Rick Parry hættir!

Ja hérna hér!

Á sama degi og Davíð Oddson hættir í Seðlabankanum hefur verið tilkynnt að Rick Parry muni hætta hjá Liverpool í lok tímabilsins.

Með því ætti væntanlega ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að Rafael Benitez haldi áfram sem framkvæmdastjóri Liverpool. Umræðan við pistil Babú frá því í gær er auðvitað góð, en þetta verðskuldar þó sér færslu þar sem fréttin er það stór.

27 Comments

 1. Það mun litlu breyta þó að Davíð hafi verið neiddur til að hætta en brotthvarf parry´s ber að fagna eins og sigri á manure.

 2. Mikið eru þetta góðar fréttir. Ég vona að þetta hafi jákvæð áhrif á vesenið sem hefur verið í samningamálum og leikmannakaupum.

  – Villi

 3. það var mikið. Parry hefur verið krabbamein í klúbbnum í mörg ár.

 4. Já þetta er glæsilegt. Parry hefur ekki verið að standa sig sem skyldi.
  Ég legg til að Einar Örn verði nýji bossinn, honum hefur tekist fanta vel upp með Serrano ævintýrið sitt.

  áfram Liverpool.

 5. Frábærar fréttir maðurinn sem klúðraði Barry kaupunum og keypti Keane frekar er að fara loksins gerðu kanarnir eitthvað að viti fyrir stuðningsmennina.

 6. Snilld. Vona að þetta hafi jákvæð áhrif á liðið núna. Og linkurinn sem Valvar henti hérna inn, er ´líka góðar fréttir. Það ætti að hjálpa okkur ennþa meira í cl.. þarf það? :Þ

 7. Hey ef Barry hefði komið þá hefði Alonso farið og það hefði ég ekki viljað. Má ekki gleyma því að sögusagnir herma að Parry hafi skemmt 25 milljón punda boð í David Villa í janúar einnig. Það átti bara eftir að setja gæjann í læknisskoðun og allt var klár en þá kom herra Parry inn og rústaði því. Þetta eru æðislegar fréttir, burt með þennan mann og það strax. Af hverju að bíða til loka tímabilsins.

 8. Jesús minn eini. Búinn að fara með Parry/Davíð bænina mína síðan ég veit ekki hvenær og núna verða þær að veruleika á sama degi.

 9. Leiðilegt annars, að Fernando verði ekki með á móti Boro.. 3 meðsli í ár. Vona að hann verði ekki Owen..

 10. Ég er nú reyndar ekki á því að það sé saman sem merki á milli kaupa á Barry og sölu á Alonso. Það vildi ekkert lið borga uppsett verð fyrir Alonso og því fór hann ekki. Ef Parry hefði gengið frá kaupum á Barry á undan Keane, þá hefði Keane væntanlega ekki komið fyrst Alonso var ekki seldur. Væntanlega hefði þá annar ódýrari framherji verið fenginn til liðsins.

 11. En hvað eru menn annars að blanda einhverri andskotans Davíðs umræðu hérna inni þar sem við erum að ræða Liverpool FC?

 12. Ég get ekki verið annað en sammála mönnum hér að framan. Ljóst er að Parry hefur verið mikill slórari og samningar hafa dregist á langinn, sbr. samningamál Aggers. Því fagnar maður þessu!! 🙂

 13. SSteinn. Þurfum við nokkuð að vera starta öðrum þræði hérna með umræðu um hvað megi skrifa inn hérna akkúrat í dag. Umræðan er það lágstemmd. Það eru að ég held allir í skýjunum yfir fréttunum af Parry og allt þetta gerir menn (eins og mig) lightheaded. Ég ætla allavega að elda steik og opna pakka í kvöld.

 14. Til hamingju með daginn vinir nær og fjær. Þetta er gott fyrir klúbbinn.

 15. Nei kannski ekki Dagur, en maður fær algjörlega nóg af þessu stjórnmálaþvaðri annars staðar, maður opnar varla vefmiðil á Íslandi án þess að sá viðbjóður tröllríði öllu, því hefði maður haldið að síða sem fjallar um málefni Liverpool FC gæti verið laust við það leiðindar þvaður.

 16. Svona að öðrum málum, þá æfir Ásdís rán víst í sama gymmi og Colin Farrel..

 17. Að Parry hætti er besta mál (held ég án þess að vera viss) En ekki blanda einhverri Davíðs umræðu inní þetta.

  Væri gaman ef einhver gæti sett allt það slæma sem menn muna um Parry hérna inn, ég man ekki afhverju okkur er svona illa við hann. Oft held ég líka að men séu að grípa eitthvert slúður og klína á hann þegar illa gengur.

 18. Djöfull er ég ánægður að Davíð sé hættur. Hver er þessi Rick Parry sem allir eru að tala um?

 19. ætli davíð verði ekki ráðinn í stöðuna hans Parry’s. Skál 🙂

 20. Sorrý Steini, en Davíð kom inn í landsmálin þegar okkar menn hættu að geta eitthvað og á sama tíma og Moores keypti klúbbinn. Kannski eru lögmál alheimsins hér að verki sko…Hver veit nema United tapi fyrir Spurs um helgina og lukkan taki að snúast…

 21. Heyr, heyr SSteinn. Burt með stjórnmála-leiðindi af þessari frábæru síðu. Annars mikil gleðitíðindi að vera lausir við Parry, hefði mátt gerast fyrir löngu.

 22. Lífið verður bara betra og betra með hverjum deginum sem líður, og svo í næstu viku skrifa Rafa undir og allir springa úr gleði og svo vinnum við deildina og svo Champion League og þá fer maður bara inn við sundin blá gjörsamlega gegnign af göflonum….. Liverpool I just love it….

Rafa, samningamál og væntingar

Boro úti á morgun (upphitun)