Allir í stuði?

Ég veit nú ekki af hverju ég skrifa þessa færslu, hef reyndar afar lítið að segja ef ég á að segja alveg eins og er. Það fer eiginlega í pirrurnar á mér hvað ég hef allt í einu litla þörf fyrir að tjá mig. Í alvöru talað þá finnst mér hafa liðið meira en mánuður síðan Liverpool spilaði síðast. Eina fótboltatengda er að Man.Utd stuðningsmenn eru aftur orðnir þeir sjálfir, þ.e. gjörsamlega óþolandi þjóðflokkur (á auðvitað ekki við um alla, heldur svona heilt yfir). Nú er liðið þeirra allt í einu orðið besta lið veraldar eftir 3-0 sigur á gjörsamlega andlausu Fulham liði. Margir af mínum félögum sem aðhyllast djöfulinn voru nú ekki búnir að vera par hrifnir af mörgum frammistöðunum fram að því þrátt fyrir nokkra sigra þeirra.

En hvað um það, það sem skiptir máli er að okkar menn haldi góðum dampi og haldi pressunni á þetta lið sem er komið 5 stigum á undan okkur. Það heyrist afar lítið úr herbúðum okkar manna annað en það að menn virðast vera að peppa sig upp í að halda áfram í baráttunni um titilinn. Í augum margra virðist þessi barátta vera búin. Í mínum huga er það fjarri lagi, það er 5 stiga munur og einn innbyrðis leikur eftir. Stevie G er á leið tilbaka og Torres vonandi að komast í topp form. Við eigum allavega að gefa allt í það að halda okkur þarna inni allt til enda.

Það hafa verið fregnir um að Agger hafi nú þegar gengist undir læknisskoðun hjá Milan og ég verð að viðurkenna það að mér finnst það vera glórulausar getgátur. Hví í ósköpunum ætti hann að vera að gangast undir læknisskoðun á þessum tímapunkti? Það eru nokkrir mánuðir í það að hann mætti ganga til liðs við þá og væntanlega þyrfti hann að gangast undir aðra slíka þá. Hann á eitt og hálft ár (tæpt) eftir af samningi sínum og ég bara neita að trúa því að Liverpool sé að semja um sölu á honum á þessum tímapunkti, mitt í harðri baráttu í ensku deildinni. Nei, ég kaupi þetta engan veginn og hingað til hafa kaupin á eyrinni ekki virkað svona nema þegar kemur að því að semja við leikmenn sem verða með lausan samning í lok leiktíðar. Þeir mega semja við önnur félög strax í janúar, en ekki leikmenn sem eiga svona langt eftir af samningi sínum.

Annars hef ég akkúrat ekkert að segja, allir í stuði?

21 Comments

 1. Vil nú bara benda mönnum á að stuðningsmenn Liverpool voru alls ekkert skárri í öllu góðærinu þegar liðið vann Chelsea og náði einhverju forskoti, þá töluðu menn ekki neitt annað en þvílíka yfirburði, óvinnandi lið og stóru þrennuna… Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla stuðningsmenn Liverpool, heilt yfir góðir strákar en þetta er bara svona á öllum bæum! Þegar vel gengur verða sumir með typpið lengst uppi í skýjum og svo þegar illa gengur tala þeir um hvað hinir stuðningsmenn eru óþolandi! Ég styð hvorki Liverpool né Man Utd, finnst þetta skemmtileg síða sem eg les daglega!

 2. Þetta er einfaldlega rangt hjá þér Pétur Óli, við Liverpool stuðningsmenn erum ALLIR frábærir og sanngjarnir og ALLIR stuðningsmenn Man.Utd eru montprik 🙂

 3. ef svo fáránlega vill til að Agger hafi farið í læknisskoðun er það sennilega bara til að tryggja að Milan sé ekki að henda öllum eggjunum í sömu körfuna.
  Ef kæmi í ljós að þau meiðsli sem hann hefur verið með á tímabilinu eru enn til staðar sem er ólíklegt, þá geta þeir leitað annað.
  Það er allavega eina skýringin sem ég sé í þessu.

 4. Liverpool-ManCity 1-1

  Djöfull, öll þessi bið og ég missti af leiknum !

  …..og það sem SSteinn sagði (Nr. 4) …..agalegt þegar hlutlausir misskilja þetta ;p

 5. Pétur Óli: Mér fannst nú eiginlega frekar eins og menn hafi verið mjög varkárir, sérstaklega hérna á kop.is. Menn töluðu mikið um að liðið væri ekki að spila sérstaklega vel og jú, menn töldu þá eiga eitthvað inni. Þess ber að geta að í miðri jafnteflahrinunni komst liðið á toppinn, en menn voru ekki kokhraustir. Hitt er samt annað mál ef liðið klárar tímabilið á toppnum þá verður maður held ég ansi óþolandi.

 6. Maður veltir nú fyrir sér hvernig standi á því að Fulham mættu í leikinn á old toilett til þess að tapa. Eru þeir að drekka sama fæðubótarefni og Árni Johnsen eða… ?

 7. Guð minn góður.. Var að sjá fyrst núna markið sem Scholes skoraði gegn Fullham… Skítalykt af því.

 8. Já ég vil bara taka heils hugar undir með nr #4 !
  Og fyrir utan þá einföldu staðreynd að við Liverpoolmenn erum ALLIR hógværir og frábærir, og United klappliðið er allt saman asnalegt og bjánalegt…. þá er það nú bara einu sinni þannig, að þeir sem halda ekki með Liverpool, hafa bara einfaldlega ekkert vit á fótbolta !! (af því leiðir að það er tilgangslaust að ræða fótbolta við svoleiðis fólk)
  Og þar með, er ég bara búinn að slátra þessari umræðu á 3 mínútum, og við þurfum aldrei aftur að ræða þetta með United, og Liverpool !!! Reynið það ekki einu sinni 😉

  Annars er ég í miklu meira stuði heldur en Ssteinn og er að auki kominn með bólur á bakið af fótboltaleysi…og get vart beðið eftir sunnudeginum !

  Insjallah… Carl Berg

 9. Annars er þetta nú ekki flókin fræði fótboltinn. Það lið sem fær flest stig endar sem sigurvegari. Flest stig fást fyrir sigra og því eru jafnteflin á Anfield það dýrkeypt að líklegast kosta þau eitt stykki titil í ár.

  Manu eru að spila best þessa dagana og eiga algerlega skilið toppsætið í deildinni. Að óbreyttu er ekkert lið að fara að stöðva þá í ár. Að óbreyttu.

  Ef hinsvegar þeir fara að hiksta eitthvað þá verða okkar menn að vera tilbúnir á hælunum á þeim og hætta að gera jafntefli við kúkaliðin.

 10. ehh ? Að öllu óbreyttu ? En ekki hvað ? Það er fyrsta umferðin í enska boltanum árið 2009, og Newcastle vinnur sinn leik, en allar hinar viðureignirnar fara jafntefli! Á þeirri stundu er líka hægt að segja: að öllu óbreyttu verða þeir sigurvegarar í lok móts !!! það seigir sig sjálft að liðið á toppnum verður meistari, að öllu óbreyttu.!!!! Rétt eins og Liverpool hefði orðið meistari að öllu óbreyttu, ef þetta komment hefði komið inn 31.des !
  það er bara akkúrat það sem málið snýst um. Það sem enska deildin snýst um… að vinna stig, og að mótherjarnir tapi stigum.

  Og svo eru þetta bara víst flókin fræði…annars myndu bara allir vera búnir að læra þau, og allir vinna… !!

  Insjallah…Carl Berg

 11. Agger getur keypt upp sinn samning í vor ef hann vill ,bara svo það sé á hreinu.
  En nú er LFC ordnir the underdocks og það vonandi gerir þá blóðþyrsta og ef það tekst að halda sér nálægt UTd fram á vorið getur allt gerst.
  Ég hef nú ekki séð að UTd hafi verið að spila mikið betur heldur en LFC og tvö fyrstu mörkin á móti Fullham voru hepnismörk,svo að mín skoðun er að Liverpool eigi en þá góða möguleika á að ná þeim.

 12. Carl berg.
  Þarna er ég ekki sammála þér. Það er eitt að kunna fræði og annað að geta framfylgt þeim. Og að bera saman Newcastle á toppi deildarinnar í fyrstu umferð og Man U á toppnum núna er bara útúrsnúningur við Kristinn 12#, Kristinn bendir einfaldlega á það að þetta sé erfitt fyrir Liverpool að elta Man U og að við þurfum að treysta á önnur lið til þess að eiga séns. Hann bendir einfaldlega á að jafntefnin á heimavelli geta kostað okkur titil í ár, en hann ítrekar að þannig sé staðan í ár að öllu óbreyttu.

  En ég hef fulla trú á því að við verðum í hörku séns allt fram í lokin og vonandi að við verðum fagnandi í lok tímabils. En til þess þurfa Man U að misstíga sig og við nánast ekkert.

 13. já, miðað við hvað það voru margar tómar bjórdósir á borðinu hérna þegar ég vaknaði og sé tekið mið af tímanum sem þessi færsla var sett inn, þá er nú ekki alveg víst að rökhugsunin hafi verið uppá sitt besta hjá mér.
  Ég skyldi alveg útgangspunktinn í þessu hjá #12, og skil ekki afhverju mér datt svona í hug að snúa út úr því 😉
  En það var nú föstudagskvöld, og ég held að ég hafi ekki sært neinn lífshættulega.
  Ég held samt að Scum tapi stigum í dag….ef ekki í dag.. þá afskaplega fljótlega…
  Ég vona að Van der Sar haldi hreinu í 83 mínútur, en svo komi mark frá Blackburn og United tapi 0-1 ! Hversu sætt yrði það ??

  Insjallah…Carl Berg

 14. þetta þýðir að hann ætlar í “Sjallann og fá sér Carlsberg”. eða er það ekki? 🙂

Loksins fótbolti

Man City á morgun!