Löng er biðin

Mér finnst hreinlega vera ár og aldir síðan ég sá leik með mínum mönnum síðast. Engu að síður er bara langt í næsta leik sem fer ekki fram fyrr en eftir tæpa viku. Það er oft sem maður fer að spá einmitt í því hvernig svona pása hefur áhrif á liðið. Þegar þetta langa hlé byrjaði þá var ekki spurning í mínum huga að það var kærkomið, margir leikmenn orðnir virkilega tæpir vegna meiðsla og álags, svo kom einn landsleikur þar sem menn voru í fullu fjöri og komu heilir heim úr, en síðan hefur það verið æfingasvæðið á hverjum degi síðan.

Jákvæðu punktarnir eru þeir að leikmenn ná að safna orku, jafna sig af meiðslum og Rafa hefur fengið góðan tíma til að leggja upp sína taktík fyrir komandi átök. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að lið Manchester City og Real Madrid hafa verið kortlögð vel á þessum tíma. Maður hefur aftur á móti ekki fengið neinar fregnir af Stevie Wonder nýlega, þ.e. hvort hann sé nálægt endurkomu í liðið. Ég allavega stórefast um að hann verði notaður næstu helgi þar sem slagurinn á móti Real kemur svo skömmu eftir City leikinn.

Neikvæði punkturinn er fyrst og fremst einn. Það var hrikalega sterkt móralskt séð að hafa náð að vinna Portsmouth á loka andartökum síðasta leiks, en væntanlega er það “boost” ekki jafn sterkt í mönnum eins og það hefði verið ef við hefðum átt annann leik fljótlega á eftir. Eins er það alltaf vont að menn haldist ekki í leikformi og spili ekki leik í svo langan tíma. Ég er þó á því að jákvæðu punktarnir eigi eftir að vega þyngra en þeir neikvæðu og við fáum að sjá ferskt lið mæta til leiks á sunnudaginn.

Framundan er gott prógram, 4 leikir á 10 dögum og þorsta mínum verður væntanlega vel svalað, enda að þorna upp hér í þessum leikjaskorti. FA bikarinn verður ekki okkar þetta árið og það skýrir þessa löngu pásu, ég græt hann þó ekkert mjög en hefði frekar verið til í að detta út á móti Havant And Waterlooville frekar en gegn bláliðunum.

23 Comments

 1. Hvað er þetta, ég horfði á Swansea – Fulham á laugardaginn og skemmti mér konunglega. Hver þarf æsispennandi Liverpool-leiki þegar slík rjómaveisla er á boðstólum? 😉

  En já, ég hlakka til að sjá liðið koma aftur til leiks eftir pásuna. Menn óþreyttir og Rafa með sitt sterkasta lið, utan Gerrard. Verður fróðlegt líka að sjá hvernig hann stillir upp gegn City með tilliti til þess að hann á leik í Madríd þremur dögum síðar.

 2. Swansea – Fulham var þó skársti leikurinn á laugardaginn. Chelsea leikurinn var ömurlegur og Barcelona var ekki einu sinni skemmtilegt. Vona að mér leyfist þessi dans á jaðri umræðunnar sem stofnað var til 😛

 3. flestir okkar mann fengu þó að sprikla aðeins með landsliðum sínum án þess að meiðast sem er bara all jákvætt. Landsleikjapásur hafa reyndar oft farið illa með okkur en ekki núna það verður full ferð næstu vikurnar

 4. Benítez að fara til Real Madrid, og Pepe Reina þangað með honum…Bíddu, getur það verið að Liverpool sé að fara að spila við Real Madrid á næstunni? 😉

  Hugmyndaflug blaðamanna virðist eitthvað farið að minnka þessa dagana, þetta er allavega í áttunda skipti sem Benitez er orðaður við Madrid

 5. þetta var allveg kærkomin pása fyrir liðið. það var búið að vera ansi þétt prógram frá því um jólinn. þó svo að við séum fallnir úr FA bikarnum þá er ég mjög sáttur með liðið. vil frekar einbeita mér að deildinni og eyða mesta púðrinnu þar, fynnst ekki nógu mikil breidd til að fara keppa um 3 titla og halda ferskleikanum góðum, þið þurfið ekki að leita langt aftur til að sjá hvað ég á við 🙂

  Er eiginlega ekki smeykur með city liðið maður veit aldrei hvaða lið kemur til leiks, getur verið algjör skítalið sem getur ekki neitt en í næsta leik brilliant lið sem spilar skemmtilegan bolta, klárlega vona ég fyrri kostinn.

 6. Hvernig geta menn réttlæt það fyrir sér að það sé “ásættanlegt” eða jafnvel “gott” að vera dottnir út úr FA Cup?

  Þetta er stærsta bikarkeppni í heimi og mér finnst dapurt að sjá að menn eru að reyna að finna afsakanir eins og að við getum þá einbeitt okkur að deildinni og Meistaradeildinni í staðinn!

  Liverpool á að vera með hóp sem á að þola álagið að vera með í öllum keppnum, það er á kristaltæru! Hugsunarháttur margra er merki um metnaðarleysi eða verið að reyna að verja Benitez því manninum tókst ekki að leggja Everton að velli í þrígang!

  Sigurinn gegn Everton hefði þýtt fjóra auka leiki í bikarnum, held að slíkt hefði ekki drepið okkar menn.

 7. Held að það sé enginn sáttur að vera dottinn út úr bikarnum og ekki er ég allavega að reyna að réttlæta það. Engu að síður þá er ég algjörlega á því að hvíldin hafi verið kærkomin, því álagið var búið að vera mikið. En ég hefði glaður þegið það að vera áfram í þessum bikar, þó svo að ég setji hann ávallt skör neðar en deildina og Meistaradeildina.

 8. Sannast sagna þá er ég hræddari við leikinn gegn City heldur þann gegn RM. City eiga eftir að koma vitlausir til leiks eftir að hafa verið vel og rækilega flengdir á fimtudag.

  Svo var ég að rekast á soldið sem vel má skemta sér yfir. http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/create Þarna má margan sannleikan finna.

 9. heheh já meira að segja hafa þeir hjá Gardian Peter nokkurn köngulá nr. 9 inni með 3 mörk heheheheh

  Avanti Liverpool – RAFA – http://www.kop.is

 10. Ætli það verði ekki Arsenal, Chelsea, Man Utd og Everton sem leika í undanúrslitum,,,,Topp 4 viðbjóður, svei mér þá. Vona helst af þessum fjórum að Arsenal klári dæmið, síst Everton eða Utd.

 11. Mikið er ég sammála nr.11 þetta eru ógeðslegt ég fæ gæsahúð að hugsa um man jú eða evertonnnnnnnn,þetta er meiri skítahópurinn…fari þessi keppni norður og niður aarrggggg

 12. Já altaf gaman að horfa á Liverpool leiki en það getur líka verið gaman að horfa á aðra leiki, eins og englendingar segja, I am a Liverpool suporter, but I am af fan og grate football… Það er líka gott að þetta frí kóm á þessum tíma þar sem það eikur líkurnar á að Gerrard verði með á móti Real Madrid… það verður spennndi að sjá hvað okkar menn gera þar…. Málið er að við vinnum rest af mótinu og verðum meistarara, ekki satt félagar….

  Áfram Liverpool…!!!

 13. Ef að City koma dýrvitlausir í þennan leik á móti okkur að þá held ég að okkar menn verði ekki mikið rólegri eftir að hafa tapað fyrir Everton og rétt náð að vinna Pourtsmouth. Spái 2-0 sigri í þeim leik og vona svo bara að Fulham nái stigum af Manu á morgun.

  YNWA

 14. fyrir þá sem eru með lfc.tv og leiðist í kvöld byrjar guðlaugur inná í ,,mini derby´´
  Icelandic youngster Victor Palsson makes his first start for Gary Ablett’s side as Liverpool face Everton in the mini-derby at the Halton Stobart Stadium in Widnes – a match you can watch live on LFC TV from 6.30pm GMT.

 15. Ég er búinn að segja það síðan fyrir áramót að Fulham eigi eftir að stríða Man Utd en ég er farinn að efast um mína eigin sannfæringu miða við skriðið á erkifjendunum í Utd uppá síðkastið. Ég vona svo sannarlega að Fulham nái í stig á morgun einkum og sér í lagi útaf því að þá verður leikurinn á Old Trafford miklu meira spennandi fyrir vikið.

  Ég vil líka nefna það að AUÐVITAÐ á Liverpool að vera áfram í FA Cup og er þessu sérstaklega beint til “Grolsi nr # 6”. Við eigum klárlega að vera þarna EN á meðan breiddin er ekki meiri heldur en raun ber vitni þá tel ég að það sé betra að einbeita sér að CL og PL. Það er bara klárlega mín skoðun og geta menn deilt sín á milli hvort hún sé rétta eða ekki. Premier League titillinn er í raun sá eini sem mig langar til að fá núna og það sérstaklega til að þagga niður í mörgum af mínum Man Utd vinum sem eru gjörsamlega óþolandi og hvað þá eftir að þeir komust á toppinn.

  Berjast

 16. Hægri vængurinn er sennilega ekki besta staðan á vellinum fyrir hann.

 17. Já hann hefur nokkuð til síns mál þessi stuðningskjáni M U þegar að hann segir að þeir séu bestir #15. Allavegana væri upp á okkur tippið ef Liv, væri í sporum M U. Efstir í deild , með í báðum bikarleikjum og meistaradeild, það verður bara að viðurkennast… EN þetta er ekki búið. ÁFRAM LIVERPOOL

 18. Shit hvað mig langar til að fara að lesa upphitun… Er von á henni fljótlega?

Bleeeeh

Loksins fótbolti