Real Madrid á morgun

Júhú hújú!!!

Veisla á morgun, hefst stundvíslega kl. 19:45 á þeim magnaða stað, Anfield Road í Liverpool.

Þangað munu spænsku konungssinnarnir í Real Madrid mæta, uppábúnir í sinn alhvíta búning, reiðubúnir að hefna ófaranna frá því fyrir tveimur vikum þegar rauðliðarnir frá hafnarborginni á vesturströnd Englands náðu að veita þeim högg og sigra fyrri leik liðanna, 1-0.

Eitthvað í þessa átt myndi uppáhaldsútvarpsmaðurinn minn, Kristinn R. Ólafsson, segja í aðdraganda leiks morgundagsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Nóg um það, komið að mér sjálfum…

Fyrst er að velja byrjunarliðið, en það er ljóst að lengi verður beðið eftir Torres og þess vegna set ég upp tvö lið, annað með Torres og hitt án…

Með Torres

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano –Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel

Torres

Án Torres

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano –Alonso
Lucas – Gerrard – Babel

Kuyt

Ég semsagt held það að ef að Torres verður ekki með muni Rafa draga liðið aftar og nota Lucas úti á kanti. Kannski, og vonandi, er það kolrangt hjá mér og Babel verður bara uppi á topp eða á hægri kanti, en ég læt þetta fara svona. Treysti líka á það að Arbeloa verði með, sé hvergi frétt um annað.

Real Madrid hafa síðan við unnum þá verið að einbeita sér að leiknum gegn okkur að mínu mati. Fannst þeir líta varlega á leik sinn gegn Atletico um helgina og blöðin eru uppfull af því að þessi leikur á Anfield sé leikurinn fyrir þá, enda árangur þeirra í þessari keppni afar slakur nú allra síðustu tímabil.

Það finnst mér gott, ég fer ekki ofan af því að Liverpool er best þegar mest er hamast á okkur og ef ég hefði verið þjálfari Real hefði ég sagt mínum mönnum að nota þá taktík að segja leikinn vera búinn og LFC komnir áfram. Það gera þeir ekki, og með því hafa þeir tryggt það að leikmennirnir okkar verða fókuseraðir og “wall of sound” aðdáendanna mun skjóta þeim skelk í bringu.

Spænsku liðin hafa undanfarin ár ekki náð góðum úrslitum á útivöllum í leikjum sem þau þurfa að ná úrslitum í og ég er alveg sannfærður um það að okkar menn munu komast áfram í keppninni. Við höfum einfaldlega klárað betri lið í þessari keppni við slíkar aðstæður og ég er viss um það að sjálfstraust leikmanna okkar þegar þeir labba inná grænt grasið undir þjóðsöngnum verður í algerum toppi!

Ég held að við munum gera áhlaup fyrstu 20 – 30 mínúturnar og að því loknu verði aðeins dregið úr hraðanum, hraðinn verður lykilatriðið í leiknum því Real á erfitt með að spila gegn liðum á háu tempói eins og Atletico var á um helgina. Vonandi höfum við þá náð að setja á þá mark sem þýðir að þeir þurfa að opna sig enn meira og við náum að setja leikinn upp þannig að þeir þurfi að sækja og þá klárum við dæmið með öðru marki. Þegar lítið er eftir skora þó Real “consolation goal”.

Semsagt 2-1 sigur og samtals 3-1, næstu mótherjar í keppninni verða svo mótormunnurinn Mourino og félagar í Internazionale…

KOMA SVO!!!

Myndirnar koma frá Belfast Telegraph

Eins og sést í fyrsta kommenti er Riera í banni! Skamm á mig að gleyma. Það þýðir einfaldlega að Babel fer á vinstri kantinn og ég breyti uppstillingunni og textanum í samræmi við það! Takk Addi!!!

42 Comments

  1. Sæll Félagi Maggi!
    Flott upphitun að vanda.
    Bara minna á að Albert Riera er í leikbanni á morgun, einnig er benayoun frá vegna meiðsla. Annas verður þetta hörku leikur sem fer 1-1. 🙂
    Kv úr snæfellsbæ
    Addi.

  2. Halló halló kalló bimbó, ég segi nú bara ekki annað en það að Ragnar Reykás vinur minn og stórmenni mun sko ekki líða annað en sigur okkar manna og það verður STÓR sigur sagði hann mér 😀

    Vinna vinna vinna það munar um minna 🙂 🙂 🙂

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

  3. Já Maggi minn, okkar vegna vona ég að mótherjar okkar verði Mourinho og Inter frekar en liðið sem þeir eru að spila á móti í 16 – liða úrslitum, vil ekki sjá að mæta þeim nema þá bara í úrslitaleiknum sjálfum! En við klárum þetta dæmi á morgun 2 – 1, komumst í 2 – 0 og Real klórar síðan í lokinn!

  4. “…sigra fyrri leik liðanna…”
    Efast um að Kristinn R. hefði mælt svo sem þú segir enda var fyrri leikurinn ekki að keppa við neinn heldur sigraði Liverpool R. Madrid 😉

  5. haha.

    góð upphitun maggi, þetta verður rooooooosalegt! uppáhalds leikir manns eru klárlega meistaradeildin á vorin, þvílík veisla 😀

  6. Sko ef Rafa notar Lucas á morgun þá fer ég í mál við hann…. nei ég trúi því ekki að hann noti hann, Það eru 99% líkur á að Torres, Arbeloa og Agger verði allir klárir í leikin… samkvæmt miðlum…

  7. Þetta Lucas mál er ótrúlega skrítið. Stjórinn hefur endalausa trú á honum og svo les maður ekki annað út úr fréttum á Liverpool síðunni en að leikmennirnir líka séu að fíla hann í tætlur og segja að hann sé “fantastic player”. Hann er greinilega ekki búinn að springa út en Lucas hefur alveg hæfileika það sést langar leiðir. Spurningin er bara sú hvort að hann henti í Liverpool liðið. Það er verið að tala um að meiðslin hjá Benayoun séu ekki það alvarleg og að hann verði ekki lengi frá en engir sénsar verða teknir með hann í leiknum á morgun. Svo verður El Nino með, ég hef fulla trú á því og við vinnum 1-0 :0) Hvernig líst ykkur á þá spá félagar ??

  8. Ég hef bara eitt um Lucas að segja, og það sama gildir í raun um Ngog, Babel, Insúa og aðra unga leikmenn: menn geta ekki vælt í Benítez um að gefa ungu strákunum séns ef þeir ætla svo að heimta höfuð ungu strákanna á fati um leið og þeir gera mistök. Ngog var slakur gegn Portsmouth um daginn og þá átti helst aldrei að nota hann aftur, en svo gaf Rafa honum aftur séns gegn Sunderland og hann var einn besti maður vallarins. Eins fannst mönnum El Zhar hafa átt frábæra innkomu gegn Wigan í haust og heimtuðu að sjá hann aftur, en eftir að hann klúðraði dauðafæri um daginn gegn Middlesbrough vilja menn helst að hann sé bara gefinn frá klúbbnum.

    Og nú Lucas. Hann spilar jafnan feikivel en á það ennþá til að gera unggæðingsmistök auk þess sem hann sýnir stöku dómgreindarskort. Vítið gegn Wigan var skýrt dæmi um það, auk þess sem hann eyðilagði bikarleikinn gegn Everton fyrir okkar mönnum. En að gefa það í skyn að hann hafi aldrei gert neitt af viti er bara bull því hann spilar yfirleitt mjög vel þegar hann er inná vellinum. Og eins og ég hef sagt áður minnir hann mig um margt á ungan Steven Gerrard, og þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig hefði farið ef sá ungi drengur hefði bara hætt að fá sénsa í aðalliðinu þegar hann gerði mistök eða lét reka sig útaf í einhverju rugli.

    Þessir ungu strákar þurfa að læra af reynslunni og það er betra að þeir geri það núna svo þeir geti nýst okkur á næstu árum. Ég styð Lucas heilshugar á meðan hann er í rauðu treyjunni og ætla ekki að missa svefn út af því að hann eða aðrir ungir strákar gætu fengið að spila á morgun. Það kemur svo bara í ljós hvort það reynist rétt þann daginn eða ekki.

    Annars liggur þessi leikur annað kvöld nokkuð létt í mér og viðurkenni ég að ég er talsvert stressaðri fyrir deildarleikinn um helgina. Það hefur setið í mér alveg síðan við unnum á Bernabeau að við munum klára þessa rimmu án teljandi vandræða á morgun en síðan tapa fyrir United um helgina. Ég vona að fyrri hluti spádómsins reynist réttur en sá síðari kolrangur.

  9. Allt sem Kristján Atli sagði er ég mjög svo sammála….

    Annars fer leikurinn 2-0. Kuyt og Babel skora. Sé ekki Real fyrir mér gera neinar glorírur á Anfield fyrst þeir skoruðu ekki á eigin heimavelli.

  10. Langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir fótboltaleik og leiknum á morgun. Ef Fernando getur gengið þá á hann að vera í byrjunarliðinu á morgun, stóru strákarnir verða bara að spila svona stórleiki. Ég ætla að spá 1-1 jafntefli, Robben kemur RM yfir og Captain Fantastic jafnar þetta síðan á ögurstundu and Anfield erupts. Hef á tilfinningunni að þetta verði e-ð drama….

  11. Jæja, líklegt að maður missi af leiknum, en ég er eins og Kristján Atli aðeins rólegri yfir þessum leik heldur en Manutd á laugardaginn.(einnig sammála um Lucas hlutann)

    The Israeli star suffered a hamstring injury in training and is doubtful for tomorrow night’s clash with Real Madrid at Anfield.
    The Reds will also make late fitness decisions on Fernando Torres, Alvaro Arbeloa and Daniel Agger before manager Rafael Benitez finalises his team selection for the Champions League second leg clash.

    Ég er ekkert alltof bjartsýnn á þetta, ég er ekki viss hvernig ég vill að liðið sé stillt upp, ég vill ekki setja torres inn ef hann er á tæpasta vaði og meiðist aftur ,en hvað getur lfc þá gert,

    Masch

    Gerrard/lucas – gerrard/Lucas- XA – Babel

    Kuyt

    Er möguleiki, svo verður spennandi að sja hvort Arbeloa nær þessu fitness testi, annars er mjög mikilvægt að Carragher neiti ekki að spila hægri bak- sást gegn sunderland að skrtel kann þetta ekki og JM verður að spila á miðjunni, ef hann neitar vegna þreytu er kannski kominn timi a að hvila hann og setja agger – skrtel? Agger á amk skilið sjéns- þegar hann gerir mistök er honum hent ut ur liðinu i nokkra leiki, en skrtel hefur gert þonokkur mistök eftir meiðslin og maður veit alltaf að þetta miðvarðapar er first choice
    ætla að spá þessu 1-1, Torres kemur af bekknum og skorar á 64 min, Raul skorar á 88 min en LFC nær að halda þetta út, jafnvel að Ngog setji hann, Ngoooooaaaaalllssss er dæmt fyrir spænska lýsendur

  12. ehm .. kemur illa út, í einni klessu eins mikið og ég reyndi að setja þetta þægilega upp

    kop.is 1 – 0 ég:/

    (ég fiktaði eitthvað í þessu Kiddi og breytti uppsetningunni – Babu)

  13. Það er dýrt kveðið fyrir norðan 😉

    Mestarar suður með miðjarðarstöndum
    Mæta á Anfield með baráttulund
    Við sýnum þeim allir, að saman við stöndum
    og styðjum við liðið á baráttustund

    Á morgunn við styðjum í orði og verki
    Liðið það finnur því við erum virk
    Við erum röddin, þess skjöldur og merki
    Á morgunn við flöggum og sínum vorn styrk

    Látlausum stuðningi liðinu heitum
    Og látunum aldrei við linnum
    Skynsemi,þor og stemmningu beitum
    Svo klárt er að einvígið vinnum !

    Þetta er það eina sem ég hef um málið að segja……

    ÁFRAM LIVERPOOL… ..YNWA…
    Injallah…
    Carl Berg

  14. Ég hef ekki taugar í þetta, langar að fara að sofa í kvöld og vakna á miðvikudaginn við frábærar fréttir…

  15. Það var lagið Carl Berg, fínt að hella sér í rándýran kveðskap þegar maður fennir í kaf :p

  16. Ég tel litlar líkur á því að Babel hefji leik. Reikna frekar með Aurelio á vinstri vænginn, Kuyt á þeim hægri og Torres fremstur. Ef Torres hefur ekki leik þá smyr Rafa Lucasi einhvern veginn í liðið.

    Ég las hér um daginn komment þar sem N’Gog var líkt við ungan Anelka. Það var nokkuð sérstakt. Hér að ofan sá ég að Lucasi var líkt við ungan Gerrard. Ég man þegar ég sá Gerrard fyrst spila með aðalliðinu. Maður áttaði sig á að stórkostlegur leikmaður var að stíga sín fyrstu skref með liðinu og gat ekki beðið eftir að sjá meira af honum, þó mig óraði ekki fyrir að hann yrði jafn magnaður knattspyrnumaður og hann er í dag. Aldrei hef ég fengið þá tilfinningu þegar ég fylgst með Lucasi spila. Hef fengið ýmislegt annað á tilfinninguna samhliða nístandi angist.
    Ég hef ekki mikla trú á að þessir leikmenn festi sig í sessi hjá okkar mönnum. Reyndar er ekki sanngjarnt að dæma N’Gog úr leik strax, hann er rétt að stíga sín fyrstu skref. En Lucas hefur ekki hrifið mig fram til þessa og ég sé ekkert í honum sem minnir mig á ungan Gerrard.

  17. Ég hef einhvernvegin minni áhyggjur af því að ísraelski bókhaldarinn spili. Verður hinsvegar fróðlegt að sjá hvað verður úr stóra Arbeloa málinu. Þannig er eðli lærvöðvatognana að sé farið of fljótt af stað aftur þá er þónokkur hætta á að þær taki sig upp aftur og verða þá oft verri. Nú er það þannig að næstu helgi er spilað gegn MUFC og Rolando. Ef Arbeloa spilar gegn RM þá er það merki þess að:

    a) Tognunin hefur ekki verið alvarleg og hann hefur náð sér á þessum 13 dögum,
    b) RB er til í að tefla djarft og treystir á að hann slasist ekki aftur,,
    c) RB er búinn að gefa alla von um að vinna deildina.

    Ef hann spilar ekki þá:
    Ef Agger er heill þá kemur hann inn í miðjuna og JC spilar bakvörð. Ef ekki þá þykir mér allt eins líklegt að Insua eða Dossena verði færðir yfir í RB. Ég tel það allavegana ólíklegt að hann láti Hyypia spila gegn Higuain.

  18. Baros (#18), ég var ekki að segja að Lucas yrði jafn góður leikmaður og Gerrard hefur orðið, einfaldlega að benda á að ungir leikmenn þurfa stundum að fá að gera mistök á vellinum til að læra og þroskast. Notaði í því samhengi dæmi sem stendur okkur nærri, fyrirliðann okkar sem var alltaf efnilegur en er margfalt betri í dag en hann var t.d. fyrir 7-8 árum.

    Ef Lucas, sem mér þykir vera mjög góður, ungur miðjumaður í dag (sama hvað þið segið, hann var valinn besti leikmaður brasilíska boltans um tvítugt þannig að eitthvað getur hann blessaður) getur vaxið helminginn af því sem Gerrard gerði þá eignumst við þar frábæran nýjan hrók á miðjuna. Ef ekki þá getum við sennilega selt hann á næstu 1-3 árum fyrir ágætis gróða, enda maðurinn fastamaður í brasilíska landsliðinu.

  19. Góður punktur hjá Kristjáni Atla varðandi Reykás-syndromið hér stundum.
    Hvernig eiga ungir leikmenn að þroskast nema að fá að spila? Auðvitað leit Gerrard vel út en við skulum ekki gleyma því að hann lék t.d. talsvert sem hægri bakvörður fyrsta tímabilið sitt og mikið af meiðslum og leikbönnum hrjáði hann fyrstu þrjú ár ferilsins og það voru alveg raddir sem vildu ekki gefa honum svona mikla sénsa. Margir hafa líka rætt um það að ef að Jamie Redknapp hefði ekki verið jafn mikið meiddur og hann var þegar Gerrard var að koma upp hefði hann ekki fengið mikið að spila.
    Carragher? Byrjaði sem DM í fjórum leikjum og sást svo ekki meir þann vetur. Svo var hann orðinn hægri bakvörður og svo vinstri bakvörður. Núna er hann lykilhafsentinn. Þetta er ein ástæða þess að ég er hundfúlari með Mascherano en Lucas. Lucas er rétt að byrja sinn feril og leikur 90% sinna leikja vel. Við einblínum ansi oft á þessi 10% hjá honum þegar hann brýtur klaufalega af sér, sem er hans eini alvarlegi galli. Hann á ekki mikið af feilsendingum og er sívinnandi á meðan hann er inná. Á meðan komast aðrir upp með að leika 50% af leikjum vel, eða minna!
    Það var ég sem sagði að N’Gog minnti mig á ungan Anelka. Stend ennþá við það. Þetta er hávaxinn og fljótur framherji með mikla tækni sem er óhræddur að fara á varnarmenn. Svo er hann með staðsetningarnar vel á hreinu. Hins vegar er hans vandi einn. Hann þarf að fá að spila… Anelka var held ég með Bergkamp í framlínunni og þvílíka jaxla á bakvið sig. Þar liggur stór munur!!!
    Insua á eftir að taka dýfu eins og ungir leikmenn gera. Þá verðum við auðvitað að bakka hann upp. Sjáið t.d. Micah Richards. Haldiði að lið myndi borga 15 milljónir punda í dag?
    Við eigum að mínu mati marga mjög efnilega leikmenn. Ég er spenntastur fyrir Martin Kelly og Daniel Pacheco, auk þess sem Jack Hobbs hefur leykið feykivel fyrir Leicester.
    En það er auðvitað óskiljanlega fáránlegt að reikna með því að þessir drengir falli fullskapaðir af himnum. Við eignumst aldrei nýjan Gerrard, Carragher eða Fowler nema að sýna þolinmæði!!!

  20. Það er rétt hjá Kristjáni Atla að leikmenn verða að fá leiki og að gera sín mistök. Hins vegar erum við að tala um Liverpool. Til að eiga rétt á byrjunarliðssæti eða að fá að spila yfirleitt verða menn ekki bara að vera “yfir meðallagi spilarar” heldur “heimsklassa spilarar”.

    Ég tek því heils hugar undir með Baros hér að ofan. Hvorki Lucas né Ngog hafa sínt að þeir komist í þann klassa að verða heimsklassa spilarar. Insúa aftur á móti og Babel eiga góðan séns að mínu mati þó Babel hafi valdið vonbrigðum nú í vetur. Allir þessir leikmenn hafa fengið sinn séns og þeir verða einfaldlega að vera betri en þeir sem eru fyrir til að ávinna sér rétt til að spila. Skiptir engu hversu ungir og efnilegir þeir eru. Liverpool á ekki að sjá til þess að koma þér í þann klassa að þú verðskuldir að spila með liðinu. Þú verður einfaldlega að mæta með þá getu í farteskinu eða að ná henni sjálfur.

    Liverpool er nú um mundir eitt besta félagslið í heiminum. Í haust hefði ég sagt eitt af þrem bestu en nú eitt af 6 bestu. Hvað sem því líður þá vinnum við Real í kvöld og sínum að Anfield road er alvöru heimavöllur.

    Við sem höfum fylgt þessu liði í gegnum súrt og sætt sættum okkur aldrei við annað en sigur í hvaða keppni sem er. Ekki óraunhæft heldur bara þær væntingar sem við eigum að gera til okkar ástsæla liðs.

    Áfram Liverpool!

  21. Meira um Lukas. Er þetta leikmaður sem er í gæðaflokki fyrir Liverpoll. Ég segi nei. Kristján Atli segir hann hafa marga kosti og jafnvel líkir honum við sjálfan Gerrard. Hvað kosti hefur hann. Hann hefur ekki hraða og er einfaldlega hægur, slakur í tæklingum og er með rangar tímasettningar í þeim, lélegur að vinna skallabolta, Slakur skotmaður. það sem hægt er að segja honum til hrós er að hann er ágætur á boltanum og á einna og eina úrslitasendingu. Ég bara spyr er þetta maður sem við þurfum. Hann þarf allavega að bæta sig mikið til að ég sætti mig við hann.

  22. Ég ætla að vona að leikurinn verði mun meiri skemmtun en sá fyrri. Ég vil sjá beittari sóknarleik hjá báðum liðum, og satt best að segja væri ég alveg til í 9 marka leik (svona eins og 5:4 sigur eða 6:3 sigur okkar manna). En mörkin vil ég alla vega sjá í fleirtölu og auðvitað fleiri hjá okkar mönnum. Ef ég mun sitja á Mongó í kvöld og horfa á leikinn, þá verður það að borga sig 😉 … Ef Liverpool spilar eins og það spilar best, þá hef ég engar áhyggjur. Í bjartsýniskasti ætla ég að spá 4:1 sigri okkar manna, svartsýniskastið hefur ekki kikkað inn þannig að slík spá verður ekki gerð 🙂

    Góða skemmtun vonandi og ÁFRAM LIVERPOOL!

  23. Flott upphitun Maggi. Djöfull er ég orðinn fáránlega svekktur og ég hreinlega nenni ekki að eyða einu orði meira í einhverja neikvæða umræðu um ungliðana okkar. Það er nokk sama hver byrjar inná í kvöld, ég mun syngja honum til heiðurs enda skartar viðkomandi Liverpool treyjunni fögru.

    Ég var algjörlega pollrólegur fyrir leikinn í Madrid, eins og ég er yfirleitt alltaf þegar kemur að útileikjum Liverpool í Meistaradeildinni. Ég er ekki jafn rólegur núna, með mikinn fiðring í maganum en engu að síður með tröllatrú á okkar mönnum. Það eru akkúrat þessir leikir sem gera þetta að skemmtilegasta áhugamáli sem ég get hugsað mér. Spenna, stemmning, félagarnir og öll umgjörðin. Get ekki beðið…

  24. Gleymdi að hrósa félaga Carl Berg fyrir fagurt framlag inn í umræðuna. Jákvætt og fallegt og skora ég hér með á Katrínu Jakobs að setja hann á listamannalaun nú þegar.

  25. Shit hvað ég er orðinn spenntur fyrir þessum leik. Að halda einbeitingu við eitthvað annað í dag verður ekki auðvelt.

    Þessi blessaða Lucas umræða. Ég get alveg tekið undir margt sem var sagt hér að ofan. Fyrir það fyrsta fannst mér Lucas virka eins og “ungur Steven Gerrard” þegar ég skoðaði myndböndin af honum á netinu þegar við keyptum hann. Hann var virkur í spili, með stórglæsileg skot utan af velli og greinilega algjör lykilmaður í brasiliska U-21 liðinu hjá þeim á þeim tíma. Ég viðurkenni það líka alveg að hann hefur á þessum 2 árum sem hann hefur spilað fyrir liverpool ekki að mínum dómi sýnt sambærilega takta svo eftir verður tekið og ég sá í þessum videoum af honum. Spilar eflaust inní að hann er borinn saman við Steven Gerrard (og Xabi Alonso) og það eru fáir miðjumenn sem gætu nokkurntímann staðist þann samanburð, hvað þá ungur að árum og reynslunni minni en þeir auk þess sem hann spilar í talsvert sterkari deild. Þetta umtal um að hann hafi verið valinn besti leikmaður brasilísku deildarinnar á sínum tíma er eitthvað sem má samt ekki horfa of mikið á, vissulega mikið afrek en menn verða þá líka að fylgja því eftir með góðri spilamennsku. Ég vil samt algjörlega gefa honum tíma og vona að hann fari að slaga uppí þessa ágætu menn í spilamennsku í komandi framtíð, ef ekki er rétt eins og Kristján Atli sagði að við gætum cashað vel inn á honum eftir 2-3 ár.

    Varðandi þennan leik á eftir verður fróðlegt að sjá hvaða liði benites stillir upp, slæmt að hafa hvorki Riera né Torres (nema hann sé orðinn heill) né nýja uppáhalds vin minn Benayoun. Babel hlýtur að koma á annan kantinn , kuyt uppá topp, gerrard fyrir aftan en hægri kanntinn er eg soldið blanco á hvað Rafa gæti stillt upp (ef kuyt yrði á kanntinum þá væri fróðlegt að sjá hver yrði uppá topp… Ngog? Yrði mögulega margt vitlausara því eitthvað segir mér svo um að liverpool eigi eftir að verða með ansi margar kýlingar fram á völl þar sem gott væri að hafa stórann mann til að berjast í skallaeinvígum.

    Ég er allavegana fáránlega spenntur. Come on you reds!

  26. Sammála þér SSteinn. Maður fann einhvern veginn fyrir meira öryggi í fyrri leiknum, kannski vegna þess að Benitez er snillingur í þeim aðstæðum, á útivelli að verjast og beita skyndisóknum. Ennfremur hefur spilamennskan heima oft verið skrítinn í vetur og við hreinlega spilað eins og smádrengir á stundum við “litlu liðin” í deildinni.

    Ég er engu að síður fullur sjálfstraust fyrir hönd okkar manna, þó maður verði alltaf jafn stressaður/spenntur þegar að Evrópukvöld eru annars vegar. það verður gaman að sjá Real spila á Anfield í kvöld, eitt af þeim liðum sem við höfum ekki séð spila á okkar glæsta velli. Spái okkur 2-1 sigri!!! 🙂 Rafa klikkar ekki í kvöld!

  27. Sammála Kristjáni Atla í #10. Ungu strákarnir verða að fá séns og menn verða að gera upp með sér hvort þeir vilji halda eða sleppa í þessu máli. Persónulega finnst mér þeir þrír allir of slakir til að spila í ensku deildinni en það hefur hver sína skoðun.

    Þar sem við erum að keppa í champions league verður “Evrópu” Benitez á Anfield í kvöld sem þýðir að “Deildar” Benitez mætir um helgina með tilheyrandi brotlendingu ef miðað er við undanfarin ár. Best væri að vinna þá báða en það yrði náttúrulega einstakt afrek, en ef ég ætti að velja á milli hvort liðið færi áfram í CL eða myndi vinna M** U** á útivelli um helgina, myndi ég velja það síðara. Það er ekki hægt að lýsa þeim sársauka sem fylgir því að tapa gegn M** U**.

  28. hvar get eg horft a leikinn i kaupmannahofn?

    Ef eitthver veit um eitthvern stad tar sem bjorinn er ekki svinslega dyr eins og a ollum stodum i kringum strikid…

    med fyrirfram tokk,
    Siggi

  29. Siggi #35. Veit að það er fínt að horfa á þetta á írska barnum á lestarstöðinni, man ekki alveg hvað hann heitir en þú sérð hann strax ef þú labbar einn hring. En þar þarftu að mæta snemma og til að fá borð verðurðu að kaupa mat. Ef þú ert maður í það þá er fín stemming þar.

  30. Sammála því að vilja frekar vinna MU en Real því að það er bara hægt að grobba sig mun meira af því. hehehe. Best væri að gera bara jafntefli við Real og Vinna Svo MU. Er það ekki fín málamiðlun?

    YNWA

  31. Sammála Kristjáni Atla: þetta með Lucas, það er oft verið að skammast yfir honum, en er það ekki bara málið að það er þegar að við höfum gert jafntefli (eða tapað sem er nú ekki oft) að menn eru graut fúlir yfir leiknum og þeim mistökum sem Lucas gerði, sem sagt er í hita leiksins ( róa sig nður). Vinnum þennan leik eða jafntefli, skemtilegra að vinn´ann og tökum svo M U JESS JESS

  32. Vinnum þetta skítalið. Það á enginn séns í Liverpool í CL. Þetta er bara ekki sama liðið og spilar í PL. Sjá t.d. Rafa, stendur allan leikinn í CL að reka þá áfram og rífast í þeim, heima fyrir situr hann allan leikinn að skrifa á blað, þar sést hvað hann vill svo ég hef engar áhyggjur, ég veit við förum áfram og strax í desember gerðist ég svo kaldur að segja,, ,,hverja ætli við fáum á eftir Real”

    2-1

    Gerrard og Aurelio/Torres skora

    Reina
    Arbeloa-Carra-Skrtel-Aurelio
    Kuyt-Alonso-Masch-Babel/Dossena
    Gerrard
    Torres/Babel

  33. Liðið komið:

    The line-up in full is: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Babel, Kuyt, Alonso, Mascherano, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Hyypia, Dossena, Ngog, Lucas, Spearing, Kelly.

    DJÖFULL líst mér vel á þetta byrjunarlið!

Benayoun meiddur og fleira

Torres byrjar inná.