Loksins fótbolti

Ég fékk þorsta mínum smá svalað í gærkvöldi þegar ég horfði á mini derby á milli varaliða Liverpool og Everton í beinni á LFC TV. Það er alltaf gaman að sjá þessa ungu stráka sprikla, og var ég sérstaklega spenntur yfir því að sjá Guðlaug Victor í fyrsta sinni í byrjunarliðinu hjá varaliðinu. Ég hitti Guðlaug um daginn og tók við hann viðtal fyrir Rauða Herinn, málgagn Liverpoolklúbbsins á Íslandi, og það verður að segjast eins og er að strákurinn virkaði flottur, heilsteyptur og vel á jörðinni. Hann var sem sagt í byrjunarliðinu, en spilaði ekki sína eiginlegu stöðu á vellinum, hann var úti á hægri kanti.

Leikurinn var allt í lagi sem slíkur, mikil barátta og okkar menn betri, en þeir bláu fengu þó hættulegri færi og hittu rammann hjá okkur í tvígang. Eitt mesta “freak” mark sem ég hef séð lengi kom þó í leiknum, og því miður fyrir okkar unga danska markvörð, Martin Hansen, þá var það hann sem átti alla sök þar. Boltanum hafði verið sparkað útaf vellinum vegna meiðsla Emmanuel Mendy, og spörkuðu bláliðar boltanum tilbaka til markvarðarins. Laust spark sem sonur minn hefði stoppað auðveldlega, en á einhvern óskiljanlegan máta þá náði Martin að missa hann á milli lappa sér og boltinn rúllaði í netið. Við jöfnuðum reyndar skömmu síðar þegar bláliðar skoruðu sjálfsmark eftir flotta aukaspyrnu Daniel Pacheco inn í teiginn.

Guðlaugur Victor átti frábært færi í upphafi leiks sem var varið, það hefði verið ansi flott að stimpla sig strax inn með marki. Hann var nokkuð sprækur að mínum dómi í fyrri hálfleik, en fjaraði svolítið út í þeim seinni. Annars var það Daniel Pacheco sem var yfirburðamaður á vellinum að mínum dómi. Átti einu sinni frábæra sendingu beint á kollinn á Andras Simon, sem átti ansi hreint slakan skalla að markinu. Bruna átti fína spretti á kantinum og Spearing var allt í öllu á miðjunni. Kelly átti einnig fínan leik í vörninni og þar fer öflugur varnarmaður og efnilegur. Leikurinn endaði sem sé með 1-1 jafntefli.

Við eigum greinilega marga mjög efnilega leikmenn, þrátt fyrir að heilt bunkt af þeim hafi ekki tekið þátt í leiknum vegna ýmissa ástæðna. Liðið var annars svona skipað:

Hansen

Mendy – San Jose – Kelly – Darby

Gulli – Plessis – Spearing – Bruna

Pacheco – Simon

Bekkurinn: Dean Bouzanis, Steven Irwin, Ronald Huth, Vincent Weijl (inn fyrir Gulla á 75) og Vitor Flora (inn fyrir Bruna á 89).

Gaman að lista upp þeim sem ekki tóku þátt af ýmsum ástæðum:

Emiliano Insua
David Ngog
Charles Itandje
Nabil El Zhar
Nathan Eccleston
Zsolt Poloskei
Nikola Saric
Ryan Crowther

Philipp Degen (meiddur)
Krisztian Nemeth (meiddur)
Ray Putterill (meiddur)
Francisco Duran (meiddur)
Daniel Sanchez Ayala (meiddur)

Ryan Flynn (í útláni)
Craig Lindfield (í útláni)
Peter Gulacsi (í útláni)
Godwin Antwi (í útláni)
Paul Anderson (í útláni)
Jordy Brouwer (í útláni)
Sebastian Leto (í útláni)
Gary Mackay-Steven (í útláni)
Robbie Threlfall (í útláni)
Miki Roque (í útláni)
Jack Hobbs (í útláni)
David Martin (í útláni)
Adam Hammill (í útláni)

24 Comments

 1. Já maður bíður spenntur eftir því að sjá hvort það komi ekki eitthvað efni þarna upp fljótlega. Bruna og Pacheco er ég þó spenntastur fyrir.

 2. Er Nemeth ekki í útláni, og meiddur þar ef ég man rétt – ekki að það skipti máli svo sem 🙂

 3. Nei, held að lánið hafi átt að vera í mánuð og kom hann því strax tilbaka þar sem hann verður frá lengur en það.

 4. Þetta mark sem Martin Hansen fékk á sig var alveg hræðilegt.
  Þettta sér maður varla í efstu deildunum hérna heima.
  Alveg til skammar þetta mark.

 5. Já, en strákurinn er bara 18 ára og lærir af þessu. Stóð sig að öllu öðru leiti virkilega vel í þessum leik.

 6. Já þetta var sorglegt mark sem greyið fékk á sig, en þetta fer í reynslubankann.
  Það var hinsvegar gaman að sjá Pacheco í leiknum, hann var út um allan völl og kom við sögu í öllum sóknartilburðum Liverpool. Þó að það hafi ekki alltaf allt gengið upp hjá honum þá gafst hann aldrei upp. Ótrúlega kraftmikill og vinnusamur leikmaður! Bruna var líka að sína fína hluti sem og San Jose í vörninni.
  Samt virtust okkar menn eiga við sama vandamál að stríða og aðalliðið, ráða gangi leiksins, eru meira með boltann, yfirspila andstæðingana á köflum en ná ekki að skora. Á meðan andstæðingarnir eiga bara nokkur færi en þeim mun hættulegri og líklegri til að liggja í netinu.

 7. Mjög skemmtileg færsla og fræðandi.

  Verð að viðurkenna að mínum er farið að lengja í virkilega promising uppalinn leikmann sbr. Owen, Fowler, Carra, Gerrard…

 8. hvaða fréttir eru þetta um að það sé búið að selja Agger til AC næsta sumar, þvílík vonbrigði ef svo er, að mínu mati er Agger framtíðarmaður!

  ég er ekki sáttur ef satt er!

 9. Ég er nú handviss um það að það fari engin leikmannakaup fram á þessum tímapunkti. Leikmannaglugginn lokaður og finnst afar ólíklegt að nokkuð lið sé svo vitlaust að selja mann núna fyrir sumarið, mitt í allri baráttunni.

 10. Pacheco held ég pottþétt að muni verða kynntur til sögunnar næsta vetur. Ákaflega skemmtilegur leikmaður þar á ferð, og ég held að Kelly muni stimpla sig inn á næstu árum.
  En svo veit maður auðvitað aldrei. Ég var að vona að við fengjum að sjá Spearing og Darby í vetur en það virðist ekki vera að fara að gerast….

 11. Ég verð brjálaður ef Agger verður seldur. Hann og Skvörti eru framtíðar miðvarðarpar LFC! Carragher yngist ekkert með árunum!

 12. 12#óli B
  Ég veit ekki um neinn sem yngist með árunum, þá kanski einna hels Bejamin Button. En það er eina dæmið sem ég man eftir svona í fljótu bragði.

 13. Hver er svo efnilegasti og sá leikmaður sem er líklegastur til afreka og næsta stjarna?? Hvað með þennan flinka/leikna dana sem við keyptum?? Veit ekkert hvað hann heitir.

 14. Góðann daginin..
  Veit einhver hérna hvar ég get orðið mér úti um miða á Liverpool leiki ? Ég er að leita af tveimur miðum á einhver Liverpool leik núna á næstunni og þar sem að ég hef aldrei farið á leik eða neitt svoleiðis, þá veit ég ekkert hvar er best að verða sér úti um miða og vonast því til að þið getið hjálpað mér:)

  Með fyrirfram þökk

 15. Einfaldasta opinbera leiðin er að gang í e-season ticket hjá liverpool klúbbnum og kostar það einhver 40 pund á ári minnir mig. Þá getur þú sótt um í happadrætti miða á alla heimaleiki og færð þá á nafnverði, 40-50 pund.

  Svo ef kemst í samband við einhvern sem selur miða, yfirleitt fólk sem á ársmiða og leigir þá út þá virkar það og kostar 80 pund og uppúr eftir hvaða leikur er.

  Síðast en ekki síst eru miðar yfirleitt seldir fyrir utan leikina og fara yfirleitt á 100 og uppúr. Sömu mennirnir standa á sömu hornunum á hverjum leik og hvísla að þeir séu með miða til sölu.

  Hvaða leik ertu annars að fara á? Liverpool er með erfiðari liðunum að sjá því þetta er vinsæll klúbbur með lítinn völl.

 16. Já Ásdís, það er ekki léttasta verk í heimi í dag að verða sér úti um miða á heimaleiki Liverpool FC. Auðveldasta, öruggasta og einfaldasta leiðin er að fara í hópferð með Liverpoolklúbbnum á Íslandi. Það er ein slík í gangi (á Aston Villa leikinn) en síðast þegar ég vissi þá voru afar fá sæti eftir í ferðina. En það sakar ekki að tékka á því. Næsta ferð þar á eftir fer væntanlega í sölu fljótlega.

  E-season leiðin sem Arnbjörn bendir á hér að ofan er afar fjarlægur möguleiki og það eru ansi fáir sem detta í þann lukkupott að fá miða í gegnum það. Varðandi “touts” fyrir utan völlinn, þá mæli ég persónulega engan veginn með því, hef séð alltof mörg dæmi um það að menn séu komnir á staðinn, kaupa miða fyrir 100-400 pund stykkið og komast svo að því síðar að þeir séu falsaðir og fólkinu vísað frá vellinum. Menn þurfa allavega að vera tilbúnir til að afskrifa peninginn. En menn geta líka verið heppnir og keypt “löglega” miða.

  Einn möguleikinn eru svo þessir VIP miðar sem Úrval Útsýn eru með. Það eru öruggir miðar sem eru með aukalega prógram fyrir og eftir leikina.

  Ég geri ráð fyrir að þetta sé sama fyrirspurn og kom frá Guðrúnu hérna í öðrum þræði.

 17. ég horfði seinni hálfleikinn og hlakka til að sjá San Jose, Plessis, Bruna, Spearing og Pacheco í framtíðinni… Fannst þeir svona þeir einu sem ættu einhvern séns í Byrjunarlið liverpool. Pacheco var geðvekt góður og gæti alveg fengið séns meðavið hans getu í þessum leik, hrikaleg tækni, góður á litlu svæði, býr hluti upp úr engu og les leikinni ágætlega… Bruna hefur alla hæfileika til að vera stórstjarna, mjög snöggur og góður með boltan og getur tekið menn á eins og að drekka vatn en líkt babel eru hlaup hans án bolta mjög slæm… San Jose virkaði góður á mig varnalega og sóknalega. Plessis er búinn að bæta leik sinn betri sendingar og meiri yfirvegun. Spearing er baráttu hundur og skilar bolta vel og virkar góður miðjumaður, hleypur endalaus og skapar hættu. alltaf gaman að sjá svoleiðis leikmenn.
  Enjá djöfull verður gaman að fara að horfa á leikinni á sunnudaginn… Bara verst að man shit utd eru drullugóðir og virðist fátt geta stoppað þá, óskandi að við náum því.

 18. Það góða er að það stittist alltaf i tapið hjá Man Utd og vonandi verður það áður en við mætum þeim og svo vinnum við þá og förum upp fyrir þá, og vonandi fer Nevill systirin að gráta….

 19. M U eru á mörgum vígstöðum þannig að þettað verður basl og meiðsl hjá þeim. 😉

Löng er biðin

Allir í stuði?