Man City á morgun!

Okkar menn hefja loks leik aftur eftir fáránlega langt hlé (minnst hálft ár held ég) frá síðustu umferð í Úrvalsdeildinni. Þá vannst baráttusigur á Portsmouth og verðum við að vona að liðið geti haldið því áfram þegar það tekur á móti Manchester City á Anfield á morgun. Það er mikilvægt að ná í sigur í þessum leik, ekki síst vegna þess að enn einn sigur Manchester United í dag þýðir að þeir hafa núna átta stiga forskot á okkar menn! Hvað er langt síðan við höfðum svipað forskot á þá? Það er ekki svo langt síðan.

Allavega, hjá okkar mönnum er það helst að frétta að Xabi Alonso er í leikbanni á morgun og Benítez er búinn að staðfesta að fyrirliðinn, Steven Gerrard, verður ekki með þar sem hann er ekki orðinn alveg heill vegna meiðsla. Vinirnir Lucas Leiva og Javier Mascherano verða því væntanlega sjálfvaldir á miðjuna hjá okkar mönnum og þá ætti restin af liðinu að raða sér nokkuð augljóslega niður á þennan hátt:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Mascherano
Kuyt – Benayoun – Riera
Torres

Eina vafaatriðið hér er að mínu mati hvort Rafa velur Dossena eða Aurelio í vinstri bakvörðinn (já eða hugsanlega bara Insúa). Ég vel Dossena af því að hann hefur verið að sýna sterkari frammistöður að undanförnu auk þess sem Aurelio átti sennilega eina skelfilega lélega leik sinn á tímabilinu einmitt gegn City í deildinni í haust.

Hjá City-mönnum snýst allt um tvo leikmenn; Robinho og Elano. Brassarnir tveir hafa farið á kostum með brasilíska landsliðinu á sama tíma og þeir hafa ekkert getað (eða engu nennt, hreinlega) hjá City og fyrir vikið er ekki einu sinni ljóst hvort þeir fá að vera í byrjunarliðinu á morgun. Það gildir samt engu því fyrir mér eru það varnarmenn City, og markvörðurinn Shay Given, sem við þurfum að hafa helstar áhyggjur af.

MÍN SPÁ: Öll rökhugsun segir mér að City-liðið sé í miðri krísu þessa dagana, Hughes sé að taka til hendinni og skikka letingjana í hópnum aðeins til og leggja grunninn að velgengni framtíðarinnar undir handleiðslu (og með vasapeningum) Arabanna frá Abu Dhabi, og að okkar menn eigi að geta unnið auðveldan sigur á þessu liði sem er mjög svo í stakkaskiptum þennan veturinn. Hins vegar laumast að mér einhver illskuleg tilfinning um að þetta muni enda með enn einu jafnteflinu og fyrir vikið leyfa United-mönnum að leggja annan lófann á deildarbikarinn þetta árið.

Skítt með það. Ég hef verið allt of svartsýnn í spám mínum í upphitunum þennan veturinn (og nær aldrei haft rétt fyrir mér í svartsýninni) þannig að ég ætla bara að spá okkar mönnum 4-0 stórsigri í auðveldum leik. Ég veit ekki hverjir skora fyrstu tvö mörkin en það er klárt að David N’gog kemur inn í síðari hálfleik til að hvíla Torres fyrir Meistaradeildina og hann mun skora seinni tvö mörkin okkar, enda er þar klárlega á ferðinni leikmaður með allt á hreinu:

Góðar stundir og áfram Liverpool! YNWA!

36 Comments

  1. Flottur KAR og mikið vona ég að þessi spá þín rætist.

    Varðandi byrjunarliðið þá ætla ég hreinlega ekki að útiloka það að Aurelio verði aftur á miðjunni á morgun, betri framávið heldur en Lucas og JM. Einnig vegna þess að nú höfum við þrjá vinstri bakverði og talað hefur verið um að þessi fjölhæfni Aurelio gæti verið crusial atriði á endasprettinum.

  2. Kæmi mér ekkert á óvart ef Torres byrjaði á bekknum. Spá 1-1 jafntefli þar sem Ireland skorar fyrir Arab City meðan hinn eini sanni Kuyt jafnar fyrir okkur.

  3. Ég hef mjög góða tilfinningu…. 3-0, jafnvel 4-1 spái ég… Torres setur 2 og Kuyt eitt… Babel bætir við ef þau verða 4…

  4. það bara þannig að þegar þú ert buinn að gera 10 jafntefli á leiktíð að þá
    verðurðu ekki meistari fyrir eigin verðleika. Við þurfum á slip-up að halda
    frá Scum Utd. og það er ekki í kortunum. þannig að það eiginlega breytir ekki
    helvítis fokking fokk neinu máli með þennan leik á morgun. Það er búið að
    klúðra málum þannig að þetta er ekki í okkar höndum lengur. aðeins fleiri
    töp hefðu verið í fínu lagi ef sigrar hefðu komið á móti. því miður eru scummararnir komnir með þetta.

  5. Minnir að þegar United vann þrennuna frægu… Hafi þeir gert 13 jafntefli á þeirri leiktið í deildinni.. Endilega leiðréttið ef ég fer með rangt mál.

  6. já má vera. við værum á toppnum ef ekki væri fyrir lið eins og scum utd.
    en glæsileg performance væri það nú ekki.

  7. reyndar finnst mér að það ætti að fara að setja nýja reglur í stigagjöf.

    jafntefli ætti ekki að verðlauna með neinum stigum

    vinnist leikur með fleiri en einu marki ætti að gefa aukastig.

    jafntefli eru engin úrslit í raun. bara tvö lið sem komu og hömuðust í

    90 min og gengu af velli í sömu stöðu og þau fóru inn.

    það á ekki að gefa stig fyrir að halda hreinu og skora ekki sjálfur.

    breyta verður kerfinu þannig að lið verði aldrei sátt við jafntefli.

  8. Ég hef alveg ágætis tilfinningu fyrir þessum leik en finnst samt skrýtið hvernig er talað um Man.City hérna, mér finnst eins og þeir geti unnið hvaða lið á góðum degi. Einmitt með menn eins og Robinho sem ættu að eiga auðveldara með að gíra sig upp á móti Liverpool en WBA.

  9. Held að Babel verði í ,,holunni” í stað Benna. Ég vil reyndar gefa Babel séns þarna en taka Kuyt út og setja Benna hægra megin. Ég verð annars að segja að ég er svartsýnn. Þetta fer 2-2 og því verður forskot ManUnited 7punktar eftir þessa umferð. Annars skelfilegt að horfa á töfluna og sjá þá 8 stigum á undan okkur. Úff!!! Þetta segir bara til um hvað við erum búnir að vera slappir.

  10. skíthræddur um miðjuna í leiknum með þá masch og lucas.það er bara ekki að gera sig!Þá vantar bara alla sköpunargáfu.spái því að Torres og Babel skipti á milli sín framherjastöðunni.Ætli hann hafi svo ekki Aurelio á bekknum til að leysa miðjumennina af þannig að dossena verður líklegast í vb,en vonandi Insúa.Treysti mér hreinlega ekki í að spá um úrslit.

  11. Ekki sammála með að Aurelio verði ekki í liðinu. Búinn að spila vel undanfarið og það með að hann hafi spilað illa gegn City síðast, myndi ég segja að sé ennþá meiri ástæða til þess að hafa hann í liðinu. Hann vill líklegast sanna það að hann sé okkar besti vinstri bakvörður og hafi lært af fyrri mistökum.

    Síðan Steinþór #9. Efast um að þetta verði einhvern tímann tekið upp. Ef þetta kerfi væri tekið upp, myndi enginn hlakka til LFC – Utd. Heldur væri mesta eftirvæntingin Liverpool – WBA því þannig gætum við komist 7 stigum á undan keppinautunum, eftir bara 2. umferðir.

  12. það er ekkert sem heitir, við verðum að vinna þennan leik, og Rafa verður að nota sína bestu menn. Það þíðir t,d, ekki að hafa Torres á bekknum, og Kuyt verður að vera frammi með honum, hann skoraði 2 mörk í síðasta leik ( annað markið var dæmt af) svo að hann getur alveg skorað mörk. Sókn og bara sókn og skjóta sem oftas á markið, ef það er ekki gert þá ja verður ekki skorað. Svona er þessi leikur, SKJÓTTU ! SKJÓTTU ! KOMA SVO LIVRPOOL

  13. Ég ætla bara rétt að vona að hvorki Lucas né Dossena verði í nágrenni Anfield í dag,þeir eiga það einfaldlega ekki skilið.
    Það eina sem angrar mig við þennan leik er að Rafa sé byrjaður að hugsa um Real Madrid leikinn og stilli því ekki upp sínu sterkasta liði í dag.
    Og ef hann gerir það verður nú allt vitlaust á þessu spjalli,en á maður ekki að vera bjartsýnn og ég spái 2=0.

  14. Már, vinsamlegast ekki vera drukkinn á spjallborðinu. Reyndu að sofa af þér vímuna.

  15. ég vona að aurelio verði á miðjunni, annars á hitt allt að reddast:) vill bara ekki sjá mascherano og lucas saman á miðjunni, það er vonlaust og hefur sannað sig oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

    annars er ég nokkuð brattur fyrir leikinn og á von á heimasigri.

  16. jeg vona að við fáum að sjá aurelio á miðjunni og kuyt frammi með torres. það veldur ursla.

  17. Ég held ég verði að vera sammála með þetta byrjunarlið þótt mér lítist ekkert á að sjá Lucas og Mascherano saman á miðjunni. Það kemur gjörsamlega ekkert út úr þeim sóknarlega séð. Svo verð ég að setja spurningamerki við David N´gog og hversu mikið hann hefur fengið að spila. Eins og staðan er núna er hann í raun okkar second striker og mér finnst að maður eins og Danny Pacheco eigi að fá séns í aðalliðinu. Sá hann í varaliðsleiknum á móti Everton og hann lofar mjög góðu. Annars held ég að þessi leikur fari 2-1 fyrir Liverpool. Koma svo rauðir!!!!

  18. Off Topic: sá einhver vítið sem Blackburn átti að fá á Old Trafford í gær ? Djöfull eiga Utd aldrei eftir að fá á sig víti þarna.

  19. Aurelio hlýtur að byrja inná, verðum að hafa mann sem getur sent boltann upp völlinn og ekki verra að hafa Agger í staðinn fyrir Skrtel hann á það til að senda góða bolta. Finnst ekki gott að hafa Mascherano og Lucas á miðjunni flestar þeirra sendingar enda hjá miðvörðum sem verða svo að koma boltanum fram, þeir hafa ekki sýnt að þeir geti spilað sóknarbolta og komið með sendingar sem breyta leikjum.
    Ég segi 2:0 fyrir Liverpool Aurelio og Torres skora!

  20. Já ArnarÓ, þetta er hætt að vera fyndið. Svo plús það að ronaldo átti að vera kominn með rautt þegar hann skoraði sigurmarkið (átti fyrst að fá a.m.k. gult þegar hann sparkaði aftan í einn Blackburn manninn beint fyrir framan dómarann, og svo gula spjaldið þegar hann lét sig detta)

  21. Ætla að vera bjartsýnn í dag 4 eða 5—-0 KOMA SVOOOOOOOOOLIVERPOOL. 🙂

  22. það hefur enginn nefnt það að hafa agger á miðjunni? annars er aurelio miklu betri kostur en Lucas.

  23. Við tökum þennan leik en ég er samt hræddur við miðjuna þegar okkur vantar bæði Gerrard og Alonso. Gætum átt í erfiðleikum með flæðið í sóknarleiknum út af því. Man city getur hinsvegar ekki rassgat á útivelli og ég bara held það sé ekki hægt að tapa stigum í dag. Hefði viljað sjá Agger kallinn fara að fá tækifæri og sókndjarfa uppstillingu.

  24. Þetta verður sigur okkar manna og ekkert annað, hvað eru Man City að gera á útivöllum “ekkert nema að mæta í leikina” vona bara að Bellamy verði ekki til vandræða.

    Ég er al veg sammála því sem er skrifað hér hjá 9 Steinþór J, avhverju á að vera að verðlauna lið með stigum fyrir að gera ekkert, stig fyirir unning leik en annars ekkert, auka stif fyrir mörk, nei það held ég ekki bara tvö eða þrjú stig fyrir sigur annars ekkert, og annað er sem mér finnst að mætti breytast. Það ætti að mér finnst ekki að vera hægt að láta stjóra fara nema þegar félagsskipta gluggin er opin, hafa sömu reglur og með leikmennina.

    En við vinnum Man City 3 – 0 Torres með tvö og Babel með eitt…

  25. The Liverpool XI in full is: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher Skrtel, Lucas, Mascherano, Benayoun, Riera, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Hyypia, Aurelio, Babel, Ngog, Spearing, El Zhar.

  26. The Liverpool XI in full is: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher Skrtel, Lucas, Mascherano, Benayoun, Riera, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Hyypia, Aurelio, Babel, Ngog, Spearing, El Zhar.

    Líklega sterkasta liðið sem Rafa á völ á að stilla upp í dag. Hugsanlega að undanskildu Dossena/Aurelio.

    AGGER ekki einu sinni í hópnum…. mjög góð leið til að auka líkur á að hann skrifi undir nýjan samning (nema kannski að hann sé meiddur, hef ekkert séð um það reyndar)…..

  27. Hef aldrei verið hrifin af því þegar Mascherano og Lucas eru 2 á miðjunni…
    Vonandi að þeir sýni eitthvað sem ég hef ekki séð frá þeim áður, annars er ég sáttur með þetta lið!

  28. Raunar hefði maður ekkert þurft að bíða eftir staðfestu liði á official síðunni þar sem Kristján Atli var með þetta 100% rétt 😉

  29. Ég tjái mig nú ekki oft en mér finnst menn vera of bjartsýnir fyrir þennan leik. Ég meina það er ekki eins og Man. City sé e-ð Derby lið þó að liðið sé eins yfirmannslaust munkaklaustur, ábótavant. Ég meina Shay Given er kominn til þeirra og verður nauðsynlegt að skjóta hann ekki í stuð því ég veit ekki hvað oft hann hefur bjargað stigi fyrir fyrrverandi vinnuveitanda sinn.

    Annars held ég þó að leikurinn endar 2-1 Kátur skorar sigurmarkið á 83 mín.

  30. Sælir félagar
    Fín upphitun KAR og niðurstaðan (spáin) ánægjuleg. Ég er aftur é móti ekki jafn bjartsýnn en vonast eftir sigri. Ég vona að Lucas reki af sér slíðruorðið og spili eins og meistari. Því miður frekar döpur von. Ég verð að viðurkenna að ég hefi ekki góða tilfinningu fyrir þennan leik. Arababandalagið getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Vona að brassarnir hjá þeim verði í letikasti og við vinnum. Spái (vona) 2 – 0.
    Það er nú þannig

    YNWA

Allir í stuði?

Byrjunarliðið í dag