Frí er bara ekki sama og frí

Er ég einn um það að finnast svona frí eins og er þessa helgina, vera mun afslappaðra en þegar um landsleikjahlé er að ræða? Damn hvað maður er orðinn steiktur. Ég er bara brosandi út í eitt vitandi það að Rafa Benítez er að tuska sína menn til á æfingasvæðinu og enginn er að fara að fljúga mörg þúsund kílómetra leið 1-2 dögum fyrir næsta leik. Taktík, taktík og taktík, held að það sé fátt annað gert á Melwood þessa dagana en að fara yfir slíka hluti.

Eftir stórgóðan pistil hjá Magga hér að neðan, þá fór maður að hugsa þessa hluti í kringum þetta lið okkar enn meira. Við erum fáránlega kröfuharður hópur, við EIGUM að vinna alla titla og út af hverju? Jú, við vorum með svo fáránlega gott lið hérna fyrir tæpum tveim áratugum síðan. Hvað hefur gerst síðan þá? Óstjórnlegt magn peninga hefur flætt inn í enska boltann. Hvernig hefur okkur gengið í þeim efnum, þ.e. að taka okkar hlut af þeirri köku? Skítsæmilega. Fyrri hluti síðasta orðs var lengst uppi á baki þegar kemur að markaðssetningu okkar manna stóran hluta af þessum tíma. Af hverju erum við ekki búnir að verða meistarar einhvern tíman á síðustu tveim áratugum (tæpum)? Nú maður spyr sig? Eru kröfur okkar réttmætar eða erum við einfaldlega svolítið mikið hrokafullur hópur?

13 Comments

 1. Þetta eru fullkomlega réttmætar kröfur. Við eigum að vinna alla þá titla sem í boði eru hverju sinni. Ef við erum með lið sem gat unnið Meistaradeildina og samt talist – ekki okkar sterkasta lið – að þá eigum við að geta unnið þessa blessuðu deild ásamt þeim titlum sem eru í boði í Englandi.

 2. Það er náttúrulega of seint úr þessu að kalla Voronin heim til loka leiktíðar en hann er alveg að brillera þarna útí í Þýskalandi og halda Herthu Berlin á toppnum. Var að sjá þýsku mörkin og þetta var flott þrenna. Einn flottur skalli, eitt Inzaghi pot og eitt sólómark á 88.mín þar sem hann byrjar útá vinstri kant og spólaði sig framhjá 4 mönnum og klárar glæsilega með hægri.

  Við kannski mátum hann of hart í fyrra. Byrjaði mjög vel hjá Liverpool en hann var stöðugt meiddur hjá okkur og gekk illa að aðlagast. Yrði örugglega frábær squad-player fyrir Liverpool ef hann héldist heill og með gott sjálfstraust. Hann væri allavega langtum betri og reyndari kostur en Ngog í dag.

  Nei við erum ekki að gera of miklar kröfur á Liverpool. Við eigum að gera kröfu um meistara og bikartitla, miðað við leikmannahóp og eyðslu. Svo ekki sé talað um sögu og gott skipulag klúbbsins.
  En það er þó löngu ljóst að liðið okkar datt þökk sé íhaldssemi Moores og Parry langt aftur úr öðrum liðum hvað fjárhagshlið fótboltans varðar. Það gerðist í kringum 1992 þegar Man Utd varð fyrst liða til að fara á flot og var skrásett á hlutabréfamörkuðum. Það laðaði að fjármagn, stærri leikvang, fleiri áhorfendur, framleiðslugetu og mikla sölu á aukavarningi fyrir þá og önnur lið sem fylgdu á eftir. Liverpool sat eftir í þessu allan 10.áratug og bíður þess enn bætur.

  Síðast þegar Liverpool var í alvöru toppbaráttu var efnahagskreppa á Englandi. (þá skipti skipulag og reynsla meira en peningar og deildin var jafnari) Það er því líklega engin tilviljun að nú þegar efnahagskreppa ríður yfir heimsbyggðina þá er Liverpool aftur komið í baráttuna.
  Megi þessi kreppa vara sem lengst, allavega nógu lengi til að Man Utd geti ekki borgað sín skuldsettu yfirtökulán, fari á hausinn og hverfi aftur niður til Mammons guðföður síns í iðrum jarðar þar sem þeir eiga heima.

  Liverpool þurfa bara að finna þetta jafnvægi í sínum rekstri aftur, stækka leikvanginn, auka tekjurnar af miðasölu og búningum og fá einhvern með viti til að sjá um leikmannakaup. Kaupa erlenda gæðaleikmenn sem bæta liðið í bland við unga og graða home-grown stráka, finna svo næsta Fowler svo við eignumst aftur okkar local költ-hetju.

  Þá verðum aftur kúl að halda með Liverpool og allir hrífast með okkur líkt og á 7 og 8.áratugnum.

 3. Og 9.aratugnum takk!
  Held að margir samverkandi þættir hafi fellt okkur úr efsta stalli og erfitt að nefna eitthvað eitt.
  Ég held að við siglum milli þess að vera með réttmætar kröfur og að vera eilítið hrokafull. Við eigum að gera kröfur á alvöru atlögu, en megum ekki gleyma því að það er alls ekki sjálfgefið að vinna titla þessi árin á Englandi, hvað þá í Evrópu.
  Þannig að reiðiöskur eru nú kannski ekki það sem við eigum rétt á þessi árin…

 4. Fullkomlega réttmætar kröfur um Liverpool í efsta sætið. Var það ekki fyrir þetta tímabil sem umsjónarmenn síðunnar spáðu Chelsea efsta sætinu og okkur númer tvö? Við unnum Chelsea, Manure og við vorum í efsta sætinu lengi vel. En slöpp spilamennska meira en nokkuð annað hefur gert það að verkum að við erum nær út úr myndinnii þetta árið … alla vega miðað við það hvernig Manure er að spila.

  Þrátt fyrir efsta sætið heyrðust áhyggjuraddir og efasemdir hér á bæ fyrir áramót. Kannski voru þær réttmætar, en ég tel að við getum eingöngu kennt okkur sjálfum um. Jú, eigendamál og Parry voru ekki að hjálpa til. En það breytir ekki því að við áttum miklu meira inni hjá sumum einstaklingum okkar. Ég tel að þetta árið hafi verið fullkomlega réttmætt að krefjast titils, en enn og aftur er maður farinn að hugsa á þessum tímapunkti: hmmm… kannski fáum við betri menn fyrir næsta tímabil og gerum raunverulega atlögu þá… Ég er alla vega grátandi yfir deildarárangri okkar núna, vegna þess að við höfum ekki haft jafngóð tækifæri á titli. Jafnteflin eru okkar banabiti þetta árið.

  Feita konan hefur ekki sungið enn … en ég geri jafnmiklar kröfur, ef ekki meiri, á næsta ári um að hennar framlag verði “We are the champions”.

 5. Eigum klárlega að vera með 10 stiga forskot núna. Erum búnir að gera 10 jafntefli, það eru 20 töpuð stig. Ef þjálfarinn væri ekki gunga að þá hefðum við ekki gert 5-6-7 jafntefli af þessum 10. En fari svo að við tökum ekki deildina á næsta ári vill ég róttækar breytingar.

 6. Er að gera lögfr.ritgerð í dag sem ég verð að klára í dag vegna þess að í fyrramálið er leiðinni heitið til Liverpoolborgar þar sem farið verður á leikinn á þriðjudagskvöld. Ég er gjörsamlega að fríka út vegna spennings og kem ekki neinu á blað. Þetta er undarleg tilfinning, þar sem ég hef aldrei komið á Anfield.
  Var að spá hvort einhverjir reynsluboltar væru til í að gefa mér einhver holl ráð, eins og t.d. hvenær þarf ég að vera mættur á The Park Pub.

 7. Ég var mættur um 4 tímum fyrir leik á Park og fannst það fínt. Þar sem við vorum nokkrir saman og gátum drukkið og spjallað í rólegheitum, sem og að við skiptumst á að halda sætum og fara í skoðunarferð og kikja á stemmninguna fyrir utan. Góða ferð og njóttu vel.

 8. Evrópukvöld á Park?, mættur allavega 4 tímum fyrir leik. 2,5 tímum fyrir leik verður eflaust hætt að hleypa inn á staðinn. Verður allt fokhelt það og býst við að allt fari af stað svona c.a. 3,5 tímum fyrir leik.

 9. Ég myndi vera svona í fyrra fallinu !
  Evrópuleikur á móti Real !!! Hef trú á að stemmingin verði byrjuð um kl. 15.00 ekki seinna enn 16.00
  Segi bara góða skemmtun Birnir !
  Það er ekki dónalegt að byrja á svona kvöldi 😉

 10. Sá þennan pistil seint Steini en má til með að svara spurningunni þinni hvort Liverpoolaðdáendur sé hrokafullur hópur.

  Leeds fór illa með peningana sína og flestir (þ.m.t. ég) hrópuðu: “þeir áttu þetta skilið”. Hins vegar gleymdum við stuðningsmönnunum í sárum. Ekki nóg með að liðið þeirra hafi hrapað niður deildir, heldur hafði yfirstjórnin niðurlægt stuðningsmennina með framkomu sinni.

  Ég reyni að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut að mitt lið (Everton) hefur ætíð verið í efstu deild síðan ég byrjaði að fylgjast með boltanum.

  Stundum hefur orðið að selja bestu mennina til þess að fá inn pening.

  Titlarnir hafa ekki verið margir, en þegar/ef þeir koma, þá verður þeim fagnað. Kannski meir en hjá þeim sem gera kröfu á hann á hverju ári.

  Ég þekki mjög marga púllara og ansi margir telja að það sé lögmál að liðið sitt sé að berjast um alla titla, öll tímabil.

  Að á hverju tímabili eigi að vera peningur til þess að styrkja liðið.

  Gleyma því að liðið hefur verið í efri hluta, sterkustu fótboltadeildar í heimi síðustu árin.

  Gleyma því að hafa spilað þrjá úrslitaleiki í Evrópu á þessum áratug. Og unnið tvo.

  Er það hroki? Ég veit það ekki. Þið kallið þetta sjálfsagt metnað. Ég kalla þetta skort á auðmýkt.

Bakland í bulli?

Benayoun meiddur og fleira