Bleeeeh

Alveg er það ferlegt að geta ekki horft á Liverpool leik um helgina.

Hérna eru nokkrir athyglisverðir tenglar.

 • Fyrir það fyrsta rakst ég á tengil á Marca þar sem að pabbi Pepe Reina segir son sinn vilja spila fyrir Atletico Madrid einn daginn. Pabbinn spilaði með því liði. Ég efast þó stórlega um að það sé að fara að gerast á næstu árum. En hver veit hvað gerist í framtíðinni. Pepe er, þrátt fyrir hárvöxt, aðeins 26 ára gamall og á því nóg eftir. Eftir því sem mér skilst þá eru einhverjir leikmenn (þar á meðal Reina) í fríi um helgina og því er Reina á Spáni og mun sennilega horfa á Atletico Madrid leikinn um helgina.

  Þannig að það má vel vera að þetta slúður birtist í enskum fjölmiðlum. En ég hef engar áhyggjur af því að Pepe fari á næstu árum til liðs, sem gæti vel misst af Evrópusæti.

 • Á fótbolta.net er frétt um að Guðlaugur Þór Victor hafi fengið hrós frá Steven Gerrard. Það er ánægjulegt. Gerrard á að hafa sagt við hann að hann minnti sig á sjálfan sig þegar hann var ungur.
 • Paul Tomkins skrifar ágætt framhald af greininni, sem ég vísaði á fyrr í vikunni: Levelling the Playing field

Góða Liverpool lausa helgi.

20 Comments

 1. Afhverju ætti Steven Gerrard að vera að hrósa Guðlaugi Þór ? Stóð hann sig svona vel sem heilbrigðisráðherra ?? 😉

  … æi.. það er einhver föstudagur í manni..:)

  Carl Berg

 2. heheh. en liverpool laus helgi, það er afleitt.

  vonandi höfum við þetta af.

 3. Það ætti að banna landslið (allavega þangað til ísland kemst á topp 10) Helgin er ónýt.

 4. Það er ekki landsleikjum að kenna að við höfum ekkert að gera um helgina, heldur Everton.

 5. Nei nei, það er Liverpool um að kenna að ekki sé leikur. Fengu tvo sénsa til að klára litlu bláu frænkuna.

  Annars skemmtilegt að heyra svona kompliment frá Capt. Fantastic um íslenska strákinn sem hélt með manjú. Þetta eru sennilega jákvæðustu fréttirnar sem Íslendingar hafa fengið síðan 30.sept 2008, á alheimsvísu!

 6. Þetta er kanski þráðrán, en ég hef verið að pæla í þessu með rauð spjöld. Tökum dæmi. Leikmaður fær rautt vegna brots í úrvalsdeild og fer t,d i 3ja leikja bann, sem sagt, það er verið að refsa honum og að hann verði að hugsa sinn gang o,s,f. En svo má hann spila í meistaradeild og í bikarnum og f,l. Mér finnst að hann ætti ekki að spila næstu 3 leiki. þetta er eins og að ég væri tekinn fyrir glæfra akstur í R,vík, og færi í einhvern tíma í bann, en það væri í lagi að aka á Selfossi eða allstaðar annarsstaðar, bara ekki í R,vík. Smá pæling,,,, ÁFRAM LIVERPOOL, 😉

 7. Hann má ekki spila í bikarleikjum. Leikbann sem leikmaður fær í móti hjá FA gildir í öllum mótum FA.

 8. Voronin að gera það gott útí Þýskalandi, skoraði bara 2 mörk á móti Bayern. Er hann þá kominn með 2 mörk í vetur? hehe

 9. Kenny, samkvæmt SoccerNet er hann búinn að skora 6 mörk (núna væntanlega 8 þar sem síðan er ekki uppfærð fyrr en eftir helgar) og eiga 3 stoðsendingar í 16 (núna 17) leikjum fyrir Herthu Berlín.

  Ekki slæm tölfræði það. Það er spurning hvort það væri nokkuð vitlaust að fá hann aftur til okkar, þó ekki sé nema af því að hann er sennilega betri varaskeifa fyrir Torres heldur en Ngog.

  Ég veit hann er ekki sá vinsælasti á Anfield eftir síðasta vetur (þar sem hann skoraði þó 6 mörk og átti 4 stoðsendingar í 17 leikjum sem er ekki svo slæmt) en hann kann alveg að skora. Gæti nýst okkur ágætlega.

 10. Væri ekki nær að benda á þetta mark sem dæmi um að kallinn kann að skora? http://www.youtube.com/watch?v=IyBSwWidIUg&feature=related

  En það geta svosem allir litið vel út á youtube. Ég held að hann sé engin lausn á framherjavandamálum okkar. Ég er hrifnari af því að nota einhverja unga leikmenn og sjá hvað þeir geta. Ngog, Pacheo og sérstaklega Nemeth ættu að fá færi á þessum tíma. Reyndar hefur Nemeth verið meira og minna meiddur held ég en hann er sá sem virðist vera næst því að geta farið í liðið.

 11. Hárið á manninum er náttúrulega kostulegt í myndbandinu frá Kristjáni Atla. Gaman væri að vita hvað hann er eiginlega að spá með þessu.

 12. Marco Van Basten hvað?
  http://www.youtube.com/watch?v=IyBSwWidIUg

  Einhver stakk upp á að gefa núna Pacheco, Nemeth o.fl. sénsa núna. Halló Hafnafjörður. Gefa einhverjum krökkum skyndilega helling af leikjum þegar við erum í gríðarharðri toppbaráttu og hver einasti leikur eru algjört must-win?

  Einmitt. Einmitt.
  Að kalla á Voronin til loka leiktíðar er eina raunhæfa skyndilausnin á sóknarleik Liverpool. Sjálfstraustið er í mjög góðu lagi hjá honum núna. Voronin kann öll leikkerfi Benitez, hlaup og yrði mjög fljótur að aðlagast aðalliðinu. Mun skora mörk ef hann fær þjónustu enda frábær skotmaður og með mjög mikla reynslu.
  Við verðum að hafa cover fyrir Torres því Ngog, Babel og Kuyt eru ekki nógu grimmir frammá við, sérstaklega einir í framlínunni.

 13. Er hægt að fá mann sem er lánaður út til baka núna? Ég held að það sé ekki hægt svo Voronin hefur því að öllum líkindum leiði sinn síðasta leik fyrir LFC og það var á móti Lasio þar sem hann skoraði sigurmarkið.
  Maður sem skorar tvö mörk á móti Bayern er góður,en ekki nógu góður fyrir Liverpool því aðeins þeir bestu komast að þar og þannig viljum við jú hafa það. Eða eins og sá gamli segir Þannig er það nú bara!!!!!

 14. Ég held að það megi kalla Voronin heim og allt í lagi að gera það. Þar er ég sammála Sölva. En það hefur ekki alltaf verið best að vera með eintómar stjörnur eins og sagan sannar (t,d Real M),, betra er að vera með góðan mannskap og spila sem ein heild. Auðvita er mjög gott að hafa 3-4 stk, af yfirburða mönnum, en enga stjörnustæla TAKK. Þar af leiðand er ég ósammála Tomma. 🙂

 15. ooooooooo 1-1 LFV vs EVER
  viktor var ekkert spes en vá þessi Bruno

Landsliðakvöld

Löng er biðin