Liverpool – Man. City 1 – 1

Þá kemur leikskýrsla eftir, surprise surprise, jafntefli á heimavelli. Viðurkenni fúslega að mér er afar erfitt að skrifa skýrslu eftir þennan leik því það er alveg orðið ljóst hvar akkiles liðsins liggur, er öllum ljóst sem fylgjast með því en ennþá er engar lausnir að sjá og staða United í dag er auðveld. Meir af því síðar.

Við skulum byrja á að kíkja á byrjunarliðið

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Mascherano
Benayoun – Kuyt – Riera
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Hyypia, Aurelio, Babel, Ngog, Spearing, El Zhar.

Semsagt, algerlega byrjunarliðið sem KAR reiknaði með í gær. Engin ástæða til annars en bjartsýni, eða???

Eins og svo oft áður á Anfield byrjaði þessi leikur á lágu tempói. Við héldum boltanum algerlega og sköpuðum okkur góða sóknarmöguleika sem fjöruðu út þegar maður beið eftir réttri sendingu eða góðu hlaupi.

Sérstaklega fengum við tækifæri á hægri vængnum en ítrekað fór það illa með slökum sendingum fyrir markið. Þó fengum við eitt mjög gott færi upp úr slíkri sókn en Albert Riera setti boltann naumlega framhjá markinu þá. Semsagt, daufur fyrri hálfleikur og 0-0 í hálfleik.

Inní seinni hálfleikinn komu okkar menn eins og kjánar. City einfaldlega tóku völdin og við spörkuðum honum beint frá okkur um leið og við fengum hann. Sérstaklega ollu Masch, Arbeloa og Carragher mér litla gleði sem töldu sennilega leikinn ganga út á að senda milli sín og síðan bara sparka eitthvað.

Í ofanálag bættist svo það að Craig karlinn Bellamy skoraði á okkur mark og ég vill að videoið af því marki verði spilað fyrir okkar ágæta hægri bakvörð sem gerði allt vitlaust þar sem hægt var að gera vitlaust. 0-1. Frá mínútu 50 – 75 leit liðið út eins og miðlungslið lengst af. Áfram var haldið að senda þversendingar og afturábak sendingar sem ekki skiluðu neinu öðru en því að svo tók einhver sig til og negldi löngum bolta sem City hirtu. Ekkert í gangi sóknarlega, ekkert!

Á 78.mínútu kom svo loksins sókn sem að við skorum frekar óvænt úr, Benayoun á fína sendingu frá vinstri sem Torres fleytir á Kuyt sem jafnar, 1-1 og maður fór að vona að enn einn ganginn tækjum við þrjú stig á lokakafla.

Svona til að vera sanngjarn fóru þá okkar drengir aðeins í gang, Given varði í tvígang mjög vel, frá Kuyt og Benayoun sem virkilega reyndu. Samt fannst mér vanta alla sannfæringu í liðið og þegar flautað var til leiksloka á steindauðum Anfield Road var ljóst að gleði dagsins var um 50 mílum austan við völlinn þar sem djöflarnir færðust afar nálægt meistaratitlinum.

Að frammistöðu leikmanna. Reina lék vel og verður ekki sakaður um markið. Mér fannst Dossena allt í lagi og Skrtel og Carra góðir varnarlega, en Carragher átti dapran sendingadag og ég sá ekki í honum leiðtogann í þessum leik. Arbeloa fannst mér slakur í dag. Sóknar- og varnarlega.

Lucas og Mascherano virka ekki saman. Hef sagt það áður og segi enn. Varð fyrir vonbrigðum að sjá ekki Aurelio inni á miðjunni fyrir annan hvorn og ég er handviss að saman töpuðu þeir u.þ.b. 20 boltum, sem í flestum tilvikum þýddi skyndisókn. Algerlega vonlaus blanda og með ólíkindum að Rafa sé enn að reyna hana!

Fyrir framan þá voru svo Kuyt, Benayoun og Riera. Vantaði uppá kraftinn í Riera og Kuyt var slakur þangað til á mínútu 75, en góður eftir það. Benayoun fannst mér líflegur allan tímann og gerði mjög vel í markinu, þegar hann var loksins kominn í stöðuna undir senternum og Kuyt á kantinn. Torres reyndi en fékk litla aðstoð, átti nokkur fín „touch“ sem svo lítið varð úr að lokum, en hann er að koma til baka held ég.

El Zhar náttúrulega á bara að skila sér að endalínu og koma boltanum inní, sem hann gerði ágætlega, Aurelio kom inná í skrýtinni „bakvörður fyrir bakvörð“ skiptingu og sást lítið, Ryan Babel kom inná og olli mér vonbrigðum.

Finnst í raun marklaust að velja mann leiksins eftir svona leik, en þar sem við gerum það í öllum leikjum vel ég Yossi Benayoun sem mér fannst einn fárra leggja sig fram allan tímann.

Alvarlegast í dag finnst mér að öll gleði er horfin úr leik liðsins, ég er farinn að sjá „Houlliersyndrómið“ meir og meir, vantar eiginlega bara nefið á Thompson argandi fúlan á hliðarlínunni og leikmennina með hausinn oní bringu eftir örgin.

Liðið og leikmennirnir eru að bregðast alvarlega enn eitt árið. Í fyrra var það nóvember og áður var það desember, núna er það janúar og febrúar. Það vantar 1 – 2 heimsklassaleikmenn í þetta lið til að snúa svona leikjum í það að verða eins marks sigrar úr því að vera steindauð heimajafntefli.

Á meðan að orka allra á Anfield fara í samningaþref við leikmenn og þjálfara er enda lítið um samheldni og karakter, sem augljóslega var ekki til staðar í dag. Ef eitthvað á að verða úr þessu tímabili þarf að breyta andanum í kringum liðið á morgun, annars mun ekkert, ekkert, ekkert koma út úr því.

Næst er það svo Real Madrid á Bernabeu á miðvikudagskvöldið, satt að segja veit ég ekki hvort einu sinni sigur þar dregur úr mínu svekkelsi á genginu frá áramótum!

Myndin er tekin af vef BBC

97 Comments

 1. Ohhhhhhhhhh…..thetta er otholandi. Er formlega buinn ad gefa PL upp a batinn. Thurfum kraftaverk of rumlega tad til ad vinna thetta i vor! Omurlegt!!!!!

 2. Já, það er klárlega honum að kenna að City skoruðu úr eina hálffærinu sínu! Þessi Torres á ekki heima í ensku úrvalsdeildinni.

  Maður leiksins klárlega Kuijt, og El Zhar átti ágætis cameo.

 3. Sóknarleikurinn er aðeins of vandræðalegur. Horfið á einn United leik og skoðið gæðamuninn á hreyfingu án bolta.

 4. Sælir félagar
  Hvað sagði RB við leikmenn í leikhléi? Sparið ykkur? Gefiði leikinn. Farið og hvílið ykkur inná vellinum? Ekki reyna of mikið á ykkur? Hugsið um leikinn á miðvikudaginn og farið varlega. Mér er spurn.
  Hefur þessi maður engan áhuga á að vinna ensku deildina? Og svo hinar sóknarmiðuðu skiptngar!!! el Zhar fyrir Riera. AURELIO hinnsóknarsinnaði fyrir Dossena. En að lokum Babel fyrir Maska sem var eina skiptingin sem hægt var að segja að væri sóknarsinnuð.
  Hvaernig er það. Er þetta lið bara tveir þrír menn. Og getur Torres ekkert ef Gerrard er ekki með? Nú getur RB hætt að hugsa um enska bikarinn (ef hann hefur einhverntíma hugsað um hann) og snúið sér alfarið að einhverju öðru. MU er búið að vinna deildina og á það skilið. Miklu betra lið og miklu betri stjóri. Það er ekkert annað hægt en viðurkenna það. Djö… dru…. 🙁 🙁 🙁
  Þetta var ömurlegt. Með boltann yfir 60% og skapa sér eitt eða tvö færi í fyrri hálfleik. Koma svo inn á völlinn eins og menn væru komnir í sumarfrí. Þetta er ólíðandi og maður fer að fá nóg. Hvílíkt ömurlegur leikur og frammistaða.
  Það er nú þannig

  YNWA

 5. El Zhar gerði ekki skít.
  Og fokk hvað ég er búinn að missa þolinmæðina gjörsamlega á Babel! Hann er sá allra lélegasti.

 6. Þetta hafði ekkert eingöngu með Benítez að gera.
  Leikmennirnir voru svo arfaslakir og metnaðarleysi og lítil barátta einkenndi þennan leik hjá okkur. Við eigum langt í land með að verða samkeppnishæfir við önnur lið uppá enska titilinn að gera, það er einfaldlega lukka að við séum á þessum stað í töflunni í dag. Þetta lið er það lélegt, ég meina…. Lucas, mascha, babel, reira, caragher, dossena og kuyt voru allir það slappir í dag að þeir eiga ekki heima í west ham einusinni.
  Ég veit ekki einusinni hvar ég á að byrja……
  held ég sleppi því bara…

  Til hamingju með titilinn Man Utd.

 7. Já það segir nokkuð þegar menn eins og Kuyt og Benayoun eru bestu menn vallarins (það er að segja í L´pool liðinu. Það segir nokkuð um frammistöðu annarra. 🙁

 8. Carrager, Skrtel, Mascheran o og og Lucas taka menn yfirleitt aldrei á og bera boltann ekki upp völlinn. Hver átti í raun að gera það í dag? Lucas e því miður ekki nógu harður né fljótur fyrir enska boltann og það er ekkert að gerast í kringum hann.
  Kyut hefur ekki alltaf heillað mig en einn kost hefur hann umfram marga aðra, hann getur tekið við boltanum með mann í bakið og náð að snúa hann af sér. Í dag voru nokkur tilvik þar sem slíkt kom fyrir á miðjum vellinum og það er meira en miðjumennirnir geta. Úr þessu skapaðist hætta ekki hafi það leitt mark af sér.
  Í liðið vantar hraða og kraft því þó boltinn gangi oft vel á milli manna AFTAST á vellinum nægir það ekki.
  Mikilvægi Gerrards og Alonso og augljóst eftir svona leiki. Nóg af þessu í bili og svo vinnum við auðvitð Real Madrid eins og önnur vel skipulögð stórlið. Litlu liðin sem spila af krafti náum við ekki að brjóta niður.

 9. Lucas er lélegasti leikmaður ensku deildarinnar. Ég meina það hljóta allir að vera sammála um það ?? Hann getur ekki NEITT. Hvað kom líka fyrir Riera eftir áramót, hann er búinn að vera svakalega slakur. Breiddin hjá Liverpool er skelfileg, ég meina Utd hefur menn sem geta komið inn af bekknum og klárað leikina en við ekki. 10 jafnteflið á deildinni er staðreynd og það eru bara 20 stig töpuð

 10. Maður þarf að hafa efni á góðum sálfræðingi (sálfræðingateymi) haldi maður með Liverpool; ég er orðinn svo þunglyndur að ég get varla skrifað mikið meira eftir þennan vesæla leik og hörmulegu úrslit, sem færa Man Utd titilinn á gulldiski! Haldiði að þeir hlæi núna!!! En við verðum bara að viðurkenna það að liðið okkar er bara miðlungslið, ágætt á góðum degi, sem getur ekki unnið bikarkeppni, hvað þá deildina. Annars er eitt gott við þessa hörmung í dag: við vinnum hvítklæddu Spánverjana á miðvikudaginn, þessa sem skoruðu reyndar bara 6 mörk í gær. Við vinnum 0:2, hugsanlega 1:2. Vitiði til.

 11. Af hverju var Rafa að segja okkar varnarmönnum að stýra skotum andstæðinga í bláhornið og varnarmönnum andstæðinganna að verja með höndum án refsingar? Ég er enn engu nær hvernig El Zhar fékk gult fyrir að láta Kompany tækla Lucas í hraðaupphlaupi. Tala nú ekki um hornið sem þeir fengu þegar Robinho þrumaði boltanum beint út af án þess að tuðran kæmi nálægt neinum. Ákvörðun Aurelio að ætla að klippa boltann í 3 m hæð frír inni í teig hlýtur að fá einhver verðlaun, taka boltan niður!!! Kuyt var frír inni í teig. :<
  Babel.. ja hérna.

 12. Úrslitin voru vonbrigði en baráttan í lokin og viljinn til að vinna var aðdáunarvert. Aðeins óheppni og léleg dómgæsla (Kompany átti að fá annað gult og þar með rautt á 75 min.) varð til þess að Liv fékk ekki 3 stig. Ég hef verið mjög gagnrýnin á Kuyt sem leikmann en hann var langbestur í dag. Vonandi heldur hann þessu áfram og með Alonso og Gerrard aftur í liðnu þá komust við aftur á sigurbraut!

 13. Helgi (11): Miðlungslið? Taflan lýgur ekki! Liv er í öðru sæti og því ekkert miðlungslið. Slakaðu á og fáðu þér eina rjómabollu eða eitthvað.

 14. Ég er nú ekki sammála ykkur, horfði á utd draslið í gær og þeir voru drulluheppnir að vinna. Við vorum mjög óheppnir í dag að mínu mati, fannst benni mjög góður og kom kannski vel til greina að dæma víti þegar það var varið frá honum með hendi í stöðunni 1-1.
  Mér finnst bara bjánalegt þegar þið eruð (margir hverjir) að hengja Rafa leik eftir leik fyrir eitthvað skipulag. Mér fannst hann bara bregðast vel við í leiknum og skiptingarnar voru góðar. Ég er samt hundfúll en ekki alltaf að hengja bakara fyrir smið.

 15. Ég er sammála að Lucas Leiva er einhver ömurlegasti leikmaður sem maður sér. Í þessum leik sannaði hann endanlega hversu arfaslakur hann er. Mark Arababandalagsins hafði á sér heppnisstimpil en það var samt eitthvað sem þeir áttu skilið því okkar menn gerðu ekkert og gátu ekkert í seinni hálfleik nema síðustu 10 mín.
  Að kenna dómgæslunni um þetta tap(tveggja stiga) er ekkert annað en afneitun. Við verðum bara að horfast í augu við það að liðið er ekki nógu gott Án Alonso og Gerrards getur það ekki blautan. Breiddin er engin. Alir menn í þessu hópi eru bara miðlungsmenn nema Reina Carra, Alonso, Gerrard og Torres. Það þýðir að liðið getur ekkert ef þeir eru ekki allir með. 🙁
  Það er nú þannig.

 16. Já, einmitt. United spiluðu stormandi og stórglæsilegan sóknarleik í gær og voru óheppnir að vinna ekki 5-0. Við vorum auðvitað ömurlegir, Lucas er lélegasti leikmaðurinn í ensku deildinni og við erum miðlungslið og Rafa Benitez er ömurlegur þjálfari.

  Já, einmitt!

  Í alvöru talað, ég held að sumir ættu temja sér það að bíða í svona 10 mínútur að leik loknum áður en þeir skrifa inná þessa síðu í einhverju reiðikasti. Við vorum að spila við mun sterkara lið en United í gær og að mínu mati vorum við að spila betur. En allt gengur United í haginn á meðan að ekkert virðist falla með okkur (sbr þetta heppnismark hjá Bellamy) þessa dagana.

 17. Gummi Ben var að segja að það væri fundur í kvöld á Anfield og það ætti að ræða það að reka Benitez og ráða Frank Riijkard….

  Hvað segja menn um það ?

  Mitt mat: að fara úr öskunni í eldinn.

 18. Sigkarl, þú ert ekki liverpool maður fyrir 5 aura, takk fyrir.
  Gerir lítið annað en að drulla yfir allt og alla

 19. Sælir félagar.
  Takk fyrir góða leikskýrslu Maggi. Einar MU vinnur leiki sína og það munar dálitlu er það ekki. Steinar js, þú ert málefnalegurog sannur Liverpoolmaður og okkur hinum sönn fyrirmynd um prúðmennsku og kurteisi.
  Það er nú þannnig

  YNWA

 20. Einar Örn #17, ertu sem sagt að segja það að Lucas hafi verið góður í dag eða þá að hann sé búinn að vera öflugur fyrir Liverpool ?? Skoðaðu vítið á móti Wigan, rauða spjaldið á móti Everton. Lélegar sendingar, fáránleg brot og engin skynsemi. Auðvitað er maður fúll, maður er aðdáandi og vill fá meiri gæði frá leikmönnum sem spila fyrir þennan klúbb. Hinsvegar vil ég ekki losna við Benitez, ekki séns.

 21. Sælir
  Einar Örn, ég er nú búinn að bíða í meira en 10 mín. og ég get sko vel
  skilið að menn gagnrýni þennan Lucas, þessi leikmaður á sko ekki skilið að fá að vera í Liverpool treyjunni en hann er gjörsamlega vonlaus og þetta eru ekki góð kaup. En þér finnst eitthvað annað og ég virði það , en þetta er bara sem mér finnst.

 22. Ef Rijkaard tekur við á Anfield væri það vitlausasta stjóraráðning í sögu félagsins að mínu mati. Alvitlausasta.
  Mig langar að biðja menn um að detta úr Lucasargírnum. Ef hann á ekki skilið að vera í liðinu á fyrirliði argentínska liðsins ekki að fá að horfa á leikina á Anfield.

 23. Ég get ekki séð hvernig Rafa á að hafa eyðilagt þennan leik. Það sem gerir okkur betri en mörg önnur lið eru, sér í lagi fram á við, eru leikmenn á borð við Gerrard, Alonso og Torres. Aðrir aðrir leikmenn hafa bara ekkert aukalega yfir leikmenn í öðrum liðum á Englandi. þá er ég að tala um sóknarlega. nenni ekki að ræða um varnarleikinn því hann er vanalega mjög góður. Hins vegar í dag leið varnarleikurinn fyrir það að við þurftum að sækja á öllum leikmönnum og við það skapast pláss.
  Staðreyndin er sú að við getum ekki verið án bæði Alonso og Gerrard í einu, sérstaklega ekki þegar Torres er ekki kominn í sitt besta form.
  Svo skulum við ekkert gleyma því að það er ekkert að þessu City liði, sérstaklega ef þeir ná almennilegri einbeitingu. fullt af hættulegum leikmönnum þarna sem geta gert öllum liðum skráveifur.
  Þannig að ég stend við þá skoðun mína að Rafa gerði ekkert rangt. nema ég hefði viljað fá Lucas útaf fyrir Aurelio. Annað fannst mér í fínu lagi. Reyndar áttum við að fá víti þegar Dunne fékk boltan í höndina því höndin í þessari stöðu er bara bein framlenging á líkamanum og er því klárt brot
  annað var það ekki.

 24. Mér finnst að síðan að Mascherano fékk samning hjá Liverpool að hann hafi dalað hrikalega mikið og virðist sem að hann nenni þessu ekki lengur og ekki skánaði hann eftir að hann fékk fyrirliðabandið hjá landsliðinu.
  Mér finnst Lucas líka vera slappur en ég vill gefa honum meiri séns, svo finnst mér Babel vera alveg búin me sín tækifæri.

  Yossi maður leiksins að mínu mati.

 25. Hvað er að frétta af Ryan Babel? Þetta er allt annar leikmaður en í fyrra… Ótrúlega fyrirsjáanlegur leikmaður. Algjör endastöð.

  Annars er ég kominn með tussugott “Get Rich Quick-scheme”. X á Liverpool á Lengjunni. Prufið!

 26. Austanmaður, Lucas var talsvert betri en Mascherano í dag og hefur verið betri en sá argentínski í vetur. Það ætti að vera öllum augljóst, en samt er Lucas einhverra hluta vegna hengdur í hvert sinn sem liðið tapar stigum. Og ekki tala um vítið sem hann gaf Wigan eða rauða spjaldið gegn Everton, mig minnir nú að við höfum einu sinni haft ungan miðjumann sem átti það til að haga sér eins og vitleysingur á vellinum. Hvað hét sá maður aftur …?

  Munurinn á liðunum í dag er ekki völlurinn, stuðningsmennirnir eða heppni/óheppni. Munurinn á liðunum í dag er þessi:

  Leikmennirnir sem Ferguson gat skipt inná í gær: Vidic, Giggs og Tevez.

  Leikmennirnir sem Benítez skipti inná í dag: El Zhar, Aurelio og Babel.

  United eru með sterkari hóp. Staðreynd. Punktur. End of discussion. Við getum aðeins reynt að tryggja það að okkar menn haldi öðru sætinu, vinni kannski Meistaradeildina eða fari allavega ágætlega langt í henni, og sé í þeirri stöðu að vera fyrsta liðið inn um dyrnar á næsta tímabili og/eða tímabilum ef/þegar United fatast flugið.

  Það gerist EKKI ef Benítez verður látinn fara í vor og annar þjálfari kemur inn, þjálfari sem væntanlega vill fá sín fimm ár til að endurbyggja liðið eins og Benítez hefur gert núna. Að fleygja síðustu fimm árum fyrir borð þegar liðið er komið svona langt í endurnýjuninni væri stærsti glæpurinn af öllum.

  Og já, menn þurfa að læra að anda í nokkrar mínútur áður en þeir koma hérna inn og tjá sig eftir tapleiki.

 27. “En nú hlýtur Liverpool að fara að hefja hrinu sigurleikja og Man Utd hlýtur að fara að tapa stigum!” Þennan söng hefur maður reyndar heyrt í nokkuð margar vikur og menn hafa haldið í vonina. En það er fátt sem bendir til þess að jafnvel þó Man Utd tapi stigum að Liverpool muni nýta sér það, því miður.

  Liðið er bara ekki betra en þetta í augnablikinu. Það vantar meiri gæði fram á við og meira drápseðli í jafnteflisstöðu. Að sigra leik eða að tapa honum ekki er gjörólíkt. Því miður finnst mér oft á leik Liverpool að Rafa Benitez leggi þetta tvennt að jöfnu.

  Ég hef svo sem ekki myndað mér skoðun á því hvort Rijkaard hefði eitthvað að gera til Liverpool. En Maggi virðist vera búinn að því en það vantar bara allan rökstuðning hjá honum. Það væri gaman að sjá rökin fyrir því að það væri vitlausara að ráða hann en t.d. Souness eða Houllier sem joint-manager.

 28. Kristján, þú hefur 5 mínútur til að taka þennan tengil í burtu. Skítasnepill.

 29. Ég vil bara bæta því við að ég tel ekki lausn Liverpool felast í að reka Benitez í vor. Ruglið sem hefur verið í gangi síðustu árin í stjórn liðsins ættu að fá flesta til að fallast á það að Rafa Benitez er ekki efstur á lista Liverpool yfir þá sem eru vanhæfir í embætti. Rétt forgangsröðun er að leysa úr deilum eigenda (helst fá nýja), reka Parry, gefa Benitez viðeigandi völd og sjá þá hvernig liðinu mun ganga undir hans stjórn. Viðeigandi völd væru til dæmis að hann einn fái að kaupa inn í hópinn sinn en ekki fjandans bókari klúbbsins!

 30. Svo ég svari Gumma um Rijkaard.
  Ég hef heyrt leikmann lýsa karakter þess þjálfara. Þungur og vélrænn, ákaflega hljóður í búningsklefanum og algerlega ófær að stjórna stórum nöfnum. Var endalaust að raða inn í liðið nöfnum en ekki að skipuleggja það.
  Enda skulum við bara rifja upp muninn á liði Barca þennan vetur og þann síðasta. Guardiola hefur tekið og snúið liði á hvolf sem hann fékk í arf frá Rijkaard.
  En ég er alveg á sömu línu og Kristján. Málið snýst um alvöru heimsklassaleikmenn í hópinn, því það vantar okkur, ALVEG SAMA hver stjórnar liðinu okkar….

 31. jæja við vinnum bara næsta leik Man U er að fara að skíta á sig nú restina af leiktíðini og vinna bara ekki neit og koma svo Púllarar

 32. El Zhar fékk gult fyrir að koma of seint í tæklingu á Zabaleta skömmu áður.

  En hvað um það. Það var greinilegt að karlinn vissi það jafn vel og áðdáendur City hvar þeir eru veikastir fyrir. Það að annar bakvörður þeirra er einn ofmetnasti leikmaður deildarinnar og hinn er illu skárri en er oft ofurseldur örlögum sínum þar eð maðurinn fyrir framan hann er lítið að nenna að hjálpa til baka. Skipun dagsins var því að sækja upp kantana með yfirhlaupum og spila með tvo menn í boxinu, og var því skipt yfir í hið gamalkunna 4-4-2 leikkerfi. Það tókst vel og oft var algjör glundroði í boxinu hjá þeim og máttu þeir heppnir teljast að fá einungis á sig eitt mark. El Zhar þótti mér spila vel, átti nokkrar mjög hættulegar fyrirgjafir og er máski spurning hvort hann hefði ekki mátt byrja leikinn (væri t.a.m. gaman að heyra suma hér gefa leikinn uppá bátinn klukkutíma áður en hann væri flautaður á).

 33. Ja hérna hér. Vil byrja á að óska stuðningsmönnum manu til hamingju með dolluna í ár. Þeir eru vel að henni komnir. Manu nær úrslitum í sínum leikjum og þar skilur á milli með þeim og Liverpool.

  Það er eins og það sé eitthvað óskýranlegt karma sem sjái til þess að liðið nær ekki í þrjú stig í leikjum sínum trekk í trekk. Með ólíkindum að þessi leikur skyldi ekki vinnast.

  Framundan er hörð og tvísýn barátta við Chelsea og Aston Villa um 2 sætið í deildinni og beina leið í CL.

 34. 12 leikir, 7 stig. Þó þessi helgi hafi ekki hjálpað þá kemur ekki til greina að ætla að henda inn handklæðinu núna. Rafa verður að vera áfram, end of story.

 35. Vandamálið í dag hjá Liverpool er ekki Rafa, vandamálið er baklandið sem á að styðja við hann og það hefur verið vandamál í nokkur ár hjá okkur að það er ekki nægjanlega gott. Við þurfum ekki annað en að líta til manu, arsenal og svo chelsea undanfarið til að sjá hvar stuðningur stjórna og “framkvæmdastjóra reksturs” er mikið betri!!
  Ef að Rafa vill fá leikmenn að þá hefur hann yfirleitt sagt að hann vill ekki borga silly money fyrir þá svo að það á ekki að vera vandamál á milli hans og yfirmanna hans, samt virðist eins og hann fá ekki þá leikmenn sem að hann vill.
  Fyrir mitt leyti að þá vantar í þetta lið flinkari leikmenn sem að þora og geta tekið menn á, þar má vera að Rafa klikki illilega en manni virðist af því sem að sagt er á öldum ljósvakans og í netheimum að baklandið sé ekki að virka sem skyldi hjá Liverpool.
  En að leiknum í dag að þá er það að verða ansi pirrandi þetta getuleysi hjá leikmönnum LFC til að klára leikina sína, sérstaklega á heimavelli gegn lakari liðum og það þegar að við erum að ná hagstæðum úrslitum gegn þeim sterkari, ef að það er hægt að tala um slíkt í dag í ensku deildinni sem að hefur sennilega aldrei verið jafnari heilt yfir.

 36. @gummi halldórs: “Viðeigandi völd væru til dæmis að hann einn fái að kaupa inn í hópinn sinn en ekki fjandans bókari klúbbsins!”

  Benitez væri þá fyrsti fótboltastjóri sögunnar sem fengi slíkt inn í samning hefur maður heyrt. Þeir sem eiga peningana og eða bera ábyrgð á fjárhag félaganna vilja eðlilega ekki veita þeim sem eru í raun undirmenn þeirra meiri völd en þeir sjálfir hafa.

  Benitez verður að átta sig á því að hann verður að vinna sér inn þetta traust sem Wenger, Ferguson og fleiri stjórar hafa frá stjórnum félaga sinna. Það er ekkert í samningum þessara manna um að þeir eini ráði þessu, en stjórnirnar bara vita betur en að efast um þá.

  Nema Benitez viti þetta en sé bara að búa til ágreining sem gerir honum kleift að fara frá liðinu í vor sem góði gæinn.

 37. Þetta er fullkomlega eins og við var að búast og í raun fínt að fá þetta stig miðað við hvernig liðið var skipað. Við höfum akkúrat ekki neina breidd til að opna upp varnir andstæðinganna. Sama má segja um miðjumenn sem eiga að skapafærin enda Alonso í banni og Gerrard meiddur. Ég hreinlega veit ekki við hverju menn voru að búast. Haldiði virkilega að miðlungsleikmenn eins og Benayoun og Lucas breytist í svaka leikmenn allt í einu? Með tvo varnarsinnaða miðjumenn á miðjunni og ekki með snefil af sköpunargáfu á miðjunni sýnir bara að ef LFC missir út 2 af sínum stjörnum kemur enginn í staðinn. M** U** getur spilað án 3-4 stjarna og samt verið að vinna leiki því þar koma leikmenn inn í staðinn fyrir þá sem fyrir eru og leysa þær stöður af hólmi.

  Svo ætla ég nú ekki að fara að starta neinu nýju riflildi en mikið svakalega er ég á móti leikaraskap í fótboltanum og Fernando Torres er svolítið mikill búðingur inn á vellinum oft á tíðum! Ég er MJÖG hrifinn af Torres og virkilega ánægður með hann hjá LFC en þegar hann byrjar á þessum Royal búðingstöktum sínum og dettur eins og hann hafi verið snæpaður af 500 metra færi, þá fer hann að fara í taugarnar á mér. Við getum ekki spilað með einn búðing frammi þegar við í raun höfum ekkert til að bakka það upp á köntunum…það vantar alla helvítis hörkuna í þetta lið sem sannast í svona leikjum þegar við þurfum naglana til að klára leikina!
  Ef Benitez fengi full yfirráð yfir kaupum hjá LFC….hvert yrði hans næsta skref? Kaupi fleiri búðinga eða færi sá peningur í að styrkja liðið með leikmönnum sem standa upp eftir tæklingar öskrandi af eldmóð? Ég er bara ekkert hissa á þessum úrslitum og tel þessi úrslit vera bara sanngjörn í takt við leikinn….því miður.

 38. Ég nenni ekki að ræða þennan djö, leik, en það er alveg klárt mál að Lukas á ekki heima í þessu liði. Bæði Torres og Babel ætla að klára leikinn sjálfir sem er ekki gott, og flestir geta ekki hitt á rammann. Er drullu svektiur.

 39. Mig langar bara í búðing eftir að hafa lesið athugasemd #38 🙂

  Egill, ég skil það vel að þeir sem eiga klúbbinn ákveði hvað fari mikið fé í leikmannakaup. Það er mjög eðlilegt. En sá sem stýrir knattsprynuliðinu sjálfu á að sjálfssögðu að fá að ráða því hverja hann kaupir svo fremi að hann sé innan þess fjárhagsramma sem honum hefur verið settur. Það er það sem ég vil að Benitez fái hvort sem það er með formlegu ákvæði í samningi eða ekki.

 40. Ég held að öllum sönnum Púllurum sé ljóst að Rafa Benitez sjjóri verður að hætta hjá félaginu. Það ekki hægt að bjóða upp á svona andlaust og stjórnlaust Liverpool-lið.
  Hann ætti að hætta starx!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 41. Það er allavega erfitt fyrir okkur eða Rafa að bera fyrir sig skort á fjármunum til að útskýra muninn á leikjaklárum í manu og LFC, hér er góð samantekt á útlátum klúbbanna undanfarin ár:

  # Net Spend 04 – 09 Purchased Sold Nett Per Season

  1 Chelsea £221,450,000 £90,300,000 £131,150,000 £26,230,000
  2 Man City £171,020,000 £49,900,000 £121,120,000 £24,224,000
  3 Liverpool £215,490,000 £98,030,000 £117,460,000 £23,492,000
  4 Tottenham £230,800,000 £137,250,000 £93,550,000 £18,710,000
  5 Man United £169,350,000 £76,050,000 £93,300,000 £18,660,000

  http://transferleague.co.uk/

 42. Stóra vandamál liðsins er skortur á breidd í leikmannahópnum. Það gengur ekki að allt fari á hliðina ef einn lykilmaður meiðist. Lið sem ná besta árangri hafa breidd. Þar komum við að eigendunum, sem virðast geta keypt klúbb og kleinur, en ekki leikmenn.

 43. Já, merkilegt er það, að þegar AF róterar lykilmönnum út úr líðinu og neyðist svo að setja þá inná til að redda leik, þá sé það notað til að benda á það hve breiðan hóp þeir séu með.

  Kom strax auga á nokkrar villur á þessari transferleague síðu. T.a.m. er þar tilgreint eitthvað kaupverð á Insua, svo einnig er það látið sem Palleta hafi farið á FT, þegar hið rétta er að GP var notaður sem borgun fyrir Insua. Kaupverð á Keane er ofmetið og söluverð er vanmetið. Svo er einnig hjá MUFC gjaldfærðar 12 megapund fyrir sölu á Obi til Chelsea, en vantar svo peninginn sem þeir þurftu að borga norðmönnunum fyrir hann.
  Eru eflaust fleiri villur þar.

 44. Hlakka til að sjá hvernig snillingurinn Paul Tomkins lítur á málin núna. Hann hlýtur að varpa fram einhverju undraverki núna til að verja Benitez.

  En svona án gríns, þá er þetta lið á rosalegri niðurleið, bæði í spilamennsku og úrslitum að það er með ólíkindum. 2 last minute sigrar á Chelsea og Portsmouth blekkja vonandi ekki fyrir fólki.

  Föstudagurinn sem Benitez tók upp minnisblaðið sitt til að væla yfir Ferguson er klárlega vendipunktur þessa tímabils. Nú er það bara CL or bust.

 45. Við erum bara búnir að vera slakir í langan tíma og aumingja Rafa þurfti að eyða yfir 200 milljón pundum í þessa lélegu kalla, sem var prangað uppá hann. Fáránlegt að gera kröfu á kallinn að gera meira en jafntefli á heimavelli, hann vann jú spænsku deildina tvisvar og er greinilega að fá allt það sem hann getur út úr þessum miðlungs leikmönnum. Spáið í hvað þeir væru lélegir ef ekki kæmi til meistaratkta hjá Rafa í motivation og man-management!

 46. Varmenni, hvernig færð þú það út að Tevez og Giggs séu búnir að vera lykilmenn hjá Utd í vetur? John O’Shea hefur t.d. spilað fleiri leiki sem byrjunarmaður en Giggs í vetur (hann er orðinn þeirra supersub) og Berbatov er búinn að slá Tevez út úr liðinu, sá argentínski nær alveg notaður núna sem varamaður eða til að hvíla Rooney eða Berbatov (eða ef þeir eru meiddir). Það er bara Vidic af þessum þremur sem getur talist fastamaður í liðinu (og sennilega besti varnarmaður ensku Úrvalsdeildarinnar í dag).

 47. Og svo að við minnum okkur enn á það þá taldi Parry að verðmiðinnn á Vidic væri of hár svo að United fékk að kaupa þann leikmann……….

 48. Það þarf að fara að setja einhvern góðan mann í að rannsaka allar þessar “fyrirgjafir” sem koma frá köntunum við miðjulínuna. Ég hef ekki tölu á því hversu oft leikmenn voru að reyna að senda háan bolta inn í teig þegar þeir voru rétt komnir yfir miðju. Þetta er auðvitað draumur fyrir alla varnarmenn og markmenn sem hafa þar af leiðandi augun á boltanum allan tímann og martröð fyrir sóknarmenn sem geta í lang besta falli tekið Heskey á þetta og skallað boltann á einhvern annan.
  Tíunda jafnteflið kemur okkur á toppinn á jafnteflisdeildinni og gerir það að verkum að við erum mjög líklegir að halda okkur í meistaradeildarsæti. Það eina sem maður þorir að vonast eftir í deildinni úr þessu er að leikmenn og þjálfarar Liverpool geri ekki í buxurnar á móti toppliðunum. Ég bið ekki um meira.

 49. Það er alveg á hreinu að okkar lið voru klaufar að vinna ekki þennann leik í dag,eins og þeir væru að horfa á einhverjar gellur í stúkunni veit ekki hvað það fóru margir boltar framhjá en flestir.Alveg svakalega lélegur leikur hjá flestum en samt betri en man city.En mál málanna er stjórinn hann kann bara ekki að stilla upp liði í deildinni ,ætti að láta Sammy sjá um deildina en hann sjálfur að sjá um meistaradeildina,Það vita allir sem horfa á þessa leiki og hafa séð að það gengur ekki að hafa þá massa og lucas inná saman Arelio hefði átt að byrja þar. þetta sér karlinn ekki það er eins og hann hafi bara ekkert vit á þessu hann ætti kannski að horfa á leikinn heldur en að vera skrifa alltaf í þassa skruddu sína.Svo þessar skiptingar hans eru alveg út úr öllu korti nenni ekki einu sinni að ræða þær nema fyrir það að hann byrjar alltaf að gera eitthvað þegar leikurinn er að fjara út,alveg ótrúlega heimskur verð ég að segja ,hvað er að honum ?Hvernig væri að gera eitthvað mun fyrr og reyna að sækja að eitthverjum krafti ekki fara að gera hlutina þegar leikurinn er búinn,þeð kom í ljós þegar hann gerir þessar 2 skiptingar í blá lokinn þá fer eitthvað að gerast en of seint,láta hann fara ….

 50. sko!! BENÍTES kann ekki að fara með unga leikmenn dæmi babel,lukas,el zar, ég meina lítið á wenger hann gerir þá af stjörnum

 51. Jæja, las loksins þessa leikskýrslu …

  “Carragher átti dapran sendingadag” – 5 sendingar af 61 rötuðu á samherja gerir ca. 92% nákvæmni.

  “Lucas og Mascherano virka ekki saman” … “handviss að saman töpuðu þeir u.þ.b. 20 boltum, sem í flestum tilvikum þýddi skyndisókn.” – Javier vann 7 tæklingar af 8 og misnotaði 9 sendingar af 55. Lucas misnotaði tvær sendingar af 43, tapaði einni tæklingu og einu skallaeinvígi (þar sem tröllið Kompany braut klárlega á honum).

  “Aurelio kom inná í skrýtinni „bakvörður fyrir bakvörð“ skiptingu og sást lítið,” – Yfirleitt þegar mönnum er skipt inná þá er það fyrir mann sem spilar sömu stöðu, eða þá að viðkomandi taki stöðu einhvers annars sem skiptir þá yfir í stöðu þess sem fór útaf. Þetta er viðtekin venja, gamall sannleikur eða eitthvað slíkt. Þetta á þó ekki alltaf við og er þá tengt því að verið sé að skipta um leikkerfi og/eða áherslur. Það litla sem hann gerði var m.a. 13/0 í sendingum (þó verður að viðurkennast að þrjár þeirra voru afturábaksendingar!!!!!) og stinga innfyrir á Benayoun sem svo gaf fyrir er við skoruðum.

  Tölfræði þessi er fengin frá Guardian.

 52. Aðeins varðandi Lucas, þá hefur hann ekki sýnt okkur neitt síðan hann kom til okkar. Masch og Babel hafa þó allavegan sýnt okkur hvað þeir geta og það er mikið áhyggjuefni hversu illa þeir hafa spilað þetta tímabil hverju sem því er um að kenna…
  í þessum leik var allavegana eitt atriði sem sýndi mér að Lucas er ekki í þeim klassa sem Liverpool á að byggja liðið sitt uppá. Í stöðunni 1-1 fékk hann boltann á miðjunni og Kuyt var einn á kantinum á leið í gegn og með einhverjum ótrúlegum hætti sendi hann boltann beint á næsta city mann þegar það var enginn pressa á honum!!! Þetta hefði getað verið match winning ball þótt að auðvitað það hefði ekki verið víst að Kuyt hefði nýtt þetta…..

 53. Já Varmenni.
  Góð tölfræði, kemur mér verulega á óvart, viðurkenni það fúslega. Þó held ég að þessar sendingar sem tókust hjá allavega Carra og Masch hafi fæstar verið fram á við. Ætla að kíkja á þetta aftur með t.d. tæklingar Masch, skil ekki þá talningu. Hins vegar sést á tölfræðinni hvor miðjumannanna lék betur. Svo Lucas átti ósanngjarna gagnrýni frá mér sýnist mér.
  Varðandi skiptinguna með Aurelio fannst mér hún afar sérkennileg í 0-1 stöðu svo ekki sé meira sagt og stend fullkomlega við það að mér fannst hún ekki verjandi, þ.e. að breyta um vinstri bakverði eingöngu.
  El Zhar skiptingin var gerð til að fá betri krossa og síðan var gerð taktísk breyting þegar Babel kom inná fyrir Masch á 82.mínútu. Ég hefði viljað sjá hana á 55.mínútu u.þ.b.
  Veit alveg almennt hugmyndafræði skiptinga en ég sé ekki alveg tilganginn í því að skipta um bakvörð eins og mál litu út í kvöld. En það er bara mín skoðun og engin staðreynd þar að baki…..

 54. Ætlaði ekki að skrifa hérna inn eftir þennan leik enda óeðlilega pirraður eftir þetta bull en bara verð að koma með innskot eftir að hafa lesið ummælin.

  Varmenni #52 – talar um sendingatölfræði hjá Mascherano, finndu tölfræðina fyrir key-passes og attacking-passes, ekki sendingar til baka á miðverðina. Hann, fyrirliði argentínska landsliðsins, klikkaði líka 5m sendingu á miðjunni og sendi útaf – City fá boltann úr innkastinu og í sókninni skora þeir.

  Tek undir það með einhverjum hérna sem sagði að ofan að ef Lucas ætti ekki skilið að klæðast Liverpooltreyju þá ætti að vera lögbrot að Mascherano fengi bara að snerta fótbolta 🙂

 55. Jæja nú er endanlega sannað að Liverpool er komið á endastöð undir stjórn Benitez. Þvílík hörmung. 6 jafntefli gegn liðum sem á að vera algjör skildusigur.
  Þeir sem virkilega trúðu að Liverpool gæti orðið meistarar núna undir stjórn Benitez má segja að séu veruleikafirrtir. Horfum bara á gæði leikmanna Utd samanborið við Liverpool. Þvílík hrúga af miðlungsleikmönnum sem Benitez hefur sankað að sér fyrir alltof mikinn pening.
  Engin leikgleði, ekkert hugmyndaflug og vonleysi einkennir leik Liverpool undir stjórn Benitez. Ég segi það að enn og aftur að Liverpool er að keppa um 4 sætið. Meistaratitill er algjörlega óraunhæf krafa á þetta lið. Til þess vantar 2-3 heimsklassaleikmenn og nýjan framkvæmdastjóra. Er kominn með algjörlega uppí kok á hundleiðinlegum og hugmyndasnauðum fótbolta sem Houllier innleiddi og Benitez hefur keyrt áfram.

 56. Úfff…Ég veit ekki hvort er átakanlegra, að horfa á leikinn eða lesa sum kommentin hérna.
  Leikurinn var ömurlegur. Fáir gátu eitthvað. Almennt litu menn ekki út fyrir að nenna þessu þótt slíkt sé (nánast) aldrei raunin í alvöru fótbolta.
  En að Benítez sé kominn á endastöð, að þetta sé allt honum að kenna, að eintómir miðlungsmenn séu í liðinu osfrv. er náttúrulega bara eins mikil della og hægt er að hugsa sér. Við erum í 2. sæti deildarinnar og höfum ekki verið í alvöru baráttu svona lengi síðan ég man ekki hvenær.
  Það er öllum ljóst hvað er að liðinu. Það hefur ekki yfir að ráða nægjanlegum fjölda afburðasóknarmanna. Stóru kaupin í sumar klikkuðu gjörsamlega (Keane). Það er málið. Ekkert annað. Ef Keane hefði náð sér á strik í vetur og væri búinn að skora 10+ mörk í þessum jafnteflisleikjum þá værum við ennþá á toppnum. Hefur ekkert með Benítez að gera.
  Það sem hann er sekur um er að ungir leikmenn virðast dala undir hans stjórn, sjá Babel og Lucas. En að deildin sé farin er ekki Benítez að kenna.

 57. jeg las ekki mikið af ummælum hérna áður en jeg ákvað að skrifa svolítið. þið þurfið heldur ekki að lesa þetta. jeg er bara enn einn að ausa úr skálum reiði minnar.
  jeg skil ekki hvað er að frétta. það er einhver skelfileg hræðsla í leikmönnum. hvort sem að hún er við man utd eða að rb húðskammi þá fyrir að gera taktísk mistök veit jeg ekki. það er eins og menn megi ekki fara úr öðrum gír því að þá gæti liðið fengið á sig mark sem þýðir örugglega himinhá sekt og 1500 armbeygjur á æfingu daginn eftir. þetta er svo steindautt. leik eftir leik þá skil jeg ekki meðalmennskuna í liðinu og er oft á tíðum farinn að hrífast af hinu liðinu, sem er mikið slakara á pappírunum, fyrir að standa svona vel í liðinu í titilbaráttunni. mér finnst mitt lið bara ekki eiga neitt gott skilið.
  jeg tók eftir því í dag að jeg bara gerði ekki ráð fyrir marki í fyrri hálfleik. jeg átti bara alls ekki von á því að liðið myndi rísa upp og setja nokkur mörk. það hefur bara ekki gerst og jeg veit ekki hvenær það ætti að gerast. það er bara eins og það sé bannað að skora meira en eitt mark. fyrir mér er eins og fyrirmælin séu þannig.
  það var alveg svakalega grátt yfir liðinu í dag. jeg gerði alla vega fátt annað en að dæsa í 90 mínútur og jeg er ekki frá því að það hafi einhverjir rauðklæddir verið í sama pakka.
  það er þessi undir-getu-spilamennska sem er alveg að fara með mig. jeg veit alveg að það býr miklu meira í þessu liði. jeg veit það alveg að torres getur sólað tvo og sett hann í skeytin, jeg veit líka að riera getur komið með snuddu fyrir markið, beint í hnéið á kuyt og inn og jeg veit líka að babel kom inn sem kantmaður, sem ætlaði að sækja fyrir liverpool, en ekki sem djúpur miðjumaður man city, sem brýtur niður flestar sóknir liverpool.
  jeg vona að liðið fari í til madrid á morgun, fari í einhvern vatnsrennibrautargarð eða eitthvað og sleppi aðeins af sér beislinu. kítli hláturtaugar hvors annars og hafi gaman af því að sparka í þennan bolta.

 58. Elsku strákar mínir.
  1) Það er alveg hægt að klára þessi miðlungs lið þó þó sért ekki með 5-6 heimsklassaleikmenn inná. Þetta er alltaf spurning um sterkt skipulag, pressa andstæðingana í að gera mistök, vera góður í föstum leikatriðum og fara 120% í alla bolta. Óskipulögð lið eins og Man City munu altaf gleyma sér í dekkningum eða missa einbeitingu fyrr eða síðar.

  2) Þetta snýst heldur ekki um að Man Utd geti sett inn Vidic, Giggs og Tevez – á meðan við höfum El Zhar, Aurelio og Babel.

  3) Þetta snýst ekki um hvað Dirk Kuyt er hægur frammávið og með slaka móttöku né hvað Lucas Leiva er aumur líkamlega. Hvort Mascherano sé slakur sóknarlega, Dossena er hægur varnarlega eða skort Carragher á tækni.

  Það sem skiptir aðalmáli hjá knattspyrnuliðum er liðsheild og sjálftraust. Án þessara tveggja þátta spila góðir knattspyrnumenn illa og miðlungs knattspyrnumenn hræðilega. Án þessara þátta gleyma leikmenn að taka sín réttu hlaup, staðsetja sig illa í föstum leikatriðum, þora ekki að skjóta á markið, missa einbeitingu og gera klaufaleg mistök eða flækjast fyrir samherjum.

  Það er greinilega eitthvað stórt að hjá leikmannahópnum hjá Liverpool. Það er nánast allt liðið að spila langt undir getu og það er enginn neisti eða leikgleði í liðinu.
  Það er eins og leikmenn séu svo þrúgaðir af neikvæðni og hræðslu að þeir hafi bara ekki trú á því sem þeir eru að gera. Eins og Rafa Benitez sé búinn að niðurnjörva leik Liverpool svo að menn staðna bara ef leiðtogar liðsins (Gerrard og Alonso) eru ekki inná.
  Annar hver leikmaður er í samningsviðræðum sem ganga mjög hægt eða eins og Babel mjög frústreraðir yfir hvað þeir fá lítið að spila. Menn eru pirraðir og svekkja sig ef sendingar ganga ekki o.s.frv.

  Þetta er samt ekkert nýtt. Ég horfði í gær á ESPN Classic útsendingu frá deildarleik Liv-Man Utd frá árinu 1994. Sá ungan Ryan Giggs tæta í sig silalega og hæga vörn Liverpool hvað eftir annað. Leikmenn okkar rifust innbyrðis og voru útum allt á vellinum, Julian Dicks var hreinlega spikfeitur í vinstri bakverðinum. Hefði getað verið leikur 2009.
  Liverpool var komið 0-3 undir strax á 26mín. Horfði á fræg nöfn eins og John Barnes, Ian Rush vel rúmlega þrítuga pústa og nánast gefast upp um leið. Sá 18ára Robbie Fowler vera eina manninn sem reyndi að snúa leiknum við. Jafnaði þó 3-3 þökk sér Nigel Clough og Neil Ruddock.

  Í dag er Giggs orðinn 35 ára og kemur inná fyrir Man Utd gegn West Ham og skora glæsilegt sigurmark. Sama má segja um Scholes sem skoraði gegn Fulham um daginn. Það fyrsta sem Ferguson gerir er að hrósa þeim og hefja þá til skýjana. Hversu frábær fyrirmynd þeir séu fyrir ungu strákana og hversu vel þeir hafi spilað. Þetta verður til þess að bæði ungu og reyndu læra af og bæta þætti í leik hvors annars og mynda gífurlega sterka og jákvæða liðsheild.

  Bestu frammistöður Liverpool á leiktíðinni voru að mínu mati þegar Insúa var í vinstri bakverði. Hann kom með einhverja ungæðingslega jákvæðni inní liðið, tók varnarmenn á, skaut á markið, fór upp að endamörkum og gaf stöðugt fyrir. Mjög svipað og Rafael-bræðurnir eru að gera hjá Man Utd.
  Nemeth og sérstaklega Pacheco gætu hafa haft sömu áhrif á liðið og Insúa en voru lánaðir út.

  Þetta er að mínu viti munurinn á Man Utd og Liverpool í dag, því mér finnst Liverpool með alveg jafn góðan leikmannahóp og þeir ef ekki betri. við erum líka með betri og taktískt mun klókari þjálfara en þeir. Þetta snýst ekki um hvað þeir hafa marga +20m sóknarmenn sem geta klárað leiki heldur eiga þeir bara miklu betri og jákvæðari liðsheild en við í augnablikinu. Leikmenn þar fá hrós þegar það á við og læra af hvor öðrum og styðja.

  Það hefur bara eitthvað stórt gerst á bakvið tjöldin á Anfield síðan um áramót sem hefur dregið stemmninguna alveg úr liðinu og flatt það út. Hvort sem það voru Robbie Keane, Babel eða Agger sem skemmdu útfrá sér, eða að leikmenn og fyrirliðar blönduðust í deilur milli stjórnenda.
  Það er líka eins og leikmenn séu alls ekki í nógu góðu líkamlegu formi undir stjórn Rafa og hann æfi taktík og stöðuskilning of mikið.
  Fótbolti er æsileg íþrótt ekki Excel skjal.

  Ég man líka þegar Liverpool tapaði 0-1 á Anfield gegn Manu 2007, Bill Hicks sagði að það væri eins og við þorðum ekki að vinna leikinn.
  Einhverra hluta vegna virðist liðið í augnablikinu vera að leysast upp, ég hef líka beyg í mér útaf Real leiknum.
  Ef það tekst að leysa deilur milli stjórnenda þá á Rafa Benitez að fá 1-2 tímabil í viðbót þar sem hann fær að kaupa þá leikmenn sem hann vill fá. Eftir allt er hann algjör heimsklassa þjálfari þó hans vinnuaðferðir virðist í ekki virka sem skildi í ensku deildinni. Leikstíllinn og attitúdið virðist bara of neikvætt og varnarsinnað.

 59. Númer 59 – Áhugaverður pistill, verst hve margir eru orðfælnir og lesa helst ekkert lengra en: “RAFA SÖKKAR” eða “MASCHERANO Á EKKI AÐ SNERTA FÓTBOLTA!”. Það má vera að árangurinn tengist þessu eitthvað, þó ber að fara verlega í fullyrðingar þar sem við þekkjum ekki allar staðreyndir málsins. Til stuðning við þetta mætti t.d. nefna árangur Chelsea í upphafi síðustu leiktíðar, þegar sá sérstaki átti í deilum við sykurpabbann.

 60. Sölvi: “Það er líka eins og leikmenn séu alls ekki í nógu góðu líkamlegu formi undir stjórn Rafa”

  Hvað hefuru fyrir þér í því? Aldrei séð neinn tala um slíkt áður, þvert á móti.

  Í tengslum við 20+ m / unga leikmenn og þeirra áhrif er erfitt að segja, erum að ég tel komnir það nálægt utd að 1 (kannski 2) leikmenn gætu gert gæfumuninn, eða í það minnsta eins og Tomkins sagði að halda þessum stöðugleika og raunhæfu uppbyggingu og vera reiðubúnir ef utd gefur örlítið eftir næstu tímabil.

 61. Jæja, við höfum allavega leik á móti Real Madrid til að hlakka til. Er ekki bara hægt að fá virkilega safaríka upphitun strax í dag? Allavega er ég orðinn andskoti spenntur.

 62. Þetta er dapurlegt að lesa þá staðreynd hér að ofan að við ættum kannski smá séns í deildina ef við myndum halda áfram með raunhæfa uppbyggingu og vonast svo til að Man Utd myndu gefa örlítið eftir. Þessi uppbygging er hálfgerður sandkastali enda allt og margir meðalskussar í grunninum. Hvað á maður að segja hér eru gamlir gegnheilir Pollarar eins og Sigkarl sakaðir um að vera ekki sannir stuðningsmenn af því að hann segir skoðun sína umbúðalaust. Það sjá það allir sem vilja að liðið stendur langt að baki Man utd nóg að líta á töfluna. Munurinn er þó ekki bara inn á vellinum heldur að stærstum hluta í stjórnunini. Aðeins að leiknum, af hverju var Aurelio ekki í liðinu, hann spilaði vel í síðasta leik en það hefur svo sem ekki skipt máli hingað til hjá hr Benitez mönnum virðist vera refsað fyrir að spila vel þar á bæ. Getur maðurinn ekki flett í blöðunum sínum og séð hversu illa Lucas og Argentíski fyriliðinn ná saman á miðjunni. Það sást líka í leiknum af hverju Babel er ekki í liðinu. Svo ekki séð minnst á hneykslið þegar að hópurinn var minnkaður um tvo leikmenn í janúar, leikmenn sem gott hefði verið að nota í gær. Djöfull hata ég glottið á utd í dag.

 63. Já þetta var ekki góður leikur hjá okkur, það þarf engan snilling til að sjá það, ég er nokkuð sammála einari erni að það væri hollara fyrir menn að sitja aðeins á hesti sínum og láta mestu reiðina renna af sér áður en pennin er bleittur hér á síðunni. Ég held að umræðan hér yrði faglegri fyrir vikið.
  Mér er það algerlega óskiljanlegt að menn fái það út að Liverpool sé miðlungs lið, bara fæ það ekki inn í hausin á mér sama hvernig ég skoða þetta tímabil fram og aftur. Ég er algerlega sammála sig karli að Lucas er ekki nógu góður til að klæðast Liverpool treyjunni, en ég er ekki sammála því að RB sé lélegur stjóri, þó svo að ég telji að hann hfi nokkrum sinnum gert mistök, hver gerir það ekki. Ég held að það sem okkur vantaði í þessum leik var miðjuspil og svo fanst mér full mikil rólegheit með boltan aftarlega á vellinum, svona er hægt að diskutera þetta fram og til baka. Það eru tólf leikir eftir þannig að það er nóg af stigum í boði og fótbolti er óútreiknanlegur það getur allt gerst eins og við höfum svo oft séð. Og sem sannir atvinnumenn í bolta skrifum þá eigum við að gera það sama og leikmennirnir, gleima þessum leik og snúa okkur að þeim næsta, Real Madrid á miðvikudag, hversu frábært er það, bara að Gerrard verði klár nú ef ekki þá allavega verður Alonso komin aftur og að hafa annan þeirra það bindur miðjuna saman….. Koma svo allri sem einn Áfram Liverpool…

 64. Tek undir það sjónarmið að menni megi láta mestu reiðina líða hjá áður en kommenterað er á leikina. Klárlega eru vonbrigðin mikil. Okkur vantar fleiri menn sem geta klárað svona leiki. Höfum bara Gerrard og Torres á meðan Man U hafa töluvert fleiri ,,klárara”. Ég verð að viðurkenna að í gær vildi ég Benitez burt en eftir að hafa sofið úr mér mestu reiðina held ég að það væri mjög heimskulegt á þessum tímapunkti. Þrátt fyrir vonbrigðin erum við í 2. sæti og inni í CL. Benitez hefur margoft sýnt snilli sína í CL og bindur maður enn vonir við árangur þar. Eftir þetta tímabil þarf hins vegar að vega og meta stöðuna. Það liggur alveg ljóst fyrir að liðið er með of marga miðlungsmenn, sérstaklega fram á við. Það segir sér eiginlega sjálft að þegar 1. varasenter er N´Gog þá getum við ekki gert kröfu um að liðið vinni þessa deild.

 65. Já, svona fór um sjóferð þá. Svona er boltinn bara, hlutirnir eru einfaldlega ekki að falla með okkur á meðan allt fellur með okkar höfuð andstæðingum. Held að besta dæmið um þetta sjáist akkúrat í þessum vítaspyrnum sem ekki voru dæmdar um helgina. ManYoo áttu klárlega að fá á sig víti sem var ekki dæmt, og svo erum við snuðaðir um klárt víti þar sem útileikmaður ver mark sitt með höndinni og varnar því að við skoruðum.

  Mér finnst menn sumir hverjir gefa ManYoo ansi mikið kredit á okkar kostnað. Gæðamunurinn á liðunum er að mínum dómi ekki mikill ef nokkur þegar kemur að spili. Þeir hafa haft það fram yfir okkur að halda markinu sínu hreinu í töttögöoffemm ár og hafa náð að læða inn marki. Þeir fá 3 stig á meðan við höfum verið að fá 1 stig úr sambærilegum leikjum. Auðvitað er það gæðastimpill að hafa þetta extra og ná að knýja fram sigra, mér hefur samt fundist menn vera að segja okkar menn heppna með sigra á lokamínútunum og ManYoo gera það vegna gæða.

  Varðandi þessa http://transferleague.co.uk/ síðu, þá tekur það því ekki að spá í henni því hún er með svo margar villur. Ég er bara búinn að skoða Liverpool þar og villurnar eru svo margar að það tekur því ekki að spá meira í hana.

  En ég er sammála mörgum hérna sem hafa verið að gagnrýna yfirdrullunina. Auðvitað var maður hund svekktur með úrslitin í gær, en að þetta lið okkar sé skipað eintómum meðalmönnum og Rafa sé kominn á endastöð og ég veit ekki hvað og hvað, æj, ætlaði að rita eitthvað um þetta en held ég hætti bara við, verður eflaust allt kreisí ef maður segir álit sitt á þessu.

  Varðandi leikinn sjálfan þá áttu ansi margir leikmenn okkar slakan dag, og í rauninni fáir sem áttu góðan dag. Vonbrigði tímabilsins eru þó klárlega Ryan Babel. Eins og ég var spenntur fyrir þessum strák eftir tímabilið í fyrra, þá eru vonbrigðin algjör. Ég er þó ekki búinn að missa vonina, hæfileikarnir eru þarna, hausinn þarf bara að komast í lag. En ég skil það fullkomlega að hann skuli ekki eiga sæti í byrjunarliði og að hann sé ekki að vaða í tækifærum í liðið.

  Bring on Real Madrid, það er klárlega leikur sem gæti híft mann verulega upp.

 66. Ekki ætla ég að halda það að Liverpool sé með versta lið í heimi né að Rafa Benitez sé kominn á endastöð með Liverpool.

  Það er hins vegar staðreynd að við stöndum ekki jafnfætis Man. Utd. Þeir hafa verið í fremstu röð undanfarin ár og þrátt fyrir “heppni” hafa þeir unnið einhverja gommu af leikjum í röð og haldið markinu hreinu þangað til gegn Blackburn í 14 leikjum í röð. Menn geta nefnt vítaspyrnudóminn þegar Morten Gamst féll en þetta eina atriði eða þessu örfáu eru ekki að gera getumuninn milli liðanna eitthvað meiri. Gæðin í þeirra liði eru mun meiri og spilamennskan er upp á mun fleiri fiska. Það er aflaskortur hjá okkur því spilamennskan á köflum er átakanlega slök. Leikurinn í gær ber glöggt dæmi um slíkt.

  Spilamennskan eftir áramót hefur verið hróplega slök og vonir um meistaratitil eru að engu orðnar. Þetta bil er of mikið því Liverpool fer aldrei á Old Trafford og nær í þrjú stig. Hugsunarháttur Benitez er nokku varfærinn og því býst maður ekki við að honum takist að elta Man. Utd uppi og hampa titlinum í vor. Það er ekki að fara að gerast. Það sem má hins vegar gerast er að liðið fari að sýna smá karakter og spila eins og Liverpool sæmir.

 67. Ég hugsaði fyrir þennan leik, að ef við myndum ekki vinna hann, þá er þessi titilsbarátta farin. Og þessi leikur síndi líka vel hvað miðjan okkar hefur mikið að segja! hvorki Stevie né Xabi inná. Lucas stóð sig illa í gær, margar lélegar sendingar, og hann gerði sér ekki nógu mikla grein fyrir því að hann hefur meira enn 2 sekúndur með boltan. Hann dreif sig að senda, og vegna þess fór boltin oftar en ekki á City mann. Leikurinn var leiðilegur, og þar afleiðandi eyddi ég mestum tíma í að leika við hundinn. Mig hlakkar nú samt til á miðvikudagin, og vona að við stöndum okkur allavega í Meistaradeildinni.
  btw, ég er algjörlega sammála þér Grolsi.

 68. Eru menn virkilega á því að Dossena hafi staðið sig ágætlega í þessum leik? Ég hlustaði á lýsingu á leiknum á BBC og þar átti Alan Green ekki til orð að lýsa því hvað hann var lélegur.

 69. Það er ljóst að menn eru ekki paránægðir með marga leikmenn á vellinum og einnig nokkrir sem vilja Rafa burt. Ég er sammála sumu hér að ofan, en engan veginn er ég sammála því að Rafa eigi að fara. Við erum í 2. sæti í deildinni, ok erum búnir að glopra forystunni sem við höfðum, en ég hef enn trollatrú á Benitez. Það er engu að síður ljóst að við þurfum á 2-3 góðum leikmönnum að halda til þess að geta sýnt meiri stöðugleika.
  Er skeptískur á menn eins og Dossena, Lucas og Kuyt (þó hann hafi verið ágætur í gær). Hef að vísu ávallt verið stuðningsmaður Lucasar, en í gær var hann arfa slakur.

  Koma drengir, við komumst ekki langt á þessari neikvæðni, höfum trú á okkar mönnum!!! Eitt slip up hjá Man Utd. á útivelli og sigur okkar manna á Old Trafford og þetta er leikur á ný!!!

  Viðurkenni samt fúslega að ég var búinn að gefa þetta upp á bátinn í gær, en allt getur gerst!!!

 70. Auðvita eru allir grautfúlir með leikinn í gær. En þetta er ekki búið. Menn vilja meina að M U geti ekki tapað, þeir voru nú bara heppnir að vinna s,l laugardag og voru nú ekkert sérstakir í gjörðum sínum. þanng að margt getur gerst, en við verðum að passa okkur á Ce$$$$$$, og þess vegna verðum við að vinna allt sem eftir er og LIVERPOOL getur það. Það er alveg rétt að það eru 3-4 menn í liðinu sem mega fara í sumar. En er ekki komið á það að Voronin verði kallaður á Anfield, hann er bestu af þessum framherjum fyrir utan Torres sem var reyndar ekkert sérstakur í gær. Hinsvegar veit ég ekki 100% hvort að Voronin megi koma úr láni eða veit einhver það?

 71. Voronin er á lánssamningi út leiktíðina.

  Annars er ég ekki búinn að játa okkur sigraða, það verður ekki gert fyrr en þetta er tölfræðilega út úr myndinni. Það eru ennþá tveir titlar í boði og ég ætla mínum mönnum það að berjast um þá báða.

 72. Ég held að það þurfi að selja nokkra leikmenn og kaupa fáa heimsklassa leikmenn. Einn framherja og einn kantmann sem getur spilað á báðum köntum.
  Selja Dossena, degen, macherano, lucas og anaðhvort Babel eða kuyt (ekki gleyna 12 millur fyrir keane)= ef að allt þetta er komið í kassann ætti að vera til peningur til að kaupa heimsklassa framherja og heimsklassa kantmann. Minni á að Mascherano er fyrirliði argentínska landsliðsins sem er alltaf gott þegar “rétt verð”/hámarksverð er fengið fyrir hann.
  Svo eru nokkrir mjög efnilegir leikmenn að koma upp. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim að það séu alltaf keyptir miðlungsmenn í einhverri róteringu á leikmönnum, mikið frekar kaupa 2 heimsklassa leikmenn í sumar og leyfa ungu leikmönnunum að spreyta sig ef einhver af lykilmönnum meiðist.

 73. Svona í hádeginu “daginn eftir” situr enn í mér það andleysi sem mér fannst liðið mitt sýna frá mínútu 46 til 77. Þar fóru 31 mínúta til spillis og tempóið á þeim tíma var hrein skelfing.
  Mér fannst það fyrst og fremst liggja í því að varnar- og miðjumennirnir okkar voru í þversendingaleik og enginn tók af skarið með hraðabreytingum eða boltalausu hlaupi nema Benayoun. Sem svo skilaði marki.
  Ég hefði bara svei mér viljað sjá Jay Spearing inn á vellinum á einhverjum tímapunkti. Sá strákur er lítill og grimmur, hefur margt til að bera og hefði komið inn með annan hraða á miðjuna en Lucas og Mascherano. Sem var að mínu mati aðalvandinn.
  Rafael Benitez er heimsklassaþjálfari. Það er á hreinu og bara ljóst held ég að við fáum varla hæfari mann til starfa en hann. Hins vegar virðist lítil gleði vera ríkjandi í Liverpoolborg nú um stundir og enn eitt árið er verið að tala um hræring í baklandinu. Kannski er erfitt fyrir hann að brosa á meðan að hann fær ekki það sem hann vill, kannski er hann með óraunhæfar kröfur sem erfitt verður að samþykkja.
  Ég sá ekki á eftir Keane og Pennant en hugsanlega hefði þurft innspýtingu leikgleði í janúar með nýjum manni í hópnum. Þess vegna talaði ég um “Houllierleik”. Engin stemming á vellinum og endalaust posession en ekki mikið í gangi. OT er háværari þessa dagana en Anfield og það er skelfileg staðreynd.
  Ég held að með hverri vikunni sem líður verði ólíklegra að Rafa verði áfram og ólíklegra að Agger verði áfram. Ég er alveg handviss um það að ef að Rafa fer munu margir Spánverjanna fylgja honum, sérstaklega ef hann fær stórt starf í heimalandi sínu.
  Þess vegna vona ég svo innilega að neistinn finnist í liðinu okkar og brosið breiðist um það frá aftasta manni til þess fremsta, völlurinn fylgi með og við hrökkvum í gang. Það besta í stöðunni væri það, því ég segi enn og aftur að ég sé ekki marga stjórana taka þetta lið lengra en Rafa….

 74. 72SSteinn
  þann 23.02.2009 kl. 11:17
  Voronin er á lánssamningi út leiktíðina…… Þannig að þá má ekki hrófla við honum eða hvað? Ef svo er þá Andsk##### helv#### fokking fokk. 🙁

 75. Már: Ertu að grínast? Viltu án gríns fá Voronin???
  Ingi: Sammála, nema með Mascherano og Babel, ég vil gefa þeim séns. Menn geta átt down tímabil, ef ég man rétt þá fengu þeir varla neitt sumarfrí, voru settir á Ólympíuleika síðla sumars.
  Ssteinn: það er alveg klárt að Man U eru með miklu fleiri match-winnera á sínum snærum auk þess sem varnarleikur þeirra hefur verið betri a.m.k. núna um miðbik tímabilsins. Held að nánast allir séu sammála um það. Það er út af match-winnerum sem þeir ná að klára leiki 1-0 eða 2-1. Heppnin og óheppnin jafnast út yfir tímabilið. Minni á að Ronaldo var frá fyrstu 2 mánuðina og þess vegna var einum match-winner færra þeim megin og því náðu þeir ekki að klára eins mikið og þeir hefðu annars gert.

 76. Já og Sölvi: Wimbledon var með frábæra liðsheild og þeir skemmtu sér vel inni á vellinum. Þeir gátu samt ekkert í fótbolta. Náðu þó að vinna FA-cup á þessu. Þótt þessi atriði séu mikilvæg þá skipta gæði leikmanna auðvitað gífurlegu máli. Það sakar enginn Dirk Kuyt um að leggja sig ekki fram og gefa 110% í þetta. Við myndum samt ekki geta rassgat ef við værum með eintóma Dirk Kuyta í liðinu. Einn söngurinn á Anfield er á þá leið að “all we need is a team of Carraghers…” en það myndi auðvitað aldrei ganga. Þú hefur greinilega vit á fótbolta og veist að málin eru ekki svona klippt og skorin. Það er hins vegar alveg rétt sem þú segir að þessir hlutir hafa áhrif og svo virðist sem menn séu ekki að njóta, hafi ekki trú á því sem þeir eru að gera. Það ber þó að varast að lesa of mikið í líkamstungumál leikmanna, þótt þeir virki fúlir og leiðir þá þarf það ekkert að hafa með leikgleði, liðsheild eða baráttugleði að gera.

 77. Ívar Örn. Nei ég er ekki að grínast. Hann er að gera góða hluti í þýskalandi og hann fékk ekki mörg tækifæri hjá Rafa eins og t.d. Keane og Kuyt + hann er klárlega betri en þessir sem við erum með frammi fyrir utan Torres (eins og ég sagði hér að ofan).

 78. Mér finnst bara eitt vandamál hjá Liverpool, það er að hafa þessa blásnauðu kana við stjórnvölin! Það er alveg hrikalegur andsk…! Þeir eiga ekki krónu, sitja á liðinu eins og gammar og gera ekkert fyrir það nema að skapa leiðindi! Afsakið biturleikan!

 79. #42 arnbjörn:
  Það er gott að sjá allavega einhverjar tölur varðandi eyðslu helstu liðanna og þrátt fyrir að það séu villur í þessu að þá gefur þetta góða mynd af því hversu mikið fé Benitez hefur fengið. Það er varla hægt að kvarta yfir leikmönnum eins og Kuyt (9m), Babel (11.5m), Alonso (10.7m) og Torres (20.2m) en það er við litlu að búast þegar þeir spila með Benayoun (5m), Pennant (6.7m og farinn fyrir lítið), Dossena (7m), Leiva (5m) ásamt freebees Aurelio, Degen og Voronin.

  Þótt tölur séu ekki alveg 100% geta menn ekki farið að verja kaup Rafa með því að benda á hitt og þetta þar sem 10-20m til eða frá eru akkúrat bara tittlingaskítur í þessu 200m+ eyðslu. Horfið á tölurnar sem Sir Alex Ferguson hefur eytt og bætið við 30m til að sætta bæði sjónarmiðin en þá sjáum við að Rafa er búinn að svipað ef ekki meira en Sir Alex Ferguson. Ferguson tekur upp budduna og kaupir í M&S (gæði) á meðan Rafa verslar í Tesco (magn). Þetta eru bara í raun staðreyndir svart á hvítu ásamt mun betri “mannauðarstjórnun” hjá Sir Alex. Það þýðir ekkert að skammast í mér…þetta eru bara staðreyndir sem eru að kma í ljós núna.

 80. Ég get ekki sagt annað en það er langt síðan að Liverpool var í 2. sætinu og þykja mér það framfaramerki.

  Kenni ekki leikmönnum um jafnteflin, þakka þeim frekar fyrir að standa sig betur en flest önnur lið Liverpool undanfarin ár. Það að okkur gangi svona vel útaf því að Chelsea gangi svona illa er bara bull.

  Ég er bara ansi hræddur um að Utd. lendi ekki í slömpi fyrr en Alex er búinn að ná 20. titlinum sínum og hættir. Og það er erfitt að keppa við þá gífurlegu motivation sem lið hans hefur í að slá Liverpool af toppnum sem sigursælasta lið Englands, ásamt þeim úrvalsmannskap sem hann hefur.

  Þjálfarinn hefur staðið sig vel að mjög mörgu leiti, en má líka skoða naflann á sér varðandi nokkra hluti. Sá stærsti í dag snýr að samningaóvissunni hans sjálfs. Ef leikmenn finna að hann hefur ekki trú á klúbbnum er ósanngjarnt að ætlast til þess af þeim að hafa trú á honum.

  Liverpool vantar ekki 50% eða 20% uppá að verða bestir. En þá vantar þó nokkuð af 1% hlutum uppá.

 81. Aðeins að umræðunni um samanburð á eyðslu. Bendi fyrst á augljósar villur á þessum lista sem Steini bendir á.
  Langar líka að skora á menn að líta á þennan link:
  http://www.eufo.de/football/eng/2003/mancited.htm
  Þarna sjáið þið leikmannahóp United vorið 2004 á sama tíma og Rafa tók við.
  Þarna eru leikmenn, ca. 12 talsins sem voru notaðir talsvert lengur og margir þeirra kostuðu nú einhverjar upphæðir, þó við tölum bara um Keane, Ferdinand og Van Nistelrooy. Ef ég man rétt var svo Wayne Rooney keyptur haustið 2004. Byrjunarlið Liverpool á OT þetta haust?
  Dudek, Finnan, Hyypia, Riise, Carragher, Josemi, Kewell, Gerrard, Alonso, Garcia og Cissé og á bekknum voru; Kirkland, Traore, Diao, Hamann og Baros.
  Eru menn í alvöru að tala um það að Liverpool hefði átt að eyða minni peningum í liðið sitt frá 2004 en United, sem by the way urðu meistarar vorið 2004 og Liverpool skreið í 4.sætið í lokaleiknum ef ég man rétt!!!
  Svo ætla ég bara að fá að segja það að ég tel Yossi Benayoun mun betri fótboltamann en t.d. John O’Shea eða Darren Fletcher og finnst með ólíkindum að enn séu menn hér á þessum vef að býsnast út í hann. Að mínu mati hefur hann verið langbesti maður liðsins frá áramótum og hreinlega bjargað því sem þó bjargað hefur verið!!!

 82. Sammála með Benayon. Hann hefur vaxið mjög í sínum leik sérstaklega eftir áramót. Hann er sískapandi og duglegur og lagði t.d. upp sigurmarkið á móti Pompey og svo jöfnunarmarkið á móti City. Er ekki einn af veikustu hlekkjum liðsins, langt frá því. Eyrnamerki frekar Lucas og Dossena. Vissu þið að liðið vinnur aldrei þegar að Dossena byrjar inná ? Það er ekki nema þegar hann fer útaf sem við gerum eitthvað, s.br. Pompey og Man City.

 83. Már: finnst þér Voronin betri en Kuyt, Keane og Babel? Ég veit svosum ekki hvernig á að rökræða að einn einstaklingur sé betri en annar, en allavega þá virðist Benítez ekki hafa sömu tröllatrú á honum og þú fyrst hann lánaði hann burtu strax í haust. Og var ekki með endurkalls-ákvæði. Og mér fannst afspyrnulítið koma út úr Voronin síðasta vetur þegar hann fékk að spila. Það er eitt að spila vel hjá Herthu Berlín og annað að spila vel hjá Liverpool.

 84. mér fannst þrátt fyrir markið sem Bellamy skoraði að hann var ekkert sérstaklega að fagna og ekki með neitt skítkast eða svoleiðis… fannst það virðingarvert hjá kappa

  Áfram LFC

 85. Mér fannst leikurinn ekki góður í gær mér fannst leikurinn ekkert skána eftir inná skiptingar. mér fynnst Dosena Babbel og Leiva ekkert að gera í liðinu. En ekki gleyma að man united hefur áður misst niður 12 stiga forskot á toppnum og hver veit nema að þeir missi lykilmenn í meiðsli

 86. Síðustu vikur hafa lykilleikmenn verið í meðslum hjá þeim en þá unnu þeir sína leiki flesta 1-0 minnir mig. En það er vonandi að varnavandræði þeirra komi niður á árangri þeirra næstu vikur.

 87. Sammála #87. Virðingarvert hjá Bellamy að fagna ekki markinu neitt sérstaklega. Vissulega er svekkjandi að vinna ekki þessa heimaleiki en þessi endalausa dómsdagsumræða um að reka eigi Rafa er afar ótímabær að mínu mati! Erum í 2.sæti í deildinni, 36stig í pottinum ennþá. Eigum ROSAlegan slag framundan gegn RM, ég get ekki annað en verið nokkuð sáttur so far með tímabilið.

 88. Ég hef ekki séð neinn minnast á þetta hérna, en ég gat ekki betur séð en að Kompany hafi verið rangstæður þegar hann fékk boltann inn í teig áður en hann setti upp Bellamy markið. Eða var ég að sjá ofsjónir?

 89. Afskaplega þýðingarlítið að ræða það. Benayoun átti líka að fá víti þegar dunne varði boltann listavel með hendinni. En það breytir engu um spilamennsku liðsins eða úrslitin.

 90. Ívar Örn: Voronin virðist vera betri en Keane úr því að Rafa seldi hann en lánaði Voronin, og Babel er nú ekki að gera neinar rósir. Það getur vel verið að það sé annað að spila með H B, kanski svipað og að spila með Tott,. En Kuyt hefur verið að ná sér á strik sérstaklega eftir að hann var settur í sína stöðu, en framan af var ekkert sérstakt í gangi nema að hann er mjög duglegur. En það er ekki ásættan legt, þessi jafntefli á HEIMAVELLI sem á að vera eitt af því versta sem lið lenda í, að spila á Anfield, þar er eitthvað að. Svo að ef menn geta ekki skorað fleyri en eitt mark á heimavelli þá hlýtur að vera gott að hafa einhvern sem er að skora í þýskalandi. Annars veit ég ekki neitt með H B hvar þeir eru í deild eða hvernig þeim hefur gengið undanfarin ár.

 91. #92 – mér sýndist þetta líka í beinu útsendingunni, en svo var þetta aldrei endursýnt, þannig að ég geri ráð fyrir að þetta hafi ekki verið rangstaða.

 92. Framistaða Voronins í þýska boltanum segja meira um gæðamuninn á deildunum en hversu góður Voronin er. Hann fékk sín tækifæri hjá Liverpool og var enganveginn boðlegur liði eins og Liverpool.

  Staðreyndin er að Liverpool er búið að vera skelfilegt eftir áramótin eða allt frá því að Gerrard lenti í sínu rugli og Benitez tók Keegan á Ferguson. Hvort þessi hlutir hafi verið eitthvað turning point skal ósagt látið, sagan kemur til með að dæma það.
  Hið hefðbundna Benitez syndrome virðist bara hafa blossað upp seinna á þessu tímabili en undanfarin ár. Það er skortur á sjálfstrausti, skortur á leikgleði og skortur á hugmyndaflugi í sóknarleik.
  Verð að játa að ég átti ekki orð til að lýsa þeirri stemmningu sem var á vellinum á sunnudaginn. Það heyrðist ekki múkk í áhorfendum og leikmenn voru algjörlega andlausir fyrir utan síðustu 15 mín.

  Ég sagði það í byrjun jan að það væru blikur á lofti að liðið væri að gefa eftir, það hefur komið á daginn. Menn voru að þrýsta á að Benitez fengi nýjan samning. Persónulega vil ég að beðið verði með allt slíkt þangað til eftir tímabilið. Tók ég sem dæmi ef að liðið myndi detta út fyrir Everton, enda í baráttu um 4 sætið og detta úr fyrir Real M. þá yrði uppskera þessa tímabils ansi rýr.
  Ég sagði að Rafa ætti að fá eitt tímabil til þess að ná meistaratitlinum þegar slæmi kaflinn reið yfir í fyrra. Það tímabil er vel á veg komið og árangurinn stefnir í litla uppskeru.
  Vissulega er Rafa ekki öfundsverður af eigendum Liverpool en það er sér kapítuli og allir eru sammála um að þar þarf að hreinsa til líka.

 93. Ég verð bara að segja að ég næ þessu ekki alveg með Voronin. Voronin lék 19 leiki í pl og skoraði 5 mörk Keane lék 18 leiki og skoraði 5 mörk. Menn segja svo hér að Voronin hafi fengið sín tækifæri, en tala svo um að Keane hefði átt að fá fleiri tækifæri. Ekki veit ég hvor að þeir hafi spilað svipað í mín, talið þ,a,e,s, hvort þeir komu inná eða vor teknir út af og að það sé talin 1 leikur. Alla vegana hefði hann mátt spila fleiri leiki í röð (sem að hann fékk ekki), en vinur vor Keane spilaði fyrstu 12 eða 13 leiki. Annars var ég með þessa umræðu vegna marka skorts hjá Liv og sérstaklega á HEIMAVELLI. En það er það bara gott að hafa skorað 43 mörk, en hafa skal í huga að þaug væru fleiri ef þessi 0-0 og 1-1 jafntefli væru ekki sem að menn og konur eru ósátt við. Ræði þetta svo ekki meira. PS við megum ekki segja að þessi eða hinn sé ekki boðlegur Liv, það var kanski fyrir 1990 en síðan hefur ekki verið riðið rosa feitum hesti. KOMA SVO LIVERPOOL

Byrjunarliðið í dag

Real Madrid á morgun