Ýmislegt

Fyrir það fyrsta, þá er hérna fín grein í Times um hina mögnuðu gagnrýni, sem að Rafa Benitez þarf að þola umfram flest-alla þjálfara í deildinni: Lucky, lucky Liverpool.

Paul Tomkins skrifar líka ágætan pistil útaf þessari mögnuðu gagnrýni á liðsskipanina gegn Portsmouth. Hann bendir á punkt, sem ekki allir virðast fatta:

What Rafa did in the face of fatigue was pair Torres, Kuyt and Alonso up against an equally tired second-half Portsmouth side, when their quality could tell. Ideally the game would have been won by then, but if it wasn’t, they were there to win it late on. After all, Alex Ferguson has done that countless times in the past, keeping his stars in reserve in case he needed them to come on and win the game.

Had that trio started the game, it could quite easily have been a case of them tiring before the south coast side. Who knows? It’s certainly not unlikely after the midweek exertions, and a whopping 210 minutes of football since Pompey played last Saturday. Either way, it’s an almost impossible situation for the team to play to the best of its ability.

Einnig ber Tomkins saman hvernig að Man U spilar án Rooney / Ronaldo versus það hvernig Liverpool vegnar án Torres / Gerrard:

In the 12 league matches Rooney did not start, United’s accrued a 69-point average when extrapolated over 38 games, as opposed to the 87 they actually racked up. In the seven games Ronaldo did not start, the average would have made an even worse total: 65 points. Or the tally that saw Everton finish 5th.

Magnað!

Áfram heldur hann:

Gerrard has failed to start four league games –– Villa, United, Fulham and Portsmouth. Two of those are clearly very tough fixtures, against top-three sides. Two were at home, two away. And yet Liverpool’s record is won two, drawn two. Over 38 league games, that is worth an impressive 76 points.

Due to injury, Torres has failed to start no fewer than 15 league games. These resulted in ten wins, four draws and just one defeat. Over a 38 game season, that ratio would earn an incredible 86 points. That is a title-winning tally; last year United got 87, but needed only 86.

Í kvöld spila Spánverjar og Englendingar vináttulandsleik. Það er enginn Liverpool maður í enska hópnum, en 5 í spænska hópnum. Nánast bókað er að tveir þeirra verða í byrjunarliðinu (Xabi Alonso og Fernando Torres) og hinir þrír þá væntanlega á bekknum (Riera, Reina og Arbeloa). Talandi um Torres, þá segist hann hvergi vilja spila annars staðar en með Liverpool. Skynsamur maður þar á ferð.

18 Comments

  1. Stafs.villa í titlinum.

    Annars frábær pistill hjá Tomkins.

    Einnig stórmerkilegt að það sé enginn Púllari í enska landsliðshópnum. Veit einhver hvenær það gerðist síðast?

  2. Getur einhver svarað mér því af hverju Tomkins ber ekki saman fjarveru Torres og Gerrard í fyrra saman við sama tímabil hjá Ronaldo og Rooney? Eða tímabilið núna hjá sömu aðilum.
    Það er stór munur á stigum töpuðum hjá Liverpool núna og í fyrra hvað varðar fjarveru Torres og Gerrard og ég held að það sé einnig munur hjá United.
    Þetta eru alveg góðir punktar hjá Tomkins en ég átta mig bara ekki á því hvers vegna hann ber saman mismunandi tímabil.

  3. Varðandi landsleikinn í kvöld þá óttast ég um Torres og ég er viss um að EF hann slasast þá mun það verða eftir tæklingu frá annahvort Ferdinand eða Terry.

  4. Kárinn: Held að það sé einfaldlega vegna þess að í fyrr meiddust Stevie og Torres ekkert af ráði líkt í vetur, svo ef þú lest alla greinina tekur hann líka með fjarveru Ronaldo í upphafi tímabils.

    Annars er þessi gagnrýni á Rafa annars bara stórmerkilegt fyrirbæri. Sérstaklega þegar menn taka umfjöllun um t.d. Wenger inn í myndina.

    Annars, án þess að ætla að stofna til þráðráns þar sem fyrirsögnin er ýmislegt, er alveg hundleiðinlegt að lesa fréttir af Agger þessa stundina, af hverju er manninum ekki bara boðinn nýr samningur? Það get ég ómögulega skilið að besta varnarmanninum hjá klúbbnum sé í það minnsta ekki fenginn til að krota nafnið sitt þó það væri nú ekki nema til að hækka kaupverðið á honum aðeins. Best væri þó að sjálfsögðu að hann spilaði bara alla leiki. Er enginn orðinn þreyttur á að sjá Carra og félaga kýla boltann fram af nánast ástríðu ?

  5. Ég ætla svo sem ekki að kommenta mikið hérna, en bara svara þessu síðasta….
    Ég þreytist seint á því að horfa á Carragher í Liverpooltreyju, það er alveg á hreinu. !
    Ég vona svo sannarlega að Agger fái nýjan samning, og lyfti sér upp á þann stall sem hann var á þegar hann spilaði hvað best. En að mér dytti í hug að taka Carragher út úr liðinu fyrir hann.. því fer fjarri.

    YNWA.. Insjallah… Carl Berg

  6. já hvað er málið með þessa veðferð sem Rafa fær hjá fjölmiðlum. Held að kallinn ætti að ráða sér almannatengslafræðing til þess að snúa við þessari neikvæðu umfjöllun við.

  7. Sælir félagar
    Takk fyrir Einar að koma með “Ýmislegt” á toppinn. Carl Berg mæl þú manna heilastur. Framlag Carra til klúbbsins í gegnum tíðina, ásamt því að hann er ásamt fyrirliðanum sálin í liðinu, er ómetanlegt. Eins og er getur enginn ýtt honum út. En hann er að komasr á aldur blessaður kallinn og auðvitað styttist í veru hans sem byrjunarliðsmanns í öllum leikjum liðsins. Því er ég sammála því að gerður sé samningur við Agger sem fyrst og til langs tíma.
    Hvað Rfa varðar er umfjöllun um hann ekki alltaf sanngjörn, bæði hér heima og erlendis. Hins vegar hefur hann boðið upp á gagnrýni með skringilegum ákvörðunum sérstaklega hvað varðar innáskiptingar. Ég held líka að vegna þess að Liverpool er eina liðið sem ógnar veldi MU þá fær hann meiri gagnrýni en ella. Menn eru einfaldlega orðnir þreyttir á valdastöðu MU og vilja að önnur lið breyti henni. Þar sem okkar ástkæri klúbbur er eina ógnunin þá eru menn skíthræddir við mistök Rafa og leikmanna liðsins. Þatta á bæði við um fylgismenn lLiverpool (t.d. mig) og svo alla andstæðinga MU.
    Eðlilega kvíða allir því að MU vinni deildina, bikarinn og meistaradeildina. Allir eru búnir að fá nóg af belgingi fylgismanna MU og hroka stjórans. Þess vegna verður Rafa fyrir svo harðri gagnrýni. Menn eru einfaldlega í kvíðakasti yfir “mistökum” (umdeilanleg eins og komið hefur fram á þessum síðum) hans. Athygliverð kenning og ekki verri skýrirng en hver önnur. 🙂
    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Langaði að ræna þræðinum aðeins og benda á áhugaverða tölfræði frá Opta. (Reyndar tekið af skysports en þeir tóku af opta 🙂 )
    Það lið sem hefur oftast smellt knettinum í rammverkið eru okkar menn með 18 stk en aðalkeppinautar okkar manutd 10x og aston villa 12x.

    Spurning hvar við stæðum ef 6-8 stk af þessum boltum hefði endað í netinu.

    Team Hit woodowrk
    Liverpool 18
    Portsmouth 14
    Arsenal 13
    West Ham 13
    Aston Villa 12
    Everton 12
    Newcastle 12
    Chelsea 11
    Blackburn 10
    Bolton 10
    Man Utd 10

    http://www.skysports.com/experts/expert_story/0,19793,12038_4913957,00.html

  9. Ingi Björn, þakka þér kærlega fyrir þetta nauðsynlega þráðrán. Þessi tölfræði sýnir það sem við hugsum öll en þorum ekki að segja; United eru einfaldlega heppnari en við! Þeir eru neðstir í þessari deild á meðan okkar menn eru nánir vinir tréverksins. 😉

  10. En svo má auðvitað deila um það hvort þú sért “óheppinn” eða ekki fyrir það að dúndra í rammann oftar en aðrir. Ertu þá ekki bara með lakara mið, ónákvæmari skot?

  11. Það vantar reyndar nokkur lið á þennan lista, mig minnir að Fulham séu neðstir með aðeins 4 skot í rammann.

  12. Það er svo fáranlegt að segja að útfrá þessu að þá sé utd “heppnari” en við. Afhverju ekki þá að taka statistik frá því hve margir boltar fóru rétt yfir, rétt framhjá, hreinsað á línu, dauðafæri í súginn, rangstaða dæmd sem var ekki rangstæða, rangstæða ekki dæmd sem var rangstæða o.s.frv. það er ekkert sem heitir að standa uppi sem sigurvegari í deildinni eftir 36 leiki og hafa verið heppinn!! það sem telur er bara hve marga bolta þú nærð að setja í netið, hve marga bolta þú færð í markið þitt, hve marga leiki þú vinnur, þú tapar já og svo uppáhaldið okkar: hversu mörg jafntefli þú gerir. þú getur verið heppinn í einum leik en það er ekkert lið heppið heppið yfir heilt season!!!!

  13. Kobbih mér læðist að sá grunur að Kristján hafi nú sett broskallinn þarna fyrir aftan af ákveðnu tilefni 🙂

  14. Þetta er bara gegnum gangandi hjá alltof mörgum poolurum að Man utd séu bara heppnir, vælandi um heppni eftir hvern einasta 1-0 sigur hjá þeim!

  15. Kobbih, slakaðu á. Ég hélt þetta væri augljóst hjá mér, enda var ég að birta 1800+ orða pistil sl. mánudag um það hvers vegna United ynnu fleiri 1-0 sigra en við. Heppni kom hvergi þar við sögu. 😉

Chelsea reka Scolari

Landsliðakvöld