannig klúbbur. Við kaupum ekki bara meistaralið eins og Chelsea heldur fer þetta áfram á mönnum sem elska klúbbinn og elska að vinna og spila fyrir hann. Ég held þú ættir að reyna sjá hlutina í réttu ljósi áður en þú hengir menn.

  41. Sorry Kristján, ég bara varð að svara þessu. Á erfitt með að lesa svona rugl þegar að klúbburinn er á uppleið og rúmlega það.

  42. Ómetanlegur leikmaður hann Torres.
    Hann er spilandi á öðrum fæti, allur teipaður og lemstraður en gerir samt grín að Vidic og Ferdinand. Sáuði svipinn á Vidic þegar hann var klobbaður?!

    Þetta jafnvægi og hraðabreytingar sem hann hefur eru hreint ótrúlegir hæfileikar. Hef ekki séð striker hreyfa sig svona síðan Ronaldo (hinn brasilíski) var uppá sitt besta.

    Svo er hann með hausinn á réttum stað og alltaf til í að taka leiðsögn Rafa og bæta sig enn sem leikmaður. Enska deildin hentar honum mjög vel og hann hefur líkamsburði og hraða til að standa sig hvar sem er. Hann mun ef Guð lofar eiga 7-8 góð ár eftir hjá okkur og væntanlega skila meistaratitlum í hús ef við bætum við fleiri leikmönnum í sama klassa og hann og Gerrard.

    Ótrúlegur happafengur fyrir Liverpool. 🙂

  43. Fernando Torres er líklega ein bestu kaup Liverpool fyrr og síðar. Vonandi að það verði fáir leikmenn keyptir á nokkuð hærri upphæðir frekar en að fá 3 Salif Diao hverja leiktíð.

    Ég er alveg á því að ef það bætast við 2-3 heimsklassa leikmenn í liðið okkar þá mun deildin verða okkar tvisvar sinnum á næstu þremur árum. Þá er ég að tala um í Ribery klassa. Eitt stk hægr bak, svo eitt stykki kantmaður sem getur tekið báða kantana, og einn stræker til að vera með Torres.

    Við elskum allir Torres, og Gerrard, og Alonso, og Carragher, og Dossena!

  44. Ótrúlegt hvað svona þráður getur leiðst út í mikið rugl…en ég velti einu fyrir mér. Er hægt að biðja um óskalög hérna? Þeas að koma með beiðni um pistil?
    Ég hef lýst þeirri skoðun minni hér áður að það besta sem gerist á þessari síðu eru greiningarpistlar ykkar félaga. Gæti ég fengið einn um afganginn af tímabilinu hjá Man U, Chelsea og okkur, hvort við eigum enn nokkra möguleika á titlinum. Okkar menn hópast í blöðin að segja að við eigum enn séns…
    Og já, ég fíla Torres líka.

man utd 1 – Liverpool 4!

Hitt og þetta