Liverpool 2 – Sunderland 0

Í kvöld fór fram einstefna í fótbolta á Anfield. Liverpool tók á móti Sunderland í þægilegum leik fyrir heimamenn sem endaði 2-0. Við skulum hefja leika á byrjunarliðinu.

Lið Liverpool leit svona út.

Reina

Mascherano – Carragher – Skrtel – Insúa

Benayoun – Gerrard – Alonso – Riera

Ngog – Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Lucas (f. Ngog á 70. mín), Babel (f. Gerrard á 82. mín), Aurelio, El Zhar (f. Benayoun á 90. mín).

Fyrri hálfleikur: byrjaði á háu tempói og eftir örfáar mínútur slapp Jones einn inn fyrir vörn Liverpool, frekar auðveldlega, en Reina sá við honum, sem betur fer. Liverpool svaraði strax með fínni pressu og eftir það réðu þeir ferðinni á Anfield. Vörnin setti í lás og Liverpool fór að sækja að krafti. Riera og Mascherano voru hársbreidd frá því að skora með sínum tilraunum og leikmenn voru farnir að hitna. Ég hélt á tímabili að mínir menn ætluðu að fara að skora í fyrri hálfleik en ég skil ekki hvernig mér datt það í hug, 0-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur: hófst mjög vel fyrir Liverpool því á 52. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Riera fékk boltann á kantinum, lék á Ben-Haim, kom með sendingu á Gerrard, sem skallaði boltann frábærlega á David Ngog sem gerði engin mistök og kláraði færið sitt vel. Frábærlega útfærð sókn og magnað fyrir Ngog að setja mark á Anfield, ætti að gefa honum sjálfstraust. Eftir þetta fóru Sunderland aðeins að opnast meira og næstur til að reyna fyrir sér var Insúa, sem komst í gott færi en skaut rétt framhjá. Það dró síðan heldur betur til tíðinda þegar stutt var liðið að síðari hálfleik. Akurhænan Djibril Cisse kom inná með flottustu hárgreiðslu sem ég hef séð, alltaf gaman að sjá þennan skrautlega leikmann spila bolta. Á 65. mínútu var kominn tímí á annað mark. Þá þrumaði Alonso á markið, boltinn fór af varnarmanni og hátt í loft upp, Ngog tók bakfallsspyrnu sem var varin en hver annar en hinn sjóðheiti Yossi Benayoun var fyrstur til að átta sig og koma heimamönnum í 2-0. Eftir þetta fór Liverpool að halda bolta meira og ógn Sunderland var mjög lítil. Stuttu fyrir leikslok óð brunabíllinn Mascherano upp völlinn og fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Riera tók hana en skot hans var vel varið og leikurinn fjaraði loks út.

Það er vissulega afar jákvætt fyrir liðið að ná að rífa sig upp eftir hræðilega helgi og satt best að segja átti Sunderland aldrei nokkurn einasta séns í þessum leik. Liverpool gerði það sem þurfti, settu tvö mörk og heldu boltanum vel sín á milli og gáfu Sunderland engan frið þegar þeir voru með boltann.

Maður leiksins:
Reina og aftasta lína voru mjög traustir fyrir utan færið sem að Jones fékk í upphafi leiks, reyndar skrifast það á Skrtel og Carragher en Reina bjargaði vel með því að lesa Jones eins og opna bók. Mascherano var ágætur í bakverðinum, getur leyst stöðuna, en er betri á miðjunni að mínum dómi.
Gerrard og Alonso hafa oft spilað betur. Gerrard sást lítið í leiknum en hann þarf ekki að sjást mikið, hann átti mjög mikið í fyrsta marki leiksins og sýndi þá hversu útsjónarsamur hann er. Alonso átti óvenju margar misheppnaðar sendingar og var ekki að spila neitt frábærlega.
Riera var fínn.
Kuyt var svo sem allt í lagi, maður varð nokkrum sinnum pirraður á fyrstu snertingu hans, en það er bara Kuyt.
Ngog setti sitt fyrsta mark á Anfield held ég alveg örugglega og átti stóran þátt í síðari markinu, glæsilegur leikur hjá honum sem fer í reynslubanka hans.
En maður þessa leiks að mínu mati er Yossi Benayoun sem gerði út um þennan leik með seinna markinu. Hann spilaði vel, fínar sendingar, lék á menn og ég hef aldrei séð hann jafn duglegan í einum leik. Hann er heldur betur farinn að hitna og verið einn af hættulegri mönnum liðsins upp á síðkastið og vonandi að hann haldi þessu áfram, því ef hann gerir það, þá er þetta klárlega byrjunarliðsmaður.

Það verður að teljast gríðarlega sterkt að sigra þennan leik, fyrirstaðan var ekki mikil að þessu sinni, en þetta ætti að gefa liðinu sjálfstraust og ekki veitir af, því næstu þrír leikir eru gegn Real Madrid, Man Utd og Aston Villa, góðan daginn.

Næsti leikur er sem sagt gegn Real Madrid á Anfield eftir 8 daga.

Mynd var fengin af vef BBC.

77 Comments

  1. Fínn sigur og við búnir að gera allt sem í okkar valdi stendur í þessari umferð. Svo er það bara áfram Newcastle á morgun.

    N’Gog líklega með sinn besta leik hingað til, skoraði fínt mark og “lagði upp” hitt fyrir Benayoun. Átti líka skemmtilegar rispur inná milli.

    Gott mál, gott mál.

  2. Ngog klárlega maður leiksins, en þetta breytir ekki minni ósk, vill sjá Rafa burt.

  3. N’Gog og Benayoun. Respect!
    Flottur leikur í alla staði. Meira að skýrslu lokinni.

  4. Loksins náðum við að innbyrða þennan langþráða sigur á heimavelli. Búnir að tapa of mörgum stigum á Anfield og það hefur kostað okkur titilinn.
    Tel okkur þó vera með nokkuð öruggt Evrópusæti, trúi varla að liðið sé að fara að taka einhverja lægð aftur.

  5. Allt í lagi, finnst samt agalegt hvað þeir eru lengi að skora. Benayoun maður leiksins, og svo fannst mér Babel koma óvenju frískur inn

  6. Flottur leikur, loksins almennilegt spil á móti liði sem er neðar á stigatöflunni.

    Langt síðan ég hef haldið svona mikið með Newcastle 🙂

  7. Alveg ágætur leikur og gaman að sjá Ngog svona sprækan og mér finnst Benayoun vera einn besti maður okkar þessa daganna. En leikurinn drapst um leið og Lucas kom inná … það væri fróðlegt að sjá hvað Liverpool skorar mikið þegar hann er útaf vs. þegar hann er inná.

  8. Ég er mjög forvitinn um hvernig Masch tók sig út í bakverðinum ? Gat ekki horft á leikinn.. Eitthver ?

  9. Masch var ágætur í bakvarðarstöðunni, reyndi svosem ekki mikið á hann þar sem að Sunderland reyndi lítið að sækja fram að marki. Eftir markið voru yfirburðir Liverpool það miklir að Sunderland komst aldrei inní leikinn.

    Hins vegar var þetta góður solid skyldusigur. Mér leist ekki á blikuna þegar Sunderland fékk dauðafæri í byrjun leiks en tók Liverpool öll völd og spurning var einungis hvort Liverpool myndi ná að skora eða ekki.
    Ngog var ekki að gera mikið en hann gerði það sem þurfti og aðrir hafa átt í vandræðum með að gera í undanförnum leikjum.
    Virkilega sáttur við Benayoun, var án efa besti maður Liverpool. Þá var Insua líflegur vinstra megin.

  10. Sá ekki leikinn, en það er eins gott að M U vinni ekki þessa leiki sem þeir eiga inni, komu 2 inná fyrir Yossi B????

  11. Jæja þetta var fínt og loksins komu 3 stig á þessum velli og menn leiksins að mínu mati N’Gog og maður ársins hjá okkur Yossi Benayoun.

  12. “Það verður að teljast gríðarlega sterkt að sigra þennan leik”
    -Siguróli, hvers vegna telst það gríðarlega sterkt að vinna þennan leik? Sunderland er í 12. sæti, 5 stigum frá botninum og við á heimavelli. Það hefði bara verið tær geðveiki að vinna ekki þennan leik.

  13. Mascherano var bara fínn í hægri bakverði. Mjög öruggur varnarlega, tók mikið overlap í byrjun leiks og vann mjög vel með Benayoun á hægri kantinum. Var ákveðinn sóknarlega og óhræddur að skjóta. Arbeloa hefði ekki gert betur held ég.

    Annars var Benayoun og Ngog sprækastir í þessum skyldusigri. Einnig var Kuyt góður. Gerrard hélt kúlinu á miðjunni með týpískri vinnuframmistöðu og Insúa var öruggur. Riera átti spretti. Aðrir voru lala.

    Týpískur rólegur fyrri hálfleikur hjá Liverpool. Svo tempóið hækkað í seinni hálfleik. Nákvæmlega það sem við töluðum um í nýlegum þræði. Það sáust fínir samleikskaflar í seinni hálfleik þegar Liverpool skoraði og tók yfir leikinn, hefði getað orðið stærri sigur.

    Væri æðislegt að fá Newcastle sigur á morgun, þeir hafa oft tekið stig af Man Utd á heimavelli.

  14. Már Gunnars: hvernig færðu það út að það komu 2 inná fyrir yossi?

    Baros: það er gríðarlega sterkt að sigra þennan leik upp á framhaldið, það er ekki eins og Liverpool hafi ekki verið að misstíga sig gegn litlu liðunum í vetur, þess vegna er þetta mjög sterkt því næstu 3 leikir eru mjög erfiðir.

  15. Held ég skilji þig núna Már Gunnars. “Aurelio og El Zhar (f. Benayoun……)”. þarna var ég að ljúka við upptalningu á varamannabekknum, þess vegna var þetta “og” þarna.

  16. Djöfull var þetta nauðsynlegt! Liverpool var að spila góðann og skemmtilegann fótbolta. Benayoun og Ngog báðir með mjög góðan leiki ásamt flestum liverpool mönnum, sérstaklega var gaman að sjá Insúa aftur í hópnum, hann er með mjög góð hlaup upp kantana og ógnar mikið fram á við. Hann virðist ná vel saman við Riera líka ásamt aðra í liðinu og ógnin af vinstri kanntinum er mikil með þá tvo saman inná.

    Macherano fannst mér standa sig furðu vel í bakvarðastöðunni, eflaust hefði hann ekki verið jafn góður á móti sterkari andstæðingum í þessari stöðu en góður fannst mér hann engu að síður.

    Nú er það bara Real á Anfield.

  17. Ég skrifa ekki oft hérna þótt ég missi varla af leik með Liverpool. Það er ekki búið að vera gaman eftir áramót að fylgjast með liðinu. Einhver fjárinn gerðist. Í kvikmyndagerð er oft sagt að það séu slakir handritshöfundar sem halda að áhorfendur þurfi að fá allt inn með teskeið, að leikarinn þurfi að segja: “Nú er ég ofsalega reiður”. Þriðja klassa leikari getur komið því til skila með látbragði. Það sem ég er að segja er að hreinlega myndmálið í leikjunum eftir áramót sagði mér að eitthvað væri að innan liðsins. Í hópnum. Hvernig stóð á þessu ótrúlega hreyfingar- og doðleysi innan liðsins í Everton leikjunum, sem svo fékk fullkomnum á móti Boro? Sáuð þið gretturnar sem menn voru að senda hvorum öðrum?
    Ég er að vona að loftið hafi verið hreinsað því að mér fannst allt annað að sjá liðið í kvöld. Allt liðið var á hlaupum frá byrjun, inn í eyður, skapandi pláss og menn að taka hælspörk og gabbhreyfingar.
    Að lokum vil ég nefna að ég er sammála vali á manni leiksins og að það hefur einmitt verið frábært að sjá að Benayoun hefur komið sterkur inn meðan liðið sjálft hefur verið úti á þekju.

  18. Þetta var góður sigur en við skulum ekki alveg missa okkur þar sem þetta var skyldusigur. Þetta hefði getað farið á versta veg ef Jones hefði skorað einn-á-einn og taugaveiklun jafnvel komið upp í liðinu. Það gerðist ekki og við unnum og gott fyrir N´Gog að skora sitt fyrsta deildarmark.

    En ég vil samt leggja spurningarmerki við þessar tilraunir hjá Benitez alltaf. Afhverju er hann að henda Mascherano í bakvörðinn þegar hann hefur Carragher til að fylla upp í þá stöðu?? Þetta virkaði kannski núna en ég bara skil ekki afhverju hann þarf alltaf að hafa a.m.k. einn leikmann spilandi úr sinni stöðu í hverjum leik.

    PS: Ekki missa ykkur….bara vangaveltur.

  19. Sammála #19.

    Liðið brosti í kvöld og það var bara allt önnur “hollering” á liðinu fannst mér. Var mjög glaður að sjá 4-4-2 notað í kvöld, sem auðvitað þýddi að við vorum opnari varnarlega og gátum hæglega lent undir, en það var heldur önnur útkoma sóknarlega.
    Ég hef skammað Masch í vetur en mér fannst hann leika afar vel í kvöld, var heilmikil ógnun í hlaupum hans og hann átti tvö góð skot að marki og var í flottu “linkup” við Benayoun og miðjumennina. Virkilega flottur leikur hjá Javier og vel til fundið hjá Rafa að setja hann þarna.

    Sagði fyrir leik að mér fyndist tímabært að gefa N’Gog séns og mikið óskaplega var ég glaður með þennan strák. Þarna er senter á ferð í senterstöðunni, ekki kantmaður. Staðsetningar hans og hlaup voru eins og hjá senter og hann lítur út eins og ungur Anelka. Markið hans var 98% Rush eða Fowler mark, er í góðu hlaupi þegar sending Riera kemur, þegar hann sér að hún fer yfir hann stoppar hann og fylgist vel með hvar boltinn er og afgreiddi svo innanfótar í hornið. Verulega vel gert. Að auki sér maður að hann er með fína boltatækni og naut sín að spila. Held að óþarfi sé fyrir okkur hér að nefna hann einhvers konar pappakassa og að mínu mati á hann skilið fleiri sénsa.

    Í þessu leikkerfi á heimavelli vissulega!

    Svo skil ég ekki út af hverju einhver hér pirraði sig á skiptingunni með Lucas, hún var auðvitað gerð því N’Gog var kominn með krampa og Rafa vildi loka leiknum, féll niður í 4231 og gerði nákvæmlega það.

    En þetta voru góð úrslit miðað við undanfarna daga og heimavallarárangur okkar í vetur. Sunderland er betra lið en Hull og Fulham og eru engir aular, ef við skoðum hvað hefur verið að gerast að undanförnu urðum við að fá að brosa.

    Sem ég geri, og ég skora á okkur öll að njóta þessa sigurs og þess að liðið lék virkilega vel heilan leik. Með tvo tvítuga stráka í byrjunarliðinu.

    Bring on Real, United og Villa. Alvöru leikir þar á ferð!!!

  20. Eikifr #20.
    Vegna þess að það var viðbúið að Sunderland myndi spila með 5 manna miðju og við þurftum mann í hægri bakverði sem getur sótt hratt á heimavelli. Carragher getur ekki sótt. Svo treystir Benitez greinilega ekki Darby.
    Skrtel í hægri bak á útivelli gegn Downing var hinsvegar bara steypa hjá Benitez, en það gerðist því Carragher neitaði að spila hægri bak þar. Bar fyrir sig þreytu.

    Enginn að missa sig yfir þessu sigri. Bara gott fyrir sjálfstraustið að vinna loksins leik og sjá loksins smá sóknartakta hjá okkar liði.

  21. Sorry, sá ekki frá eikafr áðan og langar að kommenta.

    Held að Carra og Skrtel hafi verið settir í parið til að eiga við Jones og Cissé. Hyypia og Skrtel eru afar svipaðir leikmenn, líkamlega sterkir en ekki sterkastir á hlaupum og hafa ekki leikið saman. Sem ég tel skipta miklu máli, hafsentar vinna í pörum.

    Enda eigum við að vera glöð að kerfið gekk upp, Andy Reid er einn hættulegasti maður Sunderland en hann sýndi ekki neitt, Masch átti góðan leik og Carra og Skrtel kláruðu dæmið eftir stam í byrjun leiks.

    Auðvitað verður maður fúll þegar svona tilfærslur klikka (eins og með Skrtel um helgina) en mér finnst við ættum að gleðjast þegar vel gengur og ég sé Mascherano sem fínan kost í þessa stöðu sem mér hefur ekki fundist nægilega vel leyst í leikjum gegn minni liðunum í vetur. Javier hækkaði í mínum kladda í kvöld!

  22. Svo skulum við ekki tala sigurleikina okkar niður elskurnar. Nógir verða nú aðrir til þess…….

  23. Ef sunderland er betra en hull,hefðum við þá ekki átt að vinna hull. Er það útivöllurinn að við töpuðum eða var það uppstillingin hjá Rafa?

  24. Ég spáði 3-0. Var ekki langt frá því :0) Flottur leikur hjá okkar mönnum og N’gog fær svo sannarlega prik í kladdann. Benayoun mjög góður að vanda, ég elska bara að sjá loksins mann í Liverpool treyju sem er ekki hræddur við að taka andstæðinginn á og sóla hann. Benni góður í því. Insua flottur sem og vörnin öll og Mascha bara furðugóður í hægri bak þó svo að hann hafi farið nokkrum sinnum úr stöðu og inná miðjuna. Gummi Ben hinsvegar fær falleinkun í kvöld fyrir að segja að “liverpool hafi ekki unnið á heimavelli síðan á öðrum degi jóla”. Hann er sjálfur púllari og fullur af rugli. Steingleymdi flottum 2-0 sigri á Chelsea. Skamm Gummi Ben

  25. Góður sigur en mótstaðan ekki mikil og svo sem engin flugeldasýning hjá liðinu. Verð að taka undir með eikafr nr 20 með þessa tilraunastarfsemi Benítez.
    Macherano er náttúrulega enginn bakvörður og tómt bull að hafa hann þarna þegar hægt er að nota td Carrager. Aftur og aftur var hann kominn út úr stöðu jafnvel á vitlausan kant og skildi allt eftir galopið en sem betur fer var okkur ekki refsað fyrir í þetta sinnið.

    Annars rétt að vera jákvæður, unnum og fengum 3 skildustig á heimavelli og kominn tími til. Svo vonandi styttist í Torres.

  26. 21 Maggi Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja að N´Gog minni mann á ungan Anelka. 19 ára skoraði Anelka 17 mörk fyrir Arsenal. Hér geturðu skoðað tilþrif hans frá þeim tíma: http://www.youtube.com/watch?v=dGozBB1UfFk

    N’Gog hefur virkað alveg prýðilega langt frá úrvalsdeildarklassa til þessa. Ég er reyndar sammála þér að það var gaman að sjá framherja, fyrir utan Torres, sem hreyfir sig eins og framherji, en það segir e.t.v. meira um leikmannahóp Liverpool en gæði N’Gog. Ég er alls ekki að afskrifa þennan leikmann sem er rétt að detta í tvítugt, en hann hefur ekki beint hrifið mig í þessi skipti sem hann hefur fengið að þeysa um grundir.

    Sjónir mans beinast frekar að því hvers vegna við eigum ekki frambærilegan framherja í stað Torres. Ég sakna Keane ekki skapaðan hlut og tel hann ekki frambærilega afleysingu fyrir Torres. Efast jafnframt um að Rafa hafi gúdderað kaupin á honum. En Rafa er búinn að vera með liðið í hvað, 5 ár, og sóknarleikur okkar er nánast heilristaður þegar Torres er ekki með. Það hlýtur að vera forgangsatriði næsta tímabil að kaupa alvöru striker til að hafa með Torres. Kuyt, N’Gog og Riera eru ekki að fara að salla inn mörkum og Babel virðist ekki hafa þolað vel meðferðina hjá Rafa.

  27. Davíð lestu það sem ég skrifaði í #22.

    Carragher NEITAÐI að spila hægri bakvörð gegn Middlesboro útaf þreytu og hefur örugglega neitað aftur fyrir leikinn í kvöld. Mascherano hefur líklega boðist til þess á liðsfundi og stóð sig bara helvíti vel í kvöld.

    Þegar þú ert að spila gegn passívri 5 manna miðju þá máttu vera soldið vel frjáls í bakverðinum og sækja mikið fram og aðeins inná á miðjuna til að hjálpa Alonso. Og Alonso þarf á hjálp þessa dagana, hann er alls ekki að spila vel í deildinni. Var hræðilegur gegn Middlesboro og slakur í kvöld.

    Davíð minn kæri, það ert því þú sem ert að bulla tóma vitleysu. Ekki Benitez.

  28. 29 Sölvi: Hvaðan hefuru heimildir fyrir því að Carra neitaði að spila bakvörð?

    Annars frábær sigur, sá ekki leikinn en þessi 3 stig eru lífsnauðsynleg fyrir framhaldið. Sérstaklega á meðan Chelsea eru að grinda út svona ógeðslegum sigrum eins og í síðustu 2 leikjum. Koma svo Newcastle!

  29. Tek undir með Baros í sambandi við Ngog, það eina sem Ngog og Anelka eiga sameiginlegt er húðliturinn og að þeir eru franskir. Anelka hafði ólíkt meiri hæfileika á sama aldri. Verð að játa að Ngog var nú ekki að heilla mann mikið í fyrri hálfleiknum en kom fínn inn í þeim seinni. Ngog er eflaust ágætur leikmaður en þrátt fyrir eitt mark í kvöld á hann ansi mikið eftir að sanna í eftstu deild.
    Masche átti ágætis leik í dag en mótspyrnan var ekki mikil. Er ekki að sjá hann spila þessa stöðu gegn sterkari liðum með öflugri leikmenn. Í kvöld var hann með Andy Reid á sér, sem er einn af mistækari leikmönnum deildarinnar. Masche hitti vel á vondan þar sem Reid hreinlega sást ekki í leiknum.
    Sigurinn kærkominn og ef til vill gerist kraftaverk að Newcastle vinni á morgun, þá gætu kveiknað vonarglæta fyrir Liverpool með að vinna á Old Trafford….kannski langsótt, en maður verður að halda í vonina.

  30. Þessi sigur var aldrei í hættu að manni fannst. Benitez var spurður fyrir leik hvort að honum hefði tekist að fá menn til að brosa eftir slæma síðustu umferð, hann svaraði ekki afdráttarlaust en liðið svaraði því á vellinum. Allt annað að sjá til liðsins, það var einvern veginn einbeittara í öllum sínum aðgerðum. Ngog var að gera hluti sem ekki hafa sést áður í hans leik og það er jákvætt fyrir liðið. Insúa kominn aftur í liðið og Masch hinu megin en liðið hélt samt hreinu. Það má ekki gleyma því að Insúa hefur lítið spilað og Masch ekki neitt í þessari stöðu svo að þetta er hlutur sem menn geta verið ánægðir með.

    Ég á nú bágt með að trúa því að Carra ráði því hvar hann spilar. Ef hann er ekki líkamlega tilbúinn þá hefði verið betra að hvíla hann og fá hann þá tilbúinn í þennan leik í hægri bakvörð. Er það ekki líka Rafa og hans lið sem metur statusinn á mönnum ekki þeir sjálfur. Skárra væri það nú. En gott og vel þetta er búið og gert tap í síðasta leik og sigur í þessum.

  31. Ég ætla að koma með smá neikvæðni í þessa umræðu,hvað haldið þið nú að hefði skeð ef Jones hefði skorað þarna á þriðnu mínútu þegar Skertl og Caraggher voru ekki vaknaðir?
    En þessi leikur kom mér skemmtilega á óvart og ég vil meina að Insua og NGog komi með einhvern ferskleika með sér inn í liðið sem alltaf fylgir ungum leikmönnum og boltameðferð þeirra beggja er mjög góð.
    En svona í lokin er ekki komið nóg af þessum Lucasi,hvílíkt og annað eins,Rafa give us a brake frá þessum dreng,en hann lýtur nú samt betur út svona ný klipptur.

  32. Já, góður sigur í gær og í fyrsta skipti í langan tíma í deildinni þá var ég ekki í nokkrum vafa með sigurinn, frá fyrstu mínútu. Mér fannst bara greddan vera til staðar og menn klárir í slaginn. Nokkrir punktar sem komu hér að framan sem ég vildi kommenta á og ég byrja á annars góðri leikskýrslu:

    “Kuyt var svo sem allt í lagi, maður varð nokkrum sinnum pirraður á fyrstu snertingu hans, en það er bara Kuyt.”

    Ég ákvað fyrir leikinn að skoða þetta dæmi sérstaklega og tók þá Gerrard sem viðmið. Það voru fleiri “fyrstu snertingar” og móttökur hjá Gerrard sem voru slakar, en hjá Kuyt blessuðum (og var Kuyt nú ekki að eiga neinn stjörnuleik). Kall kvölin er að mínum dómi orðinn dæmdur af líkum og það er hreinlega orðið vinsælt að tala um að hann skorti “first touch” eða geti ekki tekið á móti bolta.

    “Svo skil ég ekki út af hverju einhver hér pirraði sig á skiptingunni með Lucas, hún var auðvitað gerð því N’Gog var kominn með krampa og Rafa vildi loka leiknum, féll niður í 4231 og gerði nákvæmlega það.”

    Gæti ekki verið meira sammála Maggi. Það er orðið algjörlega sama hvað Rafa gerir, það er gagnrýnt. Ég heyrði meira að segja á næsta borði í gær að Lucas hefði hreinlega drepið leikinn þegar hann kom inná 🙂 Bíddu, bíddu, var ekki fyrst og fremst einn tilgangur með því að hann var settur inná? Sáu menn ekki að N’gog var kominn með krampa og var ekki að fara að spila meira? Átti þá að setja inná alla framherjana sem voru á bekknum (Hyypia, Aurelio eða Dossena)? Æj, það er í lagi að rýna til gagns en þetta fer að verða too much eins og Skrámur sagði á sínum tíma.

    “Ef sunderland er betra en hull,hefðum við þá ekki átt að vinna hull. Er það útivöllurinn að við töpuðum eða var það uppstillingin hjá Rafa?”

    Hvenær töpuðum við aftur fyrir Hull?

    “Gummi Ben hinsvegar fær falleinkun í kvöld fyrir að segja að “liverpool hafi ekki unnið á heimavelli síðan á öðrum degi jóla”. Hann er sjálfur púllari og fullur af rugli”

    Gummi Ben er reyndar algjörlega fjarri því að vera Poolari, hann er Man.Utd fram í fingurgóma, en ég fer ekki ofan af því (horfði reyndar á leikinn á erlendri stöð í gær) að hann er einn albesti lýsarinn í bransanum á Íslandi í dag.

    “Verð að taka undir með eikafr nr 20 með þessa tilraunastarfsemi Benítez. Macherano er náttúrulega enginn bakvörður og tómt bull að hafa hann þarna þegar hægt er að nota td Carrager.”

    Mér fannst nú Javier spila alveg virkilega vel þarna í bakverðinum og væri hreinlega til í að sjá hann oftar þarna. Hann er ótrúlega sterkur varnarlega eins og við vitum öll, en hann kom mér á óvart með overlappi sínu. Og þú talar um tómt bull að hafa hann þarna þegar hægt er að nota Carragher? Hvað hefur Carra fram að færa umfram Javier í þessari stöðu ef við miðum við það sem við höfum áður séð hjá Carra og útfrá þessum eina leik sem við höfum séð Javier í stöðunni? Miðað við þessa frammistöðu þá tæki ég Javier fram yfir Carra í hægri bakvörðinn any time, any day.

    “Er ekki að sjá hann spila þessa stöðu gegn sterkari liðum með öflugri leikmenn. Í kvöld var hann með Andy Reid á sér, sem er einn af mistækari leikmönnum deildarinnar. Masche hitti vel á vondan þar sem Reid hreinlega sást ekki í leiknum.”

    Andy Reid er búinn að vera einn albesti leikmaður Sunderland frá því að írski vitfirringurinn yfirgaf félagið og allt fór að ganga betur hjá þeim. Þetta er svipað gáfulegt og þegar verið er að halda því fram að öll stórliðin í Evrópu keppist við að eiga mjög lélegan dag gegn Liverpool. Það er ekki því um að kenna að þeir séu núllaðir út, nei, hin liðin eru alltaf ákveðin í að spila sinn versta leik þegar þeir mæta okkur. Af hverju sást Reid hreinlega ekki í leiknum? Gæti það verið út af því að Javier hafi ekki hitt vel á vondan og spilað bara ágætlega í leiknum og núllað hann út? Ég er allavega á því.

    “Ég ætla að koma með smá neikvæðni í þessa umræðu,hvað haldið þið nú að hefði skeð ef Jones hefði skorað þarna á þriðnu mínútu þegar Skertl og Caraggher voru ekki vaknaðir?”

    Hvað hefði skeð ef við hefðum skorað þrjú fyrstu mörkin gegn Boro, Hull, Stoke, Fulham, West Ham…? Reina las Jones og varði. Ef Jones HEFÐI skorað þá HEFÐI staðan verið 0-1 og um 88 mínútur eftir af leiknum. Spurning hvort Nostradamus sé hér á blogginu og geti tjáð okkur hvað HEFÐI gerst þessar 88 mínútur?

    Ég er ákaflega ánægður með okkar menn, komnir á sigurbraut og það er ekki séns í helvíti að ég játi okkur sigraða þó svo að brekkan sé brött. Ég var einnig ánægður með innkomu Babel í leiknum, loksins kom Ryan inná en ekki bróðir hans hann Bryan. Long may it continue. Insúa var einnig sprækur og vil ég hreinlega sjá þennan strák gera þessa stöðu að sinni. Flottur skalli hjá Stevie, en hann á svo mikið inni að það hálfa væri svona þrettán sinnum meira en nóg.

  33. Já ég hef einmitt heyrt að Gummi Ben sé með harðari manutd mönnu landsins. Það segir kannski eitthvað um gæði hans sem lýsanda að við höfum ekki hugmynd um með hverjum hann heldur og halda meira að segja margir að hann haldi með Liverpool.
    Hann er klárlega besti lýsandinn í bransanum í dag, hann og Arnar Björnsson ….
    þetta með Arnar var grín 🙂

    Höddi Magg er líka snillingur en því miður fáum við aldrei að hafa hann í okkar leikjum.
    Gleymi því ekki þegar hann var að lýsa í Keflavík í haust þegar Fram skoraði og FH varð Íslandsmeistari, hann snappaði 🙂

  34. SSteinn. Virkilega gott innlegg. Gerir mjög vel í að svara sumu af ruglinu sem hefur komið fram hérna. Það virðist vera sama hvernig leikir fara, alltaf fá a.m.k Kyut, Lucas og Benitez fullt af skít á þessari síðu, mjög oft án rökstuðnings líka.

    Ég er persónulega mjög sáttur við spilamennskuna í gær. Sunderland fékk eitt færi og sigurinn var aldrei í hættu. Vissulega var þetta skyldusigur, en hversu mörgum skyldusigrum höfum við klúðrað á heimavelli ár? Mjög mörgum, þannig þessi sigur var ákveðinn léttir. Svo vonar maður að United tapi í kvöld, eða lætur sig dreyma…

    Annars fannst mér Insúa eiga mjög góðan leik og er klárlega framtíðarmaður þarna í vinstri bak. Líka gaman að sjá Ngog stimpla sig inn, ekki veitir af. Annars bar Benayoun af í þessum leik. Góðar sendingar, frábær hlaup og svo kláraði hann þetta með marki. Hann er í svakalegu formi þessa dagana. Svo kom Mascherano á óvart í bakverði, skilaði sínu mjög vel og rúmlega það.

  35. Sammála Steina í öllu.
    Ég er farinn að hallast að því að sum okkar vilji hreinlega að liðið tapi því það fólk vill Rafa í burtu. Allavega leika illa.

    Lucas fær svipaða meðferð, líka þegar hann gerir það sem af honum er ætlast eins og gerðist í gær.

    Og mér finnst það toppað þegar menn eru farnir að biðja um Carragher í hægri bakvörð. Ég hef ekki orðið var við mikla gleði hér þegar hann er settur í þá stöðu og algerlega morgunljóst að Mascherano var mun öflugri sóknarlega OG pakkaði saman ógninni vinstra megin sem voru Reid og Richardson. Gerði semsagt allt sem af honum var óskað. Ef þetta hefði verið einhver annar stjóri (eins og einn ónefndur sem notaði Hargreaves talsvert í bakverði í fyrra) hefði honum verið hrósað fyrir að þetta gekk upp.

    En ég er sammála Steina um það að með útkomu gærdagsins, sigri og geislandi leikgleði, er ég ekki tilbúinn að gefast upp. Byrja að vona að United vinni ekki á St. James’ í kvöld og þá er komið að okkur á OT.

    Ég hræðist þann leik ekki, við eigum góðan möguleika á fínum úrslitum þar. Bring it on!

  36. kobbih

    Veit allavega að nokkrir norðmenn eru frekar pirraðir út þá. Sjá meir.

    Þeir keyptu 7 miða á Liverpool – Chelsea þar og báðu sérstaklega um miða Liverpool megin og sem komu svo til þeirra voru allir í Chelsea stúkunni….

  37. Ágætis komment frá SSteinn, en þó þykja mér sum rökin sem hann notar full langsótt og ekki viðeigandi. Ég stend við það sem ég sagði áður að Mashe átti fínan leik en mótspyrnan frá Reid var ekki mikil. Reid er mjög mistækur leikmaður og í gær átti hann slakan leik. Kannski var það vegna þess að Masche átti svona góðan leik, held þó ekki. Reid hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera mistækur og það er eins ástæða þess að Tottenham lét hann fara. Reid var ekki mikið í boltanum í gær og þar sem að Sunderland lá aftarlega var Reid að fá boltan oft á eigin vallarhelming. Þeir sem þekkja til Reid vita að hann er þéttur leikmaður og ekki best til þess fallinn að fara langa leið með boltann. Reid nýtist mun betur í leikjum þar sem lið hans liggur framarlega og hann fær tækifæri á að taka menn á uppvið vítateig andstæðinganna. Því segi ég það aftur að Mashe átti fínan leik, klárlega betri kotur en Skrtel en ég held að hann væri ekki rétti maðurinn í að stoppa Ronaldo, Robben eða einhvern leikmann af slíkum gæðum.

  38. Enn um Mascherano í hægri bakverði.
    http://www.football365.com/story/0,17033,8652_5004158,00.html

    Benitez: “Mascherano had to play there so we needed to do it in this way.”
    Dennis: “Jamie [Carragher] has played there before so why didn’t you use him?”
    Benitez: “Mascherano had to play there.”
    Dennis: “But why?”
    Benitez: “Because Mascherano had to play there.”
    Dennis: “Was it a tactical decision?”
    Benitez: “No. He had to play there.”

    Benitez er bara flottur. 🙂
    Annars tek ég undir með mönnum hér. Sumir virðast orðnir vanir svo miklu drama og flokkadráttum í kringum Liverpool, að þegar við vinnum öruggan heimasigur þá bara verða þeir að finna eitthvað neikvætt við leikinn og koma sínu gamla og rótgróna áliti á vissum leikmönnum á framfæri.

    Sigurinn í gær var ekkert nema jákvæður, Sunderland hélt 0-0 jafntefli á Emirates gegn Arsenal um síðustu helgi en okkur tókst að brjóta varnarmúrinn þeirra niður = Jákvætt.
    Enginn meiddist hjá Liverpool og við jukum sjálftraustið fyrir Real/Man Utd leikina = Jákvætt.
    Liðið spilaði sig saman, Ngog skoraði sitt fyrsta deildarmark og Mascherano kom mjög vel út í hægri bak (Essien hvað?) = Jákvætt.
    Liðið skoraði mörk án Torres og sóknarleikurinn æfður. = Jákvætt.
    Þær breytingar og innáskiptingar sem Rafa Benitez gerði virkuðu. = Jákvætt.

    Er kannski fjöldi Man Utd aðdáenda að aukast hér? Ekki einleikið hvað sumir vilja halda í neikvæðnina og tala okkar leikmenn niður. Verið jákvæðir og lærið að hugsa eins og sigurvegarar strákar…

  39. SSteinn: Alveg rétt við töpuðum ekki á móti hull en ekki unnum við. Sunderland er betra en boro en þar töpuðum við 2-0, þannig að ég var að meina að ekkert lið er gefið, það geta allir unnið alla. En mér hefur fundist (kanski ekki alltaf) þegar er verið að spila við þessi svokölluðu smærri lið þá sé ekki verið að stilla sterkasta liðinu, sem t,d M U virðist gera, og þegar að meistaradeild er, þá þarf ansi oft að hvíla okkar bestu menn í úrvalsdeildarleiknum á undan, leggur Rafa ekki bara meiri áherslu á meistaradeildina??sem er ekki nógu gott..

  40. Ok Már, hverjir af okkar sterkustu leikmönnum voru hvíldir í gær? Næsti leikur er jú í Meistaradeildinni. Hverjir af okkar bestu leikmönnum voru hvíldir gegn Man.City (leikurinn fyrir leikinn gegn Real Madrid). Sama um leikinn gegn Blackburn (fyrir PSV leikinn). Kannski hægt að tiltaka Xabi gegn Fulham, en hann kom reyndar inná á 65. mínútu. Heldur ekki heldur vatni í leiknum á undan A.Madrid leikjunum eða nokkrum öðrum. Það er akkúrat þetta sem ég er að tala um, það er afar lítið á bakvið svona fullyrðingar eins og hjá þér Már. Ég ráðlegg þér að skoða uppstillingar í leikjum fyrir Meistaradeildarleikina.

    Við verðum bara ósammála um þetta einare. Það er nú ekki oft sem Sunderland eru í blússandi sóknarleik og klárlega eru þeir sterkastir á þessum væng með þá Richardson og Reid. Ég myndi algjörlega treysta Javier til að afgreiða Robben og co (þangað til annað kemur í ljós 😉 )

  41. þessi leikur gaf mér svona smá hugmynd út af hverju Ngog er í liðinu, hann stóð sig mjög vel í gær! Annars, þá voru fyrstu 15 mínúturnar góðar, restin af fyrri hálfleik voru leiðilegar, en seinni hálfleikur var fínn, og assistið hans Gerrard var geðveikt, þegar Ngog skoraði.

  42. og annars, þá stóð Masche sig bara mjög vel í hægri bakk!
    og Insúa var ágætur

  43. númer 39. Persónulega myndi ég aldrei kaupa miða í gegnum þessa síðu, né aðrar af sama sauðahúsi. Hef bara heyrt af alltof, alltof mörgum dæmum um að þetta klikki. Hvaða leik ertu annars að spá í að fara á?

  44. já, eitt annað komment, en mér hefur aldrei fundist Jamie Carragher góður í hægri bakk.. Hans staða er í miðjuni, og það á ekkert að breyta því núna. hver ætlast til þess að hann hlaupi meira, og verði sóknarsinnaður? ekki ég allavega

  45. Nákvæmlega Sigmar!
    Carragher er frábær leiðtogi og góður varnarmaður, ekki nein ástæða til að biðja hann um fleira!

  46. SSteinn: Ég sagði ansi oft í sambandi við meistarad, og á móti smærri liðum t,d, á móti boro, þar var t,d Yossi B á bekknum lungan af leiknum, og ekki mótmæla því að menn á þessari síðu eru oftar en ekki ósáttir við uppstillingu Rafa, einnig finnst ýmsum að Rafa hugsi meira um meistarad. En kanski er vandinn sá að hann er í vandræðum ef Gerrard,Alonso og Torres eru meiddi eða í banni,og eins og menn hafa sagt hér að hann eigi að hætta að kaupa svo mikið af kjúllum en kaupa framherja og h/kant semsagt alvöru menn. Góð kaup hjá Rafa er Torres, Rein, Alonso, 3-4 sæmileg, restin er ekki til að tala um. En allt í góðu. 😉

  47. Númer 43: Þetta er bara bull. Sjá t.d. Scum vs Blackburn fyrir Inter leikinn. SAF setur Vidic á bekkinn þar sem hann er í banni móti Inter. Hann kemur svo inn þegar Evans meiðist, og viti menn, Blackburn fengu ekki færi eftir það.

    Breska pressan virðist eiga einhverjar óuppgerðar sakir við RB og nota hvert tækifærið til að ata hann aur og reyna að grafa undan honum.

  48. Nei Már, þú sagðir þetta hérna alveg orðrétt “…og þegar að meistaradeild er, þá þarf ansi oft að hvíla okkar bestu menn í úrvalsdeildarleiknum á undan, leggur Rafa ekki bara meiri áherslu á meistaradeildina??”

    Ég fann eitt dæmi af öllum þessum leikjum sem við höfum spilað frá því riðlakeppnin hófst og þá var það Xabi sem kom inná í leiknum. Það var fyrst og fremst það sem ég var að koma með mótrök gegn.

    Sammála þér Varmenni, þegar traktorinn gerir eitthvað þá er það taktísk schnilld, geri Rafa sama hlutinn þá hefur hann ekki clue um hvernig á að vinna ensku deildina.

  49. Sölvi nr. 29. Voða er þetta eitthvað persónulegt hjá þér greyið mitt.
    Nenni ekki á þetta plan. Það að þú sért ekki sammála einhverju þýðir ekki endilega að allir hinir séu fífl.

    Annars hef ég heyrt Sölvi að Alonso sé eitthvað þreyttur og Reina hafi boðist til þess á liðsfundi að taka stjórnina á miðjunni á móti Real og Macherano sé meira en til í að taka við í markinu enda han eins og þú viðist vita alltaf til í allt á þessum liðsfundum. DÖÖÖ.

  50. “Sammála þér Varmenni, þegar traktorinn gerir eitthvað þá er það taktísk schnilld, geri Rafa sama hlutinn þá hefur hann ekki clue um hvernig á að vinna ensku deildina”.

    Er þetta ekki sannleikurinn? Hann virðist ekki hafa hugmynd um hvernig á að vinna ensku deildina. Mikið til í þessu.

    Þetta er líka spurning um að hafa efni á að gera hlutina. Sir Alex hefur efni á ýmsum hlutum sem Rafa getur ekki leyft sér.

  51. Takk fyrir þetta Mummi og Steinn, er annars að spá í að fara á Liverpool leik í London, einu leikirnir sem Pool á eftir í London er á móti Fulham og svo West Ham. Einhverjar hugmyndir hvernig best er að snú sér í þessum málum?

  52. OK, þannig að þegar hinn hái herra setur sinn varnartengilið í hægri bakvörðinn og það gengur upp, þá er það dæmi um ómennska snilld, en þegar Rafa gerir sambærilegan hlut og það gengur vel upp þá er það engan veginn á nokkurn hátt til marks um að hann sé starfi sínu vaxinn.

    Pointið er að báðir gera sín mistök, og augljóslega hefur Rafa gert fleiri en starfsbróðir sinn, en þeim er ekki hrósað svipað, engan veginn. En hvað um það, mér er nokk sama. Verst finnst mér hvað oft og mikið er drullað yfir hann af Liverpool fólki.

  53. En kanski er vandinn sá að hann er í vandræðum ef Gerrard,Alonso og Torres eru meiddi eða í banni,og eins og menn hafa sagt hér að hann eigi að hætta að kaupa svo mikið af kjúllum en kaupa framherja og h/kant semsagt alvöru menn.

    Már, eiga ekki öll lið í erfiðleikum þegar þeirra bestu menn eru meiddir. Man Utd. fór nú heldur betur hægt af stað í haust þegar Ronaldo var frá vegna meiðsla. Arsenal hefur heldur betur hikstað eftir að Fabregas meiddist og meira segja Chelsea hefur varla verið skugginn af sjálfum sér án Joe Cole. Ég verð líka að segja að ég mundi ekki óttast Barcelona mikið án Messi og Eto’o. Sama má segja um Inter án Ibrahimovic og Cambiasso, FC Bayern án Ribery og Toni, Lyon án Juninho og Benzema o.s.frv.

    Staðreyndin er bara sú að þó að lið séu með stóra og sterka hópa þá mega mjög fá lið við því að missa sína tvo sterkustu menn jafnmikið og við höfum misst Torres og Gerrard í vetur. Ekki nóg með það að þeir séu búnir að missa af leikjum heldur eru ansi margir leikir sem þeir eru búnir að spila leikir þar sem þeir eru að spila sig í gang aftur eftir meiðsli. Held að flestir sem hafa meiðst viti það að það tekur sinn tíma að treysta líkamanum 100% eftir erfið meiðsl.

  54. Davíð, það lýsir nokkuð mikilli málefnafátækt hjá þér að þykjast ekki ætla niður á mitt plan en svara svo ekki því sem ég leiðrétti þig með….. að Carragher hefði neitað að spila í hægri bakverði.
    Sem og hversu hræðilegur kostur Carragher er í þessari stöðu á heimavelli gegn Sunderland. Þess í stað spilaru þig sem fórnarlamb. Gott og vel. Menn þurfa þó að hafa réttar upplýsingar og skrifa uppbyggilega til að nota það tromp.
    Ég kallaði þig ekki fífl, lestu betur. Ég sagði að þú skrifaðir tóma steypu í #27, sem er bara hárrétt.

    Margir hér á kop.is hafa kvartað yfir því að Mascherano sé notaður á miðjunni þegar við þurfum að sækja á heimavelli, Mascherano sem sé fullkomlega gagnslaus sóknarlega.

    Sama hefur átt við um Dirk Kuyt á heimavöllum gegn liðum sem pakka í vörn. Hann sé gagnslaus sóknarlega í svoleiðis leikjum. Sumir Liverpool aðdáendur grínast með að Benitez sé í ástarsambandi við Kuyt.

    Í gær sannaði Mascherano að hann er ekki gagnslaus sóknarlega og tók næstum jafn mörg overlap og Arbeloa hefur tekið í allan vetur. Svo þegar Benitez tekur áhættu og setur miðjumann í hægri bakvörð og eykur þannig sóknarþungann þá sjá menn ástæðu til að gagnrýna það sem bull tilraunastarfsemi því Carragher hefði svosem alveg getað spilað þar!

    Stundum bara skil ég ekki sum skrifin hérna og þessar stöðugu árásir á Benitez og leikmenn okkar eigin liðs. Var ekki Essien að spila stórvel flakkandi á milli hægri bakvarðar og varnarmiðjumanns undir stjórn Jose Mourinho? Rafa prófar það sama og er málaður sem kjáni en Mourinho og Ferguson snillingar.
    Hvernig eiga önnur lið að óttast Liverpool í titilbaráttunni þegar margir okkar eigin stuðningsmanna reyna alltaf að sjá neikvæðar hliðar á öllu í stað þess að hrósa? Eru við orðnir svona rosalega bitrir og meðvirkir með neikvæðum enskum fjölmiðlum útí Liverpool eftir 19 ár án titils?

  55. Sælir félagar.
    Góð leikskýrsla og góður skyldusigur. Sá ekki leikinn en er ánægður með niðurstöðuna. 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  56. Ömurlegt að heyra það ef að Lucas fékk á sig baul.
    Skammarleg framkoma gagnvart leikmanni Liverpool og ég satt að segja skil bara alls ekki hvað er að verða með ákveðinn hóp okkar aðdáendanna!!!
    Liðið okkar hefur verið þekkt í gegnum tíðina fyrir stuðning í gegnum þykkt og þunnt en það virðist vera að breytast.

    Einhvern veginn sér maður það ekki í anda núna að í 0-3 stöðu í hálfleik brjótumst við út í söng og styðjum okkar fólk!!! Erum við búin að gleyma því hvað Gerrard sagði um aðdáendur liðsins þegar hann hætti við að fara til Chelsea.

    Bregst hann eins við í sumar???

    Sorglegt þegar svo er komið, og óhugsandi þangað til þegar mótmælin gegn eigendunum hófust. Þau hafa einungis haft í för með sér pirring, neikvæðni og leiðindi.

    Og fyrrum leikmenn og breska pressan gleðjast yfir því að hægt er að finna að. Sumir hverjum sem hefur verið boðið starf á Anfield en ekki þorað að koma að liðinu.

    Og sumir stinga upp á því að maður sem hefur talað niður til félagsins og leikmanna þess, reyndi ítrekað að ná af okkur fyrirliðanum og telur sig stærri en öll fótboltalið í heimi stjórni málum á Anfield Road!

    Sorglegt, mér finnst þetta ákaflega afar sorglegt!!!!

    • Einhvern veginn sér maður það ekki í anda núna að í 0-3 stöðu í hálfleik brjótumst við út í söng og styðjum okkar fólk!!! Erum við búin að gleyma því hvað Gerrard sagði um aðdáendur liðsins þegar hann hætti við að fara til Chelsea.

    Ekki afskirfa það alveg, mig rámar nú í að þeir hafi ekkert hætt að styðja liðið Gegn Boro um daginn

  57. P.S það tók Robbie Keane 9 min að skora á móti middlesb. Væri fínt að hafa hann núna!! En samt góður sigur í gær!!

  58. Ætla menn endalaust að gráta þessa Keane sölu ?
    Hann gat ekki neitt fyrir okkur.

  59. Hafið Keane ekki skorað fyrir leikinn í kvöld í heilum tveimur leikjum!!

    Þvílíkur skandall.

    Hann var búinn að spila heila tvo leiki fyrir félagið Einar, hélstu að hann hefði spilað 10 leiki eða? Einar greinilega mikill aðdáandi Keane. Sýnist Keane bara byrja nokkuð vel hjá Tottenham.

  60. Hann skoraði 1 mark og lagði upp 2 þannig að hann er bara að byrja nokkuð vel myndi ég segja.
    Það er sama hvað hver segir þá var það algjört bull að selja hann á þessum tímapunkti. Þeir áttu að nota hann í þessari titilbaráttu í staðinn fyrir að selja hann og fá engan í staðinn.

  61. Og Tomkins nákvæmlega að sýna það sem við höfum rætt hér áður en enginn vill ræða. United varð ekki til 2004 og Chelsea ekki heldur!!!
    Frábær punktur hjá honum að bera saman kaup Rafa og Redknapp. Harry búinn að eyða um 50 milljónum punda á meðan Rafa eyðir 0 pundum. Samt tapa Spurs og tapa!!!

    Frábær vinna hjá Tomkins, en ég er nú á því að þetta fari ekki mjög hátt í umræðuna, sem er búin að ákveða að Rafa eyði mestu allra. Því miður virðast staðreyndir ekki duga í þeirri umræðu!!!

  62. Rólegur. Ósanngjarn samanburður. Liverpool er eitthvað vinsælasta lið heims, ávallt í meistaradeildinni, spilar á Anfield, er með menn eins og Gerrard og Torres.

    Tottenham er í fallbaráttu, vinnur bikar á 10 ára fresti (yfirleitt deildarbikarinn) og missir alla sína bestu menn til Man U (Sheringham, Carrick, Berba) eða Arsenal (Campbell).

    Tottenham eyða kannski meira en Liverpool fær betri leikmenn…því það er ekkert hver sem er sem vill koma til Spurs, á meðan að nánast allir vilja spila fyrir Liverpool.

  63. Fyrst menn eru byrjaðir að ræða nýjasta pistil Paul Tomkins, þá er er einn smá hluti þar sem algjör snild 🙂

    “According to the excellent and reliable http://www.LFCHistory.net, Rafa’s gross spend is approximately £188m, but his net spend is only £108m, given that around £80m has been recouped.”

  64. Ég held að Harry nokkur Redknapp sé ofmetnasti stjórinn í bransanum. Skil ekki aðdáun margra á honum. Tottenham átti auðvitað aldrei að reka Martin Jol til að byrja með, held hann sé nokkuð magnaður náungi, er núna að standa sig frábærlega mað Hamburg.

  65. Varðandi þennan Tomkins pistil þá er eitt sem mig finnst vanta í hann. Þó það sé góðra gjalda vert að leggja saman þá upphæð sem hefur farið í að kaupa leikmenn þá vantar að telja upp fé sem hefur tapast og græðst á leikmönnum sem hafa verið keyptir og seldir aftur. Til að mynda samkvæmt hinni frábæru og áreiðanlegu http://www.lfchistory.net þá hafa eftirfarandi kaup/sölur skilað nokkru tapi:

    • 3 milljónir töpuðust á Robbie Keane leigunni
    • 8,5 milljónir töpðust á kaupum og sölu á Djibril Cissé (þó að Benitez hafi náttúrulega ekki borið ábyrgð á kaupunum á honum)
    • 6,7 milljónir tapast líklega af Jermaine Pennant
    • 3,3 milljónir töpuðust á Fernando Morientez>/li>

    Á móti koma kaup/sölur á leikmönnum eins og Scott Carson, Momo Sissoko, Peter Crouch, Craig Bellamy, Mark Gonzalez og einhverjum fleirum sem hafa skilað einhverjum krónum í kassann. Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvernig þetta er í samanburði við önnur lið en þetta eru að sjáfsögðu tölur sem þarf að taka með í reikninginn þegar er verið að reikna nettó eyðslu. Til að mynda fengu Man Utd 25 milljónir fyrir söluna á David Beckham en kostaði þá ekki krónu. Það ætti því að færast sem mínus tala á móti eyðslunni þegar nettó eyðslan er reiknuð. Sama gildir um 8 milljónirnar sem við fengum fyrir Michael Owen og 14 milljónirnar sem Chelsea töpuðu á Shaun Wright-Phillips o.s.frv…

    Eins og ég segi þá veit ég ekki hvort þetta breyti stóru myndinni eitthvað en þetta er eitthvað sem þyrfti að taka inn í reikninginn þegar svona útreikningar eru gerðir.

  66. Já fínar pælingar Þröstur, en ég held að aðal pointið há Tomkins hafi verið að meta virði hópsins eins og hann er í dag, burtséð frá Efnahagsreikningnum. Það er nefninlega svo erfitt að miða út frá ártölum vegna þess að menn hafa verið mis lengi við stjórnvölinn og annað slíkt. Liðið sem menn hafa yfir að ráða á hverri stundu hefur kostað ákveðna upphæð.

Liðið gegn Sunderland

Bakland í bulli?